Leikjaálagið þetta árið er ekki meira en svo að þetta er í fyrsta skipti sem Steini lætur mig fá upphitun síðan í byrjun apríl. Sú upphitun var reyndar í þremur færslum.
Þá átti Liverpool leik gegn Dortmund og þó bæði liði spili í gulum búningum verður seint gert jafn mikið úr heimaleik gegn Watford. Er mér þó meinilla við þennan leik og bara Watford yfir höfuð eftir að þeir eyðilögðu fyrir okkur jólin í fyrra með 3-0 slátrun 20.desember. Liðin mættust svo á Anfield undir lok tímabilsins þar sem okkar sigurðu 2-0.
Watford
Pozzo feðgarnir ítölsku, eigendur Watford eru skrautlegir svo vægt sé til orða tekið. Giampaolo Pozzo er best þekktur sem eigandi Udinese á Ítalíu frá 1986 og hefur liðið verið dæmt niður um deild vegna veðmálahneykslis og hann dæmdur í bann fyrir að hagræða úrslitum á hans tíma. Nánar er hægt að lesa um Pozzo í upphitun sem gerð var fyrir Evrópuleik gegn Udinese árið 2012.
Alltaf hefur hann þó haldið áfram sem eigandi Udinese og hefur satt best að segja bara gengið nokkuð vel miðað við stærð félagsins. Módel félagsins byggist upp á því að kaupa unga leikmenn ódýrt sem búið er að greina vel af njósnarateymi félagsins og selja þá svo með hagnaði á réttum tíma. Hann hefur undanfarin ár farið í útrás og keypt bæði Granada á Spáni og Watford á Englandi. reyndar er að ég held búið að selja Granada til Kínverskra fjárfesta þar sem Pozzo fjölskyldan vill einbeita sér að Udinese og Watford.
Pozzo keypti Watford árið 2012 en hefur nú látið syni sínum eftir rekstur félagsins og býr hann í London. Hugmyndafræðin er svipuð og hjá Udinese nema að Watford fékk fullt af leikmönnum lánaða frá hinum liðum Pozzo til að komast upp úr Championship deildinni. Það tókst þeim tímabilið 2013/14 og verður það að teljast nokkuð gott afrek í ljósi þess að liðið var með fjóra stjóra yfir allt tímabilið og er ekki eins og þeir hafi verið stöðugir í þessari deild fyrir.
Slaviša Jokanovi? heitir maðurinn sem var við stjórnvölin þegar Watford fór upp en var skipt út eftir tímabilið þegar samningur hans rann út. Quique Sánchez Flores tók við liðinu í hans stað. Það er vonlaust að átta sig á því hverjar væntingarnar voru til hans því liðið endaði 13.sæti á síðasta tímabili og var aldrei í fallhættu sem er nokkuð gott fyrir nýliða. Sérstaklega í ljósi þess að lið Watford var alls ekki talið neitt sérstakt fyrir mótið. Hann var reyndar alveg heilt tímabil sem er svona allt að því kraftaverk undir stjórn Pozzo en fékk að fjúka í sumar.
Núverandi stjóri er Walter Mazzarri en það tekur því enganvegin að leggja það sérstaklega á minnið. Hann er gamall refur í boltanum og hefur byrjað ágætlega með Watford. Mazzerri er sjöundi stjóri Watford á fjórum árum en öfugt við forvera sína í starfi fékk Mazzarri þriggja ára samning sem er á við 12 ára samning í Pozzo árum.
Liðið er í 7.sæti með 15 stig eftir 10 leiki eða 1,5 stig í hverjum leik. Af síðustu sex leikjum hefur Watford aðeins tapað einum og unnið þrjá. Það sem meira er þá hafa þeir ekki fengið á sig mark í síðustu þremur leikjum.
Byrjun tímabilsins var gríðarlega þung hjá Watford, opnunarleikurinn var úti gegn Soouthamton sem endaði með 1-1 jafntefli. Því næst töpuðu þeir heima gegn Chelsea og Arsenal. Ágúst endaði því með 1 stig eftir 3 leiki, neðstir í deildinni.
Prógrammið var ekkert skárra á pappír í september en árangurinn töluvert betri. Watford komu gríðarlega vel til baka gegn West Ham og unnu 2-4 eftir að hafa verið 2-0 undir. Helgina eftir tóku þeir Man Utd í kennslustund og unnu mjög sannfærandi 3-1 sigur sem var síst of stór. Burnley úti var hinsvegar of stór hindrun, þar töpuðu þeir 2-0 rétt eins og okkar menn.
Watford tapaði svo ekki leik í október en þar var prógrammið líka öllu skárra. Tvö jafntefli gegn Bournemouth og Swansea og sigrar á Hull og Middlesbrough. Það er því verulega erfitt að meta það hvar þetta lið er statt en stigasöfnun upp á 1,5 stig í leik hefði dugað í 9.sætið í fyrra. Topp 10 er einmitt líklega lágmarkskrafa hjá Pozzo feðgunum.
Eitt er þó ljóst og það er að Liverpool í dag er alls ekki sama liðið og kom til leiks í fyrsta leik Klopp gegn Watford. Bæði verður byrjunarliðið allt annað og eins er félagið bara á allt öðrum stað núna.
Lið Watford.
Rétt eins og Conte hjá Chelsea þá hefur Walter Mazzarri stjóri Watford verið að breyta leikkerfi liðsins í meira ítalskan bolta. Þeir eru farnir að spila 3-4-1-2 sem er fljótt að verða 5-3-2 og hafa haldið markinu hreinum sl. þrjá leiki. Reyndar eiga Conte og Mazzarri sér sögu frá Ítalíu og eru erkifjendur. Mazzarri er ekki þekktur fyrir skemmtilegan fótbolta, hans lið liggja til baka og beita mjög hættulegum skyndisóknum. Hann nær jafnan mikið út úr sóknarmönnum sinna liða og virðist Watford ekki ætla að veraða nein undanteking þar á.
Klopp: "Best thing about away game at Watford last season was that we had the Christmas party after. He (press officer) enjoyed it a lot!"
— James Pearce (@JamesPearceEcho) 4 November 2016
Frammi hafa þeir svo gríðarlega líkamlega sterka leikmenn sem geta haldið boltanum og skapað tíma fyrir samherja sína með svo góðum árangri að einn sóknarmanna liðsins heitir einmitt Árangur! Chelsea hefur einnig skrúfað fyrir hjá sér með svipuðu leikkerfi og því spurning hvenær önnur lið fara finna veikleikana á þessu kerfi.
Líklegt byrjunarlið er svona.
Gomes
Britos – Prödl – Kaboul
Ambrabat – Pereira – Berhrami – Capoue – Holebas
Deeney – Ighalo
Þetta gæti hæglega verið lið sem hentar okkar mönnum frekar illa, sérstaklega með þessa bola frammi en á móti eru klárlega veikleikar á þessu liði varnarlega sem okkar menn eiga að nýta sér á eðlilegum degi. Liðin hafa fengið á sig jafnmörg mörk í vetur en Liverpool hefur skorað 10 mörkum meira.
Liverpool
Byrjunarlið Liverpool hefur sagt sig nokkuð sjálft undanfarið og er kominn vísir að stöðugleika sem við höfum ekki séð í mörg ár. Vissulega detta alltaf út leikmenn en meðan þeir gera það ekki allir í einu liggur jafnan ljóst fyrir hver kemur þá inn í staðin. Til að komast í byrjunarliðið þarf liggur við einhver að meiðast.
Líklegt byrjunarlið Liverpool.
Karius
Clyne – Matip – Lovren – Milner
Can – Henderson – Lallana
Mané – Firmino – Coutinho
Milner ætti að koma aftur inn fyrir Moreno eftir veikindi í síðustu viku. Moreno var ekkert að slá hann úr liðinu í síðasta leik og það er kominn stöðugleiki á vörnina sem engin þörf er á að riðla. Can eða Winjaldum er stærsta spurningin fyrir þennan leik, Can hefur verið í liðinu undanfarið og gæti hentað vel gegn líkamlega sterku liði Watford en maður myndi ekkert segja ef Winjaldum byrjar frekar. Sóknarlínuna þarf svo ekki að ræða.
Eitt ætti a.m.k. að vera öðruvísi í þessum leik heldur en báðum leikjunum í fyrra. Watford mætir núna besta byrjunarliði Liverpool öfugt við síðasta tímabil þegar okkar menn komu með vel vængbrotið lið í báða leikina. Adam Bogdan var t.a.m. í markinu í 3-0 tapinu.
Klopp hafði annars þetta að segja um þann leik á blm. fyrir leikinn núna.
Klopp: "Best thing about away game at Watford last season was that we had the Christmas party after. He (press officer) enjoyed it a lot!"
— James Pearce (@JamesPearceEcho) 4 November 2016
Mögulega voru okkar menn full mikið með hugan við þetta fyrirhugaða partý?
Spá: Maggi verður á vellinum og hann fær ekki að koma heim ef Liverpool vinnur ekki. Tippa á 2-0 sigur og Firmino með bæði.
Mér finst að Firmíno skal skora 3 mörk og Càtinho og líka Lalana með 1 og kannski Mane líka.
Ég held alvörunni að engin heldur raunverilega með Wattford og ekki einusinni Wattford mennurnir sjálfir og þeir munu kúka í bleiju í þessum leik og fá á sig dýrmæt mörk sem við munum skora. Ef Klopp heldur áfram að láta liðmennina sina skora svona miklu meiri af mörkum en hinir mennirnir þá grunar mig að við vinnum alla leiki svo leingi sem hitt liðið skorar ekki jafn oft.
Áfram Liverpool, Skúli frændi segir það aldrei en hann fàralegur bjáni og er altaf að stríða mér og hans rosa ömulega lið Mancester United er kortsemer miklu ömulegara en mitt lið sem er LIVERPOOL besta enska liðið í heiiiiimi
Koma svog!
Never walk alon
“Maggi verður á vellinum og hann fær ekki að koma heim ef Liverpool vinnur ekki.”
Ég myndi frekar kyrrsetja hann á Anfield ef við vinnum, þurfum sem flest lukkutröll þar 🙂
Sælirfélagar
Ekkert nema sigur kemst að í mínum kolli. Ég veit að þetta getur orðið hunderfitt en ef vörnin stendur sig þá vinnst þessi leikur því sóknin skorar nánast undantekningarlaust og oftast fleiri en eitt mark. Því vinnst þessi leikur ef vörnin lekur ekki eins og hún gerir reyndar oftest. Því miður. En enga bölsýni og segjum 3 – 1 og allir sáttir.
Það er nú þannig
YNWA
Sigkarl sé þig og hækka um einn segjum 3-0 fyrir okkar mönnum væri gaman að sjá þá halda hreinu.
Boro jafnaði á 91. á Etihad, toppurinn á morgun? #vonandiekkijinx #verðuralltannaðenauðvelt
Rosalega er ég ánægður að við séum búnir með chelsea úti. Þeir eru að verða hrikalega sterkir og eru komnir á toppinn í bili.
Það verða ekki mörg lið sem taka stig frá þeim í vetur.
Leikurinn á morgun virkilega mikilvægur, sigur gæti komið okkur á toppinn fram yfir landsleikjahléið.
Vona að menn taki þennan leik alvarlega. Watford er með hörkulið þessa dagana og geta verið skeinuhættir amk ef sá gállinn er á þeim. Held alltaf pínulítið með Watford útaf Heiðari Helgasyni sem lék mörg tímabil með liðinu og er þar í Hall of fame meðal stuðningsmanna. Vona því að Watford gangi vel í vetur en þó ekki gegn okkar liði.
Sælir.
Ég er á leiðinni austur á Kirkjubæjarklaustur á morgun. Mér datt í hug að horfa á leikinn á Kanslaranum á Hellu. Eru fleiri staðir í boði á þessari leið?
Sigurður Þ. Magnússon
Heiðar er Helguson.
Sælir herramenn,
Veit einhver hvar er bezt að horfa á leikinn í Boston,nálægt newbury og boylston götu?
YNWA
Þetta er bara skuldusigur svo einfalt er það. Eg væri til í að sjá Klopp setja Coutinho fremstan á miðjuna í einum og einum heimaleik og henda þá Sturridge uppá topp í staðinn með Mane og Firmino. Það yrði enn meira sóknarsinnað og bara partý.
Okkar menn hafa byrjað leiktíðina gríðarlega vel á Anfield og eru að eg held með markatoluna 11 – 3 í þessum fjórum heimaleikjum sem við hofum spilað í deildinni og þar af eru 3 sigrar og eitt jafntefli.
Ég ætla að spá 5 – 1 á morgun.
Mane, Coutinho, Lallana og Sturridge kemur inna og hendir í 2 stk .
Þurfum að skora fullt af mörkum til að halda í hin liðin hvað varðar markahlufall og þessvegna vil eg 5 stk a morgun og spái svo 7 – 0 gegn sunderland eftir 3 vikur þar sem eg og fleiri KOP arar verðum í stúkunni.
Yes!! Plumbus mættur aftur. Spai þessu 3-2 skiptir engu hverjir skora m?rkin
Viðar, þetta er kannski skyldusigur, í þeim skilningi að Liverpool verður að vinna til að halda sér við toppinn, en Watford eru sterkir, sbr. að þeir eru í 7. sæti á svipuðu róli og Everton og Manchester United og hafa fengið sæmilega erfitt prógram, og spila bolta sem gæti reynst erfiður sbr. það sem kom fram í upphitun, með líkamlega sterka menn frammi sem geta haldið boltanum, liggja aftarlega og beita hættulegum skyndisóknum og hafa haldið hreinu 3 leiki í röð. Ég yrði mjög ánægður með 2-1 sigur, eða hvernig sigur sem er bara. Spái 2-1. Liverpool virðist geta unnið hvern sem er núna. 5-1 spáin er mjög brött (þó það geti alveg gerst ef allt smellur).
Plumbus toppar þetta í dag!
Emre Can eða Gini Winjaldum, hvor er að fara að byrja þennan leik.
Það er orðið skemmtilegt vandamál hjá Klopp að velja lið í dag með alla leikmenn heila og allir að spila vel.
Óttast að Liverpool hiksti eins og City í gær… En vona að þetta endi á góðu YESSSSSS og glæsilegum 3-0 sigri Liverpool.
YNWA
Team to play Watford: Karius, Clyne, Lucas, Matip, Milner, Henderson, Can, Lallana, Mane, Coutinho, Firmino.
Subs: Mignolet, Klavan, Moreno, Wijnaldum, Ejaria, Origi, Sturridge.
Sindri G allt sem þu skrifaðir er hárrétt og eg er auðvitað anægður með 1-0 eða 2-1 sigur en meira vona að við vinnum 5-1 ..
Watford a Anfield er samt alltaf skyldusigur alveg sama þótt watford væri á toppnum eða ekki 🙂
shit,,byrjar ekki vel,,,Lucas inná ,,,,,
Magnað að Lucas sé orðinn fremstur varamanna í miðvörðinn. Hélt að Klavan væri allan daginn fremri í röðinni (Sakho bara dauður gagnvart Klopp?)
Vá hvað jafntefli væru góð úrslit á milli Arsenal og Tottenham….staðan 1:1 eins og er á 63 mínútu…
Já Viðar. Mikið til í því að Watford sé alltaf skyldusigur á Anfield !