Byrjunarliðið gegn West Ham í umspili kvöldsins er komið og það er áhugaverð blanda af báðum „liðunum“ sem Klopp hefur verið að nota að undanförnu:
Mignolet
Flanagan – Ilori – Lucas – Smith
Stewart – Chirivella
Ibe – Coutinho – Teixeira
Benteke
Bekkur: Ward, Enrique, Randall, Milner, Henderson, Sturridge, Origi.
Nokkur atriði:
1 – Mignolet! Ókei, hvað í andskotanum þarf að gerast til að Danny Ward fái leik? Wtf Klopp?!
2 – Meiðsli Caulker/Lovren/Skrtel þýða að Sakho/Touré fá hvíld og því er Lucas Leiva í miðverði. Úff. Þarf endilega að hvíla menn fyrir steindauða deildarkeppni?
3 – Coutinho!!!
4 – Teixeira!!!
5 – Benteke. Koma svo Big Ben, þú ert frábær, þarft bara að muna eftir því sjálfur.
6 – Bekkurinn er sterkur. Ég býst við að sjá sterka varamenn koma inná ef við erum að elta leikinn.
Þetta verður þungur róður í kvöld en um leið áhugavert að sjá hvernig þetta gengur. Koma svo!
YNWA
ja hérna
Hlægilegt að mignolet fái ítrekað að spila og kosta liðið sigra en það er ekki séns að leyfa Ward (sem var að rífa upp Skosku deildina) að spila eins og mögulega einn leik í bikar því ekki fær hann séns í deildinni, evrópudeildinni né carling cup.
Fáránlegt.
Ok það er bara eitt sem gæti útskýrt það að Ward fær ekki leik. Það vantar á hann báðar hendurnar eftir sturtuslys. Hugsanlega samt skárri kostur þrátt fyrir það ?
Æj kommon afhverju ekki Ward samt? Hann gat notað Bogdan í bikarnum!!!! afhverju ekki að nýta tækifærið að bekkja Migs og leyfa Ward að fá séns???? Pirrandi
Held reyndar að Ward verði notaður í Europa deildinni. Samt sem áður hefði maður viljað sjá hann í þessum leik. En maður veit ekki, kannski er John Achtenberg búinn að skemma Ward líka eins og Mignolet.
Heyr, heyr, Kristján Atli!
Hvíla menn fyrir steindauða deildarkeppni. Algerlega óskiljanlegt. Hvílum frekar varnarmennina okkar í þessum deildarleikjum sem framundan eru og skipta nákvæmlega engu máli.
Kæru leikmenn og þjálfari LFC. Í guðanna bænum farið nú að gleðja stuðningsmennina ykkar og drullist til að vinna þennan leik!
Hvar er Brannagan? Meiddur?
Frábært að sjá ungliðana en ömurlegt að Mignolet skuli ekki vera á bekknum. Áfram Liverpool, hrista af sér doðann!
Brannagan var víst veikur skv. fréttamannafundinum í gær.
Brannagan er veikur. En þetta Mignolet grin er hætt að vera fyndið. Það fýkur í mig í hvert skipti sem ég sé þetta afbrigði í byrjunarliðinu. Þetta er komið mikið meira en gott.
Vonandi hvíla West Ham leikmenn því mér líst ekki alveg á þessa miðverði okkar í einhverjum power bolta.
Skil ekki alveg af hverju menn eru svona pirraðir yfir því að Danny Ward sé ekki að spila ju hann stóð sig vel í skosku deildinni en Mingolet væri örggulega líka flottur þar.
Guð hjálpi okkur, Lucas í hafsentinum. WH mun rúlla okkur upp. Fyrsta skipti sem ég mun frekar horfa á ruv. Heldur en leik með Liverpool.
Spennandi lið fyrir utan fremsta og aftasta mann.
Reynir á vörnina að hamrarnir nái ekki Skoti á ramman
Búið að velja liðið og við höfum jú trú á Klopp og hans hugmyndafræði……..eða hvað!!!! Menn geta verið með sínar skoðanir og hugmyndir…….en boy ó boy, þarf þetta alltaf að vera í einhverjum DV fyrirsagnastíl, nebb segi bara svona. Ef Klopp er að bjóða upp á eitthvað hörmungarlið þá sleppir maður því bara að horfa, ósköp einfalt. En áhugaverður leikur með áhugaverðum leikmönnum (eða ekki)ég hef fulla trú á þessum strákum og vona svo sannanlega að þetta verði ekki enn ein vonbrigðin. En hversu mörg sem vonbrigðin verða þá stið ég alltaf mína menn eins og ég hef gert í ansi marga áratugi. Ef allt fer í baklás þá getur maður aðeins yljað sér við að það er ekkert af “risunum” á toppnum í deildinni.
YNWA
Mignolet hætti á 77 mín í síðasta leik og er því ready. Ward byrjar svo næsta leik.
er svartsýnn á þetta í kvöld eftir að ég sá þetta lið
Erum samt að spila flesta leiki af ÖLLUM liðum í Evrópu í þessum mánuði. Hingað til höfum við komist í gegnum þessar bikarumferðir með því að rótera mikið.
hvenær meiddist Caulker?
Klopp um liðsvalið: “Yeah we wanted a really strong bench”
Þvílíkur meistari
Ég myndi treysta botnlanganum úr Klopp betur til að komast áfram í kvöld en þessum leikmönnum.
En Coutinho er inná… Miði er möguleiki.
Ósáttur við að sjá benteke og mignolet inná. Úff, og Lucas í vörn ? Hvad ER það, ekki bjartsýnn
Lucas hefur leyst af miðvarðarstöðuna áður og þegar allt kemur til alls þá er hann sentimetra hærri en Kolo Toure. Ég hef alltaf örliltar áhyggjur af háum boltum þegar miðverðir eru svona lágir en ég held samt að ef það er einhverstaðar tækfæri að prufa menn í nýjum stöðum þá er það í bikiarkeppni.
Lucas framtíðarmiðvörður Liverpool? Það væri eitthvað 🙂
þetta lið virðist vera tilraun Klopps til að detta ùt i kvold. tilhvers að hvila leikmenn þegar deildin er búin. en vonandi faum við kraftaverk og förum afram
Er Allen meiddur?
Varnarmennirnir hvíldu reyndar allir síðasta leik…
Hvað er að gerast? Erum við allt í einu hættulegir í hornum?
Mikið svakalega væri Ibe góður í fótbolta ef hann væri fljótari að taka ákvarðanir alveg hræðilegt hvað hann glaprar mörgum boltum útaf seinagangi
#26 Þar sem við sáum að við gætum hugsanlega komið boltanum inn úr horni ákváðum við að skemma 3. hornið, bara svona til öryggis… meira ruglið!
Jafnvægi í þessu. Og Benteke heldur áfram að pirra mann með getuleysi.
Veit hann hvað er að pressa leikmenn eða getur hann einhvern tíma tekið alvöru spretti?
Fínasta samvinna í Smith, Coutinho og Teixeira
Þetta lið lítur mun betur út en “aðalliðið” hefur gert undanfarið.
Af hverju er ekki texeira ekki alltaf í byrjunarliðinu?hann og kúturinn eru að ná mjög vel saman
3 Hornið sem ratar á Benteke, hlýtur að fara koma hjá honum 🙂
Virkilega ánægður með hornspyrnur kvöldsins!
Ef Mignolet væri í marki West Ham værum við 3-0 yfir…
Í AÐALLIÐIÐ MEÐ ÞENNAN STEWARD!!!
Hvaða vitleysisgangur er það að gefa aukaspyrnu þarna þvílíkur favitaskapur
Höldum svo bara áfram að drulla yfir Benteke, búin að koma sér í færi og skapa. Bara búin að vera mjög flottur eins og flestir í liðinu að mínu mati. Ibe reyndar að gefa ótrúlega aukaspyrnu………og Mignolet
YNWA
þvílík varsla hja Mignole þarna hann má eiga það 🙂
Migno virðist hafa varið þetta í stöng frá Payet! …Magnað. Og Lucas er bara fjári solid sem miðvörður, skallar allt frá og er bara búinn að vera frábær!
ég er sáttur við þennan leik so far… 🙂
Helvítið hann Mignolet.
Maður getur ekki einu sinni treyst honum til að vera lélegur!
Spurning hvort þetta hafi barasta verið rétt metið hjá Klopp að velja ekki Ward í markið í þessum leik?
Æææ-b… 3 sinnum búinn að klúðra einfaldri móttöku!
Benteke að koma sér í færi ? Frábær framför hjá framherja sem kostar32 millur,
Þetta mark skrifast því miður alfarið á Smith jæja þá er bara að spita í lófana og drullast til að skora mörk
Jæja, þar kom reynsluleysið í ljós. Smith illilega refsað fyrir ballwatching.
Útaf með birkitréð og inná með sturridge !
skitan heldur áfram
Vel gert hjá WH, en hversu margar mínútur þarf Liverpool til að skora gegn þessu liði.. fjórði leikurinn gegn þeim á tímabilinu og enn ekkert mark
Alltaf þarf liðið að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik. Þetta er algjör tuska í fokking andlitið. Ógeðslegt því að í þetta skiptið eigum við ekki skilið að vera undir.
Veit einhver hversu mörg Liverpool er búið að fá á sig frá 44 mínútu til 48 mínútu ássu tímabili? Og 88 til 94 mín?
…hvernig er það , er ekki hinn gamli Frammari, Trausti Haralds og varnartröll, er hann ekki á lausu í þessu auðlesnu vörn. Eitt skáhlaup, sending fyrir og við gerum í buxur….
Mér er nokkuð sama í hvaða hakkavél ég lendi með orð mín núna en þetta er mun betra Liverpool lið en sést hefur í langan tíma. Setja Sturridge og Origi inn í seinni og láta Coutinjó stinga þeim inn fyrir og Smith koma með nokkrar snuddur fyrir á hausinn á Origi
hehe….. inná með studge! reynum að skora mark í það minnsta
Flottur leikur að mestu leyti…..held því miður að Smith sé ekki með það sem þarf varnarlega. Búin að hjálpa til við eitt mark og heppin að þau séu ekki tvö. Vil fá Henderson inn fyrir Stewart, komin með gult og óþarfi að taka sjéns með spjaldið. Fá svo Sturridge inn eftir 10-15 og klára þetta.
YNWA
já, þetta lið sem er að byrja þennan leik fyrir okkur er ekkert verra en þetta ömurlega “A-lið” okkar. Það er samt ótrúleg ergilegt hvað margar flottar sóknir okkar enda á ömurlegri sendingu frá kantinum. Það vantar svo rosalega gæði á síðasta fjórðungnum á vellinum að það hálfa væri nóg. Ógeðslega ergilegt, en svona er þetta þegar gæðin á síðasta fjórðungnum á vellinum eru minna en engin.
Langt síðan að maður hefur séð okkar lið svona gott. Okkur vantar bara framherja!!!!
Þetta kemur í seinni hálfleik. Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!
Svo gegn gangi leiksins að hálfa væri nóg,en mér finnst liðið hafa staðið sig vel í fyrrihálfleik og með smá heppni hefði við átt að vera yfir,en vonum að þetta komi í seinni og vinnum 1-2?
Fokkíng fokkíngs fokk!
Jákvætt þó að liðið virðist grimmara en oft áður og Benteke stundum á réttum stað (og ekki alltaf fyrir tilviljun).
Vörnin álíka neikvæð og vanalega samt.
Er einhver með gott stream???
Sko, ég hef engan sérstakan áhuga á því að fara að verja vörn okkar eða markmann eitthvað en við verðum andskotans, helvítis fjandakornið að fara að skora mörk til að létta aðeins pressunni á vörninni! Þessi markaþurrð á þessu tímabili er svo ógeðslega þreytandi að ég er alveg við það að fá ógeð á því að horfa á fótbolta.
http://www.livefootballol.com/channel/bloodzeed-acestream.html
Menn fljótir að hlaupa til. Lucas búinn að vera einn besti maður vallarins þvert á spár kop.is lesenda. Ibe sennilega sá slakasti, missti boltann og skildi Flanno eftir með mikið opið svæði að verja og tvo menn á ferðinni á hann.
Vonandi fáum við svo að sjá alvöru hættu fram á við í seinni hálfleik!
Sammála flestum að við erum nokkuð sprækir í þessum leik ungu strákarnir eru að standa sig vel.
Fer hins vegar ekki ofan af því að mér finnst lítil sem engin ógn af Benteke. Og þá er ég ekkí að “drulla” yfir hann eins einhver talar um.
Þegar allir orðnir heilir í framlínunni þá verður hann síðastur í goggunarröðinni.
Eg veit ekkert um thetta West ham lid, en eru their med sitt sterkasta lid?
Er þetta ekki samt alltaf að fara í framlengingu og vító ? Annað væri úr karakter :/
Þrátt fyrir að vera undir þá finnst mér við vera líklegri til að skora heldur enn í deildarleikjunum. Kannski er það bara A liðið sem er að spila í bikar og B í deild?
??
Flott mark, vel hoppað hjá veggnum.
Gott fiskerí hjá Big Ben og frábær spyrna hjá Kútnum!
Kútur
loksins aukaspyrnumark!! kominn timi a hendo, milner, moreno að láta besta spyrnumann liðsins taka þetta
Töframaður #10
Ég fer ekki ofan af því að ef við hefðum haft Sturridge og Coutinho í lagi þetta tímabil værum við í top 4…
Jæja erum við þá ekki komnir með útivallarmark ??
Sturridge að koma inn á. Vonum það besta 😛
Studge baby!
Er enginn annar hérna hræddur um að Sturridge meiðist í upphituninni?
#75, útivallarmark skiptir ekki máli í FA cup
Farðu nú varlega Studge minn…
Takk Höddi B
Vonandi erum við þá ekki að fara aftur í 120 mín!
Origi og Studge inná… Er mig að dreyma??
Sturridge!! Hann skorar og fær síðan hamstring í fagnaðarlátunum.
Af hverju í veröldinni er Tex að fara útaf? 0.0
djöfull er ég svekktur með Ibe þetta er strákur sem átti að vera meira efni en sterling og ég veit ekki hvað.
hann verður að fara stíga upp og gera betur í öllu sem hann gerir.
Nei, Guð forði okkur frá framlengingu og vító. Klárum þetta vonandi á 90 mín, elsku Sturridge minn, settu nú eins og eitt stykki mark !
Ég fæ alltaf kvíða kast þegar við fáum á okkur horn 🙁
Þarna vorum við stalheppnir að fá ekki víti dæmt á okkur hann hefur lært af skrtel
Eru þetta í alvörunni íþróttalið sem við erum að spila á móti? Þeir væla svo mikið að þetta er farið að minna á sápuóperu
Úps….heppnir að fá ekki á okkur víti. Ef lánið leikur áfram svona við okkur þá er þetta solid sigur.
YNWA
Texeira hefði mátt halda áfram. Spilið hefur droppað svakalega eftir að hann og Coutinho fóru útaf
Merkilegt að dómarar dæma alltaf þegar menn láta sig detta en dæma ekki þegar menn reyna að standa í lappirnar
Flott hingað til.
Svei mér ef við erum ekki bara að eignast ágætan DM-C í honum Kevin Stewart…og frábært að sjá Chirivella inni á þessari miðju 18 ára púkann!
Úff , hvíti benteke að koma inná , ekki gott fyrir okkur !
Þeir læra að væla hjá þessum júgga sem þjálfar þá.
Jújú, hefðum getað fengið víti á okkur en af hverju í fjandanum er ekki flautað þegar Mignolet er kýldur í framan í uppstökki?
Væri nú eftir því að Carrol skori sigurmark kvöldsins.
Eigum við ekki að henda Hendo inná fljótlega ? Kannski fyrir Stewart ?
Rauði herinn syngur Steven Gerrard … Steven Gerrard.. á heimavelli West Ham… 🙂
Allt í lagi að fara í framlengingu þar sem við erum með varaliðið og þurfum að gefa sumum leikmönnum spiltíma.
Klopp með ný gleraugu, þá hljótum við að taka þetta !
Sturridge hendir inn marki í blálokin 😉
Fyrsti klobbi hjá Sturridge, hann hefur lært þetta af Suarez 🙂
hann er er nú fjári fallegur hann Benedikt
hvur fjárinn er þetta með hásinarnar hjá þeim vesturbæingum?
Það hlýtur að fara að koma að því að benteke vinni skallabolta !
Mignó man Carrol lambið gráa
Mignolet er að taka Mike Tyson style högg hérna
Framlenging í kortunum. En svei mér þá ef “varaliðið” er bara ekki betra en aðalliðið.
Svo má Benteke endilega troða táfýlusokkunum í andlitið á mér!
Rosalega harður leikur. Ansi hræddur um Sturridge og Origi þarna…
Pressa á okkur núna, mikið vona ég að við stelum þessu núna í lokin.
Ógeðslegt brot á Stewart , pottþétt rautt spjald ,
Frekar vandrædilegt hja ibe i allt kvold
Origi að eiga einhverja verstu innkomu sem sést hefur. Koma svo!
Hvaða ákvarðanir eru þetta hjá ibe alveg fáránlegt að reyna einhverja hælsendingu þarna
Dj***** er gaman að sjá Sturridge dansa með boltann!!
Vá hvað það er góð tilfinning að hafa Sturridge inná. Með hann meiðist ekki!
þetta er ógeðslega leiðinlegt lið þetta West Ham drasl… Djöfull ætla ég að vona að við sláum þá út í kvöld!
Carroll væri farinn útaf fyrir kjaftbrúk í handbolta…
Vitið þið…. allt þetta leikjaálag er að skila sér í leikreynslu fyrir ungu strákana.
Djöfull er ég ánægður að sjá til ungu strákanna, Stewart, Teixeira, Chiraviella, Smith etc…
Þetta west ham lið er búið að væla í dómaranum allan leikinn, minnir mig á annað lið frá sömu borg
extra extra read all about it…
Frábært framlenging því það er ekki nógu mikið leikjaálag á okkur never the easy way
Er þetta einhver stefna hjá liverpool að gera alltaf jafntefli í öllum bikarkeppnum?
#122 Leikjaálag?? Nei, alls ekki. Nú fær nýja a-liðið okkar hvíld og b-liðið, með dúkkulísurnar Lallana, Henderson, Milner og Allen fremsta í flokki, fá að spila þessa leiki í deildinni sem skipta engu máli lengur.
Það eru sko teknar allar mínútur sem mögulega eru í boði, það fer ekkert til spillis ?
West Ham alveg með Drogba-level tafir í venjulegum leiktíma, ótrúlegt.
Lucas er að standa sig ótrúlega vel í miðverðinum ??
mér sýnist því miður lítið vera eftir á tankinum.
Og eitt til….. við erum að eignast klassa framtíðar miðvörð……. Lucas!
#127 , við ættum að vera með ferskari fætur þarna inná , west ham líka buið með sínar skiptingar
Smith líklega tognaður eða með krampa en berst áfram, ánægður með stráksa!
Og Lucas er gjörsamlega að eigna sér allt sem kemur nálægt honum. Forvitnilegt að sjá svona mikið breytt lið, þetta er ekki mikið síðra en hefðbundna byrjunarliðið, svo mikið er víst!
Úff benteke ! !
Við getum ekki unnið þennan leik…..með Benteke
Er búinn að átta mig á vandamálinu með Benteke!
Manninum er bara einfaldlega ekki ætlað að skora, það er bara svoleiðis!!!
Benteke, labbaðu núna útaf vellinum og farðu í sturtu!!
Nei Benteke. Jæja kemur bara næst!
Það sem þessi benteke þarf til að skora ? Hann gæti ekki skorað þó svo þeir væru ekki með markmann !
Kannski var einhver búinn að koma inn á þetta en er reglan um útivallarmark ekki í gildi?
finn til með benedikt.
Hames mættur, þá er þetta tryggt! 🙂
Benteke er á fínum stað hér í kvöld.
Glaður að sjá það.
Benteke bara í ruglinu
Djöfull er allt annað að haga Sturridge þarna inn á maður. Vona bara að hann haldist heill 7, 9, 13
Tek fram að ég sárvorkenni Benteke greyinu… en ég meina…DAMN! Þétta hlýtur að koma samt, annað er tölfræðilega ómögulegt.
Benteke er reyndar búinn að gera allt vel nema að slútta í kvöld – en hann er auðvitað striker, svo… 🙂
139 Maggi minn, elsku vinur , góður framherji væri búin að setja 3-4 mörk fyrir okkur, benteke er bara ekki góður framherji , bara miðlungs í besta falli
Maggi…. ég ekki skilja….
Glaður með hvað?
Mig grunar að Benedikt sé að fara heilan hring. Blúsinn hverfur og hann finnur sig á þessu síðasta kortéri.
Er þetta ekki ca. fimmta framlengingin í vetur? Faithless – Insomnia í gangi á vellinum, vel við hæfi.
Er pirraður að sjá Benteke klúðra, en það verður að gefa manninum credit fyrir að vera svona kraftmikill eftir 115 mín af knattspyrnu.
Allt linkup play hefur verið verulega flott hjá Benteke, hann er mikið á þeim stöðum þar sem hann á að vera og það er bysna mikil framför.
Auðvitað gæti hann verið búinn að gera þrennu en ég sé vel möguleika á honum og Sturridge saman þarna frammi, hafa verið að ná fínt saman.
Skipta a slettu a Lukaku og Bennsa.
Ég er ekki í nokkrum vafa að Benteke er góður og verður okkur góður striker. Hann er búin að vera í fjölda bolta og þegar hannkemurtuðrunu loksins í netið þá springur hann út. Enn mikið ofsalega er þetta WH lið leiðinlegt og þeir fá að komast upp með endalaust tuð.
YNWA
En Origi er ekki kantstriker sýnist mér.
Ok Maggi, ég skal samþykkja þetta. En mikið rosalega á karlgreyið samt langt í land með slúttið.
Flannagan grjótharður í bakverðinum.
Góðir framherjar skora , benteke skorar ekki , ekki einu sinni einn á móti markmanni. Hann er algjört drasl og mun kosta okkur þennan leik, algjört drasl og á að vera langt frá aðalliðnu. Aldrei getum við selt hann , kannski gefið
Brasilíska jarðýtan!
sorrí krakkar en það er engin spurning hver er maður leiksins – Lucas!
Lucas frábær í kvöld. Algerlega!
ef Benteke væri med eistu væri hann med mark I leik.
Asskoti er Benteke slappur framherji.
Þetta stefnir í miðnæturbolta.
Ég held við séum að eignast nýjan miðvörð sem er betri en allir hinir sem við höfum. Áfram Lucas.
Carragher tæklingar og alles, fullkomið.
Mjög margt jákvætt í kvöld og SOB framlínan gæti verið eitthvað, allt linkup mjög fînt. En þegar maður klikkar á svona mörgum færum þá hlýtur það að kosta eitthvað.
Það skal viðurkennast að Mignolet hefur átt fínann leik.
islogi 09.02.2016 kl. 19:44
Lucas framtíðarmiðvörður Liverpool? Það væri eitthvað 🙂
Sko mig, þetta er heldur betur að koma í ljós 🙂 🙂 🙂
Sturridge búin að vera hættulegri í 20 mín en benteke í allan vetur
Vá hvað Sturridge er langbestur í þessu liði! Það sem vesenið á honum heftur kostað félagið síðasta hálft annað tímabil. :O
Velkominn aftur Sturridge
jæja þar fór það. worst case scenario. absólut
Guð minn góður
Heheh, ooooj!
Lucas frábær að gefa aukaspyrnu á þessum stað!!!! Frábær eða þannig!!
Vona að ég þurfi aldrei að horfa á Benteke spila aftur! Lucas er líka asni
Og bullkjánabrot frá Lucas Leiva gefur svo mark, maður á að læra það að jinxa ekki svona frammistöður.
Jæja…þá það.
Margt mjög jákvætt í þessum leik og græt það ekkert að við erum ekki að halda mjög langri leið í þessari keppni.
Lucas gaf þeim sigurinn. Glataður.
Takk benteke , þvílíkur markmaður , dettur bara niður
þetta var aldrei aukaspyrna. hann kom ekki við fíflið
Jæja þá eru 2 meiri klukkutíma sem maður sóar í ekki neitt
jesús minn hvað þessi markmaður er lélegur
Og Klopp brosir út í annað….. = minna álag framundan og meir séns á að standa sig í næstu keppnum….
Djöfull er þetta samt sárt…
Hrósiði bara Lucasi, hve oft höfum við séð þetta. Lucas brýtur klaufalega af sér.
var aldrei fokkings aukaspyrna, aldri nokkurn tímann!!
Jæja, núna geta þeir fagnað sem vildu fá okkur út úr bikarnum. Til hamingju!
Já lucas focking frábær eða þannig, algjört fxxxx aumingjaskapur með 3 sóknarmenn og ekkert mark. Díses
Jæja eigum við að kenna Lucas um þetta eða dómaranum……veit ekki!!!!
Ekki í fyrsta skipti hjá Lukasi.
Bömmer en…
Þetta er samkvæmt söguni alvegr viðbjöður!!
Maggi, hvað er svona frábært við að vera úr leik í þessari keppni?? Það er nefnilega svo mikið sem við höfum að hlakka til og keppa að. Deildin er t.d. mjög spennandi fyrir okkur um þessar mundir.
Hey jú, Við getum enn unnið tvo bikara………ekki lengur þrjá!
Afsakið meðan ég æli.
Lucas Leiva hahahahahahahaha þvílíkur sauður.
jaja getum kannski unnið dollu sem hefur ekki rassgat i bala
Ódýr aukaspyrna… en frábærlega útfærð af hálfu West Ham… áttu þetta allt eins skilið eins og Liverpool FC.
Ég vona að benteke spili ALDREI aftur fyrir liverpool FC. Lélegasti framherji sem hefur spilað fyrir þennan klúbb !
Jæja svona fór þetta. Verð að spyrja hvað gerði lúkas þegar aukaspyrnan var gefin? ekki gat ég séð neitt að þessu. Þetta var mjög svo óverðskuldað tap. Ömurlegt
Enner Valencia er alveg hrikalega linur þó að hann hefði átt að fá víti.
Þvílík hamingja a? halda me? þessu li?i?
Þetta var aldrei aukaspyrna, bara fiskað, en sjá helvítis markmanninn ! Dettur bara niður ? Hvað er það ? Veikustu hlekkirnir , benteke og Mignolet
Sir Lucas. Svo öðlum við vörnina. Fálkar.