Nú er nánast búið að staðfesta það að Jordon Ibe og Martin Skrtel séu að fara frá Liverpool og erum við að raka inn næstum tuttugu og einni milljón punda fyrir þá tvo. Þar áður höfðu Enrique, Kolo Toure, Rossiter, Texeira og Sinclair horfið á braut og skilað inn tæpum 5 milljónum punda. Á móti höfum við nælt í Mané, Karius og Matip fyrir tæpar 35 milljónir punda. Það er sem sagt búið að eyða um 9 milljónum punda í leikmannakaup og launatékkinn er líklegast svipaður og hann var fyrir þessar breytingar. En hvað er á döfinni? Hvernig er liðið statt mannskapslega séð fyrir tímabilið sem framundan er? Höfum í huga að ekki er um neina Evrópukeppni að ræða, en engu að síður, þá eru þrjár keppnir í boði á Englandi. Það verður því fullt af leikjum, þótt Evrópuleikirnir séu ekki og þó svo að maður eigi svo sannarlega eftir að sakna þeirra.
Byrjum á að ræða þá sem nánast er pottþétt að hverfi á braut og reynum að áætla verðið sem fæst fyrir þá:
Adam Bogdan (1,0): Líklegast fæst lítið sem ekkert fyrir þann kappa, er engu að síður í landsliði Ungverjalands.
Tiago Ilori (2,5): Keyptur á háa upphæð, en er ungur og ætti alveg að fást eitthvað upp í tapið.
Andre Wisdom (2,5): Enskur og ungur, með talsverða reynslu úr Úrvalsdeildinni. Ætti að vera frekar auðvelt að losa hann.
Luis Alberto (7,0): Sevilla mjög áhugasamir og hefur spilað fínt á Spáni.
Jack Dunn (0,5): Líklegast eitthvað minna samt.
Joe Allen (15,0): Verður fullt af áhugasömum liðum og LFC búnir að setja þennan verðmiða á hann. Væri samt alveg til í að sjá hann áfram og vonandi bara Klopp líka.
Christian Benteke (32,5): Það lítur allt út fyrir að við séum bara að fá allt kaupverðið tilbaka og það er bara frábært.
Mario Balotelli (10,0): Já, ég er nokkuð viss um að þetta muni fást fyrir hann. Munum það að hann kom til okkar án þess að fara í einhvern ofurlaunapakka og held ég að áhuginn verði meiri en menn halda.
Þetta gerir heila 71 milljón punda og alveg heilan helvítis helling út af launaskrá liðsins. Þó svo að við tækjum Balo út, þá værum við í 61 milljónum punda. Þetta gerir rúmar 50 í plús þetta sumarið og er þetta bara býsna raunhæft dæmi þegar horft er til markaðsins eins og manni sýnist hann vera. Það eru ákveðin spurningamerki yfir Lucas, Markovic og einhverjum minni spámönnum, en svona liti hópurinn engu að síður út eftir þessar sölur ef þær gengju í gegn (miðað við First Team hópinn eins og hann er gefinn upp á heimasíðu LFC):
Markverðir:
Loris Karius
Simon Mignolet
Danny Ward*
Ryan Fulton*
Hægri bakverðir:
Nathaniel Clyne
Jon Flanagan
Connor Randall*
(Joe Gomez)
Vinstri bakverðir:
Alberto Moreno
Brad Smith*
(Joe Gomez)
Miðverðir:
Dejan Lovren
Joel Matip
Mamadou Sakho
Joe Gomez
Lloyd Jones*
Miðjumenn:
Jordan Henderson
Emre Can
James Milner
Lucas Leiva
Marko Grujic
Kevin Stewart*
Cameron Brannagan*
Pedro Chirivella*
Jordan Williams*
Kantar og hola:
Philippe Coutinho
Adam Lallana
Roberto Firmino
Sadio Mané
Lazar Markovic
Sheyi Ojo
Ryan Kent*
Allan*
Sóknarmenn:
Daniel Sturridge
Divock Origi
Danny Ings
Taiwo Awoniyi*
Það er frekar erfitt að festa menn í ákveðnar stöður, sér í lagi þegar við erum að færast framar á völlinn. En það er ljóst að þrátt fyrir alla þá sem væntanlega eru að hverfa á braut, þá er hópurinn ennþá alltof stór. 35 leikmenn eru allt of mikið og þó svo að við tækjum menn eins og Randall, Jones, Taiwo og Williams út, þá er hann of stór. Klopp hefur ekki verið hrifinn af því að lána mikið út af leikmönnum, en með Evrópukeppnislaust ár, þá held ég að hann mundi senda nokkra á lán til að fá smá reynslu. Þá er ég að tala um þá sem eru stjörnumerktir hér að ofan (einhverja, ekki alla).
Ég verð að segja fyrir mitt leyti að þessi hópur hér að ofan, hann er býsna sterkur og með 50 milljónir punda að vopni, þá gætum við gert hann bara ansi hreint samkeppnishæfan fyrir tímabilið. Í mínum huga er það algjört forgangsatriði að kaupa vinstri bakvörð. Þá er ég ekki að meina kaup á einhverjum breskum efnilegum, heldur alvöru gæja. Ég er að tala um þýsk Hector kaup eða eitthvað álíka. Ég yrði svo ekki hissa á að sjá annan miðvörð inn, þá einhvern reynslubolta þar sem ég held að Joe Gomez verði notaður sem backup í flestar stöður í vörninni. Ég hefði svo sjálfur viljað sjá einn alvöru varnartengilið bætast í hópinn sem ætti það til að dóminera miðjuna í leikjum. Ef menn verða svo ennþá í stuði, þá þiggur maður alltaf alvöru markaskorara. En eins og kom svo hrikalega vel í ljós á síðasta tímabili og með landsliðið okkar á Íslandi, þá er þetta liðsíþrótt. Þetta snýst fyrst og síðast um það að fá menn til að vinna saman sem lið. Leikmenn sem keyptir eru þurfa klárlega að hafa hæfileika, en þeir þurfa að passa inn í liðið. Það er hægt að eyða skrilljónum í menn eins og Falcao, Di Maria, Schweinsteiger eða hvað þeir nú heita, það skiptir bara engu máli. Nafnið þitt gerir ekkert, það sem skiptir virkilega máli er hvernig þú passar inn í liðið.
Til að súmma þetta aðeins upp, þá eigum við eftir að sjá slappa af brottförum frá liðinu á næstunni og fram að september byrjun, en það verða eitthvað færri sem koma í hina áttina. Ég held að það verði mesta lagi 4 leikmenn sem komi inn, líklegra er að þeir verði 2. Óskalistinn minn í engri ákveðinni röð yrði svona:
Jonas Hector
Thomas Vermaelen
Axel Witsel
Alexandre Lacazette
Hver er þinn óskalisti?
Það er alltaf gott að styrkja hópinn og eykur það líkurnar til afreka en Klopp getur unnið deildina með þeim mannskap sem hann hefur nú.
Óskalistinn minn væri, Jonas Hector, Mahmoud Dahoud og Terence Kongolo
Jonas Hector, Dahoud eða Ruben Neves og EF Coutinho fer, endurtek EF, þá væri ég til í Julian Draxler. Sé ekki þörf á framherja eins og er.
Skemmtilegar pælingar.
Finnst liðið sterkt á pappír á fremsta þriðjungi en mætti bæta í á öðrum stöðum, mikil mistook ef ekki verður keyptur sterkur vinstri bakvörður. Þeir sem eru ósammála því hljóta að hafa sofnað yfir sevillaleiknum.
Annars finnst mér vanta alvöru miðjumann, erum þar með hóp af meðaljónum og efnilegan Can sem vonandi verður eitthvað úr, vil fá inn á miðjuna alvörunafn. Box to Box skrímsli sem dominerar miðjuna.
Munum, held ég, aldrei sjá stór nöfn í innkaupum og ekki mikið eldri leikmenn en 26-27 ára. Mínir óska leikmenn væru.
1. Dahoud (þýskur)
2. Ante Coric (Króatía)
3. Hector (þýskur)
4. Óvæntur brassi!
Annað ótengt þessari grein, nú hafa snillingarnir í UEFA komist að því endanlega að efnið sem Sakho tók er ekki bannað, ekki á bannlista.
Flott, verst að þegar niðurstaðan er ljós er búið að taka sigur í evrópukeppninni á heimavelli af Sakho og trufla mjög endasprett Liverpool á s.l. tímabili.
Þegar talað er um verðmiðan á Matip held ég að það gleymist að hann fékk fjórar milljónir fyrir að skrifa undir samning hjá Liverpool. Bind miklar vonir við þann leikmann.
Kaupum bara Paul Pogba, Antoine Griezmann og Jonas Hector. Skellum okkur svo í toppbaráttuna. 🙂
Draumalistinn:
Suarez
Suarez
Suarez
Payet
?
Þetta verður virkilega spennandi vetur. Alveg ómögulegt að spá fyrir um hvaða lið eiga eftir að ná saman og stilla sína strengi, og hverjir floppa.
Nýir stjórar hjá Chelsea, ManU og City en reyndar eru þetta allt stjórar í efsta klassa.
Múri hefur reynsluna af ensku og býst ég alveg eins við því að hann geri Manjú að meisturum í vor. Held að Guardiola þurfi aðeins lengri tíma, sem og Conte.
Ómögulegt að spá fyrir um Arsenal, Tottenham og Liverpool.
Westham, Palace, Everton, Southampton, Leicester ofl verða sterk í vetur.
Semsagt allt galopið og það yrði algjörlega frábært ef Klopp myndi skila okkur í topp 4 í vor.
Það var svo sem vitað að við þessi stjóraskipti í deildinni yrði mikil endurnýjun hjá þessum 3 ríkustu félögum.
Held að það hafi alveg verið ljóst að Klopp veiðir í allt annarri tjörn en þeir félagar. Við skulum því ekki láta það pirra okkur þó við séum ekki orðaðir við þessar stórstjörnur.
Við fengum samt besta dílinn só far, nýr samningur við Klopp
Fá Bale hvað sem það kostar
Persónulega held ég að þessi óskalisti er algjörlega óraunhæfur, ef maður hofi til þess að eldri en 25 ára maður hefur ekki verið keiptu til liðsins í áraraðiir, og það er ekki liklegt til að breytast.
ég vona að það breytist, ég vona að það verði bara einn keyptur inn, Grezman. hann ætti að fást fyrir þessar 50 milljónir.
málið er að ég einfaldlega nenni ekki enn einni hreinsuninni, það skilar engu, það þarf að minka hópinn, og það ætti að duga að fá einn stabílan sóknarmann inn.
Mèr finnst vanta alvöru miðjumann í þetta lið. Einhverja Alonso týpu sem getur stjórnað spilinu.
Er hægt að fá rökstuðning fyrir vilja þínum að fá Vermaelen? bara af forvitni.
Persónulega vil ég ekki sjá hann, hefur varla spilað fyrir Barca vegna mikilla meiðsla. 11 leikir í deild á tveimur tímabilum. Mun fleiri spennandi valkostir sem hægt er að fá held ég
Það sést nú auðvitað langar leiðir að það vantar miðjugeneral í þennan hóp,vinstri bakvörð og haffsent,treysti mér ekki að nefna nein nöfn,Klopp veit þetta alltsaman.
Draumurinn minn væri
1. Ricardo Rodríguez Wolfburg í vinstri bak.
2. Dahoud á miðjuna.
3. Jonathan Tah í miðvörðinn.
4. Mario Götze í holuna.
Draumakaupin: Jonas Hector og Ruben Neves væri fullkomið. Flottur vinstri bakvörður og miðjumaður með þvílíka framtíð sem hefur þegar sannað sig á háu leveli.
#12 joispoi
Mignolet og Lallana voru báðir eldri en 25 ára þegar Þeir voru keyptir.
Króatarnir Ante Coric og Mateo Kovacic líta mjög vel út, ungir og hægt að fá fyrir kannski 10-15M inn á miðjuna. Ég væri til í mann sem sækir út í víddina eins og Jefferson Montero hjá Swansea sem er gríðarlega fljótur og skemmtilegur vængur sem hægt er að fá fyrir lítið ábyggilega. Ef Benteke fer væri ég til í að sjá Kingsley Coman eða Douglas Costa frá Bayern fyrir monninga. Hefur fundist vanta hraða og gæði út í víddína og skot þaðan. Okkur vantar alvöru skotmenn af miðsvæðinu. Henderson, Coutinho, Lucas, Lallana-bara nefndu það. Við fáum ekki næga ógn utan teigs. Eitt af 20 skotum Coutinho er mjög gott. Can getur lúðrað á markið.
Sem sé Ante Coric, Montero, Costa/Coman og svo mætti bæta við einum efnilegum Suður Amreríkumanni í framlínuna.
Minn listi.
1. Nýjir eigendur
2. Nýjir eigendur
3. Nýjir eigendur
Horfa uppá United landa Zlatan, Pogba og Armena druslunni sem hafnaði okkur um daginn.
Bara Zlatan selur fleiri treyjur en allur hópur okkar samanlagt. Skiptir það máli? Já.
United lenda í lægð í 3 ár (vinna samt einn FA cup á þessu timabili) ÞEIR ÆTLA SÉR ÚR LÆGÐINNI STRAX. Er CL að trekkja leikmenn að? Nei.. $$$ og metnaður.
Hér inni naga menn á sér neglurnar og vonast eftir topp 4….. æði. Þetta er nkl það sem er búið að gerast. Metnaður LFC er ekki lengur að vinna deild heldur enda vonandi í topp4.
Ég vil eigendur sem setja markið ávallt hátt og vilja vinna deildina no matter what.
Hver er Anderson Talisca?
http://www.90min.com/posts/3437904-liverpool-reportedly-on-the-verge-of-signing-brazilian-anderson-talisca
Út með Hendo
Inn með Draxler
og málið dautt
Þið hafið ekki meira vit á fótbolta en ég. Menn hér heldu ekki vatni yfir orðrómi um að við værum að fá Götse, sem ég sá enga þörf á að fá. Metnaður ykkar er ekki meiri en svo að halda ekki vatni yfir manni sem komst ekki í liðið sitt í vetur og þess utan gat hann ekki rassgat með landsliði sínu á EM.
Mig grunar eftir að hafa séð leikinn á móti Tranmere að Klopp hafi einhver plön um ungu strákana í liðinu. Mér fannst þeir spila frábærlega sem ein liðsheild. Sérstaklega var hann Alexander-Arnold athyglisverður. Mr. Kloop hefur sitt plan og mun gera þessa ungu stráka að stjörnum, vitið þið til.
Draxler, Paul Pogba og Antoine Griezmann.. já eða Lacazette. “Brjóta bankann” og nappa Pogba af Real Madrid/united.
Griezmann, hvað getur maður sagt, síðast (ef mig minnir rétt *torres*) þegar við keyptum alvöru framherja frá Atlético Madrid endaði það með markaregni.
City (þegar þeir voru utan CL og nýkeyptir af sigurpöbbunum), United og fleiri klúbbar tekst að trekkja talenta utan meistaradeildar með peningum og vott af metnaði, við ættum líka að vera gera það.
Ástæðan fyrir því að ég væri til í Vermaelen er einföld, hann er verulega góður í fótbolta. Ég veit vel að hann hefur verið meiddur lengi, en þegar hann er heill, eins og hann er núna, þá er hann með betri varnarmönnum sem þú finnur. Að fá hann inn sem 3-4 kost á lítinn pening, það finnst mér bara spennandi dæmi. En auðvitað er áhættuþátturinn þessi meiðsli hjá honum, en ég treysti því að menn færu með hann í gegnum gott sjúkratest fyrir kaup.
En varðandi það sem joispoi segir hér að ofan, þá er það rakið kjaftæði að núverandi eigendur hafi ekki keypt leikmenn yfir 25 ára aldur í áraraðir. Leiðinlegt svona bull út í loftið og það tekur ekki langan tíma fyrir menn að komast að þessum málum.
Hvaða bull er þetta með að Clyne sé óánægður? Hvernig er hægt að vera óánægður með að vera fastamaður í liðinu? Ég ætla allavega að líta á þetta sem heimskulega kjaftasögu.
http://www.101greatgoals.com/news/nathaniel-clyne-unhappy-liverpool-barcelona-wont-bite-sunday-times/?
Lucas Moura!!
Brassi, mjög teknískur, góðar sendingar, getur skotið og aðeins 23 ára. ..
Eru menn ekkert spenntir fyrir þessum???
Þessi verður okkar leikmaður eftir svona 2 ár.
http://fotbolti.net/news/10-07-2016/leikmadur-bayern-nalgast-southampton
Ég er mest að skoða hvaða leikmenn Southampton eru að kaupa, þa veit maður allt um þa þegar þeir koma svo til okkar
@24 Guðmundur Óskarsson segir:
“Þið hafið ekki meira vit á fótbolta en ég. Menn hér heldu ekki vatni yfir orðrómi um að við værum að fá Götse, sem ég sá enga þörf á að fá. Metnaður ykkar er ekki meiri en svo að halda ekki vatni yfir manni sem komst ekki í liðið sitt í vetur og þess utan gat hann ekki rassgat með landsliði sínu á EM.”
Það er alltaf gaman að geta klappað sjálfum sér á bakið fyrir eitthvað sem þú telur þér trú um að sé rétt. Þetta er svona eins og bankahrunið – það sáu það allir fyrir, svona eftir á 🙂
Nú ætla ég samt ekki að fara að rökræða við þig um hvor viti meira um fótbolta. Við erum bara stuðningsmenn LFC og aðdáendur þessarar göfugu (en samt asnalegu!) íþróttar.
Mér finnst Götze vera gæðaleikmaður. Og raunar gott betur en það, ég held að hann sé hársbreidd frá því að komast í heimsklassa. Já, ég sagði það, og það þrátt fyrir að hann “komst ekki í liðið” síðastliðinn vetur og “gat ekki rassgat” með Þjóðverjum á EM.
Það væri ansi fátt um fína drætti ef við mætum leikmenn aðeins út frá því hvort þeir spili reglulega með sínum liðum. Ég geri þá ráð fyrir því að De Bruyne sé bara lélegur leikmaður því hann komst ekki í Chelsea á sínum tíma. Sama með Mata, já og jafnvel bara Vincent Kompany líka – hann var nú meira og minna meiddur allt síðasta tímabil og þá sjaldan sem hann spilaði, spilaði hann illa.
Götze býr við það lúxusvandamál, ef vandamál skal kalla, að hjá Bayern þarf hann að berjast um stöðu í liðinu við menn á borð við Robben, Ribery, Douglas Costa, Kingsley Coman, já og Muller og Lewandowski. Allt leikmenn í heimsklassa, eða hér um bil. Og ekki er nú þýska landsliðið verr skipað – burtséð frá því að þeir hafi bara náð í undanúrslit EM.
Götze er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, hann er fjölhæfur og ef einhver þjálfari þekkir hann þá er það okkar maður, Klopp. Þess vegna vildi ég (og vil) fá Götze til félagsins, því hann þarf einfaldlega að fá að spila til þess að taka sinn feril á næsta level.
En því fór sem fór. Hann vill halda áfram hjá Bayern, og það er virðingarvert að hann vilji berjast við heimsklassaleikmenn á hverjum degi. Hann fengi ekki að gera það hjá Liverpool, svo mikið er víst.
Allavega, að efni pistilsins, þá eru þetta skemmtilega fabúlasjónir. Á sama tíma og ég prédikaði hér í vor um mikilvægi þess að fá Mario Götze til félagsins þá hélt ég því fram að það þurfi miklar hreinsanir í herbúðum LFC. Ég er ennþá á þeirri skoðun. Það er einfaldlega hægt að gera miklu betur en að hafa Mignolet, Moreno, Henderson, Milner og fleiri sem lykilmenn í liðinu.
Mér líst vel á að Mané hafi verið keyptur (í stað þess að kaupa Götze!). Ég velti þó fyrir mér hvernig Klopp ætlar að stilla upp sínu besta “first 11”. Ég held að það sé algjört lykilatriði að fá tvo leikmenn til félagsins í viðbót – vinstri bakvörð og alvöru leikstjórnanda á miðjuna. Líklega fer að draga til einhverra tíðana á næstu dögum og vikum, maður krossar bara fingur og vonar hið besta 🙂
Homer
Hvað er málið með að draga sig úr báráttunni um Götse? Erum við bara að reyna að fá meðalleikmenn?
Ég svara aldrei fólk sem skrifar ekki undir nafni. Ég er yfir það hafinn. Mr. Holmar J. Símonarsson.
#33 You never go full retard.
Sæl og blessuð.
Er ekki aðdáandi Götze. Hvað hefur hann sýnt frá því hann dúndraði inn boltanum á móti Argentínumönnum 2014? Gat ekki blautan skít í Frakklandi og ásamt Tómasi Muller skildi hann þýska eftir með tannlausa sókn.
Segi fyrir mína parta – ,,danke, aber nein danke”
Bara svo það sé á hreinu – þá er bara nákvæmlega ekkert verið að orða Götze lengur við Liverpool FC. Hann hefur ákveðið að vera áfram hjá Bayern, það er vel og verði honum að góðu. Við fengum Mané í staðinn.
Spái því samt að Götze komi til Liverpool á næsta ári, á frjálsri sölu. Tekur þá stöðuna hans Coutinho, sem fer þá til Barca að öllum líkindum 🙂
Homer
Bjóðum bara 50 milljónir í Griezmann. Afhverju ekki, gerum eitthvað óvænt einu sinni.
Á sama tíma og það blasir við Jurgen að hann þurfi að skera niður í hópnum, finnst mér augljóst að vinnstri bakvarðarstaðan vera ansi brothætt og of lítil samkeppni um miðvarðarstöðuna, þar sem það eru aðeins þrír fullorðnir miðverðir í að berjast um þrjár stöður, nema að það sé hugmyndin sé sú að Gomez eða Illori séu séu varaskífur fyrir þá.
Svo hefur mér alltaf fundist einn sterkan miðjumann sem er jafnvel betri en en þeir bestu hjá okkur.
Ég held að það séu því nokkur kaup eftir á leikmannamarkaðnum og nokkuð ljóst, miðað við yfirlýsingar Klopps, að þónokkuð af leikmönnum verða látnir fara.
Annars gæti byrjunarliðið verið suddalega sterkt á næsta ári.
Mane – Sturridge – Firmino
Milner – Can – Henderson
Moreno – Lovren – Matip – Clyne
Karius.
Bekkur
Mignolet, Gomez,Coutinho,Lallana, Origi, Allen.
Ég held að næsta tímabil gæti orðið virkilega gott ef við byrjum vel ef við bætum okkur svona 2-3 leikmönnum til viðbótar.
ÈG væri alveg til í Sissoko sem er nuna ad brillera à móti Portugal..
Tala við Benitez og fá Sissoko, þvílíkt naut þessi drengur. Frábær leikmaður.
Kaupa Sissoko frá Newcastle takk.
Sissoko er búinn að vera frábær á EM. En gerir aldrei neitt með Newcastle. Ég er fullur efasemda.
Sissoko
Frábær hópur hjá frökkunum. Nánast enginn (Evra) sem ég myndi ekki þyggja úr byrjunarliðinu.
1. Danilo (djúpi miðjumaður porto)
2. Hector Herrera
3.Jonas Hector
Óskalistinn minn er 1. Moussa Sissoko, 2. Jonas Matthias Hector, 3. Julian Draxler
Með þessa þrjá yrði liðið gríðarlega sterkt, t.d.
Karius
Hector – Lovren – Matip – Clyne
Sissoko – Can
Draxler – Coutinho – Mane
Sturridge
Mignolet, Sacho, Henderson, Allen, Firmino, Ings og Origi á bekknum
Joao Mario hjá Portugal er góður…spilar með Sporting Lisabon…kostar ábyggilega 20-30 millz. FSG upp með veskið !!
Óskalisti er eitthvað sem maður lokar augunum og óskar sér, ekki satt? Ég ætti auðvitað að biðja um Steven Gerrard 22. ára, Robbie Fowler 23. ára osfrv. En við skulum ekki vera með neina vitleysu.
Óskalisti:
David Alaba
Mats Hummels
Paul Pogba
Antoine Griezmann
Luis Suarez
Auðvitað er þetta ekki séns. Raunhæfari listi fyrir sumarkaup Liverpool, þ.e. ef að eigendur liðsins hefðu snefil af mettnaði fyrir klúbbnum og við miðum við stærðargráðu hans á, eru:
Hector
Toby Aldeirweireld
Blaise Matuidi
Julian Draxler
Gonzalo Higuain
Þegar ég horfi yfir listann minn, þá er það óneitanlega dapurlegt að hugsa til þess að líklega eigum við ekki séns í neinn af þessum leikmönnum….
FSG OUT!
Plís henda Jordon Ibe uppí Sissoko
Nú er EM lokið og þegar ég sem horft hef á alla leiki í keppninni geri upp keppnina þá stendur eitt upp úr: “Ofmetnar stjörnur.” Pogba sem ég hef horft á með Júve og svo Frökkum er að mínum dómi gjörsamlega ofmetinn leikmaður. Mér finnst Sissoko betri leikmaður en Pogba, það er niðurstaða mín eftir að hafa horft á alla leiki frakka í mótinu enda hafa þeir í Madríd ekki áhuga á honum heldur beina aurum sínum að Payet sem er fimm sinnum ódýrari. Griesmann er frábær leikmaður og væri ég til í að fá hann ásamt Sissoko. Það eru einu leikmennirnir sem ég vildi Liverpool keypti en það er fuglar í skógi en ekki hendi.
Mér finnst menn vera að stilla Sissoko upp á miðjunni í þessum ´´draumaliðum´´sínum. Maðurinn hefur samt verið að spila á kanti eða í holu síðustu 2-3 árin….Yrði alltof villt miðja með honum og Can. Þarf einn ultra varnarsinnaðan miðjumann svona busquets eða Matic týpu sem kann sitt hlutverk og er ekki að freistast fram og skilja vörnina eftir berskjaldaða.
Væri frábærir fremstu sex í 4-3-3
Can-Danilo (porto) -Sissoko
Firmino-Sturridge-Mané
Sissoko er algjört tröll að vexti og fer klárlega frá Newcastle í sumar. Kaupa hann takk!
Varðandi blessaðan Pogba – fyndið að heyra allt þetta raus um hvað hann sé ofmetinn og lélegur þó þessi 100m verðmiði sé auðvitað svakalegur. Þeir sem hafa fylgst með ítölsku deildinni vita að Pogba er algjört undur á miðjunni og eiginlega óskiljanlegt að Didier Deschamps hafi ákveðið að spila honum sem holding midfielder (sem hann skilaði btw sæmilega) í stað þess að nota Kante í þeirri stöðu og gefið Pogba frelsi til að spila sinn leik. Pogba hefur í gegnum tíðina hjá Juve haft Vidal og nú Marchisio til að sinna varnarskyldunum á meðan hann hefur leikið lausum hala. Það lið sem verslar hann í sumar (sem ég tel að verði – þrátt fyrir allt skúbb – Real Madrid – þar sem hann vill vera) er að versla heimsklassa miðjumann fyrir næstu 7-8 ár.
Talandi um leikmannamarkaðinn, þá er í raun hann löngu kominn út úr öllu korti..
Það er að koma ný sjónvarpspeningasprengja og leikmannaverðbólgan mun því miður bara halda áfram að stækka, klúbbar einsog Watford hafa hreinlega efni á að neita tilboðuð á borð við 37.5m tilboði í Ighalo (sem er .. ótrúlegt) og Leiceister versla Troy Deeney á 30m
Af hverju ætti ekki Liverpool að splæsa 50m í Grizemann og halda í við önnur lið hvað gæði varðar? Er fólk virkilega svona umhugað um fjárhagslegan hagnað liðsins eða hvernig eigendurnir eyða billjónunum sínum?
Meira að segja Arsenal er búið að rífa upp veskið undanfarið.. Xhaka, Alexis Sánchez, Özil… allt leikmenn sem hafa kostað yfir 40m til 50m evra.
Haldiði að united stuðningsmönnum séu sama hvort klúbburinn eyði 100 eða 200m í leikmann og segji ‘nei takk, okkur bráðvantar reyndar heimsklassa miðjumann en þessi Pogba gaur er of dýr’? Glazier fjölskyldan tekur 90m úr klúbbinum á hverju ári sem þrátt fyrir það malar gull. Þeir gætu ‘auðveldlega’ sett 300m á ári í að styrkja hópinn og staðist FFP reglur. Þeir vilja ekki sætta sig við 5sætið aftur og setja greinilega núna púður í að styrkja hópinn. Ég vona þó að glazier fjölskyldan selji ekki klúbbin í bráð og jafnfram að Pogba haldi sig frá ensku deildinni.
Ættum við að sætta okkur við 7unda sætið og styðjast við tiltölulega sama hóp og stóðs ekki verkefnið á síðasta tímabili?
60 í Griezman, 20 í Hector, 20 í Sissoko. Seinni tveir hafa verið mikið orðaðir við okkur síðustu mánuði en fyrir þann fyrsta þurfum við að yfirborga. Klúbburinn ætti samt að hafa efni á þessu miðað við að heildarkaup enda þá í ca. 50 milljónum umfram sölu, gangi allar sölurnar eftir. Og þarna værum við aftur komin með lið sem getur barist um titilinn eins og 2009 og 2014. En ég er ekki Klopp, og ég veit ekkert, veit bara að ég yrði ansi sáttur við þetta.
Minn maður valinn í lið mótsins
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/joe-allen-euro-2016-team-11598196
#JoeAllenAppreciationDay
Ef það væri ekki fyrir hann Klopp þá myndi ég sennilega snúa mér að einhverju öðru en Liverpool í vetur.
tja veit það ekki.
hvar eru heimsklassaleikmennirnir sem allir áttu von á að kæmu með komu klopp til liverpool.. meira southhampton rusl sem við hefðum hvort eð er getað keypt með rodgers við stjórnvölinn ennþá.. ég sé ekkert sem klopp hefur lokkað til okkur.. raun bara það sama og við höfum verið að kaupa í gegnum árin… 1 á morðfjár frá southhampton.. bland í poka eitthvað sem á að vera vá flott dæmi í framtíðinni.
hvernig væri ef liverpool tæki bara upp veskið og næði í þau gæði sem vantar inn í liðið strax og hætti að velta sér upp úr uppbyggingu eins og þeir hafa gert í 8 ár.. kominn tími til að henda inn alvöruleikmönnum í hópinn sem við höfum þannig að við séum samkeppnishæfir við hin liðin sem ætla sér að taka þessa deild.
ég segi fyrir mitt leiti að ég er algjörlega kominn með upp í kok á þessu bulli að kaupa eitthvað eitthvað í magni umframm gæði.
Ég væri alveg til í að fá stórann gaur í vörnina og lítinn tappa í sóknina og meðalmann á miðjuna og svo 2 til 3 stuðningsmenn á pallana…. þá held ég að við séum öruggir með að ná jafnvel í 7 sætið á næsta ári………. TAKA ÞETTA SVO STRÁKAR 🙂