Liverpool – Man Utd 0-0 (Leik lokið)

Leik lokið
Steindautt 0-0 jafntefli í boði Jose Mourinho sem lagði upp með að ná jafntefli og náði því. David De Gea sá um þetta í dag fyrir United, Liverpool fékk tvö góð færi sem hann varði frábærlega. Fyrst Can sem kom sér í stöðu inni á teignum og náði góðu skoti sem De Gea varði vel. Coutinho náði svo seinna að hlaða í ekta Coutinho skot sem De Gea varði stórkostlega, ein af betri vörslum tímabilsins. Okkar menn hresstust verulega þegar Lallana kom inn fyrir Sturridge eftir klukkutíma leik sem sýnir aðeins hveru mikið hans var saknað í dag og eins hvað Sturridge er mikið úr takti í þessu liði.

Tímabilið ræðst ekki af þessum leik og við a.m.k. töpuðum ekki. Sigur á Old Trafford mun bæta þetta upp.




Hálfleikur
Leikplan United er að ganga ansi vel upp í dag og miðjan hjá Liverpool líður virkilega fyrir það að Lallana og Winjaldum vantar. Sturridge er ekki með í leiknum enn sem komið er og þetta er einnig erfitt hjá Can og Coutinho. Staðan 0-0 og afskaplega lítið að frétta sóknarlega hjá liðunum.

Byrjunarlið Liverpool
Ekkert óvænt miðað við það sem búist var við. Can og Sturridge koma inn fyrir Lallana og Winjaldum sem eru meiddir. Rosalega mikil breyting á miðjunni en vonandi kemur það ekki að sök. Lallana er á bekknum í dag.

Karius

Clyne – Lovren – Matip – Milner

Coutinho – Henderson – Can

Mane – Sturridge – Firmino

Bekkur: Mignolet, Grujic, Klavan, Moreno, Lallana, Lucas, Origi.

Lið United er svona

De Gea

Valencia – Bailly – Smalling – Blind

Herrera – Pogba – Fellaini

Young – Zlatan – Rasford

Bekkur: Romero, Rojo, Shaw, Carrick, Lingard, Mata, Rooney

Rasford kemur inn fyrir Lingard, Fellaini kemur inn fyrir Mata og Rooney kemst ekki í liðið. Það á að láta boltann fljúga í kvöld, það er ljóst og þeir hafa góða menn til að taka við boltanum frammi.

.

16:30 – EMK
Kop.is er einnig á twitter og við mælum alveg endilega með að þið fylgið okkur. Þar inni hentum við í tvær kannanir í dag um helstu umræðuefni fyrir leik hvað byrjunarliðið varðar.




16:20 – EMK
Þessir 16 dagar hafa heldur betur tekið sinn tíma, maður lifandi. Liverpool – Man Utd er klárlega stærsti deildarleikur hvað áhorf og áhuga varðar hér á landi og satt að segja á ég bágt með að sjá viðlíka áhuga á öðrum deildarleik en þessum í íþróttum almennt. Real Madríd – Barcelona mögulega en maður verður enganvegin var við nærri því jafn mikla spennu og fyrir þessa leiki. Áhugi á enska boltanum er a.m.k. 100x meiri en á þeim spænska í okkar heimshluta.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 en við uppfærum þessa færslu fram að leik, það er svo hægt að taka þátt í umræðunni á twitter með því að nota #kopis

57 Comments

  1. Við munum held ég betur Rústa þessum aulum í klessu!!!

    Áfram besta liðið mitt í heiminum!

    Never wolk alone

  2. Vont að roonye sé ekki inná. En gott að snigillinn blind sé að dekka mane

  3. Karius í markinu er smá risky move hefði vilað mingolet.Svona bara afþví ég hef slæma tilfinningu fyrir þessu vona samt að strákurinn lætur mig éta mín orð og á stórleik.

  4. Mér finnst líklegt að Blind sé á miðjunni og að Ashley Young sjái um að dekka Mané.

  5. Yeaaahh. Mané vs. Blind.. hann mun ekki þurfa að fara úr fyrsta gír til að stinga hann af. Og rúsinan í pylsuendanum, hægir svifboltar frá Ashley Young á kantinum hjá þeim. Þetta byrjunarlið hjá Klopp leggst rosalega vel í mig – við tökum þetta lið á öllum vígstöðum. GET EKKI BEÐIÐ LENGUR

  6. Nú er Blabseal hættur með góða strauma …. hvenær gerðist það?

  7. Ef þið googlið reddit football eða soccer streams að þá finnið þið heilan helling af streams. Áfram Liverpool

  8. En svona fyrir utan sling.tv? Það var ágætis linkur hér um daginn, ítalskur minnir mig.

  9. Liverpool er með betra lið og betri manager, er á heimavelli og með betri stuðningsmenn. Hvað getur mögulega klikkað ?

  10. Er einhver með pass á blabseal ? Það er búið að breyta því, má senda á emil ef einhver er með 🙂

  11. #13
    Já sling tv er algjör snilld er að horfa á leikinn í gegnum það í frábærum gæðum og ekkert vesen.

    En að leiknum áfram Liverpool sigur eða dauði!!

    YNWA!

  12. nr 21 og 22 var kominn 10 mín fyrir leik og þá var ekki beðið um neitt passorð

  13. Sé herrera aldrei nema þegar hann er að elta coutinho.
    Annars kunnugleg taktik móra, verjast djúpt og hægja á leiknum

  14. Þetta var svakalega slakur hálfleikur hjá báðum liðum. Ekki beint góð auglýsing fyrir ensku deildina.

  15. Nokkrir punktar.
    Man utd eru með Herrera límdan á Coutinho .
    Pogba er oftar en ekki með Zlatan frami eða mjög nálagt honum. Mourinho með liðsuppstillinguni sinn að reyna að vinna þetta með hæð og styrk.
    E.Can virkar c.a 5 kg of þungur og vantar greinilega leikæfingu. Hann er oft mjög lengi að átta sig á aðdstæðum en hann hefur stundum haft mikið pláss til að keyra fram en hefur greinilega ekki litið í kringum sig og snýr tilbaka.
    Sturridge hefur ekki náð sér á strik í leiknum.
    Hvorugt liðið fékk færi í fyrirhálfleik.
    Man utd náðu smá kafla þar sem þeir stjórnuðu leiknum en Liverpool náðu að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn en hafa ekki náð að ógna nóg.

    Hvorugt liðið að ná að sýna eitthvað af viti í fyrirhálfleik. Aukaspyrnur liðana alveg skelfilegar en ef ég á að vera 100% hreinskilinn þá finnst mér Man utd eiga meiri möguleika á að skora eftir fyrirhálfleik þar sem þeir hafa tvisvar eða þrisvar sinnum fengið að keyra á vörnina okkur með Can/Henderson fyrir aftan sig og pláss til að athafna sig.

    Ég held að við munum sjá Sturridge fara útaf og Lallana koma inná og spila síðustu 20 mín eftir staðan verður enþá 0-0. Ef við lendum undir þá fer Can útaf fyrir Lallana.

    Koma svo Liverpool 45 mín til þess að vinna Man utd á Anfield.

  16. mjög typist morono lið, tekur þá svona hálftíma að taka innkast og utspork og bláa rútan á sínum stað. ömurleg lið alltaf hjá honum

  17. Can virkar eins og Lallana með offituvandamál og Sturridge er ekki einu sinni skugginn af sér djufull vona ég þetta breytist
    og Karius má fara hætta senda fáranlegar sendingar 30 cm frá leikmönnum utd.

  18. Sæl öll.

    Því miður er tilfinning mín núna í hálfleik sú að man.utd. má alls ekki skora 1. markið. Liverpool er ekkert að ná að opna þá og man.utd. er með sterkari bekk. Miðjan hjá Liverpool er ekki að ráða við miðjuna hjá man.utd. Seinni hálfleikur verður mikill prófsteinn fyrir Liverpool.

  19. Það er galið að vera með óvanann Karius í markinu þegar við erum með ágætan reyndari markmann á bekknum. Mignolet er fínn.

  20. Lallana búinn að gera meira á 5 mínútum en Sturridge gerði á 60 mínútum. Við erum miklu hættulegri með Lallana inni og Firmino uppi á topp.

  21. Þessi leikur minnir mig á þegar liverpool var að spila á móti STOKE þegar Tony pulis var með Stoke allir fyrir aftan bolta og kýlt boltann fram á turnana.

  22. United náði því sem þeir ætluðu og fögnuðu stiginu vel og innilega í lokin. Tvö töpuð stig.

  23. Jæja þetta tókst hjá Mourinho að slökkva á okkar spili til að byrja með.
    Tek ekkert af utd þeir voru miklu betri fyrri hálfleik en okkar menn miklu betri seinni simple as that.

  24. morono er klárlega með leiðinlegasta boltann i sögu ensku deildarinnar að frátöldum punis, unitid menn hljóta að sakna sárt boltann hjá van gallanum

  25. Karius er ekki enn að heilla mig. Er engan vegin þrssu spyrnumaður sem allir voru að hrósa honum fyrir. Annars frekar dapur leikur og enn erum við ekki að ná að ráða við rútulið. DeGhea maður leiksins.

  26. Móri er mesti aumingi sem til er og ekki skemmir það að hann er líka mesti hræsnari til er að auki. Er með dýrasta lið sögunnar og spilar uppá jafntefli en drullar svo yfir smálið sem gera það sama gegn honum. Óþolandi persóna!

  27. #44 þeir voru alls ekki betri i fyrri hálfleik, við vorum betri allan leikinn fyrir utan fyrstu 15 mín þegar leikurinn var i jarnum. svo átti pogba að fá rautt fyrir tælkinguna á Millner og Can átti að fá víti tvö töpuð stig gegn lélegu liði

  28. Man utd vörðust vel í þessum leik voru mjög þéttir og spiluðu svona stórkalla fótbolta með löngum boltum og með 11 menn fyrir aftan boltan allan leikinn.

    Við náðum okkur ekki alveg á strik en við vorum líka varkárari en venjulega enda mikið undir og þeir með leikmenn sem geta refsað okkur.
    Einu færin í leiknum.
    Zlatan með skalla fyrir markið.
    Coutinho með langskot(ekki færi) sem 99,8% af markvörðum heims hefðu aldrei varið en Man utd var með þennan 0,2% í markinu því miður.
    Can með fínt skot þar sem DeGea varði
    Firminho að sleppa í gegn en Valencia með frábæra tæklingu.

    Annað gerðist ekki.
    Við sterkari og líklegri en ætlunarverk Man utd tókst og er það þá bara næsti leikur. Sitjum í 4.sæti í deildinni eftir 8 leiki þar sem við höfum spilað við Arsenal, Chelsea, Man utd, Leicester og Tottenham. Nú er bara að komast á smá run og keyra á þetta helvíti.

  29. Miðað við spennuna sem var fyrir þennan leik að þá stóð hann alls ekki undir því og var alveg hrútleiðinlegur á að horfa.

  30. Þetta var að mörgu leyti skita hjá Klopp gagnvart Mourinho. Áætlun Móra gekk alveg upp á meðan við litum út eins og arsenal. Alveg baráttulausir og Pogba át miðjuna okkar og drap Henderson og Mane. Finnst veikleiki okkar að Henderson, Mane og Can geta ekki stigið upp “gerrard style” og fleytt liðinu fram. Það þarf tvo miðjumenn til að rífa upp mótorinn þegar lið spila svona bolta gegn okkur. Possession hjá okkur var 63 % og það sýnir að ef andstæðingar “leggja rútunni” þá er Klopp hugmyndasnauður. Hann vill “force football” en klikkar alveg á því að leggja upp leikin þannig að slíta spil andstæðingsins. Í “derby” leikjum þarf að koma með element of surprise en það vantaði alveg. Hefði sennilega sett Origi inn til að nota smá vöðva til að brjóta upp frekar þreytta vörn Man Utd. Ég ber algera virðingu fyrir vinnuframlagi leikmanna í dag en hinsvegar vann Mourinho manager slaginn. Klopp þarf að koma með lausnir gegn fyrirsjáanlegri leikaðferð ManU. Hann fékk sko 16 daga en klikkaði á því !!!

  31. Gamla góða Stoke mætti á Anfield í kvöld, spilaði drepleiðinlegan bolta í 6-3-1 “park the bus” taktík að hætti Mourinho. Maður leiksins wingbackinn Ashley Young, segir allt sem segja þarf um þetta drasl.

  32. Úff svo mætir Tony Pulis á WBA rútunni eftir fimm daga. Eins gott að við náum að bregðast almennilega við því, það gekk a.m.k. ekki í kvöld. Verðum að taka þrjú stig á laugardaginn fyrst við töpuðum tveimur í kvöld gegn rútuliði utd.

  33. Mánudagar halda áfram að vera mánudagar svo mikið er víst enn ég hef trölla trú á þessu liði, núna tekur Klopp smá þýska sálfræði á þá og þeir koma sterkari inn í næstu leiki þetta lið á fullt inni og ekki síst markmenn okkar enn hann Karius held ég að haf jafnvel komið helmingi oftar við boltann enn Sturridge svo ofta var spilað aftur á hann. Smá meiri kjark í þessa ungu stráka og allt verður eins og það á að vera.

Man United kemur á Anfield

Liverpool – Man Utd 0-0 (Skýrsla)