Masche

Fínt viðtal við [Javier Mascherano](http://www.liverpoolfc.tv/news/features/this_season/FN11754070906-0910.htm) um tíma hans hjá Liverpool.

7 Comments

  1. Gott viðtal og gaman að fá að “kynnast” drengum aðeins nánar. Það kemur manni svo sem ekki á óvart að Pennant sé trúðurinn og að Riise sé kallaður “Ginger”! Hins vegar hljómar þetta þannig að mórallinn sé góður og liðið virkar í góðu andlegu jafnvægi.

    Ein spurning, veit einhver hvort búið sé að ganga frá kaupunum á Javier? Ef ekki hvað hann þá kemur til með að kosta?

    Skv. LFChistory.net rennur lánssamningurinn út 2008 (væntanlega eftir tímabilið).

  2. Fyrst að ekkert sérstakt er í gangi þessa dagana vegna landsleikjahlés langar að nota tækifærið og hrósa aðstandendum vefsíðunnar fyrir góða og málefnanlega umfjöllun, og ekki síst fyrir að birta nýtt efni nánast daglega. Menn eru líka duglegir að tjá sig hér og eru oftast sanngjarnir og málefnanlegir í spjalli sínu – það gerist víða að slíkt spjall fer úr böndunum vegna örfárra vitleysingja. Megi Liverpool bloggið lifa um aldur og ævi!

  3. “I played in a Champions League final – amazing. Also the semi-final against Chelsea, that was special. It all happened so quickly for me, so yes, I’m very pleased. Things couldn’t have gone better.”
    Reyndar ekki rétt hjá þér Javier….hlutirnir hefðu orðið enn betri ef þú hefðir unnið fjandans Meistaradeildina 🙂

    Annars mjög fínt viðtal, greinilega jarðbundinn strákur. Frábær leikmaður, alveg frábær. Vonandi verður hægt að klára kaupin á honum næsta vor.

  4. Já Ási þetta er hrikalegt og örugglega mun algengara en mann grunar.
    Maður hugsar með hryllingi til þess að Gerrard verði sprautaður í tásuna fyrir leikinn gegn Israel, þó svo að meiðslin hjá Redknapp hafi verið “alvarlegri” en það sem er að hrjá Capteininn.

  5. Hræðilegt að hugsa til ferils Jamie Redknapp. Hann var alltaf einn af mínum uppáhalds leikmönnum á þessum árum og átti svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

    Varðandi Gerrard og Steve “Without a job in November” McClaren þá held að það þurfi að sprauta fja**** landsliðsþjálfarann niður til að leysa það vandamál!

Dæmið á Crouch!

Yfir hverju var Rafa að kvarta?