(Nýjustu uppfærslur birtast efst)
17:30 (Óli Haukur):
Byrjunarliðið er komið!
Mignolet
Clyne – Lovren – Touré – Moreno
Lallana – Milner – Can – Coutinho
Firmino – Sturridge
Bekkurinn: Ward, Benteke, Henderson, Lucas, Allen, Origi og Skrtel
Ekki mikið sem kemur á óvart þarna og þrusu sterkt lið hjá Liverpool! Það styttist í þetta!!
17:20 (Óli Haukur):
Klopp er greinilega líka orðinn þreyttur á að bíða! 🙂
Waiting like…. pic.twitter.com/kNxA3uu4Ms
— Sarapalooza (@lostinagroove) May 18, 2016
16:26 (Kristján Atli): Nú eru tæpar 90 mínútur í byrjunarliðin, rúmlega tveir tímar í leikinn sjálfan. Það er svo sem ekki mikið að frétta en maður er að heyra óljóst slúður að utan um að Divock Origi gæti jafnvel byrjað leikinn í kvöld á kostnað Daniel Sturridge. Það yrði óvænt, jafnvel þótt Origi sé heill og hafi staðið sig vel í vor trúi ég varla öðru en að okkar besti leikmaður verði í liðinu í kvöld.
Sjáum til. Spennan magnast allavega, maður drekkur í sig svipmyndir frá Basel og telur niður.
14:39 (Óli Haukur):
Engar áhyggjur! Þið getið hætt að leita! Steven Caulker, hann er víst enn leikmaður Liverpool, er fundinn – hann er greinilega heill á húfi einhvers staðar en það sást síðast til hans þegar hann kom inn á sem framherji einhvern tíman í upphafi árs.
Hann er annars í góðum gír og sendi fallega kveðju til liðsfélaga sinna og óskaði þeim góðs gengis og þakkaði fyrir sig.
Class by Caulker on Instagram pic.twitter.com/tjOCrg7wq4
— Steven Gerrard (@Gerrard8FanPage) May 18, 2016
14:20 (EMK)
Þetta batnar bara, hérna eru stórvinir okkar, Mark, Barnsey og Andy að leiða sönginn, video tekið af opinberu facebook síðu Liverpool.
14:00 (EMK)
Sverrir Jón er að taka Istanbul böggið á nýtt level og er endanlega að ganga frá mér hérna. Þvílíkur snillingur.
13:37:(Óli Haukur):
Ég get svo svarið það annað hvort er klukkan stopp eða tíminn færist aftur á bak. Frídagur í vinnunni og maður reynir að drepa tímann með því að gera eitthvað en hamingjan hjálpi mér tíminn líður ekki! Ætli maður sé eitthvað smá spenntur?
Ef einhverjum vantar að drepa tímann í góðar 40 mínútur eða svo þá mæli ég með að allir horfi á þetta viðtal við Jurgen okkar Klopp. Þau eru mörg afar góð en þetta er líklega eitt besta viðtalið sem ég hef séð við hann, endilega tékkið á því. Ég ætla að horfa á þetta í þriðja skiptið á eftir!
Ó lord, hvað ég vil sjá þennan mann halda á bikarnum í kvöld!
Notum #kopis á twitter í tengslum við leikinn. Þannig fáum við umræðuna á twitter hingað inn líka. Þennan glugga höfum við svo sem næst efstu færslu í dag.
12:14:(SSteinn)
Er einhver þarna úti sem er með gott húsráð við algjörum og fullkomnum skorti á einbeitingu á eitthvað annað en leik kvöldsins? Væri alveg til í góðar ábendingar hvað það varðar. Það hlýtur einhver að luma á þessu, koma svo, því frumlegra, því betra. Mun velja bestu hugmyndina þegar líður á daginn og viðkomandi fær þvílík verðlaun, eða sér færslu inn í þessa súpu með þessu góða húsráði.
10:08:(EMK)
Notum #kopis á twitter í tengslum við leikinn. Þannig fáum við umræðuna á twitter hingað inn líka. Þennan glugga höfum við svo sem næst efstu færslu í dag.
9:38 (Kristján Atli): Það hafa margir verið að spyrja, bæði í ummælum á Kop.is, Twitter og víðar (og tveir hafa spurt mig í persónu í morgun) þannig að ég vil taka það sérstaklega fram hér að leikurinn í kvöld verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Þannig að það ættu allir að geta séð þetta.
Þá bendi ég á að ef það eru einhverjir íslenskir stuðningsmenn í Kaupmannahöfn þá var Einar Örn með umræður á Kop.is á mánudag um hvar væri best að horfa á leikinn þar í borg. Þar benti einhver á risaskjá á Østerbro Stadium sem mér skilst að Einar Örn ætli að reyna að kíkja á. Þannig að ef þið eruð í Kóngsins Köben, tékkið á því. Einhverjar fleiri borgir utan Íslands sem Kop.is-lesendur horfa á leikinn frá?
7:45 (Kristján Atli): Þá er hann runninn upp, miðvikudagurinn 18. maí árið 2016. Dagurinn í dag er merkilegur af því að Liverpool er að leika til úrslita í Evrópudeildinni í kvöld kl. 18:45 að íslenskum tíma.
Leikurinn fer fram í Basel í Sviss. Þar er hópur Íslendinga og heimildir mínar herma að bjór hafi nú þegar verið innbyrtur á staðnum, já og eflaust einhverjar pylsur líka.
Svona var stemningin í Basel í gærkvöldi. Það kemur engum á óvart að bærinn var málaður rauður:
[vídjó frá liverpool echo]
Annars er það hefð hér á Kop.is að halda eins konar dagbók yfir daginn í aðdraganda leiksins stóra og þar sem þetta er þriðji Evrópu-úrslitaleikur Liverpool síðan Kop.is fór af stað förum við ekki að breyta út af reglunni núna.
Hér eru hinar dagbækurnar:
25. maí 2005: Istanbúl
23. maí 2007: Aþena
Við munum uppfæra þessa færslu af og til í dag ef það er eitthvað að frétta og ljúka henni svo með því að setja inn byrjunarliðin klukkustund fyrir leik. Eftir það tekur leikskýrslan svo við vaktinni. Endilega takið þátt með því að tjá ykkur í ummælum við færsluna eða takið þátt í spjallinu á Twitter í dag.
Við erum hérna á Twitter:
* Kop.is
* Kristján Atli
* Einar Örn
* Einar Matthías
* Maggi
* SSteinn
* Óli Haukur
* Eyþór
Fyrir þá sem vilja svo fá alla innlifun frá Basel í dag mæli ég með opinberu samfélagsmiðlum LFC, sérstaklega Instagram og Snapchat sem verða uppfærðir reglulega í dag:
* @LFC á Twitter
* LiverpoolFC á Instagram
* lfc á Snapchat
Læt þetta nægja í bili. Hálfur sólarhringur í stórleikinn. Best að reyna að dreifa huganum aðeins.
Úff eru 9 ár frá Aþenu. Þvílíkt rugl sem þessi síðustu ár í Evrópu hafa verið hjá okkur.
Var ekki Reina næstum staðfestur sem kaup fyrir Istanbúl – og svo brilleraði Dudek. Er það sama ekki að fara að gerast núna með Mignolet?
En annars þá eigum við að vinna þetta í kvöld. Við erum klárlega með betra lið og menn þurfa bara að sleppa því að hugsa um árangur Sevilla í EL.
Veit einhver hvort leikurinn sé í opinni dagskrá á stöð 2?
Nr.2 Já hann er í opinni dagskrá samkvæmt stod.is
Einar Örn (#1) – það er fáránlegt að það séu 9 ár. Það var mikil nostalgía að rifja upp dagbókina frá 2007 hjá okkur. Þú stökkst á Players fyrir kl. 14 og hann var samt fullur! Magnaður dagur.
Er einhver staður í stokkhólmi sem þið mælið með til að horfa á leikinn?
Fyrirfram þakkir
Arni, Einar Örn býr í Stokkhólmi og hann mælti með Retro á Södermalm og Dubliner á Hötorget í spjallfærslunni um Köben.
Klassi! Takk fyrir skjót svör
Dagurinn er runninn upp og má segja að nottin hafi verið í erfiðari kantinum enda gerðu svefntruflanir vart við sig en það er alltilægi ef við bara tökum þennan bikar og meistaradeildar sætið með okkur heim til Liverpool.
Klukkan hvað ætla menn að vera mættir uppá spotta ? Ég man eftir 2005 og 2007 og í þeim tilfellum var players vel fullur uppúr klukkan 14 – 15
Er þegar orðinn hrikalega spenntur, æðislegt framtak hjá ykkur að vera með live-update! Þið eruð frábærir 🙂
Það er all or nothing í dag. Heimsyfirráð eða dauði.
In Klopp we Trust!
Góðan daginn. Einhver staður sem þið mælið með í Orlando til að horfa á leikinn. Fyrirfram þakkir ?
SSteinn, skelltu þér bara í sauðburð, 7 ára sonur minn er búinn að skíra flest lömbin í höfuðið á leikmönnum og Klopp.
ef menn vilja fylgjast með helstu fréttum af liverpool í dag þá er líka hægt að kíkja hingað:
https://www.rebelmouse.com/liverpoolfcnews/
Þessi síða uppfærist sjálfkrafa með alskyns fréttum og greinum af Liverpool
Bara svona ef mönnum gengur illa að finna stað erlendis til að horfa á, eru fastir í vinnu eða whatever þá verður leikurinn sýndur beint á Youtube-síðu BT Sport.
Stendur samt á Youtube síðu BT Sport að þetta sé fyrir UK users only, fínt að hafa það í huga líka 🙂
Annars myndi ég seint treysta streami á svona leik 😉
Er ekki passlegt að fíra upp í grillinu núna???
Jæja, hrossakjötið komið í pott. 1,5 tímar í suðu. Piparrótarsósan tilbúin. Allt að gerast.
Gleðin tekur völd, það er svo geggjað, að geta hneggjað, í kvöld.
Ekkert stress strákar couthinho skorar 3 í 4-0 sigri og hann toure með skalla á 1st mín.Áfram liverpool koma svo!!
Jæja krakkar, ég er klár í leikinn. Þetta verður eitthvað 🙂
Ingvi, ég vona að þér gangi vel að finna nothæft stream í vinnunni á eftir en það ætti nú ekki að vera vandamál vona ég.
Góða skemmtun, vona að þessi leikur verði í stíl við bestu úrslitaleiki LFC ásamt “happy ending” 🙂
Sverrir Jón, #öfund!!!
Don’t worry about a thing, cause every little thing is gonna be alright!
Úff man 2005 og 2007. tók allan daginn í frí og mætti á players kl 12 til að takka frá sófann fyrir framan skjáinn
Here we go
Koma svo LIVERPOOL!!!!!!!
Stream einhver?? PLÍS
Er ókeypis á Stöð 2 Sport og á Vod-inu…
Þessi dómari virðist vera stuðningsmaður Sevilla
@23 blabseal.com/frodo
Sturrrrrriddgggeeee
STUUUUUUUUUUUUUUUUUUUURRRRRIDGE!!! MAGNAÐ MARK!
Geggjað mark hjá Sturridge. GEGGJAÐ!!!1 Koma svooooo!
Snudda hjá Sturridge 🙂
Andskotinn og svo ógildir Sturridge markið hjá Lovren 🙁
Hvernir er hægt að sleppa þessum hendivítum????
Fokk hvað er eigilega málið með þessa dómara eru leikmenn Sevilla bara búnir að fá grænt ljós á að verja með höndum innan teigs?
Smá stress í byrjun en svo fóru hlutir aðeins að tikka.
Þvílíkur placer hjá Studge.
Sænski dómarinn þarf að halda fund áður en hann getur tekið ákvörðun. Týpískt.
Allt getur gerst ennþá en krafturinn er okkar megin.
Fókus og bæta við takk fyrir.
YNWA
Þessi hápressa frá Liverpool er glæsileg þetta er Klopp gegenpressen sem að hann er frægur fyrir. Vona að þetta haldi svona áfram
YNWA!
Þessir sprotadómarar eru hugleysingjar.
2 víti. Domarinn med allt nidrum sig!!!!!! Sagdi við bródir minn ca 2 min adur er Sturridge skoraði. Hann setur hann um leið og hann fær smá space!!!!!!!!
Koma svo!!!!!!!!!!!!
Eigum við ekki svo bara að halda hreinu í seinni 🙂
Glæsilegt mark en þvílík skita hjá dómaranum og hans mönnum. Ætla rétt að vona að við klárum þetta með stæl hef bara ekki taugar í eitthvað rugl.
nr 38 Ekki verra bæta við líkaekki verra, handboltaliðið frá sevilla mætti skipta við fótboltaliðið
Væri mikil framför ef Moreno myndi hætta að gefa mörk
Hvað er að gerast í seinni menn sofandi og Sevilla komið af krafti út úr leikhlénu
Howard Webb á bt sport vildi meina að ekkert af atvikunum í fyrri hálfleik væru hendi víti.
Hvor gefur fleiri mörk, Moreno eða Migno?
Sevilla virðast vera að reyna að verða evrópumeistarar í Handbolta… rangt sport hjá þeim.
Klopp gera breytingar núna takk!! Núna strax! Leikurinn heldur ekki vatni hjá okkar mönnum!
Allt að falla með Sevilla núna
Verðskuldað hjá Sevilla. Getum ekki blautan. Og Klopp að skíta á sig; bregst ekki við.
Er brjálaður!
Antistanbul
Hvenær ætla Klopp að gera breytingar ? Buið að liggja annað markið i loftinu og það er komið nuna. Taktík mistök hja Klopp
Hvenær ætla Klopp að gera breytingar ? Buið að liggja annað markið i loftinu og það er komið nuna. Taktík mistök hja Klopp og við erum komnir undir. Jesus minn eg get ekki þolað tap hja Liverpool. Henderson inna fyrir Coutinho
Hvað er Klopp að spá???? Finnst honum þetta bara ganga fínt??? Andskotinn!!1
Koma svo leikurinn er ekki búinn. Enga neikvæðni hér
Ojjjjj….hrun
Búið
Svíinn ætlar sko sannarlega að kosta okkur leikinn…
Staðan 3-1 og við áttum að fá 3 víti í fyrri hálfleik…
Og Klopp ætlar ekki að skipta fyrr en nuna. Þvilik sem þetta er buið að snúast i höndum a Klopp en við höfum seð það svartara
Hvenær ætla hlutirnir að falla með okkur? Alltof mikið af aumingjum í þessu liði
Hvað skeði í hálfleik?? Hvílíkt hrun í einum og sama leiknum! Ég næ ekki upp í þetta Liverpool var með leikinn í fyrri hálfleik og svo þetta rugl sem er í gangi í seinni en tek ekkert af Sevilla þeir hafi aldeilis stígið upp í seinni hálfleiknum.
Can og Moreno eru ad klikka stort i kvøld
Getum fókuserað á deildina á næsta.
Hver var það aftur sem vildi það?
YNWA
Þetta er ennþá hægt munum bara eftir Dortmund leiknum!
Koma svo Liverpool ég trúi!!!!!!!!!
Þetta er mesta choke sem ég hef séð! Allir sem einn að skíta svo langt uppá hnakka að þeir eiga ekki skilið laun næsta árið eða svo! Fokking aumingjar!
Mínar athugasemdir um þennen leik:
Klopp álögin halda áfram í úrslitaleikjum
Við nýtum ekki yfirburði í fyrri hálfleik
Of margir leikmenn hjá okkur hverfa í stórum leikjum.
Klopp bregst of seint við yfirburðum Sevilla
Meistaradeildarsæti í húfi og við töpum fyrir liði í 7. Sæti la liga….rusl
Er einhver dómur sem hefur fallið okkar megin í þessum leik?
Stuðningsmennirnir á vellinum ömurlegir. Liðið ömurlegt. Þjálfarinn greip of seint inn í og dómarinn fellur fyrir leikaraskapnum hjá Sevilla. Ömurlegt kvöld
Hvernig er hægt að vinna úrslitaleik með Kolo, Mingnolet og Alberto.
Ömurlegt tímabil.
Notaðu sumarið Klopp.
Sjáumst í haust.
YNWA
Alberto hefur unnið þessa keppni nýlega Jol
Maður leiksins Jonas Eriksson…
Fuck this!
Þessi seinni hálfleikur er SKANDALL!! Þetta er með því lélegasta sem ég hef séð. Karakter 0. Allir leikmenn 0. Verstur alla Coutinho. Vil hann seldan á morgun. Skítsama um allt. Moreno má fara á eftir honum. Stuðningsmenn Liverpool eiga miklu meira skilið en þetta. Nú er kominn tíma á MIKLAR breytinga rá leikmannahópnum og hætta að bera menn eins og Coutinho og fleiri á gullstól. EF ekki Klopp gerbreytir ekki leikmannahópnum í sumar þá nenni ég ekki fylgjast með þeim lengur. Þetta er of lélegt. 8. sæti í deild. Niðurlægðir í úrslitaleik Evrópudeildar á móti liði í 7.sæti á Spáni. Það var berið ofan á ískökuna.
Nóg komið af vonbrigðum og aumingjaskap.
Fokking aumingjar!
Ja ja stuðningsmenn Liverpool eiga ekki skilið svona en samt semi àdur erum vid studningsmenn Liverpool.
Commentin syna svo sannarlega ad Liverpool á ekki skilið að tapa fyrir ömurlegu lidi i 7 sæti la liga eða hitg og heldur.
Klopp er núna dæmdur tapari úrslitaleikja!! Klúðraði hann víti gegn City?
Dæmdi hann leikinn og ákvad að annað liðið má spila með höndum ?
Ætla menn virkilega að vitna í Covard Webb adstodarmann Gamla Förgie. Teir sem vita eittthvad um fotbolta vita af leikmadurinn stoppar boltann með höndina frá likamanum sem tekur dauðafæri af Firmino sem var kominn framhjá manninu..
Allir gladir i halflek tratt fyrir lelega dómgæslu en fótboltinn er mögnuð itrott og enginn leikur er unninn i halfleik og i raun ekki fyrr en dómarinn blæs leikinn af.
Moreno kostadi jafntefli gegn Villareal. Hann atti ad fa á sig viti i seinni leiknum gehn teim.
Eina sem eg get set uta er Moreno. Til hvers að hafa bakvörd sem getir ekki varist? Og ekki leggur hann upp mörk. Hann hefur bara hraða en hausinn og.leikskilningurinn er ekki til staðar.
Herna skrifar einhver að ekki sé hægt að vinna bikar með Kolo i liðinu. Hann hefur verið frábær !! Eg held að menn ættu frekar að tuða yfir Sakho! Hvar er hann aftur?
Ekki sakna eg hans. Mer finnst Kolo betri og reyndar voru Clyne og Kolo mun betri en Lovren og Moreno i kvöld.
Klopp fór með okkur i 2 urslitaleiki. Keppnin hwfur haldið lifi i okkur öllum. Eg er svekktur eins og allir. En að tuða yfir vonleysi stjórans . Selja Coutinho og gagrýna Kolo sem átti að vera uppfylling er til skammar og að halda thvi fram svo að við sem stuðningsmenn eigum ekki skilid svona leik er vitleysa.
Allir með frábærar lausnir tegar illa gengur og allir aðrir vonlausir.
Svona er fótboltinn bara. Sennilega hefðum við unnið tetta lið i 2 leikjum. Mistök i einum leik er erfitt að leiðrétta. Stundum koma bara vondir dagar. Menn gera mistök og refsingin er grimm. Dómarinn getur átt hlut að máli og svoleiðis er erfitt að kyngja.
90 min er stuttur timi. Allt getur gerst. Við ættum nú að vita tad.
Eg hlakka til ad sja lidid i haust. Breytingarnar verda margar.
Gleðilegt sumar
YNWA og áfram Ísland
Nóg er fjörið hér á síðunni en sumir ykkar sem hraunið hvað mest yfir liðið og Klopp ættuð að anda rólega og taka töflurnar ykkar. Sumir jafnvel að tala um að best væri að selja allt liðið. Hvurslags bull er þetta. Vissulega var seinni hálfleikurinn ekki góður en þetta var úrslitaleikur í Evrópukeppni og einhvernveginn komst liðið alla leið þangað. Liðið hefur leikið hörkubolta í mörgum leikjum í Evrópukeppninni og margt verið til fyrirmyndar. Þó þarf ekki að taka það fram enn eina ferðina að veikleikinn hjá liðinu liggur varnarlega og þá sérstaklega í miðvörðunum. Ég er enn á þeirri skoðun að heilt yfir í vetur hefur útbrunninn Touré verið skástur miðvarðanna. Lovren var svo arfaslakur fyrst í vetur sem og í gær. Menn kenna Moreno um skaðann en alvöru miðverðir hreinsa oft upp skítaslóð eftir bakverði, það er margsannað og margreynt í knattspyrnu út um allan heim.
Ég hef fulla trú á Klopp og held að skynsamari hluti stuðningsmanna félagsins hafi það almennt. Það er heldur engum félögum til framdráttar að hrópa alltaf: nýr framkvæmdastjóri, ef sigur vinnst ekki í hverjum leik. Sjáið bara fíflaganginn á Old Trafford þar sem stuðningsmennirnir verða sér og félaginu hvað eftir annað til háborinnar skammar með því að baula á Van Gaal. Auðvitað geta menn látið óánægju sína einhvernveginn í ljós en nýr framkvæmdastjóri eða nýir leikmenn er ekki alltaf svarið. Stuðningsmenn Liverpool eiga að hafa þann þroska að geta rætt á skynsaman og yfirvegaðan hátt um liðið en ekki bara með upphrópunum og gífuryrðum. Ég er einn af þeim sem sakna þeirra tíma þegar leikmenn léku almennt mun lengur með liðum en þeir gera í dag og framkvæmdastjórar voru hjá sama liðinu árum og jafnvel áratugum saman.