Athyglisvert að líta yfir bresku fjölmiðlana og skoða lið vikunnar í dag.
BBC Sport, þar eru þeir Babel og Torres í liðinu.
Sky Sports, þar er Xabi Alonso í liðinu.
ESPNsoccernet, þar eru þeir Torres og Alonso í liðinu.
Times Online, þeir hafa valið þrjá leikmenn vikunnar. M.a. er þar Alvaro Arbeloa.
Þetta er það sem ég fann í fljóti bragði. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á því að sjá þá báða Torres og Alonso en einnig Arbeloa, Mascherano og Pennant. Hins vegar átti ég ekki von á því að sjá Babel í liði vikunnar.
Skrýtið að BBC velji ekki Torres sem setti 2 mörk í lið vikunnar í stöðu framherja? Var einhver annar framherji að setja 2 mörk í síðstu umferð.
Skiljanlega meta þeir eflaust frammistöðuna fyrir utan mörkin og þar sem ég sá ekki leikinn þá get ég ekkert um það sagt, en ég sá mörkin og þau voru bara mjög fín, barátta, hraði og áræðni í Torres, og einmitt það sem framherjar eiga að gera … klára !
Þeir eiga þetta vel skilið eftir spilamensku þeirra um helgina.
Torres var afbragðsgóður og Alonso sýndi í hvað honum býr og held ég að þeir eigi eftir að blómstra á þessari leiktíð!!
Babel kemur töluvert nýr inní liðið á þessari leiktíð og notar hann hvert tækifræi sem hann fær og gerir allt rétt.
Takk og bless!!
Þetta innlegg hefur ekkert með þessa færslu frá Magnúsi Agnari að gera. Mér var bara bent á þetta atriði frá YouTube. Kannski hafa allir séð þetta nema ég en þessu er ég búinn að hlægja að alla helgina. Barnalegt, vanþroskað en bara algjörlega “brilliant”.
http://www.youtube.com/watch?v=2OlEzAzwbdo
Já, Aggi ég tek undir með þér að miðað við spilamennsku hefðu Pennant eða Mascherano frekar átt að vera í liði vikunnar en Babel. Stundum fær maður það á tilfinninguna að menn horfi bara á mörk vikunnar og velji svo í lið. Ef það er raunin skil ég vel hvers vegna Babel er í liði vikunnar, þar sem hann skoraði eitt frábært mark og lagði upp seinna mark Alonso. En þess fyrir utan spilaði hann ekkert sérstaklega.
Og Örn, þetta er frábært myndband. Ég frussaði þegar “Robben”-gæjinn lét sig detta, stórslasaður. 🙂
Smá grín fyrir StarTrek nörda… Arftaki Carraghers á bekknum í landsliðinu er Klingoni.
http://mbl.is/mm/enski/
http://www.clubdesmonstres.com/klingons.jpg
Örn: þetta er alger snilld. Það er fullt af öðrum sketchum með þessu sama efni… “I tink Didier mean no harm, he just make a friendly stab !”
takk takk made my day.
Harry Enfield og Paul Whitehouse eru mistækir eins og aðrir grínistar en þetta eru frábærlega skrifuð atriði. Að láta sér detta í hug að Mourinho segi “the referee act like a tit” verðskuldar Nóbelsverðlaun. Ég veit ekki í hvaða röð þeir tóku þetta upp en Didier Pescovich verður a.m.k. siðspilltari með hverju atriði.
Hefði líka verið gaman að sjá Benyon í liði vikunnar, þvílíkt pace og yfirvegun hjá kallinum, fullkomlega samboðið samherjum hans í Liverpool.
Trausti, hérna er skýringin.