KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR!
Svona set ég þetta upp, hvort sem þetta er nóg þá er að mínu mati búið að styrkja liðið og losa út mikið af aukaleikmönnum. Ég gleymdi m.a.s. Balotelli þegar ég var að gera þetta.
Svona sé ég breytingar hjá LFC. 3-4 ættu að fara beint í liðið og styrkja það (mismikið) 1/? #kopis pic.twitter.com/JdNohJGzYe
— Einar Matthías (@einarmatt) August 31, 2016
Uppfært 19:45
HVER SAGÐI SKÁL?
It's official: Mario Balotelli has left #LFC on a free transfer https://t.co/a8g3bZtuyQ pic.twitter.com/5T60il5cKI
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) August 31, 2016
Verstu leikmannakaup Liverpool frá upphafi?
Uppfært 19:30 (EMK)
Þó það sé lítið að gera hjá Liverpool er ekki hægt að segja það sama um önnur lið á Englandi, síðustu dagar hafa verið ansi busy hjá nokkrum.
Arsenal eru búnir að kaupa miðvörð og sóknarmann á rúmlega £52m. Bæði stöður sem þeir þurftu að styrkja. Á móti hafa leikmenn eins og Wilshere, Gnarby og Chambers farið (á láni).
Chelsea hefur í dag keypt tvo varnarmenn sem eru góðir sóknarlega fyrir £53m. David Luiz er að koma aftur fyrir £30m og eins eru þeir að kaupa Marcos Alonso sem er vinstri bakvörður. Conte er búinn að styrkja þetta lið gríðarlega. Út hafa farið hátt í 30 leikmenn, flestir á láni. Remy og Cudrado sem fór á 3 ára lánssamningi eru þar fremstir í flokki.
Everton hafa reynt mikið en gengið eitthvað verr. Eru helst orðaðir við Sissoko frá Newcastle.
Man City var búið að gera mest allt sitt en hafa í dag lánað menn eins og Mangala, Bony, Nasri og Hart. Allt menn sem væru líklega lykimenn hjá öðrum liðum. Bravo kom svo um daginn frá Barcelona og verður Nr.1 hjá þeim í vetur.
Man United var búið að klára sín innkaup og eru líklega búnir að taka mest spennandi leikmannagluggann af öllum.
Tottenham keypti í dag 21 árs kantmann frá Marseille, Nkoudou og lánuðu þeim í staðin N´je eða hvað hann nú heitir. Voru einnig orðaðir við Sissoko og fleiri sterka miðjumenn en klára það líklega ekki úr þessu.
Uppfært 19:05 (EMK)
Það er svosem hellingur að gerast í dag en mest lítið (spennandi) hjá Liverpool. Þeir sem búist var við að færu eru flestir að fara.
Lazar Markovic er á leiðinni til Sporting á láni þar sem hann hittir fyrir fyrrum þjálfara sinn (þá hjá Benfica). Echo var að segja frá þessu þannig að það eru nánast staðfest.
Luis Alberto er loksins farinn frá Liverpool, hann er núna leikmaður Lazio
Mario Balotelli er búinn að fara í læknisskoðun hjá Nice og það kom einhversstaðar fram að þeir ætli í alvöru að borga fyrir hann! Trúi því þegar ég sé það en þrátt fyrir læknisskoðun eru félögin ekki búin að semja og enn á eftir að ganga frá launapakkanum hans sem er rosalegur m.v. gæði leikmannsins.
Andre Wisdom er farinn á láni til Red Bull í Salzburg. Sjálfur spila ég stundum fyrir Vodka Red Bull sem er mjög öflugt lið.
Eitt sem snertir Liverpool óbeint er að hinn 33 ára Alvaro Arbeloa er farinn til West Ham á eins árs samningi, hefði alveg verið pláss fyrir hann hjá Liverpool á ný.
Skilaboðin frá félaginu í byrjun sumars voru að Klopp vildi klára innkaupin snemma og þeir stóðu við það. FSG hefur einnig áður sagt að þeir vilji vera búnir með sín leikmannakaup fyrir síðasta dag. Það getur því varla komið mjög mikið á óvart að það sé ekkert stórt að gerast í þeirri deild í dag.
Uppfært 13:15
Hendum til gamans í smá könnun svona úr því flest öll helstu leikmannaviðskipti Liverpool liggja fyrir.
Hvaða einkunn gefur þú þessum glugga hjá Liverpool?
- 7 (24%, 130 Atkvæði)
- 6 (22%, 120 Atkvæði)
- 5 (17%, 94 Atkvæði)
- 4 (10%, 57 Atkvæði)
- 8 (8%, 45 Atkvæði)
- 3 (8%, 45 Atkvæði)
- 1 (5%, 25 Atkvæði)
- 2 (3%, 19 Atkvæði)
- 10 (2%, 9 Atkvæði)
- 9 (1%, 7 Atkvæði)
Fjöldi atkvæða: 551
06:00 – Það er komið að lokadegi félagaskiptagluggans þetta árið. Þessir dagar hafa stundum getað orðið frekar æsilegir og í ensku Úrvalsdeildinni er hætt við að það verði hreyfingar í dag þar sem flest öll liðin hafa verið iðin við að spreða seðlum í sumar. Okkar menn virðast að öllum líkindum hafa lokið við innkaupin nema eitthvað óvænt gerist en það á eftir að klára nokkrar sölur og útlán áður en dagurinn er allur.
Förum fyrst yfir sumarið eins og það lítur út núna.
INN
- Sadio Mané frá Southampton
- Loris Karius frá Mainz 05
- Joel Matip frá Schalke (frítt)
- Ragnar Klavan frá FC Augsburg
- Alex Manninger frítt
- Georginio Wijnaldum frá Newcastle
ÚT
- José Enrique, frítt
- Kolo Touré, frítt
- Jordan Rossiter, frítt
- Joao Carlos Teixeira, frítt
- Jerome Sinclair, frítt
- Sergi Canos til Norwich
- Martin Skrtel til Fenerbahce
- Jordon Ibe til Bournemouth
- Joe Allen til Stoke City
- Brad Smith til Bournemouth
- Christian Benteke til Crystal Palace
Þetta er staðan í dag. Þeir sem helst er talað um fyrir lokadag gluggans eru svo eftirfarandi:
INN
- Christian Pulisic. Liverpool bauð í hann um helgina en Dortmund vilja ekki selja. Þar með virðist innkaupum hafa lokið í sumar.
- Luan. Brasilískur framherji hjá Gremio, slúður í Ameríku sagði að Liverpool væri að bjóða í hann 30m punda en við trúum því alls ekki.
ÚT
- Mario Balotelli. Er sagður vera að semja við Nice eða Palermo. Ég trúi því þegar ég sé það en menn eru að gera allt til að losna við hann fyrir gluggalok.
- Mamadou Sakho. Fréttamiðlar segja hart lagt að honum að fara á láni í vetur en hann vilji berjast fyrir sæti sínu. Sjáum hvað gerist í dag.
- Luis Alberto. Fastlega búist við að hann klári skipti til Lazio í dag.
- Andre Wisdom. Verður líklega lánaður frá liðinu í dag, bara eftir að ganga frá því hvert.
- Tiago Ilori. Líklega lánaður eða seldur í dag. Við bíðum staðfestingar.
- Lazar Markovic. Líklega lánaður eitthvert í dag, orðaður við Newcastle. Við bíðum staðfestingar.
- Danny Ings. Lið hafa áhuga, Sunderland eiga að hafa boðið í hann en Klopp vill ekki missa hann. Ólíklegt að hann fari í dag.
Eins og sést er ljóst að EXIT-hurðin verður opnuð oftar en ENTER-hurðin í dag. Við fylgjumst með og uppfærum þessa færslu reglulega um leið og einhverjar fréttir berast.
Þá hvetjum við fólk til að taka þátt í umræðunum á Twitter með því að nota myllumerkið #kopis. Umræðuna má svo finna í glugganum hér fyrir neðan:
Sakho til Sunderland?
http://kopworld.net/lfc-news/sakho-set-for-sunderland-loan-move/21486?utm_source=Snap&utm_medium=Twitter
Það er eiginilega lítil sem engin spenna yfir þessu hjá okkur í ár. ÓSKILJANLEGT að liðið sé ekki á höttunum eftir LB og jafnvel holding miðjumanni. En það kemur svo sem ekkert á óvart, FSG eru í hagnaði eftir þennan glugga og þar hoppa menn hæð sína. Gjörsamlega galið að fara inní tímabilið með 3 miðverði, einn vinstri bakvörð. Ætli okkur takist að ná 6 sætinu?? Krossum fingur.
Ætla samt að taka hatt minn ofan fyrir mönnum að henda út skemmdum eplum eins og Sahko/Balotelli (Þeir sem ætla að verja Sahko þá hefur hann verið til vandræða síðan hann var unglingur, PSG eru ennþá að hlæja að okkur)
En svo kristallast saga okkar hjá LFC í ævintýralega lélegum innkaupum oft á tíðum með Lazar greyið Markovich. Búmm, 20 m fyrir eitt mesta efni Evrópu, skákum Chelsea. Þessi átti sko að vera maðurinn…..líkt við Ronaldo.
Fer hann ekki í flokk með (Mikil vonbrigði – talsverðar væntingar) …..Bruno Cheyrou (The new Zidane), Alberto Aquilani (nýr Alonso), Anthony Le Tallec. (Mikil vonbrigði – talsverðar væntingar)
Annars eru mjög mjög jákvæðir orðrómar (slúður) að berast að Kínverjarnir séu enn að reyna að bjarga klúbbnum okkar. Já ég segi það blákalt, bjarga því þessi vegferð undir stjórn FSG er ekki að virka – því er nú ver og miður (nema menn sjái það sem árangur að enda í sætum 5-8)
Deal Between Liverpool And Chinese Investors ‘Highly Likely’
Vonum það besta. Það er amk kristaltært að eitthvað róttækt þarf að gerast, FSG eru ekki með þessi resource að keppa við stóru liðin, City, Arsenal, United og Chelsea. Ef við skoðum bara net spending núna í þessum glugga, við í plús þá eru meira að segja lið eins og Stoke og Leicester að eyða meira en við. Þetta er meira að segja eftir eitthvað lélegasta tímabil Liverpool í manna minnum í fyrra þar sem eini stöðugleikinn var óstöðuleikinn.
Hver veit, kannski kemur eitthvað juicy inn í lok gluggans sem kemur okkur á óvart. En ætla ekki að búast við neinu. En ef glugginn endar svona eins og allar líkur eru á þá verðum við í algjörri rússíbanabaráttu um 6 sætið……….
China save us 🙂
Sakho
Hefur aldrei haft hausinn í þetta.
http://www.espnfc.co.uk/club/paris-saint-germain/160/blog/post/1852629/sakho-exit-from-psg-a-complicated-one
RISA SKANDALL ef Klopp ætlar inni mòtid med 3 midverdi, Engan bakkup fyrir Clyne og Milner i vinstri bak. Stadan virdist einfaldlega vera þannig ad ekki seu til peningar.
Einnig mjog slæmt ef Sturridge er ósáttur og hann og Klopp seu ekkert ad elska hvorn annan, Klopp er hardur og hefur sýnt okkur tad med Sakho og ef hann er ekki ànægdur med Sturridge þà er annar skandall ad ekki se buid ad kaupa alvoru markaskorara. Sturridge à audvitadbad byrja alla leiki ef hann er bara 80 % heill eda meira og hann er augljoslega ekki ad gera tad nuna og þad er bara ekki nògu gott. Eg hefdi jafnvel viljad kaupa alvoru markaskorara þótt Sturridge væri alsæll tví Sturridge gæti meidst hvenar sem er og eg er ekki ad treysta neinum af Origi, Ings eda Firmino til ad skora meira 15 mork i vetur.
Algerlega fàrànlegt ad enda ì 8 sæti i vor og fara svo inni fyrsta almennilega gluggann hja Klopp og enda í plùs ì honum à medan Lidin sem endudu fyrir ofan okkur i vor eru ad mokeyda peningum og styrkja sig heilan helling. FSG er bara ekki ad ràda vid verkefnid og fyrir mer hefur tad reyndar legid ljòst fyrir i mörg mörg ár og þvì getur madur ekkert gert nema vonad tad besta.
Þetta sýnir svart á hvítu. FSG eru ekki á réttum stað.
Chelsea og Leicester eiga eftir að hækka í dag.
Eyðslutaflan:
1. Man City – 168.2m (-164.4m)
2. Man Utd – 145m (-137.7m)
3. Arsenal – 96m (-91.1m)
4. Liverpool – 67.9m (+6.5m)
5. Chelsea – 67.2m (-36.8m)
6. Watford – 58.4m (-40.1m)
7. Crystal Palace – 51.6m (-11.2m)
8. Everton 45.2m (+2.3m)
9. West Ham – 42m (-32m)
10. Leicester – 41.5m (+2m)
11. Southampton – 62.6m (-21.3m)
12. Bournemouth – 34.9m (-15.6m)
13. Swansea – 31.5m (+11m)
14. Tottenham – 29.5m (+8.1m)
15. Middlesbrough – 20.8m (-20.8m)
16. Stoke City – 18.8m (-16.8m)
17. West Brom – 18.5m (-9.6m)
18. Hull City – 14.5m (-10m)
19. Sunderland – 13.5m (-5.1m)
20. Burnley – 11m (-9.5m)
Er ekki eðlilegt að FSG haldi að sér höndum EF að einhverjir fjárfestar eru að koma inn í klúbbinn. Þeir vilja frekar eyða þeim peningum en sínum eigin. Eru menn nokkuð að gleyma nýju stúkunni!!! Þetta kostar allt peninga.
Kv sófaspekingurinn.
Það er eitthvað ekki alveg í lagi með þetta Sakho mál. Á skysports segir meðal annars þetta:
“Although the France international, 26, is highly rated by Jurgen Klopp, the manager believes the centre-back needs game-time, while his opportunities at Liverpool will be limited.”
http://www.skysports.com/football/news/11669/10558192/mamadou-sakho-advised-to-leave-liverpool-on-loan-sky-sources
Þetta nær ekki nokkurri átt. Menn lána ekkert 26 ára gamlan leikmann til þess að hann geti farið að spila reglulega. Það væri skiljanlegt ef hann væri undir 20 ára, jafnvel 1 eða 2 árum eldri en það. En þarna erum við að tala um fyrrum fyrirliða PSG, landsliðsmann Frakka og að líkindum besta varnarmann Liverpool í dag.
Ég bara trúi því ekki að hann sé “highly rated by Jurgen Klopp” ef það á í alvörunni að lána hann í burtu.
Vörnin er bara stórkostlegt vandamál hjá LFC og okkar maður Klopp hefur nákvæmlega gert aðeins eitt til að laga það – og það var að selja Skrtel. Í staðinn fengum við Klavan, sem hoppaði hæð sína í loft upp þegar QPR vildi fá hann fyrr í sumar (af því var þó ekki því LFC kom inn í spilið – hvað segir það okkur?).
Í vörninni eru ennþá Mignolet og Lovren – ágætir á sínum besta degi en heilt yfir meðaljónar. Moreno er svo sér kapítuli út af fyrir sig – ótrúlegt að selja eina varamanninn fyrir hann og spila svo Milner út úr stöðu sem vinstri bakvörð.
Í nútíma fótbolta (alhæfing, á þessu eru undantekningar) er lykilatriði að vera með einn miðjumann sem situr eftir og sér um að verja vörnina. Engin lið vinna titla án þess að vera með einn slíkan. Besti leikmaður síðustu leiktíðar var Kante (ásamt Mahrez). Hann fór til Chelsea þannig Chelsea er með tvo. City, Utd, Arsenal, Tottenham, þau eru öll með slíkan mann. Lið sem enduðu fyrir ofan LFC á síðustu leiktíð.
Liverpool hefur engann slíkan.
Annars hefur maður nú litlar áhyggjur af sókninni. Sókn er víst besta vörnin, eða svo er sagt 🙂
Mikið væri ég samt til í að sjá ein kaup núna á lokadeginum sem fá mann til að verða bjartsýnari á komandi tímabil. Bara ein kaup, eitthvað sem kemur manni þægilega á óvart. Á samt ekki von á því.
Homer
Með þennan hóp vinnum við ekki og náum ekki heldur topp 4. Mótið er því í raun búið í ágúst fyrir okkur. Eina sem skiptir FSG máli er að falla ekki og það er eina keppnin sem er eftir fyrir okkur. Við hlógum af Wenger bikarnum svonefnda á meðan eigendur okkar fagna topp17 bikarnum.
Ef okkur væri alvara um árangur þá þyrfti að
– Selja Mignolet, Moreno og Lovren (+ Sakho, Wisdom, Illori)
– Kaupa 1x markvörð, 2x vinstri bakverði, 2x miðverði, 1x hægri bakvörð og 1x varnartengilið.
Hér má engan milliveg fara, þetta er bara það sem þarf! En hvað gerum við? Eyðum fkn 4m í að styrkja varnarleikinn. Það er ekki einu sinni pláss fyrir áhyggjur af öðrum stöðum.
Ef við höldum núverandi mynstri, þá endum við með 78 mörk á okkur. Ég myndi allavega ekki þora að veðja stórum fjárhæðum gegn því.
Góðu fréttirnar? Well, það er ekki verið að kaupa bestu mennina okkar… því þeir eru ekki nógu góðir.
Annað tímabil að halda með “ekki manu”. Það eru einmitt okkar stærstu sigrar, þegar þeir vinna ekki. Sorglegir tímar.
Það versta er að fólk líkar actually vel við eignarhald FSG. Þvílíkur heilaþvottur. Hafa ekkert unnið og engu eytt en eru duglegir að tala um hvað rekstur Liverpool er orðinn sterkur.
Við kannski getum bætt því í bikarsafnið, “most improved business model cup” ásamt flestum mörkum skoruðum 2016 og öll skiptin sem við enduðum í fyrsta sæti ef bara mánudagsleikir væri ekki meðtaldir eða bara annar helmingur tímabilsins var talinn. Þvílík sigurhefð í Liverpool!
[insert: ljótasta blótsyrði sem þið kunnið]
Ég treysti Klopp.
Mig langar aðeins að sjá hvernig menn ætla að verja FSG núna. Liverpool er alltaf að verða meiri og meiri miðlungslið. Klopp er frábær þjálfari og ég hef mikla trú á honum. En hann er enginn galdramaður og maður er ekki að sjá hvernig hann á að koma þessu liði í topp 4.
Liverpool er orðið það mikið miðlungs lið að góðir leikmenn vilja jafnvel ekki koma því þeir hafa ekki trú á því að Liverpool sé að fara að spila reglulega í CL. Menn afsaka sig núna með því að þeir geti ekki náð í stjörnur af því að þeir eru ekki í CL. Samt ná Chelsea og Man U að ná sér stjörnuleikmenn og United meira segja tvær mjög stórar stjörnur.
Það þarf mikið að breytast hjá Liverpool til að liðið nái að komast á þann stall sem það var hér á áður fyrr og ég efast bara um að Klopp sé nóg. Hann er samt sá aðili sem ég myndi helst treytsta til að gera það en meðan það er ekki keyptir leikmenn í stöður sem augljóslega vantar í og liðið er bara ekki nógu vel mannað þá er maður ekki að sjá það gera einhverja stórkostlega hluti.
nei maður skilur ekki alveg sahko málið. gætum eins farið að lána sturridge eða origi til að þeir komist í leikform og fara í veturinn með 2 sóknarmenn !!
Eg vil benda hér á að þrátt fyrir að það sé fyrirsjáanlegar auknar tekjur vegna stækkunarinnar er liverpool með þriðju minnstu eyðslu í deildinni, bara totenham og swansea eyða minna miðað við sölur, og þetta þrátt fyrir að það eiga eftir að koma enhverjir smáaurar fyrir Balo, og ef við fáum fyrir hann helmingin af því sem við eyddum í hann þá verðum við með minnstu eyðsluna. það er einfaldlega ekki boðlegt, sérstaklega þegar hugsað er útí að það vantar mann í hafsent og vinskri bakvörð.
Fliss fliss…..
segið þið þetta líka við maka ykkar…… #kaldhæðni.
“þú hefur keypt allt of lítið í Smáralindinni elskan, þú verður að eyða meiru en Sigga á horninu.”
Ég trúi á Klopp.
p.s. https://tomkinstimes.com/2016/08/stop-panicking-deep-breaths/
Þetta er ekki fullkomið en alls ekki eins vonlaust og margir vilja meina. Klopp er að vinna nokkuð svipað hjá Liverpool og hann hefur gert í gegnum tíðina sýnist mér.
Aðalatriðið er að hann virðist hafa fengið þá leikmenn í sumar sem hann lagði mesta áherslu á að fá og er ekki búinn að selja eða lána neinn leikmann sem hann vildi ekki losna við. Það á einnig við um þá leikmenn sem fara í dag. Það er betra en oft áður hjá okkar mönnum.
ÚT
José Enrique– loksins, betra að hafa ekkert cover frekar en hann sem part af hópnum.
Kolo Touré, klárlega kominn tími á endurnýjun í vörninni.
Jordan Rossiter, varð að fara og spila, Rangers hans level í dag.
Joao Carlos Teixeira, tók nokkur ár að losna við hann af góðum samningi.
Jerome Sinclair, 5-7 kostur í byrjunarliðið og með sama umba og Sterling.
Sergi Canos, eigum forkaupsrétt á honum held ég.
Martin Skrtel, algjörlega kominn tími á að endurnýja þessa stöðu, fyrsta verk að selja hann.
Jordon Ibe, eigum forkaupsrétt, hann þarf að spila, ekki hjá Liverpool.
Joe Allen, þarf að spila og fengi það ekki á Anfield, hefur haft lítil sem engin áhrif á félagið undanfarin ár enda ALLTAF meiðst um leið og hann hefur spilað ágætlega og fór á góðan pening.
Brad Smith, sama og Ibe.
Christian Benteke, fúlt að þetta gekk ekki en Klopp stjórnar þessari sölu alveg og við eigum fjóra sóknarmenn þrátt fyrir sölu á honum og Balotelli (og Sinclair).
Mario Balotelli. – Hræðileg panic kaup og ekki leikmaður sem Klopp vill hafa nálægt hópnum.
Mamadou Sakho – Rosalega fúlt hvernig þetta hefur farið eftir frábæra Dortmund og United viðureigir hjá honum. Klárlega eitthvað að hjá honum og Klopp hefur fengið nóg. Ekki fyrsti stjórinn hans sem fær nóg, því miður. Vont samt að missa hann úr hóp og fá ekki sambærileg gæði í staðin. Rosalega vont ef Lovren eða Matip meiðast.
Luis Alberto – meh
Andre Wisdom – Svekkjandi að hann hefur ekki þróast miðað við efni. Miðverðir springa oft ekki út fyrr en eftir 25 ára aldur og hann mun ekki gera það nema spila.
Tiago Ilori – Sama og með Wisdom
Lazar Markovic – Eitthvað er það sem ekki heillar við hann, sá sem ég hefði hvað helst vilja halda í vetur.
Nokkrir góðir leikmenn þarna en enginn sem er ómissandi í hóp hjá okkur og enginn sem var partur af þeim kjarna sem Klopp treystir á nema Sakho og hann gat ekkert gert mikið meira til að missa allt traust stjórans. Matip er vonandi mikil bæting á honum sem partur af miðvarðateymi Liverpool hvort sem við hofum til stöðugleika, gæða eða meiðsla. Gomez og Klavan (og Lucas) fylla svo vonandi skörð Toure og Skrtel sem eru ekki það stór.
Inn
Sadio Mané – Aðal kaupin í sumar og mögulega algjör heimsklassa leikmaður í stöðu sem þurfti hvað helst að bæta.
Loris Karius – Treysti þjálfarateyminu til að finna réttan markmann betur heldur en mér þrátt fyrir hörku reynslu af þjálfun liðsins (Í Football Manager). Staða sem þurfti að bæta töluvert að mínu mati og Karius gerir það vonandi.
Joel Matip – Hugsa að þetta sé leikmaður sem hefði kostað 15-25m hefði hann verið með lengri samning. Klopp er þarna að vinna á þeim markaði sem hann þekkir best.
Ragnar Klavan – Var að vonast til að þetta væri 4. kostur í vörnina, aftur leikmaður af markaði sem Klopp þekkir hvað best og væntanlega ekki hugsaður sem lykilmaður.
Alex Manninger – meh
Georginio Wijnaldum – Ef við horfum á hann inn fyrir Joe Allen er það meira en fine by me.
Klopp var að ég held ekki að fara skipta um lið í sumar og heldur eftir að mestu þeim kjarna sem hann var að vinna með eftir áramót í fyrra. Hann er að kaupa 3-4 leikmenn sem ég tel hugsaða beint í byrjunarliðið eða sem lykilmenn í hóp og það er töluvert. Sjáum allajafna ekki mikið meira en það í einum glugga. Er ég þar að meina Karius sem mesta spurningarmerkið. Matip og Mané fara beint í byrjunarliðið og styrkja það töluvert og Winjaldum verður a.m.k. í hóp og kemur við sögu í flestum leikjum.
Hefði viljað varnartengilið sem er sama og ég hef óskað eftir sl. 6 ár. Vörnin er síðan mjög tæp á pappír og má ekki við meiðslum en það hjálpar mikið að á þessu tímabili er ekki nein Evrópukeppni. Liverpool spilaði 13 leiki þar í fyrra sem er ca. 1/3 af heilu tímabili. Eins fórum við langt í báðum bikarkeppnum með tilheyrandi auka álagi (og meiðslum).
Ekki fullkomið, frekar en vanalega en þetta hefur oft verið verra.
Varðandi nettó eyðslu þá finnst mér Liverpool hafa gert óvenju vel í sölum á leikmönnum sem er gott mál og það er ekkert óeðlilegt að félagið sé ekki í mínus eftir svona glugga. Það er mikið minna leikjaálag á þessu tímabili og verið að losa út töluvert af leikmönnum sem ekki eru í framtíðarplönum stjórans.
Treysti Klopp
Við treystum allir Klopp………. ennþá amk.
Hann er samt farinn að gefa ansi mörg færi á sér, nema þetta allt saman gangi brilliantly upp. T.d með vinstri bakvörð og skort á miðvörðum (Meira að segja Klavan sjálfur trúði því ekki að Liverpool væru að bjóða í sig)
Klopp er að mínu mati að vanmeta PL rosalega, vanmeta Liverpool og þann anda sem ríkir þar akkúrat núna. Hjá Dormund tók það hann 3 ár að rífa félagið upp. Í allt allt öðruvísi umhverfi (náðu Bayern, nærðu titlinum umhverfi) En halda menn virkilega að það verði ekki urgur í vor endi lið okkar í tja allt frá 5-10 sæti??? Jú Klopp er þar ekki undanskilinn. En kannski má hann ekki kaupa Left back? Hver veit.
Vandinn er FSG – það sjá allir sem eitthvað hafa fylgst með PL síðustu 10 árin eða svo.. Þetta model er ekki að fúnkera, alls alls ekki. Kristaltært. Við erum alltaf á byrjunarreit uppbyggingar, á hverju einasta tímabili. Gefum þessu tíma, er alltaf sagt.
ÉG HEIMTA HREINLEGA AÐ LIVERPOOL FC FÁI LOKSINS EIGENDUR SEM SETJA METNAÐ Í AÐ GERA OKKUR BESTA, EKKI NÆSTBESTA HELDUR BESTA OG STEFNI Á AÐ KOMA OKKUR Á SAMA STALL OG BARCA, REAL MADRID, JUVENTUS OG BAYERN. SAMA HVAÐ ÞAÐ KOSTAR.
Afsakið CAPS lock. Það sýður á mér, hefur gert í nokkurn tíma en maður lifir alltaf í voninni en mér líður núna 31 ágúst að tímabilinu sé nánast lokið. Skil ykkur vel sem kallið mig svartsýnan en svona akkúrat líður mér.
Hahahahah
Það er alveg ótrúlegt hvað það eru margir sem vita miklu meira um fótbolta heldur en Klopp. Klopp hefur svarað ágætlega afhverju hann vill ekki vinnstri bakvörð.
A) Vinnstri bakvarðarstaðan spilast svipað og miðjustaðan og því telur hann Milner henta ágætlega í það hlutverk.
B) Hann kaupir ekki bara einhvern bakvörð í samkeppni við Moreno, heldur alvöru leikmann sem kemur til með að styrkja liðið. En þeir leikmenn eru ekki á hverju strái.
c) Klopp trúir því að það sé hægt að koma í veg fyrir varnarmistök á æfingarvellinum og gera liðið betra þar.
D) Klopp þarf leikmann sem getur leyst af meira en eina stöðu og því er Milner mjög tilvalin í þá stöðu, því þá getur hann minkað hópinn.
Jæja Oddi
Þetta er talsvert rant sem þú hefur vaðið í hér í morgun, og ekki endilega ókunnuglegur hljómur, svipaðum þeim sem heyrst hefur undanfarin ár. Þ.e. að ef eigendur/manager spreða ekki milljónum ofan á milljónir króna í gluggunum frægu þá er það til merkis um metnaðarleysi klúbbsins, og þá annað hvort verði að skipta um eigendur eða knattspyrnustjóra (eftir því hvernig óánægjuvindar augnabliksins blakta).
Nokkrir punktar sem ég vildi svara þér með:
1) Það er langt frá því að vera samansem merki á milli þess hversu miklu þú eyðir og hvernig liðinu mun ganga á tímabilinu. Spurðu bara aðdáendur Man Utd síðustu ár, nú eða aðdáendur (aðdáenda?) Leicester. Liðið sem vann deildina í fyrra eyddi heilum 26 milljónum punda í nýja leikmenn á meðan liðið í 5. sæti eyddi 154 milljónum punda. Árangur í ensku úrvalsdeildinni hefur nákvæmlega ekkert að gera með heildareyðslu punda í leikmenn, þannig að þessu eyðslutafla þín blessaða segir okkur ekkert.
2) Klopp er ekki að fara eyða háum upphæðum í leikmenn sem hann vill ekki. Þetta ætti að segja sig nokkuð sjálft fyrir þá sem hafa kynnt sér eitthvað um hugmyndafræði Klopp. Tími hans hjá Dortmund ber þessu vitni. Í fyrsta sumarglugganum hans þar var netspendið hans rétt rúm 1 milljón punda. Hann trúir á þá stefnu að þjálfa leikmenn upp, frekar en að eyða pening í nýja leikmenn. Ljái honum það hver sem vill en eins og stendur er hann framkvæmdastjóri Liverpool og því höfum við stuðningsmenn lítinn annan valkost en að treysta þeirri stefnu, eða allavega sætta okkur við hana. Nema við viljum byrja með #kloppout strax á fyrst heila tímabilinu hans.
3) Liverpool er ekki stórveldi lengur. (Upphrópunarmerki). Sorry. Í nútíma fótbolti er það því miður peningar sem að skilgreina stórveldi, en ekki glæst og titlahlaðin saga. Því miður. Liverpool er vissulega stórveldi enn í huga margra vegna þessarar glæstu sögu, en „in relative terms“ þá erum við það ekki. Við höfum verið einu sinni í Meistaradeildinni síðustu 7 tímabil og runnum þar eftirminnilega á rassinn. Viljum við virkilega festast í þeim vítahring að eyða milljónum punda til að reyna komast þangað aftur, bara til þess að staðfesta fyrir stuðningsmönnum eins og þér að eigendurnir hafi metnað? Var það ekki nægur metnaður að ráða einn eftirsóttasta þjálfara heims?
4) Klopp og hans nánasta teymi ákveður hvaða leikmenn hann fær. Enginn annar. Það gerði hann ljóst á sínum fyrstu blaðamannafundum. Ef hann hefði fundið einhverja fleiri til þess að versla í glugganum þá hefði hann gert það, ég leyfi mér að gefa mér það miðað við það netspend sem við sjáum.
5) Leyfum allavega tímabilinu að byrja af viti áður en dómsdagsspárnar byrja. Væri það ekki allavega lágmark. Áður en við förum í klassíska rantið um að allt sem ekki er gert eftir okkar höfði sé helvítis eigendunum/knattspyrnustjóranum að kenna. Það má vel vera að þetta „metnaðarleysi“ klúbbsins í glugganum bíti okkur í rassinn, mögulega ekki. En leyfum allavega meira en þremur leikjum að líða áður en slíkur dómur er tekinn.
FGS hafa sýnt mikinn metnað síðan þeir keyptu klúbbinn, að halda öðru fram er rugl. Þeir bjarga klúbbnum frá gjaldþroti, algjör viðsnúningur í rekstri, ráða Klopp, stækka Anfield og kaupa þá leikmenn án þess að steypa klúbbnum í skuldasúpu. Nú ræður Klopp för, er skynsamur og virðist vita nákvæmlega hvað hann vill. Inn eru að koma leikmenn sem við flest erum sátt við og út fara leikmenn, sem flestir eru sáttir við að fari.
Það sem nú er í gangi heinsun í leikmannahópnum, sem er alltof stór miðað við leikjaprógrammið á tímabilinu. Út fara leikmenn sem eru ekki plönum Klopp og inn eru keyptir einstaklingar sem fitta í leikstílinn. Það verður oft á tíðum brjálæðislegur hraði í leik liðsins og pressað hátt á vellinum sem auðvitað gefur færi á skyndisóknum andstæðinga. Í þeim fjórum leikjum sem búnir eru hefur Liverpool stjórnað þeim. Ekki fullkomið en oft á tíðum ótrúlega flottir. Leikurinn gegn Burnley kannski mestu vonbrigðin því það vantaði upp á lokahnykkinn (loka sending, áræðni). En liðið lærir af því, ekki spurning.
Þó svo að vörnin hafi verið brothætt í fyrstu leikjum tímabilsins þá á hef ég fulla trú á að hún smelli saman. Leikmenn eru bara enn að læra á stílinn og kynnast hvor öðrum. Takið t.d. eftir að alltaf skal reynt að spila með jörðinni frá markmanni eða aftasta manni, þó svo það sé pressa á sendingarmann og þess sem tekur við boltanum. Örsjaldan er boltanum dúndrað fram upp á von og óvon. Til þess þarf menn með mikla sendingargetu eins og Matip. En þetta hefur ekki gengið fullkomlega upp í fyrstu þremur deildarleikjunum, kannski vegna þess að það er verið að læra á stílinn og menn þekkjast ekki nógu vel. Það má segja að fyrsta mark Arsenal, vítið sem Arsenal fékk og fyrra mark Burnley hafi komið vegna mistaka í sendingum eða boltinn hirtur af mönnum á krítískum stöðum í kringum vítateig Liverpool. Mistökunum hefur þó farið fækkandi og liðið lenti ekki í þess háttar veseni gegn Tottenham.
Klopp er enginn aukvisi. Frábær karakter, frábær stjóri og eins sá allra besti í boltanum í dag. Ég hef sjaldan verið jafn spenntur fyrir tímabilinu og nú. Við eigum eftir að sjá gríðarlega hraðan leik með mikill hápressu.
Nú er bara að anda með nefinu. Hlakka til næsta leiks sem er gegn Leicester. Erfiður leikur en Liverpool mun stjórna honum líkt og hinum.
Aðeins að svara fyrir hann Odda hér Hörður U#17.
1. Ætlar þú virkilega að halda því fram að peningar hafi ekkert með árangurinn að gera!!! og nefnir síðan Leicster City í því samhengi. Hversu líklegt telur þú að þeir muni komast í topp 4 á þessu ári? Árangur þeirra var one hitt wonder og eitthvað sem gerist kannski einu sinni til tvisvar á öld. Hvaða lið hafa orðið oftast í topp 4 undanfarin 10 ár og hvaða lið hafa unnið titilinn þessi sömu ár. Eru það ekki Man U, Man City og Chelsea einmitt liðin sem eiða mestum peningum í leikmenn og laun. Arsenal kemur síðan þar á eftir en þeir hafa ekki unnið neitt en hafa þó getað náð í leikmenn sem Liverpool væri alveg til í að fá.
2. Vissulega gekk Klopp vel með Dortmund án þess að kaupa stjörnur tókst honum á þeim tíma að ná í leikmenn sem Liverpool náði ekki í. Þar að auki er Þýska deildin töluvert ólík þeirri ensku þar sem í raun er bara eitt lið í Þýskalandi sem vinnur en merkilegt nokk þá er það einmitt liðið sem eyðir mestu í leikmenn.
3. Þar ertu í raun einmitt að benda á þá staðreynd sem margir Liverpool menn, þar á meðal ég, eru ósáttir við. Við viljum að Liverpool sé að berjast um alla titla ár hvert og séu á sama leveli og Real, Barca, Juve, Bayern og einhver ensk lið sem ég vil ekki nefna. Afhverju viljum við það? Jú af því að Liverpool var einu sinni á þeim stað eða þangað til aulinn hann David Moores tók við stjórnartaumunum hjá Liverpool og gerði það að því miðlungsliði sem það er í dag. Mögulega eru þetta óraunhæfarkröfur en þó í raun ekki ef eigendur eiga sand af seðlum líkt og City og Chelsea.
4. Getur vel verið að Klopp ráði því hverjir séu keyptir og hverjir ekki og hann hafi fullkomið vald yfir budgetinu. En það má þá líka alveg gagnrýna hann ef svo er og sérstaklega ef ekki er keypt í þær stöður sem klárlega þarf að bæta. Ef hann svo gerir hið ótrúlega og kemur liðinu í topp 4 (sem er líka sorgleg staðreynd að menn geri sér ekki einu sinni vonir um að vinna titilinn bara að ná í Wenger bikarinn) þá getum við étið sokkinn okkar.
5. Jú leiktímabilið er byrjað en menn sjá bara ekki að liðið sé búið að bæta sig það mikið frá því á síðust leiktíð að það sé það burðugt að ná að enda ofar. Það er líka fátt sem bendir til þess að svo sé. Leikmannahópurinn sem er núna hefur ekki endað ofar en 6. sæti fyrir utan þegar Suarez var í liðinu og það skilaði okkur í 2. sætið síðustu 7 ár er árangurinn þessi, 7.6.8.7.2.6.8.
Ég hef mikið dálæti á Klopp en hann gerir ekki neitt með leikmenn sem eru ekki betri en þetta. En kannski eru menn bara ánægðir ef liðð nær 5. eða 6. sæti það væri alla vega með því besta sem þetta lið hefur náð í langan tíma. Ég og örugglega fleiri eru bara orðinir hundleiðir á þessu meðalmensku bulli sem þetta lið er búið að vera í.
Ástæða fyrir því að leikmenn koma ekki til Liveprool er einmitt útaf því að þeir hafa bara enga trú á því að geta spilað CL fótbolta reglulega með þeim.
Ég tek undir með Herði hérna að ofan að mörgu leiti.
Ég vildi samt bara aðallega taka það fram að ég vil ekki sjá Liverpool verða leikfang manna sem hirða milljarðaarðinn af fólki í heimalandinu sínu til þess að eyða þeim í fótboltalið. Það er ekki það sem skiptir öllu í lífinu.
Áfram Liverpooll.
Það eru ein kaup sem eru klár styrking frá því í fyrra og það er Sadio Mane. Önnur kaup þurfa að bíða og tíminn mun leiða það í ljós hvort þau hafi verið góð eða ekki.
Hef það á tilfinningunni að klúbbur eins og Liverpool eigi að geta gert betur en þetta. Sérstaklega þegar það eru stöður í þessu liði sem öskra á bætingu.
Amenn Auðunn. Amen.
Hef engu við að bæta nema…. ég vona að ég þurfi að éta sokk.
Vona það svo innilega.
Efa það.
Eg skal tala við ykkur aftur eftir 10 leiki 🙂 vonandi verð ég þá þessi svartsýni með sokk í tranti
Enn einn ömurlegur gluggi undir stjórn FSG. Gef honum 3. Mane flott kaup. Svipað og Clyne síðast. Solid. En minna gæta það ekki verið. 7-11 sæti fyrir Liverpool.
Menn eru bara sultuslakir á Anfield. Það er bara afskaplega lítið að gera.
Balotelli er búinn í læknisskoðun hjá Nice, en ekkert samkomulag er um kaupverð enn sem komið er.
Luis Alberto hefur verið seldur til Lazio fyrir 6 milljónir punda.
Sakho hefur áður neitað Stoke og WBA, og nú síðast hefur hann neitað að fara til Besiktas á láni. Staðráðinn í að berjast fyrir sætinu sínu hjá LFC. Virðingarvert.
Liverpool vill selja Ilori, ekkert lið er tilbúið að kaupa hann en nokkur lánstilboð hafa komið.
Ekkert að frétta af Markovic. Til sölu en ekkert lið tilbúið að kaupa hann á 16 milljónir. Ég spái því að hann endi hjá Benfica í láni.
Homer
Þetta tímabil á eftir að vera eins og það síðasta, algjörleg “bipolar”. Vinna sterkustu liðin og tapa fyrir þeim sem er spáð falli. Það er engin stöðugleiki hjá LFC og ekki heldur leikmenn sem hafa karakter og eru andlega sterkari en aðrir, engin leiðtogi.
Ég tek undir með mönnum hér sem spá okkur 6-8 sæti í deildinni, 4 sæti virðist bara alltof fjarlægt miðað við sterku liðin fjögur og þeirra kaup og hóp. Þetta verður celski,arsenal,man city og man utd. Svo komum við í hóp með tottenham, everton,leicester,stoke og c palace.
verulega skrítið ástand á Sakho vini okkar, held því miður að hann hafi ekki alveg hausinn í lagi þarsem Klopp er 3 þjálfarinn til að lenda í veseni með hann, annars skil ég ekki afhverju liverpool reynir ekki að fá Arbeloa aftur frítt, leikmaður sem getur spilað báðar bakvarðarstöðurnar.
Ef að menn ætla ekki að gefa Klopp 2-3 ár í að byggja upp þetta lið hætti ég að horfa á þetta sport. Þessi enski bolti er að breytast í einhverja algjöra dramasúpu þar sem að slegnar eru upp fyrirsagnir til að mata múginn sem leitar í “instant gratification” á samfélagsmiðlum. Hlutirnir eru séðir annað hvort sem svartir eða hvítir og þannig eru þjálfarar og leikmenn stimplaðir. Í guðanna bænum, svartsýnispésar, róið ykkur fokking niður.
Einhverjir vöruðu við því þegar Klopp var ráðinn að hann væri ALLS ekki týpan sem spreðir miklu í „tilbúna“ leikmenn en margir stuðningsmenn voru svo reiðir út í Rogers að þeir sáu Klopp sem töfralausnina sem mundi gera Liverpool að title contenders aftur med det samme. Klopp er ráðinn. Hann segir við komu að hann sé ekki týpan sem eyðir miklu heldur byggir upp rétt eins og the Brodge var tíðrætt um. Gefið mér tíma sagði Klopp. En heimurinn er á þeysireið og allir verða að fá NÚNA og byrja að leita að sökudólgum um leið og liðið tapar leik. No judge. Svona er heimurinn í dag og svona eru heilarnir á okkur stilltir. Í takt við instant aðgang að háhraðaneti, afþreyingu, klámi og skyndibita. NÚNA! Öskrar pöpullinn þegar honum er sagt að borða köku því brauðið sé búið. Ég verð að játa að við mér blasir að pro bolti í evrópu er rotinn að innan og ef ég væri ekki svona skilyrtur við LFC væri ég löngu hættur að horfa. Spurning hvort maður fari ekki að fylgjast með kvennaliðinu þar sem ósýnilega glerþakið hefur mögulega haldið sportinu óspilltu. Þá sjaldan sem tilgangurinn helgar meðalið.
Mjög ‘underwhelming’ gluggi en ég hugga mig við það að ég þekki ekki helminginn af þessum kjarakaupum okkar. Aðeins Mané og hann er búinn að vera frábær. Klopp er naskur og hefur átt það til að kaupa heimsklassa gullmola án þess að borga fyrir með hönd og fót… Lewandowski (£3.3m), Hummels (£2.94m), Gundogan (£3.85m), Marco Reus (£12m), Aubameyang (£9m).. listinn er endalaus. Hver veit nema Karius, Matip eða Klavan bætist í þennan hóp kjarakaupa?
Byrjun leiktímabilsins hræðir mig samt, ég get ekki neitað því. Vörnin er andlega og líkamlega fjarverandi en samt er okkar færasti varnarmaður, vitleysingurinn hann Sakho, hent í burtu að láni.
Öll hin “topp” liðin hafa til að mynda bætt við sig topp-varnarmönnum og þurft að borga skyldinginn. Engin ‘maybe’ kaup.. ég er hræddur um að Mustafi verði ómetanlegt styrking fyrir vörn Arsenal – Manjú verslaði Bailly sem er búinn að vera MOTM í 3 af 4 leikjum fyrir þá – City ákvað upp á grínið að gera John Stones að dýrasta enska leikmann sögunnar. Allt eru þetta leikmenn sem myndu gera tilkall í byrjunarliðið okkar og sennilegast labba inn í það. Til að vera ekki útundan var svo Chelsea að versla bæði Marcos Alonso og David Luiz í vörnina í dag.
Þetta er bara vörnin.. vil ekki fara út í hina sálmana.. Leroy Sane, Pogba, Zlatan, Gundogan, Mkhitaryan, Xhaka..
Mér finnst einsog það hafi gleymst að bjóða Liverpool í partíið enn einu sinni.
En einsog áður sagði, ég verð að treysta á að Klopp sé með þetta allt under control
Hef þetta stutt og laggott.
Set 10 á þennan glugga. Balotelli er að fara og klúbburinn fær borgað fyrir hann.
Klár tía! 🙂
Ordrómur um ad Liverpool sè ad bjoda Arsenal ad fà Sturridge ad làni. HVAD ER I GANGI. ef satt reynist þà vil eg làta reka Klopp. Væri klàrlefa allra heimskulegustu vidskipti sem hægt væri ad gera. jùjù lànum bara keppinautum okkar besta leikmann okkar Fràbært
Liverpool situr eftir í þessum glugga. Mane er spennandi leikmaður hinir bara lala. Afhverju að kaupa ekki sissoko??
Sælir Félagar,
Ég styð Klopp og hans nálgun. Ég er að mörgu leyti sammála Herði no 17 nema hvað að mér finnst hann vera að tala í hring þegar hann segir að peningar skipti engu máli í fótbolta og það skipti engu máli hvað maður kaupi dýra leikmenn, á sama tíma er Liverpool ekki lengur stórveldi af því að þeir eiga ekki nægan pening.
Atti von a meiru fra LFC. Meiga ekki vid miklu meidslu a thessu timabili…
Er LFC ad borga hlut i launum Balotelli ???
David Luiz er ekki 10 milljona virdi….Er Chelsea ad safna saman øllu verstu drullusokkum i boltanum, Luiz og Costa.
Geggjað money ball með Balotelli virkar vel greinilega kaupa á 16 mil punda og gefa hann svo vel gert.
keyptum Mané sem voru góð kaup restin eru bara miðlungskaup fyrir ágætis squad playera held ég. Engin að heilla neitt sérstaklega alveg sömu götin á vörnini og seinast vona að Matip og Ragnar troði sokk en efast um það.
Svo með þessi framherja mál mætti alveg fara leyfa Ings að spila meira.
Skoðum aðeins þær stöður sem menn eru að kalla eftir að verði mannaðar:
LC. Við erum með ungan og öflugan mann í þessari stöðu. Hann gerir alltof mikið af glórulausum ákvörðum en Klopp ætlar sennilega að reyna að skóla hann til.
DC. Við höfðum aldrei verið betur mannaðir í þessa stöðu. Við erum með 4 miðverði og ef Klopp hefur trú á Matip og Lovren þá ætti hann ekki að kaupa stórt nafn hér. Annars yrðum við að losa okkur við Shako.
DMC. Við erum með mjög efnilegan Þjóðverja sem gæti orðið einn af þeim bestu. Eigum við í alvöru að kaupa stórt nafn hér og setja Can á bekkinn?
MC. Búið að kaupa einn og ef annar er keyptur þyrfti capteinninn að fara.. Mjög varasamt.
Tilgátan mín er semsagt að Klopp ætlar að gefa Moreno, Lovren, Shako, Can og Henderson sénsinn amk fram að áramótum. Það er ekki ólíkt því sem hann hefur gert í gegnum tíðina og reyndar talað mikið um.
Gleymið ekki hvaða skilaboð kaup á dýrum mönnum senda þeim sem fyrir eru.
#37 Shako er að fara, allavega hefur verið gefið til kynna að hann spili ekkert í vetur hjá Liverpool. annars þarf maður að kæla glösin Balo var að fara, fagna því þó hann gangi víst ekki einn…
veit ekki hvað liverpool er að spá.
Balotelli er klárlega nokkuð skemmt eintak sem komst lengra en hann réði sjálfur við.
dapurlegt en um leið sorglegt dæmi um heimsku manna.
Það eru þrír leikir búnir á tímabilinu. Klopp er búinn að vera ca 10 mánuði við stjórnvölinn, sem er ekkert.
Við yfirspiluðum Arsenal á Emirates á löngum köflum og unnum þá. ( hefur ekki gerst í síðan 2011 held ég ) Við förum til London og erum mun betri en Tottenham á þeirra heimavelli, óheppnir að vinna ekki.
Við töpum í skelfilegum leik á móti Burnley þar sem possession met falla, þar vantaði einmitt mann eins og Mane sem var jú meiddur.
Menn láta hérna eins og við séum í frjálsu falli, búnir að selja allt og alla og engin framtíð hjá klúbbnum.
En við erum að vígja nýja stórglæsilega stúku í næstu viku, við erum með einn mest spennandi stjórann í deildinni við stjórnvölinn, klúbburinn er rekinn eftir mjög heilbrigðu business módeli þar sem reynt er að steypa klúbbnum ekki í botnlausar skuldir. ( líkt og fyrri eigendur gerðu ) og rekstrartekjur hafa rokið upp í tíð FSG.
Ég er allavegana frekar sáttur í auknablikinu og hlakka til næstu ára með Klopp í bílstjórasætinu.
Ég vona svo sannarlega að Klopp sé ekki að vanmeta enskudeildina.
Ég hefði lagt áherslu að fá sterkan DMC, það eru ekki mörg lið í deildinni sem eru ekki með hreinræktaðan DMC innan sinna raða.
Vonbrigði, metnaðarleysi, meðalmennska og síðast en ekki síst er ég gjörsamlega búin að gefast upp á eigendum Liverpool og vil þá burt frá félaginu. Sjónvarpspeningar streyma inn og hvað gerir Liverpool kemur út í plús á leikmannamarkaði og sker niður í launakostnaði ár eftir ár. Í hvað fjandas sæti enduðum við á seinasta ári. Við horfum á liðið okka og segjum já frábært við styktum okkur, vei fokking jei hvað gerðu þau lið sem fyrir ofan okkur voru, jú mikið rétt styrktu sig enn meir og líka þau lið sem voru fyrir neða okku. Við verðu ekki í baráttu um meistaradeild þegar desember byrjar það er svo klárt. 7-8 sæti er okkar sæti og fjandans margir eru bara sáttir við það ANDSKOTINN hafi það ég er fúll og pirraður.
Nú veit maður ekki hvað gekk á með Balo. En mér fannst hann aldrei fá neinn séns. BR notaði einan frammi sem vitað var að hentaði honum engan vegin.
balotellier sjálfum sér verstur
Ég er á Kloppvagninum
Þvílík drulluskita sem þetta lið er! Búnir að missa Gerrard og Joe Allen af miðjunni í staðin fyrir einhvern kantmann wijnaldum. Erum með einn alvöru miðjumann Can og svo Lucas á meðan t.d. Tottenham eru með Dembele ,wanyama, Dier og nú Sissoko! Allt menn sem kæmust í byrjunarliðið a miðjunni hjá LFC með Can ! Vörnin hjá Liverpool er slök því miðjan er léleg og verndar ekki vörnina og við kaupum Wijnaldum í staðin fyrir Sissoko! Kantara sem spilar sömu stöðu og Coutinho Firmino Lallana Mane og það á að troða honum á miðjuna. Guð minn góður! Hvar eru Alonso Mascherano og Gerrard
þetta er svona.
greinilegt að klopp ætlar að gefa þessum mönnum tækifæri… finnst liðið overall allt í lagi nema hvað varðar vinsti bak.. finnst milner þó svo hann sé vinnuhestur ekki henta þessu.. kannski er klopp að bíða eftir gomez?.. hver veit.. allavega finnst mér moreno vera meiri kantmaður en varnarmaður og trúlega myndi hann blómstra ef hann yrði settur framanlega á völlinn.
Jæja þá er búið að loka félagaskiptaglugganum og ekki kom varnarmaður á síðustu mínútunum. Verðum að treysta að Klopp viti hvað hann er að gera og treysti ég honum fullkomlega til þess að gera það gott með þetta lið. Finnst þú LB vera full neikvæður út í liðið og leikmenn. Af hverju ætti það vera lakara en í fyrra eða sástu enga leiki síðasta tímabil. Mér er til efs um að nokkurt lið hafi leikið betur í einstökum leikjum heldur en Liverpool gerði í sínum bestu leikjum, m.a. gegn MC, Southampton,, Dortmund og Villareal. Lið ná ekki frábærum nokkrum leikjum fyrir einhverja tilviljun, það er raungetan. Þegar liðið spilar verr þá er það að spila undir getu, sem var að vísu raunin síðasta vetur í allt og mörgum leikjum. Fyrir því eru eflaust margar ástæður m.a. stöðug og plagandi meiðsli lykilmanna og þar af leiðandi miklar hrókeringar á liðinu.
Held að klopp sé með spennandi lið í höndunum og ef vörnin, sem gaf alltof mikið síðasta vetur, nær að stilla saman strenginina og standa í lappirnar þá veit ég árangurinn verður góður í vetur.
Við Liverpool aðdáendur erum kröfuharðir en endalaus neikvæðni hefur ekkert upp á sig og fer þá minna á aðdáendur sumra ónefndra stórklúbba sem við viljum alls ekki bera okkur saman við.