Kop.is og Úrval Útsýn kynna ferð á leik Liverpool og Sunderland helgina 25. – 28. nóvember!
Nú er nýhafið nýtt tímabil og okkar menn eru í markastuði frá byrjun. Jürgen Klopp stefnir á velgengni í deildinni með Liverpool og Anfield skartar nýrri stúku og glænýju aðdáendasvæði þar í kring. Það er því um að gera að skella í fyrstu hópferð vetrarins og verður hún farin á heimaleik gegn Sunderland í lok nóvember. Komið með og skoðið „nýja“ Anfield!
Bókanir í ferðina fara fram á vef Úrval Útsýnar. Endilega skellið ykkur með!
Boðið verður upp á Kop.is-dagskrá yfir helgina og í kringum leikinn en ferðalöngum verður frjálst að nýta sér það eftir eigin óskum. Fólk getur kastað mæðinni í glæsilegri miðborg Liverpool, verslað smá og farið sýningartúrinn á Anfield með Kop.is-genginu. Endilega lesið borgarvísi okkar um Liverpool-borg til að sjá hvað hægt er að gera í þessari skemmtilegu borg, annað en að sjá frábæra knattspyrnu og óstöðvandi heimalið á Anfield.
Innifalið í ferðinni er meðal annars:
- Íslensk fararstjórn.
- Flug til Birmingham með Icelandair föstudaginn 25. nóvember að morgni.
- Rúta til Liverpool (u.þ.b. 2 klst. löng) eftir hádegi á föstudegi. Komið verður síðdegis til Liverpool-borgar.
- Sérstakt Kop.is Pub-quiz í rútunni þar sem veglegir vinningar verða í boði!
- Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool við komuna á föstudegi
- Kráarkvöld á enskum pöbb í hjarta borgarinnar. Verðum með VIP-sal út af fyrir okkur.
- Skoðunarferð á Anfield – þessu má enginn missa af eftir breytingar á vellinum! (ekki innifalið í verði, bókað sérstaklega)
- Aðgöngumiði á leikinn gegn Sunderland á Anfield, laugardaginn 26. nóvember.
- Rúta til Birmingham og flug heim þaðan á mánudeginum. Lent heima í Keflavík síðdegis á mánudegi.
Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar, drykkir með kvöldmat og annað almennt sem ekki er nefnt hér að ofan er ekki innifalið.
Aukapunktur:
Verðið er kr. 139.900 á mann í tvíbýli. Verð fyrir stakan er kr. 164.900, verð á mann í þriggja manna herbergi er kr. 133.900. Staðfestingargjald er kr. 40.000 á mann.
Bókunarvefur Úrvals Útsýnar er nú opinn! Athugið að um takmarkaðan sætafjölda er að ræða svo nú er bara að stökkva af stað.
Ef þið óskið frekari upplýsinga hafið þið samband við Sigurð Gunnarsson hjá Úrval Útsýn í síma 585-4102 eða á siggigunn@uu.is.
Það eru ekki fleiri ferðir planaðar hjá okkur fyrir áramót þannig að ekki hika ef þið hafið verið að bíða eftir að koma með okkur á „nýja“ Anfield!
Endilega sláist í för með okkur Kop.is-genginu í frábæra ferð til fyrirheitna landsins!
Hæ,
Nokkrar spurningar
– hvenær eru miðar afhentir ?
– hvar eru þeir staðsettir ?
– getið þið lofað 4-8 sætum saman ?
kv/
Hæ,
– miðar eru yfirleitt afhentir á leikdag, við erum þó búnir að fá þá í hendurnar fyrr
– miðarnir eru út um allan völl en við erum almennt með virkilega góð sæti. ef það hafa verið 2-3 sæti á lélegum stað á vellinum höfum við reynt að taka þau sjálfir.
– ég get ekki lofað 8 sætum saman en í versta falli yrðu það þá t.d. 4 og 4 saman eða 3 og 3 til að fjölmennur hópur yrði í mesta lagi skipt í tvennt. en það er þó alveg mögulegt að ná alveg 8 sætum saman sé þess óskað.
Ef þið hafið frekari spurningar, endilega skjótið.
Hljómar vel!
Myndi skella mér ef ég væri ekki búinn að plana ferð á Liverpool-Watford fyrr í mánuðinum.
Ég skal. Ég ætla, einhverntíman að fara í svona ferð. Hef farið áður á Anfield en svona ferð er must að fara í……Minn tími mun kona 🙂