Arsenal – Liverpool 3-4

Gangur leiksins.
30.mín – 0-0 – Mignolet varði víti.
31.mín – 1-0 – Walcott
45.mín – 1-1 – Coutinho
49.mín – 1-2 – Lallana
55.mín – 1-3 – Coutinho
62.mín – 1-4 – Mané
63.mín – 2-4 – Chamberlain
75.mín – 3-4 – Chambers

Bestu leikmenn
Auðvelt í dag, Coutinho kom okkar mönnum á bragðið í dag og var okkar lang mikilvægasti leikmaður. Sadio Mané var líka mjög sprækur í dag og það er vægast sagt spennandi að hafa svona fljótan leikmann á vængnum.

Vondur dagur
Allt liðið varnarlega, þetta var allt of líkt Liverpool síðasta tímabils á stórum köflum í leiknum og allt of mikið að fá á sig þrjú mörk. Moreno og Lallana báru af hérna í fyrri hálfleik en í þeim seinni voru því miður miklu fleiri ekki að verjast nógu vel. Þetta lið hélt út í dag og það verður að vera það sem koma skal. Liðið tapaði 19 stigum í 9 leikjum á síðasta tímabili eftir að hafa komist yfir í leiknum, töpuðum líka úrslitaleik Evrópudeildarinnar með þeim hætti. Þetta verður að laga.

Hvað þýða úrslitin
Draumabyrjun á tímabilinu og okkar menn lofa mjög góðu. Stórkostlegt að vinna Arsenal á útivelli. Það skiptir engu hvernig við söfnum þessum þremur stigum, sérstaklega í stóru leikjunum og hvað þá á útivelli, skemmir samt alls ekkert fyrir að byrja mótið á 3-4 veislu gegn Arsenal.

Dómarinn
Fannst hann vera fínn fyrsta klukkutímann, svolítið spjaldaglaður en hélt línu ágætlega. Það fór alveg síðasta hálftímann, sérstaklega fannst mér Coquelin sleppa mjög vel við sitt seinna gula og eins var hann voðalega hræddur við að spjalda Xhaka. Vítið var hinsvegar hárrétt.

Skoðum þennan leik og helgina í heild betur seinna í kvöld eða á morgun.


33 Comments

  1. Frabær leikur . Eins og ekta fotboltaleikur a að vera.
    Fullt af mörkum.
    Og Liverpool vinnur.

  2. Akkúrat leikurinn sem ég átti von á, bæði lið sterk sóknarlega en illa stödd varnarlega. Ég spáði leiknum 2-3 í upphituninni í gær og talaði um stórkostlegan leik, ég var ekki svo fjarri lagi.

    Eina spurningamerkið fyrir leik var að hafa Lallana inná, hann gaf mark ásamt Moreno í fyrri hálfleik og var bara alls ekki tilbúinn í þessa baráttu á miðjunni. Ef Can hefði getað spilað allan leikinn hefði þessi leikur sennilega unnist stærra þrátt fyrir að Lallana skoraði þarna eitt mark. Við verðum nú samt fljót að gleyma mistökunum frá Moreno og Lallana í þessum leik þar sem engin stig töpuðust. Mignolet fær prik fyrir að verja vítið, en guð minn góður hann verður að vera örlítið ákveðnari þegar boltinn er laus í teignum og einnig finnst mér hann hlaupa í úthlaup akkúrat á þeim tímum sem hann á ekki séns í boltann, en það er kannski bara ég sem er búinn að stimpla Mignolet sem lélegan markmann og dæmi þar með leik hans útfrá því. Ég get samt ekki kennt Mignolet um neitt mark þó ég væri alveg til í það. Lovren breytir um stefnu á boltanum í 2. markinu og 3. markið er svona típískt mark úr föstu leikatriði. (80% viss um að þar séum við samt að tala um rangstöðu)

    Sóknarleikurinn var frábær í seinni hálfleik, loksins þegar menn náðu aðeins að halda boltanum og opna svæði komu mörkin á færibandi. Coutinho og Mané fannst mér í algjörum sérflokki í dag, þessi Mané er sennilega ein mest spennandi kaup sem ég mané eftir síðan Torres var keyptur. Með aðeins meiri greddu og leikæfingu hefðu mörkin orðið fleiri, menn voru eiginlega alveg hættir að leita að markinu eftir 4. markið, enda var þeim skellt hratt niðrá jörðina þá.

    3 stig á Emirates – Tek þeim fagnandi sama hversu ljót þau eru, en þessi voru virkilega falleg.

  3. Klopp þarf að fá sér Edgar Davids gleraugu ef að þetta er það sem koma skal.
    Frábært að byrja sísonið svona og sama hvað fólk segir að þá eru þetta bestu og skemmtilegustu sigrarnir og megi verða fleiri svona markaveislur þó að það væri betra að fá á okkur færri mörk að jafnaði allavega.
    Jeeeeeeeeeeeeeeeesssssssssssssssssssssss

    YNWA!

  4. Moreno var áberandi versti varnarmaðurinn. Hann er allt of fljótur að hlaupa úr öftustu varnarlínunni, áður en hætta er liðin hjá og svo eru ákvarðanatökur hans oft á tíðum fáranlegar. Til að mynda var þessi tækling sem orsakaði vítið gjörsamlega ástæðulaus. Boltinn var á hraðleiðinni af hættusvæði og hann hefði mátt vita að þú tekur ekki áhættu með að fara í tæklingu á þessu svæði. Það má segja Moreno til varnaðar í markinu að Coutinho misti boltann á hættusvæði en það breytir því ekki að hann var allt of fljótur að hlaupa úr svæðinu. Ef hann hefði ekki gert það hefði þetta mark aldrei komið.

    Nú er bara spurning hvorum það er að kenna. Leikstíl Klopps, coutinho eða Moreno sjálfum. Ef þetta eru fyrirmæli hjá Klopp að Moreno eigi að hlaupa sem fyrst í sókn þegar boltinn er ekki á þínu hættusvæði, þá er þetta í raun meira við Coutinho eða Klopp að sakast en hvað get ég sagt ? VIð erum sóknarlið og vogum vinnur vogum tapar. Klopp vill að menn taki áhættur og það er kannski skýringin á því að hann var ekki tekinn út af í hálfleik, því markið var kannski ekki honum að kenna.

    Annars fannst mér Klavan og Lovren virkilega góðir og Mignolet á hrós skilið fyrir að hafa varið vítið. CLyne spilaði nokkuð vel þar til að hann lét fífla sig og var það upphafið á marki sem var allt of ódýrt. Í raun klikkaði hálf vörrnin og aldrei þessu vant þá var það ekki Moreno.

    Mér fannst fyrri hálfleikurinn svakalega leiðinlegur að horfa á og Arsenal vera betra þá án þess að skapa sér eitthvað mikið af færum. Þa gekk varla sending hjá okkar mönnum og líkast til er ennþá haustskrekkur í mönnum og því vantaði næmni á boltann og fyrir einföldum og góðum sendingum. Annars var þetta rosalega mikil stöðubarátta.

    Í síðari hálleik var eins og það kæmi nýtt lið inná og á örskömmum tíma kaffærðum við Arsenal í mörkum. Það sem mér finnst einkenna alla þrjá fremstu mennina okkar .FIrmino – Coutinho og Mane – er að þeir hverfa í leiknum svo ótal mínútunum skipti og svo skyndilega, eins og hendi er veifað, sýna þeir einhverja ótrúlega töfratakta og skora.

    T.d var markið hjá Mane algjörlega heimsklassa og þetta er forsmekkkurinn af því sem koma skal, þá erum við kominn með mann sem er eitthvað sem svipar til Suarez.

    Annars frábær leikur og Klopp á heiður skilið fyrir liðsuppstillinguna, þó mér hafi fundist hún örlítið undarleg. Hann veit greinilega upp á hár hvað hann er að gera.

    🙂

  5. Það eru klárlega nokkrir hlutir sem þarf að laga en frábær byrjun hjá Liverpool að ná í 3 stig á erviðum útivelli gegn Arsenal!!

  6. Mér finnst menn stundum mála Mignolet of svörtum litum. Hann hefur veikleika, en þar sem hann er world class shot stopper, þá finnst mér hann algjörlega viðunandi byrjunarliðsmarkmaður í ensku úrvaldsdeildinni. Ég myndi samt vilja gera betur en það í markmannsstöðunni, en mér finnst of margir tala eins og hann sé einhver algjör skelfing. Ég man að ég horfði á undanúrslitaleikinn á móti Stoke í deildarbikarnum í fyrra sem fór í vítaspyrnukeppni með vini sem hélt líka með Liverpool, og ég fullyrti að við stæðum betur, þar sem við værum með Mignolet í markinu. Hann hélt að ég væri að grínast. En ég var það ekki (en vann Mignolet þá vítakeppni algjörlega). Hann er fjandi góður shot stopper, sem bara hlýtur að skila sér í vörðum vítum stundum.

  7. Rússibanaferð í dag sem endaði vel. Maður veit að hafa svona panic og galopna vörn er ekki líklegt til árangurs til lengdar en maður kann að meta svona leiki sem eru svona skemmtilegt og enda með 3 stigum.
    Liðið var lengi að koma sér í gang en málið var að mér fannst Arsenal ekkert sérstakir heldur og voru ekki mörg færi í fyrihálfleik og fannst mér ekkert ósangjart að staðan væri 1-1. Coutinho með snilld og Moreno með tvöfalda skitu.
    Svo í þeim síðari var allt annað að sjá liverpool liðið 1-4 yfir og þá hélt maður að þetta væri Game over en neibb okkar menn vilja hafa spennu í þessu og staðan var 3-4 áður en maður vissi af en var samt virkilega ánægður með síðustu 10 mín þar sem liðið lokaði leiknum mjög vel.

    Mignolet 7- menn sem verja víti eiga allt gott skilið. Hann meiri segja greip vel inní en hann fékk á svo allaveg tvö mörk sem hann hefði kannski ekki átt að taka en heimsklassa markverðir hefðu tekið og er því ekki hægt að gefa honum hærra í dag.
    Clyne 8 – flottur leikur hjá kappanum og eins og bróðir minn sagði þá hefði verið gott að geta klónað hann og henda honum í vinstri bakvörð. Lagði upp flott mark.
    Lovren 6 – Þetta var bara ágætist leikur hjá kappanum. Liðið fær á sig mark í föstu leikatriði, Moreno misstök og svo fær hann boltan í sig og yfir Mignolet. Hann verður líklega okkar fasti punktur í miðverðinum í vetur.
    Ragnar – 6 sama og Lovren og held ég að þetta hafi verið mjög góð kaup í sumar. Einfaldlega miðvörður sem er harður og veit sín takmörk og fílar maður það þegar hann einfaldlega dúndrar boltanum í burtu í staðinn fyrir að taka Sakho á þetta.
    Moreno 3 – þarf varla að segja meira. Gaf víti þegar hann hefði getað staðið í fæturnar og var farinn langt út úr stöðu þegar Theo skoraði og þá ákvað hann að standa í fæturnar í staðinn fyrir að skulta sér fyrir skotið. Var talinn veikur hlekkur og sannaði það í dag. Stóð sig vel í síðari en of mörg misstök leik eftir leik gera það að verkum að við þurfum að finna anna.

    Winjaldum 6- eftir flotta æfingarleiki var hann í smá tjóni lengi vel en náði sér á strik í þeim síðari eins og allt liðið. Þetta voru að mínu mati góð kaup.
    Henderson 5- vá hvað mér finnst koma lítið úr honum. Varnarlega er hann ekki mjög sterkur en samt duglegur að hlaupa en ekki í návígum og sóknarlega kemur lítið úr honum.
    Lallana 7 – Flott mark hjá kappanum og ég veit að menn vilja hengja hann fyrir það að missa boltan í markinu þegar hann var tæklaður í spað. Hann var reyndar á gulu spjaldi og gat eiginlega ekki farið í þessa tæklingu þótt að hann átti að gera miklu betur og á sinn þátt í markinu. Mér fannst hann samt líflegur og átti nokkra flottar sendingar sem opnuðu fyrir bæði Firminho og Coutinho. Duglegur og átti mjög góðan síðarihálfleik.

    Mane 8 – frábært mark. ógnandi og nýtti hraðan vel.
    Firminho 8 – flottur leikur. Ógnandi og var greinilega með bullandi sjálfstraust í dag. Skapaði mikla hættu og ef hann heldur svona áfram gæti verið algjör lykilmaður í vetur.
    Coutinho 9 – þegar menn skora svona stórkostlegt mark þá fá þeir góða einkun. Svo skoraði hann auðvita annað. Fór útaf meiddur og önduðu varnamenn Arsenal örugglega léttar.

    Can Kom og átti að loka miðsvæðinu og hjálpaði við það á von á því að hann verður meira í byrjunarliðinu en á bekknum á tímabilinu.
    Origi var sprækur eftir að hann kom inná.
    Stewart – setur inn til þess að loka miðsvæðinu og tókst honum og Can að gera það enda voru lítil vandræði síðustu 10 mín.

    S.s flottur sigur, flott þrjú stig, þurfum að læra af misstökum en þegar maður vinnur Arsenal á útivelli það er alltaf stórkostlegt sérstaklega þegar maður hefur aðeins unnið 1 af síðustu 20 á útivelli gegn þeim.

  8. Coutinho er markahæstur í deildinni með helmingi fleiri mörk en næstu menn – yfirburðir.

    Jamm.

  9. Markið hjá Mane(speedy gonzalez) var sturlað! Hann kom bara af kantinumog óð bara í gegnum vörnina eins og ljón og hamraði hann óverjandi inn kabúmm. Hann verður rosalegur í vetur. Hlakka til að sjá hann í næsta leik.

  10. flottur sigur! ef eg merki treyju fljotlega verdur mane settur aftan a!! uff hvar hefurdu verid drengur?…

    veit ekki hversu langt tetta lid getur nad i ar! en veikleikarnir eru sjaanlegir og klopp getur haldid afram ad byggja ofan a tetta i naestu 2 gluggum fyrir naesta timabil og lidid fer ad vera ansi spennandi…

  11. Úff aldrei auðvelt að vera Poolari ?

    Sá bara hluta úr fyrri en allan seinni. Við lítum rosalega vel út fram á við og menn eins og Mane og Coutinho og Firmino eiga eftir að skemmta okkur vel í vetur. Tala nú ekki um Sturridge og Origi sem átti fína innkomu.
    Enn eins og í fyrra þurfum við að þétta varnarleikinn. Soldið panic oft á tíðum hjá öftustu og Moreno var eins og hauslaus hæna í fyrri. Spurning hvort Milner byrji næsta leik i vinstri bak ?

    En hef fulla trú á að Klopp og hans menn stoppi i götin i vörninni fyrir næsta leik.

    Frábær mórolsk byrjun á tímabilinu ?

    YNWA

  12. Hvaða spurningamerkjarugl er í gangi? Eiga að vera smiley emojis. Þarf eitthvað að laga það hér stjórnendur 🙂

  13. Flottur sig, fannst nýju mennirnir vera góðir. Firomino sást ekki mikið í leiknum, Mané góður, hættir sjaldan í baráttunni. Arsenal hefði átt að spila 10 stóran hluta úr senni hálfleik.
    Þetta lofar góðu en það sást að veikasti hlekkur okkar er Moreno.

    Áfram Liverpool

  14. Annað sætið í deildinni, og fólk var að tala um að við myndum ekki vera í toppbaráttunni, jahérnahér

  15. Missti af leiknum ekkert wifi í flugvélinni…en er orðinn vel hifaður í einhverju landi sem Ísland sló út úr EM..geta sennilega ekkert

  16. Bíddu, unnu LFC ekki Arsenal á Emirates?? Hvað hefur það gerst oft undanfarin 5 ár eða svo?

    Ótrúlega fá comment á þennan leik og mér finnst menn einblína of mikið á það neikvæða, þ.e. vörnina.

    Persónulega finnst mér miklu sætara að vinna Arsenal 4-3 heldur en t.d. 1-0. Þetta eru algerlega frábær úrslit og það er öruggt mál að Arsenal mun ekki tapa mikið fleiri leikjum á þessum velli. Sóknarleikurinn okkar nánast fullkominn og þessi kaup á Mane eru bara snilld! Hollendingurinn var líka mjög góður og við erum með svakalega breidd fram á við. Svo þarf bara að fínpússa varnarleikinn, þá sérstaklega laga vinstri bakvarðarstöðuna. Æðisleg byrjun hjá okkar mönnum. Bring on Burnley!

  17. Hver er tilgangurinn ad hafa tetta twitter dæmi med i færslunum, erum vid ta i raun og veru ekki komnir med 2 kommentakerfi a hverja færslu ? Mer allavega finnst tetta bara vera ad flækha tetta…

  18. Það er sannarlega ástæða til að brosa, frábært að klára þennan leik og fá þrjú stig. Sammála því að það er óþarfi að einblína á það neikvæða. Okkur hefur gengið bölvanlega á þessu velli og mér er alveg sama þú Byssurnar hafi skorað þrjú mörk þ.s. við skoruðum jú fjögur. Ekkert smá flott mörk heldur og sóknin okkar virðist alveg baneitruð. Það verður sko fjör í vetur! Ég trúi…

  19. #24,

    Það getur t.a.m. tengt lesendur síðunnar saman á öðrum vettvangi sem er vinsæll meðal fótboltaunnenda. Er það ekki eitthvað?

    En vá, svo tjónaður leikur. Þvílík skemmtun. 🙂

  20. Missti af leiknum 🙁 Veit einhver um slóð þar sem hægt er að sjá leikinn?

  21. Er búið að segja til um hvað sé að Kútíníú, var þetta bara krampi eða er hann meiddur.?

Arsenal – Liverpool – 3-4 (Leik lokið)

Við skorum þá bara meira en þeir!