Sitt lítið af hverju.

Sky Sports greinir frá því að Liverpool hafið samið táninginn Daniel Sanchez Ayala en hann hafði ekki skrifað undir atvinnumannasamning við lið sitt Sevilla. Ayala er 17 ára gamall varnarmaður og þykir mikið efni. Hann mun skrifa undir 3ja ára samning. Ensk lið hafa verið dugleg að “stela” ungum leikmönnum frá Spáni en m.a. komu þeir Fabregas til Arsenal, Pique til Man Utd og Barragán til Liverpool án þess að þeir hefðu skrifað undir atvinnumannasamning við sín félög. Síðan þá hefur Barragán verið seldur til La Coruna (Liverpool á forkaupsrétt á honum).


Fernando Torres greinir frá því að honum hafi staðið til boða að fara til m.a. Arsenal, Man Utd og Chelsea en hafi á þeim tímapunkti ákveðið frekar að vera áfram hjá Atletico Madrid. Ég geri nú ráð fyrir því að flest stórlið í Evrópu hafi á einhverjum tímapunkti sett sig í samband við Atletico og spurst fyrir um drenginn.


Eftir jafntefli gegn Porstmouth um helgina hefur töluvert verið rætt um “squad rotation” hjá Rafa og eru margir ósammála hans nálgun. Ég er auðvitað ekki sáttur við jafnteflið en er samt sammála liðsvali hans í leiknum. Þetta lið sem hóf leikinn á að vera nógu gott til að klára svona leik og framan af leik leit út fyrir að það myndi takast. Rafa kemur sjálfur með haldbærar skýringar hvers vegna hann t.d. hvíldi Gerrard:

“Gerrard like the majority, wants to play every game, but I said that because Xabi Alonso and Momo Sissoko had trained with us because of [international] suspension they needed to start. But we have to talk to people and find a solution. It is not fair to have all your players all around the world and come back on Thursday to play early Saturday…”


Og Harry Redknapp segir að Man Utd verði meistarar:

“If I had to pick a champion, I’d pick Man United.”

Já Harry er alltaf léttur. Ég er tilbúinn í veðmál við hann (Hemmi, láttu hann vita af því.) 🙂

4 Comments

  1. Já vona að Harry reinist ekki sannspár að þessu sinni, og að okkar menn komi til með að eflast enn frekar í næstu leikum. En eitt af því sem mér finnst allra nauðsynlegast er það að leysa vandamálið þegar Sissoko er að bera upp boltann og ekkert gerist þar sem andstæðingarnir loka á allt annað og leyfa Sissoki að gera það sem hann vill þar sem lítil hætta skapast í kringum hann, ef þetta lagast þá verð ég sáttur þegar Gerrard er hvíldur.

  2. Ég skil ekki af hverju Sissoko er oftast fyrir framan Alonso eða Gerrard,
    það eins og Sissoko eigi að búa til spilið hjá liðinu sem er bara fáranlegt.
    Ég hefði viljað að Torres hefði byrjað þennan leik og svo er Kuyt ekki einu sinni í hópnum,Né Riise.
    Að hafa Sissoko í liðinu er áskrift að því að skora ekki mörk hann drepur allt spil niður og sóknir leggjast af þetta er staðfest af tölfræði.

  3. Ég hef ekki tekið eftir því að Momo sé fyrir framan Gerrard þegar þeir hafa spilað saman á miðjunni hins vegar þegar Alonso og Momo spila saman er ljóst að Alonso heldur stöðunni sinni betur en Momo. Momo er út um allt að djöflast og vinna tuðruna.

    Ég hefði einfaldlega vilja að Torres hefði alveg verið hvíldur, Kuyt í byrjunarliðinu í stað Voronin (hann á bekknum) og Riise alveg hvíldur. Svona í ljósi þess hverjir voru að spila 2 landsleiki í síðustu viku o.s.frv.

    Hins vegar held ég að við ættum ekkert að henda í svona mikla neikvæðni þótt “einungis” jafntefli hafi náðst á útivelli gegn Pompey. Róm var ekki byggð á einni nóttu og það verður heldur ekki meistaralið. Þetta tekur 38 leiki og á endanum á ég von á því að við verðum í 1-2. sæti.

  4. Riise meiddist í þessum landsleikjum og var því ekki leikfær í Portsmouth leikinn.
    Veit einhver eitthvað um þennan nýja leikmann sem við vorum að kaupa, Daniel Sanchez Ayala?

Portsmouth 0 – Liverpool 0

Porto á morgun í Meistaradeildinni! (uppfært)