Swansea 1-2 Liverpool (Leik lokið)

90 mín: Fjúff! Mikilvægur og fínn sigur hjá Liverpool, þetta var erfitt en hafðist.

84 mín: 1-2! James Milner skorar af punktinum eftir að brotið var á Firmino. Frábært og verðskuldað.

54 mín: 1-1 Loksins! Firmino skallar fyrirgjöf Jordan Henderson í kjölfar slakrar aukaspyrnu Coutinho. Vel gert! Meira af þessu, takk!

45 mín: Fyrri hálfleik lokið og hefur hann verið heilt yfir mjög slakur hjá Liverpool. Liðið byrjaði illa og lenti sanngjarnt undir snemma leiks. Þetta er að spilast óþægilega líkt og Burnley-leikurinn um daginn. Hamingjan hjálpi mér, Swansea er örugglega að setja eitthvað met í blokkuðum skotum. Heimamenn vilja þetta klárlega meira í fyrri hálfleik og vonandi náum við að svara í þeim seinni. Annars ætla ég að henda inn myndbandi sem súmmerar svo fullkomlega upp líðan manns þessa stundina:

20 mín: Lengi má vont versna. Nú fer Lallana meiddur út af, Sturridge virðist koma inn í hans stað fljótlega.

8 mín: 1-0 fyrir Swansea. Hornspyrna og Swansea vinnur alla bolta í teignum áður en Fer potar honum yfir línuna. Léleg byrjun hjá okkar mönnum.

Þá er komið að síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé og er byrjunarliðið fyrir þann leik klárt. Það er í raun og veru ekki mikið sem kemur þar á óvart.

Karius

Clyne – Lovren – Matip – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Sturride, Can, Klavan, Lucas, Origi, Moreno

Mjög sterkt lið og ekkert óvænt þarna. Lovren kemur aftur inn í stað Klavan en hann var veikur í síðasta leik. Origi er á bekknum þrátt fyrir að hafa verið tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla á fæti og Karius heldur stöðu sinni í markinu.

Swansea hafa reynst okkar mönnum frekar erfiðir heim að sækja en þeir eru ekki að ríða feitum hesti þessa dagana og ekki að ná í hagstæð úrslit. Þeir hafa þó spilað heilt yfir ágætlega og þarf ekki mikið til að lukkan gæti snúist þeim í hag svo okkar menn verða klárlega að vera vel vakandi í dag. Þetta ætti að vera sýnd veiði en ekki gefin.

Leikurinn gegn Hull þótti ákveðin þolraun fyrir liðið en þeir rúlluðu þeim leik upp og hristu af sér grýluna sem fylgdi tapinu gegn Burnley. Nú er aftur stór þolraun fyrir þá því nú þarf að sýna og sanna að Hull leikurinn hafi ekki verið einsdæmi og að þetta séu leikirnir sem við ætlum og eigum að vinna.

Þetta er flott lið í dag, líklega okkar sterkasta lið þessa stundina (sorry Sturridge, sorry Can), svo við ættum að setja kröfu á sigur, ekki satt?

Minni svo á umræðuna á Twitter. Þið getið tekið þátt í umræðunni með að nota hashtag-ið #kopis, í glugganum hér fyrir neðan má fylgjast með umræðunni.


70 Comments

  1. Öflugt lið og frábær bekkur. Allt að vinna með Liverpool þessa dagana. Vonandi verður þessi dagur góður.

  2. Sterkt lið þar sem ekkert kemur á óvart. Þjálfari Swansea að berjast fyrir starfi sínu í þessum leik og þó hann telji sig hafa grætt á að horfa Klopp í MNF að þá munu svanirnir ekki græða neitt á því.
    Stend við fyrri spá mína 0-3 og fyrsta hreina lakið í hús.

  3. Ekkert óvænt í byrjunarliðinu og það er besta mál enda er þetta lið búið að vera sannfærandi undanfarið og vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Flottir leikmenn á bekknum sem eru tilbúnir fyrir kallið.

    Hef trú á þessu liði í dag og vonandi að Gylfi og co eigi slæman dag.

  4. Nú vantar mig gott stream á leikinn, er einhver sem vildi vera svo vænn að benda mér á eitt slíkt?

  5. Mikið er ég fegin að það er búið að skipta um markmann. Þetta er allt annað!!!

  6. Swansea gefa liverpool engann frið á boltanum og þetta var vel útfærð hornspyrna en liverpool tapa 3 einvigum í markteignum og.það á ekki að sjást.

  7. Lallana út meiddur. Sturridge inn á topp, Firminho út á vinstri og Coutinho niður á miðju.

  8. Þetta swa lið spillar leiðinlegan bolta boltinn er varla búinn að snerta jörðina

  9. Eitthvad sem segir mer ad Klopp hefdi ekki att ad koma fyrir a MNF og gera tad svona opinbert hvada taktik LFC spilar. En samt frekar sorglegur leikur so far.

  10. Of mikið hik í sóknarleiknum… Skrítið að sjá svona mikinn mun á milli leikja..

  11. Hvaða viðbjós áhangendur Swansea eru þetta… púandi allan leikinn á leikmenn Liverpool

  12. Hvernig átti Sturridge að standa þetta af sér??? Tekin niður af tveimur varnarmönnum

  13. Finnst okkar menn hálfsofandi í sóknarleiknum finnst vanta að menn fylgi með

  14. Jæja, vondur fyrri hálfleikur og nákvæmlega ekkert að frétta. Verðum allavega að bjarga einu stigi hér. Koma svo!

  15. Okkar menn munu pottþétt fá hressilega rædu frá Klopp í leikhléi.. swansea er ad pressa a okkur og liggja ekki allir á vítateigslínunni hjá sér og tad ætti ad geta hjálpad okkur ad opna þá en vid erum bara ekkert ad nýta þad heldur erum ad lenda i vandrædum med pressuna frá þeim.

    Verdum ad spila miklu betur í seinni hálfleik ef vid ætlum ad fá eitthvad útúr þessu. Núna væri td afar snidugt ef Sturridge myndi ákveda ad detta í gang og skora eins og 2 mörk.

    Koma svo ég hef enn trú á þessu og spái því ad okkar menn mæti brjáladir í seinni hálfleik.

  16. Það þarf að vera almennilegur þýskur hárblásari í hálfleik því að menn eru greinilega ekki ennþá vaknaðir. Karius bætir engu við varnarleikinn í þessum leikjum sem hann hefur spilað og vörnin steinsofandi í markinu.
    Menn hljóta að koma bandbrjálaðir inn í síðari hálfleik og klára þetta Swansea lið.

  17. Liverpool hættir ekkert að vera Liverpool. Alveg hreint skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Algjör drulla.

    Helst vildi maður sjá alveg nýtt lið inná í seinni hálfleik, en það er víst ekki hægt.

    Vona auðvitað að menn nái að snúa þessu við, en ég hef enga trúa á því, hef séð þetta svo alltof oft áður. Algjör drulla.

  18. Ekki góður fyrirhálfleikur en ekki sá versti heldur.
    Já liverpool eru ekki góðir í að verjast föstum leikatriðum og viti versta sem gat gerts gerðist, við fáum á okkur mark snemma leiks.
    En ólíkt Burnley leiknum þá finnst mér við verða betri að finna pláss í dag og höfum við stundum náð að keyra á þeira varnarlínu með nokkra möguleika fyrir boltamanninn.

    Swansea ólíkt Hull/Burnley eru góðir að halda bolta og eru ekki hræddir við það svo að þeir eru ekki að fara að pakka með 11 menn í vörn. Til þess að opna svona pakka þarf einfaldlega hreyfingu manna án bolta og láta boltan ganga hratt.

    Það eru 45 mín eftir og hef ég trú á því að við getum náð okkur í 3 stig. Coutinho hefur varla sést í þessum leik og það er eitthvað sem segjir mér að hann eigi eftir að láta vita af sér. Svo er Sturridge ógnandi og virkar pirraður sem endar annað hvort með rauðuspjaldi eða marki.

  19. Þetta swansea lið greinilega að komast i gang eftir þetta mótlæti hja þeim i byrjun tímabils. Þó þeir töpuðu fyrir city seinustu helgi Þá voru þeir Mjög góðir og lokatölur ekki i takt við leikinn. Fótbolti er nu bara þannig íþrótt að með rettu hugarfari og baráttu er allt hægt. Vona bara að klopp komi betra hugarfari og heppnin lendi hja liverpool i seinni hálfleik.

  20. Djöfulsins óheppni að missa Lallana út af og þurfa að henda Sturridge inn, hann getur ekkert nema missa boltann og gefa misheppnaðar sendingar. Tek þó að mér að éta sokk hvenær sem er.

  21. Áberandi minni ákefð í pressu í dag. Mótherjinn fær alltaf tíma á boltann… og í því skorar bobbi vúhú 1-1

  22. Virkilega gaman að liverpool skori eftir fast leikatriði líka flott sending frá fyrirliðanum og frábær afgreiðsla

  23. Loksins loksin almennileg pressa. Svona hefði þurft að byrja þennan leik!!

  24. Koma svo. Erum mun skárri í seinni hálfleik, klara þetta núna TAKK

  25. Blindur línuvörður…. traðkað á Mané fyrir framan nefið á honum og hann horfir beint á það og gerir ekki neitt… !!

  26. Erum með algjöra yfirburði. En við erum eins og viðvaningar á síðasta þriðjungnum. Alveg hræðileg nýting í gangi 🙁

  27. Eins og Mane er búinn að eiga góða spretti þá átti hann að fleyta boltanum áfram á sturridge eftir sendinguna frá milner

  28. Karius er rosalega tæpur í fyrirgjöfum og hornspyrnum, menn að gefa honum frípassa af því að hann er ekki Mignolet.

  29. Mane eru kaup ársins í boltanum og ekki einu sinni Sigmundur getur þrætt fyrir það…en Joel Matip ókeypis hlýtur að komast ansi nálægt því.

  30. Góður leikur bræður og systur. þetta eru 3 stig maður var ekki viss með fyrri hálfleik en sá seinni var frábær.

  31. Okkar menn sýna flottan karakter í þessum leik og koma til baka með góðum seinni hálfleik og vinna þennan leik sem er það sem skiptir máli þegar allt kemur til alls.

    YNWA!

  32. Jæja, stigin telja og ef lið vinna svona leiki þá veit enginn hvernig það getur endað. Liðið leit út fyrir að hafa ferðast í nótt eða verið að gera eitthvað annað því ekki mætti það á völlinn og hvar var Migno eða var hann í markinu, því miður. En þúsund takk fyrir stigin.

  33. Nú vil ég Swansea bara niður eftir þetta helvítis baul. Slátrum þeim á Anfield vonandi til að hjálpa við það.

  34. Hérna veit einhver hvernig er best að matreiða sokk þannig að hann renni sem auðveldast niður ?

  35. Frábær sigur, æðislegur karakter. Seinni hálfleikur lengst af frábær á meðan sá fyrri var mjög slakur. Gott að fara í landsleikjarhléið í topp4 sætunum.

    Vinning ugly er ekki það sem við höfum gert mikið af í gegnum tíðina ofboðslega sætur sigur og dýrmæt þrjú stig.

    Vil samt sjá eina breytingu á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. Mignolet aftur í markið takk!

  36. til lukku með þetta félagar, Òtrulegur leikmaður hann Firmino eins og svo margir aðrir í þessu liði reindar

  37. við verðum að vinna svona leiki, sem og það gékk, en eg get ekki orða bundist við Mingolet hatara, Karius er ekki betri markvörður, það sást vel í þessum leik, eg vill Mingulet aftur í byrjunarliðið.

    #58 Kristinn, aðalatriðið er að steikja hann í oliu með hvítlauk lauk túrmrik reikkru papirkudufti og rauðri pariku, þegar hann er orðinn vel b?unn einsog þú hafir verið að spila mýrabolta með honum að hella góðu sokka soði yfir hann og láta hann malla í þrjá kukkutími, setja svo um desiliter af rjóma í pottinn í lokinn, bera fram með kartöflubmús.

  38. Að mörgu leyti besti sigurinn á leiktíðinni. Að vinna svona leiki er það sem skilur á milli þeirra stóru og litlu.

  39. Úff úff úff! Púlsinn á milljón og geðsveiflurnar!

    Þetta var fáránlega sterkur sigur og sýnir persónuleikann í liðinu okkar. Ekki að spila vel en samt innbyrðum við það mikilvægasta, stigin þrjú.

    Það er ekki oft sem ég finn til með andstæðingum okkar en ég gerði það í þetta skiptið, ekki út af Gylfa (sem er manjúmaður, ekki mér að kenna) heldur vegna þess að þetta Swansea-lið er flottur klúbbur og eiga ekki skilið þessa stöðu sem þeir eru komnir í. Vona að þeir rífi sig strax upp í næsta leik.

    Frábær sigur og til að toppa það þá er Plumbus byrjaður aftur! 😀

  40. Úff hvað þetta var gott fyrir sálartetrið!
    Er engan vegin sannfærður um Karius eftir þessa tvo leiki og finnst hann engin bæting á markvaraðarstöðunni. Gersamlega frosinn á línunni í lokin og bara heppni að Swansea jöfnuðu ekki þar.
    Held að ef við höldum hreinu í vetur að þá verði það bara óvart eins og vörnin er akkúrat núna.

  41. í fyrra eftir 7 leiki vorum við með 8 stig í 13 sæti, nuna með helmingi fleiri í 2 til4 efir því hvort arsenal eða tootenham vinni

  42. joispoi það er rétt að Karius er ekki betri markmaður heldur en Mignolet. Hann fær aftur á móti ekki brainfreeze í hvert skipti sem hann ætlar að koma boltanum í leik sem skiptir smávægilegu máli.

  43. NR. 1. Liðið sýnir mikinn styrkleika að koma til baka úr 0-1 stöðu og afgreiða leikinn í seinni hálfleik.

    NR .2. Karius er góður markmaður sem þarf sinn leiktíma, rétt eins og de Gea hjá United.

Swansea á morgun

Swansea 1-2 Liverpool (Skýrsla)