L’pool 4 – Toulouse 0

Okkar menn tryggðu sér í kvöld sæti í Meistaradeild Evrópu á komandi tímabili með **öruggum 4-0 sigri** á Toulouse á Anfield. Þessi leikur var eins og fyrirfram hafði verið búist við, algjör einstefna frá upphafi og eina spurningin var hversu mörg mörg Liverpool myndi á endanum skora. Þau voru fjögur á endanum og voru það þeir Peter Crouch, Sami Hyypiä og Dirk Kuyt (2) sem skoruðu mörkin í kvöld.

Rafa Benítez hélt áfram að nýta sér sterkan leikhóp sinn og stillti liðinu upp svona í upphafi leiks:

Reina

Arbeloa – Agger – Hyypiä – Riise

Benayoun – Mascherano – Sissoko – Leto

Kuyt – Crouch

**BEKKUR:** Itandje, Finnan, Alonso, Leiva, Babel, Pennant, Torres.

Í seinni hálfleik komu svo Leiva, Babel og Finnan inn fyrir Sissoko, Leto og Agger.

Eins og áður sagði voru okkar menn með öll völd í þessum leik og það var eiginlega ekki nokkur leið að ætla að æsa sig eða stressast yfir þessu. Fyrsta markið kom eftir tæplega 20 mínútna leik. Þá fékk Dirk Kuyt boltann fyrir utan teig Toulouse-manna, við hægri kantinn, og lyfti góðri fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem **Peter Crouch** kom aðvífandi og lagði boltann utanfótar í netið af stuttu færi. 1-0 og risinn strax búinn að minna á sig. Annars var Crouch okkar hættulegasti maður í fyrri hálfleik og hefði hreinlega getað verið kominn með þrennu áður en dómarinn flautaði til leiksloka en léleg klárun hans á nokkrum færum þýddi að forystan var aðeins 1-0 í leikhléi.

Í síðari hálfleik hélt einstefnan áfram og á 50. mínútu kom annað markið; Sebastian Leto tók góða hornspyrnu frá hægri og **Sami Hyypiä** skallaði örugglega í markið af stuttu færi. Staðan orðin 2-0 og einvígið búið. Eftir það mark róaðist leikurinn aðeins og okkar menn misstu taktinn aðeins, þannig að Rafa sendi þá Babel og Lucas Leiva inná. Það var sérstaklega segjandi að sjá Babel koma inná fyrir Leto á vinstri kantinum, en þrátt fyrir að vera ári yngri en argentínski vængmaðurinn virkar Babel einfaldlega meira *tilbúinn* í slaginn og hann stökkbreytti sóknarleik Liverpool upp vinstri vænginn. Leto barðist vel en fann sig eiginlega aldrei í kvöld. Eins sá maður hvað Leiva kom með inná miðjuna; framan af höfðu Mascherano og Sissoko unnið alla bolta, haft yfirburði á miðjunni og gefið Benayoun svæði og nóga bolta til að vera leikstjórnandi kvöldsins, en þegar Leiva kom inn fyrir Sissoko kom meiri sendingargeta og boltatækni í kjölfarið og flæðið jókst. Það átti eftir að skila tveimur mörkum.

Á 87. mínútu kom þriðja markið og það var langþráð mark hjá **Dirk Kuyt**. Hann fékk boltann frá Crouch til móts við vítateiginn hægra megin og lék að marki, gaf boltann á Babel sem kom aðvífandi inná teiginn frá vinstri. Babel hikaði aðeins og lék svo góðum bolta til baka á Kuyt sem hafði stungið sér innfyrir vörn Toulouse og skoraði með hnitmiðuðu skoti í stöngina fjær og inn. Þremur mínútum síðar spilaði Benayoun svo góðri laumu innfyrir flata vörn Toulouse þar sem **Dirk Kuyt** sendi boltann viðstöðulaust yfir markvörð franska liðsins og innsiglaði stórsigur Liverpool, 4-0.

**MAÐUR LEIKSINS:** Reina og vörnin höfðu nær ekkert að gera í þessum leik og það reyndi heldur ekki neitt sérstaklega mikið á Mascherano og Sissoko á miðjunni. Leto barðist vel en komst lítið inn í leikinn á meðan Leiva og Babel áttu góðar innkomur. Benayoun var góður í kvöld sem leikstjórnandi liðsins og það virtist á tímabili sem allir sóknartilburðir liðsins færu í gegnum hann. Ef hann spilar svona áfram á hann stórt hlutverk fyrir höndum í þessu liði í vetur. En menn kvöldsins að mínu mati eru framherjarnir tveir, **Peter Crouch og Dirk Kuyt**. Það hefur mikið verið rætt um framherjamálin hjá Liverpool síðustu daga, í ljósi komu Fernando Torres og góðrar byrjunar Andriy Voronin í rauðu treyjunni, en hinir tveir framherjarnir sem horfa upp á nýja ógn við stöðu sína í liðinu svöruðu báðir gagnrýninni í kvöld á besta mögulega hátt; Crouch skoraði eitt og lagði upp átti þátt í öðru, á meðan Kuyt skoraði tvö og átti eina stoðsendingu. Frábær frammistaða hjá þeim báðum í kvöld og það er ljóst að Rafa á við mjög skemmtilegt vandamál að stríða þessa dagana: hverjir eru hans fyrstu kostir í framherjastöðurnar tvær?

Það er dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn og munum við að sjálfsögðu fylgjast með þeim drætti í beinni. Næsti leikur er gegn Derby County í Úrvalsdeildinni á laugardaginn.

59 Comments

  1. Þetta hefði hæglega getað farið 10-0
    risinn klúðraði 2 dauðasköllum og kuyt einum. fyrir utan öll hin færin

  2. Benayoun átti flottan leik og virkar mjög vel á mig, líklega vanmetnustu kaup sumarsins…. hann á eftir að nýtast vel í vetur, flínkur, skapandi og útsjónarsamur leikmaður

  3. frábært að vera búnir að spila 5 leiki og framherjar okkar eru allir búnir að skora… komnir með 6 af 9 mörkum okkar, 7 ef maður telur sjálfsmarkið hans Laursen með (sem Kuyt átti heiðurinn af) 🙂

  4. Ég myndi segja að Benayoun væri maður leiksins, hann stjórnaði sýningunni í kvöld.

  5. Flottusr sigur og ánægður að sjá liðið loksins “go for the kill” í stað þess að halda manni stressuðum fram á lokaflautið. Einnig ánægjulegt að sjá hve margar breytingar eru gerðar og það virðist ekki skipta máli hver kemur inn, vonandi á það eftir að halda áfram í vetur sama hver staðan er. Samt hefði ég viljað sjá spilið fara meira upp vinstra megin til þess að fá Leto meira í leikinn, einnig að flott að Sissoko er að átta sig á því að hann er ekki playmaker.

  6. Liverpool gerir tilboð í Baptista
    13.5 miljón punda.
    hefur þetta farið fram hjá ykkur??

  7. Elías Már: Leto tók hornið sem Hyypia skoraði úr.

    Dirk Kuyt átti fantagóðan leik, skoraði 2 mörk sem og Sissoko sem var allt í öllu á miðjunni. Leikskilningur og sendingar eru í allt öðrum gæðaflokki en í fyrra.

    Toulouse má eiga að þeir reyndu frá fyrstu til síðustu mínútu að spila fótbolta en mættu ofjörlum sínum. Liverpool liðið lítur feikna vel út og ef þetta heldur áfram munum við klárlega keppa um alla bikara í vetur.

    Menn leiksins: Kuyt og Sissoko.

  8. Það fór eins og ég spáði. Crouch, Mascherano og Benayoon spiluðu allir út leikinn enda fengið lítinn spilatíma hingað til.
    Reyndar spáði ég 3-1 og treysti á að Elmander myndi nýta sér smá einbeitingarleysi í vörn Liverpool en 4-0 sigur er bara hið besta mál.

    Benayoon átti fínan leik. Þó mótstaðan hafi kannski ekki verið mikil í kvöld þá sést það um leið að þessi strákur kann sko alveg að spila fótbolta. Þessar mannvitsbrekkur sem afskrifuðu hann og Voronin sem algera meðalskussa jafnvel löngu áður en tímabilið byrjaði mega alveg fara að gefa sig fram. 😉

    Fínt að sjá Kuyt skora loksins, þetta bætir sjálfstraustið. Hann er hörku skotmaður en ekki sýnt sömu markaskorunartakta og hann gerði í Hollandi. Heimsklassa all-round sóknarmaður á góðum degi en á til að detta of mikið í skotgrafirnar. Nú sér hann fram á mikla samkeppni og það laðar vonandi það allra besta fram í honum. Tilnefni hann mann leiksins…

    Frábært að sjá síðan Letó og Leiva fá evrópuleik til að spila sig inní liðið.
    Mikil framtíð í þessum strákum og vonandi að þeir verði fljótir að aðlagast.
    Ekkert nema gott um þennan leik að segja, spilið í liðinu allt að slípast til og við erum að verða hættulegra og heilsteyptara lið með hverjum deginum sem líður. 🙂

    Áfram Liverpool!

  9. Ég hef nú ekki skrifað hérna áður og vil þess vegna byrja á að þakka ykkur fyrir frábæra síðu, en hvað er málið með að nota alltaf úrfellingarkommu í nafninu á liðinu okkar? Í síðustu leikskýrslu var það Liv’pool og núna L’pool. Það er nú ekki svo erfitt að skrifa Liverpool og hálf asnalegt að nota úrfellingarkommu til þess að þurfa að skrifa einum staf minna en annars.

    En aftur takk fyrir frábæra síðu.

  10. Þetta Toulouse lið olli samt eiginlega vonbrigðum, svipuð gæði og hjá meðalliði í 1. deild.

  11. Hehe þetta er bara ávani hjá mér. Ég veit ekki einu sinni af hverju ég geri þetta. Skal reyna að hætta þessu hér með. 🙂

  12. Flottur leikur hjá okkar mönnum og sýnir hvað það er mikilvægt að hafa breiðan hóp, það vantaði 6 – 7 leikmenn sem eru hæglega í sterkasta byrjunarliðinu í kvöld. Þessi breidd getur hæglega komið okkur í þá stöðu á vori komanda að hampa Englandsmeistaratitlinum.
    Ég verð nú aðeins að commenta (ummælast) á hann Arbeloa, þvílíkur snildar leikmaður er þar á ferð að mínu viti. Jafnvígur á hægri og vinstri bakvörðinn og vel liðtækur í miðvörðinn, bara, bara góð kaup það hjá Rafa.

  13. Djöfull fannst mér hann Arbeloa skemmtilegur, fastur fyrir, snöggur, tekknískur og átti góðar rispur upp kantinn. Virkilega góð kaup.

  14. Ótrúlega léttur leikur hjá LIVERPOOL og menn gleyma alveg Sami sem átti frábæran dag og hann lék nefbrotinn. Þrefallt húrra fyrir frænda okkar finnanum.

  15. Magnús Agnar, það var Benayoun sem átti hornspyrnuna sem Hyypia skoraði úr. Leto átti aftur á móti frábæra hornspyrnu rétt á undan sem fór á svipað svæði.

    En auðveldur sigur og gaman að sjá bæði Lucas og Leto í þessum leik. Virka báðir mjög efnilegir. Menn leiksins af mínu mati Mascherano og Benayoun.

  16. Mikið lifandi skelfingar ósköp eru Mascherano og Sissoko öflugt miðjupar. Ef Rafa fer einhvern tímann í það að spila með 5 á miðjunni (eða bara þá tvo) þá þarf aðeins einbeitingarleysi í vörn eða stórslys til að liðið tapi. Vinnusemin, og fjölda bolta sem þeir unnu, án þess að brjóta, var hreint út sagt ótrúlegur. Verst að þeir hafa ekki nægilega mikið “flair” til þess að geta verið hreinlega okkar besta miðjupar. Vissulega á kóngurinn fast sæti og er okkar besti, en mikið er gaman að sjá hvað Sissoko er farinn að skána í sendingum og hvað hann er að farinn að sjá stærri hluta af vellinum. Í fyrra þá hafði hann jafnmikið “vision” eins og Gerd Muller í markteig. Það er, sá ekki meira út undan sér en breidd marksins. Allt annað núna þegar hann er farinn að skipta um kanta oft í leik.

    Liðið er orðið gífurlega þétt og einstaklega gaman að sjá hvað sjálfstraustið er mikið í liðinu. Ég er ekki frá því að það hafi aldrei verið með jafn mikið sjálfstraust síðan ég byrjaði að horfa á það og ekki er ég gamall.

    Það er vonandi að Rafa nái að halda öllum ánægðum en mikið lifandi skelfing á hann auðvelt með að velja sterkt 11 manna lið og móti kemur mikið lifandi skelfing mun hann eflaust eiga erfitt með að halda öllum sáttum.

  17. Var að koma af vellinum og verð bara að segja að Mascherano er hreint út sagt viðurstyggilega góður og það er hrein unun að fylgjast með honum éta allt upp sem að kjafti kemur. Ég er satt að segja farinn að hafa áhyggjur af því að hann fái ekki að spila nóg og fari því eitthvað annað í vor til að fá að spila meira. Þetta er eiginlega orðin óþægilega góð miðja hjá okkur. Að geta haft heimsklassaleikmann eins og Mascherano á bekknum sýknt og heilagt er hreinlega ótrúlegt. Ég vil alls ekki missa hann, en ekki vil ég heldur missa neinn af hinum. Höfuðverkur, en ánægjulegur sem slíkur.

  18. Frábær sigur. Gott að fá 4-0 sigur í æð, bæði fyrir sjálfstraustið og frábært að Kuyt settann loksins. Vonandi fylgja nokkur með í næstu leikjum.
    Ég ætlaði hins vegar að spyrja ykkur einnar spurningar. Þar sem leik Sevilla og AEK Athens var frestað í dag vegna hörmulegs atviks Antonio Puerta sem lést í dag(R.I.P. Puerta), er ekki möguleiki á því að UEFA verði að fresta drættinum í Meistaradeildina vegna þess að Sevilla og AEK eru væntanlega ekki í sama styrkleikaflokki?
    Drátturinn á að vera á fimmtudaginn kl. 16 á ísl. tíma en leikurinn á mánudaginn e. helgi.

  19. Sammála öllu sem allir segja hérna NEMA…

    Javier Mascherano var yfirburðarmaður á vellinum í kvöld, hann stoppaði ekkert.. frábær leikmaður!

  20. Frábær leikur – menn gerðu það sem þurfti og þrátt fyrir að vera á köflum ekki fallegasti leikurinn í heimi, þá sáust svo flottir taktar hjá okkar mönnum. Crouch gerði vel í markinu og var stundum ógnandi, en fyrir mér kemst hann ekki með tærnar þar sem Kuyt hafði hælana. Kuyt var frábær í leiknum. Mascherano var ótrúlega traustur, Agger líka og Hyypia karlinn. Sissoko stóð sig vel en var ekkert með eins mikla yfirburði og stundum áður. Benayoun var oft augnayndi … en eftir þessa upptalningu þá finnst mér frábært að sjá liðið án Carra og Gerrard og samt ráða leiknum svona rosalega – og með alla þessa nýju leikmenn. Hefðu Chelsea getað gert þetta án Terry og Lampard? Nei!

    Þétt lið, frábærir höfuðverkir hjá Rafa framundan við að stilla upp liði, en ótrúlega skemmtilegir sem slíkir. Við erum með toppliðið!

    Maður leiksins: Hiklaust Dirk Kuyt!

  21. Fyrir mér er Benayoun maður leiksins, svakalrgur leikskilningur og góðar sendingar, mætti stundum leita eftir skotinu í stað þess að leita alltaf að sendingunni í gegn…en samt frábær leikur

    Er ósammála mörgum að Sissoko hafi skánað með sendingar frá því í fyrra. Mjög einfaldar sendingar voru að klúðrast hjá honum þegar hann var ekki undir neinni pressu. Og hann var líka oft að gefa feilsendingar þegar liðið var að leggja af stað í sókn og með því hægir hann á sóknarleik, menn fá ekki boltann í rytma frá honum, menn þurfa að hægja á sér, hlaupa til baka eða breyta hlaupinu hjá sér. Getur skemmt mjög efnilegar sóknir.

    EN hann er samt sem áður mjög góður í því sem hann gerir…ef hann gaf feilsendingu eða missti boltann þá var það algjör undantekning í þessum leik að hann náði tuðrunni ekki aftur.

    Og hann er DMF en ekki AMF sama hvað Rafa segir, hans hlutverk er að brjóta niður andstæðinginn svo hann fái ekki andartaksfrið með boltann og í því er hann líklegast einn af 5 bestu í heiminum (ásamt Mascherano!)

  22. Arbeloa, líklega að verða einn uppáhaldsleikmaðurinn minn. Mash…hætti ekki að hlaupa. Yossi hress. Kuyt duglegur. Momo er hægt og rólega að verða klassi. Og Hyypia…legend. Og ekki má gleyma Matt Damon sem var hálf vandræðalegur á VINSTRI kantinum!???!!!

  23. Já, þetta var vissulega verulega gott. Þetta Toulouse lið var náttúrulega afskaplega slappt einsog í fyrri leiknum.

    Sendingin frá Benayoun á Kuyt í seinn markinu var hrein snilld. Er sammála um að framherjarnir og Yossi hafi verið menn leiksins. Og vissulega jú var Mascherano frábær. Frábært að geta spilað svona rosalega sannfærandi án Finnan (Arbeloa var frábær), Carra, Gerrard, Alonso, Pennant, Kewell og Torres.

  24. Ég sá leikinn að hluta og Benayoun er maður leiksins að mínu áliti. Ég fór að hugsa um Magic gamla Johnson í LA Lakers þegar hann var í einhverri sókninni þarna í kvöld, segir meira en löng saga.

    Annars, ég horfði á leikinn í Sopcast á Netinu og þar voru sennilega kínverskir þulir að lýsa leiknum. Og hvað kölluðu þeir Jóhann? Jú, “Kútí”. Þeir sögðu til dæmis: ” ???????? ?????????????????? Kútí ?????????????????????”. Og hlógu mikið.

    Þannig að Hr. SSteinn pirraði ætti bara að vera sáttur með “Koujt” framburðinn íslenska.

  25. Það er eitt við svona leik sem veldur mér heilabrotum. Það mætti segja að allt liðið hafi leikið vel í kvöld, en það er áhugavert að sjá umræðurnar víða eftir leikinn í kvöld og meta það hver var maður leiksins að mati manna:

    Er það Hyypiä, sem stjórnaði vörninni vel þrátt fyrir nefbrot á laugardaginn, hélt hreinu, vann einvígið við Johan Elmander og skoraði svo mark í þokkabót?

    Er það Benayoun sem var leikstjórnandi liðsins í dag og skapaði flestar af hættulegri sóknum liðsins?

    Eru það Mascherano og/eða Sissoko fyrir að hafa unnið miðjubaráttuna, stjórnað miðsvæði leiksins frá upphafi til enda og verið grunnurinn að sterkum sóknarleik liðsins?

    Eða er það framherjinn Dirk Kuyt, sem skoraði tvö og lagði upp eitt í kvöld?

    Þetta er áhugavert af því að þetta er svo mikið matsatriði. Ég meina, sumir myndu hálf reiðast ef maður gæfi það í skyn að framherji sem skorar tvö og leggur upp eitt hafi ekki verið sá maður sem var mikilvægastur í leiknum? En samt var Kuyt ekki að spila jafn góðan bolta á heildina og Mascherano eða Benayoun, en á móti kemur að Mascherano reið ekki baggamuninn í kvöld. En hvað þá með Hyypiä, sem tókst bæði að skora og stöðva hættulegasta mann Toulouse?

    Flestir sem ég hef séð, hér og víðar, virðast velja annað hvort Benayoun eða Mascherano sem mann leiksins í kvöld. Sjálfur ákvað ég að gefa Crouch og Kuyt það saman sem framherjapari sem hefur átt undir högg að sækja, en eins og ég sagði þá er þetta matsatriði og því er áhugavert að sjá hvort fólki finnst mikilvægara, varnarmaður sem heldur hreinu og skorar, miðjumaður sem stjórnar leiknum eða framherji sem býr til þrjú mörk.

  26. Mörkin úr leiknum;)

    Crouch 1-0 : http://www.divshare.com/download/1770706-a88

    Hyypia 2-0 : http://www.divshare.com/download/1771054-9e6

    Kuyt 3-0 : http://www.divshare.com/download/1771197-1d8

    Kuyt 4-0 : http://www.divshare.com/download/1771274-784

    Flottur leikur í heildina séð;) Sigurinn hefði að vísu getað orðið mun stærri en flott að setja 4 á Anfield:P

    Ég vill sjá Lucas byrja með Mascherano á miðjunni á laugardaginn, að vísu sá ég ekki leikinn en miðað við umfjöllun á liverpool.is og hérna þá kom hann sterkur inn og flæðið breyttist á miðjunni;)

    Áfram Liverpool!!
    YNWA

  27. Djöfull er ég ósammála manni leiksins, Crouch sökkaði í þessum leik og sýndi algerlega af hverju hann er ekki í byrjunarliðinu. Hann sýndi náttúrlega yfirskilvitslega takta með því að skalla öll þessi dauðafæri yfir markið.

    Að mínu mati var Mascherano maður leiksins. Það má kanski segja að Kuyt hafi verið maður síðustu 10. mínútnanna en ég var mjög ánægður með hans mörk þar sem hann þurfti að skora enda ekki skorað í marga mánuði fyrir lið.

    En allavega hvernig í ósköpunum er hægt að kjósa Crouch mann leiksins. Það er bara djöfuls RUGL.

    Síðan var gaman að sjá Leto og Leiva en Leto byrjaði vel og fjaraði út. Leiva ætlaði greinilaga að gera þetta einfalt og komast skammlaust frá leiknum.

    Annars var náttúrlega þetta Toulouse lið hvorki fugl né fiskur. En samt gaman að sjá Liverpool með algera yfirburði og það er augljóst að við erum með mun betra lið en í fyrra.

    Ég vil bæta því við að ég skaut niður menn hér í fyrra fyrir að spá Liverpool meistarabaráttu. Ég við því segja að ég hef fulla trú á að við séum með lið í dag til að vera í baráttú á öllum vígstöðvum.

  28. Mér fannst rosalega gaman að sjá Lucas spila, er búinn að bíða lengi eftir að sjá þetta mikla efni spila fyrir hönd Liverpool. Hann spilaði nú ekki mikið en hann virkaði mjög öruggur á boltann og töpuðust færri boltar á miðjunni eftir skiftingu hans og Sissoko.
    En maður leiksins gætu verið nokkrir, Mascherano var frábær (ekkert að marka mig, gaurinn er í guðatölu hjá mér) en Benayoun var rosalegur barðist um alla bolta og lagði seinasta markið upp fyrir Kuyt á snilldar hátt.

  29. Það er alveg nauðsynlegt að taka fram hversu svakaleg barátta var í liðinu í kvöld! Menn voru virkilega að gefa sig alla í verkefnið, nýta sitt tækifæri og gefa Benitez margumtalaðan upstillingar-hausverk fyrir næsta leik
    Það mætti jafnvel segja að nú sé róteringasystemið hans Rafa að sýna sitt rétta ljós… Leikmenn mæta hungraðir og ákveðnir til leiks
    Boðar gott

  30. Sammála Gunnari Aron. Kínverka lýsingin var algjör snilld.
    Benayoun var maður leiksins.

    Kútí = Kuyt
    Krátsí = Crouch
    Arbelonga = Arbeloa
    Masísarano = Marcherano

    Mæli með að SÝN2 kaupi sér eins og einn kínverskan þul til að kenna þeim til verka…

  31. Maður leiksins í mínum kokkabókum… Mascherano. Fyrir baráttu dauðans og jarða Toulouse á miðjunni ásamt Sissoko. Þvílík snilld að vera með mann eins og Mascherano í okkar röðum. Ég get alveg séð hann ýta Alonso til hliðar í goggunarröðinni og segi ég þetta þó ég dýrki Alonso.

    Crouch og Kuyt hefðu ef til vill komið til greina hjá mér sem menn leiksins ef þeir hefðu ekki klúðrað þessum hrikalega góðu skallafærum. Legg til að Finnski Turninn taki þá í kennslustund í því hvernig á að skalla bolta að marki!!

    Annars er þetta bara frábær sigur. En það kom mér verulega á óvart hvað Toulouse voru hrikalega lélegir í þessum leik. En kannski er bara Liverpool orðið svona hrikalega gott!!!???? :-)))))) Bara veisla framundann.

    P.s. Þrefalt húrra fyrir SStein að giska á, að ég held bara 100% rétt byrjunarlið.. Það var ekkert smá gaman að horfa á bekkinn okkar í kvöld.

    YNWA

  32. Það er tvennt sem mér fannst athyglisvert að sjá í gærkvöldi, hvoru tveggja jákvætt. Liverpool var vissulega að spila við lið sem hefur ekkert að gera í Meistaradeildinni en með “bekkinn” í meirihluta í byrjunarliðinu var þetta þó mjög öruggt. Á sama tíma í fyrra var Liverpool að mæta Maccabi Haifa í sams konar leik og það varð vægast sagt óþarflega spennandi (samanlagt 3-2). Hópurinn er greinilega orðinn miklu sterkari og sjálfstraustið í liðinu meira eins og margir hafa bent á.
    Síðan er annað sem mér finnst enn meira jákvætt en það er í raun sóknarþunginn gegn veikari liðum, eins og Toulouse og Sunderland. Þetta fannst mér oft skorta í fyrra en nú virðast bakverðirnir, oft báðir, keyra fram með meiri þunga. Maður sá reyndar í gær að ef eitthvað klúðraðist þá voru Mascherano og Sissoko oft að “varadekka” langt út á kanti við vítateigshornið. Þetta er auðvitað ekki hægt gegn Chelsea eða Man.United en Liverpool er a.m.k. núna komið með lið þar sem þetta á að vera sjálfsagt gegn veikari liðum og nær alltaf á Anfield.

  33. Þetta var góður sigur, en andstæðingurin arfaslakur og við fengum endalaust pláss til að athafna okkur á.
    Og sigur með minna tveggja til þriggja marka mun hefði verið lelegt. en ólíkt undanförnum tímabilum þá tóku þeir þetta sanfærandi með “varaliðið” inná.

    Topp þrír hjá okkar mönnum að mínu mati voru.
    1. Benayoun
    2. Mascharano
    3.Kuyt

    Slökustu þrír
    1. Rise
    2.Crouch
    3. Og nýi vinstri kanturinn Leva eða L eitthvað

  34. Gerrard
    Alonso/Mascherano
    Lucas
    Sissoko

    Þetta myndi maður segja að sé gáfulegasta forgangsröðin á miðjumönnum okkar í dag. Liv´pool 🙂 er með fimm frábæra miðjumenn og langt síðan svo var síðast.
    Gerrard er einfaldlega einn af fimm bestu leikmönnum í heimi. Nóg um hann. Svo fer það eftir áherslum hvort Alonso eða Mascherano eigi að byrja, en liðið veikist ekki með annan hvorn. Segja má að ef Gerrard meiðist þá taki Alonso “playmaker” hlutverkið þó að hann sé leikmaður sem vilji spila aftar. Svo er langt síðan ég hef séð jafn ótrúlega gáfaðan leikmann og Mascherano. Staðsetningar og hlaup til fyrirmyndar og hann minnir á hreinsunartilburði Makelele nema að hann kemur boltanum betur frá sér. En þessir þrír eru allir heimsklassaleikmenn og eiga því tilkall að vera fyrstir inn.
    Lucas lítur svo mjög vel út. Það ber vott um frábæra leikmenn að geta spilað jafn örugglega í fyrstu og annari snertingu og hann gerði í gær. Spilið mun örugglega ganga mjög vel í gegnum þennan mann.
    Og þá er það jarðýtan frá Malí. Því miður fyrir kappann er hann langt á eftir þessum fjórum í því sem skiptir máli…að spila fótbolta. Þó að menn missi sig yfir einu marki er þá til of mikils ætlast að miðjumaður hjá Liverpool skori á 70-80 leikja fresti? Hann á síðan að vera súpertæklari en hann er meira að segja langt á eftir Mascherano í því.
    En það er frábært að vera með lið þar sem Sissoko er fimmti kostur.

  35. Eg verd ad vera sammala morgum her ad ofan, Mascherano var madur leiksins….Hann er svo godur ad eg fullyrdi ad hann se betri en Claude Makelele var tegar hann var upp a sitt besta. Mascherano hefur allt sem Claude hafdi og einnig er hann frabaer ad dreifa spilinu auk tess tar sem hann hleypir engum framhja ser og lokar a allt uppbyggilegt spil fra motherjanum. Alonso er i einna mestu uppahaldi hja mer hja Liverpool, en Mascherano hefur einnig verid ad skora svo mikid af stigum, ad tad er ekki annad haegt en ad dadst af tessum snilldarleikmanni.

    Mikid er gott ad vid buum yfir bestu midjumonnum a Englandi/Evropu (Gerrard, Alonso, Mascherano, Sissoko (Lucas) 🙂

  36. Hárrétt hjá Daða og Sigga Erni.
    Ég hef verið að reyna að segja þetta en Momo er einfaldlega ekki nægilega góður fótboltalega séð. Síðan er það rétt að Lucas er greinilega toppmaður, einnar snertingar bolti og mjög öruggur. Held að sumir hafi búist við að hann myndi bara leika upp allan völlinn og skora 🙂

    Annað mál, John Arne Riise? Sá leikmaður er nánast verri en Sissoko í spili. Það er alveg off að Riise geti hitt á mann og hvað þá tekið á móti fimm metra sendingu.

  37. Sammála flestu sem komið hefur hér fram. Benayoun, Kuyt og Mascherano voru bestu menn liðsins og aðrir áttu fínan leik.

    En það er eitt sem ég hef verið að spá í. Hvað ætli Benitez hafi verið að hugsa með síðustu skiptingunni sinni. Að setja Finnan inn fyrir Agger, þá setti hann Finnan í vinstri bakvörðinn og Riise í miðvörðinn. Mér hefði nú fundist það liggja betur við að setja Arbeloa í miðvörðinn og Finnan í hægri bak. Ætli Benitez sé eitthvað að spá í því hvort hægt sé að nota Riise sem miðvörð? Annars var náttúrulega lítið hægt að dæma um það á þessum leik enda komust Toulouse menn ekki yfir miðju síðustu 10 mínúturnar.

  38. Er að vísu ekki sammála Daða og Andra með að Lucas eigi að vera fyrir ofan Sissoko. Finnst Sissoko mjög góður leikmaður, en hann getur orðið enn betri, þarf að fínpússa sendingar og skot, sem hann er núþegar að vinna í;)

    Er sammála þér með Riise Andri, hann er ekki nógu góður heildarleikmaður! Vissulega góður skotmaður og sæmilegur varnarmaður, en vinstri bakvörður þarf að vera afburðarvarnarmaður með gott touch og því miður býr Riise ekki yfir þessum kostum.

  39. Ertu ósammála mörgum með sendingarnar hjá Sissoko FHS? Ertu að dæma það útfrá þessum leik? Menn hafa verið að dæma um þetta út frá nokkrum leikjum. Sendingar hans voru nánast óaðfinnanlegar gegn Sunderland og að mínu mati á öllu undirbúningstímabilinu. Svo kemur einn leikur þar sem hann er með nokkrar feilsendingar og þá er það bara skjalfest að hann hafi ekkert bætt sig. Í einum 4 leikjum fyrir Toulouse leikinn var hann að senda afar vel, mun betur en á síðasta tímabili og ef það er ekki að bæta sig í þessu, þá veit ég ekki hvað það er. Mér finnst gagnrýni á hann vera oft á tíðum way over the top.

    Andri Fannar telur hann ekki vera góðan í fótbolta, en er tilbúinn að hefja Lucas upp í hæstu hæðir eftir heilar 20 mínútur í leik þar sem við áttum gjörsamlega miðjuna frá a-ö. Ég er reyndar á því að það er alveg sama þótt Momo bæti sig á öllum sviðum, það munu vera margir stuðningsmenn Liverpool sem hreinlega ætla sér ekki að taka hann í sátt, sama hvernig hann spilar. Persónulega finnst mér hann geysilega sterkur sem fjórði kostur á miðjunni hjá okkur, og það er leitun að sterkari manni í þeirri stöðu. Hann er í þessu af lífi og sál og gefur sig 120% í það sem hann gerir. Fyrir mér er það gríðarlega stór factor og er væntanlega ein stærsta ástæða þess að þessi leikmaður er einn sá allra, allra vinsælasti á Anfield á meðal þeirra sem sækja leiki þar reglulega. Ég held að það sé enginn núverandi leikmaður liðsins sem á jafn marga söngva tileinkaða sér á Anfield eins og Momo.

    Einn ánægður með piltinn og í skýjunum yfir að hann hafi skrifað undir nýjan 5 ára samning sem tryggir hann hjá okkur til 27 ára aldurs.

  40. Ég held að þessir söngvar séu nú frekar útaf því að hann er fínn gaur og flottur heldur en útaf hæfileikum. Ég var heldur ekki að segja að hann er handónýtur heldur bara að liðið spilar meiri fótbolta með hinum leikmönnunum, betra spil og ekki mikið síðri tæklarar, sérstaklega ekki ef maður ber Momo við Mascherano sem er algjör snillingur í að vinna boltann OG HALDA HONUM INNAN LIÐSINS. Sem er eitthvað sem Momo þarf að bæta og vonandi gerir hann það.

    Burtséð frá þessu þá var þetta flottur leikur, glæsileg pressa og vel klárað hjá liðinu í heild.

  41. Sammála Daða, Sissoko er (ennþá) ekki orðinn nógu góður fram á við og hægir of oft á eða skemmir sóknir Liverpool manna. En á móti kemur að hann er bara 21 eða 22 ára og hefur t.d. bara núna á nokkrum mánuðum bætt sig rosalega og er orðið allt annað að sjá til hans núna heldur en í fyrra.

    Ég lít því ennþá á hann sem frábæran fjórða kost á miðjunni og sem gríðarlegt efni (mér finnst ekki hægt að dæma Lucas fyrr en eftir 5-10 leiki í fyrsta lagi).

    Varðandi JM þá held ég að Rafa hafi verið að halda upphaflegu plani sínu í byrjun tímabils, það er að hvíla hann eftir Copa America í fyrstu umferðunum, því að það verður ANSI ERFITT fyrir hann að nota hann ekki sem fyrsta kost með Gerrard í stóru leikjunum í vetur (á kostnað Alonso eða sóknarmanns)

    Sé alveg fyrir mér einhverja stóra útileiki í vetur sem byrja ca. svona
    vörnin
    JM, Alonso
    Pennant, Gerrard Babel
    Torres

    en ég hef allavega trú á og vona innilega að það þurfi margir andstæðingar rotation kerfisins að éta hatt sinn og staf í vetur.

  42. Einar, ég tel liðið þá hafa styrkst milli ára því Momo er mun betri Zenden heldur en Zenden var 🙂

    (þetta var þá gáfulegasta sem ég kem til með að láta út úr mér í dag)

  43. Annars er hérna athyglisverður punktur frá Bascombe varðandi Mascherano

    Now all Rafa has to do is ask his pal Sir Alex for some tips on how to get the Premier League to agree a more permanent, longer contract for such a player at a fifth of his real value.

    Semsagt, Bascombe virðist vera á því að Mascherano sé bara hjá okkur að láni. Ég trúi ekki öðru en að Rafa sé að reyna að gera eitthvað til þess að hann verði hjá okkur umfram lánstímann. Þvílíkur snillingur.

    Áhyggjuefnið yrði þó verðið. Owen Hargreaves, sem er 3 árum eldri en Mascherano (Masche er 23 ÁRA GAMALL) var seldur á 17 milljónir. Ef að Hargreaves er virði 17 milljóna punda, þá hlýtur Mascherano að vera að minnsta kosti 25 milljón punda virði.

  44. Mascherano var án vafa maður leiksins, sá var að setja pressu á Benitez um byrjunarliðssæti í næsta leik. Nú annað, það hjó mig að menn sáu sér ekki þörf um að ræða um Riise fyrr en í ummæli nr. 43. Það er næsta víst að þetta er veikasti hlekkurinn í liðinu, einhæfur með afburðum og það eru nú menn í þessu liði sem geta skotið á markið en hjá Riise er það 1 af hverjum 15-20 skotum sem rata á markið og þá er hann ómissandi og óþolandi að svona leikmaður virðist eiga fast sæti í byrjunarliðinu. Það var einungis hann sem dró úr því að Leto gæti sýnt hvað hann gæti því hann bombar boltanum bara upp völlinn, hann er ekki að spila boltanum eins og Arbeloa/Benayoun. Út með Riise og þá er þetta klárt mál.

  45. Ef maður myndi dæmi leikmenn af framistöðu þeirra fyrstu 80 mín þá er alveg ljóst að Mascherano var yfirburðarmaður á vellinum. Fannst Kuyt standa fyrir sínu og Crouch frekar daufur, báðir klúðruðu fjölda færa. Ef maður lítur heilt yfir er þá náði Kuyt að rétta úr kútnum í lokin og átti heilt yfir fínan leik. Ein stoðsending og tvö mörk, ekki slæmt.

  46. Ég játa það fúslega að fyrir 4 mánuðum var ég alveg við það að gefast upp á momo sissoko sem liverpool leikmanni en síðustu 2 leikir hafa algjörlega snúið viðhorfi mínu til hans. Það var algjör unun að fylgjast með honum bæði í leiknum í gær sem og gegn sunderland á laugardaginn, hann vann svo gott sem alla bolta sem hann kom nálægt og gaf svo varla feilsendingu og þegar hann gerði það var hann oft og iðulega sá sem vann boltann til baka. Vissulega eru flestar hans sendingar stuttar og yrifleitt á næsta mann en hann er farinn að þekkja sín takmörk og hans hlutverk í liðinu er ekki að vera skapandi fyrir aðra, hann á að vinna boltana og í því eru fáir betri en hann.

    Maður hefur heyrt háværar kvartanir um að Sissoko sé ekki sókndjarfur miðjumaður og eigi að spila í ruslasöfnunarstöðu rétt fyrir framan vörnina en það er að mínu mati algjör vitleysa. Það er ástæða fyrir því að hvorki Sunderland né Toulouse sáust mikið inni á vallarhelmingi Liverpool og sú ástæða heitir momo sissoko. Með því að spila honum hátt á vellinum er hann að trufla leikmenn andstæðinganna inni á þeirra eigin vallarhelmingi og Liverpool er að vinna boltana þar í staðinn fyrir að vinna þá við eigin vítateig. Ég er ekkert að finna upp hjólið með því að segja að því meira sem þú ert með boltann í og við vítateig andstæðinganna því líklegra er að þú skorir mörk, þetta veit Rafa Benitez mjög vel og þess vegna spilar hann sissoko svona framarlega á vellinum.

    Arbeloa er svo annar leikmaður sem ég verð að hrósa líka. Það að hann skuli vera í Liverpool er skýrt og klárt dæmi um að galactico stefna real madrid var katastrófa frá a til ö. Ef ég þyrfti að velja milli Arbeloa og Sergio Ramos myndi ég velja Arbeloa í 99 skipti af 100. Vinnusemin, dugnaðurinn og hæfileikarnir hjá honum eru allt til fyrirmyndar og að hafa fengið hann fyrir litlar 2.5 milljónir punda er hreinlega stuldur. Hann er bara 24 ára og á því öll sín bestu ár í boltanum eftir og ég sé ekki fram á annað en að eftir því sem líður á þetta tímabil og það næsta verði hann farinn að gera alvarlegt tilkall til að hirða hægri bakvarðastöðuna af Finnan. Það að hann sé í raun betri vinstri bakvörður en Riise segir svo sitt um fjölhæfni hans sem leikmanns.

    Benayoun fær svo síðasta hrósið mitt í dag. Hann var að mínu mati klárlega maður leiksins í gær. Mest öll hættan sem Liverpool skapaði í gær kom að einvherju leiti frá Benayoun og ekki nóg með að hann legði upp 2 mörk, það seinna með stórkostlegri sendingu, að þá átti hann stóran þátt í fyrsta marki leiksins líka. Honum hefur verið líkt við Luis Garcia og þeir eru ekki ólíkir leikmenn en í fyrsta markinu í gær sýndi benayoun hæfileika sem garcia vantaði klárlega og gerir það að verkum að ég tel að hann verði okkur mun drjúgari í deildinni en garcia var – almennilega baráttu.

    Ekki misskilja mig, ég elskaði garcia og var svekktur að sjá hann fara en hversu oft sá maður hann reyna ómögulega hluti, missa boltann og liggja svo í grasinu á meðan andstæðingurinn geystist í sókn. Í gær gerðist þetta hjá benayoun, hann reyndi að sóla 3 leikmenn og mistókst en fyrsta hugsun hans var að vinna boltann aftur sem og hann gerði með því að tækla hann út á kant til kuyt sem sendi hann svo fyrir á crouch sem notaði alla sína 2 metra til að ná til boltans og koma honum í netið. Ég fullyrði það líka að 99% leikmanna hefðu tæklað boltann til baka á sissoko sem hefði verið töluvert auðveldara en benayoun hafði yfirsýnina til að sjá kuyt á kantinum og hæfileikana til að koma boltanum þangað og liðið uppskar mark út úr því.

    Ég hef fulla trú á að benayoun komi til með að spila töluvert mikið með liðinu í vetur og ef eitthvað er að marka leikinn í gær að þá á hann eftir að skila hlutverki sínu með miklum sóma og í sameiningu með pennant koma til með að veita benitez enn einn höfuðverkin þegar kemur að því að velja í liðið.

  47. Eigum við ekki forkaupsrétt á Mascherano og var ekki búið að ákveða verð ef hann myndi standa sig að þessum 18. mánaða lánssamningi loknum??? Er einhver með svörin við þessu, þar sem að það er nauðsynlegt að við festum kaup á þessum snillingi!

  48. Sammála Svenna um Arbeloa og Benayoun

    Ekki sammála um Sissoko. En vonandi nær hann að breyta áliti mínu.

  49. Algjörlega sammála Svenna, meira að segja með Sissoko. Ekki að ég sé farinn að halda að hann sé okkar besti miðjumaður en virðist þekkja takmörk sín betur. Hans hlutverk snýst um að pressa hátt, vinna boltann og koma honum á næsta mann og þá meina ég næsta mann og gera það strax! Didi Hamann fór aðeins í taugarnar á mér á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool einmitt fyrir að hanga stundum á boltanum og reyna erfiða hluti. Þegar hann fór að gera hlutina einfalt þá blómstraði hann í mörg ár hjá okkur. Sissoko er vonandi að þróast í svipaða átt.

    Að sjá Sissoko og Mascherano spila saman á miðjunni, þetta var eins og að sjá tvær sláttuvélar vinna. Það var allt slegið niður í gras svörðinn á fagmannlegan máta 🙂

  50. Hjálmar, lestu þetta aftur.

    Ég er að tala um að Momo sé hinn nýji Zenden hvað það varðar að þetta sé leikmaður, sem er miðjumaður númer 4 og við elskum að rífast um. Ég hélt að það væri skýrt að ég væri ekki að bera saman getu þeirra.

Liðið gegn Toulouse komið: Leto byrjar!

Leikmannahópurinn 2007-08.