Liverpool – WBA 2-1 (Skýrsla)

Bestu leikmenn Liverpool

Það var mjög gott jafnvægi í liðinu. WBA gerði lítið annað en að verjast í 80 mínútur og áttum við í raun aldrei í erfiðleikum, lokuðum vel á allar sóknartilraunir gestanna en hefðum átt að klára þennan leik mikið fyrr. Eins og svo oft þegar þetta lið er að spila vel þá eru það nokkrir sem koma til greina sem maður leiksins, Henderson og Can fannst mér góðir, Milner stóð fyrir sínu og frammi voru Lallana, Coutinho, Mane og Firmino allir sprækir. Coutinho fannst mér þó bera af í dag, hefði átt að vera með a.m.k. 2-3 stoðsendingar, skoraði mark og kom við sögu í marki Mané (steig yfir boltann áður en hann barst til Can).

Vondur dagur

Erfitt að segja að einhver hafi átt vondan dag. W.B.A ógnaði lítið utan föst leikatriði og voru í raun ekki inn í leiknum í 80 mínútur eða svo. Kannski er það vitleysa í mér og strákurinn þarf vissulega tíma, en ég fæ gamla David James tilfinningi í hvert sinn sem það kemur fyrirgjöf. Karius er að misreikna a.m.k. eina í leik (gerði það sama gegn Swansea og Man Utd). Þetta hefur ekki kostað okkur stig ennþá en það kemur að því ef þetta lagast ekki.

Hvað þýða úrslitin

Toppsætið ásamt Arsenal með 20 stig, amk þar til Man City spilar í dag (sunnudag). Þetta er því næst besta byrjun Liverpool á tímabili síðustu 25 ár m.v. 9 leiki (jafnmörg stig og tímabilin 96/97 & 13/14), besti árangurinn eftir 9 leiki voru 23 stig tímabilið 2008-09. Lykilorðin hér eru 9 leikir en þetta lofar vissulega góðu!

Dómgæslan

Ekki margt sem ég man eftir í þessum leik, sem er gott mál. Eina sem ég var ekki viss með var hornspyrnan í marki W.B.A, þ.e. hvort að boltinn hafi farið útaf en líklega var það línuvörðurinn sem dæmdi hornspyrnuna þar.

Umræðupunktar eftir leikinn

  • Liverpool virðist ekki ætla að fara neitt, þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni í vetur. Blússandi sóknarleikur sem er virkilega skemmtilegt að horfa á.

  • Föst leikatriði. Alveg ótrúlegt hvað þetta vandamál ætlar að vera langvarandi. Spurning hvort það sé ekki bara betra að gefa víti en hornspyrnu?

  • Sturridge. Lúxusvandamál að geta átt Sturridge á bekknum. Það er samt staðreynd að Liverpool hefur átt sína langbestu leiki undir stjórn Klopp þegar Sturridge er ekki í liðinu.

Næsta verkefni

Deildarbikarinn á Anfield n.k. þriðjudag þegar Tottenham kemur í heimsókn. Henderson tekur væntanlega út bannið í þeim leik og verður klár þegar við heimsækjum Crystal Palace um næstu helgi. Stuðullinn á að Benteke skori eftir hornspyrnu?

YNWA

26 Comments

  1. Þessi bolti sem Liverpool spilar er tær skemmtun og rannsóknarefni hvernig við vorum ekki komnir í 3-0 eða meira þegar W.B.A skora . Dómarinn gerði mistök í hornspyrnu sem Liverpool fékk þar sem Olson tók Matip í fangið eins og ekkert væri sjálfsagðara, eitt af áherslu atriðum dómara fyrir mót að á slíkt skyldi dæmt og leikmenn skyldu vara sig.
    Henderson held ég að hafi fiskað gult vísvitandi til að hvíla í bikar sem er skynsemi að mínu viti. Hlakka þegar til næsta leiks og sjá hverjir fá sénsinn þá hjá Klopp, YNWA

  2. Þessi leikur var raunar meira test fyrir liðið en leikirnir gegn Chelsea, Man U, Arsenal og Tottenham. Ég er að byrja að sannfærast um að liðið sé klárt í alvöru toppbaráttu út af sigrunum gegn WBA, Hull og Swansea. Einar Matthías hefur fjallað um bætingu í tilteknum leikju, þarna er langsamlega stærsta bætingin sem skilar okkur núna í annað sæti á markatölu og stigasöfnun sem skilar okkur í toppbaráttu í lokin haldi hún áfram. Ég tek samt fram að ég þori ekki fyrir mitt litla líf að reikna stigasöfnun í næstu 5-8 leikjum því við vitum af bitri reynslu að það er aldrei á vísan að róa. Og við höfum sannarlega séð það, Arsenal voru heppnir að sleppa með stig gegn Middlesborough í gær og Spurs tapaði stigum gegn Bournemouth. Jafnvel gæti deildin unnist á óvenju fáum stigum þetta árið, nema einhverjum takist af stinga af.

    Liðið lítur ofboðslega vel út sóknarlega. Í gær hefðu þeir átt að vera löngu búnir að slátra leiknum áður en WBA náði að skora. Það er ekki bara við vörnina að sakast, sóknarmennirnir áttu aldrei að setja vörnina í þá stöðu að þurfa að stressa sig á að verja markið.

    Núna er stóra spurningarmerkið á milli stanganna hjá okkur. Karius hefur alls ekki verið sannfærandi og alls ekki betri en Mignolet hingað til. Gott ef öll skot á mark hafi ekki lent í netinu hjá honum, sem sagt hefur varla varið skot. Hann er ekki sannfærandi í úthlaupum og hefur gert sína feila í fótunum. Í síðasta þræði var minnst á líkindi við David James, ég nefndi Bruce vin okkar Grobbelaar í tweeti í gær, spurningin hlýtur að snúast um það hvort hann komist upp úr þessu fari eða ekki, og hvort þjálfarinn hafi næga þolinmæði gagnvart honum. Þetta er algjörlega óháð markinu í gær, hann gat ekkert gert við því þótt úthlaupið sem gaf hornið hafi verið fáránlegt. Það var líka aukaspyrnan sem Milner gaf.

    Lovren lítur út eins og nýr leikmaður og Matip, já hann er eitthvað lím sem hefur sannarlega vantað undanfarin ár. Hann var að stjórna varnarleiknum í gær að mér sýndist og átti í fullu tré við nautin í framlínunni hjá WBA. Vonum að hann haldist sæmilega heill. Ég bendi á að Liverpool fékk á sig 5 mörk í tveimur leikjum án hans en hefur fengið á sig 6 mörk í 7 leikjum þar sem hann hefur spilað. Og aldrei fleiri en eitt í leik. Klavan, Lucas og Lovren hafa spilað með honum í þessum 7 leikjum.

    Ergo: Þetta lítur skuggalega vel út og ef þeir ná að halda þessum dampi í gegnum næstu leikjaseríu þá þokumst við alltaf nær og nær þessum stóra draumi okkar. En hindranirnar verða margar – liðið hefur ekki litið betur út í óratíma og mér finnst þetta töluvert upgrade af liðinu 13/14 þótt enginn sé Suarez. Varnarleikurinn virkar traustari og sóknarógnirnar eru fleiri. Þeir virðast eiga betra með að sigrast á rútubílavarnarleik og lykilmenn eins og Coutinho eru orðnir mun stöðugri. Lallana, Mane og Firmino auk Coutinho eru skæðasta sóknarlið Englands og núna virðast fáir geta stoppað þá.

  3. Frábær leikur, frábær 3 stig og við slátruðum Pullis-grýlunni!

    Hefðum átt að vinna stærri en who cares fyrst við unnum! Liðið lítur frábærlega út en ég er ekki enn sannfærður um Karius. Hann er klárlega betri sweeper en Mignolet en úthlaup og tímasetningar eru ekki upp á það allra besta. Hann verður samt klárlega áfram í liðinu en verður forvitnilegt hvort Mignolet fái sénsinn í deildarbikarnum nk. þriðjudag.

    Ekki samt fara fram úr okkur kæru stuðningsmenn. Það er bara 9 umferðir búnar og allur samanburður við 13/14 tímabilið er ótímabær.

  4. Fagmanleg framistaða gegn WBA og flottur sigur.

    Liðið var betri allan leikinn og þegar WBA náði að skora þá minkuðu menn ekki heldur setu kassan út og kláruðu dæmið(hversu oft hefur maður séð liverpool fara í neyðarástand eftir að andstæðingarnir minka skora undir lok leikja? svar alltof oft).

    Um framistöðu leikmanna þá fannst mér einfaldlega allir skila sínu. E.Can átti fínan leik eftir lélegan gegn Man utd. Mér Clyne/Millner fengu tækifæri að taka þátt í sóknarleik og var Clyne sérstaklega sprækur. Muniði þegar Lovren var vandamál? núna er maður hættur að pæla í miðvarðavesseni enda Lovren/Matip traust par. Henderson átti Henderson leik þar sem hann skilaði sínu með dugnaði og baráttu.
    Það er samt sóknarlínan með Lallana fyrir aftan sig sem er að hræða öll lið. Coutinho, Mane, Firminho voru virkilega flottir í þessum leik ásamt Lallana.

    Næsti leikur er svo gegn Tottenham í deildarbikarnum á þriðjudaginn og vona ég að við kýlum bara á þann leik og erum ekkert að hvíla of marga. Henda kannski Moreno, Sturridge og Origi inn í liði bara til þess að gefa spilatíma.

    Það má svo ekki gleymast í umræðuni um liverpool og gott gengi er að liðið er að spila frábæran og skemmtilegan fótbolta líka en það heldst ekki alltaf í hendur.

    YNWA

  5. Sælir félagar

    Sammála flestu sem komið hefur fram hér að ofan. Umkvörtunarefnin eru svona lúxusvæl ef einhver eru. Til dæmis hefði ég viljað fá skiptingu á Coutinho þegar 10 – 15 mín. voru eftir því hann var algerlega búinn og hefði verið gott að fá fersk hlaup í framlínuna í lokin og vinna leikinn með þremur mörkum.

    Sturridge eða Origi hefðu sett nýja pressu á vörn WBA og Kátur litli sem var búinn að vera magnaður var algjörlega búinn á tanknum. Það hefði verið gaman að taka efsta sætið í einn sólarhring eða svo svona til gamans.

    Einnig deili ég áhyggjum manna vegna Kariusar. Það þarf að fara að koma hjá honum eitthvað af því sem Klopp hefur séð við hann. En eins og de Gea fékk mjög góðan tíma og þolinmæði hjá MU þarf Karius ef til vill það sama. Við sjáum til. En sem sagt, það er ekki hægt annað en vera sáttur með liðið og frammistöður þess það sem af er og einn tapleikur er bara eins og hjá öllum hinum stóru liðunum nema Tott Hotspur. En hjá þeim er fjöldi jafntefla að verða þeim dýr.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Eru þetta ekki bara Karius og Baktus. Okkur vantar betri markvörð punktur. Allt annað er að smella. Værum í svooo góðum málum með heimsklassa markvörð á bak við þetta lið.

  7. Vona að Karius spili á móti Tottenham. Þá mun reyna eitthvað á hann og ef honum tekst að gera 2-3 hluti vel (td ein góð varsla og eitt gott útlaup) þá gæti hann fengið sjálfstraust og dottið í gang í framhaldinu. Ef hann klikkar illilega þá er þetta bara deildarbikarinn.

  8. Sæl og blessuð.

    Það er algjörlega útilokað að við verðum í efsta sætinu í vor ef Karíus er ekki merkilegri en þetta. Sáuð t.a.m. tilþrifin hjá Fosternum í gær? Af hverju erum við ekki með svona skrýmsli? svo ekki sé nú talað um Vorms sem er á varamannabekknum í Spurs! Leikurinn við þá, hefði endað með fjögurra marka sigri ef hans hefði ekki notið við.

    Hvað erum við búin að vera lengi í þessum vandræðum? Benitez var látinn fara – ekki að ástæðulausu og svo eru belgísku konfekthendurnar búnar að missa svo mikið inn, að stigin sem við höfum glatað í hverju sísoni á fætur öðru vegna hans, eru í tveggja stafa tölu.

    Ef Karíusinn er ekki að bæta sig massívt í ár (eða Mignó) þá er það útilokað með öllu að þetta lið okkar nái titli. Svo einfalt er það. Southampton verða frekar meistarar en við. Hvað er í vatninu þarna á suðurströndinni? Nú eru þeir marki yfir gegn City og þeir eru ekki að missa mikið inn á þeim bænum.

    Það, að lið skuli fá á sig hvert markið á fætur öðru úr hornum og aukaspyrnum er hætt að vera fyndið og það veikir í raun alla vörnina. Ef menn þora ekki að kýla boltann út af eða að brjóta á sókmarmanni fyrir utan teig þá er það hið versta mál.

    Leikurinn i gær var sumsé eitt risastórt manífestó að miðlungslið erum með margfalt betri markmenn en við. Annars flott að fá þrjú stig og vera ,,næstum því” á toppnum! Og það er einmitt málið – lið sem eru með svona markmenn verða aldrei annað en ,,næstum því” góð. Sorrí.

  9. 1. Þetta var nánast fullkominn leikur í 75 mín og mikil óheppni að vera ekki komnir í 3 eða 4-0 þeim tíma.
    2. Ef við værum með heimsklassa markvörð myndi ég spá okkur 1-2 sæti. Núverandi staða, með tvo ágæta en alls ekki frábæra, á eftir að kosta okkur stig í vetur.
    3. Rök með og á móti því að mark W.B.A var rangstaða?! Maður stendur milli bolta manns og Karíusar þegar boltanum er sparkað í markið og bæði byrgir honum sýn og hindrar aðgang að boltanum. Veit ekki, en forvitinn um ykkar skoðun. Kíkið á þetta.

    Annars ótrúlega hrifinn af því starfi sem Klopp er að vinna og þessum miklu og hröðu framförum sem eiga sér stað, nánast á milli vikna.

  10. Það verður að viðurkennast að úrslit helgarinnar hafa verið okkar mönnum hagstæð. Arsenal, Tottenham og man city gera öll jafntefli.

  11. HA ? Var benites látinn fara ? Er hann allt í einu orðinn markvörður ?

    Karius og Mignolet eru báðir búnir að standa sig ágætlega í vetur en hvorugur þeirra er fullkominn.

    Og hvernig má vera það að lið – sem er í þriðjasæti og búið að mæta mörgum af erfiðustu andstæðingum sínum nú þegar eigi ekki von á titli. ? Þessi rök eru fáranleg og halda ekki vatni.

    Jú Karius og Mignolet mega bæta sig en – svona til að benda á hvað þessi rök þín eru hreint út sagt vatnsþunn, þá urðum við næstum því Englandsmeistar með Mignolet í markinu og var það þá miklu frekar vörnin sem klikkaði heldur en einmitt hann og er núna vörnin þeim mun sterkari.

    Karius og Mignolet eru báðir góðir markverðir en mjög ólíka eiginleika. MIgnolet var búinn að vera fínn á þessari leiktíð og ekki verið valdur af neinum mistökum en hann er ekki með eins góða fótavinnu og Karius.

  12. ég er að velta fyrir mér einu með anfield….. þegar leikurinn á móti man utd. þá var söngurinn alveg geggjaður en svo fannst mér stemmarinn yfir leiknum sjálfum ekkert rosalegur.. svo í gær þá fannst mér þetta líka… koma bara nokkrir banterar frá the kop og svo ekkert meira… svo er ég að horfa á chelsea-man utd og það er gjörsamlega geggjuð stemning á stamford….

    er þetta bara ég eða????

  13. 1. Þetta var nánast fullkominn leikur í 75 mín og mikil óheppni að vera ekki komnir í 3 eða 4-0 þeim tíma.
    2. Ef við værum með heimsklassa markvörð myndi ég spá okkur 1-2 sæti. Núverandi staða, með tvo ágæta en alls ekki frábæra, á eftir að kosta okkur stig í vetur.
    3. Rök með og á móti því að mark W.B.A var rangstaða?! Maður stendur milli bolta manns og Karíusar þegar boltanum er sparkað í markið og bæði byrgir honum sýn og hindrar aðgang að boltanum. Veit ekki, en forvitinn um ykkar skoðun. Kíkið á þetta.

    Annars ótrúlega hrifinn af því starfi sem Klopp er að vinna og þessum miklu og hröðu framförum sem eiga sér stað, nánast á milli vikna.

  14. Þetta Chelsea lið er greinilega erfitt heim að sækja. Efast um að nokkuð lið eigi eftir að sækja stig á Stamford Bridge á þessari leiktíð #neibíddu

  15. Chelsea að tæta MU í sig…..Pogba að sýna verðmæti sitt í leiknum,eða þannig.

  16. Hérna kemur staðfesting á því að afhverju MAN UND parkaði liðinu fyrir framan markið hjá sér. Þeir eru að tapa 4-0 fyrir liði sem er miklu nær því að vera jafnokar okkar í getu en töpuðu samt fyrir okkur á þeirra heimavelli.

    Liverpool er einfaldlega með klassalið um þessar mundir og hefur alla burði til að vera það út leiktíðina.

  17. Það er líka gaman að sjá það þegar hægt er að segja 25% af tímabilinnu sé lokið að við séum að stinga af með toppliðunum! það sem meira er við erum búnir að keppa við 3 af þessum 5 og ná 2 sigra og jafntefli. og það á útivelli.

    Við virðumst vera komin með frábært lið fyrir utan veikleikan sem Rodgers skapaði aftast. Ég er alveg pottþéttur á því að Pepe Reina væri búinn að spila hvern einasta leik síðan 2013 ef hann hefði ekki farið, Að Mignoelt hafi verið upgrade á Reina á Sýnum tíma er rannsóknarefni útaf fyrir sig. (Reina var of sterkur persónuleiki í klefanum til að Rodgers hafði stjórn á honum því seldi hann, Rodgers var alltaf að vera númer 1)

    Miðað við fyrstu 68 min í þessum leik þá áttum við leikinn hirtum alla bolta og var þetta nánast einstefna eins og Bcn Spilar uppa ?itt besta. svo virtist þreyttan segja til sín og Wba komust aðeins inn í leikinn og fóru að ógna meira og náðu að koma með sóknir sem stopuðu ekki miðjunni. Fyrir mér var þessi leikur allveg frábær skemmtun fyrir utan að við áttum örugglega hátt í 30 skot og aðeins 2 duttu inn. sanngjarnt hefði verið 5-1

  18. Sæl og blesssssss

    Já, Benítes? – þeir eru nú svo nauðalíkir að í hita leiksins ruglaði ég honum saman við Pepe karlinn Reina. Þakka kurteisar ábendingar!

  19. #17 Beggi ég held að þú hafir gleymt því hvað Reina var lélegur síðustu tvö tímabilin sín. Hann var að gefa mörk og var hættur að gefa okkur stig eins og hann gerði í upphaf síns Liverpool feril.
    Reina er að mínu mati besti markvörður Liverpool síðan að Ray var í markinu á sínum tíma en menn verða að vera sangjarnir og síðustu tímabilins hans með Liverpool voru einfaldlega léleg og hans tími var bara búinn.

  20. Það er eitt sem ég er að spá í með mark WBA, fannst engum öðrum að það væri rangstöðulykt af markinu??
    Því þegar Macauley tekur skotið þá er Karius með WBA mann í fanginu fyrir innan skotmanninn og vörnina (held ég) hefur sá leikmaður þá ekki áhrif á sjónarhorn Karius og heftir hann aðeins í vörslunni??
    Kannski er þetta bara vitleysa hjá mér en hvað finnst mönnum um þetta?

  21. Mér finnst samt frekar illa vegið að honum Karius í þessum mörkum sem hann er að fá á sig!!
    Fyrsta lagi þá koma öll mörkin eftir að vörnin hefur ekki náð að vinna sína vinnu í föstum leikatriðum og boltinn dettur fyrir leikmenn inn í teig og þá kemur að næsta punkti hjá mér og það er að hann er að fá skot á sig inn í markteig og það er frekar erfitt að verja þessi skot!!
    Einnig finnst mér þetta óöryggi hjá honum í fyrirgjöfum og sendingum vera bara eins og margir eru búnir að segja stress og enn að venjast hraðanum og hörkunni í deildinni og líka er hann að fá meira contact í þessari deild og dæmt minna ( ekki viss um þennan punkt hjá mér samt) og þar af leiðandi er hann frekar hikandi í úthlaupunum. Þetta er hægt að laga og ég treysti herr Klopp fullkomlega fyrir því að ná þessu stressi út hjá honum 🙂

  22. Siggi…. ætlaru virkilega að segja það að Liverpool hafi verið í sama klassa þegar Alonso – Macherano voru horfnir úr kjarnanum og bara hey Við erum ennþá topplið… 2010-2013 liverpool liðin voru vægast sagt skelfileg ár sem stuðningsmaður liverpool. Ég held að Reina hefði nú rifið sig upp úr þessari lægð alveg eins og Steven Gerrard náði að gera eftir frekar ansi léleg tímabil áður enn kom að blessaða titlatímabilinnu, Margir sem voru búnir að afskrifa hann. Ég held líka Siggi ef við setjum okkur í hans spor mættir í Liverpool og við erum áskrifendur að meistaradeildinni og erum að gera flotta hluti í ensku deildinni.. Svo koma nýjir eigendur og hægt og rólega er gjörsamlega verið að strípa liðið af gæðaleikmönnum var ekki botninum náð þegar Paul Konscheky – Poulsen – útbrunninn Joe Cole mættu á svæðið og við vorum að fara vinna deildinna! Þótt þú eigir að vera atvinnumaður þá erfitt að halda sama mótiveringu þegar þú ert komin frá liðið sem var alltaf í topp 4 í lið sem er í ströggli í kringum 8 sætið…Enn Lélegur Reina er örugglega betri enn besti Mignoelt á síðustu árum ekki eins og hann hafi unnið gríðarlega marga leiki fyrir okkur 🙂

  23. Eftir leik dagsins á Brúnni sér maður að leikurinn sl mánudag var álíka mikið slip og Burnley.

  24. Þessi fótboltahelgi var stórkostleg! Ef það er rett sem sagt er að Múrinjo hafi skammað Conte fyrir að fíra stemmninguna upp i stöðunni 4-0 þá er hann mun meira geðsjúkur en ég hélt.

Liverpool – WBA 2-1 (leik lokið)

Ó sú náð að eiga Klopp!