Frábær tilfinning

Ég froðufelldi af reiði í gær, og ég var hreinlega ekkert skárri í nánast allan dag. Af hverju? Þarf að spyrja? Maður er nú aðeins að komast niður á jörðina aftur og eins og menn hafa verið að skrifa í kommentunum, þá verður maður líka að líta á björtu hliðarnar. Við vorum að spila virkilega vel á köflum, og það í öðrum leik okkar í deildinni á þessu tímabili. Hversu langt er síðan við sáum slíkt síðast? Mér fannst almennt flæði í leik liðsins vera mun betra en við sáum á síðasta tímabili, en auðvitað er full snemmt að fara að dæma liðið fyrir allt tímabilið, alveg eins og að það væri erfitt að dæma liðið ef illa hefði gengið í þessum leikjum.

En það er ekki þessi frábæra tilfinning sem ég er að tala um í fyrirsögninni, þótt góð sé. Nei, það var Fernando nokkur Torres sem gaf mér þessa frábæru tilfinningu. Ég fékk hreinlega gæsahúð við að sjá markið hans í gær. Ég hef verið mikill aðdáandi Thierry Henry í gegnum tíðina og ekki falið þá skoðun að ég tel hann besta framherja í heimi síðustu 4-5 árin. Markið hjá Torres í gær var einmitt Henry trademark. Hægir aðeins á sér, stingur síðan varnarmanninn af á örfáum metrum og leggur svo boltann á fullkominn hátt í fjærhornið. Hversu oft hafa menn séð þann franska gera þetta? Nú er ég ekki að segja að Torres sé “næsti Henry” eða eitthvað álíka bull. Torres er Torres og ekkert minna eða meira en það. Það fór bara um mig sæluhrollur að sjá þessa hraðabreytingu og afgreiðslu hjá honum, og það eru ekki margir í heiminum sem búa yfir svona löguðu. Þó svo að það sé full snemmt um að dæma, þá held ég að Torres geti verið það næsta sem kemst því hjá okkur að teljast vera “The missing link” í keðjuna. Hann einn og sér færir okkur ekki titilinn, en mikið skelfilega verður spennandi að fylgjast með þessum strák næstu árin. Ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir einum framherja síðan Robbie Fowler var að koma upp og slá í gegn.

16 Comments

  1. Já, ég held að það sé langt síðan ég fagnaði marki í deildinni jafnmikið og markinu hans Torres í gær. Þetta var yndislegt.

    Ég er að reyna að blokka seinni hálfleikinn útúr minninu. 🙂

  2. Rosalega þurfti ég á svona “positive vibe” að halda eftir harmleikinn í gær!

    Var búinn að gleyma þessu snilldar, snilldar marki…

    Takk fyrir Ssteinn….

  3. “Having looked at a video and seen a better angle and a better view, clearly he (Styles) now recognises that he got it wrong and he’s deeply apologetic for that.

    Mér sýndist hann nú vera í bestu stöðunni til að sjá þetta;)
    Allavegana var ég ánægður með Torres!

  4. Fyndið, aðeins augnarbliki eftir markið hans Torres, þá hugsaði ég það nákvæmlega sama, “Henry??” en við verðum að sjá til, en eru menn ekki til í að sjá Lucas koma inn fyrir Gerrard í næsta leik gegn Sunderland?? sjá hvað strákurinn getur!

  5. Fyndið, aðeins augnarbliki eftir markið hans Torres, þá hugsaði ég það nákvæmlega sama, “Henry??” en við verðum að sjá til, en eru menn ekki til í að sjá Lucas koma inn fyrir Gerrard í næsta leik gegn Sunderland?? sjá hvað strákurinn sem sló metið hans Kaká getur!

  6. Rob styles má nú bara skammast sín fyrir frammistöðuna í gær.
    Hann er ekki einu sinni á lista dómara fyrir leikina um næstu helgi.
    Það segir allt um frammistöðu rob styles í gær.
    Torres er snillingur, sá nokkra leiki þegar hann spilaði á spáni með atletico madrid. spái því að hann verði markahæstur liverpool manna í deildinni á þessari leiktíð.

  7. Algjörlega sammála þessu í pistlinum. Það var bara eitthvað við þetta mark, fyrir utan hvað það var almennt glæsilegt.

    Það fyrsta sem ég hugsaði þegar hann var búinn að skora var: “þetta hefði enginn annar striker í Liverpooliðinu getað.”
    (Hef ekki fylgst með öllum öðrum strikerum í öðrum liðum þannig að ég get ekki dæmt um þá).

  8. Ég vonast til þess að þessi heimska í Styles verði til þess að gera okkar menn ennþá brjálaðri í næstu leikjum og að þetta virki sem vítamínsprauta í mannskapinn – kannski draumórar en manni langar allavega sjálfum í útrás eftir svona rán.

    Virkilega jákvætt með að Torres sé búinn að brjóta ísinn og Steven G…. 🙂
    Hann er margfalt ferskari en á sama tíma í fyrra og það mun vonandi gera gæfumuninn í vetur 😉 Ótrúlega mikilvægur þegar hann er í svona formi.

    kv, manni

  9. Ímyndið ykkur. Ef það hefði ekki verið fyrir einstaklingsframtaki hefðum við líklega tapað fyrsta STÓRA leik ársins út af dómaraskandal og að því að sóknarmennirnir okkar gátu ekki klárað færi sín, það síðara sem allir hafa pirrað sig á áður. Vissulega er það ekki öruggt (Crouch eða Voronin hefðu jú getað skorað hefðu þeir verið inná) en við verðum að segja að Torres hafi bjargað stigi fyrir okkur þó að það sé auðvitað öllu liðinu að þakka að Chelsea skoraði ekki fleiri mörk. Við skellum því eitt stig í deildinni á Torres.. and counting.

  10. Hvaða met sló Lucas sem Kaka átti? (til Totii eda einhvers sem veit tad)

  11. Var það ekki “yngsti leikmaðurinn til að vera valinn besti leikmaður brasilísku deildarinnar” ?

    Annars hugsaði ég það sama og aðrir. Þetta minnti mig strax verulega á Henry.
    Frábært að vera loksins komnir með sóknarleikmann sem hefur þennan x-faktor sem okkur hefur oft vantað í stórleikjum undanfarin ár.
    Síðan er hann enn ungur og á bara eftir að verða enn betri undir stjórn Rafa.

    Maður tekur líka eftir góðu viðhorfi hjá honum og hversu fljótur hann er að ná upp góðum skilningi með t.d. Kuyt og Gerrard. Ennþá early days svosem en hann virðist alveg hafa það sem þarf í ensku deildina og bæta sókn Liverpool til muna.

  12. jújú yngsti leikmaður brasilíu til að verða valinn besti leikmaður brasilíu….

  13. Flott mark hjá Torres og mjög gaman að sjá þetta af 30m færi. Touchið var fullkomið.

    Rob Styles átti afleitan dag og það var ekki bara vítaspyrnudómurinn – hann klikkaði á fjölda atriða í þessum leik og átti hreint afleitan dag.

    Einhver hér sagði að framherjarnir hefðu verið að klikka á færum, ég man nú ekki hvaða færi það voru, en Riise átti 3-4 skot uppí stúku, Gerrard eitt og Alonso lagði hann framhjá af 15 metrunum.

    YNWA

  14. Samála Arnari. Mér finnst enn loða við Liverpool hvað við hittum markið illa, í leiknum við Chelsea voru Riise, Gerrard, Alonso og Kuyt allir að brenna af í ákjósanlegum færum.

  15. Það var ekki bara markið….mér fannst frábært þegar hann keyrði inn í Terry til að láta finna fyrir sér. Terry höndlaði drenginn greinilega ekki og lét hann pirra sig.

    Torres er sko ekki spænskur sykurhnoðri og prímadonna…..hann er hörku stræker með búnka af talent.

Argentínskir varnarmenn

Er góður bissness að kaupa fótboltalið?