Annað kvöld fáum við að upplifa fyrsta föstudagsleik okkar manna í ensku deildinni þegar liðið heimsækir Chelsea í fjórða útileik liðsins í fyrstu fimm umferðunum. Byrjun liðsins á mótinu hefur ekki verið sú auðveldasta hvað mótherja varðar. Liðið hefur mætt topp þremur liðunum frá því á síðustu leiktíð, nýliðum Burnley og nú feykilega sterku liði Chelsea.
Liðin mættust í æfingaleik í sumar í drep leiðinlegu 1-0 tapi og reikna má með svona nokkuð svipuðum brag á leiknum. Chelsea munu vera mjög þéttir til baka og reyna að mynda múr, get alveg trúað að Liverpool endi í að vera ögn meira með boltann en Chelsea munu reyna að verjast hart og sækja af hraða og krafti aftar á vellinum en Liverpool. Bæði lið eru með að mestu fullskipað lið hvað sóknarmenn varðar og eru liðin töluvert betur til þess fallin að sækja af meiri alvöru en í þessum æfingaleik.
Chelsea hafa byrjað deildina mjög vel hvað stigasöfnun varðar og unnu þeir fyrstu þrjá leiki sína en gerðu jafntefli við Swansea í þeim síðasta. Þeir virka mjög þéttir og öflugir – allt öðruvísi en þeir gerðu á síðustu leiktíð – en ég horfi á þetta lið og sé ekkert af hverju við ættum ekki að vinna þá eða séum eitthvað síðri en þeir þessa stundina. Þeir misstu John Terry í meiðsl í síðasta leik og hefur Conte sagt að hann muni setja David Luiz í hans stað. Luiz getur verið afar mistækur en hann getur líka verið frábær – þetta gætu því verið slæmar eða góðar fréttir fyrir Liverpool.
Það eru ekki einhver ný meiðsl í leikmannahópi Liverpool og virðist sem flestir séu að æfa með liðinu aftur og það er sífellt að bætast í hóp leikfærra manna. Ber þar hæst að nefna Loris Karius sem er að verða klár aftur í slaginn en ég er ekki viss um að hann komi til með að byrja á morgun. Lovren kemur líklega aftur inn eftir að hafa ekki verið með í síðasta leik vegna bólgu á auga og Coutinho verður líklega aftur klár í að byrja leikinn. Liverpool átti frábæran leik gegn Leicester þar sem var í raun enginn “veikur hlekkur” var á liðinu. Hugsanlega væri Lovren fyrir Lucas eða Coutinho fyrir Sturridge líklegustu breytingarnar en það þarf þó ekki endilega að vera.
Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik og hlakka til að sjá hvernig Liverpool tekst að kljást við Chelsea. Þeir ströggluðu á móti Burnley sem lagði upp með svipað og maður ímyndar sér að Chelsea muni reyna að gera. Verjast djúpt og sækja hratt – bara munu líklega gera það á hærri gæðastuðli en Burnley – með fullri virðingu fyrir þeim.
Miðjan hjá Liverpool hefur verið að smella undanfarið og hafa Henderson og Wijnaldum verið að finna sig sífellt betur í nokkuð nýjum hlutverkum. Emre Can ætti að fara að vera klár og spurning hvort hann gæti byrjað gegn Chelsea en er ekki alveg viss um að það verði raunin.
Vörn Liverpool mun þurfa að hafa sig alla við þegar þeir mæta mönnum eins og Willian ásamt Costa og Hazard sem hafa verið að finna sig aftur eftir fremur slaka síðustu leiktíð. Þeir eru því frekar ógnvænlegir fram á við.
Mignolet
Clyne – Matip – Lovren – Milner
Lallana – Henderson – Wijnaldum
Mané – Firmino – Coutinho
Er ekki endilega sammála því en held að Coutinho komi aftur inn og þá á kostnað Sturridge, sem var þó mjög góður í síðasta leik og Klopp fari aftur í svipaða uppstillingu og við höfum séð í stóru leikjunum undir hans stjórn. Lovren kemur held ég aftur inn í vörnina fyrir Lucas – eða jafnvel að Klavan, sem var víst tæpur fyrir síðasta leik, kemur inn. Hef ekki á tilfinningunni að Lucas muni byrja á morgun.
Ég veit nú ekki alveg hverju maður ætti að reikna með annað kvöld en við ættum klárlega að geta landað sigri þarna og höfum sótt ágætis úrslit þangað undanfarið. Úrslitin gegn Burnley svíða mikið en ef Liverpool endar með 5-7 stig af 9 mögulegum eftir útileiki gegn Spurs, Arsenal og Chelsea í fyrstu fimm leikjum mótsins þá er það bara nokkuð ágætis uppskera að mínu mati.
Segjum bara að Liverpool vinni tveggja marka sigur, 3-1 með mörkum frá Mane, Firmino og Coutinho. Hljómar það ekki bara nokkuð fínt?
Ja eg held eimmitt ad Sturridge vìki fyrir Coutinho þò èg se alls ekki sàttur vid þad og vill sjà Sturridge byrja.
Jafntefli a morgun og 8 stig af 15 mogulegum og bunir med 4 utileiki og medal annars gegn Arsenal, Tottenham og chelsea væri ekkert slæmt en eg hef bara fìna trù à lidinu okkar og sè okkur alveg eins sækja 3 stig à morgun sem væri audvitad fràbært.
Vinnum 2-3 i svakalegum leik. Mane , Coutinho og Sturridge med mörkin.
vona bara að obi van kenobi sé ekkert með þeim. hann var okkur alltaf með máttinn gegn okkur.
Bara taka drullufast á Hazard og Costa .. end of point.
Ég vill einfaldlega að Sturridge byrji þennan leik og að hann breytti ekki liðinu. Menn skora oftar en ekki á móti sínu gömlu liðum og Sturridge fannst hann ekki fá sín tækifæri hjá þeim og því um að gera að Liverpool gefi honum tækifæri til þess að skora á þessum velli.
Það er ömurlegt fyrir Liverpool að Terry er meiddur. Hann myndi snúast í hringi að reyna að stoppa Mane, Sturridge, Firminho með Lallana fyrir aftan þá. Hann er nefnilega orðinn mjög hægur(þrátt fyrir að hraðinn var aldrei hans aðal styrkur).
Mér finnst þetta Chelsea lið hafa verið mjög sanfærandi í vetur og líklega búinn að vera næst besta liðið á móti á eftir Man City. Þeir eru alltaf traustir varnarlega en eru að sækja meira en oft áður.
Við fáum flottan leik á morgum og munum við skora en eins og oft áður þá höldum við ekki hreinu. s.s mörk á morgum og vona ég svo innilega að við skorum fleiri eða að minnstakosti ekki færri en heimamen.
Vinnum sannfærandi 1-3 mané með tvö og sturridge eitt.
Við verðum bara að skora á undan. Þá tökum við leikinn. Spái 2-4 fyrir okkur. Hef það hins vegar á tilfinningunni að við endum manni færri eftir útistöður við Costa.
Jurgen Klopp Full Pre-Match Press Conference – Chelsea v Liverpool
https://youtu.be/_U-eGn8FvwA
Takk fyrir upphitunina.
Sturridge er akkúrat maðurinn sem á að vera fyrstur á blað fyrir svona leik, eini framherjinn okkar sem getur búið sér til færi í litlu plássi og skorað, þá er ég samt alls ekki að draga úr hæfileikum annara framherja sem eru að mínu mati betur í stakk búnir gegn öðrum mótherjum. Ég sé fram á skemmtilegan leik þar sem við komumst 0-2 í fyrri hálfleik, Chelsea menn byrja að sækja í seinni og uppskera mark en Mané gerir nánast útum leikinn seint í leiknum.
Ég er alveg þokkalega spenntur að sjá Liverpool loksins spila á föstudegi. Með sigri erum við komnir með jafnmörg stig og Chelsea og útlitið allt annað en eftir tapið gegn Burnley.
FORZA LIVERPOOL!
Spái 0-0
Smá ábending varðandi fyrirsögnina. Það er “Brúna”.
Verður annars fróðlegt að sjá hvort leikurinn fari hreinlega fram yfir höfuð. Það er rosaleg rigning hér í London (bý ekkert svo langt frá Chelsea) og á að vera frameftir degi. Tafir á lestasamgöngum o.s.frv. Flóð hér og þar um landið og allt á floti
Nf. brú brúin
Þf. brú brúna
Þgf. brú brúnni
Ef. brúar brúarinnar
Þetta á að stytta upp um 5 svo að þetta er vonandi ok
Sæl og blessuð.
Það með trúna eins og brúna að hún beygist á sama hátt og svo ríma orðin svona líka ljómandi vel.
Sælir félagar
Það hefur alltaf verið erfitt að fara á Stamford brúna og sækja sigur þó hefir það gerst undanfarin misseri en það er samt ekkert sem segir að það verði ekki erfitt. Grasmaðkurinn Hazard mun velta sér í grasinu fyrir framan teiginn og reyna þannig að fiska aukaspyrnur og spjöld. Ömurlegt að horfa uppá jafn góðan leikmann haga sér þannig en þetta er hans leikstíll og einhverra hluta vegna sjá dómarar ekki við honum.
Costa er svo annar kapítuli þar sem hann leikur mjög fast og oft jafnvel gróft en er svo á móti að velta sér sárþjáður í vellinum ef komið er við hann. Andstyggilegur mótherji og mjög erfiður því hann er líka góður í fótbolta.
Terry hefur alltaf notið velvildar dómara sem aðalmaður enska landsliðsins. Hann hefur meira að segja fengið að verja inn í teig með höndum eins og markmaður án athugasemda frá öðrum en leikmönnum Liverpool. Þess vegna er gott að hann fari og Luiz komi í staðinn. Hann brýtur oft klaufalega af sér í krítiskum stöðum og hann á ekkert inni hjá enskum dómurum.
Líklegustu úrslit þessa leiks eru jafntefli með fáum mörkum, 0 – 0 eða 1 – 1. En ég vona að okkar menn kreisti fram sigur í leiknum 0 -1 eða 1 – 2. Það yrði kærkomið og um leið mundi það senda afar sterk skilaboð til annara liða um að Liverpool Klopp’s væri mætt til leiks í deildinni og þar sé hættulegur andstæðingur á ferð.
Það er nú þannig
YNWA
menn eru bara bjartsýnir hér, sem er gott.
Ég verð svosem sáttur með jafntefli þar sem þetta er mjög gott lið á útivelli, og ótrúlega vel skipulagðir, sbr viðtal við einn þjálfara L´pool eftir æfingaleikinn “ef þeir eru svona skipulagðir eftir 3 vikur hvernig verða þeir eftir 3 mánuði?”
en maður vonar það besta. orðinn vel spenntur og ekki væri leiðinlegt að fara í helgina með góðann sigur.
Hlakka mjög til leiksins, jafntefli væru mjög góð úrslit en sigur frábær!
Finnst ekki sanngjarnt gagnvert okkar liði að telja það sjálfgefið og eðlileg krafa að við vinnum þarna á Brúnni en það væri algerlega frábært og algerlega tvö bónusstig.
Spái 1-1
Maður heldur í trúnna þegar við förum á brúnna múhahaha……
Von, trú og kærleikur.
Vona að við tökum 3 stig en þori ekki að spá því.
Trú á Liverpool liðinu okkar í vetur og í ekki síður þessum leik.
Kærleikur og virðing fyrir góðum knattspyrnuleik og megi dómarinn vera sem minnst í sviðsljósinu.
Alveg sama um hitt liðið svo framarlega sem við erum betri aðilinn og vinnum þetta.
Ps. SigKarl #16 Það hefur aldrei farið í taugarnar á mér hvernig Hazard spilar, meira svona hvað hann getur verið góður og í vitlausu liði í EPL, alveg sama um Costa ..ekki til fyrirmyndar leikstíll þar.
YNWA
Setti 100$ á að costa fái rautt
Þetta eru jákvæðar fréttir :),
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/joel-matip-stay-liverpool-go-11893825
Laumar einhver hérna a góðum stað i Bergen til að horfa a leikinn?
Það er bara brostið á með brjálaðri blíðu gegn öllum spám, svo þessar áhyggjur hjá mér voru alger óþarfi.