Úfffffffff.
Ég bara hélt að ég væri búinn með minn vonbrigðaskammt í leikskýrslum þetta árið.
Ég fékk leikskýrsluna gegn Sunderland á Anfield…og náði að anda eitthvað áður en ég skrifaði hana. Ég átti leikskýrslu í Southampton og gerði hana jafnóðum þó að hitastigið í hausnum hafi verið 40°C komst ég í gegnum það.
Í dag var EKKI SÉNS að ég gæti sest niður eftir lokaflautið í þessum leik til að skrifa skýrslu. Ég hefði án vafa sært blygðunarkennd margra og orðið mér ævarandi til vansa. SVO brjálaður var ég eftir þennan leik að ég í fyrsta skiptið í langan tíma leyfði mér að vera fokreiður við allt sem viðkemur félaginu. Enginn var þar undanskilinn.
Nú er kominn klukkutími rúmur síðan Rafa fór frá Anfield með stig og ég get ekki skrifað venjulega leikskýrslu svosem en þó held ég að ég sé í þannig jafnvægi að eitthvað umræðanlegt komi hér fram. Vona það besta allavega.
Liðsskipan dagsins:
Mignolet
Randall – Toure – Lovren – Moreno
Allen – Stewart
Milner – Firmino – Lallana
Sturridge
Bekkur:Ward, Skrtel, Smith, Lucas, Coutinho, Ibe, Ojo.
Svona leit liðið út. Bombu var varpað í hádeginu þegar í ljós kom að Mamadou Sakho féll á lyfjaprófi sem UEFA tók eftir sigurinn á United í Evrópudeildinni. Hann var í raun ekki í leikbanni en Klopp og félagið ákváðu að hann myndi ekki leika þennan leik. Sakho hefur fram á þriðjudag til að óska eftir að B-sýnið verði greint og þá staðfest hvað um er að ræða. Ef það sýni dæmist eins sjáum við hann næst í treyjunni einhvern tímann á bilinu október til desember.
Í hans stað kom Toure inn í vörnina. Klopp er að sjálfsögðu að horfa með einu auga á Villareal á fimmtudaginn og hvíldi Clyne í bakverðinu, Lucas og Coutinho sátu líka á bekknum en Sturridge byrjaði.
Fyrri hálfleikur
Þessum leik verður að lýsa í tvennu lagi. Fyrri hálfleikurinn var frábær. Daniel Sturridge sýndi strax á 2.mínútu hvers lags heimsklassa framherji er þar á ferð þegar hann tók á móti sendingu frá Moreno, sneri sér að marki og negldi í fjær. Á 29.mínútu jukum við forskotið þegar Adam Lallana fékk sendingu frá Moreno og klíndi í skeytin af vítateig. Við réðum öllu í þessum hálfleikum, hefðum sennilega átt að fá víti en sköpuðum lítið af færum.
Fullkominn “cruise control” leikur gegn liði sem virtist bara fallið.
Seinni hálfleikur
Rafa skipti í hálfleik, nokkuð sem hann er nú ekki alltaf þekktur fyrir. Wijnaldum kom inn á miðjuna og Newcastle dúndruðu framm og eltu alla bolta. Á 21 mínútu höfðu þeir jafnað!!! Fyrst ákvað Mignolet að skemma fínt mannorð sitt með því að flappa algerlega á kross sem Papiss Cissé skallaði í autt markið og á mínútu 66 jafnaði Jack Colback eftir skyndisókn þar sem lítið var gert til að verjast krossi, veikur skalli út fyrir teig lenti hjá Colback sem bæði Allen og Stewart hefðu að sjálfsögðu átt að verjast en hann skaut í varnarmann og í markið. Anfield steinþagnaði.
Enn voru 27 mínútur til að gera eitthvað. Lucas, Coutinho og Ojo voru allir settir inná en við fengum í raun bara eitt almennilegt færi þegar Coutinho fékk skotfæri eftir sendingu frá Ojo en varnarmaður komst fyrir.
Enn einu sinni missum við niður forystu.
Liverpool FC hefur nú misst 17 stig í vetur eftir að hafa verið yfir í leik – hversu ÓÁSÆTTANLEGT er það eiginlega!!!
Eftir leik
Ég hef áður lýst að ég er örugglega litaður af fyrri skýrslum sem ég hef unnið eftir svona leiki. Ég veit líka fullkomlega að það eru margir dyggir lesendur orðnir þreyttir á því sem ég segi og skrifa, sennilega þarf ég að fara að íhuga stöðu mína hérna ykkar á meðal.
En ég ÞOLI EKKI þá linkind sem kemur svo oft upp í þessu liði okkar!!!!!
Ég ætla að leyfa öllum að rífast um þátt markmannsins í þessum leik. Það vita allir að hann átti að gera betur í marki eitt. Þegar það mark var skorað voru 41 mínúta eftir af þessum leik. Þær mínútur fannst mér liðið í heild líta afar illa út. Bara afar illa.
Á vefsíðum um allt eru pikkaðir út einstaklingar sem séu vonlausir hitt og þetta…ég sjálfur leyfði mér að ergja mig á twitter. Það er hins vegar mantran sem var görguð yfir mér fyrst árið 1988 af Eddie nokkrum May og ég hef stundum lesið síðan sem leiðir sennilega til þess að ég á ekki upp á pallborð í umræðum.
Eftir tapleik á sínum tíma gargaði hann yfir okkur KS-ingum “There´s no f***ing I in team!!!”
Lið vinna leiki og tapa saman. Að undanförnu hafa unnist margir góðir sigrar sem hafa glatt mig mikið og gefið manni von um að framtíðin sé bjartari en það að lenda mögulega í versta efstudeildarsæti í Englandi síðan 1964.
Svo koma svona kjarklausar vandræðamínútur og dúndra, allavega mér, hratt niður á jörðina.
Það er óásættanlegt að tapa svona niður leikjum trekk í trekk. Sá karakter sem við sáum gegn Dortmund og skein í gegn á móti Everton á miðvikudag er ekki hægt að stóla á. Það gerist allavega enn að lið geta með djöflagangi hrist okkur þannig til að við klikkum á varnarvinnu og frjósum sköpunarlega.
Auðvitað skipti róteringin máli og í liðinu í dag voru leikmenn sem ekki verða í þessu liði eftir 2 ár. Um það er ég sannfærður.
Þeir geta hins vegar alfarið sjálfum sér um kennt þegar keyptir hafa verið betri leikmenn en þeir.
Svona á ekki að gerast trekk í trekk hjá Liverpool FC
Nú beinast sjónir að mikilvægasta leik tímabilsins til þessa, úti gegn Villareal. Ég segi aftur það sama og ég sagði fyrir Dortmund viðureignirnar. Miðað við þann leikmannahóp sem Klopp hefur úr að spila í þessum leikjum við “Gulu kafbátana” er alveg ljóst að það er bara hans þáttur sem getur fleytt okkur þar í gegn og gert þetta tímabil töluvert bjartara en það lítur út í mínum augum í dag.
Svo. Nú er að gleyma þessari hörmung og treysta á betri tíð handan við hornið!!!
Var þetta að gerast ? ENN OG AFTUR ?
Djöfulsins aumingjaskapur, meistaradeildarsæti má bara ekki vera í augsýn því þá drulla þeir alltaf, undantekningarlaust. Randall á sér enga framtíð hjá Liverpool, shit hvað hann er lélegur. Þetta verður gríðarlega erfitt í Evrópudeildinni án Origi, Hendo, Can og Sakho.
Fokking jójó lið getur gert mann geðveikann!
er schum utd þá utan seilingar, liklega
Alltaf Jekyll og Hyde með þetta lið…
Þetta meistaradeildarsæti var aldrei í augsýn.
Áður en allt verður geðveikt hérna….
Öndum með nefinu, teljum upp að tíu og rifjum það upp að undanfarna ca 15 leiki hefur liðið okkar spilað tvo slaka hálfleiki, gegn Southampton og nú gegn Newcastle. Eiginlega eins leikir nema við fengum stig í dag.
Kannski má læra eitthvað af þessu – að liðsbragurinn þoli ekki að það sé slakað aðeins á ákefðinni í stöðunni 2-0, kannski er þetta bara óhjákvæmilegt að öðru hvoru detti liðið aðeins niður.
Stóra myndin er björt. Ég kýs að horfa á hana og spara mér nokkurra klst fýlu.
Vantaði allt hungur í seinni hálfleik. Klopp pollrólegur á hliðarlínunni átti engin svör. En Benítez öskraði sína menn áfram.
Eitt jafntefli eftir frábæra spilamennsku undanfarið þá skríður neikvæða liðið úr hellinum sínum og skrifar inná kop.is
Sælir félagar
Af hverju Klopp tók Lallana útaf er rannsóknarefni. Sá maður í Liverool liðinu sem mest var að búa til. Firminio aftur á móti hangir inná allan leikinn – til hvers. Ég er mjög óánægður með niðurstöðu þessa leiks og innkomu manna í seinni hálfleik.
Að Klopp skyldi ekki reyna að skrúfa hausinn á leikmenn með einhverjum hætti var líka slæmt.Að vera 2 -0 yfir í hálfleik og missa það niður í jafntefli er óásættanlegt. Menn hlupu eins og hauslausar hænur meiri hluta seinni hálfleiks og skiptingar allt of seint og orka þar að auki tvímælis.
Það er nú þannig
YNWA
En hvað er að frella mað þennan markmann,hann bara hlýtur að vera með gláku.Garenteraður að missa kross yfir sig í hverjum einasta leik.
Æji, þetta er einn af þessum…..
Þetta skrifast á nokkra hluti: lið í botnbaráttu að berjast fyrir lífi sínu. Rafa tók svolítið til hjá sínum mönnum í hálfleik og meiðslin hjá okkar mönnum eru kannski ekki að hjálpa til.
Ætla bara að horfa á björtu hliðarnar á þessu. Þetta heldur mönnum væntalega á jörðinni þegar kemur að villareal leikjunum.
5 ára samningur, spáið í það.
Annars er Klopp að gera sama hlutinn og gerðist gegn Southampton, við erum að lenda undir í baráttunni og þá á að bregðast við því og henda t.d. Lucas inná, gerðu það áður en andstæðingurinn er búin að jafna.
Mjög vond úrslit og gætu reynst örlagarík þegar uppi er staðið. Nái liðið ekki að vinna Euro-league og enda í topp 6 í deildinni þá er þetta í reynd hörmungartímabil og engin Evrópukeppni á næsta ári.
Það væri disaster.
Erum sennilega að slá heimsmet í að missa niður forystu í leikjum. Þetta er samt synd því liðið er búið að vera á góðri uppleið undanfarið.
Við verðum samt að vera sanngjörn og horfa til þess að gríðarlegt leikjaálag er búið að vera á liðinu. Þetta var víst 4. leikurinn á 10 dögum.
Auðvita vill maður að liðið klári leikinn þegar það er komið 2-0 yfir á heimavelli en það gerðist ekki í dag.
Liðið var samt að spila fínan fótbolta mest allan leikinn og þótt að Newcastle jafnaði í þeim síðari þá fannst mér Newcastle ekkert betri í síðarihálfleik en þeim fyrri. Liverpool stjórnaði leiknum frá A-Ö en fengu á okkur klaufaleg mörk(Mignolet má eiga fyrsta markið) og var það ekki útaf stór sókn gestana heldur eigin klaufaskapar.
Menn sem voru að horfa á 4.sætið sem meistaradeildarsæti finnst mér full bjartsýnir enda svoleiðis pælingar löngu búnar þegar svona lítið er eftir af mótinu og var þetta ekki úrslitaleikur um það sæti.
Forgangsatriðið í dag er Evrópukeppni og þar eru alvöru möguleikar á að komast í meistaradeildina og vinna stóran bikar. Það var ekki tilviljun að Klopp var að hvíla Coutinho/Clyne í dag því að það er stærri leikur á fimmtudaginn.
S.s heilt yfir lélegt að missa þetta niður í eitt stig en enga síður nokkuð vel spilaður leikur en klaufaganur gerði það að verkum að stigin voru ekki fleiri í dag.
Menn að hengja greyið Stewart, en fyrir mér er bara virkilega gott að eiga svona strák inni, í meiðslum eins og við erum að lenda í núna..
Hann er ungur, óreyndur, og varla hægt að hengja 2 töpuð stig á hann einan? Ég set ábyrgðina frekar á eldri og reyndari mennina í liðinu.
Eins og er sagt hér að ofan, munurinn á liðunum í dag væntanlega að stóru leyti sá, að okkar menn hafa að litlu að keppa í deildinni, á meðan nufc eru bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu.
Framtíðin er björt hjá okkar mönnum, og þó 4.sætið hafi einhverra hluta vegna verið tölfræðilegur möguleiki, eigum við ekkert að vera að hugsa um það. Deildin er búin hjá okkur, sorry.. Gefa þessum ungu strákum séns, Stewart, Randall(sem mér finnst reyndar ekki nógu góður, en alltílæ að hann fái mínútur til að gefa Clyne smá break, hvar er Flanno annars?), Ojo… Þetta eru allt strákar sem við eigum að nýta..
Hvort viljum við kaupa marga þokkalega menn, og hafa þannig breidd, eða hafa kanónur, og unga, graða og efnilega leikmenn inn á milli til að taka á meiðslum? Ég vil seinni kostinn..
Áfram LFC
svona svona… hverjum er ekki slétt sama, okkar focus er europe. Unum Newcastle, vonandi halda þeir sæti sínu.
Vorum aldrei að fara í topp 4-5
Vinnum europa og nú eða ekki 🙂
skil ekki af hverju Lalana var tekinn útaf. hefði tekið steward eða Firmino sjafur en höldum aðeins haus hér, fyrir hálfu ári hefðum við tapað þessum leik og athugið að við erum að vinna stig i 10 leikum i röð og síðast tapaði leikur var gegn Palace i byrjun mars, við erum á réttri leið.
Við erum samt ekkert að standa okkur í því að vera á móti dómaranum. Áttum að fá tvö víti og þeir áttu að vera manni færri meirihlutann af seinni hálfleik. 🙂
Róa sig alveg strákar þessi leikur skipti engu máli , vorum aldrei að fara ná top 4 þótt við hefðum unnið rest. Vinnum bara þessa blessuðu evropu deild 🙂
#20 ég er alveg viss um að einhverjar stelpur skoði og kommenti á þessa síðu líka, konan mín er ein af þeim
Það eru tvær stelpur á mínu heimili sem skoða kop.is alltaf – og eiga takka skó. Rólegir á að það séu bara strákar í þessu 🙂
Það að menn séu að efast um skiptingar og taktík hjá stjóranum… ÞAÐ ER RANNSÓKNAREFNI.
Það er nú bara þannig!!
Við vorum að spila á móti liði sem er að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni á meðan við höfum að litlu að keppa. Í okkar lið vantaði 3-4 byrjunarliðsleikmenn. Við skoruðum 2 mörk og höfðum yfirburði lengst af. Þetta lið tók stig af Mancity síðust helgi.
Rosaleg neikvæðni er þetta!!!
Þa? er náttúrulega óþolandi a? li?i? skuli ekki geta sta?i? í lappirnar og haldi? tveggja marka forskoti. Ég er samt feginn því a? þau mistök séu a? koma fram núna í lok þessarar leiktí?ar þegar deildin er farin a? skipta minna en engu máli. Klopp er pottþétt me? puttann á púlsinum yfir þessu og ég hef þa? á tilfinningunni a? vi? munum sjá minna og minna af svona lögu?u þegar fram lí?a stundir.
Var?andi skiptinguna á Lallana þá skil ég hana bara alveg. Mun mikilvægari leikur sem ver?ur spila?ur á fimmtudaginn og gott a? dreifa álaginu.
Fréttirnar af Sakho í dag eru hins vegar mun meira áhyggjuefni. Vonandi leysir UEFA hratt úr því máli og dæmi manninn saklausan, vi? þurfum a? nota hann í vikunni!
Mesta ánægjuefni? er svo væntanlega a? Studge er farinn a? skora reglulega, nú þarf bara vörn og mi?ja a? halda hreinu svo a? mörkin hans fari a? tela 3 stig!
Þetta er nú enginn heimsendir þó a? gera jafntefli vi? Newcastle, þeir ger?u slíkt hi? sama vi? sjó?heita City menn í mi?ri viku og ma?ur sér a? þeir ætla ekki a? falla. Vi? aftur á móti höfum nákvæmlega ekkert a? keppa a? í deildinni. Okkar mikilvægu leikir eru í mi?ri viku núna, helgarnar eru bara afþreyging.
Hættið þessu bulli varðandi skiptingar og annað. Það er ekkert nýtt að mörk breyta leikjum og gefa honum von. Markið sem breytti leiknum eins og fá 30 sinnum áður skrifast á algjörlega vonlausan markmann. Hann hefur ekkert haft að gera og hafði í raun ekkert að gera en ákveður að fara í bolta sem hann hafði nkl ekkert að gera i og boltinn i tomt markið.
Kannski hefði hann haft gott að helmingnum af þessu lyfjum sem Sakho var að taka.
Rafa í hálfleik: “Ég stýrði einu sinni liði sem var 3-0 undir í hálfleik í úrslitaleik meistaradeildarinnar en kom til baka og vann!”
Skýrslan er komin…
…og mikið Hallur minn finnst mér vondur status hér númer #25 hjá þér.
Mikið er ég feginn að hafa ekki verið í liði þar sem að þú hefur getað bent putta svo fast í þær áttir sem þú ert freðinn í að gera nú að undanförnu. Þó þú reyndar hafir lítið rætt Mignolet í undanförnum leikjum. Enda ekki ástæða til að hrósa sýnist mér.
En gott að sjá að þér finnst að leikmenn liðsins ættu að taka inn örvandi efni. Það eru fín ummæli, sem er fínt að láta bara standa.
Jamm, svekkjandi.
Sako og Lovren hafa myndað gott parnundanfarið og vörnin verið traustari og markmaðurinn betri á taugum.
Burtséð frá þessum leik hef ég áhyggjur af okkur er Sako er úr leik, tel evrópudrauminn þá úr sögunni.
simon þarf ad…..fara.
Eins og einhver sagði hér á síðunni, öndum með nefinu. missum okkur ekki yfir þessu og í raun gott að fá smá kjaftshöggg fyrir Villareal leikinn. Enn og aftur er það miðjan í vörninni og reyndar markvörðurinn sem eru að klikka og halda alls ekki eins og þeir eiga að gera. Þrátt fyrir að liðið sé flott og virðist geta skorað í hverjum leik þá er það ekki boðlegt fyrir jafn frábært lið og Liverpool að fá sig 45 mörk í 34 leikjum ídeildinni. Sturridge er flottur og virkilega spennandi að sjá framhaldið hjá honum, skorar á 90-100 mínúta fresti sem er frábært. Lallana var einnig frábær og heldur áfram vinnslu sóknarlega. Held að Klopp sé með hugann við Evrópudeildinina og því reynir hann að létta álagið á Lallana og Couthino. Dýrkeypt meiðsli og vitleysan í Sakho gætu sett strik í reikninginn en núna verða leikmennirnir sem eftir eru að sýna úr hverju þeir eru gerðir, punktur.
Þetta skrifast á Mignolet. Hvað hefur hann kostað okkur mikið af stigum í vetur?? Sunderland leikurinn er nákvæmlega sama dæmi og þetta. Það er ekkert að gerast hjá Newcastle þegar það kemur lélegur bananabolti inn í teig og hann fer út í hann eins og einhver viðvaningur og keyrir niður sinn eiginn mann. Þetta gefur Newcastle trú og dregur úr sjálfstraustinu í öllu liðinu og eftir það var maður bara farinn að bíða eftir að þeir myndu jafna. Hefði viljað sjá Klopp gera skiptingu áður en þeir ná að jafna en það er auðvelt að vera vitur eftir á.
Meðan að markmaður liðsins er ekki betri getum við ekki haldið út í sigurleik. Verðum að fá betri markvörð!!!!!!!!
Þetta er nú létt spaug með lyfin Magni minn. Ég veit nú ekki hvaða skot þetta er hjá þér varðandi þjálfun því mér gengur nú bara helv vel þar. Það er ekki eins og eg se að skjóta á þig með að segja mina skoðun á markmanninum okkar. En mín ummæli dæma sig sjálf og ekki orð um það þeir. Ef menn eru sáttir við markmann sem gerir svona þa er það þeirra skoðun en ekki ætla ég að dæma mig né aðra þó að það se mín skoðun enda stærri maður en það vonandi
×Maggi×
Er ekki bara betra fyrir okkur að lenda undir í leikjum en að komast yfir?
Ps Maggi. Þín skoðun á markmanninum okkar truflar mig ekki og eg virði það ef að þu ert sáttur en þar sem við þekkjumst nú nokkuð vel og tel okkur góða vini þa finnst mér þetta skot hjá þér vel yfir markið en þó hard feelings.
Svo að eg svari þessu kannski aðeins samt. Eg hef ekki þurft að setja neitt út á Mignolet og hef hrósað honum einmitt fyrir að vita sín takmörk og gera færri mistök. En það virðast vera fleiri en ég bæði hér á landi og hvað þá í Bìtlaborginni sem tala sama máli og ég. Hvað finnst annars Grobba gamla um hann ? Eg náði ekki að hitta hann..
Eg ætla ekki að tjá mig meira á þessari síðu að sinni allavega.
YNWA
Það þarf að láta þennan markmannsþjálfara fara. Engin tilviljun að markmenn undir hans þjálfun hafa versnað. Pepe Reina hrakaði ekkert smá þegar Achtenberg tók við markmannsþjálfuninni og Mignolet hefur einnig orðið verri eftir að hann kom til Liverpool. Hvers vegna Liverpool er með markmannsþjálfara sem kom frá Tranmere er hreint út sagt óskiljanlegt.
Eitt sem menn verða að hafa í huga líka.
Rafa er mikill taktískur snillingur….
Ef það er eitthvað lið sem hann er örugglega búinn að stúdera í heiminum í dag þá er það örugglega Liverpool. Liðið sem hann örugglega horfir á alla leiki….
Og eins mikill taktíker og hann er þá er hann örugglega alltaf að hugsa um lausnir gegn hinum og þessum leikmönnum..
Og því held ég að hann jafnvel þekki Liverpool jafnvel og Klopp nánast… Og veit hvað gera þarf..
En að því sögðu… ömurleg úrslit… en þyrftu ekki beint að koma á óvart…
YNWA
Það versta við þennan leik er að Liverpool liðið var að setja óþarfa pressu á sjálfan sig.
Núna labba menn inn í næsta leik hugsandi ” við verðum að annars ” í staðinn fyrir að fara i leikinn með fullt sjálfstraust og óhræddir við að tapa eða gera mistök.
Hausinn er ekki í lagi hjá nokkrum leikmönnum Liverpool og það mun kosta stig aftur og aftur.
Menn eru mannlegir og gera misstök en….
In the Premier League no player has made more defensive errors leading to a goal this season than Simon Mignolet (4)
Viljum við vera með markvörð í markinu sem vill helst ekki fara út af línuni af því að hann er að reyna að fækka misstökum? eða viljum við alvöru markmann sem er sterkur á milli stangana og treystir sér að fara út í teigin.
Maður öfundar Man utd að hafa DeGea, Chelsea að hafa tvíeykið sitt, Tottenham að hafa Loris og Arsenal að hafa Chech á meðan að við erum mörgum mílum á eftir með Mignolet.
Fyrirgefðu mér Hallur minn ef ég var ekki nógu skýr.
Það hvarflar ekki að mér að draga þína þjálfarahæfileika inn í þessa umræðu. Hef bara heyrt jákvæða hluti af þinni þjálfun og veit að það eru margir sem vilja fá þig til þeirra starfa.
Þarna var ég að vísa í þinn fótboltaferil og kannski vísa til þess sem ég tala um í skýrslunni og fjallar um pirring minn gagnvart þeirri umræðu að einstaklingar tapi og vinni, það gera lið.
Ég gargaði á Mignolet í gegnum sjónvarpið í marki eitt. En ég gargaði líka á Kolo Toure, Randall, Allen, Stewart, Milner, Firmino og Lallana í seinni hálfleik. Ekki síður á Lucas eftir hans innkomu. Ekkert síður pirraður yfir getuleysinu sóknarlega frá mínútu 49. En ég dreg auðvitað ekki fjöður yfir mistök Mignolet í marki eitt. Þau voru stór.
Ég veit það (og bendi á í skýrslunni) að það er lítil eftirspurn eftir minni skoðun hérna og ég efast ekki um það að þú talar fyrir hönd meirihluta LFC aðdáenda í dag. Það held ég að ég ætti að átta mig á og kannski frekar skoða mína stöðu hér en þú.
YNWA.
Áhugaverðar umræður hér eins og alltaf.
Mér finnst menn ansi brattir að segja að deildin skipti ekki neinu máli og allt eigi að snúast um Euro-league. Þá spyr ég: Hvað ef við henda hvíta handklæðinu hvað deildina varðar, endum í 7. eða 8. sæti og töpum í undanúrslitum eða úrslitaleik í Euro-league?
Ok. þá gerist það að Liverpool verður ekki í neinni Evrópukeppni á næsta ári. Hvaða áhrif mun það hafa á fjárhag klúbbsins, stolt og möguleika á að lokka til okkar topp leikmenn?
Geri mér alveg grein fyrir því að eðlilega skiptir Euro-league mestu máli. EN við verðum að enda deildina með sóma og halda okkur í topp6.
Hvað sem þessum pælingum mínum líður þá er liðið svo sannarlega á réttri leið og búið að spila frábæran fótbolta undanfarið. Eigum við ekki að segja að leikurinn í dag hafi bara verið óheppilegt frávik?
Leiðinlega við Mignolet, hann getur litið út eins og einn af betri markmönnum í heimi á góðum degi en svo tekur hann reglulega royal skitu og þess vegna er hann það EKKI.
Að fá 1 stig gegn newcastle í deildinni þetta tímabil er langt frá því að vera ásættanlegt. Ég og Maggi vinur minn erum enn og aftur sammála með þetta lið sem við elskum. Það vantar svo mikið leiðtoga og einhvern karakter í liðið, einhvern sem mætir í vinnunna lengur en 45 mínútur, einhvern sem vinnur ekki bara fyrir hádegi fyrir 40 til 150 þús pund á viku. Þeir sem eru sáttir við 1 stig á móti þessu lélega liði eru full metnaðarlausir fyrir minn smekk !
Nokkuð aggresívar umræður hérna, jafnvel fullmikið miðað við gengi liðsins síðustu vikur 🙂
Þetta voru vissulega afar döpur úrslit og í mínum huga alveg klárt að einstaklingsmistök Migs kostuðu okkur ferlegt mark og hleyptu töluverði lífi í lið andstæðingsins. Það sem ég held að Maggi sé að reyna að benda á og amk mér finnst eiga ágætlega við er orðatiltækið “win as a team and loose as a team”. Það voru rúmar fjörtíu mínútur eftir af leiknum eftir að newcastle minnkar muninn en því miður bauð bara enginn í lfc upp á neitt sérstakt allan þann tíma ef frá er undanskilið ágætis færi sem Ojo bjó til fyrir Coutinho.
Liðið bara missti kjarkinn og engin steig upp. Mig minnir að Einar Matthías hafi bent á það á twitter að liðið er bara búið að missa of marga leiðtoga undanfarið og það held ég að sé hárrétt…..það vantar svo mikla reynslu og gæði þegar menn eins og Henderson, Can og jafnvel Sakho eru fjarverandi. Ekki gleyma síðan að Origi, ings og benteke eru allir fjarverandi líka ásamt því að Firmino hefur ekki verið merkilegur eftir að hann kom til baka eftir meiðslin. Coutinho var á bekknum og komst aldrei í takt við leikinn eftir að hann kom inná.
Í svona leik kristallaðist hversu average leikmaður eins og Stewart er án þess að ég sé eitthvað að úthúða honum. Einnig sést líka hversu veik miðjan er þegar Allen er í raun sá sem leiðir hana, allen er ágætis leikmaður í kringum aðra betri leikmenn en mér finnst mjög skiljanlegt að klúbburinn hugleiði að losa hann og lucas til þess að safna í sarpinn fyrir einhverjum öflugum á vonandi hærra leveli.
Þrátt fyrir að Moreno hafi átt frábært framlag sóknarlega þá geri ég nú samt athugasemd við varnarvinnuna hans í báðum mörkunum og því miður bara alls ekki í fyrsta skipti sem maður sér þetta. Honum til varnaðar þá hefur hann spilað gríðarlega mikið í vetur. Því miður er Toure að mínu mati alls ekki nægjanlega góður lengur en vissulega átti örugglega enginn og ekki einu sinni hann sjálfur von á því að hann spilaði svona mikið þetta tímabil.
Þetta tímabil er búið að vera ein rússíbanareið og er þó ekki búið enn. Vonandi nær þessi lexía mönnum niður á jörðina fyrir hið gríðarerfiða verkefni sem er framundan á fimmtudag.
YNWA
al
Er fólk þarna úti sem virkilega getur ekki klappað fyrir þessu stigi sem við fengum í dag. Miðað við álagið, róteringu og ekki síst alla þá leikmenn sem við getum ekki notað leik eftir leik þá er það frekar eðlilegt að vinna ekki alla leiki. Tottenham eru búnir að spila á einum senter í allann vetur, toppliðið á nánast sama liðinu. Hvar væru þessi lið ef þau hefðu lent í sama meiðslapakka? Klopp er að ná hverjum einasta blóðdropa úr þessum hóp og við getum sannarlega látið okkur dreyma með hann í brúnni næstu ár.
Ef leikmaður LFC verður fundin sekur um að nota ólögleg lyf skal að mínu mati losa hann hið fyrsta. Þvílíkur dómgreindarskortur ef rétt reynist. Ófyrirgefanlegt. Menn hljóta að tilkynna þjálfarateymi/ læknum um öll lyf sem þeir innbyrða.
Næsti leikur takk. Nú er gaman að vera til:) Ætlar einhver til Spánar?
Fjörugur umræður og takk fyrir það. Eftir vikuna er niðurstaðan sú: Sakho þarf að fara. Höfum ekkert að gera með mann sem veit ekki hvort hann tekur lögleg lyf eða ekki. Touré þarf að fara af sömu ástæðu og Sakho. Ef þeir eru ekki læsir þá hafa þeir sem atvinnumenn allavega efni á því að láta einhvern lesa fyrir sig hvaða efni eru lögleg. Lövren þarf að fara. Eftir drambið í honum varðandi landslið sitt þar sem hann vill ekki vera með nema að fá að vera í byrjunarliði er ömurleg framkoma. Ég vill ekki hafa mann með hugarfar sem skemmir pottþétt út frá sér. Mignolet er ekki nógu góður og stöðugur markvörður til að vera í toppbaráttu í öllum keppnum. Þurfum því sennilega nýjan marvörð. Sturridge, Milner og Lallana eru frábærir og einnig má þar telja Couthino, Clyne og Origi. Allen hefur verið verulega seigur og held að hann geti verið góður sem inn og út maður. Spurning hvort metnaður hans liggi ekki í að vera einhversstaðar sem byrjunarliðsmaður.
Sælir félagar
Ég nenni ekki að fara að djöflast á Minjo enn eina ferðina en mikið langar mig í klassa markmann í liðið mitt. Ég vil líka þakka Magga fyrir leikskýrsluna og segja frá því að ég skil hann vel. Ég þoldi frammistöðu liðsins í seinni hálfleik alls ekki og er enn fúll yfir henni.
Einnig vil ég segja þetta: Allir eru frjálsir að sínum skoðunum á mönnum og málefnum. Allir eiga rétt á að tjá sig og vera fúlir þegar liðið er ekki að standa sig og tjá það alveg eins og að mæra liðið þegar það stendur sig vel. Ég tel að það sé eftirspurn eftir skoðunum manna eins og Magga þó fólk sé þeim ekki endilega alltaf sammála. Hann getur yfirleitt ef ekki alltaf rökstutt álit sitt og það er mér nægjanlegt.
Það er nú þannig
YNWA
Sá sem betur fer ekki þessi vonbrigði en ég hafði vont bragð í munninum fyrir leik og því miður er það ennþá í kjaftinum á mér. Eitthvað svo típískt að þegar við þurfum og eigum að vinna þá klúðrum við hlutum. Nú er bara að leggja allt trukk á evrópudeildina og vonandi ganga hlutir upp þar. Ég held við vitum öll að þessi mannskapur átti lítinn möguleika á að ná topp 4 í Englandi. Og hvað þá með þessi meiðsli og forföll. Ef slíkt hefði gerst hefði það bara verið fyrir kraftaverk ala Klopp. VIð þurfum að byggja upp og Klopp þarf að fá að setja alvöru mark sitt á þetta lið. Tökum þessa evrópudollu og allir verða sáttir…förum svo í sumarfrí og næsti vetur verður magnaður 🙂
Varð að hætta að horfa i hálfleik. Sturridge labbaði um völlinn búinn að vinna leikinn. Ég var sjálfur viss um 3 stig. Hlakkaði til að koma heim og sjá restina af mörkunum. Skildi símann viljandi eftir heima til að forðast úrslitin. Er ekki að skilja hvernig þetta gat gerst. Var þetta vanmat? Hjá Liverpool. Liði sem hefur lengst af verið í 10 sæti á þessu tímabili.
Það er greinilega enginn leikur buinn fyrr en flautað er til leiksloka. Allavega ekki hjá Liverpool.
Voða simbol mig hefur kostað liverpool eitthvað um 30 stig okei kannski eitthvað hægt að skrifa a vörnina samt ekki. De gea hefur bjargað svipað um 20 stigum de gea er efstur markmanna a meðan mig er neðstur. Einfalt eina ransóknaefnið er afhverju ward var ekki i markinu hann tók leikinn a móti burmouth og stoð sig betur en mig hefur gert öll timabillin hja liv
Þetta var baráttuleysi liðsins að kenna. Vissulega gerði Mignolet mistök, en þegar þú ert að spila við lið sem er að berjast fyrir lífi sínu. Getur enginn á vellinum slakað á í heilan hálfleik.
Það vantaði augljóslega allan neista í liðið í seinni hálfleik. Liðinu tókst illa að skapa í sókninni og þrátt fyrir að við höfum verið meira með boltann vorum við ekki að stjórna leiknum.
Aukaleikararnir sem núna eru að grípa tækifærin virka eins og þeir hafi ekki úthaldið sem þarf. Allen og Randall til dæmis fannst mér vera sprungnir þegar við þurftum að spíta í lófana.
Líkt og á móti Southampton fannst mér Klopp þurfa að bregðast við fyrr. Held að tvöfalda skiptingin á miðjuna hefði virkað vel ef hún hefði einfaldlega komið fyrr og komið inn til þess að ná tökum á leiknum en ekki til að kreista út mörk. Í mínum huga var það á miðjunni sem við töpuðum leiknum og það skapaði panikið sem hvorki var orka eða nægur vilji til að bæta upp.
Þar er liðið veikast þessa dagana og með meiri gæðum á miðjunni munum við ná að stjórna svona seinni halfleikjum í framtíðinni.
https://youtu.be/7rKZKf7fKkU
sko,simon minn. þu ert voda finn strakur.vel upp alinn og pruður. lettur i lund og vel gerður. þu ert rosa duglegur ad tegja storu hendurnar þinar eftir boltum sem ekki eru hatt a lofti. mer finnst þu lika mjog goður i vitó. þar ertu frabær. En þegar hàu boltarnir koma sem eru ætlaðir storu strakunum fer allt i klemmu hja þer,karlinn minn. þa bara verda spoaleggirnir þinir ad braudi og domgreindin þin ruglast verulega. Rad mitt til þin er ad þu finnir þer annad starf,e.t.v i nedri deildum fotboltaheimsins. Eg er nokkud viss um ad drifir þu þig nuna strax til Reading og þyggðir starf vid markvorslu þar,myndir þu bjarga morgum stigum fyrir liðið,meira en þu gerir hja okkar astsæla LFC og ef gud lofar munt þu geta lagt hanskana a hilluna frægu 45 ara gamall og med bronzstyttu f utan leikvang Reading. Hja LFC færð þu varla einu sinni merkt bilastæði. Hugsaðu malið og gangi þer vel i Reading.
Sammála Magga í einu og öllu.
Vonum svo að Klopp finni lausnir á meiðsla- og dópistavandræðum fyrir leikina á móti Villareal. Það er það eina sem skiptir máli.
Áfram Liverpool!
Smá þráðrán. Hér má fylgjast með því sem er að gerast í Hillborough málinu í dag.
http://www.liverpoolecho.co.uk/news/liverpool-news/hillsborough-disaster-inquests-verdicts-delivered-11240268
Vörn liðsins hefur verið að virka betur með Sakho og Lovren í miðju varnar og spurning hvort þetta hefði spilast öðruvísi hefði Sakho verið með í dag? Ein leið í blóraböggulsleit er að líta til hans þar sem leikmaðurinn var augljóslega að gera eitthvað sem ég vona að standi skýrt og greinilega í samningnum hans að hann eigi ekki að gera, þ.e. að finna sér sjálfur fæðubótarefni til að taka.
Mér þykir fáránlegt hve oft þetta hefur komið upp síðustu ár að leikmenn séu að velja sér sjálfir fæðubótarefni án þess að félagið sé með í ráðum.
Stór partur af nútíma afreksíþróttamennsku er næring og ég ætla rétt að vona að félög séu að láta leikmenn fylgja sínum næringarráðleggingum og lyfjainntöku, liðin eru með mjög fært fólk í vinnu hjá sér við að huga að heilsu og afkastagetu leikmanna sinna.
Komi jákvætt B sýni fram er það eina rétta í stöðunni að rifta samningi við leikmanninn og leita á önnur mið þar sem þetta getur ekki verið annað en skýrt samningsbrot sem hefur gríðarleg áhrif á liðið og verður að vera fordæmisgefandi.
Þvílík heimska!
þvi er þetta ekki rekið fyrir opnum tjoldum? ad vid faum ad vita hvada pillur surturinn tok? var þad omeðvitad eda asetningur? ef um oviljaverk var ad ræða er tveggja ara bann harður domur.
Surturinn?
Jæja.
“Surturinn”!
Þú átt að vita að þessi ummæli eru rasísk og niðurlægjandi fyrir þeldökkt fólk.
Ef þú veist það ekki ertu líklega fáviti.
Ef þú veist það ertu örugglega rasisti.
Svo er spurning hvort þú sért ekki bara hvoru tveggja?