Ég nenni varla að skrifa um þessa [Sky Sports maníu, sem að Smáís og 365 eru að standa fyrir núna](http://eyjan.is/blog/2007/08/09/5-7000-heimili-me%c3%b0-buna%c3%b0-fra-sky-ologlegt-segir-logma%c3%b0ur-seljandi-handtekinn-%c3%berju-logbannsmal/).
Ég myndi bara vilja gefa 365 eitt gott ráð. Ég starfaði nefnilega í nokkur ár sem markaðsstjóri fyrir Nestlé vörur á Íslandi. Við áttum lengi við það vandamál að glíma að íslenskar verslanir keyptu inn Nestlé vörur af erlendum birgjum í stað þess að versla við íslenska birgjann. Hvert var svar okkar við því? Reyndum við að setja lögbann á það að verslanir keyptu frá erlendum birgjum? Reyndum við að fá erlenda birgjann til að hætta að selja íslensku kaupmönnunum?
Nei, við spurðum okkur einfaldar spurningar: Af hverju vilja íslenskir kaupmenn kaupa Nescafé frá pólskum heildsölum í stað íslenskra heildsala? Er það af því að þeim finnst Pólverjarnir skemmtilegri, eða hafi eitthvað á móti íslenskum birgjum? Svarið var að okkar mati **NEI**. Þeir gera það af því að annaðhvort fá þeir vöruna á betra verði eða að þeir fá betri þjónustu hjá erlendu birgjunum. Við útilokuðum þjónustuhlutann þar sem við töldum pólskar heildsölur ekki geta veitt sömu þjónustu og við. Því var bara verðhlutinn eftir. Og í framhaldi af því eyddi ég ómældum tíma í að semja við Nestlé menn um betri verð á Nescafé svo að mitt fyrirtæki gæti boðið íslenskum kaupmönnum **besta mögulega verð og bestu mögulegu þjónustu**. Þegar mér hafði tekist það, þá færðu íslensku kaupmennirnir sig auðvitað aftur til míns fyrirtækis.
Þetta er ekki svo flókið og ráð mitt er því einfalt:
Í stað þess að reyna að setja lögbann á erlendar stöðvar, þá ættu 365 menn að spyrja sig eftirfarandi spurningar:
**”Erum við að veita íslenskum neytendum bestu mögulegu þjónustu á bestu mögulegu verðum?”**
Ef svarið væri já, þá leyfi ég mér að fullyrða að ekki nokkur maður myndi hengja forljótan disk utaná húsið sitt til þess að geta verslað við erlend fyrirtæki eftir “vafasömum” leiðum. Ef að 365 menn kjósa að sleppa því að spyrja sig þessarar spurningar og kjósa þess í stað að fara í málsóknir gegn fyrirtækjum og neytendum, þá eru þeir endanlega búnir að tapa baráttunni um hugi neytenda.
Góð dæmisaga og enn einn góður punktur í þetta mál. Að sjálfsögðu ættu 365 menn að hugsa út í það því ef þessi Sky þjónusta er að bjóðast lægri en þeir eru að bjóða Sýn 2 út og þá eiga þeir að sjálfsögðu að taka nauðsynlegar aðgerðir í þeim málum.. að lækka verðið.
365 hafa alla tíð hagað sér furðulega.
Nó vældu þeir um íslensku tunguna þegar skjár sprot fór að láta enska þuli lýsa leikjunum…sem mér fannst frekar lágkúrulegt af þeim.
Verðið á Heimsmeistaramótinu hjá þeim var náttúrulega til háborinnar skammar.
Núna væla þeir yfir því að íslenskir neytendur leita annað þar sem þeir eru að OKRA á okkur. Held þeir ættu að líta í eigin barm og lækka þessi okur-verð á Sýn2.
Svo sannarlega rétt. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af okri 365 og mun ekki kaupa áskrift nema að þeirra verð lækki.
Auðvita á 365 að lækka sitt verð og vera samkeppnisfærir við Sky.
Smáís getur aldrei komið í veg fyrir að fólk kaupi sér áskrift. Möguleikarnir eru svo margir og auðvita lítur Sky framhjá þessu þrátt fyrir að segja annað.
Tekjur Sky af ólöglegri ákrift er gríðarlega stór hluti af þeirra tekjum. Auðvita er það ekki sanngjarnt en ég sé ekkert breyta því. Þeir sleppa þeim tekjum ekki ef þeir geta.
kv, HK
Ég sem ætlaði að fara á Liverpool bloggið en endað hjá Neytendasamtökunum, eða er það ekki?
Ok, mér finnst afar leiðinlegt að vera þessi fúll á móti gæji 🙂 því ég er það alls ekki – yfirleitt..
En þetta er mál sem hófst löngu áður en 365 fékk réttinn af enska boltanum – ég veit það vegna þess að ég þekki til hjá þeim sem voru að selja þetta í Keflavík..
Þar fyrir utan er hvergi einusinni minnst á 365 í þessari frétt – eru menn ekki svolítið farnir að sjá skrattann í hverju horni hér?
Mér finnst ekkert að því að menn séu með Sky hér á landi og horfi á enska boltann og annað sem er í boði þar – það getur samt sem áður ekki verið í lagi að menn séu að hagnast á áskriftarsölu hér án þess að vera rétthafar efnisins
Örvar, þú getur einfaldlega sleppt því að lesa þessar færslur. Ef þær væru ekki á síðunni værum við sennilega ekki að skrifa um neitt. Við höfum skrifað um allt sem hefur gerst af viti varðandi Liverpool og vorum með langa upphitun um enska boltann, sem ég minnist ekki að þú hafir kommentað á. Plús það að það kemur upphitun um Villa leikinn á eftir. Þessi skrif um Sýn 2 hafa verið hrein viðbót við hefðbundin skrif, en það er ekki einsog við höfum fórnað þeim fyrir neytendaumræðu.
Já, en það veit hver heilvita maður að þetta mál tengist aðallega enska boltanum. Heldurðu virkilega að tímasetningin sé bara hrein tilviljun?
Ég er svo sem alveg sammála að það er ekkert voðalega sniðugt að menn séu að versla við erlend fyrirtæki frekar en íslensk ekki frekar en í mínu dæmi, en 365 hefðu afskaplega gott af því að líta í spegil svona einu sinni.
Smáís hafa hingað til ekki þurft hjálp við það að láta eins og fávitar.. og ég er alls ekkert viss um að 365 hafi skipt sér mikið af þessu..
tímasetning á þessu bulli gæti einfaldlega verið tilkomin vegna þess að þessir Smáís plebbar eru athyglissjúkir og þetta er sjálfsagt gott tækifæri til að minna á sig og fá smá fróun fyrir typpaöfundina ..
biðst afsökunar á orðbragðinu en ég fæ grænar bólur bara við að skrifa nafnið Smáís
Þetta er mjög góður punktur hjá þér Einar.
Það er ljótt frá því að segja að ég beygði mig undir þetta okurverð og verslaði einn mánuð. Ég ætla að sjá til með gæðin áður en ég kaupi meira.
Ástæðan fyrir því að kaupa þetta er einföld, ég get ekki leyft mér að eyða mínum litla frítíma á Players, þannig að mér var sá kostur nauðbúinn að kaupa þessa þjónustu. Konan hefur viljað kaupa Stöð 2 í allan þennan tíma og því var hún keypt – einfaldlega vegna þess að það er erfitt að segja að það sé hægt að eyða 8000 í fótbolta á mánuði en ekki 5000 í Stöð 2. Þannig að ég keypti Stöð2 – Sýn og Sýn 2 á um 14.000 krónur.
Nú er ég algerlega sammála um að þetta verð er hreint okur, og alveg sama hvernig á það er litið þá hækkaði verðið margfalt. Hinsvegar finnst mér ekki hafa komið fram að gæðin hafa versnað til muna.
Nú er það svo að fyrir rúmum tveim árum var ég með myndlykil frá Digital Ísland – fullkomin gæði. My ass. Allavega virkaði það aldrei hjá mér, myndin var heilu og hálfu kvöldin á mósaíkformi og hljóðið endalausir hvellir.
Þegar svo hægt var að fá Breiðbandsafruglarann stökk ég á það og hef verið með mjög góð gæði á sjónvarpmerkinu síðan. Eða allt þar til ég keypti 365 stöðvarnar um mánaðarmótin. Sýn og Sýn 2 eru svo óskýrar að það hálfa væri nóg – það er eins og myndin sé uppblásin úr örfáum punktum sem gerir það að verkum að þetta er eins og lélegt Youtube myndband í full screen. Að auki er myndin eins og Ajax auglýsing; stórlega yfirlýst.
Til að toppa þetta fór síðan myndin að haga sér alveg eins og á gamla Digital Ísland afruglaranum yfir golfinu í gærkvöldi. Endalaust frost, mósaík og hvellir í hljóðinu. Og það á báðum afruglurunum á mínu heimili og bara á 365 rásunum.
Ég greip því til símans og hringdi í tengdó, og jú það sama var að hjá honum , hann var að reyna að horfa á eitthvað gamalt efni í Sýn 2 og myndin hegðaði sér alveg eins.
Nú hringdi ég í 365 í morgun og rak þeim söguna. Þá fékk ég að vita það að þetta væri alls ekki þeirra vandamál heldur símans. Eftir að vilja ekki kingja því hringdi í mig tæknimaður frá 365 sem endurtók hið sama. Þá hringdi ég í Símann og viti menn – þetta er allt 365 að kenna !
Eftir sit ég búinn að greiða 14.000 krónur með ónýta vöru.
Heyr, heyr !
YNWA
Mér finnst bara allt í lagi að það sé rætt aðeins um þessa hluti á þessari síðu. Við erum allir áhugamenn um knattspyrnu og ættum að láta okkur það varða sem kemur að dreyfingu efnisins. Ég tala nú ekki um þegar eins lítið er í LFC fréttum og hefur verið þessa vikuna.
Annars tel ég engar líkur á að hrein tilviljun ráði því að Smáís sé nú í einhverri rassíu.
ég vildi bara hrósa þér einar örn fyrir frábærar greinar um þessa 365 mafíu.
Ogsvo vil bara hvetja alla til að fá sér sky/setanta pakkan!
Þegar ég fékk mér þann pakka þá pantaði ég allt sjálfur að utan og fékk áskriftarkortið frá (http://www.skytvcard.com/),ég keypti mér síðan SKY HD mótakara frá bretlandi,diskin átti ég fyrir en það er nú lítið mál að nálgast hann hérna heima.
Þetta kostaði samtals komið til mín 70 þúsund krónur með öllu þannig að ef fólk er að spá í þessu þá er best að versla þetta beint að utan engin ástæða til að nota einhverja sjálfskipaða milliliði eins og t.d skydigital,eico eða skykort.
Enda var besta verðið sem mér var boðið frá þeim 180 þúsund krónur fyrir allan pakkan.
visir.is hefur eftir Hilmari Björnssyni að áskriftarsala Sýnar gangi “frábærlega”. Af hverju þurfa þeir þá að eltast við gervihnattadiskasala 😉
Þessar tvær fréttir, með tveggja daga millibili, eru í ákveðinni mótsögn hvor við aðra.
Himar: http://www.visir.is/article/20070810/IDROTTIR01/70810041
Smáís fasisminn: http://www.visir.is/article/20070809/FRETTIR01/108090135
Frábær síða í alla staði og auðvitað er þörf á þessari umræðu. Þetta var bara “poor attempted humor”, átti ekki að taka of alvarlega.
Ok, ekkert mál Örvar. 🙂
Góð dæmisaga Einar og hárrétt dæmi um hvernig fyrirtæki eiga að hugsa til að ná árangri: hvað vilja viðskiptavinir mínir?
Blaðið í dag er með umfjöllun um verðið. Reyndar ekkert quotað héðan heldur af spjallborðum aðdáendaklúbbanna. Sem fær mann til að hugsa um það hversu rólegir aðdáendaklúbbarnir hafa verið í þessu öllu saman.
Ég vil hrósa Einari, Kristjáni og Daða og fleirum fyrir að halda þessari umræðu gangandi.
Ég er samt í vandamáli, ég má ekki festa gervihnattadisk á húsið mitt og í næsta sportbar eru um 5 kílómetrar.
Er það satt sem ég heyri, ég er með Skjárinn frá Símanum, sjónvarp í gegnum ADSL, eru þá gæðin eins og í stækkuðu YouTube myndbandi?
Ég hringdi áðan í 365 til að spyrja nokkra spurninga og við ca 7 spurningum mínum fékk ég alltaf svarið ég veit það ekki. Ekki er það nú góð þjónusta, sérstaklega þar sem biðtíminn minn var 2×20 mínútur.
það er algjörlega innantómt að segja að áskriftasala gangi “frábærlega”, það þarf að nefna einhverjar tölur um fjölda áskrifenda af Sýn2 til að e-ð mark sé takandi á slíkum ummælum… mundi hann t.d. segja: ,,áskriftarsalan gengur skelfilega” ?
Ingimundur
Gæti ég verslað kort frá þessum kauðum og notað í gamalt skyplus box. i.e þau eru ekkert spes pöruð saman ?
Tek undir með Lolla að ég er gríðarlega ánægður með alla þá umræðu sem Einar, Kristján og co hafa staðið fyrir undanfarið. Þeir eiga mikið hrós skilið.
365 hafa komið heldur betur illa út úr þessu undanfarið og er ég að huxaum að færa öll mín viðskipti eitthvað annað vegna þessa máls.
Lolli, varðandi Skjáinn og ADSL. Ég er með svoleiðis og myndgæðin eru alls ekki svo slæm. Er ég á skuggasvæði fyrir örbylgjuloftnet, og því er betra að fyrir mig að hafa svona ADSL sjónvarp sem er með fína mynd. Veit ekki hvort það mun einhverntímann ná HD gæðum, en hvur veit. Bíð bara eftir að hafa þetta allt þráðlaust. Losna við þetta snúrudrasl.
Sjáumst á pöbbnum.
YNWA
zúri
Nonni – Hef það eftir nokkuð öruggum heimildinum að búið er að kalla út aukafólk á lagerinn hjá 365 uppi á krókhálsi – svo mikil er salan 😮
http://www.visir.is/article/20070810/IDROTTIR01/70810041
Neðra commentið þarna, ég ákvað að hringja til gamans í þjónustuverið og þar var mér tjáð að ég myndi ná öllu. Þetta er alveg ótrúlegt.
svar: gísi haukur þú þarft bara að gefa þeim upp Serial number: Version number þá para þeir það samman við Viewing card númerið.
!!!!!Áskriftarsala á Sýn gengur frábærlega!!!!
Eru þeir ekki bara að drepa niður umræðuna að allir séu að skila afruglurum…enda eiga þeir visi.is 🙂
Ég ákvað að skella mér í smá rannsóknarvinnu og hringdi í mann sem þekkir mann sem á frænda sem heitir Einar og er að deita gaur sem vinnur hjá 365..
Og… staðan er víst þannig að það er ekki ennþá komið á hreint hversu margar stöðvar Sýn fær að hafa inná dreifikerfi Símans, fyrirfram var víst reiknað með að þeir fengju að hafa allar 6 en svo gengur víst eitthvað erfiðlega að semja..
In theory ættu því allir sem sáu allar stöðvar skjássport í fyrra að geta séð þær núna, þar sem dreifileiðirnar eru nákvæmlega þær sömu.. vandamálið með digitial er að 365 hafa ekki nægilega margar örbylgjurásir til umráða úti á landi – það eru víst ekki sömu úthlutanir sem gilda þar og á höfuðborgarsvæðinu
en ég trúi því nú varla að Síminn verði með einhver leiðindi við 365 😮
kominn tími á þessa upphitun?
*edit… var ekki búinn að taka eftir upphituninni, sry :S
365 mun aldrei viðurkenna neitt annað en að allt sé frábært, æðislegt og svo framvegis. Og kannski er það svo. En þá er ekkert að marka það sem sagt er hér á þessari síðu og allir sætta sig við okrið. Það er ömurlegt að eitt fyrirtæki geti tekið vinsæla íþrótt úr umferð vegna verðlagningar. En við þurfum heldur ekki að halda að 365 bakki með nokkurn skapaðan hlut – þeir eiga botnlausa sjóði og munu halda áfram að slá eignarhaldi sínu á landið og miðin. Verðlagningin er bara klór til að fá eitthvað til baka af þessari vitlausu framúr-fjárfestingu.
En eigendur pöbbanna eru ánægðir með þetta.
Ég vildi rétt aðeins koma inn á umræðu um tæknilega útfærslu á útsendingum, þ.e. varðandi óskýra mynd og fjölda rása, þar sem einhver umræða hefur orðið um þau mál í þessum og fleiri þráðum hér á síðunni. Ég starfa hjá Símanum, svo það komi bara strax fram, og var að ræða þessi mál við okkar helstu sjónvarpssérfræðinga. Sjálfur er ég ekki mikið inni í þessum tæknimálum svo ég vona að ég geti komið þessu skikkanlega frá mér.
Varðandi óskýra mynd þá er það hvorki 365 né Símanum að kenna. 365 sendir sitt besta mögulega merki út, bæði á sínu kerfi og svo til Símans til að dreifa, og á myndin að vera að fullu sambærileg í gegnum hvort kerfið sem hún kemur. Ef um óskýra mynd er að ræða er að öllum líkindum merkið að utan lélegt og því jafn óskýr mynd í gegnum bæði kerfi. Mig minnir að ég hafi séð þessa umræðu í tengslum við einn af virðisaukandi old-boys leikjunum, en þá gæti einmitt vel verið að erlendis hafi menn ekki endilega verið að kappkosta í að hafa sem allra best gæði, án þess að ég viti neitt meira um það.
Varðandi rásafjölda þá á ekki að vera neitt vandamál þar. Í júní var undirritaður samningur þar sem var á tæru að Sýn 2 og allar tengdar aukarásir myndu fá pláss á dreifikerfi Símans. Alls staðar þar sem Sjónvarp Símans næst þá munu notendur ná öllum hliðarstöðvum Sýnar 2. Þar sem SkjárSport notar ekki lengur þær hliðarrásir sem voru notaðar í fyrra voru þær lausar og útsendingum Sýnar 2 dreift um þær. Hins vegar mun ekkert sjást á þessum hliðarstöðvum þegar þær eru ekki í notkun til að spara bandbreidd, svo þær hrökkva bara inn þegar útsending fer í gang.
Sama á að gilda um Digital Ísland myndlykilinn, þ.e. að allar hliðarstöðvar eiga að nást þar sem útsendingar nást á annað borð. Við höfum, eðli málsins samkvæmt, þó ekki nákvæmar upplýsingar um dreifikerfi 365, en fyrir nokkru var vitað um örfá svæði þar sem dreifikerfi 365 réð ekki við svona margar stöðvar. Ég veit ekki hvaða svæði þetta voru né hvort búið sé að bæta úr málum, en ég á erfitt með að trúa öðru en að þeir hafi kippt þessu í liðinn, sérstaklega í ljósi umræðunnar síðustu daga og vikur.
Ég vona að þetta varpi einhverju ljósi á þessi mál.
YNWA
Lolli, þú kemur þér bara í form með því að skokka á “völlinn”… þetta er annars góð hreyfing eftir að hafa fengið sér einn eða tvo með leik 🙂
Ég ég er búinn að vera fastur við sjónvarpið að horfa á enska og meistaradeildina og hef borgað af þessu og Ruv líka (sem ég mundi segja upp á stundinni) þannig að 14000kr sem 365 fá þá er rúv með um 4000 kr minnir mig og þetta er um 18000 fyrir utan afslátt ,þetta er allt of mikið fyrir minn smekk og mér líður eins og það sé verið að taka mann í þið vitið hvað .Og er að spá í að hætta með allt í 365 og hafa bara skilduna.Ég get ekki réttlætt 18000kr í sjónvarp sem 216000kr á ári .kanski að ég kaupi SKY og það mundi borga sig upp á einu ári .
Virkilega góður punktur og AKKÚRAT ástæðan fyrir því að ég hef Sky Digital! Þjónustan og verðið eru hlutir sem fólk lítur á og miðað við pakkann í dag borgar maður um helming af Sky pakkanum öllum ef mið er tekið af öllum 365 Reykjavíkurmiðlum pakkanum.
Svo var ég að komast að öðru að hérna úti á landi eru staðir sem ekki eru að ná að sjá nema aðeins 1 leik (á meðan Reykjavíkursvæðið ofl. staðir sjá val um 5 leiki). Hringt var í 365 Reykjavíkurmiðla og spurt ástæðuna og þá var þeim aðila sem hringdi ráðlagt að færa draslið yfir á símaafruglarann og fyrir það þurfti viðkomandi að borga fullt gjald (4 þúsund kallinn) til að geta valið um leikina. Þetta flokkast undir bætta þjónustu……..eða hvað? Vonandi að Smáís kafni í sínum eigin skít fyrir rest og hætti þessu andskotans röfli!
Örn Steinar: Sky borgar sig upp á fyrsta árinu með snakki og gosi yfir öllum leikjunum samkvæmt þessari tölu. Farðu bara ekki að fjárfesta í Sky strax þar sem þú gætir ekkert notað það ef Smáís-vitleysingarnir fá sínu framgengt (sem ég efa).
svar: Ingimundur
þú þarft bara að gefa þeim upp Serial number: Version number þá para þeir það samman við Viewing card númerið.
Takk Kærlega.
Úrlið farið, orðstír deyr /
enski á Sýn þó tórir /
en hversu lengi þrauka þeir /
364?