Sumarið verður kannski ekki eins rólegt hjá okkar mönnum og við héldum? Simon Hughes á Independent henti þessu í loftið áðan:
Chinese investment group supported by the state government attempt to buy Liverpool for £700million. Exclusive: https://t.co/FUAVBM3dZQ
— Simon Hughes (@Simon_Hughes__) 15 June 2016
Tökum öllum svona fréttum auðvitað með fyrirvara en þessi blaðamaður er einn af þeim sem allajafna er tekið mark á og þetta frá Anfield Wrap styrkir fréttina þó í fyrstu hafi flestir haldið að um grín væri að ræða.
Regarding reports of an interest in a Liverpool FC takeover, we have been given this letter. #LFC pic.twitter.com/WIC7wsIHDF
— THE ANFIELD WRAP (@TheAnfieldWrap) 15 June 2016
Fyrir þá sem hafa aðgang að Anfield Wrap eru þeir nú þegar búnir að hlaða í podcast þátt með Simon Hughes, blaðamanninum.
Kínverjarnir virðast a.m.k. hafa boðið í klúbbinn, hvort það sé í allt félagið eða bara hlut í því er óljóst en það er varla verið að bjóða án þess að eitthvað sé búið að ræða málin bak við tjöldin.
Það er ekki beint spennandi að mínu mati að missa liðið í hendur Kínverska ríkisins og heilt yfir hef ég verið sáttur við FSG en mögulega er þetta eina leiðin fram á við vilji Liverpool vera með í hæsta flokki. Eins eru John W. Henry og Tom Werner ekkert að yngjast.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu.
http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/liverpool-takeover-state-backed-chinese-group-want-to-buy-club-from-fenway-for-700m-a7083836.html
Ekkert að marka þetta bull.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-owners-deny-reports-takeover-11479703
Svona til að koma frekar með eitthvað að viti inn í þennan þráð þá bendi ég á í ljósi evrópukeppninar á mjög góða grein sem fjallar um Roy Hodgson og tíma hans hjá Liverpool.
Efnismikil, oddhvöss og niðurstaðan kemur verulega á óvart!
Fyrirsögnin lauslega þýdd.
“Er komin tími til að Liverpool aðdáendur endurmeti Roy Hodgson sem þjálfara?”
https://tomkinstimes.com/2016/06/is-it-time-for-reds-to-reassess-roy-hodgson/
Ohh er ekkert til i þessu..
Plis eg vil nýj eigendur og þa einhverja sem jelst hafa dypri vasa en oll onnur lið i heiminum. Nenni bara ekki þessi meðalmennsku rugli lengur. ÞVÍ MIÐUR ERU PENINGAR AÐ STJÓRNA ÞESSARI IÞRÓTT og þess vegna vill eg bara fa moldríka eigendur sem vilj gera Liverpool að best klúbbi i heiminum.
Smá þráðrán…….
True story.!
After Portugal had a 1-1 draw against Iceland, Ronaldo went home crying a bit.
He wanted to cheer himself up by checking the sales figures of his underwear, CR7.
Surprisingly he saw that in Iceland there was no sale of his underwear!! After checking with his sales manager he cried the whole night through.
It seems Icelanders use underwear with more space for their balls………..
Múhahahahaha
Úff, ef þetta var ekki orðið nógu slæmt fyrir. Á nú að fara slúðra um kaup Kínverja líka. Peningar eru alveg að fara með þessa íþrótt. Eða þannig. Ættla persónulega frekar að lesa þessa grein sem bent er á í athugasemd 2. Tími Roy hjá Liverpool er mjög áhugaverður kafli í sögu Liverpool.
Er fréttin um Kínverja sprungin og orðin að Grínverja?
https://m.youtube.com/watch?v=aNSsSO6VKao
Ég sé miklu meiri möguleika fyrir fjársterka einstaklinga að kaupa Liverpool en í flestum öðrum liðum í heiminum. Lið eins og Liverpool, með þessa, rósum stráða, sögu er það vinsælt út um allan heim að velta þess myndi snaraukast með betri úrslitum í fótboltaleikjum. Búningasala gæti mjög auðveldlega farið aftur í topp fimm og áhorf yrðu einfaldlega miklu meiri en hjá flestum öðrum liðum í Englandi ef Liverpool ynni Evrópudeild meistaradeildarinnar eða yrði Englandsmeistari.
T.d ef Roman Abramovich hefði fjárfest í Liverpool en ekki Chelsea er ég klár á því að það kæmu meiri tekjur á móti þeim peningum sem hann hefði sett í félagið. Sama á við um þá sem fjárfestu í Man City.
Út af þessum ástæðum hef ég einfaldlega aldrei skilið afhverju moldríkir fjárfestar hafa ekki reynt að kaupa þennan klúbb okkar. Þykist halda að megin ástæðan er vegna þess að klúbburinn var skuldum vafinn, áður en FSG tóku við honum og núna er miklu girnilegra eiga hann en nokkurn tímann áður út áður.
Ef FSG eru tilbúnir að eyða því sem þarf í leikmenn að ósk Klopps þá skal ég glaður styðja við Kanana, annars vill maður moldríka eigendur. Ég bara get ekki sæti 6-10 lengur.
P.s. Hvar finnur maður gott stream fyrir England vs Wales ?
Brynjar #8
Staðsetning gæti spilað inní. Liverpool er ekki jafn flott og London.
#9
BBC eða ITV sýna alla leiki í opinni dagskrá.
Ég næ þessu fríkeypis á gervihnettinum Astra.
filmon.com sýnir þetta fríkeypis, en ekki í nógu góðum gæðum fyrir sjónvarpsstærðir.
En fínt fyrir smátækjastærðir. Getur keypt HD aðgang á filmon.com
Tími Roy hjá liverpool var gjörsamlega skelfilegur.
Númer 1
Liðið spilaði ömurlegan fótbolta. Boltinn gekk illa, liðið stjórnaði ekki leikjum, lítið skapandi og samt í vandræðum í vörn.
Númer 2
Hvernig hann talaði Liverpool alltaf niður. Talaði um liverpool eins og þetta væri smáklúbbur sem ætti að vera stoltir af því að fá að spila á móti stóruliðunum. Þegar liverpool tapaði fyrir stórumklúbb þá hrósaði hann liðinu fyrir góða framistöðu og fagnaði jafnteflum.
Númer 3
Hann kom til Liverpool og sagðist vilja að liðið myndi vera skipað 90% af Bretum. Þetta var ekki gott fyrir þá fjölmörgu útlendinga sem voru í liðinu að heyra þetta. s.s þjóðerni var númer 1,2 og 3 burt séð frá getu.
#9 – filmon appið er flott til að horfa í síma og ipad – þar eru itv og bbc og hægt að horfa á leikina þar.
Sælir félagar
Ég veit ekkert um hvað málið snýst með þessa Kinverja en það er ekki gott ef þetta eru kínversk stjórnvöld. Það liggur alltaf eitthvað gruggugt að baki hjá þeim aðilum.
Hinsvegar vil ég gera orð Sigurðar Einars #12 að mínum. Hodgson var, er og verður ömurlegur stjóri. Hann er smásál sem ekki hefur metnað né hjarta til afreka. Hann er svo heppinn nú um stundir að vera með besta landslið Englands um langan tíma í höndunum núna. Samt mun hann klúðra öllu þegar kemur að útsláttarleikjunum því hann er lydda.
Það er nú þannig
YNWA
Slétt sama hvort það séu Kínverjar, arabar eða hvað sem er – svo lengi sem þessir menn hafa fjármagn til þess að koma okkur á toppinn.
United eru að landa Zlatan, Henrikh Mkhitaryan og eflaust eitthvað meira….. en við??????
Rest my case.
Nýir eigendur welcome!!
Alltaf áhugavert þegar svona kemur fram þó að maður taki þessum fréttum með miklum fyrirvara eins og áður. Kannski helst það sem vekur athygli er að þeir sem hafa fjallað um virðast vera aðilar sem mark er tekið á.
Ég held það hafi alltaf verið ljóst að FSG myndu byggja klúbbinn upp til þess að gera hann eins verðmætan og mögulegt væri og líklega með hliðsjón af því að selja hann með hagnaði enda vissu þeir varla hvað fótbolti var þegar þeir keyptu klúbbinn og virðast varla nenna að mæta á leiki nema um úrslitaleiki sé að ræða og því ást þeirra á leiknum og klúbbnum kannski ekki alveg í hæstu hæðum.
Klúbburinn er á ágætis stað til að selja í dag, opna eina flottustu stúku í evrópu í haust, með einn allra frambærilegasta þjálfara sem völ er á. Einnig er hópurinn samansettur af almenn ungum leikmönnum og lítið af leikmönnnum á mjög háum launum.
Ég hef verið mjög hrifinn af þeirri stefnu klúbbsins að kaupa unga og efnilega leikmenn…..mér finnst það alltaf sjarmerandi. Ég er hinsvegar alfarið á móti þeirri stefnu að selja alltaf bestu leikmennina þó að oft hafi það í raun verið orðið nauðsynlegt frekar en hitt. Gallinn er bara að þegar þú kaupir ekki heimsklassaleikmenn heldur býrð þá til þá gengur þetta rosalega hægt og með hliðsjón af leikmannasölum er rosalega erfitt að gera mikið meira en að standa í stað.
Ef aðdáendur vilja reglulega meistaradeild og titla þá eru vissulega meiri líkur á því með eigendum sem hafa það að markmiði að vinna titla, óháð kostnaði. Það eru þó undantekningar sbr. Leicester en við gætum þurft að bíða í 30 ár eftir öðru slíku ævintýri og það finnst mér ekki upplífgandi líkur.
Með nýjum sjónvarpssamningum í PL þá virðast hinsvegar tekjur miðlungsklúbba vera orðnar það háar að þeir eiga að geta boðið sínum bestu leikmönnum samkeppnishæf laun ásamt því að þeir geta mögulega orðið virkari þáttakendur í leikmannakaupum á betri leikmönnum, vonandi mun þetta hafa þær afleiðinar að deildin verði jafnari og því reyni meira á getu þjálfarateymis og uppbyggingu klúbba á heilbrigðan hátt…það myndi færa lfc nær þeim bestu held ég.