Klopp, hvað ertu eiginlega að spá?

Í podcast-inu í færslunni hér fyrir neðan ræða strákarnir um margt áhugavert en umræða þeirra um kaup Liverpool á Georgino Wijnaldum og pælingar varðandi uppstillingar greip mig og fær mig knúinn til að henda inn smá innleggi í þá umræðu.

Í sumar hefur maður líklega eytt allt of miklum tíma og heilasellum í að velta fyrir sér hvernig Klopp ætli að stilla upp liðinu sínu í vetur og hvar þessi eða hinn leikmaður á að koma til með að spila. Maður heldur að maður sé að fá einhverja góða og réttmæta mynd á þetta en svo dúkkar eitthvað nýtt upp og maður fer hálf partinn að klóra sér í hausnum aftur. Maður er kominn aftur á byrjunarreit.

Kaup Liverpool á Sadio Mane og Georgino Wijnaldum finnst mér bæði virkilega góð og er ég satt að segja drullu spenntur fyrir þeim báðum. Þeir eru á góðum aldri, flottir leikmenn og maður hefur á tilfinningu að þeir séu alveg við það að springa út og komast á eitthvað ‘peak’ tímabil á sínum ferli.

Þeir félagar eiga það sameiginlegt að þeir eru báðir mjög fjölhæfir og hafa spilað í mörgum stöðum og hlutverkum undanfarin tímabil. Það er því ekkert svart og hvítt varðandi þessi kaup, þeir gætu dúkkað upp í nær hvaða hlutverki sem er í þessum fremstu 4-6 stöðum á vellinum.

Wijnaldum hefur verið að spila á miðjunni, í holunni, kantinum og þar fram eftir götunum á meðan að Mane hefur spilað á vængjunum, í holunni og frammi. Það er því allt í frekar lausu lofti gripið þegar maður ætlar að giska á hvar þeir munu mest megnis koma til með að spila. Við erum nú farin að fá nokkuð skýra mynd af því hvert hlutverk Mane verður en Wijnaldum er aðeins meira spurningamerki eins og er.

Mane hefur mest megnis verið að spila hægra megin á vellinum í sumar og kemur líklega til með að byrja oftar en ekki í þeirri stöðu en í síðasta leik var hann á vinstri vængnum og Ojo á þeim hægri.

Það er ekkert leyndarmál að Klopp hrífst mikið af leikmönnum sem geta leyst meira en eitt hlutverk og má sjá að þeir leikmenn sem hann virðist einna hrifnastur af hjá Liverpool – og þeir sem hann hefur fengið – eru allir frekar fjölhæfir. Maður geti því fengið meira út úr átján leikmanna hóp fjölhæfra leikmanna heldur en úr hóp ‘einhæfra’. Hann kom eitthvað inn á þetta um daginn þegar hann talaði um leikmannahópinn sinn en man ekki orðrétt hvað hann sagði né finn tilvísunina en mig rámar eitthvað í þetta.

Hann hefur nú oft áður talað um fjölhæfni leikmanna sína og mikilvægi þess að þeir geti spilað ólík hlutverk og hafi góðan taktískan skilning. Það virðist honum afar mikilvægt og má vel sjá ummerki þess hjá gamla Dortmund liðinu hans. Schmelzer var kantmaður sem hann ákvað að breyta í góðan bakvörð, Kuba var bakvörður sem hann gerði að góðum kantmanni, Grosskreautz varð allt sem Klopp sagði honum að vera, Lewandowski var látinn spila í holunni til að byrja með til að öðlast betri leikskilning og eitthvað þar eftir götunum.

Klopp fer ekkert leynt með það að hann telur sig fyrst og fremst vera “þjálfara” og það er það sem hann vill leggja upp með. Hann vill bæta leikmenn, hjálpa þeim að uppgvöta nýja hluti og ná hæðum sem þeir höfðu annars ekki náð. Þess vegna finnst mér kaup hans á leikmönnum eins og t.d. Karius, Matip, Mane og Wijnaldum afar sniðug. Góður aldur, fín reynsla en þeim vantar smá leiðbeiningu til að taka skrefið upp og toppa.

Gjörsamlega á hinum pólnum er kollegi hans og nýr stjóri Manchester United, Jose Mourinho, en hann sagði það beint út fyrir skömmu að hann vildi byggja á “sérhæfðum” leikmönnum. Einn miðjumaður á að verjast, framherjinn á að halda sér frammi og svona. Það er alls ekki mikið flæði á þeim bænum. Það má líka hæglega sjá muninn á leikaðferðum liðana sem spila undir stjórn t.d. Klopp, Guardiola og Wenger heldur en Mourinho. Ekkert er réttara en annað eða betra en hitt, það er bara spurning um hvaða nálgun hver vill taka og hvað hentar hverjum og einum. Nálgun Klopp virðist einfaldlega henta Liverpool og leikmönnum þess betur, það er bara þannig.

Við veltum okkur mikið upp úr því hvernig liðið var lagt upp í fyrra og reynum að yfirfæra það yfir á þessa leiktíð. Í leikjum sumarsins hefur liðið mest megnis spilað 4-3-3 útfærslu – sem er auðvitað, mjög hreyfanleg og fínt flæði – en virðist nú sem svo að liðið sé að byrja að færast ögn meira í 4-2-3-1 útfærslu. Ekkert gífurlegur munur þarna á milli en það er þó eitthvað.

Klopp sagði í viðtali við The Anfield Wrap að 4-3-3 væri ekki endilega það sem koma skildi og það hefði bara einfaldlega hentað betur þeim leikmönnum sem hann hafði framan af sumri. Svo virtist hann gefa nokkurn vegin í skyn að ekki yrði þetta líklega alltaf eins og það minnti mig á það sem hann sagði eftir mikla gagnrýni í fyrri leiknum gegn Villarreal þegar hann skildi Sturridge eftir á bekknum í mikilvægum leik.

“I thought about a lot of things and at the end I decided for a little bit more stability. In a 4-3-3 we didn’t play with Daniel until now, so we thought for today — this 4-3-3, 4-5-1, sometimes a diamond, this very flexible style — it makes sense that the players played together before and that’s why we decided for this lineup.”

Þetta er held ég leiðin sem við munum fara í vetur. Sveigjanlegt og fjölbreytt lið þar sem erfitt verður að lesa í uppstillingu liðsins fyrirfram og að liðið eigi að geta breytt um form eftir því hvernig leikirnir spilast.

Í fyrra sáum við Origi og Sturridge tvo frammi fyrir framan tígulmiðju, við sáum 4-3-3, 4-2-3-1 og 4-3-2-1 svo eitthvað sé nefnt. Við munum líklega sjá eitthvað af öllu þessu á milli leikja eða hreinlega allt í sama leiknum.

Ef við setjum upp svona nokkurn veginn okkar sterkasta lið – það er nú að verða svolítið erfitt því breiddin er svo góð og mikil framarlega á vellinum en here we go.

Karius

Clyne – Lovren – Matip – Moreno

Can – Hendo
Mane – Wijnaldum – Coutinho

Firmino

Ég set þetta svona en augljóslega eru Origi, Sturridge, Milner og Lallana ekki þarna en það má vel henda þeim inn í þetta og dæmið gengur upp. Þetta lið getur hæglega breyst á marga vegu – án þess þó að maður telji upp allar stöðurnar sem þessi og hinn getur fært sig yfir í. Skoðum þetta t.d. í 4-3-3 með þriggja manna miðju.

Karius

Clyne – Lovren – Matip – Moreno

Can – Hendo – Wijnaldum
Mane – Firmino – Coutinho

Jafnvel í tígulmiðju.

Karius

Clyne – Lovren – Matip – Moreno

Can

Hendo – Wijnaldum

Coutinho

Firmino – Mane

Setjið Lallana inn í jöfnuna og hann getur komið í hlutverk í öllum kerfunum. Sama með Milner. Origi og Sturridge geta og hafa spilað á kantinum, Sturridge jafnvel spilað aðeins dýpra (eins og Ings).

Það má gera alveg ótrúlega margt með þetta Liverpool lið og ég hlakka mikið til að sjá hvernig þetta mun spilast í vetur. Það er engin vafi á því að Liverpool er mikið sterkara en á síðustu leiktíð, er það nógu sterkt? Það kemur í ljós en meiðslasagan og stöðugleikinn er augljóslega stærsta spurningarmerkið að mínu mati – miklu frekar það en að það sé skortur á hæfileikum í þessum hóp.

Það er alveg augljóslega eitthvað mikið plan í gangi hjá Klopp og aðstoðarmönnum hans en það er erfitt fyrir okkur að reyna að ná fullum skilning á því þessa stundina og á eflaust margt eftir að koma okkur á óvart.

63 Comments

  1. Leikerfi eru stundum leikur að tölum og að setja upp í eitthvað form eins og 4-3-3 / 4-4-2/ 4-2-3-1 o.sfrv er pínu dálítið fyrir sjónvarp og aðdáendur til þess að velta sér uppúr og er það stórskemmtileg yðja.

    Margir stjórar eru með mikið flæði í sýnum leik þar sem þeir eru með ákveðið skipulag en gefa sumum leikmönum meira lausan taumin og fá að taka ákvarðanir án og með bolta sem festa þá ekki í einhverja ákveðna stöðu.

    Í hápressu Klopp þá sáum við oft leikmenn skipta um stöðun en það er gert með það í viteskjuni að aðrir leikmenn þurfa þá að vera tilbúnir að koma með í hápressuna og loka þeim svæðum sem skilinn eru eftir opinn framarlega á vellinum(s.s liðsamvina sem kemur með meiri þekking á hvað er ætlast af þeim og þegar þeir læra betur inná hvern annan).

    Það er nefnilega hægt að útfæra hvaða kerfi sem er sem sóknar eða varnar. Menn halda að t.d 4-5-1 sé varnar og kerfi eins og 4-3-3 sé sóknar en það þarf bara alls ekki að vera. Því að það fer eftir leikmönum og hugmyndafræði þjálfarans hvernig hann setur það upp.
    4-5-1 getur verið blússandi sóknarbolti þar sem margir miðjumenn taka þátt í sóknarleiknum, taka mörg hlaup fram á við og bakverðuir koma hátt upp völlinn og í yfirhlaup.
    4-3-3 getur líka verið varnasinnað þar sem miðjumennirnir þrír eiga að halda sig á miðsvæðinu og kannt mennirnir fremst fá ekki að keyra inn og eiga að halda sig utarlega og fá skír skilaboð um að verjast vel varnarlega.

    Það er alltaf samt gaman af velta þessu fyrir sér en maður má ekki gleyma sér í þessum uppstillingum o því að einu sinni vita hvert upplegið er Klopp, þjálfarateymið og leikmenn(vonum allavega að skilaboðinn berist til leikmanna).

    Held að við sjáum marga leikmenn hjá liverpool í vetur fá að tjá sig aðeins með boltan og verða þeir ekki fastir í einhverji ákveðni stöðu í vetur enda fullt af skapandi leikmönum sem njóta sín best við að skapa. Það þarf samt aga í leikinn og efast ég ekki um að þýska stálið komi með hann inn í leik liðsins.
    Þetta verður skemmtilegt tímabil ég finn það á mér með mörgum flottum liverpool leikjum.

    P.s vill taka það fram að mér finnst þetta virkilega flott grein og skemmtileg.

  2. Ein pæling varðandi að Klopp breyti leikmönnum. Getur verið að hann vilji t.d breyta Marcovic og Milner í bakverði ? Í það minnsta er Randal á leiðinni í lán og ekki margir eftir til að bakka – bakverðina okkar upp. Mér finnst reyndar allt benda til þess að bakverður verði keypttur sem getur bakkað upp Moreno en fór að spá í hvort það væri pælingin hjá Klopp fyrst hann hefur áður breytt leikmönnum í eitthvað annað en þeir voru. T.d kanntmönnum í bakvörð og öfugt.

  3. Zielinski farinn til Napoli! Nu er ég brjálaður. Þið pennar hér á kop.is hafið skrifad og talad um þennann mann eins og að hann væri öruggur inn, búinn ad horfa mikið á hann og lesa mikið um hann brilliant leikmaður sem ad á framtíðina fyrir sér. Mega pirrandi

  4. Maður sofnaði bara yfir síðasta spjallþætti og frekar þunnur söguþráðurinn upp á síðkastið varðandi Liverpool og spjallið meira vangaveltur um stöður. Hefði viljað samanburð á stöðu okkar mv. önnur lið og kosti og galla efstu liða. Annars eru síðuhaldarar flottir að halda þessari síðu út og finna umræðuefni sem vekur oft á tíðum skoðana skipti.

    leikmenn e.t.v mjög spenntir en greinilega þreyttir margir.

  5. átti að enda …Erfitt að dæma leikmenn af síðustu æfingaleikjum þar sem ….leikmenn e.t.v spenntir og greinilega þreyttir margir hverjir.

  6. Flottur pistill og áhugaverdur en þad sem mér finnst mest áhugavert í þessum pistli er hvernig Ólafur fer ad tví ad stilla upp okkar sterkasta li?i med Sturridge à bekknum. Ad mínu mati er Sturridge okkar besti og mikilvægasti leikmadur jafnvel tótt hann væri bara 80 %heill 🙂

  7. Sammála Viðari.

    Að okkar langhættulegasti og mesti markaskorari sé á bekknum er eiginlega bara stórfurðulegt.

  8. Ég sagði “nokkurn veginn sterkasta liðið”, ekki satt?

    Þetta var samt nokkurn vegin það sem leit dagsins ljós í flestum af stærstu leikjunum í fyrra og dæmi með Sturridge utan liðs bara hentaði betur í útskýringar á þessum pælingum.

  9. Flottur pistill.
    Skemmtilegar pælingar með uppstillingar sem sýna okkur svart á hvítu hvað breiddin er orðin góð.
    Ég persónulega myndi alltaf hafa Milner inni á kostnað Hendó.
    Svo gæti ég vel séð fremstu þrjá í þessum dæmum sem þú tekur vera óþolandi hreyfanlega, Mane getur spilað allstaðar frammi og mun líklega fá að fljóta á milli kanta og sem fremsti maður.
    Með Mane, Firminho og Cotinho frammi held ég að við séum ekki með neinn sem á að vera fremstur heldur fá þeir allir fullt leyfi á að flæða fram á við.
    I einhverjum leikjum væri svo hentugara að nota Sturridge sem fremsta og negla þá annaðhvort 2 fyrir aftan hann eða sitthvorum megin við hann.
    Ég held að Sturridge muni verða í semí aukahlutverki í vetur og í þeim leikjum sem okkur vantar pura striker þá verði Origi notaður meira.
    Legg svo til og mæli um að Hendó verði seldur, ástæðan fyrir því er sú að það væri leiðinlegt að svipta hann bandinu og hefði það klárlega áhrif á hann og hans leik. Vill sjá Milner eða Lövren taka bandið þetta tímabil meðan Klopp sér hver það er sem fær það til framtíðar.
    Við erum með betri menn en Hendó í liðinu og getum keypt betri menn fyrir lítinn pening.

  10. Fannst Hendo á tíðum frábær þegar hann var heill .. þarsíðasta / þarþarsíðasta tímabil .. Ef vesenið heldur áfram, þá klárlega á hann ekki framtíð í boltanum .. (Helvítis Ferguson)

  11. Ég held að Klopp eigi eftir að vera í vandræðum að halda mönnum ánægðum, og gefa öllum spilatíma með svona marga miðjumenn:
    Mané
    Wijnaldum
    Coutinho
    Firmino
    Lallana
    Can
    Henderson
    Lucas
    Milner
    Grujic
    Markovic
    + ungu leikmennirnir.

    Kannski Lucas, Grujic og Markovic sem sætta sig við mikla bekkjarsetu enn hinir vilja spilatíma. Verður gífurlega pressa á mönnum að standa sig í leikjum, því það bíða nokkrir hungraðir á bekknum að fá sénsinn.

  12. Ég hefði sett Origi sem nr. 1 og vona að Klopp gefi honum alvöru tækifæri. Held að hans tími sé kominn að springa út.

    Skil ekki af hverju Belgíski stjórinn notaði hann ekki meira í Frakklandi í sumar….

  13. Eg held að klopp sé að fara taka þetta í ár…ef það klikkar þá er honum líka fyrirgefið.

  14. Eitt er allveg á tæru ef farið verður í tímabilið með Moreno sem vinstri bakk og Mignolet í markinu verður enginn framför og 5-10 sætið blasir við. Moreno er gjörsamnlega vonlaus leikmaður ,held að hann sé einfaldlega heimskur.

  15. Það vantar meira blóð og kjöt í vinstirbakvörðinn. Það væri frábært ef Mr. Klopp myndi kaupa einhvern af eftirfarandi leikmönnum í stöðuna:

    Gayá frá Valencia, hann er 20 ára með rating upp á 80 og potential upp á 87
    Jetro Willems frá PSW, 21 árs me rating upp á 78 og potential upp á 86
    Wendell frá Bayer 04, 22 ára með rating upp á 77 og potential upp á 85

  16. Haha nei hættu nú alveg. Þú ákvaðst bara að kasta inn FIFA ratings sem rökstuðning fyrir kaupum!

    Hvernig skilur Klopp ekki potentialið maður?

  17. Þetta eru FIFA 16 ratings. EA Sports eru með her manna sem eru búnnir að liggja yfir þessu. Ég veit að þessir þrír sem ég bendi á hafa verið keyptir á milli liða og plummað sig mjög vel í öðrum liðum. T.d. veit ég um einn sem hefur prófað að kaupa Gayá til Liverpool. Hann var alltaf mjög góður í vörninni og gat meira að segja spilað á vinstri kantinum. Í fimm leikjum sem hann spilaði á vinstri kannti var hann 2x valinn maður leiksins og skoraði samtals þrjú mörk. Geri aðrir betur! Þetta getur ekki klikkað !

  18. Grujic mikið á bekknum .. biddu, var hann ekki að brillera þarna um daginn ?
    En allavegana .. var að horfa á Mourinho á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun .. djöfull er maðurinn ógeðslegur ! Maður sem ég væri síst til í að detta í það með.

  19. Trúi ekki að Maðurinn hafi ekki fengið fleiri læk. Hann er alveg með þetta.

  20. Jæja, er ekki að byrja leikur við Barcelona….engin færsla fyrir það fyrir leik?
    Ég er með áskrift að LFCTV en helvítin hafa þennan leik læstan …er bara opinn fyrir UK og Írland…aftur. Meira ruglið alltaf þessi sjónvarpsréttarmál…

  21. Mignolet; Clyne, Lovren, Klavan, Milner; Can, Wijnaldum, Lallana; Coutinho, Firmino, Mane

  22. Sama hér islogi, ekkert smá fúll 🙁
    Búinn að halda áskriftinni opinni síðan síðasta sumar, hugsaði sem svo að ég gæti alveg splæst í þetta, gott málefni og svona, og svo gæti maður horft aftur næsta sumar (núna).
    Síðan voru stóru leikirnir í USA lokaððir og síðan aftur núna….ég var að enda við að cansela áskriftinni.

  23. KOP, hvað ertu eiginlega að spá? .is
    Engin upphitun? Súri að mæta á svæðið og seinasti og stærsti æfingarleikurinn…

  24. Sturridge meiddur :/ þetta er auðvita hætt að vera fyndið.

    Team to play Barcelona: Mignolet; Clyne, Lovren, Klavan, Milner; Lallana, Can, Wijnaldum; Coutinho, Firmino, Mane

    Subs: Manninger, Henderson, Grujic, Moreno, Brannagan, Origi, Ings, Matip, Stewart, Wisdom, Markovic, Randall, Alex-Arnold

    Liverpool are without Daniel Sturridge against Barca this afternoon with the England international striker missing out with a hip injury that now makes his participation against Arsenal in the opening Premier League game of the season at the Emirates a week on Sunday

  25. thvilikt mark! Lallana med gargandi pressu og frabaeran klobba! og mane sluttadi eins og kongur!

  26. Frábær pressa frá Lallana sem vann boltann og vel útfærð skyndisókn og frábær afgreiðsla hjá Mané. Frábært mark.

  27. Lallana átti þetta mark gjörsamlega skuldlaust. Vann boltan bara með dugnaði og lagði svo boltan snyrtilega fyrir Mane sem var kominn einn í gegn.

    Flottar fyrstu mín hjá Liverpool. Góð pressa og flottur fótbolti.

  28. Skelfilega lítur Messi illa út. Þetta er eins og einhver Blanda af fm hnakka og Aron Einarsson…

  29. Er gaurinn í miðverðunum við hlið Mascherano nokkuð Tony Hibbert? …tvífarar

  30. Liverpool er vinna Barca 3-0 með leikaðferðinni 4-1-4-1. Einn önnur leikaðferð sem Klopp er að leika sér með og hún er að þrælvirka 🙂

  31. Flott að vinna Barca, ávallt!
    En skulum ekki gleyma því að þetta er pre-season leikur 🙂

  32. Leikurinn er sýndur á Sky sport 1 ef að menn eru með þær stöðvar

  33. Síðast þegar allir stuðningsmenn okkar liðs voru ánægðir var þegar við gerðum atlögu að titlinum. Það hefur svakalega mikið gerst síðan þá og þá sérstaklega brotthvarf Suarez.

    Ég bið ykkur stuðningsmenn okkar ástkæra félags að halda væntingum/kröfum í hófi. Það sjá það allir að Klopp er að byggja upp nýtt Liverpool lið og það væri fáránleg krafa að ætlast til þess að gera atlögu að titlinum eftir að hafa verið fyrir neðan topp 4 meiri hluta sl. 10 ára.

    ALLT fyrir ofan 5. Sæti er frábær sigur á þessari leiktíð og frábær undirstaða fyrir atlögu að titlinum þar næsta tímabil.

    Hættum öllu röfli og níði þetta season. Höfum trú á verkefninu. Það er svo sannarlega margt í kortunum til þess að auka trúna á framtíðinni.

    YNWA

  34. Eina sem skiptir máli er heilsa Lovren núna. Hann var búinn að vera stórkostlegur í þessum leik og fer meiddur af velli á 89 mín. Hann verður að vera heill enda lykilmaður hjá okkur.

    Millner fór líka meiddur af velli eftir flottan leik en ég tel að við getum fylgt hans skarð betur.

    Annars var þetta frábært 4-0 sigur á Barcelona.

    Þetta er æfingarleikur en gott að fara með smá sjálfstraust inn í mótið.

    Ég giska að þetta verður byrjunarliðið gegn Arsenal.
    Mignolet
    Clyne, Matip(Lovren meiddur), Raggi, Moreno

    Winjaldum og Can fyrir framan vörnina.

    Mane – Lallana – Coutinho

    Origi fremstur.

    Firminho gæti líka verið uppá topp.

    Pælið samt í þeim nöfnum sem ég er ekki að nefna í byrjunarliðið Firminho, Sturridge, Ings, Henderson, Grujic(tel Benteke/Balo/Lucas ekki með enda allir líklega að fara).

  35. Hverjir koma til með að byrja leikinn á morgun ?
    Við eigum t.d bara 2 heila bakverði og fáa heila miðverði,

Kop.is Podcast #119

Liverpool 4 Barcelona 0