Pako á förum

Það voru ekki góðar fréttir sem maður var að lesa núna. Okkar eini sanni Pako Ayesteran, hægri hönd Rafa, er víst á förum frá Liverpool FC eftir að hafa lent ítrekað upp á kant við Rafa Benítez. Persónulega hef ég verið ákaflega hrifinn af Pako og því sem hann hefur verið að gera. Hann er mjög virtur á meðal leikmanna liðsins og sér alveg um æfingar aðalliðsins, hann hefur stýrt þeim algjörlega úti á æfingasvæðinu. Þessi ágreiningur á milli þeirra er sagður hafa byrjað á undirbúningstímabilinu, þar sem þeir áttu víst ekki að hafa verið sammála um prógrammið. Auðvitað fékk Rafa sínu framgengt, og það má kannski segja að það hafi gengið upp hjá honum. Fleiri núningsfletir urðu í kjölfarið og nú virðist komið að leiðarlokum hjá þeim félögum.

Það versta er að slúðrið segir að bæði Man.Utd og Chelsea hafi áhuga á að nýta sér krafta Pako. Gerðu það nú fyrir mig Pako minn að fara bara aftur heim til Spánar, og þá getur þú ennþá verið á háum stalli hjá manni.

Það verður mikil eftirsjá í kappanum og um leið fróðlegt að sjá hvern Rafa ætlar að fá til liðs við sig í staðinn. Gangi þér allt í haginn Pako og einnig í boltanum, þ.e.a.s. ef þú ferð aftur heim til Spánar.

7 Comments

  1. Mér finnst þetta hræðilegar fréttir. Menn muna væntanlega hvað gerðist þegar aðstoðamaður Houllier hætti árið 2002. Vona að það sama gerist ekki núna.

  2. Ég er hræddur um að þetta séu mjög slæmar fréttir og einhvað sem við þurfum alls ekkert á að halda núna, tímabilið nýbyrjað og liðið hefur virkað vel á mann undanfarið, eftir mikla vinnu með Pako.

    En er ég einn um það að finnast Rafa hafa verið einhvað óvenju trekktur síðustu vikurnar?!? (svosem haft ástæðu til stundum……Styles)

  3. Þetta eru mjög vondar fréttir og vonandi að Rafa fái inn mann hið fyrsta því Pako var gríðarlega mikilvægur hlekkur í keðjunni.

    Hins vegar er ljóst að ef Rafa var ósáttur við eitthvað eða vildi hafa hlutina öðruvísi og Pako gat ekki sætt sig við það þá er þetta eina lausnin. Rafa stendur og fellur með sínum ákvörðunum og ég treysti honum vel fyrir þessum hlutum.

    Vona hins vegar að Pako fari tilbaka og standi sig áfram vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

  4. Mér finnst þetta ekki góðar fréttir…. Ég hélt alltaf að þessir tveir Rafa og Pako væru óaðskiljanlegir!!! Og að hnífurinn rynni ekki milli þeirra. Kannksi er ég bara hissa… Og spyr sjálfan mig hvaða þýðingu þetta hafi fyrir liðið okkar. Sjálfsagt er ég ekki eini Púllarinn sem er að spyrja þeirrar spurningar við þessar fréttir.

  5. Þetta eru verulega slæmar fréttir. Það hefur alltaf verið mín tilfinning að Pako eigi sinn hlut í velgengni liðsins og það verður erfitt að finna góðan staðgengil.

    Eitthvað hefur greinilega gengið á bak við tjöldin. Vonandi finnst hentugur eftirmaður innan skamms.

    En með brottför Pako eru allir þjálfararnir sem komu með Rafa sumarið 2004 horfnir á braut.

  6. Það er engin spurning að þetta eru vond tíðindi. Hann og Benitez hafa unnið vel saman undanfarin ár og verður fróðlegt að vita hvernig Benitez standi sig án hans. En aðstoðarmenn koma og fara. Alex Ferguson og Wenger hafa þurft að skipta reglulega um aðstoðarmenn. Versta í þessu öllu er tímasetningin en þó lán í óláni að það er að koma landsleikjahlé sem ætti að gefa Benitez tíma til að finna eftirmann.

  7. Ég veit að News of the World er allt annað er áreiðanlegur miðill og því ber að taka þessu öllu með mikilli tortryggni:

    “RAFA BENITEZ fell out with his No2 Pako Ayesteran because he was too matey with bitter rival Jose Mourinho.
    The simmering row between the Liverpool management team boiled over after the Premier League clash with Chelsea at Anfield two weeks ago.
    And it came to a head when Ayesteran walked out on Thursday.
    Boss Benitez was furious when he saw Ayesteran hugging Mourinho and joking after the Londoners had pinched a point through Frank Lampard’s controversial penalty.
    An Anfield insider told us: “That was about the last straw for Rafa.
    “Everyone knows Mourinho is not his favourite person and when he saw Pako showing such affection towards him he saw that as blatant disloyalty.
    “There has always been friction between Benitez and Mourinho and Rafa did not take too kindly to one of his staff joking with the opposition manager — especially as he felt Liverpool had been robbed of victory.”
    Ayesteran also had a bust-up with Benitez during the summer, when he was interviewed for the director of football job at Athletic Bilbao without telling the Reds’ chief.
    Their hostility deepened when a new fitness coach, Paco de Miguel, was appointed pre-season. Fitness training was a big part of Ayesteran’s duties.
    The end came when Ayesteran refused to appear in Liverpool’s official squad photograph last week, an act Benitez saw as a further sign of his lack of commitment.
    Our source said: “There was no going back after the photo incident. Rafa was incensed that such a scene took place in front of the whole squad.
    “It is very sad. The two men have worked together for 11 years and were very close.”

    Ég legg nú reyndar engan trúnað í þetta með Mourinho en finnst kenningar varðandi starfið hjá Bilbao og ráðning nýs þolþjálfara líklegri skýringar. En eru þær rétta? Hef ekki hugmynd en mig langar til að heyra sannleikann.

Hægri kanturinn hjá enska landsliðinu

Derby County á morgun!