Hvernig er eiginlega hægt að skrifa skýrslu eftir þennan rússibana.
Mann langar bara að öskra þakið af öllum húsum landsins og fagna.
Ég átti afmæli í dag og bað um sigur fyrir leik, þáði 0-0 jafntefli. Handritið af þessari afmælisgjöf minni hefði ég ekki einu sinni reynt að ljúga á nokkurn hátt, þetta var svo langt umfram það sem mig langaði til, þennan leik þarf maður að horfa á aftur held ég því geðshræringin mun lifa langt fram á nótt.
En reynum samt, við skulum byrja á að sjá liðsskipan dagsins
Mignolet
Clyne – Lovren – Sakho – Moreno
Milner – Can
Lallana – Origi – Coutinho
Origi
Á bekknum: Ward, Skrtel, Smith, Lucas, Allen, Ojo, Sturridge.
Ég ætla bara að klára fyrri hálfleikinn hratt. Eftir 8 mínútur vorum við öll viss um að þetta væri búið held ég. Firmino og Coutinho lenda í að tapa bolta, Dortmund dúndra upp völlinn og skora 2…Mkhitaryan og Aubameyang settu mörkin úr hardrock fótbolta.
Við náðum ágætis tökum eftir hrikalega erfitt fyrsta kortér og sköpuðum hálffæri sem við náðum ekki að nýta og staðan 0-2 í hálfleik. Ég var alveg brjálaður – skulum hafa það á hreinu…og var ekki glaðari þegar sama lið kom út í seinni hálfleik. Bölvaði upphátt á twitter.
Á 48.mínútu kom smá vonarglæta þegar funheitur Divorck Origi kláraði einn á einn gegn Weidenfeller og völlurinn byrjaði að skoppa. Við fórum framar á völlinn en enn ein vond vörn gaf Marco Reus færi á marki sem hann þáði á 57.mínútu, staðan aftur orðin tveggja marka munur og bara hálftími eftir. Afmælisveislan mín aftur komin á jörðina…surely now it’s over.
Ég ætla að leyfa mér að segja hlutina hafa breyst við skiptingarnar í leiknum. Joe Allen og Daniel Sturridge komu þá inná í staðinn fyrir Lallana og Firmino sem áttu báðir afskaplega erfitt. Við fórum ofar á völlinn en náðum þó lítið að skapa af opnum færum. En þegar maður er með Coutinho í sínu liði þá getur maður skorað utan teigs og það gerði hann á 66.mínútu. Fljótlega upp úr þessu skipti Tuchel um sína menn, setti inn varnarsinnaðri miðjumenn og það hjálpaði. Við einfaldlega fórum ofar á völlinn og fórum að fá horn og aukaspyrnur. Ég held þó að ca. 25 slíkar spyrnur hafi endað á fyrsta varnarmanni og Kop stúkan orðin brjáluð á þeirri frammistöðu James Milner.
Á 77.mínútu var það tryllingur hreinn. Loksins kom aukaspyrna inn í markteiginn og þar var staddur Mamadou Sakho sem átti stóran þátt í öllum mörkum Dortmund og hefði mögulega orðið almesti skúrkurinn í kvöld ef þetta hefðu verið endalokin.
En. En. En.
ÉG VILL FÁ AÐ VITA HVER SKRIFAÐI ÞETTA HANDRIT AÐ LEIKNUM!?!?!?!?!?!?!?!?
Dortmund drógu sig til baka og lokuðu á allt. Þangað til í fyrstu mínútu uppbótartíma, Dortmund gáfu aukaspyrnu á miðjunni, James Milner dúndraði ekki beint inn í teiginn heldur sendi fastan bolta á Daniel Sturridge sem hélt honum um stund á meðan að Milner tók á rás inn í teiginn. Sturridge átti frábæra sendingu inn í teiginn þar sem Milner stakk honum inn að endalínu og átti pinpoint drullugóða sendingu á markteiginn fjær þar sem DEJAN fokking LOVREN stangaði boltann óverjandi í markið!!!
Ég hrökk svo við að ég gat eiginlega ekki fagnað, gæsahúð allra tíma – meira að segja á maganum fullum af afmæliskökum og kaffi hreistraðist allt.
Enn var tími fyrir hjarta í munni móment í þessum leik þegar Lucas braut rétt utan teigs. Sem betur fer sneiddi Gundogan þann bolta framhjá og game over!
Það er bara ALLT um þennan leik. Síðasta Hillsborough messan á morgun og á himnum eru nú dansandi 96 englar. Þeir sem vissu ekki hvað Evrópukvöld á Anfield þýða fengu sennilega það stærsta ever…allavega jafnt og St. Etienne ’77, Olympiacos 2004 og Chelsea 2005. Í tölfræði eftir leik verður lesið um 3 stoðsendingar hjá James Milner og að Dejan Lovren hefur skrifað sig inn í sögu þessa félags okkar. Sá glóði af gleði í leikslokin.
Viðtalið við Klopp verða allir að sjá. Það vantar ýmislegt enn í þetta lið okkar og kannski sáum við á fyrsta kortérinu í leik Dortmund hvað verður. En það er morgunljóst öllum heiminum það sem sá góði drengur Bruce Grobbelaar sagði við barinn á Spot um helgina er það sem við skulum muna.
“Ég er algerlega sannfærður um það að allt sem Jurgen Klopp snertir verður að gulli”.
Kvöldið í kvöld vekur manni miklu meira en von um það og hefur sent skjálfta um knattspyrnuheiminn allan.
Ekkert – ekkert – EKKERT toppar Evrópukvöld á Anfield, SAMA hver mótherjinn er eða hvaða bikar er í boði.
“ÉG ELSKA ÞAÐ AÐ VERA STUÐNINGSMAÐUR LIVERPOOL – ÞVÍLÍK AFMÆLILSGJÖF!!!!
Kannski bæti ég myndum inn í kvöld, ég get ekki meir!!!
aldrei á ævinni minni hef ég orðið jafn stolltur af liðinu mínu YNWA !!! JAJA !
Listi yfir lið sem eru ósigruð í öllum Evrópukeppnum í knattspyrnu þessa leiktíðina:
1. Liverpool
Þetta var út úr kortinu ruglaður leikur
Tek alla neikvæðni til baka og ætla að ljúga því að ég hafi trúað þessu frá 8 mínútu ?
Þetta var eiginlega magnað og að Sakho og Lovren séu bjargvættirnir er líka nett rugl. Frábær leikur!!
Bið að heilsa vælukjóunum sem hættu að horfa! 😀
ÞETTA ER RUGL !!!! ÞVÍLÍKUR LEIKUR !!! GÆSAHÚÐ ALLA LEIÐ !!
HOLY F**ING SHIT!!!!! ÞVÍLÍKUR KARAKTER!!! GÁFUST ALDREI UPP OG ÞAÐ SÁST ALLANN LEIKINN.
O ye of little faith…
Til hamingju með daginn elsku Magnús minn!! Vá, þvílikur dagur
Díssus ef allir leikir væru svona væri ég dauður úr hjartaáfalli. Þvílíkur rússibani
Þess vegna erum við Púllarar krakkar. Þess vegna erum við Púllarar.
Vá, ég er orðlaus.
Maður er hreinlega orðlaus. HVAÐ VAR ÞETTA?
Þvílíkur leikur !!! – seinni hálfleikur er besti hálfleikur Liverppol í mörg ár :). Frábær sigur.
king klopp
Bíddu, gerðist þetta bara!
Klopp er sennilega að búa til lið, sem vill vinna leiki og gefst ekki upp.
Til hamingju með daginn Maggi!
og til hamingju með daginn liverpool menn!
YNWA
Ég verð sá þennan leik aftur. Hvar getur maður séð þennan leik aftur?
Believeeeeeee!
Spjöld sögunnar. Staðfest!
YNWA
fær eitthver af leikmönnum Liverpool minna en 10 í einkun eftir þennan leik ? Barátta ALLAN tímann!
Stemmingin á Anfield. Er þetta sú besta í sögunni? Hvað segja sagnfræðingar hér um það?
Kannski gáfust leikmennirnir ekki upp, eitthvað annað en eitilharðar sófakartöflur uppá Íslandi. Að lesa yfir fyrstu 70 kommentin eða svo hjá ykkur var hrein hörmung. Reynið að gera orð Hr Klopp að ykkar. “Atfer all. it´s just a game”
James May ?@MrJamesMay 57 seconds ago
Watched those Scousers playing footy. Bloody brilliant.
Hah. 🙂
Vááá þvílík snild og þvílíkt comeback.
Ótrúlegt miðað við hvað það eru margir drullulélegir í liðinu 🙂
En bara aftur vááá´
YNWA
Okei! Ég viðurkenni að ég trúði ekki rassgat að þeir gætu þetta. En ég sá að þeir höfðu trú og reyndu allan leikinn. Maður varð bara að horfa þessvegna. En en en svo bara gerðist hið ómögulega.. Það er ekki tilviljun að þessi klúbbur afreki reglulega svona moment. Hann er Legendary! Klopp er greinilega rétti maðurinn í starfið.
Link à replay einhver?
Ég er ekki bara búinn að éta sokkinn minn. Ég er búinn með allt helvítis óhreina tauið. Sauðskítugar nærbuxurnar líka!
Þetta er ástæðan fyrir því að maður ELSKAR LIVERPOOL – liðið sem fær neikvæðustu nöldurhauga eins og mig til þess að gráta af gleði.
UNAÐSLEGT!!!
Sælir félagar
Þetta var dásamlegt og engu við það að bæta
Það er nú þannig
YNWA
Algjörlega magnað!!!!!!!!!!!!!!!
Þrátt fyrir allt þá held ég að við eigum bara frábært lið með karakter. Eða hvað er hægt að segja eftir svona leik.
YNWA
gafst uppá milner… byrjaði að hata Hummels, óþolandi góður… og langaði svo að troða köku í smettið á þessum smeðjulega þjálfara Dortmund.
Vá hvað þetta var roooosalegt maður, vá vá
Annað:
John W. Henry ?@John_W_Henry 1 minute ago
Wow!
Ég renndi yfir kommentin á byrjunarliðspóstinum!
Þau eru fkn hilarious!
Mæli með því að kíkja á þennan póst aftur og sjá geðsveiflurnar hjá mannskapnum!
Þetta á ekki að vera hægt!!!!!!!!!! En Liverpool og Klopp eru í sama liði hahahahaha!!!!!
VÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁ
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Rosalegt!!!!!! Og Klopp er bara rett að byrja. Shit hvað ég elska þennan gaur!
Istanbul 2.0
Ég var mjög nálægt því að slökkva á streaminu um leið og það var komið inn þar sem staðan var 0-2. Mikið er ég feginn að ég hafði trú… og ég er enn með gæsahúð 😀
Greinilegt hvað Klopp er buinn að berja i þetta lið.
Aldrei gefast upp.
Hvilik frammistaða.Þetta var sko Dortmund sem við vorum að slá út.
Boom!
Podcast i kvöld?? ?
Þetta er einn af flottustu framistöðum liverpool í evrópukeppni. 0-2 undir og svo síðar 1-3 og það er svo auðvelt að gefast upp en Klopp og strákarnir hans litu ekki á það sem möguleika og höfðu trú að þetta væri hægt og sönnuðu það fyrir öllum.
Varnarleikur liðsins í kvöld var ekki merkilegur. Sakho að spila menn réttstæða í öllum mörkunum og fleiri misstök hjá öðrum leikmönum á undan því.
Okkar menn gáfust þó ekki upp og miðvarðparið okkar skoraði sitthvort markið, Coutinho með eitt frábært og Origi átti en einn stórleikinn.
Mér fannst þegar Joe Allen og Sturridge komu inná þá batnaði leikur liðsins mikið og vill maður hafa þessa tvo í liðinu hér eftir.
Ætlaði að velja Lovren mann leiksins fyrir flottan leik og stórkostlegt sigurmark en að þessu sinni ætla ég að velja.
Stuðningsmenn liverpool sem höfðu trú á liðinu allan tíman og héldu áfram að styðja strákana okkar á Anfield í kvöld.
Ótrúlegur leikur, ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Við erum comeback kings Evrópu. Staðfest.
VÁÁÁ þetta var sturlað og eg hafði trú á þessu allann tímann eins og sést i færslunni hér að neðan. ..
Þetta var algerlega geðsturlaður rússíbani í kvold, það flæðir yfir mig allann svakaleg vellíðan. . það fallegasta við þetta var að sjá hvernig ANFIELD skoppaði meira og meira með hverju markinu sem kom og í raun fannst mér STÚKAN í kvöld öskra inn síðustu 2 mörk okkar i leiknum.
vááá hvað þetta er gaman að fá að upplifa svona svaðale evrópukvold aftur eftir frægu evrópukvoldin arið 2005 og 2007..
Gæsahúð!!!!
https://www.youtube.com/watch?v=G2MSceisNYY
Ég er ennþá með hroll og ískalda gæsahúð alveg upp á hnakka!!!!!
Hahaha
Ég hætti að fylgjast með þegar okkar menn voru tveimur mörkum undir því ég var upptekin. Nennti ekki að fara inn á þessa síðu nema til að sjá úrslitin,og átti því von á að lesa bara eintómt þunglindisraus og les síðan ÞETTA.
HAHAHHAHA
þetta lið okkar er hreinræktuð snilld. og þessi þjálfari okkar er sá skemmtilegasti, klikkaðisti og besti í öllum heiminum.
Vitiði hvar maður getur séð þenna leik aftur????
Fokkk sjitt fokk. Veldu einn leik til að missa af. Vel gert ég!!
Vitið þið félagar hvar gott er að sjá leiki eftirá á netinu?
Þetta var aldrei spurning 🙂 Liverpool is back. Hvílíkur karakter, hvílík stemming. Get ekki skrifað meir á lyklaborðið kgmdkngæaknfll gkdka g dlga g TAKK KLOPP !
http://www.fullmatchesandshows.com/2016/04/14/liverpool-vs-borussia-dortmund-highlights-full-match/
hvílíkur leikur. Þetta lið mun aldrei gefast upp aftur og ekki áhangendur þess heldur!!!
Rosalegasti evrópuleikur Liverpool í 11 ár!
Kveðja til Sakho lovers!
http://fotbolti.net/news/14-04-2016/myndir-baedi-morkin-sakho-ad-kenna
#24 svo sammála þèr leikurinn er 90+ leifa feitu að syngja og svo kommenta en reyna að vera jákvæðir ,það er alls ekki auðvelt að vera Liverpool maður en maður fær það alltaf margfallt borgað til baka s.b.þennan snilldarleik!!!KOMA SVO!!!!!
Hér má finna leikinn í heild sinni: https://www.reddit.com/r/footballdownload/comments/4et5m3/liverpool_vs_borussia_dortmund_uefa_europa_league/
VÁ! Er þetta alveg löglegt?
Ég viðurkenni fúslega að hafa ekki haft mikla trú í stöðunni 0-2 en datt ekki í hug að hætta að horfa. Umfram allt var þetta nefnilega bara hrein fegurð og stórskemmtilegur leikur og Dortmund frábært lið á að horfa. Okkar menn voru bara betri og það var dásamlegt. Þið vitið að næstu þrír leikir verða kvöl og pína en við erum alltaf að fara að vinna þessa keppni. Það er einfaldlega skrifað í skýin.
Þetta var stòrkostlegur fòtboltaleikur!
Og þið þarna vælu kòr og gùmì stuðningsmenn. Ætla rétt að vona að þetta fài ykkur til að hugsa àður en þið pòstið eitthverju væli eða sleggju dòmum um liðið eða eitthvern sérstakan leikmann.. VIÐ ERUM LIVERPOOOOOOL! við gefumst ALDREI ! Upp!! ALDREI !!
Þessi leikur vakti annars upp gamlar Liverpool tilfinningar; hjartað, baráttan og stemmningin maður, vá!
Ég er handviss um að við séum að verða vitni að upphafinu á almennilegri upprisu Liverpool FC, undir handleiðslu Jürgen Klopp! Handviss!
Nei nei… ég er rétt að fara að vakna og sjá að þetta var nú bara draumur….. hahah not
Ég vona að Siggi Hjald og þér, 2 afmælisbörn hafi EKKI verid undir sama þaki vid þessi ósköp. En báðir aftur til hamingju 4 falt.
Hvað er hægt að segja?
Þvílíkur karakter í þessu liði!
Milner var frábær í kvöld, Sakho í tómu tjóni en samt hetja, Origi er ótrúlegt efni.
Klopp gerði frábæra taktíska breytingu sem breytti leiknum í seinni hálfleik.
Nú er liðið búið að slá út Utd og Dortmund. Þetta er svo skrifað í skýin. Handritið hreinlega gengur ekki upp ef liðið er að fara falla út í undanúrslitum gegn Shektar, Bilbao/Sevilla eða Villareal.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa nokkrir af lykilleikmönnum ekki skilað sér í liðsrútu Dortmund eftir leikinn. Þeir hafa lokað sig inná Anfield og krefjast þess að verða keyptir af Liverpool. Þeir segjast hafa aldrei upplifað aðra eins stemmningu og þrá að spila reglulega á Anfield undir stjórn hins almáttuga Klopp.
Tilfinninga rússíbani í 94 mínútur, þvílíkur karakter að koma tilbaka , rétt hjá freund, miðherjar okkar eru veikasti hlekkurinn , en þeir geta báðir skorað ? Þetta var Istanbúl 2 . Úff , gæsahúð
Þessi leikur er upphafið á Klopp byltingunni það er ekki hægt að finna leið til þess að fari að trúa á að þetta gangi upp hjá herr Klopp
Er einhver með viðtalið við Klopp eftir leik?
Rooosalegasti leikur í mörg ár ??
Til lukku öll ?
þvílíkur leikur, var að horfa á hann á Riddaranum Engihjalla, sagði við félaga minn þegar staðan var 2-3 skorum á 75 mínútu og svo á 90. mín, var bara ansi nálægt því :), minnti mig líka á 2005 LEIKINN þegar ég sagði í hálfleik að Liverpool myndi jafna leikinn 🙂 til hamingju allir Liverpool menn og konur til sjávar og sveita , WE ARE LIVERPOOL, YNWA
Þvílíkur leikur, þvílík endurkoma og þvílíkur rússíbani!
YNWA!
Er ekki einhver klár sem getur klippt saman þegar Gerrald skorar í istanbul og þegar Coutinio skoraði í kvöld það er magnað að sjá hvernig þeir fagna eins og fá Alla með sér
Gaman að lesa commentin að neðan. Legg til að menn geri eins og Sigmundur bara biðjist afsökunnar. ” Á að trúa ekki á liðið sitt” þetta var að sjálfsögðu aldrei efi í mínum huga 🙂
Tony Barrett ?@TonyBarretTimes 8m8 minutes ago
Klopp I told the lads that Liverpool were once 3-0 down in a Champions League final so anything is possible.
þetta lið…….. þetta LIÐ!……….ÞEEETTTTTAAAA LIIIIIIÐÐÐÐÐÐ!!?!
*finna betri leið
Átti þetta að vera. Er ennþá að ná mér niður!
Maggi ég var búinn að segja þér að þetta væri öruggt
Það er hrikalegur plús að enginn af þeim sem voru á hættusvæðinu fengu gult og bann EN segið mér eitt… Núllast ekki út guluspjöldinn núna???
Á eftir að sjá leikinn. Ég get ekki beðið. En gaman af ummælum Hummels fyrir leik á þá leið að Shakho og Lovren væru veikustu hlekkirnir í liðinu. Vissulega nokkuð til í því í þessum leik (miðað við ummæli hér á síðunni) en kannski líka þeir sterkustu þegar uppi er staðið.
Hummels! Skák og mát. 😀
Til lukku drengir með afmælið og við öll með okkar frábæra lið.
Kveðja Ingó
Vá þvíliík snilld 🙂
Hvenær skoraði miðvörður síðast fyrir Liverpool? .. og svo skora þeir báðir í þessum leik .. very næs:)
Gott líka að sýna Hummels, Reus og fleirum hvernig þetta getur orðið hjá þeim ef þeir koma “heim” til Klopp 🙂
Þetta er með því ótrúlegra sem ég hef upplifað…. 🙂 Alveg gersamlega magnað … Það var aldrei annað í stöðunni en að horfa á hverja einustu mínútu. Þvílíkur seinni hálfleikur… var varla búinn að sleppa orðinu í stöðunni 2-3 að nú þyrfti að koma magic frá miðverði! Greinilega einhver að hlusta! Lygasögu líkast að Shako og Lovren hafi klárað þennan leik með þessum hætti. 🙂 Maður næstum því fann til með stuðningsmönnum Dortmund … sem er náttúrulega alveg magnaðir líkt og rauði herinn! En bara næstum því. Nú verður Liverpool bara að fara alla leið í þessari keppni! Þessi gæsahúð endist í margar vikur. Og til hamingju Meistari Maggi… 🙂
YNWA
mbl.is lýsingin 🙂
57. MARK! Þar fór það fyrir Liverpool! Marko Reus skorar þriðja mark Dortmund og kemur þeim í 3:1. Sakho sofandi í vörninni og gerir Reus réttstæðan.
Skemmtilegt viðtal eftir leik
http://www.footytube.com/video/liverpool-4-3-dortmund-agg-5-4-divock-origi-mamadou-sakho-dejan-lovren-post-match-interview-417210?ref=wv_rel_mp
Sakho “A win for the Liverpool-country”
Lovren “It was I will say a SSSSHHHH start”
Viðtalið við Klopp að leik loknum: https://www.youtube.com/watch?v=00Fm9ZA_LgU
Er ekki tilefni til þess að henda í podcast á morgun B-)
Einhverjar fréttir af meiðslum Can?
Annars var áberandi í taktík Klopp í báðum leikjunum að hann lét Origi svo gott sem man-marka Hummels í því skyni að stífla build-uppið hjá Dortmund og það gerði hann mjög vel. Origi er búinn að sýna meira af vissum rosalega gagnlegum eiginleikum á nokkrum vikum en Balotelli á heilu tímabili og Benteke á næstum heilu.
Ég var skíthræddur um að Klopp hefði gert mistök í upplegginu (þá í öngum mínum í stöðunni 0-2) en eftir á að hyggja voru fyrstu tvö mörkin einfaldlega afleiðing af brain farts – slæmar staðsetningar hjá Sakho aðallega. Ætli maður verði ekki að neyðast til að viðurkenna að Jürgen Klopp hafi meira vit á þessu!
Orðlaus: https://streamable.com/ux6n
Ég upplifði leikinn 2005 og leikinn 2016
ROSALEGT
Þetta hefði verið iconic úrslitaleikur og maður minn hvað ég var pissed þegar Raus skoraði,en þetta sýnir manni bara að aldrei missa trúna á þessu liði.
Sakho fékk örlitla uppreista æru en var afleitur í mörkunum og Matip kæmist inn í liðið í hjólastól þessa stundina og Klopp er maður kvöldsins.Þessi maður er að farað vinna titla fyrir okkur – Þvílíkir sigurvegari!!
Ég hef bara eitt um þennan leik að segja : Þvílíkar skiptingar hjá Klopp breytti algjörlega leiknum. Allen og Sturridge frábærir eftir að þeir komu inná sérstaklega sá fyrrnefndi.
Þvílíkur leikur….
Eitt (af mörgu) sem vakti sérstaka kátínu mína var í lokin þegar myndavélin fór upp í stúku. Þar sást í m.a. Ian nokkurn Rush og hjá honum sat Roy F Hogdson. Sá náði liðinu ALDREI nálægt stemmingu sem þessari sem stjóri.
Svona aðeins niður á jörðina og ég geri mér grein fyrir að við skoruðum úr einni en tók enginn eftir að við áttum meira en tólf hormspyrnur allar teknar af Millner og allar með ólíkindum lélegar.
Snilld! Mér fannst við góðir mestallan leikinn, utan nokkra sloppy sendinga hér og þar. Millner frábær, Coutinho world class og Origi að verða force þarna frammi. Af hverju Dortmund tóku sinn besta mann í stöðunni 3-3 af velli skil ég samt ekki. En þetta var sætt það skal ég viðurkenna!
#88
Coutinho tók hornspyrnuna þegar Sakho skoraði.
Menn muna hvar þeir voru þegar tvíburaturnarnir féllu og menn muna hvar þeir voru 2005. Enginn mun gleyma þessum degi 14.04.2016. Mér finnst mega tala meira um Domino- effektið sem Mr Klopp er að hafa á þessa deild. Ok er þannig Púllari sem horfi á hlutina frá öllum hliðum.
Hin liðin, þrátt fyrir peninga, eru farinn að hugsa um áhrifin sem aðdáendur hafa á leikinn.
Hvaða áhrif munu Conte, Guardiolaog hinir hafa
Það gerðist i fyrri halfleik það sem eg ottaðist og benti a eftir fyrri leikinn. Við vorum allt of opnir i fyrri leiknum og þeir voru slakir soknarlega og refsuðu okkur fyrir það. I kvold refsuðu þeir okkur og hefðu alveg getað skorað fleiri mork i fyrri halfleik. Eg akvað að henda inn færslu i halfleik þar sem eg minnti a þetta.
Eg tok það siðan lika fram að við getum skorað mörk. Ja ja ja við getum skorað mörk!!!!!! Mikið agalega er gaman að halda með þessu Liverpool liði. Þvilik stemming a vellinum. Eg for a Liverpool -United og eg helt að það yrði erfitt að toppa þann leik i stemmingu en i kvöld voru stuðningsmenn andstæðingana frabærir lika en i leiknum sem eg for a voru stuðningsmenn litla liðsins ser til skammar..
Eg er að horfa a leikinn aftur nuna. Þeir sem voru að blóta Milner. Horfið a leikinn aftur!
Til hamingju Maggi minn með daginn og til hamingju þið öll sem haldið með Liverpool þvi það er ekkert fotboltalið i heiminum sem er jafn magnað!!!!
Ef einhver hefði sagt manni eftirfarandi fyrir ári síðan:
Hurru, já, eftir nokkrar mínútur lendið þið 0-2 undir á móti Dortmund eftir 1-1 jafntefli úti og þurfið því að skora a.m.k. þrjú mörk! Og já, Jürgen Klopp stýrir nú Liverpool FC! En enívei, þið skorið fjögur mörk í seinni hálfleik á móti Dortmund liði sem er ósigrað í eitthvað yfir 20 leikjum. Já, gleymum ekki að Mamadou Sakho og Dejan Lovren skoruðu síðustu mörkin.
You couldn’t make this shit up!
Þetta var stórkostlegt kvöld! Ekki bara fyrir okkur Liverpool-fólkið heldur líka fótboltaheiminn. Liverpool og Dortmund eru tvö stórskemmtileg lið og leikurinn var eins og ævintýra- og spennusaga! Held nefnilega að EUFA-keppnin sé ekkert síðri en CL þetta árið. Rimman við mu og svo þessi rimma hefur hækkað þessa keppni um margar gráður.
Alveg sama hverja við fáum í undanúrslitum, getum slegið alla út!
YNWA!!!!!!
Maður upplifði allar tilfinningar í þessum leik og ekkert sætara enn að enda á þeirri bestu. Lagðist á hnén og sagði plís nei fyrir síðustu spyrnu leiksins sem fór framhjá sem betur fer.
Öll lið þurfa að hafa vinnuhesta í liðinu og okkar er með frábærar tölur:
“James Milner has now been involved in more Liverpool goals than any other player in 2015-16 (19 – seven goals, 12 assists).”
Hann er ekki flottasti fótboltamaðurinn enn mikilvægur fyrir liðið samt.
Þetta segir svo margt um Klopp sem manneskju og mótivator:
“And don’t touch the sign
The famous “This Is Anfield” sign has greeted players on the path to the pitch for decades – many touch it for luck and Klopp even did so himself on a visit to the stadium for a friendly when coach of Borussia Dortmund.
It carries an aura but Klopp has put a banning order on his players, saying: “I’ve told my players you need to win something before you touch the ‘This Is Anfield’. It’s a sign of respect. You don’t do it – it is too big.”
Klopp has delivered another incentive to his Liverpool charges.”
Í dag eru 96 stuðningsmenn Liverpool brosandi einhversstaðar líkt og við sem horfðum á leikinn í gær. Vonandi fá þeir bráðlega réttlætið sem þeir eiga skilið!
Justice For The 96
YNWA
Frábær leikur í alla staði og stemningin… Fowler minn góður!
Það er hins vegar rannsóknarefni að united hafi látið Kagawa fara í staðinn fyrir “snillingana” sem eru þar núna. Hrikalega góður leikmaður með rosalegan leikskilning.
JFT96
YNWA
Maður er enn í rússi. Liverpool hjartað hefur ekki slegið jafn vel síðan ég veit ekki hvenær….Þetta var unaður út í gegn! Takk herra Klopp…við trúum 🙂
Origi er að verða leikmaður í heimsklassa ef heldur fram sem horfir. Svo vona ég að Allen verði áfram næsta tímabil. Hann er með hausinn rétt skrúfaðan á sem skilar sér heldur betur! Stórkostlega skemmtilegur leikur allan tímann. Í hálfleik hugsaði ég að þrátt fyrir líklegt tap væri baráttugleðin í Liverpoolliðinu að gefa okkur góða skemmtun og datt ekki í hug eitt andartak að hætta að horfa á leikinn.
Núna geta Unitedmenn hætt að tala um combackið þeirra 99. Það er prump við hliðina á þessu.
Jurgen Klopp er líka að sanna það enn og aftur að hann er besti stjórinn sem hefur komið í Enskudeildina.
Hann landar titlinum stóra á næsta ári. Allt sem hann gerir verður að gulli.
Stærsta og sigursælasta lið Englands er vaknað !!