Sælt veri Liverpoolfólk!
Jæja, eftir 13 daga hlé frá félagsliðafótbolta fer enska deildin í gang á ný. Eins og vanalega eftir slík hlé fara Rauðliðarnir frá Anfield á útivöll. Að þessu sinni er hins vegar ferðalagið stutt, akstur í gegnum Stanley Park, og þá er komið á gamaldags breskan völl. Goodison Park, heimavöll “litla liðsins” í Liverpool, sem er svo víst að flytja þaðan fljótlega.
Ekki þarf að fjölyrða mikilvægi þessa leiks fyrir aðdáendur liðanna. Þessir leikir eru án vafa ásamt viðureignunum við United þeir leikir sem mestu máli skiptir að vinna í hugum aðdáenda LFC. Hef upplifað derbyleik á Goodison tvisvar og í bæði skiptin gaman. Í seinna skiptið skoraði Gary McAllister sigurmark okkar manna í uppbótartíma og ég hef aldrei upplifað aðrar eins tilfinningar í tengslum við fótboltaleik og þá. Þegar við félagarnir komum niður á hótelið okkar um kvöldið löbbuðum við framhjá karlanga sem augljóslega hafði tapað í lífinu, lá undir blaðahrúgu og reyndi að sofa. Hann varð var við okkur og sá útganginn, treflana, húfuna og búningana. Hann spurði okkur “hvernig fór leikurinn”. Við sögðum honum það, svarið kom “Við vinnum þá alltaf, guð er góður” og breyddi nýjasta blaðið af Echoinu yfir sig aftur. Burtséð frá stöðu liðanna í deildinni er keppt um svokallað “bragging rights”, eða “réttinn til að grobba sig” og sá réttur skiptir jú miklu máli í þeirri yndislegu borg sem Liverpool er.
En snúum okkur að því sem máli skiptir, fótboltanum. Ég hef trú á því að erfitt sé að spá um það hvernig leikur þetta verður. Áföll hafa dunið á mörgum leikmönnum liðanna í vikunni, auðvitað fleirum hjá Liverpool en ljóst að Skotar, Írar, Englendingar og Walesbúar horfa ekki glaðir um öxl að þessu sinni. Auðvitað gerir maður kröfu um það að atvinnumenn nái að hrista vonbrigðin með landsliðinu af sér, en um leið vill ég meina það að menn séu jú líka mannlegir, þó þeir séu atvinnumenn. Þess vegna finnst mér enn erfiðara en áður að spá í það hvernig liðið verður uppsett að þessu sinni. Kíkjum samt aðeins á það.
Eina sem er pottþétt er að Reina verður í markinu. Með virðingu fyrir Itandje og Martin spyr enginn að því. Reina hélt hreinu gegn Finnum á miðvikudaginn og eftir slakan leik á Goodison í fyrra er ég sannfærður um að við munum ekki þurfa að hafa áhyggjur af honum í leiknum. Enda feykilega góður markmaður þar á ferð.
Vörnin er þá sú sem kemur næst. Miðað við hugsanagang Rafa er líklegt að hann horfi til andstæðinganna í þessum leik og setji varnarmanninn Arbeloa á Arteta. Það þýðir að Finnan, sem lék báða leiki Íra í vikunni og skoraði, verði í hægri bakverðinum og Arbeloa í þeim vinstri. Á meðan Agger er meiddur þarf lítið að velta fyrir okkur hafsentaparinu, Hyypia og Carragher. Í þeim látum sem Everton bjóða löngum uppá held ég að Hyypia nái að standa sig, hann getur alveg bitið frá sér gegn Johnson og félögum. Auðvitað gæti Benitez komið mér á óvart og sett Aurelio eða Riise í bakvörðinn, t.d. til að hvíla Finnan, en ég spái Finnan – Carra – Hyypia – Arbeloa í vörninni.
Miðjan er eins og alltaf mesti hausverkurinn. Talað er um að Alonso sé nálægt því að vera leikfær, en ég er ekki viss um að Benitez treysti honum strax í brjálæðið á miðjunni gegn tæknitröllunum Lee Carsley og Phil Neville. Á sama hátt er erfitt að átta sig á kantstöðunum þar sem að Pennant og Benayoun báðir hafa verið með stjóranum þessa vikuna, annað en t.d. Riise sem lék á miðvikudaginn fyrir Noreg. Mascherano líka búinn að ferðast lengi, en lék reyndar fyrr og Gerrard karlinn að koma frá Rússlandi eftir enn eitt höggið á sjálfstraust hans. En mín spá er sú að við sjáum Pennant og Riise á köntunum, Gerrard og Mascherano á miðjunni. Slagurinn um miðjuna mun ráða miklu um úrslit leiksins, vonandi tekur Gerrard út rússnesku reiðina á leikmönnum Everton! Annar möguleiki væri að Benayoun kæmi vinstra megin á miðjuna ef Riise væri bakvörður, en ég held ekki.
Framherjar. Ef við hlustum á Benitez og heyrðum hann tala um að ekki væri hægt að láta bæði Alonso og Torres spila leikinn ætla ég hér með að spá því að Torres spili. Hver verður með honum? Bara veit það ekki. Til að skora gegn Everton þarftu kraftmikinn senter og við höfum þá bæði í Voronin og Kuyt. Crouch skoraði tvö á Goodison fyrir 2 tímabilum og er líka kostur, sér í lagi þar sem Kuyt er tæpur og ólíklegt að Torres og Kuyt verði settir saman. Svo má ekki gleyma Babel, sem er jú senter. Ég held að ekki sé heldur hægt að útiloka að Benayoun eða Babel spili í holunni undir senternum í þessum leik, leikkerfi sem ekki hefur verið notað hingað til í vetur en ég er sannfærður að Rafa hefur ekki gleymt. En ég held að við sjáum Voronin í senternum með Torres og við fáum að sjá nokkuð hefðbundið lið Liverpool. Semsagt:
Finnan – Carragher – Hyypia – Arbeloa
Pennant – Gerrard – Mascherano – Riise
Torres – Voronin
Eða mögulega
Finnan – Carragher – Hyypia – Arbeloa
Pennant – Gerrard – Mascherano – Riise
Babel/Benayoun
Torres
Ef við skoðum lið Everton hafa þeir spilað dæmigerðan breskan “harðkjarna” fótbolta, með leikkerfið 442 sem útgangspunkt. Hægir og líkamlega sterkir hafsentar, bakverðir sem koma upp, sér í lagi Baines. Slagsmálahundar inni á miðjunni stinga boltanum upp á sentera sem bestir eru að hlaupa, eða út á kantana þar sem “fótboltatýpurnar” eru. Lykillinn að öllum leik þeirra er Mikel Arteta sem er bara feykigóður fótboltamaður. Hinn góði fótboltamaðurinn er Tim Cahill sem kominn er í liðið á ný eftir meiðsli, þó ekki sé víst að hann spili frá byrjun. Liðið leggur mikið upp úr föstum leikatriðum og hafa verið hættulegir þar. Everton tapaði sínum síðasta leik, 2-3 í Newcastle. Eru í 10.sæti með 13 stig eftir 9 leiki. Búnir að spila 4 heimaleiki. Vinna 2, 1 jafntefli og 1 tap. Síðan Benitez kom á Anfield hefur hann unnið einn leik á Goodison og tapað tveimur. Síðast var hræðilegt 0-3 tap sem ennþá svíður.
Ég ætla alltaf að enda upphitanirnar á jákvæðri spá, því þannig verður maður jú alltaf að hugsa. Þetta verður fullkomið brjálæði fyrir hádegið á laugardag (það er búið að breyta bresku klukkunni og leikurinn fer af stað kl. 11:45 á íslenskum tíma) sem mun enda með 1-2 sigri okkar manna þar sem Gerrard laumar slummu í lokin! Bresku blöðin koma svo með þá fullyrðingu á sunnudaginn að Benitez sé að fara að taka við enska landsliðinu…….. Eða?
Nú er Kuwell byrjaður að æfa, er smuga að hann verði með á morgun?(kanski á bekknum?)
Flott upphitun Maggi. Tek undir með spána: spái 1:2 sigri okkar manna, þar sem Torres skorar hins vegar bæði mörkin.
Ég ætla að spá hundleiðinlegu 0-0 jafntefli, og Benitez kvarti enn og aftur yfir landsleikjahléunum eftir leik.
Gerrard verður jafn lélegur og hann hefur verið síðasta mánuðinn og lítið að gerast hjá okkur sem endar líkelga með því að menn fara að fatta að okkur vantar Alonso. Boltinn er ekki að komast í réttu svæðin, einfaldlega þar sem hann vantar og Gerrard er að spila sem meðalmaður.
Alltaf verið jákvæður fyrir leiki, en af gefinni reynslu hvernig við spilum eftir landsleiki, að auki spilamennska okkar síðan eftir Derby sigurinn gefur ekki tilefni til bjartsýni.
Mjög góð upphitun og alveg sammála um byrjunarliðið. Held reyndar að landsleikjahléið hafi komið á góðum tíma fyrir Liverpool og við komum sterkir til leiks að nýju. 0-2.
flott upphitun maggi 🙂
ég spái flottum leik, 0-1 fyrir liverpool og það verður gerrard sem skorar!
Þar sem ég er ekki mun ekki sitja í stúkuni á Goodison eina á síðustu leiktíð þá fynnst mér líklegt að við munum vinna þennan leik og hefnum ófara frá því á síðustu leiktíð en ætli þetta fari ekki 1-2 eða 0-1
1-1 því miður en taplausir áfram á meðan Arsenal tapar óvænt fyrir Bolton heima. Torres skorar markið okkar.
1-4 þar sem Everton skorar fyrst en við sínum mikin karakter og rúllum þeim upp. Torres með tvö, Crouch eitt og Hyypia eitt. Rafa verður maður leiksins fyrir frábæran taktískan leik…
…segið síðan að ég geti ekki verið bjartsýnn 😀
Takk fyrir frábæra upphitun. Ekki spurning… stund hefndarinnar er runnin upp. Já… tapið frá því í fyrra svíður enn og nú er að kvitta fyrir það og ekkert múður.
Ég spái 1-3 fyrir okkar mönnum í hrikalegum leik. Ef þessi leikur ræsir ekki rauða herinn svo um munar þá eru bara menn á róandi eða eitthvað.
Koma svo Liverpool …
YNWA
Góður Benni Jón 🙂
Mér finnst jafnteflislykt af þessum leik en spái samt sem áður 0-1 sigri hjá okkar mönnum. Jafnvel að Mascherano skori bara.
bara leiðrétta það að klukkunni í Bretlandi verður breytt 28. október og þá verða Bretarnir á sama tíma og við… en samt sem áður er það rétt að leikurinn er kl. 11:45 að íslenskum tíma (en 12:45 að breskum tíma, ef það væri búið að breyta klukkunni þá væri hann líka 12:45 hérna)
Mín spá (ath ekki liðið sem ég mundi velja):
Reina
Finnan Hyypia Carragher Arbeloa
Pennant Sissoko Gerrard Benayoun
Kuyt Torres
0-1
Torres
Já hef lúmskan grun um að Sissoko muni hefja leikinn….
Góð upphitun, og góð tilfinning fyrir þessum leik. Við þurfum að nýta hann á sama hátt og þegar McAllister sendi boltann af 40 metra færi beint úr aukaara og breytti tímabilinu hjá okkur um árið. Bara spurning hver verður í hlutverki Gary á morgun. Ég skýt á það verði Carra, en kannski ekki af 40 metrum 😉
Vel mælt Magnús.
Ég vonast til þess að allir séu 110% klárir í þennan “derby” leik því annars fer illa. Vonandi nær Gerrard sem aðrir sig vel á strik og í raun væri skrítið ef t.d. hann og Carragher verða ekki “på toppen” gegn Everton.
Ég segi 1-2 þar sem Gerrard og Benayoun skora.
Snilldar upphitun… Ég hef fulla trú á að okkar menn rúlli þessu upp á morgun.
Flott upphitun Maggi
Ég er í fyrsta skipti í langann tíma bara þónokkuð svartsýnn fyrir leikinn og bara þori ekki að jinx-a á að giska ef ske kynni að yrði rétt
Glæsileg frumraun á þessu bloggi Maggi, sammála þér í flestu þarna og það er alltaf jafn hrikalega erfitt að ráða í uppstillingu Rafa á miðju og í sókn. Ef Torres er heill, þá spilar hann 100%. Ég hallast reyndar að því að það verði Peter Crouch sem partneri hann frammi. Pennant held ég að verði á hægri kantinum og þeir Stevie Wonder og Masch verði á miðjunni (reyndar finnst mér ekkert ólíklegt að sjá Momo þarna inná). Vinstra megin held ég að þú hafir líka rétt fyrir þér með Riise, þó svo að ég vilji frekar sjá Babel eða Youssi þar.
Koma svo, ég ÞOLI EKKI þegar við vinnum ekki Everton. Það verður gjörsamlega ÓNÝT hjá mér helgin ef við töpum á móti þeim. Þetta fer 1-0 fyrir okkur þar sem öllum á óvörum, Pennant muni skora sigurmarkið.
Ekki að efa að Everton verða erfiðir og Yakubu þeirra erfiðastur og kanski Cahill(vona ekki). En okkar lið verður tilbúið og engin lognmolla og allt annað en 0-0. Nei bara sáttur við sigur hvernig sem hann vinnst og spái því að Babel byrji inn á þar sem hann lenti í hremingum með landsliðinu (vaknaði ekki) og Benítes er vanur að bakka upp sína menn ef þeir lenda í mótlæti. Rise hefur spilað 2 erfiða landsleiki og verður á bekknum í stað Benayon. Torres er okkar lykilmaður ásamt Gerard í þessum leik. Spái 0-2 fyrir okkur (Babel og Gerard).
Verður hörkuleikur ekki spurning.
Sammála því að Sissoko eigi eftir að vera inná og það verði bara einn framherji Kuyt til að byrja með ef gengur illa þá kemur Torres inná þegar 13 mín. eru eftir að leiknum…. Leikurinn endar 0:1 og það verður Riise sem skorar með þrumuskoti.
Ég er hræddur við Arteta en hann vrðist ekki alveg vera kominn í gang eins og hann endaði tímabilið í fyrra.
Ég bara trúi því ekki að lið eins og Liverpool geti átt svona marga lélega leiki í röð….svo núna er komið að því að spila eins og menn og vinna!!
Ég spái því að Xabi og Torres byrji báðir.
Reina
Finnan
Carra
Hyypia
Arbeloa
Pennant/Benayoun
Gerrard
Alonso
Babel
Torres
Voronin
Fer 1-3 og Torres stimplar sig inn í grannaslaginn með þrennu.
Bakarinn
Þetta verður svakalegur leikur sem við vinnum 3-2
Torres setur 2 kvikindi og kuyt 1. Við eigum eftir að sjá Rafa brosa á kantinum. Flott upphitun maggi. VIÐ GÖNGUM ALDREI EINIR!
Glæsileg upphitun Maggi… Ekki amalegt að eiga fyrrverandi dönskukennara hér á Liverpool blogginu 😉 Shubidua eða… 😀
En að leiknum, Ég spái 0-1 sigri fyrir okkar mönnum og VONA að Crouch nái að setj´ann. Maður er farinn að vorkenna honum aðeins :=
Flott upphitun Maggi og ég er sammála flestu sem þú segir um þennan leik. Ég veit ekkert hvernig Rafa stillir upp – og er feginn að það er ekki ég sem þarf að spá í byrjunarliðið í þetta sinn – en mig grunar samt að það verði pláss fyrir Dirk Kuyt og Peter Crouch á morgun. Torres gæti komið inn af bekknum, en það er bara mín spá.
Þessi leikur leggst samt ómögulega í mig. Ef Tottenham gátu skorað tvö á Anfield geta Everton alveg skorað þrjú á Goodison eins og í fyrra. Ég bara trúi ekki að menn mæti til leiks með buxurnar jafn mikið um ökklana og í fyrra. Ég spái því að við fáum jafnteflisleik á morgun, en vona um leið að okkar menn nái að nikka sigurmarki.
Úff, spenntur. Boltinn er að byrja að rúlla aftur … loksins!
Ég er skíthræddur við þennan leik og jafnvel að maður sætti sig við jafntefli. Það er þó háð því að einhver Liverpool-leikmannanna taki sig til að sparki hressilega í Cahill, helst liggjandi í þessum leik. Ég er ekki ofbeldisfullur maður og ég hata grófa leikmenn en þessi hel**** ku*** á þetta skilið. Eitt að Everton hafi valtað yfir okkur í fyrra en annað að Cahill lagði nánast upp fyrsta markið með að taka Alonso hálstaki á jörðinni. Það eru fáir leikmenn í heiminum sem ég hata meira en þetta ógeð.
Flott frumraun Maggi. Þú getur alltaf rifið kjaft og greinilega skrifað 🙂
Er sammála um margt en ég er alls ekki bjartsýnn fyrir þennan leik.
Vandamálin eru enn til staðar hjá andlausum Steve.
Þeir munu keyra á Hyypia og þá lætur eitthvað undan.
Held að þeir taki þetta 2-1 og þá ER helgin ónýt.
Ég byggi þessa spá á því að þeir hafa verið mjög andlausir í undanförnum leikjum og vona að ég hafi alls ekki rétt fyrir mér.
Halló félagar, ég var með ummæli 1,spurði um Kuwell, veit einhver um hann? Maggi flott hjá þér,hokinn af reynslu.Ég spái Liv sigri,en ég held að sissoko verði ekki með,hann verður að aga sig og Rafa hlýtur að sjá það.Voronin og Torres frammi. Taka svo þettað Liverpool
Kewell er ekki pottþétt ekki í hópnum skv. BBC þá eru þetta þeir sem koma til greina í hópinn
Liverpool (from): Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Arbeloa, Pennant, Gerrard, Mascherano, Riise, Torres, Kuyt, Voronin, Crouch, Babel, Alonso, Sissoko, Aurelio, Itandje, Leto.
Flott upphitun, get ekki neitað því að maður sé ekki með smá fiðring í maganum og segi eins og steini eg hata að tapa fyrir Everton. Þetta veltur á því í dag hvort Gerrard ákveði að fara að spila knattspyrnu, ef hann dettur í gírinn sem ég hef tröllatrú á þá vinnum við þennan leik því með hann í stuði þá rífur hann allt liðið með sér til að gefa 120% í leikinn og við þurfum bara virkilega á því að halda.
Það er allt til reiðu heima hjá mér vaknaði fyrir 8 og þá var syn 2 ekki inni bara dagskrá dagsins uppi á skjánum og svo þættir í gangi og textinn við þá en enginn mynd en það er komið í lag svo ég get andað léttar.
En eg spái þessum leik 1-2 og Torres og Gerrard setja mörkin.
Koma svo Áfram Liverpool.
Takk Nonni.Nú stittist í leikinn,vona bara tvennt, að liv skori fullt af mörkum,og að sissoko verði ekki með,nema að það sé búið að laga hann frá því í síðasta leik og hann sé í passlegum skóm.Koma svo LIVERPOOOOOOL