Hver er besti stjórinn?

Flest teljum við okkur vita betur en Stjórinn hvernig liðið eigi að spila og hverja eigi að kaupa. Margir fá útrás í allskonar tölvuleikjum aðrir fara í heitu pottana og ræða málin. Svo eru sumir sem einfaldlega skrá sig í draumaliðsleik á netinu og velja sitt eigið lið og keppa við vini sína. Við félagarnir hérna á síðunni höfum einmitt gert það og ákváðum að gaman væri að leyfa þeim lesendum sem hafa áhuga að taka einnig þátt.

Slóðinn er þessi: http://fantasy.premierleague.com/ og það kostar ekkert að taka þátt. Þegar búið er að stofna liðið og velja leikmenn þá getið þið gengið í deildina, Liverpoolbloggið. Það þarf að skrifa inn þennan kóða: 306803-88262 til að fá aðgang og þá er allt klárt.

41 Comments

  1. Skráður til leiks.

    Þar sem ég hef skrifað undir “nikkinu” Julian Dicks hetja í mörg ár, fannst mér við hæfi að nefna liðið mitt “Dicks Utd”.

    Við erum með gott lið og setjum stefnuna á titilinn.

  2. Jæja kominn með lið 😀
    En var að spá, er ekkert hægt að sjá uppstillingu annara liða í deildini hérna? 😀

  3. Mér finnst þetta þó orðið svolítið pylsupartý og skora því á konur að taka þátt í deildinni;)

  4. Deildin byrjar, isspiss 😀 Væri ekki stuð ef fólk henti upp uppstillingumhérna 😀 Gæti komið af stað slemtilegri umræðu 🙂

    Chec
    Carragher Terry Neville King
    Hargreaves Nani Gerrard(c) Reo-Coker
    Luque Torres

  5. Annars er liðið mitt svona: (tekið skal fram að ég er Poolari)

    Pepe Reina
    Carvalho – Terry – Ingimarsson – Baines
    Ronaldo – Arteta – Noble – Wallace
    Van Persie – Rooney

  6. Verð að testa þetta aftur, er að reyna að fá græna völlinn

    <div class=”lid”>Pepe Reina<br><br>Carvalho – Terry – Ingimarsson – Richards<br><br>Ronaldo – Arteta – Noble – Wallace<br><br>Van Persie – Rooney<br><br></div>

  7. Sindri, ertu ekki með neinn Liverpool mann í liðinu? Ég byrjaði með 6 í mínu liði áður en ég fattaði að ég mátti bara vera með 3.

    Annars er líka keppni um ljótustu búningana. Ég er að taka þá keppni auðveldlega einsog stendur.

  8. kikja átti þetta að vera…og stefni ég að sigri í fallegasta búningnum

  9. Reina er í marki Einar, ætla hins vegar að gera major breytingar, var að eyða of miklu í varamenn, á maður ekki bara að vera með einhverja tjíp varamenn, er það ekki málið

  10. Hérna kemur mitt

    Reina
    Carvalho, Terry, R.Ferdinand, Riise
    Ronaldo, Pienaar, Diop
    Zamora, Voronin, D.Bent

    Spá í að setja inn ódýrari varamenn… En veit ekki ætla að láta byrja svona.
    Bekkurinn er: Wright, Ben Haim, Gunnarsson, Kavanagh

  11. Búinn að breyta miklu og ætla enn og aftur að prufa að setja liðið inn núna

    Pepe ReinaCarvalho – Terry – King – RichardsRonaldo – Hargreaves – Wilhelmson – PedersenVan Persie – Torres

  12. Jesús kristur, ég gefst upp

    Reina
    Carvalho Terry King Richards
    Ronaldo Hargreaves Wilhelmsson Pedersen
    Van Persie Torres

  13. ég gerði líka þetta dæmi sem átti að þurfa að gera til að fá grænavöllin en hann kom allavega ekki 😛 Well þetta lið kostaði bara akkúrat einsmiikð og maður fékk 😛

  14. Þið hafið greinilega ekkert vit á þessu. Það þarf ekkert að spila þessa deild, það er orðið nokkuð ljóst hverjir hafa sigur. Einar Örn tekur heim dollu fyrir ljótustu búninga og ég tek heim dollu fyrir gáfaðasta og vitrasta knattspyrnustjóra í heimi! Svoleiðis er þetta bara. 😉

    Þið eigið ekki séns í Real Ragnarsson. 🙂

  15. Þetta er voðalega einfalt. Í staðinn fyrir að kópera textann alveg, eyðið út gæsalöppunum sem að Sindri notar og setjið inn venjulegar gæsalappir (shift+2)

    Pepe Reina

    Carvalho – Terry – Ingimarsson – Richards

    Ronaldo – Arteta – Noble – Wallace

    Van Persie – Rooney

  16. CechFinnan – Carvalho – Campbell – DistinRonaldo – Taylor – Osman – CarsleyVan Persie – Drogba

  17. Toni, stigin sem liðið þitt fær reiknast út frá frammistöðu leikmannanna í ensku Úrvalsdeildinni. Þannig að ef þú varst að stofna lið eins og við hin byrja stigin ekki að telja hjá okkur fyrr en 11.-12. ágúst, í fyrstu umferðinni. Eftir þá helgi ættum við að sjá stigatöfluna og þá geturðu séð hvar þitt lið stendur.

  18. Sælir Drengir.
    Ég ákvað að skrá mig og taka þátt þetta tímabil. Setti liðið svona saman fyrir fyrstu umferð.

    Pepe ReinaAgger – Terry – Rio Ferdinand –
    DawsonRonaldo – Gamst Pedersen – Hargreaves – HuddlestoneBellamy – Torres

    Getur varla klikkað 😉

  19. græni völlurinn kom ekki heldur hjá mér, frekar en hjá Sindra….???

  20. Ég er með.
    Liðið er svona:

    Pepe Reina

    Ingimarsson – Distin – Rozehnal – Richards

    Ronaldo – Davis (Portsmouth) – Cahill – Lampard

    Torres – Andy Johnson

    Bekkur: Kirkland, Neill, Noble, Aghahowa

  21. Það er nefninlega málið Einar, ég gerði það sem þú talaðir um en það virkaði heldur ekki, ég hlýt að vera vitlaus…. nei það getur alls ekki verið skýringin.
    PS: Ég var búinn að breyta liðinu heilmikið eins og sást síðar í þræðinum.

  22. Þess má geta að það eru 50 lið nú þegar búin að skrá sig… þetta verður skemmtilegt.

  23. Segðu
    Nema kannski fyrir hann Kristján, greyið hefur alvarlegar ranghugmyndir.

  24. 76 lið skráð til leiks… ég verð klárlega í sæti 76 eða ofar 🙂

  25. Þeim bara fjölgar stjórunum sem ætla að horfa á mig hverfa yfir sjóndeildarhringinn … 🙂

    Nei en að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki hugmynd um það hvað ég er að gera. Valdi lið eins og allir aðrir og svo bara sjáum við til hversu vel gengur. En segið satt, hversu margir settu Mikel Arteta í liðið sitt? Vill einhver útskýra fyrir mér af hverju í fjandanum hann fær svona mörg stig?

  26. Ég setti Tim Cahill og Ronaldo í mitt lið. Báða leikmenn hata ég einsog pestina. Kannski að þetta bæti geðheilsuna mína þegar að kemur að því þegar þeim gengur vel.

    Og hvaða stig ertu að tala um?

  27. Ég held mínum spilum þétt að mér og gef ekkert upp fyrr en eftir fyrstu leikviku.

    Dicks Utd. á ekki eftir að valda stuðningsmönnum sínum vonbrigðum. Við ætlum okkur að spila “sexy football” eins og Gullit sagði um árið.

  28. Ég verð með í þessu. Liðið mitt er no shame og tengist það kannski nokkuð litavali á búninginum

One Ping

  1. Pingback:

Pressan eykst

Rafa: Torres og Babel þurfa að bæta sig