Burton 0 – Liverpool 5 (leikskýrsla)

Gangur leiksins

14.mín 0-1 Origi
22.mín 0-2 Firmino
61.mín 0-3 Naylor (sm)
78.mín 0-4 Sturridge
82.mín 0-5 Sturridge

Bestu leikmenn LFC

Klárt mál að öll sóknarlínan var á flottum stað frá byrjun og varnarmenn Championship-liðsins voru meira en í litlum vandræðum með hraða þeirra og “stöðuflot”. Þeir náðu margir að skora en mér fannst þó sá sem skoraði ekki en átti stóran þátt í fjórum mörkum þeirra bestur. Ég tísti það yfir leiknum að Sadio Mané er á góðri leið með að verða mikilvægasti leikmaður okkar síðan Luis Suarez kvaddi. Þvílíkur hraði og áræðni í þessum dreng, strax orðinn lykilmaður í okkar sóknarleik.

Vondur dagur

Liðið kom skringilega til leiks í síðari hálfleiks og misstu tökin um stund. Þar stóð miðjan fremst í röðinni. Hendo var slakur í kvöld, margar sendingar mistókust og hann var ekki að tengja vörn og sókn. Emre Can var með honum og náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Þurfum meira þaðan.

Hvað þýða úrslitin?

Við erum komnir áfram í 3.umferð deildarbikarsins, síðast komumst við ekki þangað árið 1978!

Dómgæslan

Solid á flestan hátt, Lovren hefði getað fengið á sig víti í upphafi og við áttum að fá víti í lok fyrri hálfleiks. Annars gott.

Umræðupunktar eftir leikinn?

Sennilega meiðslalistinn.

Emre Can og Divorck Origi fóru útaf eftir það sem virtist vera vöðvatognanir eftir hlaup um völlinn. Meiðslalistinn okkar er nú þegar langur og orðinn til umræðu, ekki bara hjá Verheijen snillingnum. Klopp sagðist í viðtali fyrir leik ekki geta róterað leikmannahópnum þó hann vildi og ef þessir tveir verða frá lagast það nú ekki.

Það er mikið rætt um álagið sem var á leikmönnum liðsins á æfingatímabilinu og smjattað verður á því enn meir í kvöld og á morgun.

En svo hljóta menn að ræða um frammistöðu Mané. Annað væri galið…

20 Comments

  1. Veit ekki hvað er að marka svona leik, það er eins og það væri smá stress í upphafi sem síðan fór alveg þegar staðan var 2-0 fyrir okkar menn. Lít því ekki á þetta meira en bara “alvöru” æfingaleik. Þannig að menn litur betur út e.t.v. en innistæða er fyrir.

    En já march on … bring on Spurs …. þá fáum við alvöru próf.

  2. Manè er magnaður og nákvæmlega það sem við þurftum. Hann er ekki að hugsa um einhverja tölfræði við að halda boltanum heldur hugsar hann eingöngu um hvernig við getum skorað mark. Þar skortir hvorki hugmyndarflug né færni. Manè er munurinn á 2015/2016 og 2016/2017.

    Áfram Liverpool

  3. Því miður þá óttast ég að #4 sé með þetta! Hjá okkur er Mane munurinn á milli tímabila, en hjá hinum “stóru” liðunum erum við að tala um 3-5 “muni” á milli tímabila.

    Vonandi bara vitleysa hjá mér og annars bara flottur skyldusigur, svona á að klára lið sem eru þetta mikið lakari.

  4. Við erum ótrúlega vel mannaðir fram á við. Menn mega svo ekki gleyma Ings sem hafi spilað frábærlega í síðustu leikjunum áður en hann meiðist á síðustu leiktíð og ég vona að hann fái allavega tækifæri á þessu tímabili.
    Við erum stundum duglegir að horfa á veikleikina í liðinu okkar. Við vitum allt um að okkur vantar vinstri bakvörð og það strax, það væri líka gott að fá sterkan djúpan miðjumann og vonandi er Karius svarið í markinu( þótt að Mignolet hafi byrjað ágætlega).

    Þegar maður horfir á styrkleikana þá sér maður að við erum með stórskemmtilegt lið sem er að reyna að búa til stórskemmtilegan fótbolta. Fullt af hæfileikum frami þar sem menn geta lagt upp og skorað mörk. Með Mane er kominn meiri hraði og ég held að það er nákvæmlega það sem okkur vantaði fram á við. Ég er viss um að veturinn verður algjör veisla hvað mörk skoruð varðar, við eigum eftir að vera raða inn mörkum þótt að ég er ekki alveg eins viss um að við náum að halda oft hreinu þá verður líf og fjör í liverpool leikjum og með Klopp gargandi á hliðarlínuni þá mun ekki vanta ástríðu og fyrir það er ég þakklátur því hana hefur stundum vantað.

  5. #6 Sigurður
    ( þótt að Mignolet hafi byrjað ágætlega).

    Vonandi var þetta kaldhæðni en við fengum einfaldlega ekki mark á okkur í þessum leik því það var ekkert verið að hitta á markið. Það er orðin þreytt að annstæðingarnir hitti á mark og fá mark hummmm Já ég bíð spentur eftir Karius og fá að sjá hvað hann getur

  6. Veit að þetta var í mesta lagi léttur æfinga leikur en eitt mjög jákvætt sá eg í leiknum sem enginn hefur minnst á.

    Matip virkaði hrikalega vel á mig. Þó það sé litið hægt að dæma varnarmann í svona leik þá var það bara eitthvað sem ég sá. Hann er stór, stekur, hraður, tekur alla skalla, getur spilað með bolta, er með öruggar sendingar og hættulegur í hornum!

    Kannski er ég að fara fram úr sjálfum mér en ég spái því að við séum komnir með heimsklassa miðvörð. Það er eitthvað við hann sem minnir mig á Rio Ferdinand þegar hann var ungur. Ef ég hef 80% rétt fyrir mér þá erum við í góðum málum.

    Mér til stuðnings var Klopp ekki lengi að finna 2-3 frábæra miðverði fyrir Dortmund og einn þeirra talinn sá besti í heiminum en var noname þegar hann keypti hann.

  7. #4 #5. Enn sem komið er, er Mané augljósi munurinn hjá okkur. Við vitum ekkert hvernig Matip þróast, sem var gaman að sjá loks spila. Eins gæti Kariuz verið okkur dýrmætur. Þarna gætum við verið að tala um -10 mörk á okkur samanborið við seinasta tímabil. Eigum við ekki að gefa leikmönnum okkar séns á að sanna sig?

    Við vitum líka að við eigum helling inni hjá Sturridge. Ef hann skorar 25 mörk í deildinni er kominn annar “munur” frá seinasta tímabili, nýr leikmaður getum við sagt.

    Kannski þegar við gerum upp tímabilið verða Mignolet, Lovren, Moreno, Henderson og Ings stóri “munurinn” sem vantaði frá því í fyrra. Kannski verður Mané vonbrigðin. Líklega ekki samt en við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta þróast.

    Finnst helvíti hart að dæma nýju leikmennina út frá einum upp í þrjá spilaða leiki. Einn þeirra hefur ekki spilað alvöru leik ennþá. Eigum við ekki að slaka aðeins á með yfirlýsingarnar? Það eru í alvörunni bara tveir deildarleikir búnir.

  8. Mane lytur ofbodlega vel ut og þad er nu langoftast þannig ad eftir þvi sem þu borgsr meira fyrir leikmanninn þvi betri er hann og þetta er eitthvad sem okkar menn ættu ad gera miklu meira af, kaupa dýra en fàa leikmenn heldur en marga me?al skussa.

    Hef annars stòrar àhyggjur af Firmino sà hefur varla sèst i þessum fyrstu 3 leikjum.

    Matip virkar flottur og bara vonandi ad hann reynist fràbær kaup og vonandi er þad svo algert rugl ad menn seu ad fara làna Sakho, hef varla heyrt heimskulegri hugmynd um ævina þar sem Sakho er sennilega okkar besti varnarmadur auk þess sem midverdir okkar meidast làtlaust lg ef Sakho fer erum vid bara med Matip, Lovren og Klavan og sà sì?astnefndi virkar ekki vel à mann.

    En annars flott ad setja nokkur mörk ì kvold og fràbært fyrir Sturridge ad komast à blad med tvö kvikindi, nù væri þad eftir okkar mönnum ad sýna fràbæran stö?ugleika og drulla a sig gegn Tottenham i hàdeginu à laugardag enn þad bara ma ekki gerast og vonandi ad Klopp berji menn i ad mæta brjaladir i þann leik og koma heim med öll stigin þadan…

  9. Það var allt jákvætt við þennan leik, við unnum með fimm mörkum gegn engu í leik sem Liverpool hefur haft óþolandi tendens til að vera að ströggla.
    Ég gef ekkert fyrir það að við höfum verið að keppa við “lélegt lið”, það þarf alltaf að mæta í svona leiki og berjast og Liverpool gerði það svo sannarlega í gær, andstæðingarnir náðu ekki skoti á rammann, ekki einu.

    Flottur leikur til að hressa sig við eftir tap síðustu helgar.

    Mané, ég er sammála þeim sem segja að þarna sé kominn maður sem hefur þetta Suarez element, mínus þessa “bíta” klikkun.

    Mér fannst Matip vera flottur, ég fagna því ákaflega að fá hann inn í liðið.
    Matip er hávaxinn og virkaði yfirvegaður, eitthvað sem við sárlega höfum saknað.
    Flottur leikur til að koma Sturridge og Origi í gang.

    Til lukku öll með fín úrslit okkar manna.

  10. Jordan Henderson er veikur hlekkur í þessu liði. Hefðum átt að selja hann og halda mínum manni Joe Allen

  11. Það er stórskemmtilegt að horfa á Mané spila fótbolta, þvílíkur kraftur. Hef trú á því að Mané muni verða okkar besti leikmaður í vetur.

    Sá sem mun hagnast mest á því er Daniel Nokkur Sturridge, sem er besti slúttari liðsins. 20+ mörk í vetur frá honum takk.

  12. Er ekki hægt að finna annan eins og Mane á hinn kantinn ?, þá værum við heldur betur með ógn af báðum köntum.

    Mér líst semsagt rosalega vel á Mane, þvílíkur hraði og kraftur í einum leikmanni !

  13. Frábær úrslit og nu er bara að vona að Can sé ekki mikið meiddur! Þvílík veisla fyrir Sturridge, Origi og Ings að hafa Mané og Bobby sitt hvorum megin við sig. Mané getur búið til færi úr nánast engu! Matip lofar líka góðu.

  14. Sælir félagar

    Þetta var ansi góð niðurstaða í leik sem átti auðvitað að vinnast með 4 – 5 mörkum og það var það sem gerðist. Þó ekki hafi verið við öflugan andstæðing að etja þarf samt að vinna þessa leiki en á undanförnum misserum höfum við verið í basli með þá.

    Það sem mér fannst fyrst og fremst munurinn á þessum leik og þeim á undan var motiverng leikmanna. Það mættu allir tilbúnir og lögðu sig fram frá fyrstu mínútu til enda nema nokkrar mínútur í upphafi seinni hálfleiks. Liðið hefur sýnt það að ef einbeiting, vinnusemi og vilji er í lagi getur það unnið hvaða andstæðing sem er. En þegar vanmat, kæruleysi og skortur á einbeitingu er með sama hætti og í leiknum á undan er voðinn vís.

    Í þeirri stöðu á fyrirliðinn, hver sem hann er, að rífa menn uppúr dosinu en ekki vera sá sem fremstur fer í aulaganginum. Þar klikkaði Henderson í báðum þessum atriðum og er þess vegna ekki sá fyrirliði sem hann á að vera. Hann er því aðeins tækur sem varafyrirliði og verður að finna þann sem getur tekið við keflinu sem fyrsti kostur í þá stöðu. Mér sýnist að eini maðurinn sem hefur þetta hjarta sé Emre Can því hann er baráttuhundur sem aldrei hættir hvað sem öðru líður.

    Þessi leikur breytir því ekki að það vantar miðvörð og vinstri bak og þá ekki síst ef Klopp ætlar að lána Shako!?! Það er eitthvað sem mér sýnist vera algerlega glórulaust og skil ekki hvernig sem ég reyni. Ef Klopp getur ekki komið aga á menn eins og Shako þá verður að selja manninn en um leið finnst mér Klopp setja niður ef hann ræður ekki við svona skaula.

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Ef Hendo á ad vera afturliggjandi miðjumaður í þessu liði, þá er það handónýtt fyrir greyið kallinn .. Rámar í flottar frammistöður hjá Hendo fyrir aftan framherjana, ógnandi við teiginn með stoðsendingar og glimmerspil. Leyfa manninum að skiptast á við Kútinn af og til þar sem sá Kútur á til að detta niður á eitthvert “Casper the ghost” level

  16. #17

    Leikmaðurinn sem spilar fyrir aftan strikerinn þarf að kunna að skora og gefa boltann. Henderson er einfaldlega ekki nógu góður í fótbolta til að spila fyrir LFC. Það er ekki nóg að vera enskur og duglegur.

  17. Nokkuð viss að Henderson fái 2-3 leiki i viðbót sérstaklega ef Can er meiddur, en ég tek alveg undir þetta, Henderson er búinn að vera slakur/meiddur núna í næstum 2 ár.
    Hann er að feila á auðveldum sendingum og missir boltan oft undir sig í fyrsta touchi.
    Getum notað hann i að fylla upp í en hugsa hann sem Captain og top leikmann i liðinu er ekki að fara gerast upp úr þessu.

  18. Væri Schweinsteiger ekki flottur þarna? fá hann á útsöluprís og Klopparinn þekkir hann vel frá Bundesligunni

Burton 0 – Liverpool 5

Kop.is Podcast #121