Englandsmeistarar Leicester!

Þetta var bara að gerast. Í alvöru:

Jafntefli Tottenham gegn Chelsea í kvöld þýðir að LEICESTER CITY eru Englandsmeistarar í knattspyrnu karla!

Þetta er ótrúlegur árangur. Svo magnað að maður hefur haft hálft tímabilið til að venjast tilhugsuninni og nær því ekki enn. Liðið var nánast dauðadæmt á botni deildarinnar fyrir 14 mánuðum áður en magnaður lokasprettur lyfti þeim upp úr fallsætunum. Síðasta sumar mætti svo Claudio gamli Ranieri á svæðið og liðið bara hélt áfram að vinna … og vinna … og vinna.

Og nú eru þeir Englandsmeistarar.

Það er ekki hægt annað en að óska Refunum innilega til hamingju með þetta. Þetta lið var einfaldlega besta liðið í vetur!

27 Comments

  1. Ótrúlega skrýtin tilfinning að gleðjast yfir því að annað lið en Liverpool vinni deildina, virkilega góð tilfinning, þið næst Liverpool!

  2. Þetta eru æðislegar fréttir fyrir fótboltann og þetta lið var það eina í toppbaráttunni sem ég gat hugsað mér þennan titil fyrir utan okkar menn.

    Sjöfallt húrra fyrir þeim .

  3. Ótrúlegt! Þetta er eitt alstærsta íþróttaafrek sögunnar. Djöfull væri gaman að vera í borginni næstu tvær vikur eða svo!

  4. Alveg magnaður árangur hjá Leicester, og verðskuldað að þetta afrek þeirra fái sérstaka færslu hér – þótt þetta séu mótherjar LFC!

    Svona nokkuð á líklega ekki eftir að gerast aftur á næstu árum/áratugum, að “lítið” lið með litla peninga komi, sjái og sigri öll stóru liðin í erfiðustu deildarkeppni heims.

    Ég er líka sérstaklega ánægður fyrir hönd Ranieri, en fæstir skyldu nokkuð í ráðningu hans á sínum tíma. Mig minnir að einn pistlahöfunda hér hafi einmitt furðað sig á þessu og spá því að þetta væri upphafið að endalokum þess klúbbs 🙂

    Svo ekki sé talað um alla sérfræðingana fyrir tímabilið:
    http://www.skysports.com/football/news/11712/10261287/what-the-pundits-said-about-leicester-in-pre-season-before-premier-league-title-win

    Vonandi halda þeir í alla sína bestu menn – Kasper, Kante, Vardy og Mahrez, auk hinna auðvitað – og geri gott mót í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Leicester vs. Barcelona, það verður nú eitthvað !!

    Homer

  5. Þetta er frábært fyrir fótboltan í heiminum.
    Þú þarft ekki að eyða fullt af peningum til að verða meistari. Vera bara með réttu menni og réttan hugsunarhátt.

    Áfram Liverpool

  6. Algjörlega frábært og ekki hægt annað en að samgleðjast Ranieri og co innilega með stórkostlegt tímabil. Vel gert!

  7. Já eða Leicester vs liverpool í 8 liða úrslitum í Meistaradeildinni Homer. ???

  8. Sæl og blessuð.

    Ég spáði því í haust að Chelsea yrðu meistarar. Líkti þeim við þýsksmíðaða vél sem aldrei hikstaði né hökti. Svo kom annað á daginn. Og auðvitað fregnir úr annarri átt sem bentu til þess, að þessar þýsku maskínur eru ekki jafn þýðar og maður hélt og aðrir bláliðar stóðu uppi með pálmann í höndunum!

    Þetta er magnað ævintýri og olíusmurðar vélarnar í ,,stóru liðunum” reyndust ekki eins áreiðanlegar og maður hélt. Nú getur hreinlega allt gerst. Eða maður leyfir sér að halda það!

    Þjóðverjinn okkar á vonandi eftir að setja saman rétta hópinn af vinnusömum hæfileikapiltum. Það verður lagerhreinsun í sumar og svo byrjar fjörið þegar leikannakaupin hefjast!

    Enn eina ferðina… (suk)

  9. Þetta er frábært fyrir fótboltan og segjir manni að penningar eru ekki áskrift að titlum heldur er hægt að vinna sterka deild með skipulagi, liðsheild og dugnaði.

    Það er samt lítil púki í mér sem hugsar tilbaka um nokkur hörku liverpool lið sem hefðu átt möguleika á að vinna titilinn en nýttu sér það ekki. Maður hugsar um Liverpool legends eins og Gerrard, Fowler og Carragher sem fengu aldrei þennan titil á meðan að Vardy og félgar fagna.

    Ég vona bara að Klopp nái að rífa okkar lið upp og gera þá að meisturum á næstu árum og hann bað um að við trúum á hann og strákana og sveimi mér þá ég ætla að gera bara nákvæmlega það 🙂

  10. “Manchester United have spent more on new players in the two-year reign of their current manager than the new champions have in their entire 132-year existence.”

  11. Ég hef haldið innilega með Leicester undanfarið, en á ekki eitthvað lyfjahneyklsi eftir að koma fram? Þetta á í raun ekki að vera hægt.

  12. Ég var búinn að segja það fyrir tímabilið að nafnið á liðinu sem yrði meistari byrjaði á L og væri 9 stafa langt.

  13. Varðandi þessa lyfjatillögu. Urðu þeir meistarar afþví að þeir hafi líkamlega yfirburði yfir önnur lið? Þykja þeir sterkari líkamlega en önnur lið? Eru þeir fljótari að hlaupa en önnur lið? Eða eru þeir með yfirburða hlaupaþol framyfir önnur lið?
    Það er allavega ekki eitthvað sem ég hef séð á þeim eða neina tölfræði sem styður það.

  14. Þetta er auðvitað ekkert minna en alveg geggjað! Stórkostlegur árangur og verður hugsanlega aldrei leikið eftir!

    En… þetta fær mann til að hugsa um tímabilið 2013-2014 og maður hreinlega getur ekki annað en grátið yfir því að við höfum ekki náð að landa titlinum þá.

    Ég er alveg harður á því að ef við hefðum haft reynslumeiri þjálfara það tímabil (t.d. Rafa Benitez eða King Kenny Dalglish) þá hefðum við klárað deildina.

    Ég meina kommon, við vorum með eitt besta framherjapar Evrópu, þar sem annar þeirra, Suarez, var hugsanlega besti fótboltamaður í heimi og hinn, Sturridge, var algjörlega frábær. Gerrard einnig í snilldarformi og Coutinho og Sterling að standa sig mjög vel.

    En nei… hinn sjálfumglaði Brendan Rodgers gat ekki landað þeim stóra, þrátt fyrir eitt besta fokking sóknarlið sem við höfum nokkurn tímann átt.

    Já ég veit… ***FOKKING BITUR.IS***

  15. Annars myndi ég nánast drepa fyrir podcast fyrir Villareal-leikinn 🙂

    Áfram Liverpool og áfram kop.is.

  16. Já, svona gerast ævintýrin. Til hamingju með þetta allir þið sem haldið með Leicester. Besta niðurstaðan úr því Liverpool náði ekki dollunni. Í gegnum tíðinia hafa engir smá kallar leikið með Leicester. Eitthvað gæti þetta lið::
    Markvörður: Gordon Banks (1957-67)
    Varnamenn: Wille Gunningham (1954-60), John O’Neill (1977-87), Wes Morgan (2012-16)
    Miðjumenn: Gary Mc Allister (1985-90), Robbie Savage (1997-2002), Riyad Mahrez (2014-16)
    Sóknarmenn: Arthur Rowley (1950-58), Gary Lineker (1978-85), Jamie Vardy (2012-16).
    Í liðinu gætu líka verið: Peter Shilton, Graham Cross, Garry Parker, Emile Heskey, N Golo Kanté og margir fleiri snillingar sem hafa leikið í þessu annars ágæta liði. Svo má ekki gleymaJóhannesi Karli Guðjónssyni sem lék með liðinu ein tvö tímabil við góðan orðstýr.

  17. það sturlað að lessster se meistar. vel gert hja þeim. en nu styttist i að 30 ar seu liðin fra okkar siðasta titli. miðað við allan mannskapinn sem við hofum keypt sl. 25 ar er það storundarlegt að svona stor klubbur skuli ekki hafa amk 2-3 titla i skapnum. margar heimskulegar akvarðanir og eg geng svo langt að stora sokin liggi hja David Moores. Hann virkar svona við stutta athugun sem ihaldssamur aumingi sem hafði i raun ekki efni a að eiga svona storan klubb. amk. timdi fiflið engu. þad er oþarfi að syna þeim manni nokkra virðingu. ræfill.

  18. #21
    Þarna hittir þú naglann i höfuðið. Moores gerði Liverpool ennþá meira grikk að selja það til bandarísku bakkabræðra Hicks og Gilletts . Ekki voru þeir betri.

  19. Til hamingju Leicester!!! Það besta sem gat komið fyrir ensku deildina. Og áfram ber hún höfuð og herðar yfir hinar deildirnar.

    og öll hugsum við til tímabilsins þegar framherjinn okkar skoraði 31 mark og hinn setti 20 og við klúðruðum því á ömurlegri vörn , handónýtum markmanni og getulausum þjálfara. Það er ekki nóg að vera bestir, þarft að leggja þetta rétt upp, Rodgers.

  20. Sælir
    Virkileg glaður fyrir hönd Lecester en þessi saga gæti alveg verið til okkar lið til fyrirmyndar. En ég held þetta sýnir fram lið eins og Liverpool sem eyða milljónum í leikmannakaup að þeir hafa enga afsökun ef þeir verða í minnsta kosti ekki baráttu í efstu sætunum. Sérstaklega ekki ef Liverpool verður ekki í Evrópu.

  21. Það verður áhugavert að sjá hvort liðið geti fylgt þessu eftir á næstu leiktíð.Þá bætist meistaradeildin við og mun meira leikjaálag á liðið

    En þetta var ótrúlegt hjá þeim og vonandi er röðin kominn að okkur á næsta ári – þessi eyðimerkurganga hlýtur að fara að taka enda.

    það yrði samt sætt að landa Europa league-titlinum og hressa aðeins upp á stuðningsmennina
    sem fylgja þessu liði aftur og aftur,þrátt fyrir litla uppskeru undanfarin ár.

  22. Til gamans má geta þess að kop.is spáði því að Leicster myndi halda sér í deildinni – sem stóðst. En sætið sem úthlutað var Leiscter í spánni var 17. sætið.

Swansea – Liverpool 3-1

Villarreal á morgun