Look how low Everton have sunk. Getting hammered 3-0 and their player celebrates getting sent off and injuring our player. Tragic.
— Joel (@_lfcjoel) April 20, 2016
Já, þetta var auðvelt í kvöld. Og já, þeir bláu hafa átt betri daga. Og já, Ramiro Funes Mori er skíthæll.
Byrjum á byrjuninni. Þetta var byrjunarlið kvöldsins:
Mignolet
Clyne – Lovren – Sakho – Moreno
Milner – Lucas
Lallana – Firmino – Coutinho
Origi
Bekkur: Ward, Touré, Smith, Stewart, Allen (inn f. Firmino), Ibe (inn f. Milner), Sturridge (inn f. Origi).
Fyrsta kortér leiksins var ágætis jafnræði, en þá aðallega af því að okkar menn virtust vera seinir í gang. Everton áttu tvær skyndisóknir en náðu ekki skoti, í annað skiptið át Mamadou Sakho erkióvin sinn Romelu Lukaku með frábærri tæklingu áður en hann náði að skjóta.
Þar með lauk sóknartilburðum Everton í kvöld. Liverpool tók öll völdin eftir ca. 15 mínútur og eftir það fór restin af leiknum fram á vallarhelmingi Everton, ef ekki bara í teignum þeirra.
Án djóks. Mér sýndist Simon Mignolet vera að borða vefju frá Serrano á tímabili í seinni hálfleik. Svo veitti hann viðtal við hliðarlínuna á tímabili. Svo er ég ekki viss en ég held að hann hafi verið farinn í sturtu á 75. mínútu, bara til að vera á undan umferðinni heim.
Fyrsta mark leiksins hefði átt að koma miklu fyrr en kom fyrir rest á 43. mínútu. Brotið var á James Milner fyrir utan vítateiginn hægra megin. Hann renndi aukaspyrnunni á Nathaniel Clyne sem skaut utarlega úr teignum en varnarmaður blokkaði. Milner fékk boltann aftur, athafnaði sig og sendi flotta sendingu með vinstri inn á markteiginn þar sem Divock Origi gjörsamlega át John Stones í skallaeinvígi og skallaði í fjærhornið. 1-0 og stutt í hálfleik.
Það var samt nóg eftir fyrir hlé því á 47. mínútu kom annað markið. Aftur gaf Milner fyrir, nú frá vinstri eftir góðan þríhyrning við Lallana og í þetta sinn fann hann Mamadou Sakho á fjær. Sakho var svo óvaldaður að hann hefði getað tekið Snapchat af færinu áður en hann skallaði í markið. 2-0 í hálfleik.
Hafi yfirburðirnir verið miklir í fyrri þá var sá hálfleikur eign Everton í samanburði við þann seinni. Okkar menn byrjuðu eins og frá var horfið, í stórsókn og á 49. mínútu lauk leiknum eiginlega með einu ljótasta atviki sem ég hef séð lengi á knattspyrnuvelli. Miðvörðurinn Ramiro Funes Mori er að leika sína fyrstu leiktíð hjá þeim bláu og hann var greinilega orðinn pirraður á að elta skugga í allt kvöld því þegar Origi fékk sendingu úti við hægri kant, sneri baki í markið og ógnaði á engan hátt. Mori lét það engu skipta heldur stökk til, traðkaði á ökkla Origi og virtist spyrna við á ökklann til að tryggja meiðslin. Aðstoðardómarinn sá þetta, gaf dómaranum bendingu og sá rak hann umsvifalaust út af.
Á leiðinni út af vellinum greip Funes Mori svo í Everton-merkið og hristi framan í stuðningsmenn gestanna, gríðarlega stoltur yfir því að hafa mögulega klárað tímabilið og Evrópukeppnina í sumar fyrir tvítugum strák. Þvílíkt skítseyði.
@strtbrdsn sorry didn't kiss it, just grabbed it. pic.twitter.com/uJGS6QQ5Eg
— Sean Beleele (@Sbeleele) April 20, 2016
Origi var settur í spelkur og borinn varlega af velli og þetta leit ansi illa út. Fyrstu fregnir segja að ökklinn sé illa snúinn og marinn en vonandi ekki brotinn, það kemur þó væntanlega ekki í ljós fyrr en bólgan hjaðnar og hægt er að mynda beinið á næstu 1-2 dögum. Við vonum það besta en jafnvel ef þetta er „bara“ slæm tognun erum við líklega að tala um mánuðinn sem þýðir að það er mjög ólíklegt að hann spili meira fyrir Liverpool á þessari leiktíð. Sem er ömurlegt, ekki síst vegna þess að stráksi er búinn að vera sjóðheitur og var að skora hér í sínum fjórða byrjunarliðsleik í röð.
Það er ekki endilega meiðslin sjálf sem eru ógeðsleg. Maður hefur séð verri meiðsli, opin beinbrot og þess háttar. Það var ásetningurinn hjá Funes Mori sem gerði þetta svo ógeðfellt. Þetta var glæpsamlegt hjá honum og hann hlýtur að fá meira en þrjá leiki í bann fyrir þetta. Með réttu ætti tímabilið að vera búið hjá honum líka.
Það segir kannski stærstu söguna hérna að þegar hann var búinn að hrista barmmerkið framan í stuðningsmenn og hreykja sér af fólskubroti á tvítugan andstæðing kom hann loks að hliðarlínunni og þar beið hans einn úr þjálfaraliði Everton sem gjörsamlega lét hann heyra það og hálf hrinti honum niður göngin og inn í klefa. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér slík viðbrögð við broti síns eigin leikmanns.
Allavega, eftir langt stopp kom Daniel Sturridge inná fyrir Origi og tíu mínútum síðar var hann búinn að koma Liverpool í 3-0. Lucas Leiva vann þá boltann af miðjumanni Everton og sett’ann inn fyrir á Sturridge sem kláraði örugglega.
Daniel Sturridge's 50th goal for Liverpool comes in his 87th app, quicker than Suarez (91), Owen (93) or Fowler (94) pic.twitter.com/e2uvAxsn3P
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 20, 2016
Eftir þetta hættu þeir bláu bara og okkar menn léku sér að þeim. Á endanum skoraði Philippe Coutinho fjórða markið og fullkomnaði eymd þeirra bláu á meðan stuðningsmenn Liverpool sungu “Bobby Martinez!” og Jürgen Klopp hló á hliðarlínunni.
Klopp appears to have spent the final 20 minutes laughing. I've never known anything like that in a derby.
— Steve Nicholson (@SNicholsonDT) April 20, 2016
Just your average Merseyside derby pic.twitter.com/Qwe1SsvHiB
— MB (@MrBoywunder) April 20, 2016
Maður leiksins: Simon Mignolet. Nei svona í alvöru, þá er eitthvað í gangi hjá Liverpool-liðinu þessa dagana. Það er leikgleði, kraftur og trú á verkefninu. Það er mikill stígandi í liðinu og í kvöld voru eiginlega allir frábærir. Ekki góðir, frábærir. Helst byrjaði Lucas aðeins illa en eftir svona 10-15 mínútur virtist hann vera kominn með öll tök á miðjunni. Aðrir stigu varla feilspor, ef frá eru talin öll færin sem ekki nýttust. 4-0 var allt of lítið miðað við gang leiksins.
Ég ætla að velja James Milner mann leiksins. Tvær stoðsendingar í kvöld og leiddi spilamennskuna og virtist bara vera út um allan völl að vinna bolta og halda uppi pressunni eins og hans er von og vísa.
Þetta var fjórði sigurleikur Liverpool í röð í öllum keppnum og liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu 15 leikjum (utan vító á Wembley). Liðið er markahæst allra í deildinni frá áramótum og að spila sennilega næstbesta fótboltann í deildinni á eftir Tottenham.
Næsti leikur er á laugardag en þá koma Rafa Benítez og hans menn í Newcastle í heimsókn.
YNWA
Þvílíka og aðra eins jarðaför hef ég ekki séð gegn nágrönnunum í sama bæjarfélaginu og okkar menn. Vörnin var þvílíkt traust í þessum leik. Everton fékk varla færi og um sóknarleikinn þarf ekki að fjölyrða. Við vorum einfaldlega miklu betri. 🙂
Pottþétt, vona bars að Origi sé ekki illa meiddur
Þetta var seksí.
Þessi leikur var svo einhliða að það var næstum því leiðinlegt. Ekkert smá súrt með Origi samt.
Svakalega var ójafnt skipt í lið á þessari æfingu.
Agalega sárt að sjá Origi borinn útaf. Strákurinn kominn á þvílíkt flug og búinn að stimpla sig svo rækilega inn að stimpilfarið er orðið varanlegt.
En við eigum Studge á bekknum og hann er farinn að brosa hringinn.
Halda þessu áfram.
YNWA
Skelfileg þessi Origi meiðsli og maður er drullu fúll og vonar að hann nær sér á strik sem fyrst en svona hefur þetta verið hjá liverpool. Sterkir leikmenn að meiðast en við megum ekki láta þetta skemma það að við vorum að vinna 4-0 sigur á Everon og því ber að fagna.
Liðið okkar átti frábæran leik grimmari, duglegri, spilaði flottan fótbolta, fékk fullt af færum og skoruðu fjögur flott mörk.
Nú er bara að halda þessu áfram . Gefa kjúklingum séns á laugardaginn og keyra á þetta á miðvikudaginn.
Það er mjög erfit að velja mann leiksins því að allir skiluðu sínu og verður þetta því liðsverlaun í kvöld.
Ég vona að mignolet hafi tekið með sér góða bók
Sælir félagar
Eftir fyrstu 10 mín var þetta aldrei spurning nema um hvað Liverpool menn skoruðu mörg mörk. Liðsheildin var gífurlega sterk og eiginlega hvergi veikan blett að finna í liðinu í þessum leik. Svo er bara að vinna Rafa næst og svo má Newcastle vinna alla sína leiki eftir það.
Það er nú þannig
YNWA
Ég hef séð marga tvísýna leiki milli Liverpool og Everton í gegnum tíðina og hafa þeir alltaf verið mjög spennandi, en þetta er sú mesta niðurlæing sem ég hef orðið vitni að. Það er alveg með ólíkindum þegar lið eru að berjast um Bítlaborgina að sjá þetta metnaðarleysi leikmanna Everton. Þeir áttu aldrei möguleik svo miklir voru yfirburðir Liverpool. Enda var skapið farið með þá og létu reka sig út af fyrir svívirðilegt brot. Fyrir svona brot á leikmaður að fá 10 leikja bann!!!! Það verður samt að segja það að Klopp framkvæmdarstjóri er búinn að ná ótrúlega miklu út úr þessu liði. Hann á heiður skilið. Það verður gaman þegar hann fær að búa til sitt eigið lið. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!
James Milner var að spá hvort einhver viti hvað kantmaðurinn sem fór hina leiðina á 50 milljónum punda meiri pening síðasta sumar væri kominn með margar stoðsendingar á tímabilinu?
frábær leikur hjá okkar mönnum,maður vonar bara að origi sé ekki mikið meiddur.sturridge mjög flottur en ég myndi velja milner mann leiksins.
Fyrir utan meiðslin hjá Origi að þá var færanýtingin í þessum leik mesta svekkelsið.
Tekið af Everton síðunni fyrir leik. Skil þetta bara eftir hér
,,nöfnin sem við leitum þó að í uppröðun Liverpool hljóta þó að vera nöfn Sahko og Mignolet, sem hafa glatt okkur mikið með sirkusatriðum á tímabilinu. Vonandi sjáum við þá í byrjunarliðinu,,
Vá hvað ég var glaður þegar Sakho skoraði!
Leikskýrslan er komin inn. Hún fjallar svona 50% um hlægilega yfirburði Liverpool og 50% skammarlega hegðun þessa fávita í vörn Everton.
Getuleysi everton gerði þennan leik hálf leiðinlegann. Minnst spennandi grannaslagur seinni tíma. Þar af leiðandi kom talsvert kæruleysi í færanýtingu… en þó gaman að horfa á þessa sóknaræfingu
Frábært, ég man þá daga sem maður taldi niður í derby leik og nagaði á sér neglurnar því að maður vissi að Tim Cahill var að fara að skalla hann í netið hjá okkur. Í dag er sagan önnur og í rauninni ekkert að óttast, aldrei í hættu þessi leikur.
Svo er annað hérna, eins og Joe allen gat farið í manns fínustu taugar þegar Rodgers var með liðið þá er þetta eins og stæltur veðhlaupahestur undir stjórn Klopp. Maður þorir varla að segja það en maður er farinn að fagna þegar Velski Pirlo kemur inná hehe
Fyrirliðabandið er í góðum höndum hjá JAMES MILNER!
Yfirburðir. Engin spenna. Everton niðurlægðir.
Erfitt samt að fagna, svo mikið situr þessi tækling á Origi í manni.
Funes Mori er kunta.
ok. maður leiksinns var markmaður everton, þrátt fyrir 4 mörk, en okkar besti var fyrirliðinn, en á meðan ég var að hugsa þetta áttaði ég mig á að enginn átti vondan leik, sá versti var kanski okkar maður tímabilsins en Firmino var samt hættulegur og stöðurgt að skapa, þannig að ég vel markmann everton.
Finn til með Origi, búinn að vera frábær og hefur geislað af sjálfstrausti.
Ömurlegt fyrir hann að verða fyrir barðinu á þessari mannleysu.
Annars einhver auðveldasti derby leikur sem ég man eftir, hvílíkir yfirburðir.
Undarlegt að eini heili strikerinn sé Sturridge!
…..Næsta ár verður svakalegt….
Þetta ár gæti endað með ….. æ þori ekki að jinxa þetta……
Áfram Liverpool.
Sælir
ÉG missti af leiknum veit einhver af link af leiknum sem ég séð hann núna?
Akkúrat á þessari stundu er potential í að redda þessu seasoni eins og hægt er. Erum jú að fara í fjagra liða úrslit í evrópukepninni og eigum alveg að teljast með í baráttunni um fjórða sætið. Því ber að fagna úr því sem komið er. Ein spurning, hvernig er þetta í dag ef við “skyldum” taka evrópukeppnina og komast í CL. Er þá fjórða sætið úti eða inni fyrir það lið sem nær því ?
Gleðilegt sumar 🙂
Spenni á ykkur beltin og setjið Ray Ban gleraugun upp, því í nánustu framtíð fáum við að sjá annað góðæri hjá okkar ástsæla félagí.
Ef menn eru ekki alveg að fatta þá er herra Jurgen Klopp og hans teymi að færa okkur inn í nýja tíma. Þessi leikur gegn erkifjendum okkar er svo skýrt signal um framtíðina að það hálfa væri nóg! !!!
Þessi maður er ekki bara snillingur heldur góð. Hann mun fara í bækurnar með Paisley og félögum. Það er klárt.
Spennandi tímar framundan! !!!
YNWA
Ekki góð heldur goð.. andskotans orðabók
Skríllinn niðurlægður sanngjarnt og brotið algjör hryllingur að sjá.
Þetta er æðislegt: https://streamable.com/reqx
Stórkostlegt. Liðið er á réttri leið. Mun gera eftirtekarverða hluti undir stjórn þess þýska.
Yndislegt hreint út sagt. Annað sinn á þrem árum sem bláliðar koma í heimsókn og fá fjögur mörk í andlitið.
Flott skýrsla KAR , átti erfitt með að fagna mikið þar sem meiðslin á Origi vógu meira en þessi niðurlæging á erkifjendjunum, Algjörlega ömurlegt að missa þennan dáðardreng í meiðsli út tímabilið líklegast 🙁
En þvílíkur leikmaður sem Milner er orðin það er nánast fáranlegt maður bjóst ekki alveg við því hversu mikilvægur hann er orðinn algjörlega frábær.
Vona þessi fáviti þarna fái langt og gott bann takk fyrir mig.
Algerlega frábær sigur og lið okkur er a.m.k. tveimur klössum fyrir ofan þá bláu. Man ekki eftir jafn ójöfnum derby-leik.
Samt líður mér ekkert sérstaklega vel, er mjög sorgmæddur og jafnframt reiður fyrir hönd Origi. Þetta brot var alger viðbjóður og ég ætla svo sannarlega að vona að þessi andskoti fái a.m.k. 6 leikja bann. Það er ekki bara að sísonið hjá Origi sé sennilega búið þá er hann kannski líka að missa af EM sem er ömurlegt bæði fyrir okkur og Belga. Óþol mitt gagnvart Everton minnkaði ekki eftir þennan leik. Ætli ég haldi ekki bara með United nk. laugardag…..eða kannski ekki. Vona að þau tapi bæði!
Liðið frábært í kvöld og erfitt að gera upp á milli einstakra leikmanna. Milner fær sennilega mitt atkvæði sem maður leiksins en Sakho var líka frábær sem og liðið í heild sinni.
Þá er bara að næsta verkefni, Rafa Benites. Reikna með að Klopp geri 8 – 10 breytingar á byrjunarliðinu fyrir þann leik, enda mun mikilvægari leikur framundan, þ.e. eftir nákvæmlega eina viku á Spáni.
#23.
4. sætið mun gefa sæti í meistaradeildinn þó Liverpool vinni Euro-league. Ef hins vegar bæði City og Liverpool vinna sitthvora Evrópu-dolluna þá mun 4. sætið ekki gefa meistaradeildarsæti. Reglurnar eru mjög skýrar. Hvert land getur max verið með 5 lið í meistaradeildinni.
vodalega talar kristjan atli ljott um everton manninn sem þurfti ad fara utaf. notar ljot ord. þyldi varla eigin ritskodun sa fukyrdaflaumur. eg ma etta,eg a etta!
Svar (Kristján Atli): ég skal gera betur: Kristján Atli er aumingi og fífl! Þú sagðir það, ég má þetta ég á þetta … eigum við svo að ræða leikinn frekar en pistilhöfund?
Í Frönsku deildinni fá þeir sem brjóta eins og Everton gæinn jafn langt bann ag sá sem brotið er á er frá keppni
LUCAS er hiklaust maður leiksins… ekki á hverjum degi sem hann á bæði stoðsendingu og skot… sem fór næstum á markið
Hvað meinaru dunkur með “voðalega talar Kristján Atli ljótt um everton manninn sem þurfti að fara útaf?”
Í alvöru “þurfti að fara út af”
Braut þessi leikmaður ekki nóg af sér til til þess að verðskulda rautt spjald? Þetta brot eitt og sér, ásetningurinn og hvernig mannkertið hreykti sér af því verðskuldar langa refsingu,helst út tímabilið.
var að hlusta á Klopp í viðtali eftir leik, ef ég skildi rétt þá talaði hann um að uppstillingin hefði á endanum verið 6-1 með Lucas aftast og hina alla hangandi frammi. Þetta var flott skotæfing hjá okkar mönnum.
Veit einhver hvernig staðan er á Danny Ings þessa dagana ? Daniel Sturridge er ekki að fara að spila alla leiki. Það yrði honum ofviða og því verðum við að fá einhvern framherja til að bakka hann upp.
Það má reyndar leysa það þannig að hafa Firmino sem framherja eða hinn stórvinsæla Christian Benteke, sem flestir aðhangendur liðsins míns virðast elska af lífi og sál. (gæti mögulega verið sagt í kaldhæðni)
En ég held að það væri mikil áhætta að láta Sturridge byrja næsta leik. Það væri miklu hyggilegra að láta hann byrja Evrópuleikinn.
Áður en ég halla höfði vil ég benda á hve _frábær_ Milner er búinn að vera eftir áramót! Joe Allen sömuleiðis. Hluti af þessu hlýtur að skrifast á meistara Klopp, en hvað sem veldur, tek ég því fagnandi!
Allen er orðinn að vissu lúxusvandamáli. Hann er meira en nógu góður til að byrja alla leiki hjá svona 12-13 liðum í deildinni og nú er Grujic done deal og mögulega fleiri miðjumenn á leiðinni. Mun velski Pirlo semja við þessi skilyrði? Ég er ekki svo viss. Ég hefði a.m.k. 100% skilning á því ef hann ákvæði að söðla um. Sumarið verður ótrúlega áhugavert!
Endum þetta á jákvæðu nótunum: https://pbs.twimg.com/media/CX–FEpWYAA8YYg.png:large 🙂
Velski er 26 ára og á frekar lágum launum miðað við félaga sína. Það er ekki hægt að taka því gefnu að hann skrifi undir nýjan samning ef önnur álitleg lið bjóða honum hærri laun og meiri spilatíma.
Takk fyrir þennan pistil Kristján. Svona á að gera hlutina og jákvæðin og krafturinn sem verið hefur meira og minna frá áramótum geislar af liðinu. Bráðlega geta þeir sem hraunuðu yfir liðið í haust og fundu því allt til foráttu (jafnvel hafa margir þeirra tjáð sig hér á kop.is) farið að éta það ofan í sig. Mér hefur fundist liðið vera hörkugott (og rætt um það hér á kop,is) en hugarfarið hefur verið upp og ofan. Síðan má ekki gleyma meiðslahrinunni sem gékk yfir liðið og er enn til vandræða. Miðverðirnir eru enn í mínum huga veikleikar liðsins og hafa þeir náð að halda nokkurn veginn í síðustu leikjum vegna gríðarlegrar vinnu miðjumannanna. Milner er ekki mennskur og ef hann heldur svona áfram þá er varla hægt að ganga framhjá honum sem leikmanni ársins hjá félaginu. Að minnsta kosti einar 8 stoðsendinar frá áramótum í deildinni og eitthvað í öðrum keppnum. Hann þarf bara að skora meira. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og er Origi einn af þeim. Sturridge hefur verið mjög góður og sýnir að hann á að vera í byrjunarliði í enska landsliðinu, Couthino að spila eins og fyrir meiðsli og Lucas að ná eitthvað af fyrri styrk. Benteke og Skrtel eru hvergi með í batanum á liðinu. Nú verður fróðlegt að sjá hvernig Klopp bregst við í næstu leikjum með lykilmenn í meiðslum.
Sky Sports post match,
Fín umfjöllun m Carragher og David Moyes í boxinu..
https://youtu.be/y3FZ1lu1bdw
Þeir sem eru að vonast eftir löngu banni gleymið því. Þetta er ekki að trend-a á twitter svo þetta verður stutt 🙂
Glæsilegur sigur hjá okkar mönnum.
Mig langar engu að síður að hrósa manni af starfstétt sem sennilega fær minnst hrós af flestum í fótboltanum. Dómarinn Bobby Madley og hans teymi dæmdu þennan leik óaðfinnanlega að mínu mati, hann var með fullkomna stjórn á leiknum, gaf mönnum séns eða refsaði á réttum momentum.
Þessi gaur er bara þrítugur. Gæti verið næsta “great hope” Englendinga í dómaramálum ef hann heldur rétt á spilunum.
Ok. Dómarahrós over. Frábær spilamennska af hálfu Liverpool, yfirburðir liðsins voru augljósir jafnvel þegar spilað var 11v11.
Liðið er svo sannarlega á réttri leið og maður þakkar fyrir að þetta tímabil er ekki enn farið frá okkur. Enn er séns á titli og meistaradeild. Geri mér ekki sérstakar vonir um 4 sætið í deildinni en meðan við vinnum leiki er von þó hún sé veik. Vonandi eru lukkudísirnar með okkur í liði og Origi ekki búinn að stimpla sig út þetta vorið. Það er ekki að hjálpa að missa svona lykilmenn, en Klopp virðist bara aldrei gefast upp og það er greinilega að smitast til leikmanna. Allt er hægt, við trúum…
Everton voru svo lélegir að það er ekki hægt að gefa Simon Mignolet, einkunn, hann gerði ekki neitt, nema sækja boltann 3 sinnum aftur fyrir mark, sem boltastrákurinn átti að gera
#41 – Af hverju er Carra að hvísla allan tímann í þessu videói? Alveg fyndið.
Eru einhverjar fréttir af því hversu alvarleg meiðsli Origis eru?
Geggjaður sigur, alveg meiriháttar! Að sama skapi viðbjóðslegt brot hja þessum fávita og vonandi fær þessi strákasni marga leiki í bann. það er alveg klart að Klopp er a réttri leið með liðið okkar.
Magnaður sigur en ég vil nota tækifærið og hvetja síðuhaldara til að heiðra þann velska með því setja hann í banner. Hann á það skilið.
#47: 6 vikur er sagt.
[img]13046085_10153342396807127_310307029_n.png[/img]
það er gleðilegt að Liv, er byrjað að skora úr föstum leikatriðum, 2 mörk frá vörninni.
Það gengur ekki upp að menn komist upp með það að brjóta svo heiftarlega á mönnum með þeim afleiðingum að þeir skaddist út tímabilið án þess að vera refsað fyrir það. Vonandi fær þessi vitleysingur bann út tímabilið.
http://www.visir.is/timabilid-buid-hja-origi/article/2016160429725
Flott frammistaða hjá liðinu á vellinum og stuðningsmönnum utan vallar.
þetta er ein af svo mörgum ástæðum þess að ég held með Liverpool
http://www.empireofthekop.com/2016/04/22/disabled-everton-fan-spoilt-rotten-by-liverpool-supporters-at-anfield-kids-mum-says-a-big-thank-you/