Jæja, þar sem það er voðalega lítið að gerast í Liverpool fréttum (upphitunin fyrir Reading leikinn er [hér](http://www.kop.is/gamalt/2007/09/24/13.59.39/)) og hinir Liverpool bloggararnir eru allir í fríi, þá langaði mig aðeins að plögga.
Einsog margir sem lesa þessa síðu vita, þá á ég og rek með vini mínum veitingastaðina Serrano. Í dag rekum við tvo staði, Í Kringlu og á N1 á Hringbraut og auk þess áætlum við að opna í Smáralind í byrjun nóvember.
En auk þess þá keyptum við fyrir um mánuði taílenska veitingastaðinn Síam, sem er í Dalshrauni 11 Hafnarfirði. Þessi staður hefur verið rekinn af hjónum í mörg ár og hefur á þeim tíma boðið uppá (að mínu mati og margra annarra) besta taílenska matinn á Íslandi. Við keyptum staðinn af þeim hjónum og höfum eytt hálfu sumrinu í það að læra allar eldhúskúnstirnar af þeim. Við tókum svo við rekstrinum þann 1.september.
Frá og með deginum í dag erum við að lengja opnunartímann umtalsvert (var bara opið frá 18-21, sex daga vikunnar) og er núna opið á staðnum alla daga vikunnar frá 11.30-21.30 (með tilboðum í hádeginu). Á staðnum er mjög huggulegur salur með sætum fyrir 40 manns, en auk þess er mjög vinsælt að taka matinn með sér. Hægt er að skoða matseðilinn hér.
Allavegana, ég hvet alla til að prófa staðinn. Hægt er að panta sér mat í síma 555-4435 og sækja svo matinn eða þá bara að mæta á staðinn og borða þar.
Til hamingju með þetta Einar. Ég stend fastur á þeirri skoðun að það eigi að vera sjóðheit latino réttur á Serrano sem á að skíra Luis Garcia eða Benitez-vefja eða Alonso-salat en þar sem enginn er frá Asíu sem spilar með LFC þá væri kannski hægt að hafa í staðinn Pennant núðlur með hrísgrjónum og eggjum á Síam 🙂
Gangi þér vel með þetta.
kv ..
Sæll Einar og til hamingju. En er þetta ekki alveg á mörkunum, ég meina LFC blogg og svo þetta. En OK ef þú værir að auglýsa rétti eins og Kiddi er að tala um þá væri þetta allavega í samhengi. En come on!!!??
Til lukku með þetta Einar!
Er enginn möguleiki að fá útibú frá ykkur hingað norður til Akureyrar???? Mikið væri ég til í það! 🙂
Til hamingju!
Nú þarf maður bara að geta pantað matinn heim yfir enska boltanum!! 🙂
Sigtryggur? Má Einar ekki gera það sem honum sýnist? Hann á þessa vefsíðu. Mér finnst í raun aðdáunarvert hvað þeir hafa sleppt auglýsingum á þessa síðu, því þeir hljóta að hafa tækifæri til að ná sér í aukakrónur, slík er lesningin á þessa síðu.
En Einar, staðsetningin á þessum stað? Mun hann vera þarna til frambúðar? Er þetta ásættanleg staðsetning? Má hann ekki koma aðeins nær okkur hér í siðmenningunni? 🙂
Ég trúði því varla þegar ég sá að einhver væri að gagnrýna þessa auglýsingu.
Come on !!
Þeir eiga þessu síðu og hverjum er ekki drullusama um hvað þeir gera á henni.
(Einn orðinn pirraður á röflinu)
Ég bý nú í siðmenningunni og get alveg tekið undir það að þarna fæst einhver besti tælenski maturinn á Íslandi, og jafnvel þótt víðar væri leitað. Til hamingju með staðinn.
Það gleður mig hins vegar enn meira að fá Serrano í Smáralindina þar sem ég starfa þar þrjá til fjóra daga í viku. Ég er orðinn frekar þreyttur á endalausum Subway. Djöfull líst mér vel á þetta hjá þér!
Hvað myndir þú mæla með á matseðlinu Einar? Ekki segja að allt sé gott, smá tip væri vel þegið þar sem matseðilinn er svo langur og víðáttumikill. Annars tillukku með þetta, ég mun senda Tóta vinnufélaga brátt til að taka þetta út þar sem hann býr skammt frá.
OK, OK
Takk 🙂
Kiddi, þetta er hugmynd. Finnur, við munum halda þessari staðsetningu. Þetta er að mínu mati frábær staðsetning fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ og að einhverju leyti Kópavog. En auðvitað langar okkur til að opna fleiri staði.
Gaman að heyra, Sævar.
Og Bobby, það er auðvitað allt gott, en ég myndi byrja á Kjúkling í Massman karrí, Hnetjukjúklingi, Pad Thai og himnesku nautakjöti. Já, og saté kjúklingabringa. Allir þessir réttir eru pottþéttir. Auðvitað er skemmtilegast að koma á staðinn í hóp og smakka nokkra rétti saman.
Til hamingju með þetta….en fyrir mig og mína vinnufélaga er þetta out of reach í hádegunu þar sem knappur tími er til stefnu…fer því bara í staðinn á Serrano
Bjartmar, þá er bara að koma þarna í kvöldmat 🙂
eru tilboð ef maður kemur i liverpool buning að borða hja þer
gleymdi 🙂
Ég mæli a.m.k með himneska nautaketinu … það er mega gott.
Ég hef farið einu sinni á þennan stað, það var reyndar áður en að Einar keypti hann, en það er alveg satt að maturinn þarna var a.m.k rosalega góður og ég geri ráð fyrir því að hann sé það enn 😉
Frábært að heyra þetta og til hamingju!!
Hef þó nokkrum sinnum borðað þarna en þau skipti hefðu einmitt verið fleiri hefði takmarkaður opnunartími ekki stöðvað mig í nokkur skipti. Frábært að heyra að búið er að rýmka opnunartímann svo ég get gengið að matnum þarna sem vísum.
Get alveg mælt með mörgum réttum þarna, allt sem ég hef smakkað hefur verið mjöööög gott. Bendi mönnum þó á að ef rétturinn er merktur STERKUR þá er hann veeeeeel sterkur, enginn afsláttur þar 😉 Tel mig þola sterkan mat nokkuð vel en sjaldan hef ég grátið og svitnað jafn mikið og þegar ég hætti mér í einn réttinn þarna þrátt fyrir að vera varaður við! En góður var rétturinn, samt sem áður!
Gangi ykkur vel hér á mínum heimaslóðum!!
Til hamingju með staðin. Að mínu mati hefur langbesti oriental maturinn verið í boði á Síam. Þannig þið þurfið að fylla upp í miklar væntingar af minni hálfu. En gangi þér og Emil vel með þetta og vonandi blessast þetta eins vel og Serranó.
Þú ert náttúrulega einhver mesti meistari sem sögur fara af.
Ég bara botna akkúrat ekkert í fólki sem fer frekar á subway en Serrano, Serrano vs. Subway er bara eins og að bera saman Gerrard og Lampard eða eitthvað, Serrano sigrar bara hvernig sem maður lítur á þetta, hollt og ógeðslega gott, og maður verður saddur á þessu annað en subway, þarft að torga svona 2 heilum bátum til að vera góður. En allavega til hamingju með þetta! ég prufa nýja staðinn eflaust von bráðar. En ef þú hefur ekkert að gera einverja helgina þá máttu endilega skella upp stað í Mosfellsbæ 😀 ég skal hjálpa við að byggja 😀 en anyways… Til lukku
Ég er nú svoddan sauður að ég einhvernveigin fór aldrei á Serrano einhverja hluta vegna. Ekki að ég hafi heyrt eitthvað slæmt um staðinn eða neitt þannig, ég bara einhvernveigin prófaði hann aldrei. Svo fyrir kannski 3-4 mánuðum síðan þá fór ég og ég er búinn að vera fastagestur síðan. Snildarmatur og það eru ófá hádegin sem ég kem við á hringbrautinni á leið heim. Mun klárlega prófa þennan stað einhverntíman þegar ég er í firðinum.
Með nöfnin, þá veit ég ekki. Án þess að ég vilji skipta mér að rekstri staðarins en er ekki mjög líklegt að stór kúnnahópur sé ekki Liverpool menn? Ég veit fyrir mitt leyti að ég kæri mig lítið um að borða Saha-salat eða Rooney-rækjur, þannig að ég get vel sett mig í spor þeirra.
Ég myndi sko kaupa mér Rooney-rækjur – og henda þeim í ruslið á leiðinni út. 😀
Til hamingju með veitingastaðinn,en á matseðilinn vantar svínakjöt einnig mætti vera meira úrval af sjávarréttum….
Til hamingju með þetta. Ég á enn eftir að gera upp við mig hvort það séu góðar fréttir að Síam sé seldur, þetta hefur verið lang besti austulenski staðurinn á landinu. Ég mun kíkja við og athuga hvort að himneskt nautakjöt standi ennþá fyrir sínu.
Jæja, nú prófa ég þennan Serrano-stað. Get eiginlega ekki beðið, búinn að torga 200 Subway-bátum undanfarinn mánuð, svo þreytandi að það hálfa væri nóg. Vonandi að þetta standi undir væntingum. Meika ekki önnur vonbrigði eins og konuna hans Torres.
Tempo, við munum halda alveg sama gæðastandard og var áður á staðnum. Helsta breytingin verður betri þjónusta, sem miðast við lengri afgreiðslutíma og svo fleiri starfsmenn í eldhúsi yfir háannatíma, sem þýðir að við getum afgreitt pantanir fyrr en tíðkaðist.
Og takk hinir fyrir kommentin. 🙂
Bara smá ábending:
Það sem mér hefur alltaf fundist vanta á þessum stað er einhverskonar “taka með sér heim tilboð” með blönduðum réttum. Slíkt gæti verið eitthvað sem þið setið saman (þ.e. maður pantar þá “Tilboð A”, “Tilboð B” o.s.frv. (eins og á Indókína)) eða pakki þar sem maður velur nokkra rétti af matseðli (t.d. 3-4 réttir í minni skömtum en full skammtastærð væri og myndi duga fyrir 2 og kosta ca. 2500kr (eins og hjá nágrönnum ykkar í Asia Express)).
Vonandi bæta nýjir eigendur úr þessu og maður getur farið að kippa svona fjölskyldupakka með sér heim úr vinnunni. Ég er alveg sannfærður um að þetta myndi stórauka “take-away” viðskiptin hjá ykkur.
Prófaði Serrano eigi alls fyrir löngu vegna þess að ég vissi að Einar Örn ræki hann.
Ég mæli hiklaust með Quesadillas hjá Einari Erni og félögum. Gæði og sanngjarnt verð!!