Tilboð í Ben Chilwell og Mane?

Paul Jocye og aðrir Liverpool tengdir blaðamenn halda því fram núna í kvöld að Leicester hafi hafnað £7m tilboði í Ben Chilwell og séu að fara fram á £10m fyrir leikmanninn. Joyce segir í sömu frétt að Liverpool hafi fyrir nokkrum vikum lagt fram £30m tilboð í Saido Mane og sé staðráðið í að landa honum úr því Götze ætlar að vera áfram í Þýskalandi. Auk þessa hefur orðrómur um Zielinski aldrei dáið út.

Ef eitthvað er til í þessu er ljóst að innkaupastefna Liverpool hefur lítið sem ekkert breyst og er svipað óspennandi og áður. Ben Chilwell gæti verið mesta efnið í enska boltanum, maður veit aldrei með svona leikmenn en þetta er strákur sem hefur lítið sem ekkert fengið að spila í meistaraflokki og það er auðvitað nákvæmlega ekki þannig samkeppni sem Moreno þarf í stöðu vinstri bakvarðar. £10m fyrir þannig strák er einmitt svona Úrvalsdeildar yfirverð sem lið eins og Liverpool eru nógu vitlaus til að henda í og gera trekk í trekk. Andy Robinson var einnig nefndur í frétt Joyce sem mögulegur varakostur gangi kaupin á Chilwell ekki eftir. Það er ekki langt síðan svipað mikið var látið með þann strák sem síðan hefur tekið út sinn þroska í Hull City, kostar pottþétt ekki minna.

Sadio Mane er að mínu mati alls ekkert óspennandi leikmaður og nákvæmlega sú tegund af leikmanni sem Liverpool vantar. Hann er á góðum aldri og var að spila í liði sem leggur leikinn ekki ósvipað upp og Liverpool. Bíddu hef ég komið með þessi rök áður, orðrétt? Það sem böggar mann er að hann kom til Southamton á £11,8m á sama tíma og Liverpool keypti Adam Lallana á £25m. Liverpool m.ö.o. rúmlega fjármagnaði kaup Southamton á Mane og tóku t.d. Tadic með í kaupæti.

Mane færi aldrei fyrir minna en £30-40m núna og sami hringur byrjar á ný. Downing, Carroll, Lovren, Lallana, Benteke o.s.frv.. Það er ekki að gefa okkur nógu mikið að kaupa bestu leikmenn Newcastle, Villa og Southamton. Þetta er ekki nógu mikill metnaður og önnur lið sýna það í hvert einasta skipti að það var til mikið betri valkostur annarsstaðar í heiminum á miklu lægri pening, bæði hvað varðar kaupverð og laun.

Flestir af þessum leikmönnum sem við fengum frá Southamton eru reyndar lykilmenn í Liverpool í dag en á móti má benda á að Southamton endaði fyrir ofan Liverpool í vetur og tveimur stigum á eftir tímabilið þar á undan.

Hvað Zielinski þá hef ég afar fátt séð spennandi við þann leikmann og sé ekki hvað er betra við hann en t.d. Joe Allen sem á eitt ár eftir af samningi og fer líklega í sumar. Traysti Klopp þó vel til að meta það auðvitað.

Höldum okkur samt alveg á jörðinni ennþá, þetta er bara slúður og líklega verðum við að velta okkur upp úr nýjum leikmönnum í næstu viku. En ef Liverpool ætlar enn eitt árið að halda áfram að setja stóra peninginn í leikmenn innanlands legg ég til að athugað verði hvort Geoff Twentyman eigi ekki barnabarn eða annan nákominn ættingja sem geti séð um þá hlið, kaup á leikmönnum innanlands því þetta hefur verið vesen nánast síðan Twentyman hætti…fyrir 30 árum!

31 Comments

  1. Breskir leikmenn eru bara alltof dyrir miðað við gæði. Ég bendi enn og aftur á að Sanchez fór til Arsenal á ca 35 millur punda, á meðan erum við að kaupa Benteke á ca 32 millur, og gæðamunurinn á þeim er ótrúlega mikill ! Ég er alveg sammála þér Einar þegar þú talar um að það sé ekki nóg að kaupa bestu leikmenn liða eins og southampton og aston Villa, meðan önnur lið í kringum okkur eru að kaupa heimsklassa leikmenn fyrir svipaðar upphæðir. Það bara gengur ekki og er margsannað.
    Hvernig er það er Klopp að sækjast eftir þessum leikmönnum eða excel leikmannanefndin hjá Liverpool ? Það er enn einn hluturinn sem við höfum séð að virkar bara ALLS EKKI ! !

  2. sammála því að maður hefði viljað fá upgrade á Moreno sem hefur ekki verið sannfærandi og erfitt að sjá að Chilwell labbi beint í liðið. Varðandi Mane þá er það held ég bara þannig að ef þú ætlar að fá sóknarmann sem skorar mikið af mörkum þá þarftu að borga fyrir hann talsverða upphæð. Jú það er hægt að fá leikmann sem skorar mikið í t.d hollensku deildinni en þá er alltaf spurning hvort hann muni ná að blómstra í mikið sterkari deild.

  3. Sælir félagar

    Sammála einari M. í einu og öllu í þessum pistli

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Nr. 2

    Það er nefnilega nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að þeir sem spila í Englandi séu líklegri til að standa sig betur en þeir sem eru að spila á meginlandinu. Kosta oftast bara rúmlega tvöfalt meira. Reynsla af ensku úrvalsdeildinni er verulega ofmetið.

  5. þó það sé vissulega að rétt að menn úr ensku deildinnni kosta ansi mikið þá sjáum samt að t.d Leroy Sane er metin á um 30-40 millur en Mane hefur samt verið skora töluvert meira en hann.

  6. Eina von Liverpool stuðningsmanna í 26 ár hefur verið einhver veruleikafirring að sumri til. Nú á meira að segja að taka það af okkur. Klopp breytir þessu ekkert með nærveru sinni einni.

    Hvað þarf mörg ár í viðbót af þessu hálfkáki þar til fólk hættir að nenna þessu? Við eigum ekki einu sinni verðugt nafn til að setja aftan á treyjur lengur. Þetta er langt frá því að vera nóg til að komast í topp 4. Þetta í raun skilar okkur engu ofar en við þegar stöndum.

    Við þurfum eigendur sem kaupa Rodriguez, Pogba og Griezmann, hvað sem það kostar og hvaða laun sem þeir vilja. Ekki einhvern enskan ungling sem eingöngu hefur leikið 8 b-deildarleiki með Huddersfield Town og enga aðra leiki í neinni deild. Ekki varamenn í pólska landsliðinu. Ekki enn einn Southampton manninn á meira en tvöföldu yfirverði. FFS!

    Burt með þessa eigendur og inn með fólk sem ætlar að vinna deildina. Það ætti að vera öllum ljóst að Liverpool mun ekki gera það undir FSG, hvort sem ástæðan sé vanhæfni þeirra eða áhugaleysi, mér er bara alveg sama. Ég hef enga þolinmæði fyrir öðru en eigendum sem ætla að vinna, hvað sem það kostar, hvort sem þeir komi frá Kína eða tunglinu.

  7. Ég hef enga þolinmæði fyrir öðru en eigendum sem ætla að vinna, hvað sem það kostar, hvort sem þeir komi frá Kína eða tunglinu.

    samála !!! einu or?inu segja menn ekki vilja a? liverpool ver?i eitthva? city,chelsea kaupæ?isklùbbur en í hinu grenja menn um a? geta ekki unni? titla….

    donald trump mà eiga þennan klúbb ef hann kaupir td kroos,pobga e?a álìka mann í sta?in fyrir pòlskan gæja sem er làna?ur frá mi?lungsli?i à ítalíu til skítlèlegs li?!

    en eigum vi? ekki a? treysta klopp? :).hvort sem er bùnir a? treysta à alla a?ra.

  8. Ég er ógeðslega pirraður yfir þessu slúðri. Leikmenn sem eru orðaðir við okkur miðað við þá sem orðaðir eru við stóru liðin er svakalegt sjokk.. Auðvitað Slúður. Mane er spennandi. Gott að vera búinn að fá markmann. Annað er stór spurning.

    Ekki misskilja mig. Ég er þakklátur FSG fyrir að, bjarga liðinu okkar frá gjaldþroti. Þessi Stefna i kaupum er ekki leiðin til þess að verða meistarar.

    Ég Verð rólegur fram að æfinga leikjum og vona að Mest allt þetta Slúður se rugl. Það liggur að maður óski eftir Sugar Daddy….

    YNWA

  9. ætli þetta félag kaupi nokkurntímann aftur stórt nafn.. ég stórefa það.

    held að slúðrið sé spot on.. eftir 10 ár verðum við bara með southhampton leikmenn í liðinu og fastir í 8 sæti í deildinni búnir að eiða sem nemur andvirði byrjunarliðs real madrid.

  10. mikið slúður en slúður er bara slúður. þið sjáið hvað komið er i hús. ungir og efnilegir menn. eg held að við horfum i eina att og svo mun herr klopp draga kanínur úr hatti þegar við eigum ekki von a. við verðum að treysta klopp. siðan er það ekki okkar. vandamál. hvað þessir gúbbar kosta því það er alltaf leikur. að tölum sem við getum aldrei. sett i neitt samhengi.

  11. Ég fylgdist mjög vel með Southamton í vetur og sérstaklega með Mane sem er að mínum dómi besti leikmaður þeirra og vegna hans var Southamton fyrir ofan Liverpool á leiktíðinni. Frábær leikmaður og virkilega góð kaup ef af verður. ” Mansteftir” keypti leikmenn fyrir 200 milljónir punda fyrir síðustu leiktíð og ekki komust þeir í meistaradeildina frekar en við og voru þeir þó að kaupa stjörnuleikmenn. Á EM er Liverpool með hvað flesta leikmenn ásamt Júve, og segir það ekki nokkuð um getu leikmanna Liverpool. Liverpool mun brillera á næsta tímabili!! Ef Kloop vill einhverja leikmenn þá treysti ég honum enda hefur hann sannað að hann sér hvað í leikmönnun býr og hvar þeir geta bætt sig. Ég bý í Danmörku og það er mjög ódýrt að fylgjast með enska boltanum og geri ég það óspart. Víaplay kostar 79 dkr. á mánuði og sýna flesta leiki í deildinni og Meistaradeildinni, svo fylgist ég með bikarleikjum í gegn um netið óspart því ég borga ekkert fyrir niðurhal heldur hraða. Gleðilegt sumar. Y.N.W.A.

  12. Mín fimm cent í umræðuna í dag eru að Henderson og Lallana sýndu það í landsleiknum á móti Slovakiu að þeir eru rosalega duglegir í pressunni og að vinna boltann af andstæðingnum á þeirra eigin vallarhelming en sendingarnar klikka oft hjá þeim og þá sérstaklega Henderson og að hann skuli taka fríspörkk og hornspyrnur fyrir Liverpool er sennilega ein af stærstu ástæðonum fyrir að liðið er ekki í meistaradeild og að mínu mati verður að kaupa einhvern gæðaleikmann til að sjá um þessi atriðið leiksins ef liðið á að eiga séns næsta vetur. En samt þessir tveir eru fínir leikmenn á miðjuna en þeir þurfa bara betri leikmenn en þá sjálfa með sér til að skapa færi og skora mörk af miðjunni.
    En eftir að hafa séð þennann pólakka í gær þá er ég viss um að betra sé að halda í Allen en að kaupa pólakkann á svipuðu verði og fengist fyrir Allen.
    Mane er flottur leikmaður sem mundi sennilega bæta liðið og þannig leikmenn á að kaupa.
    Margir hafa bent á því að nú þurfum við gæði en ekki marga efnilega leikmenn til að komast upp á næsta level og þetta veit Klopp og þess vegna er ég alveg rólegur og er viss um að mest af þessu slúðri er bara búið til til að selja blöð og þess vegna er best að sleppa því að lesa það. Betra að horfa frekar á EM .
    Áfram Ísland !!!!! .

  13. Þetta er allt kunnuglegt tal. Stefna FSG um að kaupa ekki fullorðna leikmenn með ekkert endursöluverð verður líklega ekki breytt. Til þess þyrfti nýja eigendur. Annars náðu Tottingham menn 70 stigum með svipaðri stefnu í innkaupum og FSG á meðan manure koksaði.

  14. Bara setja út í cosmosinn..
    Mig langar í Ivan Perisic í Liverpool.
    Veit að honum og Klopp kom ekkert best saman á vissum tímapunkti hjá Dortmund, en mig langar það samt 🙂

  15. Ég bíð ennþá með sleggjur og stóradóma…en mikið rosalega er ég sammála honum Einari og þeim sem hér hafa talað.

    Mér sýnist sumarið bara sýna það sem ég hafði áhyggjur af…á meðan liðin í kringum okkur kaupa Gundogan og eltast við Kroos og Mkhitaryan þá erum við orðaðir við leikmenn sem eru bara alls ekki að gleðja mig neitt…og stóra slúðrið að mesta efnið okkar sé á leiðinni til PSG.

    Ég held enn í vonina um að Klopp sé bara með allt undir kontról og við stökkvum fullskapaðir inn á leikmannamarkaðinn í júlí. Ég hef nú í raun sagt það í lokuðum hópi að ef ég fæ eigendur sem kaupa Neuer, Suarez, Götze og Varane þá er mér eiginlega sama hvað annað þeir gera. Það er komið nóg af baráttu um 5. – 8.sætið hjá liðinu okkar….

  16. Sælir félagar, hvernig er best að bera sig að fara á leikinn með íslandi í 16 liða úrslitum ?
    flug og miði á leikinn.

    Hvernar byrjar salan á völlinn og hvert er best að fljúga til ef ekki beint til Nice.

  17. Flottur pistill. En er Klopp þekktur fyrir að kaupa nöfn? Það var fyrirsjánlegt að við færum ekki á eftir poppstjörnunum en ég hef samt tröllatrú á að Klopp nái að styrkja hópinn því það verða keyptir betri menn en Aspas, Alberto, Llori, Benteke, Allen o.fl. þó þeir heiti Zielen Dijon, Main Man og Mattupino.

  18. Ég tek undir með Tomma #12#. Ég sá einmitt síðasta leik englands þar sem Henderson tók horn- og aukaspyrnur. Alceg ótrúlegt að geta ekki komið boltanum yfir fyrsta mann eða allt of langt í föstum atriðum og upplögðum tækifærum. Þó það se leiðinlegt að segja það um mu mann en þá var allt annað að sjá þessar spyrnur þegar Rooney fór að taka þær. Held að Liverpool verði að laga þetta og einnig að taka fyrirliðabandið af Henderson þó hann sé duglegur þá betri stjórnanda

  19. Allar kaupforsendur brustu í síðari hálfleik gegn Sevilla, svo einfalt er það, liðið kastaði frá sér meistaradeildarsæti með tilheyrandi tekjumissi og um leið minnkaði verulega áhugi hjá stórum nöfnum að semja við LFC.

  20. Við erum með stóran karakter sem stjóra. Sá stjóri er greinilega vanur að hafa leikmenn sína í vasanum. Er ekki viss um að stórar stjörnur láti vel að stjórn, þó auðvitað sé það jafn misjafnt og stjörnurnar eru margar.

    Innst inni vissum við að það yrðu engin stór nöfn á leiðinni til okkar í sumar, það kemur seinasta leiknum ekkert við. Það er einfaldlega ekki háttur Klopp að kaupa dýra leikmenn, heldur vill hann skapa liðsheild sem gerir hvað svo sem hann biður um.

    Ég er eiginlega kvíðnari fyrir því að hann losi sig við Sturridge og Coutinho, heldur að hann sé ekki að bæta við sig stjörnum.

  21. Við skulum líta á eina staðreynd að með útgöngu Breta úr ESB er atvinnuleyfi erlendra knattspyrnumanna útrunnið eftir 2 ár og þá er gott að eiga góða Breska leikmenn. Hvað það varðar, verður Liverpool á toppnum vegna þess að þeir eiga flesta Breska leikmenn af öllum liðum sem eru i landsliði Englands. Staðan er breytt.

  22. Mér finnst þessi punktur með að Liverpool eigi flesta landsliðsmenn á EM ekki segja í rauninni neitt, að svo stöddu amk.
    Að sjálfsögðu ef þeir væru allir sem einn algjörir lykilmenn í sínum liðum, þeas í algjörum heimsklassa þá liggi þetta öðruvísi við.
    Staðreyndin er sú að þeir eru það ekki. Menn eins og Danny Ward, Can og fleiri komast ekki í byrjunarlið. Það er amk ekki hægt að kalla mikinn meirihluta af þessum mönnum í heimsklassa sem skipta öllu máli fyrir sínar þjóðir.

  23. #11

    Byrjum á því að það er hálf vandræðalegt að sjá Liverpool mann kalla manu ‘manstefir’. Að kasta steini úr glerhúsi, vægast sagt.

    Er fólk ekkert orðið þreytt á að vinna ímyndaðar keppnir?

    Flestir leikmenn á EM, flest stig eftir áramót, yngsta liðið, flestir í enska landsliðinu, flest mörk skoruð, markmaður með flest ‘clean sheet’, markahæsti framherjinn, …

    Tala nú ekki um þessa ómælanlegu hluti sem við vinnum alltaf líka. Besti karakterinn (hvað sem það þýðir), bestu stuðningsmennirnir og þar fram eftir götunum. Svipað heimskulegt og að vera liðið sem guð heldur með.

    Who gives a fuck?

    Ef þetta færir okkur ekki EPL titil, sem það hefur ekki gert í 26 ár, þá er þetta álíka merkilegt og að vera liðið með flesta leikmenn sem eiga ketti sem gæludýr. Við megum endilega sleppa því að vinna allar þessar ímynduðu keppnir mín vegna. Fer fátt meira í taugarnar á mér en upptalning á þessum vinningum meðal já-fólksins.

    Tottenham og Arsenal þegar búinn að auka bilið talsvert með sínum kaupum en ekki hafa áhyggjur því við ætlum að kaupa Ben Chilwell. Ben fkn Chilwell með 8 leiki úr championship deildinni. Við treystum jú öllu sem Klopp vill því þess kaup líta akkúrat út fyrir að koma nefndinni góðu ekkert við og hvað þá Southampton leikmaður, nefndinni myndi nú ekki detta sú vitleysa í hug. Klopp greinilega 100% bakvið þetta allt!

    Dortmund var með DoF sem sá að miklu leyti um það sem nefndin okkar gerir. Munurinn er að sá maður virtist vera starfi sínu vaxinn. Klopp var ekkert maðurinn á bakvið öll kaupin sem Dortmund gerði en ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvernig hlutverkum var skipt milli manna þar á bæ.

    Burt með FSG og inn með peningana… alla peningana… og varnartengilið!

  24. #28
    Spot on brotha

    Meira að segja West Ham bjóða 35m í leikmann Marsille og reyna að stela af Juventus.

    Þessi farsi okkar er orðinn svo ógeðslega þreyttur. Jú maður hafði smá von, Klopp gerði hosur sínar grænar fyrir Gözte og mætti að horfa á Higuain (sem er að raða á Copa) en nei svo er reynt að kaupa rusl frá Leicester og Mané……
    Skoðið það hversu óstöðugur hann er, brillerar í nokkrum leikjum, Hverfur í tíu leiki. Eigum þannig menn ekki satt.

    Nýja eigendur strax. Áður en við breytumst í West Ham, Everton, Southamton að eilífu.

  25. Smá þráðrán:

    Vinur minn á tvo miða á úrslitaleik EM 2016 en fattaði ekki þegar hann keypti miðana að úrslitaleikurinn væri á sama degi og giftingin hans, svo hann kemst ekki. Ef þú hefur áhuga og vilt mæta í staðinn fyrir hann þá er það Kópavogskirkja og hún heitir Gréta.

  26. Jurgen Klopp ekki hlausta á númer 8 þú ert með þetta og kaupa SADIO MANE strax ,, Hann er ROSALEGUR ..

Hópferðir Kop.is 2016/17

Hvað eru hin liðin á gera í sumar?