Hægri kanturinn hjá enska landsliðinu

Hérna er vinsamleg ráðlegging til Steve McClaren: Ef þú vilt ekki að David Beckham og hans meiðsli/uppákomur verði forsíðufrétt hjá BBC allt þetta keppnistímabil, þá ættirðu að vera skynsamur í dag og velja í hans stað besta hægri kantmann Englands í dag í landsliðshópinn.

Það má vel vera að Beckham geti enn skorað úr aukaspyrnum, en hann gerir lítið annað en það af viti þessa dagana.

Ef að McClaren velur í staðinn David Bentley þá hefur hann enn sannað að hann er ekki að valda þessu starfi. Nógu slæmt er að hann hafi eina framherjann, sem getur skorað fyrir enska landsliðið, alltaf á bekknum

59 Comments

  1. Það er svo laaaangt síðan þessi “stjóri” sannaði það í verki að hann er clueless í þessu starfi og er akkúrat enginn maður í það. Hann hefur sannað það svo ótal mörgum sinnum.

    Þetta Beckham dæmi er bara einn hrikalega stór brandari. Þessi dúkkulísa dettur inn í sjálfa fréttatímana með liði sínu í USA. Hversu mikil heimska er það og eru virkilega einhverjir þarna úti sem hafa áhuga á fréttum af Beckham í Ameríku? Hann á ekki heima í þessu landsliði fyrir fimmaur og í rauninni það eina sem Steve McClaren hefur gert rétt í starfi var þegar hann droppaði honum eftir HM. En hann þurfti auðvitað að drulla upp á bak með því að kalla hann inn aftur.

    En það mun ekki koma mér neitt á óvart þótt bjáninn velji Bentley í landsliðið.

  2. Mjög sammála þér þarna. David Bentley á engan veginn að geta slegið J. Pennant úr vegi miðað við frammistöðu Pennant uppá síðkastið. Pennant hefur veirð snöggur og fljótur og það er kannski sem landsliðinu vantar því þeir eru í bölvuðu basli í riðlinum sínum að fá smá hreyfingu á hægri kantinn, þó ég er ekki að segja að Wright-Philipps getur gefið mikinn hraða þarna því hann er snöggur líka en mér finnst að Pennant eigið skilið tækifæri.

    Alveg bókað.

  3. Ég er alveg sammála um að gefa Pennant séns í lansliðinu, það er engin spurning miðað við gengi hans undanfarið. En ég verð nú samt að segja að Beckam er einn mikilvægasti hlekkurinn í enska landsliðinu. Þegar hann spilar þá á hann nánast þátt í mörkum í hverjum einasta leik. Einnig var enska lansliðinu buið að ganga mjög illa eftir að Steve mcClaren valdi hann ekki í liðið og svo þegar að hann loksins valdi hann þá byrjaði þeim að ganga mjög vel.

  4. Backham á svo skilið að vera í landsliðinu, ætti að komast í byrjunarliðið í hvaða félagsliði sem er í heiminum líka ef út í það er farið.

    Það hvað hann er mikið í sviðsljóinu hefur ekkert með fótboltahæfileika hans að gera.

    Þó hann geti enþá skorað úr aukasp? Var hann ekki að leggja upp 3 mörk í einum leik hérna fyrir viku? 😀

    Beckham á svo sannarlega að vera í þessum hóp ef hann er heill en það er algjör óþarfi að gefa honum sætið, hann á barasta að eiga í harðri baráttu við Pennant um að halda því 😀

  5. Vinsamlegast ekki velja nokkurn einasta mann úr Liverpool. Takk fyrir !

    Verið skynsamir og fagnið ákvörðun Carra um að draga sig úr þessum viðbjóð sem landsliðið er.

    YNWA

  6. Já, lagði upp þrjú mörk 🙂

    Crouch væri nú með margar stoðsendingar skráðar á sig ef talið væri líka sendingin sem er á manninn sem á svo sjálfa stoðsendinguna. Beckham gat ekkert á HM síðast, það er bara fact. Ekki ein hornspyrna hjá honum tókst þá, og eru nú sendingarnar hans aðal sérsvið. Það að hann sé kominn til USA ætti svo að gera endanlega út um veru hans í landsliðinu, ég meina, Juan Pablo Angel er stjarna og yfirburðarframherji þar á bæ núna. En hvað um það, mér finnst þetta sýna fram á hreðjaleysi Steve McClaren enn og aftur. Og ég fullyrði það að hann kæmist ekki í byrjunarlið hjá okkur, ég vil fá Pennant eins og hann hefur verið að spila, any day fram yfir Beckham í mitt lið.

    Mér finnst Pennant eiga skilið sæti í landsliðinu, en eins og áður, þá græt ég ekki þegar leikmenn Liverpool fá auka tíma með Rafa á æfingasvæðinu á meðan landsleikir eru.

  7. Mér finnst það nokkuð magnað að það er ekki einu sinni minnst á Pennant í þessari Guardian grein. Það er eins og að þeir sem eru ekki Liverpool menn finnist það ekki vera möguleiki að hann verði valinn í landsliðið. Ætli það sé ekki meiri líkur á því að Filippía Neville verði valin og sett þarna á hægri kantinn.

  8. Meiri líkur, hún verður valin. Það er mun erfiðara að komast út úr þessu landsliði heldur en í það.

  9. Verð nú að viðurkenna að Pennant mætti koma þarna inn. En ekki í byrjunarliðið þar sem SWP er búinn að vera að spila eins og engill undanfarið.

    Og er betri.

  10. “Var hann ekki að leggja upp 3 mörk í einum leik hérna fyrir viku?” (sbr. ummæli 5)
    Fótboltinn (soccerinn) í Ameríku er varla samanburðarhæfur við evrópskan bolta, hvað þá þann enska svo ég býst við að þessi tilvitnun hér að ofan hafi verið sett fram í hugsunarleysi.

  11. SSteinn, líttu þér nær.

    Af 6 mörkum Englands á HM 2006 þá skoraði Beckham 1 mark og átti 4 beinar stoðsendingar. Ömurlegur?

    Svo mæli ég með því að þú horfir á England-Eistland frá því í júní. Stoðsendingar hans í þeim leik eru báðar með þeim fallegustu sem ég hef séð.
    Það að halda því fram að Pennant sé betri en Beckham hlýtur að vera eitthvað grín, þó hann eigi alveg skilið tækifæri með landsliðinu.
    Hversu margar beinar stoðsendingar hefur Pennant átt undanfarið fyrir Liverpool?

  12. Engan Liverpool-mann í enska landsliðið takk.
    Englendingar eru að drepast úr meðalmennsku og eins gott að halda okkar mönnum eins langt frá þessu stórslysi hans McLaren og hægt er.

  13. Snorri, undanfarin 7 ár hefur enska landsliðið snúist meira um rassinn á Beckham heldur en að ná árangri.
    Jú maðurinn er hæfileikaríkur en liðið er búið að vera gjörsamlega í ójafnvægi útaf því að allt þarf að snúast um hann í staðinn fyrir að byggja liðið upp á liðsheild þar sem Terry-Gerrard-Rooney væru stórkarlarnir.

  14. Og hvaðan færðu þá tölfræði Snorri?

    Samkvæmt http://www.fifa.com þá átti hann 2 stoðsendingar en ekki 4. Líta mér nær? Hvert? Hornspyrnur hans á mótinu voru slakar og hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og mikið líf færðist í leik liðsins þegar Lennon kom inná fyrir hann í leikjum.

    Ég stend við það að hann kæmist ekki í byrjunarlið Liverpool, því við þurfum á hraða að halda á köntunum.

  15. Líta mér nær? Hvert? Samkvæmt http://www.fifa.com þá átti hann 2 stoðsendingar í mótinu en ekki 4 “beinar” eins og þú heldur fram. Hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á mótinu og þegar Lennon kom inná fyrir hann í leikjum, þá skapaðist oftast mun meiri hætta í sóknarleik liðsins.

    Stend við það að hann kæmist ekki í byrjunarliðið hjá okkur, og heldur ekki “í hvaða félagslið í heiminum”. Við þurfum hraða á kantana okkar og það er eitthvað sem Beckham hefur ekki.

  16. Því færri Liverpool menn í landsliðinu því betra fyrir Liverpool. Færri ferðalög, leikmenn óþreyttari, liðið getur æft meira saman og meiðslahætta minnkar til muna.

  17. Æji, ég er þreyttur á þessum “enga Liverpool menn í landsliðið” söng. Halda menn virkilega að menn hafi ekkert gott af því að vera í landsliðinu. Haldiði ekki að Jermaine Pennant myndi bæta sig enn frekar sem leikmaður ef hann fengi að spila á EM?

    Já, þessi landsliðsmál eru oft bögg, en við megum ekki bara horfa á neikvæðu hliðarnar við þáttöku.

    Og það er fráleitt að halda því fram að David Beckham kæmist í byrjunarlið í hvaða liði í heimi. Hann hefði eflaust getað það fyrir 3-4 árum, en ekki í dag. Hann kæmist til að mynda ekki í byrjunarlið Liverpool né í sínu gamla liði, Man U.

  18. Það að Jermaine Pennant eigi að vera í enska landsliðinu (að mati sumra hérna) segir okkur hversu glatað enska landsliðið er í dag.

  19. Auðvitað yrði það mikið “boost” fyrir mann eins og Pennant að vera valinn í landsliðið. Það nagar mann bara alltaf hversu oft menn virðast koma laskaðir frá þessum landsleikjum og ætli Jamie Redknapp landsliðsferillinn sé ekki alltaf in the background hjá manni þegar maður er að óska þess að sem fæstir okkar manna þurfi að fara í landsleikina. En jú, fyrir unga leikmenn eins og Pennant, þá myndi þetta hjálpa sjálfstraustinu mikið.

    Bara svona fyrir Finn, þá held ég að maður sem var einn albesti leikmaðurinn á vellinum í Úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sé nú búinn að sýna fram á það að hann geti spilað á “stóra sviðinu” og ef vera hans í hóp Englands segir okkur til um það hversu glatað það er, þá held ég að ansi mörg og allflest landslið séu “glötuð”.

  20. England squad: Robinson (Tottenham), James (Portsmouth), Carson (Aston Villa), Richards (Man City), P Neville (Everton), Ferdinand (Man Utd), Terry (Chelsea), Campbell (Portsmouth), A Cole (Chelsea), Shorey (Reading), Brown (Man Utd), Barry (Aston Villa), Wright-Phillips (Chelsea), Bentley (Blackburn), Gerrard (Liverpool), Hargreaves (Man Utd), Lampard (Chelsea), Carrick (Man Utd), Downing (Middlesbrough), J Cole (Chelsea), Owen (Newcastle), Crouch (Liverpool), Smith (Newcastle), Johnson (Everton), Defoe (Tottenham), A Young (Aston Villa).

    Come on Germany 😉

  21. Jæja, það fór eins og mann grunaði. Nokkur nöfn þarna sem mér finnst alveg ótrúlegt að séu valin í landsliðið:

    P. Neville – Þarf ekki útskýringar
    S. Campbell – Hvar er Dawson? Dawson spilar líklega um helgina með Spurs eftir að hafa verið meiddur, en ekki valinn. Samt er Gerrard valinn og engar líkur eru taldar á því að hann verði klár um helginaþ
    D. Bentley – Búnir að ræða það hér fyrr í þræðinum. Hvar er þá Lennon? Sama á við um Lennon eins og Dawson.
    S. Downing – Hef aldrei og mun aldrei skilja veru hans í landsliði.
    A. Smith – Spilar ekki einu sinni framherjastöðuna með Newcastle, hvað með Bent (sama á við með hann og hina Spurs leikmennina hér að ofan).

  22. Eina ástæða þess að að Downing er í þessu liði er sú að hann spilaði hjá McClown í Boro og er víst eini enski vinstri kantmaðurinn í deildinni.

  23. Ég hef tvennt um þetta mál að segja:

    Í fyrsta lagi, þá finnst mér sorglegt að sumir skuli hafa dæmt Jermaine Pennant sem leikmann áður en hann spilaði leik fyrir Liverpool (eða jafnvel þegar hann lék illa fyrir liðið fyrir ári síðan) og að þessir sömu menn neiti hreinlega að breyta áliti sínu á honum. Ég hafði eitt sinn lítið álit á Peter Crouch; svo horfði ég á hann spila vel í tvö tímabil með Liverpool og Englandi og hef miklu hærra álit á honum en áður. Hættið þessum fordómum gagnvart Pennant og þá sjáið þið að í dag er hann hættulegasti kantmaður Englands. Punktur.

    Í öðru lagi, þá tek ég undir með SSteini í því að það er svo laaaaangt síðan Steve McClaren var afhjúpaður sem vanhæfur landsliðsþjálfari að það er ekki fyndið. Þetta með Pennant og Bentley er bara tár í bakkafullan lækinn. Hvernig í ósköpunum getur nokkur maður borið þá saman, með fullri virðingu fyrir Bentley, og séð að Pennant sé lakari? Þeir eru báðir fyrrverandi Arsenal-menn, en samanburðinum lýkur þar. Hvor þeirra hefur verið að spila í Meistaradeildinni? Hvor þeirra var maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor fyrir sitt lið? Hvor þeirra spilar vikulega með landsliðsmönnum á borð við Gerrard og Crouch, svo ekki sé minnst á landsliðsmenn erlendra liða? Það er bara fáááránlegt að reyna að réttlæta það að Bentley sé hæfari í þetta landslið en Pennant.

    Þetta er svo langt gengið að enskir áhangendur eru sumir hverjir farnir að vona að liðið tapi í haust, til þess að losna við McClaren og fá inn alvöru þjálfara. Það segir allt sem segja þarf.

  24. Ég verð að segja fyrir mína parta þá kemur þetta landsliðsval alls ekki á óvart, McClaren er og verður ávallt jafn óhæfur í þetta starf. Mætti halda að kollegi hans hjá íslenska landsliðinu hafi farið á sama námskeið: Hvernig á að velja lélegt landslið!

  25. Ég hefði getað nefnt fleiri en bara Pennant. Enska landsliðið í fótbolta er bara skelfilega lélegt og hefur verið lengi. En fyrst við erum að tala um Pennant, prófið að bera hann saman við aðra (hægri) vængmenn í heiminum, ykkur kann að þykja hann góður, en í mínum augum er hann í besta falli meðalmaður. Ef enska landsliðið á að láta taka sig alvarlega þá þarf það að vera með alvöru leikmenn í öllum stöðum.

  26. Ok, Finnur – berum hann saman við aðra hægri kantmenn í heiminum. Ef hann er meðalmaður, þá hljótum við að geta nefnt allavegana 30 hægri kantmenn, sem eru betri en hann.

  27. Hvers vegna þarf hann að réttlæta það að honum finnist pennant ekki merkilegur leikmaður? Mér finnst það sjálfum að hann sé ekkert spes, alls ekki nógu góður til að vera byrjunarliðsmaður í Liverpool. Pennant er fínn, en enginn Joaquin, Silva, Cronaldo, SWP eða Joe cole.

    Og common, finnst eitthverjum Pennant vera betri en Beckham?

  28. Já mér. Ekki jafn góður í sendingum, en bætir það upp með hraða og leikni. Hefði sagt annað fyrir 3-4 árum síðan.

    Fínt að þú nefnir Joaquin hérna í þessari upptalningu. Hann hefur verið þvílík vonbrigði síðustu 2-3 árin, og þessi most promising hægri kantmaður í Evrópu hefur hreinlega ekki verið fugl né fiskur í langan tíma. Svo nefnir þú Silva (reikna með að það sé Valencia Silva) en hann er ef mig misminnir ekki, vinstri kantmaður. SWP getur alveg spilað vel, en hann hefur nú lítið sýnt undanfarin tvö árin, og ég fullyrði það að hann hefur sýnt mun minna en Pennant nokkur hefur gert.

  29. Hvers vegna þarf hann að réttlæta það að honum finnist pennant ekki merkilegur leikmaður?

    Það er eitt að segja “mér finnst hann ekki merkilegur” – annað að segja að hann sé “meðalmaður”. Ég vil bara vita hverjir eru svona mikið betri en Pennant. Joe Cole og Silva spila vanalega á vinstri kanti. Ég er sammála um að Ronaldo er betri en Pennant, en ekki um Joaquin eða SWP.

  30. mér finnst Aaron Lennon vera besti enski hægri kantmaðurinn, ég var ánægður þegar Rafa keypti J. Pennant og finnst hann vera flottur leikmaður… alveg í svipuðum klassa og Lennon og SWP

    Ef einhver efast um hæfileika Pennant þá bið ég þann sama að horfa á leikina sem Liverpool hefur spilað við Chelsea síðan hann kom, hann hefur leikið landsliðsbakvörð Englendinga grátt í þeim leikjum.

  31. S.s. þetta landslið er meðalmennskan uppmálað…
    En þið hljótið að vera að grínast með það að Joaquin og Beckham séu í betra formi þessa dagana?

  32. já. Þú getur fullyrt eins og þú vilt. Það er þitt val.

    Joaquin ekki verið frábær?, getur verið. En Pennant hefur greinilega verið það. Því hann var náttúrulega ekkert efnilegur og engin vonbrigði með hann. hmmm. Ég fullyrði að Joaquin sé margfaldur leikmaður á við Pennant.

    Ég fullyrði hins vegar að allir þessir sem ég taldi upp séu betri kantmenn en Pennant. Það þarf ekki einu sinni að taka af sér Liverpool-gleraugun til þess að sjá það. Pennant væri fínn kantmaður númer 2 í Liverpool, en ekki númer 1 í liði sem ætlar sér að vinna deildina.

    Ég fullyrði að Pennant hafi verið slakur á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool, allt í lagi í fyrra. Ekkert meira en það. Og hefur lítið getað núna. Mér finnst hann vera á svipuðu plani og Riise, fínn leikmaður sem á heima sem backup fyrir betri mann í góðu liði.

    Ég fullyrði að enska landsliðið á alltaf að byrja með SWP á hægri eða Lennon. Það sást ágætlega núna á móti Þýskalandi hvað SWP gerir mikinn usla með hraðanum sínum og fyrirgjöfum.

    Pennant fyrir mér er í svipuðum gæðaflokki og Andy Van Der Meyde. Rúmlega miðlungsmaður.

  33. Var Pennant slakur á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool en allt í lagi í fyrra???? Getur þú útskýrt þetta aðeins betur, enda var síðasta tímabil hans fyrsta hjá Liverpool. “Í fyrra” (lesist fyrir áramót) var hann ekki að brillera, en ég held að það séu all flestir sammála um að síðan um áramótin hefur hann verið að spila bara virkilega vel og hann hefur haldið því áfram á þessu tímabili. En þú segir að hann hafi lítið getað núna. Ef þetta kallast að geta lítið, þá get ég ekki beðið eftir því að hann eigi alvöru leiki, fyrst þetta er svona slakt.

    Þetta með Joaquin er nú ekkert nema útúrsnúningur. Ég sagði einmitt að hann hefði verið einn sá efnilegasti hægri kantur sem fram hefur komið í Evrópu, en síðustu 2-3 árin hafa klárlega verið mikil vonbrigði með hann. Þú getur fullyrt hvað þú vilt með hann og hvað hann sé mikið betri en Pennant, en það breytir því ekki í mínum augum (sem hef fylgst mikið með þeim báðum) að formið þeirra verður ekki borið saman síðustu mánuðina.

    Þú tókst svo algjörlega steininn úr með samanburði við Andy Van Der Meyde. Með því kommenti þá staðfestir þú það algjörlega að þú ætlar ekki að ræða þetta mál á neinum alvarlegum nótum og algjörlega greinilegt að það verður alveg sama hvernig Pennant spilar, þú ert búinn að dæma hann sem leikmann fyrir löngu síðan.

    Over and out.

  34. Þó að Pennant hafi bætt sig vissulega mjög mikið síðan hann kom er hann ekki orðinn heimsklassa kantmaður, hann er kominn rétt yfir meðalmanns-stimpilinn í mínum huga, amk.

    Þið talið um að hann hafi verið einn besti maður vallarins í Aþenu, hann var kannski langmest með boltann en það kom ekki neitt út úr því.

  35. Rúmlega meðalmaður sagði ég og ég stend við allt sem ég sagði.

    Þú gefur í skyn að ég hafi ekkert fylgst með hvorki Joaquin né Pennant. Það er bara kjánalegt.

    Andy Van Der Meyde var byrjunarliðsmaður í Hollenska landsliðinu, sem er sterkara en það enska. Sýnir bara hversu mikið þú fylgist með.

  36. Og hvenær var það væni? Og hversu langt er síðan Meyde gerði eitthvað á fótboltavelli? Eigum við kannski bara að bera Pennant saman við Gerald Vaneneburg sem var frábær á sínum tíma á kantinum hjá Hollandi?

    Hef aldrei haldið því fram að Pennant sé heimsklassamaður, langt því frá. Enda eru það bara einhverjir 2-3 hægri kantmenn í heiminum sem komast í svoleiðis flokk og hann er ekki þar á meðal

  37. EM 2004… Kjánaleg samlíking hjá þér.

    Ég er ekkert að reyna að breyti þinni skoðun, en ég get ekki séð neitt við Pennant sem leikmann. Hann er fínn, en að mínu mati ekki nógu góður fyrir lið sem ætlar að vinna deildina.

    Bestur í úrslitaleiknum í fyrra? ósammála. Fannst Masch klárlega bestur hjá liverpool í þeim leik.

  38. Og já.

    Ekki nota orð eins og “væni” til þess að upphefja sjálfan þig yfir mig á eitthvern hátt.

  39. Engan veginn að reyna að upphefja sjálfan mig á orðinu væni, enda það orð í mínum huga langt frá því að vera neikvætt. Nota þetta orð oft þegar ég er að tala við son minn t.d. og ekki er ég nú að reyna að upphefja mig yfir hann.

    En af hverju er samlíkingin kjánaleg. Þú ert að bera Pennant saman við mann sem hefur lítið sem ekkert sýnt á fótboltavelli eða spilað í einhver ár.

  40. Sigurður þú virkar á mig eins einn af þeim sem ákváðu í byrjun að Pennant væri meðalmaður, því hann kom frá Birmingham en ekki Barcelona, (og ég get viðurkennt það að ég hafði þetta álit á honum) en það þarf ekki nema vera með smá vit á fótbolta, og kanski augu, til þess að sjá að Pennant er búinn að vera með hættulegustu kantmönnum í deildinni síðan eftir jól. Eins og bent var á hérna áðan, þá eru ekki margir kantmenn sem gætu teki Ashley Cole og pakkað honum saman eins og Pennant hefur gert í síðustu tvö skipti sem þeir hafa mæst. Þú verður líklega ekki sáttur fyrr en við kaupum einhverja prímadonnu sem getur gert skærin eins og að drekka vatn eða nafnið hans endi á -nho, eða hvað?

  41. Einar bað um allavega 30 nöfn, hér koma þau :

    Ronaldo, Ribery, Schweinsteiger, Taddei, Mancini, Joaquin, Camoranesi, Marchionni, Stankovic, Figo, Jimenez, Montolivo, Semioli, Nedved, Salihamidzic, Behrami, Bresciano, Diana, Giuly, Esposito, Quagliarella, Rosina, Alves, Pires, Robben, Messi, SWP, Joe Cole, Seedorf, Asamoah.

    Það er hægt að segja að einhverjir þarna séu ekki “alvöru hægri vængmenn” en allir á þessum lista hafa spilað oft hægra megin og hafa plummað sig vel þar og það sem mikilvægast er, ég myndi hafa þá frekar í liðinu mínu sem hægri útherja en Pennant, en það er bara mín skoðun.

  42. Jæja, það var þá listinn yfir hægri KANTMENN. Við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála. Það væru kannski 3 á þessum lista sem ég myndi frekar taka inn á hægri kantinn hjá okkur í dag, framyfir Pennant. Þú veist að Torres hefur spilað á hægri kanti 🙂

  43. Finnur, þú verður að fyrirgefa en þetta er einhver fáránlegasti listi sem ég hef séð. Þú nærð að vísu að nefna 30 nöfn en þú virðist bara týna einhver nöfn til. Geturðu t.d. rökstutt þá skoðun þína að hinn 34ra ára gamli Figo sé betri en Pennant í dag? En hinn 35 ára gamli Pires, sem kemst ekki í Villareal-liðið í dag? Ertu viss um að þú myndir frekar vilja manna hægri kantinn þinn með hinum símeidda vinstri kantmanni Joe Cole, en Pennant? Hvað með Stankovic, sem er líka vinstri kantmaður? Eða Clarence Seedorf, sem ég hélt að ALLIR vissu að er ekki KANTmaður?

    Þér tekst að nefna 30 nöfn. En það eru varla nema svona 10-15 af þeim sem kæmu yfirhöfuð til greina sem staðgenglar Pennant, að mínu mati.

  44. Jæja Stjáni, ert þú núna á heimavelli í ítalska boltanum? Ekki reyna að setja þig á háan hest. Stankovic spilar oft á hægri kanti og gerði það t.d. í opnunarleik Inter í Serie A núna á sunnudaginn og skoraði markið komandi upp hægri kantinn.. Einnig telja sérfræðingar Gazzetta dello Sport að hann muni spila hægra megin gegn Empoli nú um helgina. Einnig spilar Seedorf mjög oft (nánast alltaf) sem útherji í tígulmiðju Milan. Þetta hélt ég að þú vissir, Milan-aðdándinn mikli? Hann býr yfir þeim hæfileikum að geta spilað alls staðar á miðjunni og getur vel leyst af stöðu hægri útherja. Skoðun mín er sú að Figo og Pires séu báðir betri en Pennant og það léttilega. Hvernig á ég að rökstyðja það? Með tölfræði? Pires er einnig ekki 35 ára, heldur 33 ára. Hvernig á ég að taka mark á manni sem gerir lítið úr mínum skoðunum ef sá hinn sami veit ekki hvað hann er að tala um? En hvað veit ég, þú ert maðurinn sem hélst því fram að Jason McAteer væri klassa hægri kantmaður.

    Lastu virkilega síðustu málsgrein mína? Ég skal endurtaka hana hér :

    “Það er hægt að segja að einhverjir þarna séu ekki “alvöru hægri vængmenn” en allir á þessum lista hafa spilað oft hægra megin og hafa plummað sig vel þar og það sem mikilvægast er, ég myndi hafa þá frekar í liðinu mínu sem hægri útherja en Pennant, en það er bara mín skoðun.”

  45. Ég veit ekki hvað er hægt að segja við þessum lista. Nema það að sennilega er vandfundinn sá einstaklingur, sem ég er meira ósammála um mat á “hægri kantmönnum”. Gaman að vita líka að aldur virðist afstæður hjá Finni. Og það er magnað að nánast allir bestu hægri kantmenn í heimi skuli spila á Ítalíu.

    Það er eiginlega ekki hægt að halda áfram svona rökræðum, þannig að best er sennilega bara að segja að við verðum að vera sammála um að vera ósammála.

    En samt athyglisvert að David Bentley og David Beckham komust ekki inná listann. 🙂

  46. Það verður að segjast að Pennant er alls ekki meðal þriggja bestu kantara deildarinnar, fyrir mitt leyti, þó hann sé vissulega þarna syndandi undir þeim sem sitja á toppnum. Aaron Lennon er betri, Ronaldo er betri, Joe Cole er betri. Reyndar er Joe Cole bestur á vinstri vængnum, svo hann telst eiginlega ekki með. En ef hann er þar þá er Malouda á hægri, og hann er betri en Pennant.

    Mér finnst líka David Beckham betri leikmaður. Svo að mínu mati er Pennant þriðji besti valkosturinn í hægri vængstöðuna hjá enska landsliðinu og fjórði eða fimmti besti hægri kantarinn í ensku úrvalsdeildinni. Ég ætla ekki að leggja í samanburð við leikmenn í öðrum deildum eins og sumir í kommentunum en læt það þó fylgja að Pennant er verri en margir á þessum lista hjá Finni og betri en sumir.

  47. Einar, ég valdi bara 30 😉 Einnig var ég ekki að velja bestu kantmenn í heimi sérstaklega. Tók mig bara til og taldi upp 30 betri en Pennant. Svo vill það bara til að ég þekki vel til ítalska boltans og eðlilega valdi ég flesta þaðan.

    Eðli málsins samkvæmt eiga líka bestu fótboltamenn í heimi að vera frá Ítalíu í dag, enda heimsmeistarar.

    Hvað áttu svo við með aldurs-kommentinu? Sé ekki betur en að það séu 3 á þessum lista mínum sem eru sjáanlega vel yfir þrítugu, Figo, Pires og Nedved. Einhverjir þarna eru ’76 model en varla telst það gamalt? Restin stendur svo á þrítugu eða yngra.

  48. shaun wright phillips, Leo Messi, Ludovic Guily, C. Ronaldo, Dejan Stankovic, Ji Sung Park(rosahrifinn af þessum), Dani Alves(spilar aðallega bakvörð en er frábær kantur), David Beckham, Simao, Maxi Rodriques, Scweinstager, Ribery, Wesley Snejder, Camaronesi. Þetta eru þeir leikmenn sem mér finnst betri. Síðan eru fleiri vinsri kantmenn sem spila líka á hægri. Aron Lennon fannst mér ekki góður á síðasta tímabili en var að ´stíga upp úr meiðslum. Pennant á skilið að fá tækifæri og þetta segi æeg united mtuðningsmaður. Eins og sést á vali smá. Annars haldið áfram þessari vinnu alltaf gaman að kikja inn á þessa síðu með þeim bestu og vönduðustu á Íslandi

  49. Totii
    Frá Birmingham?

    Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta bestu vinir, og báðir fífl ef þú vilt flokka menn eftir því hversu “pro” þeir haga sér utan vinnu. Þó fellur Pennant sérstaklega vel í þann hóp. Eða gerði, sjáum til.

    Pennant var hent í burtu frá Arsenal á sínum tíma eftir að hann keyrði bíl Cole á ljósastaur, frekar vel í glasi….

    Þannig var það nú.

  50. Ein spurning og endilega svarið þessu…hvað er svona æðislegt við Aaron Lennon?
    Hvað hefur hann eiginlega gert sem Pennant hefur ekki gert?
    Fyrir utan að sóla einhverja Trinidad-búa á heimsmeistaramótinu hef ég ekki séð Aaron Lennon gera nokkurn skapaðan hlut sem fær mig til að skilja þetta álit sem allir virðast hafa á honum.
    Aaron Lennon career total = 115 leikir og 8 mörk með Tottenham og Leeds. Hann hefur ekki spilað í Meistaradeildinni og á 9 landsleiki að baki án þess að gera neitt eftirminnilegt fyrir utan að hlaupa hringi í kringum einhverja meðalmenn og svo snúið við og hlaupið annan hring í kringum þá.

    Ég mun ávallt samþykkja það að Cristiano Ronaldo sé betri leikmaður heldur en Pennant því það er klárt mál að hann skorar og leggur upp mun meira af mörkum, hefur verið stjarna á heims og evrópumótum og spilað reglulega í meistaradeildinni….en kommon people…. af hverju í ósköpunum Aaron Lennon?

  51. Aaron hefur alltaf heillað mig, ég veit ekki hvað það er, mér finnst hann bara vera ótrúlega skemmtilegur leikmaður, ég hefur alltaf haft gaman af svona litlum fljótum og lunknum leikmönnum, en það er vissulega satt að pennant hefur afrekað meira og ég er ekki viss um að ég myndi skipta á þessum leikmönnum… kanski samt 😛

  52. olræt.

    Það skal engin segja mér að Pennant sæe betri en Figo. Figo leggur meira upp, skorar meira, er með betri fyrirgjafir og betri skot. Þrátt fyrir að vera hægari, þa bætir Figo það upp með því að vera ljósárum á undan í tækni.
    Byrjunarliðsmaður í Inter þrátt fyir aldur. Það hlýtur að segja sitt.

    Og ég gaf Pennant séns. En þegar menn eru svona slakir fyrsta hálfa árið er erfitt að rifa sig uppúr því. En auðvitað hefur hann bætt sig. En ekki nóg.

  53. En Sigurður Orri, var hann ekki “slakur á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool, allt í lagi í fyrra”? 😉

    Á síðasta tímabili þá spilaði Figo 46 leiki með Inter Milano og skoraði í þeim leikjum 2 mörk og átti 5 stoðsendingar.

    Á síðasta tímabili þá spilaði Pennant 52 leiki, skoraði 1 mark og átti 10 stoðsendingar.

    Hvernig Figo leggi meira upp og skori meira (jú rétt þar, alveg heilu marki) skil ég ekki alveg og þessi ljósár er eitthvað breyttur mælikvarði hlýtur að vera 🙂

    En nú legg ég þessa umræðu til hliðar, sér í lagi eftir hrikalega sprækan dag frá félaga Pennant.

Búið að draga í riðla í Meistaradeildinni, erum í riðli A.

Pako á förum