Ég bjóst alveg við miklum breytingum frá því á fimmtudaginn en að sjá 8 breytingar og Skrtel sem fyrirliða er meira en ég átti von á….
Hvað um það, Klopp stillir þessu svona upp:
Ward
Clyne – Skrtel(c) – Lovren – Smith
Stewart – Chirivella
Ibe – Coutinho – Ojo
Sturridge
Bekkur: Mignolet, Benteke, Lallana, Lucas, Brannagan, Teixeira.
Alltaf gaman að sjá ungu strákana fá sénsinn, sérstaklega Ojo sem hefur verið virkilega sprækur í þeim leikjum sem hann hefur fengið.
Við eigum alveg að geta unnið þetta Swansea lið með þessu liði, vonandi að Coutinho og Sturridge verði á tánum í dag.
YNWA
Ég vona svo innilega að Ibe verði maður leiksins og við sleppum við að eyða 30milljonum punda í einhvern ” góðan”
Annars spá ég 3-3 Gylfi með 2 og Klopp knúsar hann í lok leiksins og spyr hvað hann sé með i laun hjá Swansea.
Áhugavert lið og spennandi að sjá hvernig þessi leikur þróast. Komi menn inn í þennan leik með sama hugarfari og gegn Everton þá verð ég bara sáttur. Það eru margir leikmenn Liverpool sem fá frábært tækifæri til að sýna sig og sanna í lokaleikjum þessa tímabils. Það er reyndar bæði gott og slæmt enda eingöngu í boði vegna stöðu okkar í deildinni. Hins vegar ótrúlega gott fyrir Klopp að sjá menn í alvöruleikjum og finna út hverjum skal halda og hverjum ekki. Stewart og Chirivella þurfa vafalítið að hafa svolítið fyrir hlutunum í dag, en þetta eru spennandi strákar sem gaman verður að fylgjast með. Svo væri bara flott ef Skrtel borgað til baka skuld sína frá síðustu innkomu og Ibe sýndi sitt rétta andlit.
YNWA
Einungis 6 á bekknum. Er liðið búið með alla unglingana sína? 🙂
Og Skrtel fyrirliði..Hann var þá kannski ekki bannfærður eftir allt saman.
Úff…þetta val á liði getur vel bitið Klopp svakalega.
Tveir reynslulausir sem aðal saman á miðjunni.
Eins gott að þeir standi sig strákarnir, rosalegt traust sem þeir fá þarna.
Yfirleitt setja menn einn nýliða með reynslubolta en þarna koma þeir bara tveir í kippu reynslulitlir og blautir bak við eyrun.
Að öðru leiti lítur liðið ágætlega út, go reds!….og hárprúður samhljóðinn fyrirliði 🙂
Ungt og spennandi lið. Samt að mínu mati sorglegt að Skrtel sé fyrirliði og vona að þetta sé hans síðari leikur fyrir félagið. Vildi frekar gefa td Llori tækifærið
Einhver með live stream á leikinn?
https://www.reddit.com/r/soccerstreams/comments/4h8hwg/match_thread_1100_gmt_swansea_city_vs_liverpool/
Dominoshelgin.is
Úff ætla okkar menn ekkert að mæta í leikinn?
Enginn taktur í liðinu…endalaust verið að tapa boltanum….ekki sannfærandi á fyrstu 15 mín
Klopp er orðinn flopp.
Ég held að þetta sé slappasta byrjum leiks á tímabilinu…
Frábær dekkning hjá Sturridge
Ward lélegur að taka ekki þessa fyrirgjöf.
Annars sammála um að þetta eru lélegustu fyrstu 20 sem ég hef séð á þessu tímabili.
Menn verða aldeilis að rífa sig upp ef þeir ætla ekki að verða klúbbnum og stuðningsmönnum til skammar. Þetta er effing Swansea, með fullri virðingu fyrir þeim.
Ætla að vona það að sturridge byrji þennan leik þýði ekki það að hann byrji a bekknum a fimmtudaginn. Þurfum virkilega a honum að halda gegn Villareal
Ward að bjarga marki…
Get ekki séð að Sturridge sé að byrja þennan leik- frekar en aðrir í rauðu.
Klopp er held ég að taka lengsta preseason sem liðið hefur spilað.
ha ha góður Daníel 🙂
Öflugir kjúklingarnar okkar á miðjunni……ehemm…
Þetta er bara burst!!!
Úff 2-0 eftir 30 mín
Fallegt að sjá fótboltasamfélagið koma svona saman til að minnast Hillsborough þessa helgina.
En að leiknum þetta stefnir í eitthvað vandræðalegt rúst ef að þetta heldur svona áfram.
Þetta fer svona 5-0 Því miður 🙁
Erum við að horfa á þesssa hefðbundu Liverpool rassskellingu þessa vors?
Svo sem ekkert verra að fá bara að vita í alvöru leik hverjir eru með það sem þarf fyrir tiltekt sumarsins
Það er jákvætt að Ward er að standa sig vel!
Veit ekki hvort er verra að við erum að tapa leiknum eða hlusta á Henrý Birgi lýsa honum!?
2-0 í hálfleik? Leikurinn er augljóslega búinn. #southampton #newcastle
Fínn þulur hjá Sport 2 núna, er ekki að skemma leikinn eins og sumir hjá þeim gera of oft
halfleiksræðan hja klopp verður svakaleg og við vinnum 4-3
Því miður eru guttarnir á miðjunni ekki mættir, erfiður dagur hjá þeim fram að þessu. Þetta á svo sem við um flesta leikmennina hjá okkur en vonandi hressast menn þegar á líður. Svo held ég að það væri gott ef dómarinn teldi leikmennina, held að þeir séu of margir í Swansea
YNWA
Þvílík skelfing, er til of mikils ætlast að leikmenn leggji sig fram ? Vörnin og miðjan skelfileg
#29 Góður punktur Daníel.
Samt ágætt að benda á þá staðreynd að Liverpool var YFIR í hálfleik í þessum tveimur leikjum. En jú, leikurinn er ekki búinn fyrr en eftir 90 mínútur.
Þessi leikur virkar eins og æfingarleikur í júlí.
Ákefðin er ekki mikil, það er bleita á vellinum og menn eru að passa sig að meiðast ekki og er greinilegt að það er ekki mikið undir fyrir bæði lið.
Heimamenn vilja þetta meira og þegar liverpool stillir upp ungu gaurunum þá er Swansea liðið einfaldlega ekki síðra enda á Swanse miðsvæðið.
Ég held að leikurinn síðasta fimmtudag og næstkomandi fimmtudag hefur mikil áhrif á liverpool liðið í dag.
Selja þennan Lucas Leiva…hann getur ekkert 😉
já og Allen er búinn að vera ömurlegur, hefur ekki sést í leiknum!
Setja Lucas inn fyrir spánverjan unga á miðjunni, við erum enfaldlega udir á miðjunni, vörnin búin að vera fín og það hefur ekkert reynt á sóknina.
Sælir félagar
Fótboltinn sem Liverpoolmenn buðu uppá í fyrri hálfleik hæfir liði í stöðu eins og Aston Villa en ekki liði sem telur sig vera meða þeirra bestu. Frmmistaða Lovren í fyrra markinu var í annarar deildar klassa og svo aftur á 28. mínútu þegar Swansea maðurinn skalllaði yfir markið eftir ömurlega varnarvinnu Lovren. Lovren búinn að vera í þessum leik eins og þegar hann var að spila hvað verst á síðustu misserum.
Kjúklingarnir á miðjunni ásamt Ibe verða að fara útaf ef ekki á að fara enn verr. Þetta er búið að vera ömurlegt hjá okkar mönnum og getur varla versnað í seinni hálfleik. Fá Lallana, Leiva og ??? strax eftir hléið
Það er nú þannig
YNWA
Þetta unglingalið er ekki að ná í stig!!!!!!!! Sorry Klopp!!!!!!
“If ever a free kick summed up a half of football.”
Kristian Walsh (Liverpool Echo)
Hvernig nenniði að pirra ykkur yfir þessum leik ?
Hvenær ætlar Ibe að læra að það eru engin verðlaun fyrir fjölda snertinga á boltann?
Djöfull þoli ég ekki svona skitu…..og mönnum á aldrei að vera sama.
YNWA
Carraghe alltaf flottur, frábært tvít frá honum í hálfleik:
“Easy to criticise the inexperienced lads in midfield, what about the experienced ones in front & behind them!”
Miklu betra samt.
Vandað Benteke! Jæja Studge, ætlarðu að láta Big Ben toppa þig í þessum leik?
Big Ben!!!!!!
Flottur Lucas
Lugas Leiva
Lucas Leiva
guð minn góður
Gylfi var að dekka Benteke þarna í hornspyrnunni ójafn leikur þar hann losaði sig auðveldlega við Gylfa og stangaði hann í netið
Það rýkur úr Klopp árunum…Lucas að stimpla sig út.
“That is the worst mess of a goal I think I’ve ever seen Liverpool concede.
First Lucas is caught in possession, then the Reds spurn two or three chances to clear and Ayew’s shot squirms under Ward.
It’s so poor, it’s unbelievable.”
James Pearce, Liverpool Echo
æi, Brad Smith farinn út af það. Hann sem er búinn að vera svo frábær í dag!
það má búast við ansi mörgum nýjum leikmönnum i sumar
Of miklar breytingar á liðinu og ljóst að breiddin í hópnum ræður ekki við þessar breytingar. Hinsvegar skiptir þessi leikur ekki miklu miðað við leikinn sem er á fimmtudag og ljóst að þar er allt sett undir. Vonandi gengur það upp hjá klopp.
Búast við ansi mörgum nýjum leikmönnum segið þið:
Klopp – my Liverpool squad is much better than everybody thinks
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/klopp-liverpool-squad-much-better-11267960
Ekki rugla saman tilfinningahlöðnum vonbrigðum með einn leik sem fer úrskeiðis við heildstætt mat á hæfileikum.
Liverpool var mun sterkara í seinni hálfleik, skoruðu gott mark og voru á leið með að yfirtaka leikinn þegar þeir fá á sig þetta margfalda slysamark. Fúlt já, en ekki dómur um neitt. Rífum okkur upp og horfum á aðeins stærri mynd en akkúrat það sem er núna fyrir framan augun á okkur. Undanúrslit í Evrópudeild framundan, lykilmenn af öllum svæðum meiddir eða í banni og miklar og augljósar framfarir síðan Klopp tók við.
Jæja, eru einhverjir hér sem vilja frekar Ward en Mignolet í markið á fimmtudag ? Mitt mat er að Mignolet sé betri kostur.
#59 Ward verður ekki dæmdur af þessum leik. Liðið fyrir framan hann var ekki með í dag.
Enginn að efast um að liverpool se á réttri leið. Liverpool á fínt byrjunarlið en mætti alveg bæta við 2- 3 mönnum sem styrkja það ennfrekar. Miðað við leikjafjölda þá er ekki boðlegt að geta aðeins boðið uppá þessa leikmenn sem voru að spila i dag. Það voru ansi margir að spila i dag sem ekki kæmust fyrir á bekknum hjá Swansea.