Undirbúningstímabilið

Liverpool er með mjög stóran hóp eins og staðan er núna og ljóst að nokkrir af núverandi hóp eiga eftir að yfirgefa félagið á næstu vikum. Flestir ef ekki allir koma engu að síður til með að fá tækifæri til að sanna sig á næstu vikum því Liverpool spilar hvorki meira né minna en níu leiki á undirbúningstímabilinu. Þetta árið er ekki lagt upp með lengsta og asnalegasta ferðalag allra liða eins og liðið tók í fyrra heldur nokkra iðnaðaræfingaleiki á Englandi, flesta í grend við Liverpool áður en haldið er í stutta æfingaferð til Bandaríkjanna og spilað þrjá leiki á tæplega viku. Eftir það er svo spilað við Barcelona á troðfullum Wembley og svo úti við Mainz daginn eftir, ljóst að þangað fer hálfgert varalið.

Stórmót setja alltaf strik í reikninginn og hafði maður áhyggjur af því fyrir sumarið að Klopp fengi ekki sýna sterkustu menn fyrr en seint í sumar sem myndi klárlega riðla undirbúningnum. Á síðasta ári fóru Coutinho og Firmino t.a.m. ekki með til Asíu. Þetta árið virðist Liverpool ætla að sleppa ævintýralega vel og verður Klopp líklega með næstum fullskipaðan hóp á laugardaginn næsta er leikmenn eru boðaðir til æfinga kl. 7:00. Útihlaup á dagskrá næstu sex vikurnar segja þeir sem þekkja til (plús auðvitað aðrar æfingar). Mig langar aðeins að taka saman stöðuna á hverjum og einum leikmanni Liverpool.

1-Loris Karius – Klár í slaginn og fer líklega ekki á Ólymíuleikana eins og fyrst var talið. Verður mjög fróðlegt að sjá hann í þessum fyrstu leikjum og hvort hann byrji ekki tímabilið frá fyrsta leik. Mignolet kemur seint inn í æfingatímabilið.
2 – Nathaniel Clyne – Kom heim af EM í gær og fær væntanlega 3 vikna frí líkt og allir aðrir sem eru að keppa á stórmótum. Verður væntanlega mættur fyrir Ameríku ferðina. Spilaði bara einn leik á EM en þarf klárlega góða hvíld eftir síðasta tímabil.
7 – James Milner – Kom heim af EM í gær. Spilaði þrjár mínútur og verður líklega mættur til æfinga fyrir Ameríkuferðina. Hef ekki hugmynd hvar á vellinum Milner mun spila á næsta tímabili en hann endar líklega með um 30 deildarleiki fyrir því.
12 – Joe Gomez – Verður mjög fróðlegt að sjá í hvaða standi hann kemur til baka. Verður mættur til æfinga á laugardaginn en hann hefur reyndar verið á Melwood meira og minna í sumar.
14 – Jordan Henderson – Spilaði bara einn leik á EM og fær vonandi góða hvíld núna áður en hann mætir aftur til æfinga. Hann hlýtur að hafa verið tæpur úr því Hodgson treysti frekar á Wilshere gegn Íslandi og notaði Rooney frekar á miðjunni allt mótið. Skíthræddur um að Henderson nái aldrei aftur fyrri styrk.
15 – Daniel Sturridge – Kom við sögu í þremur leikjum á EM og ætti að koma heill heilsu til leiks eftir a.m.k. þriggja vikna sumarfrí. Manni finnst hann samt alls ekki þurfa langt frí blessaður enda lítið spilað undanfarin ár.
20 – Adam Lallana – Kom einnig við sögu í þremur leikjum hjá Englandi á EM en var sagður tæpur fyrir leikinn gegn Íslandi. Verður vonandi klár eftir þrjár vikur.
28 – Danny Ings – Hann verður líklega búinn að skokka 10km þegar rest af hópnum mætir 7:00 í útihlaup. Eins og með Gomez, vonandi að við fáum sama leikmann til baka.

Danny Ings (nær okkur) á fyrsta degi undirbúningstímabilsins.

32 – Cameron Brannagan – Miðað við hvernig látið er með hann og hvernig Klopp hefur unnið með leikmenn á þessum aldri í gegnum tíðina útiloka ég alls ekki að honum sé ætlað miklu stærra hlutverk strax í vetur en við gerum okkur grein fyrir.
33 – Jordon Ibe – Fyrirsjáanlega er byrjað að orða Ibe við önnur lið, Liverpool er meira að segja sagt hafa hafnað tilboði í hann nú þegar. Með komu Mane, færri leikjum og frammistöðu hans síðasta vetur er nánast pottþétt að hann fari í sumar, a.m.k. á láni. Hann er ekki tilbúinn í Liverpool.
38 – Jon Flanagan – Hann ætti að vera klár í slaginn en var þó meira og minna meiddur allann síðasta vetur líka. Sé hann bara ekki eiga mikla framtíð hjá Liverpool til viðbótar.
35 – Kevin Stewart – Fékk nýjan fimm ára samning fljótlega eftir að Klopp tók við, afhverju veit ég ekki. Hann ætti að vera klár strax 2.júlí.
6 – Dejan Lovren – Lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann og fór ekki á EM. Frábært fyrir Liverpool og eitthvað sem fleiri leikmenn mættu vinna með.
10 – Philippe Coutinho – Braselía féll úr leik í riðlakeppninni á Copa America í fyrsta skipti síðan 1987. Coutinho fór því í frí 13.júní. Vonum að hann verði mættur á Melwood fljótlega í byrjun júlí og sé ekki á förum frá Liverpool.
11 – Roberto Firmino – Var ef ég man rétt ekki í landsliðshópi Brassa og því klár frá fyrsta degi. Stór plús frá síðasta tímabili þegar hann fékk enga pásu, lítið sem ekkert undirbúningstímabil og kom meiddur.
21 – Lucas Leiva – Löngu dottinn í landsliðinu rétt eins og Liverpool liðinu. Hann fer mjög líklega í sumar.
17 – Mamadou Sakho – Ekki ennþá komin niðurstaða í hans stórundarlega mál. Hann fór ekki á EM vegna óvissu um þá útkomu og kláraði ekki tímabilið með Liverpool. Ef ég man rétt var búið að gefa út að niðurstaða kæmi um miðjan júlí og þar sem Sakho er ekki lengur í banni ætti hann að ná leikjunum gegn Tranmere og Fleetwood. Kaup á öðrum miðverði standa líklega og falla með niðurstöðunni í þessu máli.
18 – Alberto Moreno – Ekki í landsliði Spánverja og því klár strax á laugardaginn.
19 – Sadio Mané – Senegal er ekkert í Evrópu og hann því klár strax um helgina. Á móti missir hann líklega úr fjóra leiki í janúar, þ.á.m. United úti og Chelsea heima vegna Afríkukeppninnar.
– Joel Matip – Hann er klár frá fyrsta degi en missir mögulega af leikjum liðsins í janúar. Smá von með hann samt þar sem Matip lenti í einhverjum útistöðum hjá landsliðinu og hefur ekkkert spilað síðan á HM 2014, koma nýs þjálfara breytti engu þar um.
37 – Martin Škrtel – Slóvakía er úr leik á EM en Skrtel mætir líklega ekki aftur til æfinga með Liverpool. Sterklega orðaður við Fenerbahce, jafnvel strax í þessari viku. Hann/vinur hans var svo með miður skemmtileg ummæli um Klopp á Instragram síðu Skrtel í dag sem hjálpar líklega ekkert. Fagna mjög að losna við þennan veika hlekk á liðinu.
45 – Mario Balotelli – Fullkomlega gleymdur þessi en kostaði £16m og helling af launum fyrir tveimur árum. Á meðan hann fær ekki samning annarsstaðar mætir hann auðvitað aftur á Melwood. Conte skildi hann eftir fyrir EM þannig að mögulega fær hann eitthvað að sprikla í þessum fyrstu æfingaleikjum.
50 – Lazar Markovic – Serbía var ekki á EM og hann því með strax frá byrjun. Hann er vonandi heill heilsu og með hausinn rétt skrúfaðan á þvi næstu vikur gætu haft mikið að segja um framtíð hans sem leikmaður. Erum vonandi með þjálfarateymi núna sem nær miklu meiru út úr Markovic.
— Marko Grujic – Verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverki honum er ætlað í vetur.

Mæta seint á undirbúningstímabilið
23 – Emre Can – Hann er lítið sem ekkert að spila með Þjóðverjum en auðvitað með þeim í keppninni og kemur ekki heim fyrr en 8.júlí, daginn eftir tap Þjóðverja gegn Íslendingum. Ameríka verður tæp fyrir hann og undirbúningstímabilið líklega gloppótt, því miður.
9 – Christian Benteke – Hann er í svipaðri stöðu og Can í sínu landsliði. Kemur líklega ekki að sök þar sem Benteke spilar líklega ekki aftur með Liverpool.
22 – Simon Mignolet – Hann er einnig ennþá á EM sem kemur ekki að sök þar sem hann hefur væntanlega misst sæti sitt nú þegar í liði Liverpool.
27 – Divock Origi – Hann og Can eru þeir helstu (einu) sem hefðu virkilega mátt vera klárir strax á laugardaginn í stað þess að vera á EM sem varamenn í sínum liðum. Rest af þeim sem eru ennþá á EM koma ekki til með að skipta miklu upp á liðið næsta vetur.
24 – Joe Allen – Hann er ennþá á EM en með eitt ár eftir af samningi og harðnandi samkeppni er mjög ólíklegt að hann verði mikið lengur leikmaður Liverpool. Fer líklega frá Liverpool fljótlega eftir að Wales kveður EM.
52 – Danny Ward – Spilaði fyrsta leik Wales á EM en hefur verið á bekknum síðan. Fær líklega sitt frí en hans fjarvera mun ekkert koma að sök.

Unglingar og aðrir

26 – Tiago Ilori – Dýrt flopp sem við losnum vonandi við af launaskrá í sumar.
34 – Ádám Bogdán – Hann vill fara og við viljum alveg endilega að hann fari.
40 – Ryan Kent – Það er búið að vera mikið hype varðandi þennan leikmann í nokkur ár og hann stóð sig mjög vel á láni. Æfingaleikirnir núna í júlí eru mikið tækifæri fyrir hann. Samkeppnin er þó orðin töluverð i hans stöðu.
44 – Brad Smith – Fékk nýjan samning í vetur en spilaði mjög lítið þrátt fyrir að vera eina coverið fyrir Moreno í 63 leikja tímabili. Augljóslega ekki mikið traust borið til hans.
47 – Andre Wisdom – Er ekki að þróast í þann leikmann sem vonast var til. Trúi ekki að hann fari á enn eitt lánið.
54 – Sheyi Ojo – Gleymist svolítið í umræðunni en þessi strákur tók frammúr Ibe og Kent í vetur og gæti hæglega haldið áfram að vera í hóp hjá Klopp næsta tímabil.
56 – Connor Randall – Holdgervingur þess hversu þunnskipað Liverpool var hvað bakverði varðar.
64 – Sergi Canós – Virðist vera fara til Bristol en Liverpool hefur forkaupsrétt á honum aftur sem er flott mál. Spurning hvort Kent og Ibe verði í svipuðum málum?
68 – Pedro Chirivella – Sjá það sem ég sagði um Brannagan. Ljóst að hann þarf að fara spila reglulega og því lánsdíll ekki ólíklegur. Huddersfield?
— Luis Alberto – Hann mætir væntanlega á Melwood á laugardaginn og spilar jafnvel eitthvað af leikjum undirbúningstímabilsins. Klopp hlýtur a.m.k. skoða hann.

Ótrúlega fáir leikmenn sem ná litlu sem engu af undirbúningstímabilinu. Origi og Can þeir sem skipta mestu máli þar. Allir nýju mennirnir eru með frá fyrstu æfingu. Stóra óvissuatriðið er auðvitað mál Sakho sem og standið á Henderson, Ings og Gomez. Jafnvel Flanagan líka. Komi þeir allir heilir til baka eru það fjórir enskir leikmenn sem Klopp hefur aldrei séð í 100% standi.

Gengi Íslands og mjög langt síðasta tímabil hafa gert þetta eitt stysta sumarfrí okkar frá enska boltanum frá upphafi. Byrjun æfingatímabilsins er alltaf fyrsti punktur í nýju tímabili og það er bara að bresta á.

24 Comments

  1. “Hann hlýtur að hafa verið tæpur úr því Hodgson treysti frekar á Wilshere gegn Íslandi og notaði Rooney frekar á miðjunni allt mótið. ”

    Maður verður nú bara bjartsýnn fyrir hönd Henderson, það er ekki eins og Hodgson sé sá sterkasti í að lesa eitt eða annað af viti út úr nokkru fótboltatengdu.

  2. Þessi hópur er alltaf að verða betri og betri en að sjálfssögðu vantar enn þá upp á hann. Það er rosalega mikið af spurningarmerkjum við þennan hóp. Hvernig verða Ings, Gomez, Henderson og nýju leikmennirnir. Ég hef trú á því, eins og flest allir á twitter að liðið sé að leita af miðjumanni og vinstri bakverði í viðbót. Þessi hópur hefur flest allt til að geta keppt um þetta 4sæti.

    Það eina sem maður setur spurningarmerki við, þá er það mér finnst það vanta einn heimsklassaleikmenn sem gerir aðra leikmenn betri í kringum sig. Persónulega finnst mér ekki margir heimsklassaleikmenn í þessum hóp en rosalega mikið af næstum því frábærum leikmönnum.

    Klopp er að vísu töframaður og mun hugsanlega láta mig éta sokk.

  3. Ef Allen og Lucas fara báðir þá þurfum við klárlega einn djúpan. Svo vil ég Ragga, augljóslega, af því að ég elska hann eftir frammistöðuna á mánudaginn og hann er value for money og hefur verið stuðningsmaður Liverpool frá blautu barnsbeini. Held hann myndi berjast fyrir klúbbinn okkar eins og hann barðist fyrir Ísland þá. Og hvað svo? Higuain? Má maður láta sig dreyma? Þessi djúpi miðjumaður er samt mikilvægastur og hann þarf helst að vera í heimsklassa. Við erum með fínan senterahóp og mikið talent fram á við en okkur vantar einn solid sem heldur og heldur og heldur. Hann þarf ekki að vera dýr, hann þarf bara að vera góður.

  4. Djùpan miðjumann? Sástu Liverpool eftir að Klopp tòk við? Segir nafnið Emre Can þér eitthvað?

    Senda Ibe ì lán ì epl, ekki spurning. Vill alls ekki selja hann, ennþá ungur og efnilegur.

    Ég hef sömu áhyggjur með Hendo. Ef hann er með þetta krònìska hælmeiðsli, sem maður hefur heyrt talað um, þarf að finna replacement. World class miðjumann, ekki 20 ára zielenski eða grulic.

  5. 6 – Dejan Lovren – Lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann og fór ekki á EM. Frábært fyrir Liverpool og eitthvað sem fleiri leikmenn mættu vinna með.

    Hahahahaha dreptu mig ekki 🙂

  6. Sælir félagar

    Takk fyrir mig Einar Mattías.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Já Tigon #5. Hef séð næstum hvernig einasta leik eftir að Klopp tók við. Emre er frábær en hann gerir þetta ekki einn, ekki í gegnum 50 leiki á sísoni. Eins og hópurinn lítur út núna þá er heimsklassa djúpur síðasta púsluspilið í bili, plús vonandi Raggi.

  8. #9
    Alls ekki sammála að djùpur miðjm. sé sìðasta pùsluspilið. Langt ì frá. Klárlega þarf vinstri bakvörð sem kann actually að verjast. Vitum ekki hvort Karius sé málið. Ef liðið ætlar sér ì toppbaráttuna þarf heimsklassa mann á miðjuna með Can sér við hlið, ekki backup fyrir hann.

  9. vonandi a? lfc nái sem næst 30mp fyrir benteke.

    svo ma roa sig a bjartsynini ekkert af tessum kaupum sem komid er segir mer neitt annad en enn ein uppbygingarferlid se ad fara eiga ser stad! audvitad getur allt gerst i fotbolta en lfc langt fra ad teljast sigurstranglegt ef ekkert mun staera muni eiga ser stad i sumar

  10. Smá offtopic hérna, hmm.
    En vitið þið um einhverja “áreiðanlega” twittera um Liverpool liðið?

    Takk

  11. Væri til í að setja Henderson með í dílinn ef við fáum 30 kúlur fyrir hann og Benteke.

  12. Er ekki málið að fá Gylfa bara sem djúpann miðjumann. Sá er búinn að sýna að það er meira ì hann spunnið en að vera í holunni og taka föst leikatriði.

  13. Balotelli looks fit and butyfool and reddy to go.Er hann ekki bara stora undirskriftin i sumar?

  14. Alltaf verið að tönglast á að ekki sé hægt að ná í stjörnur án meistaradeildar…á greinilega ekki við um Man United skv. fréttum dagsins. Hugsa að við værum skælbrosandi ef við værum að fá Zlatan og Armenann.

  15. Veit einhver hvort Emre Can hefur fengið að spila eitthvað með þýska landsliðinu á EM?

  16. Var bara að sjá þennan frábæra pistil núna. Mjög skemmtileg lesning, að vanda!

    Nú er ég hins vegar að búa mig andlega undir að kíkja á Arnarhól annað kvöld. Tek þetta all in að hætti 15 ára sem ætlar að gera gott mót á Menningarnótt; strætó í bæinn og bjór og aðrar vistir í bakpoka. Hélt að ég myndi aldrei upplifa svona alvöru football fever á Íslandi en þetta er þegar komið fram úr allra björtustu vonum og ég er vart mönnum sinnandi af spenningi. Skemmtilegt tíst í því samhengi:

    Hafsteinn Briem ?@HafsteinnBriem4 Jun 28
    Gamlir skólafélagar sem mættu í gallabuxum í leikfimi farnir að óska eftir miðum á EM ferðagrúppunni. What a time to be alive.
    57 retweets 632 likes

    Hverju orði sannara og ég hef séð fjölmarga úr mínu tengslaneti sem hafa aldrei sýnt minnsta áhuga á fótbolta – jafnvel harða anti-sportista – hrífast með. Vonandi mæta sem flestir í bæinn annað kvöld og áfram Ísland!

  17. Frábær yfirferð, takk Einar. Vona að okkar besti miðjumaður eftir áramót og líklegast besti miðjumaður Evrópukeppninnar, Joe Allen verði áfram hjá okkur og leiki stórt hlutverk hjá okkur í vetur. GrÍðarlega vanmetinn leikmaður sem sér til þess að Wales liðið tikkar og hjálpar öðrum leikmönnum að láta ljós sitt skína. Var mjög góður í flest ölum leikjum LFC eftir áramót í fyrra, hvort sem hann fékk 15 mín eða byrjaði inn á. #Joe Allen appreciation day

  18. Crystal Palace skv. slúðri að reyna við Benteke. Ég held að hann sé frábær fyrir mörg lið sem spila kick & hope fótbolta. Vonandi tekst að losna við hann og nota peninginn í vinstri bakvörð.

    Hvað er samt að frétta með Balotelli….verður hann bara að chilla á æfingasvæðinu með 100k á viku?

Sadio Mané til Liverpool (Staðfest)

Opinn þráður – ÁFRAM ÍSLAND