Michael Owen mun skrifa undir tveggja ára samning [samkvæmt BBC](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/3862517.stm).
Þetta eru náttúrulega frábærar fréttir því Owen verður án efa brjálaður í að sanna sig næsta vetur í því að hann sé
1. Besti enski framherjinn
2. Besti framherjinn hjá Liverpool
Á EM2004 hafa nefnilega komið fram ansi margar efasemdir um Owen. Bæði telja menn að Wayne Rooney, sem átti tvo góða leiki á EM sé betri framherji en Owen og einnig eru margir sem telja að Cisse og Baros séu jafnvel betri framherjar en Owen.
Owen vill ábyggilega sanna sig og einsog alltaf, þá er ég sannfærður um að hann mun hafa alla gagnrýnendur sína að fíflum. Við skulum ekki gleyma því hversu oft Owen hefur verið afskrifaður.
Nákvæmlega! Ég er sammála því sem Ian Rush sagði í dag, að tilhugsunin um Owen, Baros og Cissé í hatrammri baráttu um sæti í byrjunarliðinu er nóg til að fá mann til að slefa!
Þetta tímabil bara hlýýýtur að verða gott … sérstaklega ef við virðumst vera að fara að fá quality-leikmenn á miðjuna með Gerrard, Kewell og Murphy (sem ég held að verði kjarni miðjunnar hjá okkur, þótt Murphy verði ekki byrjunarmaður). Ef kallinn er t.d. að versla eins og Davids, Hargreaves og Van der Vaart þá erum við í góóóðum málum. :biggrin: