Nokkuð ljóst að Klopp lagði upp með það lið sem hann hugsar sem byrjunarlið í úrslitaleiknum. Hann var svo gott sem búinn að gefa það út fyrir leik. Mögulega tókst þó einhverjum þeirra að spila sig út úr þeim plönum með frammistöðu sinni í kvöld.
Mignolet
Clyne – Lovren – Touré – Moreno
Lallana – Milner – Can – Coutinho
Firmino – Sturridge
Bekkur: Bogdan, Skrtel, Smith, Lucas, Allen, Ojo, Benteke.
Fyrsti hálftíminn var meira eins og létt æfing frekar en venjulegur Liverpool – Chelsea slagur. Varnarleikur okkar manna var reyndar eins og æfingin væri búin er Hazard dansaði allt of auðveldlega framhjá nánast öllum leikmönnum Liverpool og nokkrum áhorfendum og kom Chelsea yfir. Okkar menn augljóslega með hugann við annan leik í fyrri hálfleik, skammarlega máttlausir.
Liverpool hafði reyndar frumkvæðið framan af leik og voru líklegri til að skora en Chelsea skoruðu auðvitað úr sinni fyrstu alvöru sókn og voru töluvert sterkari sem eftir lifði af fyrri hálfleik.
Nokkuð ljóst að Klopp og Buvac voru að fara kveikja á hárblásaranum í hálfleik. Frammistaða flestra ekki boðleg.
Seinni hálfleikur var endurtekning af því sama og áhugaleysi okkar manna fyrir þessum leik ekki þess virði að fjalla um það eitthvað ítarlega. Fljótlega í seinni hálfleik var maður farinn að óska eftir því að fá inná leikmenn sem eru ekki öruggir um sæti í byrjunarliðinu eftir viku en Klopp lét byrjunarliðið spila tæplega 75.mín er hann henti Benteke og Allan inná. Stuttu seinna kom Ojo og það var hann sem sendi fyrir á Benteke í uppbótartíma. Benteke gat ekki annað en skorað og enduðu leikar 1-1 í verulega áhugalitlum leik.
Þar með kveðjum við Anfield þetta tímabilið en eins og allir vita skiptir þessi leikur nákvæmlega engu máli takist okkar mönnum að vinna eftir viku. Það er fyrir löngu búið að setja allann fókusinn á Europa League og aðrar bikarkeppnir og þar verður allt undir.
Aðalatriði í dag er að það meiddist enginn (svo við vitum), vonandi spilar enginn þessara leikmanna leikinn gegn W.B.A.
Maður leiksins:
Eini leikmaður Liverpool sem kemst á blað er Mignolet, hann bjargaði ágætlega nokkrum sinnum, ekki að Chelsea hafi verið í einhverri stórsókn í þessum leik. Ojo og Benteke fá einnig kudos fyrir jöfnunarmarkið.
Maður leiksins var samt auðvitað Edin Hazard, hann ákvað bara allt í einu að vera Edin Hazard í kvöld, bölvaður.
9 mark Benteke í deildinni í vetur. Nokkuð gott miðað við allt. 1-1 líklega sanngjörn úrslit eftir allt saman gott að koma til baka.
Er ojo búinn að assista 4 leiki í röð eða hver er tölfræðin hans. Þessi drengur skapar alltaf einhvað !. Virkilega gott að ná að jafna og halda anfield recordinu áfram
Æ, mikið var nú gott að fá þetta jöfnunarmark. Ég beið og beið eftir Ojo allan seinni hálfleik. Vildi fá hann inn á miklu fyrr.
munur að fá einhvern sem getur gefið fyrirgjafir sem eru ekki fallbyssuboltar !!
Byrjuðum ágætlega og vorum ekkert alslæmir.
Málið er bara að Eden Hazard er kominn í þrusuform. Við höfum engan leikmann sem er nálægt hans klassa. Þar lá munurinn.
Emre Can átti skelfilegan leik en kemur vonandi tvíefldur til baka í úrslitaleikinn.
Flott að ná að jafna. Eigum ekki að tapa á heimavelli.
Off to Basel now!
Áfram Liverpool!
Flott að tapa ekki úr þessu. Annars var þetta leikur þar sem bæði liðinn fengu nokkur ákjósanleg færi til þess að skora og ætli jafntefli hefði ekki verið sangjart.
Gott fyrir strákana að fara ekki í úrslitaleik með tap á bakinu en við munum sjá nýtt lið af unglingum um helgina.
Númer 1,2 og 3 var samt að engin meiddist og gaman að sjá Allen, Benteke og Ojo koma sterka inná og bjarga þessu stigi.
Hvorugt liðið var að selja sig dýrt í þessum leik og var leikurinn því dálítið opinn og bæði lið að sækja á mörgum mönnum nema Chelsea síðustu 20 mín þegar þeir pökkuðu í vörn og keyrðu hratt á okkur.
Staðan er núna þannig að liverpool er stigi á eftir Southampton sem er í 7.sæti og þremur stigum á eftir West Ham sem eru í 6.sæti. West Ham á erfiðan Stoke leik en ég tel að Southampton tekur Palace sem eru með hugan við bikarinn. Svo að 8.sæti verður líklega okkar sæti í vetur en ef Evrópubikar kemur í hús og meistaradeildarsæti þá verður þetta eftirminnlegt tímabil og vonandi bara byrjuninn á því að Klopp rífur þetta lið okkar upp í hæðstu hæðir á ný.
Stigið var aldrei í hættu eftir að Benteke kom inná
“Eini leikmaður Liverpool sem kemst á blað er Mignolet, hann bjargaði ágætlega nokkrum sinnum, ekki að Chelsea hafi verið í einhverri stórsókn í þessum leik.” Halllóóó, er möguleiki á að einhver annar markmaður hefði fengið betri umsögn fyrir það hreinlega að bjarga okkur frá smán! Bjargaði ágætlega……..bíddu einn á móti einum og glæsilega bjargað myndi ég segja. Annars mjög undarlegur leikur í alla staði, sérstök dómgæsla án þess að það kæmi beint að sök eða hefði úrslita áhrif og þögull völlur. Nú er bara fyrir varaliðið að klára síðasta deildarleikinn og svo ætla ég rétt að vona að við klárum lokaleikinn með stæl. Ef ekki þá er þetta hörmungartímabil hjá Klopp og illa upp lagt.
YNWA
Ömurleg frammistaða ! Næst er það W.B.A og vonandi fá leikmenn að spila þar sem vilja spila sig inní liðið á móti sevilla, og sýna það ! Spáið þið í hugarfar leikmanna okkar sem unnu oft tvöfalt og þrefalt 1978-1989 . Það voru hermenn !
Þetta stoðsendinga-run hjá Ojo er alltaf að verða flottara og flottara. Sá er aldeilis búinn að stimpla sig inn. Mér finnst hann löngu hafa unnið sér það inn að vera í hópnum í úrslitaleiknum, a.m.k. á bekknum, á síður von á honum í byrjunarliðið. Hann virðist líka kunna því vel að koma inn af bekknum. Ég er líklega spenntari fyrir honum heldur en Sterling á sínum tíma, vonum bara að hann verði lengur.
Líka sáttur með að Big Ben hafi náð að skora. Hann virðist líka kunna ágætlega við það að koma inn af bekknum og á það til að breyta leikjum. Bara spurning hvort hann sættir sig við það hlutverk til lengdar.
Ferlegt að sjá hvað nýju búningarnir eru ljótir um axlirnar. Virkaði næstum því eins og púffermar hjá sumum leikmönnum. Þetta þarf að laga.
Ojo-4 stoðsendingar í 7 leikjum
Depay-0 stoðsendingar í 28 leikjum
Lallana fannst mér olikur sjálfum sér en Liverpool var samt með togl og haldir í þessum leik fyrir utan Hazard. Bettaði á jafntefli þegar 10 mín voru eftir sem borgaði fyrir bjórinn. Ynwa!
Ég var greinlega að horfa á einhvern annan leik en flestir hér fyrir ofan. Liverpool skapaði sér bara slatta af færum í þessum leik og mér fannst hann vel spilaður af beggja hálfu og í háum standard. Chelsea auðvitað þrususterkir þó þeir séu á undarlegum stað í töflunni. Halda menn virkilega að við séum núna bara að fara að valta fyrir öll sterkustu liðin í ensku deildinni eins og að drekka vatn….
#14, celski er ekki eitt af sterkustu liðunum í deildinni, þeir eru með 49 stig. Sunderland vann þá í síðustu umferð. Ég geri bara þá kröfu um að leikmenn leggji sig fram í leikina, þeir gerðu það ekki í kvöld, en þeir geta bætt upp fyrir þessa skitu með því ð vinna leikinn 18 maí.
Siggi 14. Algjorlega sammla . Chelsea var með einn leikmann sem skapaði allt og lanbesti maður vallarins.
Kannski óvenju mikið um klaufalegar sendingar en fyrir mér var einn leikmaður hjá okkur sem sýndi enn og aftur ad líf er eftir dauðann!!
Kolo Kolo Kolo Kolo Kolo Kolo Kolo Toure!!
Við elskum hann allir, ekki hægt annað eða eru menn að gráta Sakho enn? Kolo hefur heldur betur stigið vel inn og ekki er tad sjálfsagður hlutur.
Tölfrædin eftir leik sýnir nú og sannar að ekki vantaði tilraunir á markið en fyrsta markuð var geggjað og breytti leiknum en karakter ad jafna og mikill léttir. Hata að tapa fyrir Chelsea!!
Eg held að enginn hafi spilað sig ur liðinu og menn verða að gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins eftir viku og menn eru ekki að fórna limum fyrir svona leik.
Sammala með Mignolet i kvöld. Flottur leikur fyrir utan stórundarlega ákvörðun tegar hann hætti vid ad fara i boltann og fyrir vikið var hann varnarlaus en ömurlega klárað færi bjargaði thvi ad menn eru ekki að hakka hann i sig núna. Sem betur fer.
Og smá i lokin. Hversu ömulegt getur Everton verid? Var að vonast eftir sigri en nei 3-0 og Rafa fallinn!!! Ræflar og hver var i hjarta varnarinnar ? Maðurinn sem slátradi Origi. Tad má reyna að taka löppina af mönnum og spila næstu leiki en ekki taka inn megrunar lyf!!
YNWA
Ég var orðin Pirraður á hversu illa Liv lék, lélegar sendingar og hversu máttleysislegt liðið var, virkuðu þreittir og vantaði allan neista. Það vita eflaust sumir að þeir eru að fara.?
#17 mikið er ég feginn að vera ekki með þann eiginleika að pirrast og vera í krónískri fýlu yfir leik sem er einungis ætlaður sem smá “fínpússun” fyrir komandi úrslitaleik. í alvörunni talað geturu ekki haft gaman af þessu ?
Vantar svakalegt pace í þetta lið hjá okkur, öll miðjan okkar samanstendur af gaurum sem gætu ekki náð Hazard þótt hann væri á 80% hraða.
Eins teknískir og frábærir Coutinho, Lallana og Firminhio eru, þá vantar okkur svakalega einhverja gæja sem skilja varnarmenn eftir í ryki þegar að þeir taka á sprett.
Ég er virkilega ánægður með þetta jafntefli. Það er alltaf frábært að koma til baka í leik sem við erum undir og enda sem hæst í deildinni hlítur að vera metnaðarmál fyrir okkar menn. Skil vel að þetta var leikur sem ekkert var að keppa að fyrir bæði lið og því erfitt að ná einbeitingu fyrir leik.
Ég er þeirrar skoðunar að við eum EKKI að losa okkur við Benteke heldur að aðlaga hann að okkar leikstíl og spila meira inn á eiginleika hans. Það kom vel fram í þessum leik hvað hann getur verið notadrjúgur og virkilega góður möguleiki fyrir liðið. Mér fannst hann hafa verið óhepppinn í vetur. Hann kom sér í færin en geigaði fáranlega oft bogalistinn.
Ég er líka ánægður með að Einar velji Mignolet sem mann leiksins því mér hefur ekki fundist hann hafa fengið hrós þegar hann er að standa sig. Það er auðvitað mest honum sjálfum að kenna vegna þess hvað hann er mistækur inn á milli.
Sælir félagar
Grasmaðkurinn Hazard skoraði frábært mark og er kominn í það form sem hann hefur ekki verið í, í allan vetur. Þar fyrir utan var enginn í Chelsea liðinu sem sýndi nokkurn lit fyrir utan markmanninn sem varð ansi oft fyrir skotum okkar manna.
Í Liverpool liðinu stendur Minjo upp úr. Þar fyrir utan virtist Can vera sá eini sem hafði áhuga á að vinna þennan leik. Sturridge nennti þessu aldrei allan leikinn. Verulega leiðinlegt að horfa uppá þetta hjá báðum liðum þar sem, merkilegt nokk, markmennirnir voru í aðalhlutverki þrátt fyrir áhugaleysi leikmanna. Ekki skemmtilegt í lokaleik leiktíðarinnar á Anfield.
Það er nú þannig
YNWA
Núna stendur yfir svokölluð uppskerahátíð Liverpool. Bæði leikmenn og stuðningsmenn völdu Coutinho leikmann ársins.
Can var valinn efnilegastur.
Er algerlega sammála með Can. Ekki alveg jafn sannfærður með Coutinho. Fannst Can, Lovren og Milner alveg eins eiga það skilið.
#22 , Lovren hefði getað unnið “mestu framfarir” og Milner “mesti stöðugleikinn”. JM átti mjög gott tímabil og klárlega einn af leikmönnum tímabilsins.
Coutinho átti soldið til að týnast í sumum leikjum, gat verið stórkostlegur í einum leik en MOA í þeim næsta. Þegar hann var on, þá var hann algerlega frábær, svona eins og Gunnar Nelson 🙂 Hann var auk þess valinn með bestu frammistöðu í leik og besta markið og kannski hafa menn verið að kjósa flair umfram boring stability. En Hames Milner hefði alveg getað tekið þennan titil, sammála því.