MEÐ FYRIRVARA UM LÁGMARKSÞÁTTTÖKU – nú er að bregðast hratt við!!!
Fyrstur kemur – fyrstur fær!
Í kjölfar ótrúlegs afreks gærkvöldsins hjá draumaliðinu okkar höfðu Úrvals-Útsýnar menn hraðar hendur og hafa sett upp ferð í samstarfi við kop.is á seinni leik Liverpool og Villareal í Evrópudeildinni á Anfield fimmtudagskvöldið 5.maí!
Athugið að GRÍÐARLEG ásókn er nú þegar í miða á leikinn og takmarkað magn í boði. Það þýðir að við höfum ekki langan umhugsunartíma að þessu sinni, nú er bara að stökkva en ekki hrökkva!!!
Nánari upplýsingar um bókanir og skráning í ferðina verða að þessu sinni með tölvupósti á netföngin siggigunn@urvalutsyn.is og maggimark14@gmail.com nú um helgina. Staðfesting á bókunum verður svo á mánudag hjá Úrval Útsýn.
Dagskrá ferðarinnar í grófum dráttum:
- 3 dagar, 2 nætur
- Íslensk fararstjórn
- Flogið með leiguvél á vegum Úrval Útsýnar og Kop.is, að morgni miðvikudagsins 4.maí
- Flogið verður beint á John Lennon Airport í Liverpool
- Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool, fyrir hádegi á miðvikudegi
- Skoðunarferð á Anfield fyrir þá sem vilja á miðvikudegi
- Pöbbkviss- og spjallkvöld kop.is á miðvikudagskvöldi
- Fimmtudagur er leikur Liverpool við Villareal, enn á eftir að staðfesta leiktíma, en klárt að hægt verður að skemmta sér verulega í kringum Anfield fram að leik!
- Flogið heim frá John Lennon Airport seinni part föstudags
Fararstjórn verður í höndum kop.is fjórmenninga, fjöldi þeirra ræðst af þátttöku í ferðina.
Verð er kr. 189.900,- á mann í tvíbýli.
Eins og áður er greint er aðsókn í miðana miklu meiri en venjulega og því verðum við að bregðast skjótt við. Það þýðir að á þriðjudagsmorgunn þarf að gefa upp endanlega tölu fyrir hópinn og því þarf að bóka sig í ferðina í síðasta lagi mánudaginn 18.apríl!
Hér er á ferð einstakt tækifæri til að sjá til þess að Liverpool FC leiki til úrslita í Evrópudeildinni og drekka þá stemmingu í sig sem við öll urðum vitni að í gær.
Evrópukvöld á Anfield. Undanúrslit. Anyone??????
KOMA SVOOOOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!
ó mæ lord maður….
75 ára afmæli hjá mér þennan dag. Vonandi fæ ég Liverpoolsigur í afmælisgjöf.
ohmy god hvað mér langar i þessa ferð.
Ég sit hjá að þessu sinni þó að 190 þúsund kall sé auðvitað enginn peningur fyrir 2 nætur og eflaust allt vitlaust á Rubber soul bæði kvöldin!
Þetta hljómar frábærlega og vel gert að kop.is að halda verðinu jafn góðu! ! Ætla klárlega að skoða hvort ég og KONAN tökum ekki slaginn og mætum !!!
Ó mæ! Vildi að ég kæmst! Þið sem komist en eruð að velta þessu fyrir ykkur, horfið á þetta: https://streamable.com/sl0s
ætti maður að taka konuna með út, og koma heim á laugardegi og halda fertugs afmæli veislu fyrir hana um kvöldið, þvi miður gengur það ekki en svakalega er þetta mikil freisting!!!
Á að skipuleggja ferð á leikinn í Basel 18. maí? Gaman verður að mæta S Donetsk í lokaleiknum og styðja liðið í að gera tímabilið alveg sæmilegt.
Eins og rætt hefur verið um þá eru okkar aðal miðjumenn Hendo og Can meiddir en munu þá ekki aðrir miðjumenn nýta tækifærið og sýna hvað í þeim býr? Í hugum margra var Allen kominn í skilakassann en með frábærri frammistöðu upp á síðkastið virðist hann vera að tryggja sér einhverja framtíð á Anfiel. Veit ekki með Lucas sem er að breytast í meiðslapésa sem erfitt er að stóla á. Treysti á að jákvæðnin og sjálfstraustið sem virðist vera í liðinu þessa dagana fleyti liðinu til Basel.
smá off topic: Er að horfa á Newcastle leikinn…skrítið að hlusta á st’james park syngja hástöfum nafn Rafa okkar 🙂
En þeir eru sem sagt komnir í 3:0 á móti Swansea og mikil gleði á vellinum og virðast þakka Rafa þessa vonarglætu
Er Sækó inná ?
Sá aðra auglysa þessa ferð á 129.990
Smá munur.