Kæru lesendur, þið þurfið að afsaka aðeins hversu sein og smá þessi upphitun er í þetta skiptið. En á morgun klukkan 13:30 etjum við kappi við lið Southampton. Þeir myndu væntanlega flokkast í svipaðan flokk og okkar lið þetta tímabilið. Þeir hafa annað slagið verið algjörlega frábærir, en stundum alveg gjörsamlega hræðilegir. Á tímabili í vetur gátu þeir varla keypt sér sigur, hvað þá meira. Núna…núna geta þeir staðið í hvaða liði sem er. Þeir eru búnir að næla í jafn mörg stig og okkar menn, eða 44 í heildina. Liverpool á þó reyndar 2 leiki til góða, þó svo að þau stig séu langt því frá að vera í húsi. Þessi leikur á morgun er stór, hann er stór fyrir bæði lið. Svona leikir skilja á milli þess að ætla að blanda sér í einhverja baráttu um Evrópusæti, eða að fara í miðjumoð. Það er svo stutt á milli slíkra svæða í töflunni.
Það er fullt af hættum í þessu Southampton liði, en þar eru líka brestir. Aðal breytingin á þeim varð þegar Forster kom tilbaka í markið, en þá hættu þeir að leka mörkum. Sóknarlega eiga þeir marga fína kosti. Hafandi sagt þetta allt, þá hafa þeir skorað færri mörk en við (í fleiri leikjum) og fengið færri á sig. Svona getur tilfinningin brenglað. En það ber þó að horfa til þess hjá þeim að þeir eru bæði með Charlie Austin og Jay Rodriguez á sjúkralistanum sínum. Þeir geta þó huggað sig við það að þeir eru að fá 2 mjög sterka leikmenn tilbaka úr leikbönnum, eða þá Wanyama og Fonte. Enska knattspyrnusambandið tók svo bannið tilbaka sem Mane átti að fara í. Við erum því að fara keppa við sterkt Southampton lið.
Sjúkralisti Liverpool var farinn að líta bara ansi fínt út og því miður eru nokkrir leikmenn stórt spurningamerki fyrir morgundaginn. Milner verður í banni og Moreno, Henderson og Firmino eru allir sagðir tæpir á að ná leiknum. Flanno er þó klár í slaginn og ný búinn að skrifa undir samning. Það er langt í næsta leik þar sem landsleikjahlé er handan við hornið og því verður ekkert hvílt. Það er bara allt í einu orðinn smá séns á fjórða sætinu (og þriðja ef út í það er farið) og það ber að nýta og er ég viss um að Klopp hugsar á þann veg.
Ég ætla því að giska á að Flanno komi inn í stað Milner í vörnina, Hendo nái leiknum og að þetta verði annars óbreytt frá síðasta leik. Við krossum bara fingur og vonum að Firmino verði klár í slaginn:
Mignolet
Flanagan – Lovren – Sakho – Clyne
Henderson – Can – Lallana
Firmino – Sturridge – Coutinho
Síðast slátruðum við Southampton, en þá voru þeir í ansi hreint djúpri lægð. Ég hef þó fulla trú á að menn mæti vel gíraðir til leiks eftir að hafa slegið Man.Utd út úr Evrópu. Hugmyndafræði Klopp sést betur og betur með hverjum leiknum sem við spilum, flott hápressa og mikil hlaup. Þetta skilar okkur 1-2 sigri þar sem Coutinho og Sturridge setja mörkin. Fáum á okkur eitt ferlegt klaufamark.
Það eru stórir leikir á morgun. Tottenham ætla að viðhalda pressu á Leicester (þartil við drepum vonir þeirra í næstu umferð ) og svo verður gaman að sjá hvort United eða City tapi.
Er hóflega bjartsýnn fyrir okkar hönd en hugsum okkur að það gæti gerst að t.d City, United, chelsea og Liverpool komist ekki í CL á næsta tímabili. Magnað. West Ham, Tottenham, Arsenal og Leicester gætu orðið topp4…..
Spái 1-1 jafntefli. Lovren skalli.
Förum inn í CL bakdyramegin með sigri í Euro 🙂
Spái leiðinlegum leik þar sem Coutinho setur eitt í blálok. 0-1.
2-4 i horkuleik
Ef Firmino er tæpur þá á hann ekki að spila. Búin að spila mikið undanfarið og væri fínt fyrir hann að fá smá hvíld. Væri til að sjá aðra koma inn með kraft (Benteke hóst hóst)….
Origi hóst hóst
Firmino verður ekki með 🙁
http://liverpooloffside.sbnation.com/2016/3/19/11270034/roberto-firmino-out-of-brazil-squad-with-hamstring-problem
Ætla vera djarfur með liðsval á morgun.
Clyne-Lovren-Sakho-Flanno
Can
Henderson – Allen
Coutinho
Origi Benteke
Synd að Firmino verði ekki með. Ég gagnrýndi hann mikið í haust og gat engan veginn séð hann plumma sig í ensku, hægur, linur, lélegt tödds.
En hann prílaði upp stigann og er enn á uppleið. Frábært. Og grunar mig að fleiri príli í stiganum þar sem Kloppinn bíður á efsta palli og kallar menn upp.
En það skemmtilega er að menn eru meira og minna heilir og sterkir koma inn. Origi er að koma kraftmikill upp. Það er að koma maður í manns stað.
Það er erfitt að fara þarna á suðurströndina en ég trúi á sigur og þéttan leik.
YNWA
Benteke er buinn að standa sig vel undanfarið með litlar minutur. Eg myndi gefa honum sjensinn. Origi er efnilegur en finnst hann ennþa ekki alveg tilbuinn að leiða Liverpool soknina. Treysti annars Klopp agætlega fyrir þessu. Tippa a jafntefli en vonast eftir 5-4 sigri
Nú hlýtur Benteke að fá tækifæri. Hann hefur verið sterkur á æfingasvæðinu og jafnvel náð að skora þar, amk verið mjög nálægt því. Veit ekki hvað sjálfstraustið er mikið, eða lítið, hjá Southampton en það verður allavega að klára þennan leik og eins snemma og hægt er í leiknum, ekkert síðustu mínútu sigurmarka kjaftæði.
Minni á gekk fór þegar Sturrage og Origi voru síðast settir saman í framlínnuna á móti Southampton: https://www.youtube.com/watch?v=XuhYbfI_lTQ
Af hverju ekki reyna það aftur?
Minni á hvernig gekk þegar Sturrage og Origi voru síðast settir saman í framlínnuna á móti Southampton: https://www.youtube.com/watch?v=XuhYbfI_lTQ
Af hverju ekki reyna það aftur?
Flanagan verður captain í dag! KING
Jahérna hér! Þvílík veisla í dag. Eftir að við stöndumst eldraunina gegn Southampton, þá stillir maður sjónvarpið á ‚hljóðlaust‘ og hækkar í útvarpinu; RÚV, Rás 1. Ég ætla út í sjoppu og kaupa mér bland í poka fyrir þúsundkall, halla mér aftur í sófanum og njóta þynnkunnar í botn.
Vér göngum aldregi einsömul!