Opinn þráður – Karius meiddur

Nýr markmaður var að mínu mati ein mikilvægasta staðan sem þurfti að styrkja fyrir þetta tímabil sem og var gert. Þetta má samt ekkert vera of jákvætt hjá okkur lengi, Loris Karius tókst auðvitað að brjóta bein við það að kýla Lovren um daginn og er floginn heim frá Bandaríkjunum og líklega á leið í aðgerð. Talað um að hann verði frá í um 10 vikur. Spilar því líklega ekkert fyrstu þrjá mánuði tímabilsins að minnsta kosti.

Fari þetta bara í kolbölvað alveg. Mignolet verður því milli stanganna í byrjun næsta tímabils, enn og aftur.

Læt annars twitter um rest:









30 Comments

  1. Það hefur sennilega farið framhjá mér í allt sumar, en af hverju virðast allir telja að Karius hafi verið keyptur sem markmaður #1?

    Var ekki vitað mál að Mignolet þyrfti meiri keppni um stöðuna heldur en það sem Bogdan og Ward gátu gefið honum, og Karius því keyptur sem (vonandi) töluvert betri varamarkmaður?

    Ef ég hef hins vegar rangt fyrir mér, og Karius hafi verið keyptur til þess að vera #1, þá hefur Mignolet einfaldlega allt að sanna í þessar 10 vikur eða svo. Þannig ég ætla nú ekkert að taka eins djúpt í árinni og sumir tístarar og tala um þetta eins og þetta sé það versta sem gat mögulega gerst – mér getur dottið ýmislegt annað verra í hug!

    Homer

  2. Aldrei hatað leikmann LFC nokkurn tíma. hef þolað alla hingað til. Var vel pirraður með Moreno eftir úrslita leik evrópudeildar en hata hann ekki. Tel jafnvel að það gæti ræst úr honum.
    Geri góðan greina mun á góðum leikmanni og lélegum.
    En fífillinn hann Mignolet fé ég grænar bólur yfir!!!
    Hvernig er hægt að verja eins og WC markmaður og vera svo retarður strax á eftir.
    Þetta er svo óþolandi gæji. Því fyrr sem maður sér hann frá LFC því betra….

  3. úffff…. segi varla annað.

    mignolet ruslið í netið framm að áramótum.

  4. Ég verð að taka undir með David að einhverju leiti. Mignolet er afleitur, afleitur, afleitur. Að byrja tímabilið með belgann í búrinu og hundrað ára gamlann arsenalmann á bekknum er minna kynþokkafullt en Megas í óþvegnu föðurlandi. Það vill til að stöð2sport er með skitu þessa dagana og líkur eru sterkar á að missa af mörgum Liverpoolleikjum.

  5. Common Mignolet er bara ekki alveg svona slæmur. Held að hápúnkti svartsýnisrausins hafi verið náð þegar menn kasta hér flagginu áður en leiktíðin hefst.

  6. Mignolet verður núna að nýta sénsinn og tryggja sig í liðinu. Miklu betra að hafa samkeppni núna og heldur honum vonandi á tánum!

  7. Fínt að koma úr löngu lestrarfríi og fá jákvæða sýn á það sem gengur á í Liverpool FC.

    Eða ekki.

    Að sjálfsögðu er vont að Loris Karius meiðist. En mikið vona ég nú að þetta verði ekki tónninn í því sem framundan er hjá LFC, það að þessir ágætu twitter-pennar sem Einar vísar hér í verði ekki þeir sem verða ráðandi í vetur. Er kominn með svo ofboðslegan tremma yfir því hvað menn telja sig geta sagt um Simon Mignolet sem er langt frá því að vera draslmarkmaður.

    Gamla mantran um að styðja þá leikmenn sem spila í treyjunni er ört að deyja…er sennilega löngu dauð og mér finnst alveg magnað að sjá það hversu ofboðslegt reiðarslag það er að tiltölulega ungur og óreyndur markmaður er nú meiddur…hristi hausinn af mér þegar ég sá að Alex Manninger væri betri kostur að mati margra twitter manna.

    Ég held satt að segja að Mignolet hafi verið býsna langt frá því að vera lélegasti maður liðsins í fyrra. Bara býsna langt…og þetta mun ekki verða lykilatriðið í fyrstu leikjum haustsins, um það er ég sannfærður.

    Ef hinir 10 munu virka á þann hátt sem Klopp vill þá verður allt í góðu lagi.

  8. Verð að taka undir með Magga. Ég er nú ekki stæsti aðdáandi Migs og er gríðarlega spenntur fyrir Karius, en þetta er risa tækifæri fyrir Migs að senda Klopp skýr skilaboð. Hættum þessu rugli og styðjum liðið!

  9. #2 Homer
    Ég mundi halda að Karius hafi verið keyptur til að keppa við Mignole um stöðu í liðinu.
    Fyrir mér er “markmaður númer eitt” einfaldlega tilvísun í treyjunúmerið hans 😉

  10. Mjög svekkjandi en svona er boltinn bara. Menn meiðast og òþarfi að láta eins og himinn og jörð sé að farast.

    Hef meiri áhyggjur ef ekki verður keyptur vinstri bakvörður. Er farinn að hljòma eins og biluð plata en mig klæjar ì heilann af pirringi að ekki sé búið að gera eitthvað varðandi þessa stöðu. Auk þess að Smith var seldur sem oft lùkkaði flottur.

  11. Ef þú ert ekki pínu áhyggjufullur fara inn í tímabilið með bara Mignolet 3 árið í röð, þá hefurðu ekki verið að horfa á leiki liverpool. Með langversta shots/goals ratingið í deildinni og örugglega lang versta sem nokkur liverpool markmaður hefur verið með ever. Fær á sig 3 skot 2 fara inn bókað það er á hreinu, þetta kemur því ekkert við að styðja við mennina okkar og bla bla Brendan Rodgers gerði skítakaup á þessum manni því miður, hans langverstu kaup og langversta ákvörðun taka hann inn í liðið fyrir Reina(ég vill enþá meina það sé ástæðan fyrir við vorum í 2 sæti en ekki 1 síðasta suarez tímabilið) hann einfaldlega hleypir mörkum inn og er skelfilegur í hornum og aukaspyrnum. Samningurinn við hann var ekki endurnýjaður til að hann væri að keppast um fyrsta sætið, samningurinn hans var endurnýjaður því hann er fín bekkjarseta verður seldur næsta sumar þegar hann er búinn að sætta sig við hann á ekki séns í Karius. Ég vildi engann út út liðinu fyrir þetta tímabil nema Mignolet, allir sem við höfum selt eru í hærri gæðaflokki en hann….

  12. Sama klassíska meiðslabyrjunin og alltaf, maður er orðinn yfirspenntur fyrir nýju mönnunum og búmm alltaf fær maður þetta í andlitið. Nú bíður maður eftir því að fleiri meiðist nefni engin nöfn en hann er framherji og missti af flestum leikjum í fyrra.

  13. 16# sammála. Finnst menn í afneitun með hann. Ætli það séu ekki þessar frábæru vörslur inn á milli. Hendið Dea gea inn á sama tíma og united fékk hann í LFC þá værum við með bikkar… Það er bara þannig

  14. Þótt menn bendi á hið augljóst í því hversu lélegir Mignolet hefur verið og hafa tölfræði til að sýna fram á það, þá þýðir það ekki endilega að menn séu ekki að styðja liðið og leikmennina. Ég vona að þetta verði ekki þannig halelújasamkoma að menn megi ekki hafa skoðanir hérna.

  15. Hrikaleg óheppni sem getur gerst og mun gerast. Hef ekki trú á að þetta muni hafa eins drastískt áhrif og sumir hérna. Vonandi lítur Mignolet bara á þetta sem sinn síðasta séns og leggur allt í sölurnar.

    Sammála Davið Leo, ef við hefðum haft De Gea eða Buffon eða Neuer fyrir 3 leiktíðum hefðu við tekið dolluna.. en klúbburinn er bara ekki að fara eyða 20-30m pund í markmann

  16. Það veit sá sem allt veit að er ég er ekki í aðdáendaklúbbi Mignolet.

    En mér finnst samt ekki hægt að menn noti umæli eins og #3 um þeir hati hann ogkalla hann fífl.

    Svoleiðis á ekki að sjást hér.

    Í fínu lagi að segja að hann sé lélegur og að hann sé ekki nógu góður osfrv. en koma þá jafnframt einhver rök og/eða tölfræði.

    En svona ummæli eigum við ekki að líða. Dregur þessa frábæru síðu niður á plan sem er okkur sem stuðningsmönnum Liverpool ekki sæmandi.

  17. Vá ég hálf skammast mín fyrir að vera poolari þegar eg renndi yfir þessi twitter ummæli. í fyrsta lagi er bara eins og Manuel neur hafi verið að meiðast en ekki einhver Kaktus úr botnliði frá þyskalandi sem enginn hafði heyrt talað um áður en hann var orðaður við klúbbinn. Fyrir utan það að hann hefur ekkert synt mér hvað þá að menn séu að drulla yfir markmanninn okkar eins og hann hafi bara verið með stanslausan niðurgang allt siðasta tímabil. Myndi segja að allt liðið hafið verið undir getu siðasta timabil. Finnst mun betri lausn á að losna við kolo, skrtel og og sakhu burt úr vörninni. Er ekki frá því að það sé hægt að rekja fleiri af mörkunum sem við fengum a okkur á hans sauðskap eða þar sem hann gat ekki haldið linu með vörninni og gert menn réttstæða. Ekki hissa þó maðurinn hafi verið ein taugahrúga með þennann sirkus fyrir framan sig. Ég sá nú til að mynda þessa leki sem hann spilaði með belgum td á móti ítalíu þar sem hann geislaði af sjálfstrausti enda með boðlega vörn fyrir framan sig. Karius er i nkl sömu stöðu og Migs þegar hann kom fyrst. Koma báðir úr lélegum liðum i stórt félag og hann mun lenda i sömu vandræðum til að byrja með. Karius hefur ekkert með það að gera a’ vera fyrsti kostur allavega ekki i byrjun ef þetta heldur áfram sem ég er til í að veðja að verður ekkiþá er hægt að skoða að kippa honum út.

  18. Veit einhver hvort/hvenær Liverpool leikurinn við AC Milan verður endurfluttur á Stöð 2 Sport rásunum? Nenni ekki að vaka í nótt.

  19. what????

    Fans in the UK & Ireland can watch the match against AC Milan LIVE. The game will be available to view on-demand 24 hours after the final whistle for those accessing LFCTV GO outside of these countries

    Verður leikurinn ekki sýndur beint á LFCTV nema fyrir UK og Írland?

  20. Tölfræði er flókið fyrirbæri. Yfirleitt er hún mikil einföldun á flóknum vandamálum en ef hún er notuð á réttan máta þá getur hún einfaldað flókin vandamál.

    Sem dæmi þá gæti einhver haldið því fram að öskubakki væri krabbameinsvaldandi. Öll tölfræði getur stutt þessa niðurstöðu. Raunveruleg vísindi ganga út á prófanir og passa að skipta út öllum mögulegum breytum: eins og td sígarettum!

    Ég held í raun að tölfræði mignolet sé eins og með öskubakkann. Að hversu miklu leyti höfðu þessi mörk sem mignolet fékk á sig með varnarleik að gera? Skrtel, Lovren, Moreno og Shako voru ekki beint að brillera eða hvað? Fyrir utan að við höfum ekki átt “decent” DMC síðan Mascherano var hjá okkur.

    Bara pæling….

  21. Júbb, hér er liðið:

    Liverpool team: Mignolet, Alexander-Arnold, Lovren, Klavan, Milner, Henderson, Lallana, Wijnaldum, Coutinho, Mane, Sturridge.

    Substitutes: Manninger, Clyne, Firmino, Moreno, Brannagan, Origi, Ings, Stewart, Wisdom, Markovic, Ojo, Randall, George.

    Mjög spenntur að sjá Wijnaldum, Mané og Sturridge alla saman!

  22. Mignolet: I told him. Don´t you ever leave your goalline. Did he listen? Nope. Stupid know it all with the sexy hair.

  23. Fékk mér LFCTV GO til að sjá leikinn bara til að uppgötva að klúbbsjónvarpið sýnir Ameríkuleikina aðeins á Bretlandseyjum. Veit einhver um gott streymi, er ekki með stöð2 ….

  24. Mignolet fékk nýjan samning svo Karius hefur verið fenginn til að veita honum samkeppni.
    Svo má ekki gleyma því að vörnin verður að vera traust , sem hún var ekki síðasta tímabil.
    Auðvitað vont að missa markmann í meiðsli en engin endalok..

Liverpool – Chelsea / Sakho alltaf of seinn

Liverpool 2 AC Milan 0