Arsenal 3-4 Liverpool
Tímabilið er byrjað og ef þetta er það sem koma skal er ljóst að það verður ekki leiðinlegt að horfa á Liverpool í vetur. Erfitt fyrir okkur stuðningsmenn liðsins en ekki leiðinlegt.
#ARSLIV pic.twitter.com/ZT6TlwAFxq
— Nicky Allt (@NickyAllt) August 14, 2016
Það var hlaðið í veislu á Emirates í dag og þessi leikur hefði passað vel inn í 2013/14 tímabilið hjá Liverpool, ef þið skorið þrjú þá skorum við bara fjögur. Fokk jú.
Satt best að segja les maður aldrei of mikið í fyrsta leik tímabilsins, aðalatriði er að vinna leikinn. Frábært að byrja mótið á útisigri gegn einu af toppliðunum þrátt fyrir að missa unnin leik enn eina ferðina í óþarflega mikla spennu. Líka hægt að horfa í það að Liverpool kom til baka í dag eftir að hafa lent undir, gerðist bara tvisvar í fyrra.
Klopp er einfaldlega ekki búinn að laga varnarleikinn frá síðasta tímabili og hann var nákvæmlega eins í dag og nánast allt síðasta tímabil, jafnvel verri. Fyrir leik snerist öll umræðan um meiðslavandræði og fjarvistir hjá Arsenal. Hjá Livrpool vantaði líklega mest alla hryggsúluna í byrjunarliðið.
Karius og Matip eru báðir keyptir til að styrkja varnarleikinn og hryggsúluna í liðinu. Auk þeirra vantaði auðvitað Sakho og Gomez. Emre Can er ekki kominn í 100% leikform og það sama á við um Origi, Sturridge og Ings.
Holningin á miðjunni var mjög slæm lengst af, sérstaklega varnarlega. Henderson var að spila sem djúpur miðjumaður sem er ekki hans staða. Wijnaldum og Lallana með honum er rosalega sóknarsinnuð miðja sem einfaldlega veitir vörninni ekki mikla vernd. Gegn Arsenal vill maður ALLTAF sjá einn alvöru varnartengilið á miðjunni og það vantaði slíkan í dag.
Moreno var hinn augljósi veiki hlekkur í liðinu fyrir leik og pressan á honum töluverð. Hann var alls ekkert að hjálpa sér í dag. Sérstaklega fannst mér brotið sem gaf vítið vera slæmt, hann á núna að vera orðinn nógu þroskaður til að taka út þessar stórhættulegu nýliða tæklingar sýnar. Skrifa fyrsta mark Arsenal meira á Lallana sem missir boltann á bannsvæði þegar Liverpool er að hefja áhlaup fram. Moreno er þar eðlilega úr stöðu enda uppálagt að taka þátt í þessum áhlaupum. Hann þarf engu að síður svo sannarlega að læra að tímasetja þessi áhlaup betur, byrja á því að hugsa fyrst um að verjast. Jim Beglin orðaði þetta á einfaldan hátt, hann ætti að þekkja hlutverk vinstri bakvarðar.
Bursting forward without a guarantee of possession is a habit that Moreno has to break. #ARSLIV
— Jim Beglin (@jimbeglin) 14 August 2016
Öllum ljóst að Liverpool þarf a.m.k. einn bakvörð til viðbótar áður en glugganum lokar og helst einhvern mjög ólíkan Moreno.
Sjáum samt til hvaða áhrif Matip og Can munu hafa á varnarleikinn á næstu vikum. Hvað þá Karius þegar þar að kemur. Ragnar Klavan var annars ágætur í dag en vörn sem fær á sig þrjú mörk var að gera eitthvað rangt. Hann veitir samt mun meiri samkeppni um miðvarðastöðuna en maður bjóst við.
Klopp virðist reyndar vera byrja uppbyggingu Liverpool á “öfugum” enda. Nýr stjóri byrjar oft á því að þétta varnarleikinn hjá sínum liðum en Klopp hefur hingað til gengið mun betur að snúa sóknarleikinn í gagn, svo vel raunar að ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í deildinni árið 2016 en Liverpool.
Liverpool have scored the most goals (45) in the Premier League in 2016. #LFC pic.twitter.com/6iVSCEoNHt
— LFC Stats (@LFCData) 14 August 2016
Liverpool hefur núna spilað tvisvar í London á viku og skorað fjögur gegn bæði Barcelona og Arsenal. Mörkin í dag koma öll til greina sem mark mánaðarins og það sem meira er, enginn af þremur hreinræktuðum sóknarmönnum liðsins byrjaði inná!
Coutinho er reyndar leikmaður sem gæti einn og sér haldið uppi marki mánaðarins keppni, hann lofaði mjög góðu undir stjórn Klopp í fyrra og byrjar heldur betur með látum í ár. Sadio Mané er fáránlega fljótur og markið hjá honum er eins og kennslumyndband um kosti þess að hafa eldfljóta leikmenn í sóknarleiknum. Frábært að fá mark í hans fyrsta leik. Guð hjálpi varnarmönnum þegar Origi og Sturridge verða komnir í leikform líka.
Religious beliefs: Sadio Mane picking the ball up here and still managing to score. pic.twitter.com/OKmL8RzG7L
— Brenzie (@Brenzie) August 14, 2016
Ein tölfræði úr þessum leik stendur engu að síður uppúr, eitthvað sem maður áttaði sig ekki á meðan leik stóð og snýnir hvað best handbragð Klopp á liðinu strax frá fyrsta leik.
Klopp's #LFC covered 117.6km today, the most distance of any EPL team since camera tracking was introduced (via @SimonBrundish)
— Dan Kennett (@DanKennett) August 14, 2016
Hans fyrsti leikur var gegn Tottenham í leik þar sem liðið gaf allt í leikinn og hlóp rúmlega 10 km meira en vanalega. Hann var hinsvegar ekkert búinn að vinna með liðið þá og náði varla þremur æfingum milli leikja allt síðasta tímabil, það var vonlaust fyrir Liverpool að hlaupa eins mikið í hverjum leik og Klopp fer fram á. Það er hægt með einum leik á viku og hjá liði þar sem mikil samkeppni er um flestar stöður.
Þetta snýst auðvitað ekki bara um það að hlaupa, hann talar mikið um rétt hlaup umfram endalaus hlaup. En þetta er vonandi eitthvað sem koma skal í vetur hjá Liverpool, lofar mjög góðu.
Já eitt að lokum um leikinn, guð minn góður hvað ég vona að Klopp taki Mané aftur á háhest næst þegar hann skorar.
Aðrir leikir
Hull 2 – 1 Leicester
Meistararnir gátu ekki byrjað titilvörnina verr, Hull var varla talið ná í lið fyrir leik og ég hef aldrei sé neitt lið afskrifað eins rosalega fyrir mót. Mögulega skilaði það sér í vanmati hjá Leicester, hvað sem það var þá var þetta mjög vont tap fyrir þá. Hull skífellur samt.
Burnley 0 – 1 Swansea
Við eigum Burnley næst og gáfum heimaleikinn eftir vegna framkvæmda á Anfield. Vonandi tapa þeir tveimur heimaleikjum í röð, góður útisigur hjá Swansea. Tímamóta sjónvarpsleikur annars hér á landi, Gylfi og Jói eru ennþá það nýkomnir af EM að þeir voru báðir á bekknum í þessum leik.
Crystal Palace 0 – 1 West Brom
Þessi lið spiluðu upp á það hvort þeirra fær Benteke og Tony Pulis vann. Það hversu gaman það er að sjá Pardew tapa kemur út á pari við það hversu leiðinlegt það er að sjá lið Tony Pulis vinna. Bæði lið eins og reyndar mjög mörg fleiri gætu sannarlega notað Benteke og hafa bæði verið orðuð við hann.
Everton 1 – 1 Spurs
Liverpool hefur verið á eftir Tottenham undanfarin ár og við fögnum öllum töpuðum stigum hjá þeim. Á sama tíma er gott að Everton sé ekki að vinna leiki. Everton virðist ætla að styrkja sig á næstu vikum og sýndu mikinn metnað með ráðningu Koeman. Bolasie er í læknisskoðun núna um helgina og verður dýrasti leikmaður Everton frá upphafi, þeir eru pottþétt bara að leggja svona mikla áherslu á að fá hann þar sem hann er alltaf frábær gegn Liverpool.
Middlesbrough 1 – 1 Stoke
Öfugt við Burnley og Hull hefur Boro styrkt liðið töluvert í sumar og eru ekkert að stefna bara á 17.sætið í vetur. Líklega fínt stig fyrir bæði lið. Joe Allen var á bekknum hjá Stoke enda eins og margir búinn að fá lítið frí eftir EM.
Southampton 1 – 1 Watford
Maður er hættur að nenna að muna eftir því hver stjóri Waford er og mikið óskaplega vona ég að þeir fari niður á þessu tímabili. Væri gríðarlega mikið til í að vita hverjar kröfurnar voru á síðasta tímabili úr þeir létu stjórann fara? Southamton er einnig enn eina ferðina með nýjan stjóra og hafa selt tvo lykilmenn í sumar (Mané og Wanyama). Liverpool var fyrir neðan þá í deildinni í fyrra, lágmarkskrafa að laga það.
Man City 2 – 1 Sunderland
David Moyes setti miðvörð frá Man Utd inná í staðin fyrir Defoe í stöðunni 1-1. Moyes hafði enga trú á að hans menn gætu fengið meira út úr þessum leik. Svona hugsunarháttur kemur oft í bakið á mönnum en sjaldan eins og í þessum leik. McNair frá United fékk 8.mínútur í sínum fyrsta leik á því að skora sigurmark Man City. Vel gert.
Raheem Sterling var líklega besti leikmaður City í þessum leik en stærsta fréttin er að Joe Hart var á bekknum þrátt fyrir að vera fullfrískur. Caballero var í liðinu og fréttir kvöldsins herma að City sé að kaupa Barvo frá Barcelona. Bless bless Joe Hart.
Bournemouth 1 – 3 Man Utd
Skyldusigur hjá United í dag gegn mjög döpru Bournemouth liði. Viðbjóðsleg mörk hjá United en þeir eru með gott úrval leikmanna sem refsa fyrir öll mistök. Salan á Jordon Ibe fyrir £15m lítur ennþá mjög vel út eftir þennan leik.
En endum þetta svo á þessari veislu, það er komin gríðarlega þreyta í stóran hluta stuðningsmanna Arsenal á stjóranum og ljóst að það myndi sjóða uppúr við fyrsta mótlæti.
Þvílík og önnur eins skemmtun!
Mané er svolítið eins og tilbúinn, fullþroskaður Sterling. Geðveikur! Vonandi heldur hann þessu áfram.
4 fyrrum leikmenn Southampton í byrjunarliði Liverpool !!! Eru allri hættir að gera grí af því 🙂 Stend enn við það sem ég hef sagt nokkrum sinnum : Mane kaupin verða valin bestu kaupin á þessu tímabili 🙂
Sammála Mane er frábær leikmaður.
Ég skil hvað þú ert að fara, en mér finnst þetta ekki alveg sanngjarnt. T:d vorum við komnir í 4-1 og þangað til var vörnin að spila ágætlega fyrir utan Moreno, en svo eftir markið hjá Mane, þá komu tvö mörk sem voru algjör óþarfi.
Arsenal átti fjögur skot á mark og skoraði þrjú. Það er vissulega pirrandi en sé horft til þess að við vorum með unninn leik í höndunum og slökuðum allt of mikið á, þá er þetta ekki alveg eins og í fyrra. En að lið eins og Arsenal – nái aðeins fjórum skotum á mark, segir mér að liðið hafi verið að spila mjög góða vörn. (tek þessar tölur úr Vísi.is)
Þetta er jú eitt besta fótbolta lið í öllum heiminum sé horft til þess að þeir komast eiginlega alltaf í 16 liða úrslit í meistaradeildinni.
MOTD: http://www.fullmatchesandshows.com/2016/08/14/bbc-match-of-the-day-week-02-full-show-2/
Hér má loks finna allan leikinn: https://www.reddit.com/r/footballdownload/comments/4xp098/arsenal_vs_liverpool_fc_premier_league_14_aug_2016/
Ars – Liv er fyrstur.
Nr. 4
Það er bara alls ekkert jákvætt að fá á sig þrjú mörk og þetta lið er að gera það allt of oft. Hrósum þeim ekki mikið eftir slíka daga. Það var svo ekki bara Moreno sem var að kosta þessi mörk Arsenal, varnarleikur Clyne í öðru markinu fannst mér t.a.m. litlu skárri svo dæmi sé tekið.
Léleg holning á öllu liðinu varnarlega skapar aðstæður sem leiða til einstaklingamistaka og það held ég að Klopp og félagar þurfi að einbeita sér mest að núna.
Hverjum datt það í hug að nota manngreyið sem vinstri bakvörð? Hann er vængmaður.
https://www.youtube.com/watch?v=deu9lMhcZ-A
Til hamingju með þessa byrjun Liverpool. Missum okkur samt ekki í fagnaðarlátunum, Arsenal er nú ekki alveg besta lið í heimi. Einar þú minnist á að það verði ekki leiðinlegt að fylgjast með Liverpool í vetur. Því er ég algjörlega sammála og bæti við að margir þeir leikir sem amk ég horfði á síðasta vetur voru bráðskemmtilegir. Talandi um Mane, hélt einhver að þetta væri bara bjálfi sem Klopp var að kaupa. Geta Mane kemur mér bara alls ekki á óvart og jafnvel þó hann spilaði enn betur. Hef jafnmiklar áhyggjur af vörninni og síðasta vetur, jafnvel meiri og enginn Touré, enda virðist mér varnarvinna liðsins því miður ekki vera á nægri uppleið. Vonandi hef ég rangt fyrir mér. Það þarf að kaupa einn heimsklassa varnarmann, ekki fleiri miðlungsstauta, punktur. Gleymun ekki að sterkar varnir vinna mót eins og topptímabilið með Suarez er einnmitt skólabókardæmi um. Liverpool var þá með lang, lang besta sóknarliðið en þriðju-deildarvörn og því vannst ekki sigur í deildinni.
Ég hafði ekki tök á að horfa á leikinn í beinni en renndi honum í gegn í gærkvöldi. Margt mjög gott og ekki hægt annað en að vera sæmilega jákvæður eftir þennan leik.
Moreno átti auðvitað vítið skuldlaust og að sama skapi missir hann Walcott á bak við sig í fyrsta markinu. Moreno er góður í fótbolta, mjög fljótur og lítur út fyrir að vera í góðu formi. Hans veikasti hlekkur er ákvarðanataka. Hefði viljað sjá hann standa í lappirnar og fylgja TW niður að endalínu í staðinn fyrir að henda sér í tæklinguna. Ég veit ekki hvort það sé hægt að vinna þannig í hausnum á honum að hann verði skynsamari í ákvörðunum, en ef það væri hægt, þá værum við með fínan leikmann að mínu mati.
Öll mörkin í þessum leik voru mjög flott og þá er ég líka að tala um Arsenal mörkin. TW gerði veli í fyrsta og Ox markið var litlu síðra en Mane markið sem var heimsklassa. Mér finnst ekki hægt að skrifa neitt af þessum mörkum á Mignolet kallinn. Líka ánægður með Klopp að taka á sig eftirgjöfina eftir leik.
Fyrirfram hugsaði ég að 5 stig úr fyrstu 3 leikjum væri ásættanlegt og 7 stig væru mjög gott. 3 útileikir gegn Arsenal, Burnley og Spurs. Ég segi núna að 7 stig séu ásættanleg og 9 stig mjög mjög gott. Bring on Burnley !
Menn töluðu um það hér á athugasemdum að nú væri Liverpool að kaupa enn einn leikmanninn frá Sou. sem ekki mundi skila neinu. Ég talaði um það þá að þetta væru sennilega bestu kaup sumarsins í Ensku deildinni, því ég hef fengið að aðdáun á þessum leikmanni eftir að hafa fylgst með flestum leikjum á síðasta tímabili. Ég skrifaði um það að þegar hann var meiddur þá unnu Sou. ekki leik en þegar hann kom aftur þá unnu þeir hvern leikinn á fætur öðrum og enduðu fyrir ofan Liverpool. Ég held að ástæðan fyrir því að Kouman fór til Everton var þessi sala.
Einn af betri leikmönnum heims í dag.
Ég segi alveg hiklaust, ef við kaupum flottan vinstri bakvörð þá munum við vinna titilinn.
Ég tek það fram ég haf ekki haft svona bjartsýnisspá áður heldur gengið varlega um gleðina “hurð.”
Ég vil fá Jonas Hektor. Þýskt stál í bakvörðinn og þá getum við hlustað á Zeppelín, (stiginn til himna) og tjúllað flott með.
Það er vissulega alls ekki hægt að kenna moreno um allt t.d í fyrsta markinu gerðu margir fleiri mistök en hann. En Moreno er að gera þessi mistök aftur og aftur og virðist ekkert vera læra af þeim vítaspyrnan sem hann gaf í leiknum var einfaldlega skelfilegur varnaleikur og ekki boðlegur. Ég efast um að við getum einhvern tíman haft trausta vörn með hann innanborðs
Ég var nú búinn að kommenta á leikinn í síðustu færslu (ekki þessari) en vil bæta við.
Við getum ekki fellt neina stóradóma um liðið og hvað þá metið hvort vörnin er ónýt eður ei eftir þennan villta leik. Okkur vantar t.a.m. Matip, Sakho og Gomez og þeir geta breytt miklu. Varðandi Moreno þá gerði hann a.m.k. mistök í vítinu en ef Klopp vill gefa honum séns og hefur trú á honum þá verður að gefa honum meira en einn leik. Ef Moreno fer upp á næsta level eins og margir góðir bakverðir gera á hans aldri þá erum við í góðum málum. Hinsvegar ef Klopp ætlar ekki að láta Ragnar Klavan vera bakköpp í vinstri bakvarðarstöðunni þá vantar okkur vissulega vinstri bakvörð til að keppa við Moreno og halda honum á tánum. Þetta eru mín sent þennan morguninn.
Annars er ég bara enn skælbrosandi eftir daginn í gær. Við vorum jú að vinna Arsenal á Emirates með flugeldasýningu og glæsilegum mörkum 🙂
Frábær sigur hjá okkar mönnum. Þó að við höfum verið að spila á móti laskaðri vörn þeirra, en þeir gegn fullmannaðri hjá okkur. Mér líst mjög vel á Ragnar Klavan, yfirvegaður á boltanum og ekkert rugl í gangi hjá honum. Eins og allir vita, þá þarf nauðsynlega að versla eitt stykki vinstri bakvörð sem getur varist. Ég hef alltaf verið hrifinn af því að hafa einn hávaxinn bakvörð sem getur varist, ógnað í föstum leikatriðum og leyst miðvörðinn af, Ivanovic, Ramos og Mathieu sem dæmi.
Miðjan var góð í heildina þó hún hafi byrjað illa. Sást í fyrri hálfleik hversu mikilvægur Emre Can er. Wijnaldum með fínt debut.
Sadio Mané er leikmaður sem hefur þennan X-factor og getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi, sem hefur vantað hjá Liverpool á móti minni máttar þar sem við klúðrum svo oft stigum.
Get ekki annað en verið jákvæður, við erum með mjög flottan hóp og Jurgen Klopp.
Staðan var 1 – 0 þegar maður skoðaði fyrst stöðuna. Svo sagði einhver að staðan færi 4-1. Maður hugsaði bara úff en svo kom í ljós að þetta var 4-1 fyrir Liverpool.
Frábær sigur. Þrjú stig umfram væntingar. Flott markvarsla hjá markmanninum okkar í vítaspyrnunni. Við skulum gleðjast yfir góðu gengi okkar manna.
Vissulega var Moreno slakur varnarleik í fyrri hálfleik og að gefa þetta víti var mjög slæm ákvörðunartaka hjá honum en í seinni hálfleik var hann mjög solid og man ég varla eftir því að hann hafi lent í einhverju veseni í þeim hálfleik en aftur á móti var Clyne í smá basli varnarlega í seinni hálfleik fyrir utan þessa frábæru stoðsendingu sem hann átti á Coutinho.
Miðað við seinni hálfleikinn að þá hefur Moreno þetta alveg í sér en hann verður að ná meiri stöðugleika og sýna þetta oftar því ég hef alveg trú á því að það sé hægt að slípa þennan gaur til og ef að Klopp getur gert það að þá erum við með frábæran bakvörðinn þarna.
En það er ennþá EF.
Þetta var einmitt spurning sem ég spurði sjálfan mig í gær:
“Liverpool have been rebuilding … so why is Alberto Moreno still at left-back?” https://www.theguardian.com/football/blog/2016/aug/15/liverpool-alberto-moreno-left-back-jurgen-klopp
Everton að klára kaupin á Bolasie á 25-30 milljónir punda. Palace ætti þá að klára kaupin á Benteke fljótlega 🙂
Moreno sást ekki í seinni hálfleik. Fór aldrei úr stöðu og Theo Wallcott hvarf úr leiknum. Væntanlega hefur þetta verið rætt og lagað í búningsherberginu. Ég er að fíla Moreno. Villtur en skemmtilegur og fljótur.
Það þarf að gefa þessum Arsenal manni sjónvarpsþátt!
Leikur sem tók á hjartað, gerði mann brjálaðan bæði af reiði og gleði.
Moreno verður að læra af Clyne, hvenær á að hlaupa fram og hvenær ekki, það gengur ekki að skilja eftir sig pláss þegar menn eins og Walcott nýta allt svona pláss. Þó að Lallana hafi misst boltann og átti góðan part í markinu, þá er það þessi hafsjór af plássi sem Walcott hafði sem bjó til markið.
Annað markið var frekar pínlegt og á sama tíma vel gert hjá Chamberlain. Þriðja markið lyktaði af rangstöðu, en í raun engum að kenna í sjálfum sér, bara góðu bolti inn.
Ég væri annars til í að sjá raunverulegan framherja byrja inn á, Firmino er góður leikmaður en hann er ekki framherji. Fannst hann líka nokkuð mistækur á köflum þar sem hann var oft að missa boltann. Origi veður heldur ekkert betri með því að sitja bara á bekknum og koma inn á í nokkrar mínútur.
Og til að nudda salti í sárin hjá Arsenal að þá skoraði Lacazette þrennu fyrir Lyon í gær en Wenger er búinn að eltast við að kaupa hann í allt sumar.
Moreno átti verstu tæklingu sögunnar í vítinu. Í fyrsta markinu þá var hann úr stöðu en ég vil samt meina að það hafi ekki verið honum að kenna þar sem Lallana missti boltan á mjög slæmum stað og Moreno var lagður af stað í sóknina, sem hann klárlega á að gera.
Flottur leikur en það verður að laga vörnina, þetta gengur aldrei nema við værum með Suarez í liðinu.
Að vinna fyrsta leik er frábært. Að vinna útileik er mjög gott. Að vinna Arsenal er enn betra. Að vinna Arsenal úti er æðislegt. Ekki hægt að kvarta. Þetta verður ekki síður skrýtinn vetur, allt hefur breyst á fáum árum. Mörg góð lið sem eiga eftir að stríða stóru klúbbunum. Við þurfum bara að komast af stað í deildinni. Vinnum 3-4 fyrstu leikina, þá getum við farið að tala um hvað má laga. Byrjum á því að hala inn stigum það er fyrir öllu.
Frabær leikur…Seinni halfleikur var snilld en vid skulum ekki gleyma ad midverdir Arsenal voru ungir og rosalega slakir….
Tökum því aðeins rólega ,vissulega góður sigur,enn Arsenal var með vængbrotið lið. Moreno er og verður aldrei klassa bakvörður búið og basta,ákvarðanataka og leikskilningur út úr kú.Vonandi kemst Matip í form sem fyrst og ég er ekki viss að hann komi inn fyrir Klavan.Vantar klárlega meiri hæð í vörnina,einhvern sem getur stangað frá t.d. úr föstum leikatriðum.Þetta lofar góðu enn það þarf að vinna Burnley í næsta leik það er það sem oft hefur staðið í okkur eftir góða sigra að taka smærri liðin. YNWA.
Frábær sigur en segir okkur lítið sem ekkert um tímabilið framundan. Þetta kemur allt í ljós í næstu 4-5 leikjum hvernig veturinn verður. Ef leikmenn ná að halda dampi gegn Burnley eftir sigur gegn Arsenal þá er það jákvæð vísbending og ef þeir spila vel í þessum útileikjum framundan og ná að halda einhverjum stöðugleika þá er allt hægt. Ef stöðugleikinn næst og ekki kemur svartur nóvember eða eitthvað slíkt þá hlakka ég allavega til vetrarins.
Ég nenni ekki Moreno í vetur samt, hann er algjört liability á þessa vörn. Svo hlakka ég líka til að sjá Karius í markinu, ég get ekki ímyndað mér að Klopp hafi ákveðið að kaupa markmann sem er lélegri en Mignolet.
Góðir punktar:
https://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/4xuekj/tony_barrett_article_on_moreno/
eg væri til i að selja moreno til southampton a góðu verði.
ótengt en ég vissi alltaf að scum utd væru svindlarar, en að þeir væru sníkjudýr á þjóðfélagið á þennan hátt var meira en ég gat ýmindað mér, skanski eru þetta samt gamlar f?ettir:
https://www.theguardian.com/football/2012/nov/25/manchester-united-tax-glazer-brothers
Mark umferðarinnar, mane, og leikmaður umferðarinnar, coutinho, í messunni. Gaman að því.
Frábær sigur. Klopp sýnir enn og aftur að hann er langbest stjórinn í þessari deild og Coutinho er að stimpla sig inn sem stærri leikmaður en Ronaldo, rooney Cantona og fleiri leikmenn sem hafa fengið credit fyrir minni hluti !
Frábær sigur gegn sterku en vængbrotnu liði á útivelli. Frábært.
En mig langar bara að segja eitt: Kæru stuðningsmenn og -konur, höldum okkur á jörðinni!
Alveg galið að lesa sum kommentin hérna, eins og t.d. eftirfarandi úr kommenti #10:
“Ég segi alveg hiklaust, ef við kaupum flottan vinstri bakvörð þá munum við vinna titilinn.”
Það eru m.a. svona komment sem gera að verkum að stuðningsmenn annara liða hlæja að okkur púllurum. Og þetta komment er búið að fá svo marga þumla að það er orðið rautt. Bilað.
Hins vegar er ég sammála mörgum um að sterkari vörn og meiri stöðugleiki, til lengri tíma, er það sem þarf að vinna að.
Áfram Liverpool!
paul joyce ?@pjoyceexpress 22s23 seconds ago
Liverpool s Sadio Mane taken to hospital for scans after injuring shoulder in training today.
Hamingja Hamingja!
#30 – Ég þekki ákaflega marga púllara og mjög fáir þeirra spá okkur einhverju hærra en 5 sæti (ég meðtalinn). Þannig hefur það verið undanfarin c.a. 20 ár (ef undan er skilinn Suarez kafli Liverpool sögunnar).
Þessi mýta um að við Púllarar séum alltaf að fara að “taka titilinn” (a.m.k á næsta sísoni) er ekkert annað en akkúrat það – mýta. Held að flestir geri sér grein fyrir því.
Jæja, nú er Mane meiddur. Hvaða helvítis andskotans rugl er þetta. Af hverju getur ekki einn einasti leikmaður sem sýnir okkur gæði hætt að meiðast. Ef einhver ætlar að kenna æfingaaðferðum Klopp um þetta hefur sá hinn sami rangt fyrir sér. Þetta eru axlarmeiðsli.
Ég ætla að fremja Harakiri. Maður sem meiðist aldrei kemur til Liverpool og á viku 1 meiðist hann. Lukkudísirnar mega fokka sér.
Og Ojo líka. Meiddur næsta mánuðinn…
http://liverpooloffside.sbnation.com/2016/8/17/12515276/sheyi-ojo-back-fracture-suffered-pre-season-out-month-mid-september
Liverpool enn einu sinni á toppi meiðslalistans með 8 meidda.
Er þetta ekki furðulegur andskoti sem hefur endurtekið sig síðustu tvö ár….. það hlýtur eitthvað að vera að að æfingaaðferðunum.
Ég bara spyr…… grrrrrrrrrrrummmphhh
http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php#c13
Staðan er mun betri hjá öðrum toppliðum nema Arsenal.
MU 1 meiddur
Chelsea 2 meiddir
Southamton 2 meiddir
Tottenham 2 meiddir
MC 3 meiddir
Arsenal 7 meiddir
Athyglisvert, meiðslasaga Liverpool stjóra í gegn um tíðina.
Hvað skýrir hátt hlutfall hjá Klopp?
https://twitter.com/BassTunedToRed/status/765914169291972608/photo/1?ref_src=twsrc%5Etfw
Mig rámar í að hafa lesið grein um að nýtt gras á Melwood æfingavellinum væri orsök aukinna meiðsla.
Er grasið á Melwood það hátt að menn eru farnir að meiðast á öxl?
Bölvun. Og drullufúlt, sértaklega fyrir Mané sjálfan.
En við eigum nóg af flottum sóknarköllum. Firmino fer í stöðu Mané og Origi upp á topp. Ef við getum ekki unnið Burnley með það lið þá er ástæðan bara þessi venjulega, að Liverpool er Liverpool, stöðugleiki = 0.
@Helgi J.
Það var nú reyndar undirlagið sem var talið ónothæft og meiðslavaldandi en ég útiloka samt ekki að rangur grassláttur gæti skemmt tímabilið fyrir Sturridge…
er ekki mikið æfingarálg orsök meiðsla leikmanna Liverpool? Skoðið loka tímabilið hjá Klopp í Þýskalandi.
Jæja ekki svo slæmt hja Mane,einhver bakvöðvi sem er að angra hann og ekki lengi frá,er verið að tala um að hann nái næsta leik.
Hvernig er það Klopp að kenna að hann hafi meiðst á öxl við árekstur við annan leikmann? Bara óheppni og ekkert annað.
Slúdrid talar um ad vid ætlum ekki ad kaupa vinstri bakvörd og tvi liklegt ad Klopp ætli ad treysta a Milner i teirri stödu. Eg bara spyr var eitthvad lítill peningur til i sumar ? Tegar Benteke er farinn og liklega Balotelli ta erum vid ad enda tennan glugga nálægt tvi ad vera i plus ef eg reikna tetta svona sirka i huganum. Madur hefdi nu gefid ser tad svona fyrirfram ad Klopp fengi 50 -100 milljonir til ad eyda umfram sölur en svo virdist ekki vera. Er nyja stúkan ad gera tad ad verkum ad Klopp hafi fengid litinn sem engann pening til ad eyda umfram sölur ?
Helt ad svona stórt nafn eins og Klopp hefdi farid fram à töluvert magn af peningum til ad styrkja lidid tegar hann tók vid tvì. Eg trui tvi heldur engan veginn ad Wenger a hverju ári og nuna Klopp ad teir vilji bara ekki eyda meiru.