Lucas Leiva nýjasti meðlimur Liverpool.

Lucas Leiva fékk í fyrradag ítalskt vegabréf og er þar með orðinn löglegur með Liverpool. Þegar Liverpool keypti Lucas frá Gremio var það með fyrirvara umað Lucas fengi ítalskt vegabréf sem er í dag orðin staðreynd. Lucas Leiva þykir gríðarlegt efni og mun hafa farið mikinn undanfarið með Gremio. Hann var m.a. valinn besti leikmaður brasilískudeildarinnar árið 2006 og fetaði þar í fótspor Zico, Falcao, Careca, Romario, Kaka og Tevez.

Rafa er mjög ánægður með að hafa nælt í Lucas en gengið var frá kaupunum um miðjan maí. Ennfremur kemur fram að Lucas neitaði m.a. Everton, Man U og liðum á Spáni:

“We knew Lucas could be a good signing because he played at a high level for Brazil Under-21s. A lot of other top clubs were after him, so we had to move quickly. One of those other clubs plays in red, and Lucas told me the other wears blue, but I won’t say which.”

og Rafa er ekki hættur:

“He’s a midfielder who likes to move from box to box. He’s not Steven Gerrard, but he likes to get forward. We are preparing a team for the short term and for the future, and Lucas is part of this. He will have a part to play this season. He has the personality and character to succeed here.”

Það er s.s. ljóst að Lucas kemur til með að fá að aðlagast landinu, liðinu, leikstílnum o.s.frv. hægt og rólega (líkt og Agger) og mun jafnvel fá einn og einn leik hér og þar. Lucas mun spila nr. 21 en það númer bar Traore núna síðast. Það er ekki hægt að segja að þetta sé neitt lukkunúmer því á undan Traore var það Salif Diao sem bar þetta númer. Ef við lítum aðeins lengra tilbaka þá var snillingurinn Gary McAllister með þetta númer og vonum við að Lucas gangi jafnvel og gamla manninum gekk hjá Liverpool.

Steven Gerrad gerir eins og góðum fyrirliða sæmir, talar fallega um Lucas á official síðunni:

“From what I’ve seen of him so far on the training pitch he’s got everything you need in a Liverpool player; good touch, good passing and he’s also a good lad off the field…”

Það kæmi mér ekki á óvart að Lucas myndi fá að spreyta sig í dag gegn Portsmouth í Asian Trophy en leikurinn hefst kl:12:30. Það er einnig ljóst að bæði Torres og Babel eru komnir með alþjóðlega leikheimild og Gerrard er klár, þeir munu allir vera með í dag.

6 Comments

  1. Ég er bjartsýnn á að þessi strákur eigi eftir að fá okkur til að brosa í vetur. Ef ekki nema bara af því að hann er svo skuggalega líkur Mark Knopfler. Spurning um að kalla hann The Sultan of Swing. 🙂

  2. Ég veit ekki af hverju, en ég hef ekki verið jafn bjartsýnn á gengi Liverpool lengi. Auðvitað er maður alltaf bjartsýnn … en mér finnst þessir einstaklingar sem við höfum verið að fá til okkar líta svo vel út, og ég segi það sama og Kristján Atli: hann Leiva á örugglega eftir að fá okkur til að brosa! 🙂

  3. Það er ekki komið ennþá en mun birtast á síðunni þegar það er ljóst.

  4. Búinn að vera hundleiðinlegur leikur…vona að Torres og Leiva komi inná í hálfleik

  5. Búinn að vera hundleiðinlegur leikur….vona að Torres og Leiva komi inná í hálfleik..

Meira um nýja völlinn + Simao

Byrjunarliðið gegn Porstmouth. (uppfært) Torres er með!