Uppfært, leik lokið
Þessi lið mættust fyrir fimm 10 árum í æfingaleik sem endaði 5-0 fyrir Klopp og félögum í Mainz. Það tímabil féll Mainz og Liverpool fór í úrslit Meistaradeildarinnar.
Það var undarlegt að sjá Liverpool leggja upp með tvo leiki í sitthvoru landinu með 18 klukkutíma millibili og þessi leikur bar þess merki. Bæði hvað varðar byrjunarlið (og varamenn) sem og frammistöðu þeirra sem spiluðu einnig í gær. Okkar menn voru margir á hálfum hraða í dag.
Heilt yfir mjög léleg frammistaða hjá illa samsettu liði. Tekur okkur aðeins niður á jörðina geri ég ráð fyrir eftir gærdaginn en það er nákvæmlega enginn ástæða til að fara eitthvað á taugum yfir þessu.
Treysti samt engu liði í heiminum betur til að vinna Barcelona 4-0 aðeins til að tapa 4-0 gegn Mainz daginn eftir.
Aðalmálið er að nú er undirbúningstímabilinu lokið, alvaran næst.
Arsenal úti á sunnudaginn, út frá þeim leik metum við standð á liðinu.
it was the best of times
it was the worst of times
it was preseason and really it's us getting to watch training sessions— öh yoü beaüty (@natefc) August 7, 2016
Uppfært, hálfleikur
Mökkleiðinlegur fyrri hálfleikur og staðan 2-0 fyrir heimamenn. Fyrra markið kom eftir víti sem Wisdom fékk dæmt á sig er boltinn fór í höndina á honum innan teigs. Nokkuð harður dómur m.v. núverandi reglur en rétt að mínu mati þar sem þetta stoppaði færi hjá Mainz. (Ég er s.s. ekki sammála bolti í hönd / hönd í bolta reglunum enda fer bara eftir dómara hvað er dæmt).
Seinna markið kom svo rétt áður en blásið var til leikhlés. Okkar menn misstu boltann á miðjunni og Cordoba, sóknarmaður Mainz skoraði með Maitip í sér. Vörn (og markmaður) komu ekk vel út þar, svo mikið er víst.
Annað markvert úr fyrri hálfleik að Marko Grujic fór meiddur af velli á 42.mínútu og Ings kom inná. Það er með ólíkindum hvað þessir leikmenn sem Liverpool kaupir geta bara ekki haldist heilir, fyrir hvert einasta tímabil eða alveg í blábyrjun tímabilsins hafa þeir nánast allir meiðst.
HT subs for the Reds. Randall, Stewart, Brannagan and Toni Gomes on for Alexander-Arnold, Can, Lallana & Woodburn #LFC
— James Pearce (@JamesPearceEcho) August 7, 2016
Jurgen Klopp er á sínum heimaslóðum í dag en hann spilaði í 11 ár með Mainz áður en hann tók við liðinu sem þjálfari og var það í 7 ár. Hann er jafnvel vinsælli í Mainz heldur en Dortmund. Loris Karius er auðvitað einnig á heimaslóðum en stuðningsmenn kvöddu hann formlega fyrir leik.
Auðvitað bara tæplega sólarhringur síðan liðið lék sér að Barcelona á Wembley og byrjunarliðið tekur mið af því. Nokkuð sterkt lið engu að síður.
Der komplette Aufstellungsbogen zum Spiel #Mainz05 gegen @LFC #M05LFC pic.twitter.com/zp0h7vFI5D
— 1. FSV Mainz 05 e.V. (@1FSVMainz05) 7 August 2016
Kemur mér á óvart að allt liðið hafi ferðast með.
Staðan er 2-0 í hálfleik og Grujic fór útaf meiddur á ökla.
Bara get ekki skilið afhverju Liverpool er að spila með þennan mannskap daginn eftir leik gegn Barcelona. Ætla rétt svo að vona að þetta hafi verið ákveðið útfrá faglegum ástæðum en ekki einhverjum tilfinningalegum ástæðu.
3-0 nuna, og firmino og winjaldum að koma inná.
Og 4-0, nuna, vörnin skelfileg þarna, Þrír Liverpool leikmenn gegn einum sóknarmanni og hann skorar með skalla. Úff
Maður hefur það á tilfinningunni að þessi leikur hafi verið hluti af kaupunum á Karius – eða hvaða ástæða getur lið haft til að vilja spila tvo æfingaleiki í röð í sitthvoru landinu?
skil ekki að vera með þennan leik
afhverju þá að nota ekki menn eins og benteke og balotelli.?
alveg sama þótt þeir séu að fara eða ekki. láta þá allvegna prófa kanksi í 30 mín
Jæja. Það hefur aldeilis verið tekið “beer me up”-kvöld eftir leikinn gegn Barcelona.
Úff
Mestu vonbrigðin eru að leikmenn sem hefðu átt að nota tækifærið gerðu það ekki.
Moreno, Matip, Stewart, Ings, Origi voru einfaldlega slakir.
Ekki mikilvægur leikur en það er augljóst eftir undirbúningstímabilið að vinstri bakvarðarstaðan og djúpur miðjumaður eru veikleikarnir í liðinu.
En þetta var æfingaleikur. In Klopp we trust!
YNWA
“Þessi lið mættust fyrir fimm árum í æfingaleik sem endaði 5-0 fyrir Klopp og félögum í Mainz. Það tímabil féll Mainz og Liverpool fór í úrslit Meistaradeildarinnar.”
Ég man ekki til þess að Liverpool hafi farið í úrslitaleik meistaradeildarinnar fyrir 5 árum síðan það hefur eitthvað farið framhjá mér. En ég man hins vegar eftir því þegar að við fórum þangað fyrir 11 og 9 árum síðan. Og ég er nokkuð viss um að herr Klopp hafi verið að þjálfa Dortmund fyrir 5 árum síðan.
Liðið sem spilar á móti Arsenal næstu helgi var að spila á móti sterku liði Barcelona í gær. Það er það eina sem skiptir máli.
Haha átti að vera fyrir 10 árum, sá það á twitter en kannaði ekki frekar. Fyrir mót 2006/07
Þetta er bara æfingaleikur og það þarf ekki nema að sjá byrjunarliðið að þetta var meira æfing frekar en leikur. Ekkert að marka þennan leik.
Þetta er sennilega heimskasta ákvörðun varðandi æfingaleiki sem eg hef orðið vitni að sem stuðningsmaður Liverpool i 30+ ár.
Eg elska Klopp en hvernig dettur honum i hug að spila nokkrum leikmönnum 2 daga i röð i sitthvoru landinu ?
Allt i góðu fyrir kannski 2-3 vikum síðan en það er ein vika i fyrsta leik i deildinni og það ekkert smá leikur.
Argasta heimska og ekkert annað. Þó að við hefðum unnið líka 4-0 i dag. Það er verið að bjóða uppa ókeypis meiðsli og ekkert annað. RUGL!!
Lovren out !!!
Mér finnst gott það sem Klopp segir um hápressuna … ef hún virkar getur liðið spilað eins og á móti Barca og svo ef henni er sleppt fer eins og á móti Mainz. Fékk hreinlega á tilfinninguna að þetta væri með vilja gert hjá Klopparanum …