Arsenal á hvíldardaginn!

Á sunnudaginn kl. 16:00 fer fram stórleikur helgarinnar á Anfield! Arsenal menn kíkja í heimsókn og eins og fyrr býst maður við heimasigri, alveg sama hvaða lið það er sem kemur í heimsókn. Um síðustu helgi unnum við Everton eins og flestir vita en svo í miðri viku komu bremsuför í brækurnar þegar við töpuðum 2-1 gegn Besiktas. Maður fer að hugsa hvað þurfi til að rífa þetta upp, þá meina ég almenninlega upp, ekki bara fyrir einn leik! Ef menn ná ekki að búa til stemningu og koma inn í leikinn gegn Arsenal snælduvitlausir og baráttuglaðir, þá gera menn það aldrei. Sigur í þessum leik myndi auka sjálfstraust liðsins gífurlega og því er þetta mjög mikilvægur leikur, gæti orðið vendipunkturinn hjá okkur.

Rafael Benítez er hinn rólegasti og segist ekki finna fyrir neinni pressu þrátt fyrir brösótt gengi Liverpool síðustu vikur. Ég vona að hann stappi stálinu í Steven Gerrard og að kapteinninn mæti ferskur til leiks og rífi sína menn áfram. Það er orðið mjög langt síðan að hann hefur átt frábæran leik í rauðu treyjunni, þá meina ég performance þar sem hann er út um allan völl, á nokkur þrumuskot að marki, kemur með úrslitasendingar og hvetur menn áfram og býr til stemningu í liðinu! Ég sakna þessa Steven Gerrard mjög mikið.

Lið Arsenal er eins og við vitum öll að spila frábæran bolta, skemmtilegasta boltann að margra mati, í deildinni eins og er. Þeir eru mjög hreyfanlegir og byggja upp á stuttum boltum, fáar snertingar og hátt tempó. Oft er erfitt að stöðva svona spilamennsku en það er alveg hægt, t.d. með að spila fast á móti þeim. Við stoppum ekki sóknir Arsenal nema menn séu alltaf nálægt mönnunum og spili physical! Hvað varðar sóknaraðgerðir okkar þá var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska gegn Besiktas, en nú er allt annar leikur á borðinu, leikur sem ég tel að gæti orðið vendipunktur fyrir okkur í deildinni eins og áður sagði.

Ég býst við miklu meiri krafti, alvöru baráttu og að leikmenn gjörsamlega klári sig, annað er óásættanlegt í svona stórleikjum. Væntingarnar eru vissulega miklar en þær eiga fullan rétt á sér.

Þegar kemur að því að skjóta á byrjunarlið Rafa þá vandast oft málið. Ég hef mikið hugsað um þetta í dag og ég tippa á eftirfarandi lið:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Benayoun – Gerrard – Alonso – Babel

Voronin – Kuyt

Bekkur: Itandje, Hobbs, Lucas, Mascherano, Torres.

Rökstuðningur: Reina er að sjálfsögðu á milli stanganna, hefur vaxið gríðarlega síðan hann kom til klúbbsins og að mínu mati er hann besti markmaður í boltanum í dag.

Vörnin: Verður mjög sennilega hefðbundin og hana þarf ekkert að skýra fyrir mönnum.

Miðjan: Alltaf athyglisvert umhugsunarefni. Ég held að Babel og Benayoun verði á köntunum, báðir frískir og tæknilega góðir leimenn sem geta búið til skemmtilega hluti og komið vörnum andstæðinganna í opna skjöldu. Rafa hugsar örugglega mikið um skyndisóknir í þessum leik og mun þá nota hraða Babel í þær. Gerrard að sjálfsögðu í byrjunarliðinu og reynsla Alonso mun koma sér vel. Við erum búnir að sakna Alonso mikið síðustu vikurnar og vonandi að hann byrji inná. Pennant er að fara í aðgerð og er því úr leik í nokkrar vikur, slæmt fyrir okkur því hann er mjög frískur!

Sóknin: Þar sem framherji númer eitt Fernando Torres er tæpur fyrir leikinn tel ég nánast öruggt að Kuyt verði frammi, en spurningin er hvort verður Voronin eða Crouch með honum? Verður kannski Torres látinn byrja? Ég þori ekki að stilla honum hér upp því Rafa sagði að hann gæti hugsanlega verið með (sem þýðir örugglega ekki í byrjunarliði), hann hefur æft með liðinu og læknaliðið mun ákveða hvort hann verði með eða ekki. Ég tel því ólíklegt að hann byrji. Ég set Voronin við hliðina á Kuyt því Crouch hefur ekki átt fast sæti í liðinu. Crouch skoraði þrennu gegn Arsenal á Anfield í fyrra en ég efast um að hann byrji eða jafnvel komist í hóp. Voronin hefur komið á óvart og spilað vel og vonandi að hann haldi uppteknum hætti og geri varnarmönnum gestanna lífið leitt.

Rafa mun samt örugglega koma okkur á óvart með vali sínu að venju, en við sjáum til.

Mín spá: Ég get ómögulega gert mér grein fyrir hvernig þessi leikur fer, bæði lið eru taplaus í deildinni. Það hefur verið óöryggi og titringur í öftustu línu Liverpool að undanförnu en menn verða að laga það ef þeir ætla að sigra lið sem vann síðasta leik sinn 7-0 og er með sjálfstraustið í botni. Það er spurning hvernig Arsenal menn bregðast við ef Liverpool spilar fast á móti þeim, gefur þeim engar glufur og spila svo hratt á þá.

Fyrirfram myndi maður skjóta á að Arsenal myndi taka stigin 3, miðað við síðustu leiki beggja liða, en fótbolti er íþrótt þar sem menn verða að vilja og berjast, hvort liðið vill þetta meira? Þar sem við erum á heimavelli ætla ég að spá að við verðum miklu graðari en gestirnir og sigrum leikinn 2-1. Sá sem mun sjá um að þenja netmöskvana á Anfield að þessu sinni verður Carragher en hann mun setja tvö, Hyypia mun skora fyrir Arsenal. Neinei, að öllu gamni slepptu þá verða það miðjumennirnir Alonso og Gerrard sem setjann og mér er alveg sama hver skorar fyrir Arsenal.

Hér eru nokkrar hreyfimyndir úr fyrri viðureignum liðanna, svona rétt til að ylja mönnum um hjartarætur og rifja upp góðar stundir.

Alonso með eitt gullfallegt

Mellor með eitt eftirminnilegt

Crouch fullkomnar þrennuna

Ég vona að mitt lið mæti til leiks á sunnudaginn til að sigra og berjist eins og grenjandi ljón, ég finn það á mér, eitthvað stórkostlegt er í vændum!!

YNWA.

43 Comments

  1. Það gæti nú skýrt slakt gengi Pennant undanfarið að hann er búinn að vera í stanslausri meðhöndlun vegna meiðslanna undanfarnar 8 vikur.

  2. Gaman að sjá framherjaparið í Alonso-markinu, Mellor og Sinama-Pongolle. 🙂

  3. Fín upphitun og ég er sammála þessu liði að flestu leyti nema því að Mascherano verður pottþétt inni. Ástæðan er einföld; hann fær það hlutverk að spila Fabregas út úr leiknum. Þannig að ég myndi telja líklegt að Alonso byrji á bekknum og komi inn þegar líður á, en ef Alonso er til í slaginn frá byrjun gætum við séð Gerrard fara út á hægri kantinn í stað Pennant, og þá Benayoun eða Babel á vinstri kantinum.

    Annars er ég að verða nett stressaður fyrir þennan leik, ég verð að viðurkenna það.

  4. Já þetta er einmitt það sem ég pældi líka í Kristján Atli. En fyrst að Alonso spilaði ekki neitt á miðvikudaginn þá fannst mér eins og Rafa væri að spara hann. En þá er spurning hvort Gerrard verði á hægri og þá er líka spurning með Babel og Benayoun, rétt.

    Ég vill bara fá tvo kantmenn og hafa Gerrard á miðjunni ásamt Alonso, svo einfalt er það. Kannski blanda af ósk og spá þetta byrjunarlið mitt:)

  5. Liverpool spáð sigri, kemur á óvart. 😀
    Þið spáðuð Liverpool sigri í öllum viðureignum liðanna í fyrra, þið höfðuð þó rétt fyrir ykkur einu sinni. Ágætis árangur það.

  6. Ég er drullusmeykur fyrir þennan leik vegna þess að við erum ekki í formi á meðan Arsenal eru hreint út sagt frábærir. Eigum við ekki að vona að það breytist á sunnudaginn en ég spái annars jafntefli 2-2 í bráðskemmtilegum leik.

  7. Djöfull argaði ég mikið þegar hafnaverkamaðurinn Niel Mellor skoraði þetta mark. Ótrúlega gaman að rifja þetta mark upp.

    Núna segi ég eins og Bonnie Tyler forðum, I need a Hero.

    Hver stígur upp á sunnudaginn? Verður það einhver. Ég spái því að yfirburðar besti miðjumaður Liverpool FC, Xabi Alonso, geri það og sýni í eitt skipti fyrir öll hve mikilvægur hann er.

    Áfram Liverpool

  8. Ég segi bara fight fire with fire. Mætum þessu Arsenal liði með blússandi sóknaruppstillingi á móti þeirra. Uppstillingin sem ég væri til í að sjá (þó ég efist um að ég fái að sjá hana) er 4-3-3 með Gerrard og Benayoun sitthvoru megin við Alonso á miðjunni og Kuyt og Torres sitthvoru megin við Crouch frammi. Og svo bara hlaupa og berjast þangað til menn detta niður dauðir. Eins og Arsenal er að spila þessa dagana verð ég ekki sár ef okkar menn tapa eða gera jafntefli en BARA ef liðið LEGGUR SIG NÚ EINU SINNI ALMENNILEGA FRAM.

    Og hana nú.

    Áfram Liverpool

  9. Ég held að Benítez sé búinn að sjá að það er ekki hægt að hafa þessa tvo leikmenn saman frammi. Það er búið að reyna nokkrum sinnum að láta þá spila saman en það hefur aldrei gengið. Enda eru þetta mjög líkir leikmenn með miðlungs getu. Það mætti alveg eins setja tvo varnarmenn þarna fram.
    Hann hefur pottþétt Mascherano inná….enda er hann að verða einn mikilvægasti leikmaður liðsins (þrátt fyrir slakar sendingar hér og þar). Að hafa svona kraftmikinn og drífandi leikmann sem gefur alltaf allt í botn er priceless. En Kuyt verður einn frammi og Gerrard fyrir aftan hann sem semi-striker. Xabi og Masc á miðju og Banayoun og Babal á köntum.

    Ég get ekki að því gert en ég er mjög sáttur að Pennant fái að hvíla sig aðeins….eða bara alltaf!!!!

  10. Voronin og Kuyt voru frammi síðast og gátu ekki skorað,svo að ég vona að Torres og Crouch verði núna 2 ólíkir framherjar.En annars er mér sama bara ef menn leggja sig fram sem ég veit að LIVERPOOL GERIR

  11. Ég var að rifja upp hvenar við fengum síðast “Gerrard performance” frá Gerrard og ég finn ekkert almennilegt síðan bara í FA Cup úrslitunum á ágætis maídegi árið 2006.

    Gerrard nú er komið að því að skila marki.. nei mörkum!

  12. Held að framherjapar í þessum leik sé 100% Crouch og Torres. Crouch skoraði þrennu í leik liðanna áAnfuield í fyrra.Torres hefur fengið góða hvíldeftir léttvæg meiðsli.

  13. Þetta verður 3:1 sigur okkar manna. Hiklaust! Þetta lið á það skilið að vera tekið í karphúsið af okkur. Let’s do it, guys!!! Torres skorar, Kuyt skorar og Gerrard skorar! Sami læðir inn einu fyrir mótherjana… 🙂

  14. djöfull sakna ég þess þegar hamann spilaði fyrir liverpool.. okkur vantar þennann stóra varnarsinnaða miðjumann sem kann að senda boltann.. bara ef sissoko gæti sent boltann..

  15. Ég hreinlega vorkenni Hyypia að mæta þessum eldsnöggu Arsenal mönnum.. Ef Liverpool sleppur með skrekkinn þar er allt galopið.
    Vonandi verður Walcott litli og hans félagar skíthræddir á brjáluðum Anfield.
    Reynsla Liverpool skal taka þetta

  16. Markið hans Mellor…. tærasta snilld. 🙂 Ég man svo vel eftir þessu. Pottþétt hámarkið á feril þessa stráks. Markið kemur í uppbótartíma. Ég held ég hafi sjaldan eða aldrei fagnað marki jafn tryllingslega eins og þessu marki… 🙂 Takk fyrir upphitun og setja þessa tengla með.

    Auðvitað vinnum við á Sunnudaginn. Ekki spurning. Bara verðum. Ég er kominn með þennan leik á heilann, svo spenntur er ég!!!!!

    Koma svo Liverpool….

    YNWA

  17. Ég og nokkrir vinnufélagar höfum verið að spá í hvað er að hjá Liv,og vorum sammála að sendingageta allra leikmanna sé verri en hún var.Til dæmis sá maður Hyypia senda bolta langt fram,beint á kollin á vinstri eða hægri kantmanni,ekki í dag.Gerrard með fína stungu á framherja,ekki í dag.Oft sá maður fínan bolta frá kanntinum ,ekki mjög oft í dag.Finnan oft með fínar sendingar,ekki í dag.Miðjan oft með góðar sendingar sín á milli og á kanntana,ekki í dag.Svo ef maður skoðar leikina undanfarið þá er það sendingarnar sem hafa verið að skemma spilið hjá Liv.Ég held að það sé nokkuð til í þessu.Var kannski Poko (eða hvað hann nú heitir)að æfa menn í sendingum?

  18. Ég ber mikla virðingu fyrir Mellor þó hann hafi ekki verið alveg nógu góður. Hann gerði margt fyrir klúbbinn, veturinn 2004-2005 sérstaklega. Hann skoraði mörg mikilvæg mörk og hver man ekki eftir þætti hans í Meistaradeildinni þann veturinn? Þegar hann og Sinama komu báðir inn á og áttu nánast allan þátt í endurkomunni – sem leiddi svo til eins ótrúlegasta tímabils í langan tíma. Arsenal markið gleymist aldrei og það náttúrulega killer mark. Ég man svo eftir fleiri mörkum þetta tímabil, svo sem góðu marki gegn Newcasle.

    Vissulega var hann ekki nógu góður til að vera í stórliði en hann gerði mikið fyrir Liverpool og það er ljóst að Mellor mun alltaf vera einn af “mínum mönnum”. Augnablikið þegar hann skoraði gegn Arsenal er sennilega það moment (ásamt marki Gary Mac gegn Everton) sem ég hef fagnað hvað mest sem Liverpool aðdáandi og er hvað minnisstæðast.
    Gangi þér vel Niel!

  19. Annars Einsi kaldi, þá hætta menn ekki að kunna að senda þó aðstoðarþjálfarinn fari. Þetta er sálrænt sem hefur verið í gangi. “Góðir leikmenn hætta ekkert allt í einu að vera góðir”. Það er það sem er að hrjá Liverpool liðið að sjálfstraust manna og trú er í molum – þar kemur þjálfari liðsins náttúrulega alfarið inn í en hann ber höfuðábyrgð á því að þegar menn labba inn á völlinn séu þeir klárir.

    Ég veit þó að LFC vinnur Arsenal og vonandi fá menn við það aukið sjálfstraust og þann kraft sem við þurfum. Ef við vinnum hins vegar ekki (sem að ég er viss um að sé ekki að fara að gerast) þá sökkvum við enn dýpra og þá verður ansi erfitt að rífa sig upp.

  20. Stb ég var ekki að segja að þeir séu hættir að geta sent bolta ,heldur að sendinga geta hafi versnað hjá Liv í síðustu leikjum.Ég er hljóðfæraleikari og ég verð reglulega að grípa í hljóðfærið,annars missi ég snerpu og tækni það sama gildir um íþróttir æfa,æfa og æfa,og það er svplítið skrítið að sendingar hjá Liv, hafa dalað.Kannski er það að með nýjum þjálfara breytist æfingaprógrammið og lagt meira upp úr öðru og þá verður eitthvað sem situr á hakanum eins og t,d sendingar.Sammála að menn hætta ekki að vera góðir en þeir missa eitthvað ef þeir æfa ekki það sem þeir eru góðir í. LIVERPOOL 2 ars 0

  21. Mér finnst verulega skondin öll þessi umræða um Pako. Svo menn átti sig á því er hann höfundur “squad rotation” stefnunnar, enda “fitness” þjálfarinn. Þegar kemur að leikskipulagi og taktík er það Alex Miller sem er Rafa innan handar. Benitez er mjög frábrugðinn öðrum stórum þjálfurum að því leytinu til að hann hefur frá upphafi verið mjög mikið á æfingavellinum og sér alfarið um æfingar liðsins. Ólíkt t.d. Ferguson og Mourinho, þó helst líkt Wenger. Knattspyrnuæfingarnar hafa því ekkert breyst því Pako Ayasterian sá EKKERT um í þeim.
    Þannig að við sem erum að velta okkur upp úr squad rotation og flestir pirraðir á því erum svo tilbúnir að segja að brottför fitness þjálfarans sem var aðalstjórnandi þeirrar hugmyndar leiði af sér slakari frammistöðu hljótum þá að segja að hugmyndafræði hans sé rétt og við róterum ekki nóg. Eða? Ég held ekki. Hins vegar á LFC að læra á þessum málum. Houllier réð og missti ótal Frakka sem ekki vildu stoppa í Englandi og sama er að gerast með Spánverjana. Ég veit að Benitez réð nýjan fitness þjálfara frá Spáni og annan slíkan sem markmannsþjálfara í haust. Vona að þeir endist en held að það sé að verða ljóst að heillavænlegra er að gera eins og Wenger, finna Breta sem vilja vinna þar. Enter Sammy Lee takk í þjálfarateymið, en ekki fyrr en næsta sumar.
    Svo finnst mér vont að missa Pennant svo lengi, virðing mín fyrir honum eykst með því að heyra að hann hefur verið að spila meiddur í vetur. Nú er bara að vona að Harry Kewell komi inn eftir fína frammistöðu með varaliðinu í vikunni – því ekki eru kantmenn liðsins of margir. En sunnudagurinn verður fróðlegur. Ljóst að sóknarleikur Arsenal sem byggir á hröðum skyndisóknum hentar okkur ekki alltaf vel, t.d. í FA-cup í janúar síðastliðnum, en málið er að nýta færin sem við fáum í pressunni á þá, eins og í 4-1 sigrinum. Málið er að skora fyrst, skiptir gríðarlegu máli! Hyypia og Finnan verða að rífa af sér slyðruna, en ég er hræddastur við sóknarbakverði Arsenal, þar sem við erum ekki með ótal agressíva kantmenn er ég hræddur um að þeir fái mikið frjálsræði. Þess vegna held ég að ekki væri vitlaust að nýta Riise sem vinstri kant í þessum leik, þ.e. ef Arbeloa verður heill. 3-2 sigur í rosaleik!

  22. Einsi kaldi: “ég er hljóðfæraleikari og ég verð reglulega að grípa í hljóðfærið,annars missi ég snerpu og tækni það sama gildir um íþróttir æfa,æfa og æfa,og það er svplítið skrítið að sendingar hjá Liv, hafa dalað.”

    Þú heldur þá að það sé aldrei sent á æfingum hjá Liverpool eftir að Pako hætti?

  23. Í allri þeirri umræðu sem orðið hefur eftir leiki undanfarinna vikna hafa menn bent á lítið flæði í sóknarleik, slaka sendingagetu og vonda varnarvinnu. Mitt álit er að varnarvinnan sé í raun höfuðástæðan fyrir verra gengi því miðja og sókn fá ekki þann stuðning sem þarf frá vörninni og treysta henni ekki alveg. Vörnin í dag er sama vörn og Houllier var með, þ.e. Carra, Hyypia, Riise og Finnan. Enginn þeirra varnarmanna sem Benitez hefur keypti eru leikhæfir í dag vegna meiðsla en það eru allt menn sem eiga að vera byrjunarliðsmenn, Arbeloa, Agger og Aurilio (Insua síðan ungur en mjög efnilegur). Þessir menn eru allir hraðari en þeir sem eru að spila fyrir okkur núna og þeir eru um leið færari um að spila bolta úr vörninni.

    Í dag er allt of mikið um langar sendingar frá miðvörðunum sem verður til þess að byrja þarf á að vinna boltann aftur til að skipuleggja sóknir. Vörnin liggur of aftarlega, það er langt á milli manna og sendingar vilja misfarast. Þó breidd leikmannahópsins sé mikil þá vildi ég heldur hafa Arbeloa, Agger og Aurelio í liðinu í stað þeirra Finnans, Hyppia og Riise ásamt því að liðið hefur saknað manna eins og Kewell, Xabi og Torres. Mér finnst það þó skipta minna máli en að fá varnarmennina inn aftur. Stóru mistökin voru síðan auðvitað þau að hafa ekki keypt góðan miðvörð fyrir lok félagaskiptagluggans því þó Jack Hobbs sé eflaust ágætur er ljóst að Benitez treystir Hyypia betur.

  24. Stb afsakið villa hjá mér átti að vera svolítið (ekki svplítið)Jú auðvita æfa þeir allan pakkan, en maður setur = merki við lélegar sendingar og Pako hætti þettað skeður á sama tíma.Enda sagði Carr í viðtali að það hafi verið slæmt að missa Pako en hann væri þrek þjálfari og slæmt gengi Liv, væri ekki vegna þess að hann væri farinn ,svo að þeir ensku aðdáendur voru sem sagt líka að velta þessu fyrir sér .Ég er ekki endilega að segja að þettað sé út af Pako, en samt hafa sendingar verið slæmar hjá Liv, og þess vegna hefur spilamenskan verið slæm og árangur eftir því, eða finnst þér ekki sendingarnar hafa verið slæmar undanfarið í 6-7 leikjum

  25. Ég vill meina að leikurinn á sunnudaginn sé leikurinn þar sem Gerrard rífi sig almenninlega upp og leiði liðið til sigurs. HANN ER AÐ FARA AÐ SPILA SINN 400. LEIK FYRIR LIVERPOOL! Trúi ekki öðru en að við fáum smá Gerrard performance!

    Svo er spurning með Kewell, hann lék einungis hálfan leik með varaliðinu fimmtudaginn og spurning hvort Rafa hafi hann á bekknum og hendi honum inná ef illa gengur. Það er ekki séns að Kewell byrji, líkurnar eru mjög litlar, en ef hann nær sér alveg af þessum meiðslum þá er ekki langt þangað til að hann verður í byrjunarliðinu, frábær viðbót í liðið.

  26. Sælir félagar
    Mér finnst Guðmundur #25 komast að kjarna málsins. Vörnin og tengslaleysi milli varnar og miðju. Gegn þessu Ars liði verðum við að hafa hraðari menn en Hyypia. Spái að hann verði á bekknum. Eins mun Sissoko byrja inná og síðan kemur Alonso inná þega Sissoko verður komin með spjald eftir ítrkuð brot á Fabregas.
    Hvað með það sem Rafa sagði einhverstaðar í vikunni að hann væri með óvænta hluti í pokahorninu. Eru þessir óvæntu ef til vill Kewell og Agger og Torres í byrjunarliði. Það væri verulega óvænt og brjálað.
    En hvað sem verðu þá er ekkert um það að ræða. Við verðum að vinna þennan leik MU og C$$$$ eru að rúlla yfir andstæðinga sína og staða okkar leyfir ekkert jafntefli eða tap.
    Hvað sem menn segja þá er spilamennska þessara liða með þeim hætti að okkur stafar veruleg ógn af þeim. Og ef við ætlum að vera í hópi þeirra fjögurra stóru þá er ekkert nema sigur sem getur haldið okkur þar. Man city á ekki breik gegn C$$$$ og Midd. ekki gegn MU. Ars hafa verið að rúlla yfir andstæðinga sína og þó þeir hafi átt í ákveðnum vandræðum með 11 manna vörn Bolton þá er ekki hægt að segja að sigurinn hafi nokkurn tíma verið í hættu í þeim leik.
    Svo ef við töpum erum við búnir að missa af lestinni er ég hræddur um. Því kemur ekkert nema sigur til greina. Spila fast og líkamlega, vera alltaf í mönnum Wengers og gefa þeim aldrei frið til nokkurs hlutar. Berjast til síðasta andardráttar og deyja sem sigurvegarar. 🙂

    YNWA

  27. Þá er það komið á hreint Sammy Lee kemur ekki inn í þjálfarateymi Liverpool, en það skiptir ekki máli Liverpool verður að vinna þennan leik og ég er sannfærður um að við fáum alvöru Gerrard performance!! 3-1 fyrir liverpool Gerrard 2 Riise 1 og gæti ekki verið meira sama hver skorar fyrir Arsenal má vera Lehmann mín vegna:)

  28. Man City tapar fyrir che 6-0, spútnings liðið Man city. Já margt getur gerst í boltanum . En við eigum 2 leiki til góða ásamt ars, og f,l. Nú er að duga eða að lifa. Bræður úps, systkini við tökum þettað á morgun er það ekki?

  29. Gæti ekki verið meira sammála Guðmundi(#25). Vandamálið liggur í vörninni og þá sérstaklega í því hversu lamaðir Carra og Hyypia eru í að koma boltanum frá sér. Um leið og þeir fá á sig smá pressu er boltanum þrumað eins langt fram og mögulegt er. Carra sendir alltaf á sama stað, upp í horn (stúku) fjær og það er ekki mikið mál að lesa þetta enda eru öll lið sem við mætum farin að stóla á þetta og ég er handviss um að við eigum eftir að sjá Ars leggja upp með akkúrat þetta, leyfa Carra og Hyypia að fá boltann og setja svo pressu á þá. Með fullri virðingu fyrir Hyypia og því sem hann hefur gert fyrir klúbbinn þa er hann búinn og ég væri mikið frekar til í að sjá Hobbs inni í hans stað. Hann þarf að vera töluvert slakur til þess að vera verri en Carra og Hyypia hafa verið undanfarið. ÉG SAKNA AGGER…

    Ég er samt sem áður ekki svartsýnn fyrir morgundeginum og held að við tökum þetta, Carra og Hyypia skora sitthvort sjálfsmarkið en Gerrard rífur sig upp á rassgatinu og setur 2, Riise skorar svo sigurmarkið.

  30. Eins og Guðmundur(#25) var að segja vantar þetta balance í vörnina þeir sem eru leikfærir eru annaðhvort of ungir eða of gamlir, er alveg viss um að eftir 2-3 ár verður varnarlína Liverpool
    Arbeloa-Hobbs-Agger-Insua
    og á hún eftir að standa þannig næstu árin en þangað til þarf einhvern sem höndlar ensku deildina sona 24-27 ára gamlan sem hefur sannað sig þarf ekkert endilega að vera framtíðar maður bara einhver sem hægt erað treysta á, jafnvel leysa Carragher af við hlið Agger þangað til þessir ungu strákar eru til búnir í aðalliðið
    síðan er líka bara hægt að selja Hyypia,riise og finnan og kaupa Micah Richards frá City:D

  31. Ef við mætum þeim strax á fullum krafti og klippum miðjuspilið þeirra út með því að láta mann til höfuðs fabregas t.d Mascherano eins og gert var við kaka í CL síðast þá er hálfur sigur unninn.en aftur á móti ef að sama andleysi verður í liðinu og er búið að vera undanfarið þá gærum við verið í vondum málum og eina sem gæti bjargað okkur þá er að áhorfendur verði ógurleigir og hið unga lið arsenal muni ekki höndla lætin á vellinum..
    En fyrst og fremst að setja mann til höfuðs fabregas og pressa þá út um allann völl líkt og við gerðum við chelsea á Anfield síðast og þá er ég viss um að við verðum en taplausir eftir þessa umferð

  32. Og plís ekki býða fram á 90+ í að klára leikinn..Bara ganga frá þeim strax og gera allt brjálað á vellinum

  33. Komment Guðmundar (#25) er án nokkurs vafa eitt gáfulegasta komment sem komið hefur á þetta blogg.

    Þetta er vandamálið í hnotskurn. – Kýlingar frá Carra/Sami og við þurfum að vinna boltann aftur. Þó svo að Sami sé mun skárri en Carra að koma boltanum frá sér, þá er hann enginn Agger sem er svakalega góður ball-playing centre-back.

    Stöndum saman á morgun.

  34. Ég finn það svo hrikalega á mér að 201 sentimetri muni vera munurinn á liðunum í dag. Eins mikið og ég vil Crouch burt að þá tel ég að hann verði sá sem gerir gæfumuninn í dag……frábært fyrir leikinn í dag en ekki eins gott upp á framtíðina.

  35. Guðmundur hittir svolítið naglann á höfuðið þegar hann bendir á vandræðin með kýlingarnar frá carra og hyypia en ég er þó ekki sammála að það sé rót alls vandans. Mitt mat er að liðið vanti gjörsamlega playmaker í fjarveru Alonso og Agger, og já, Agger spilaði sem nokkurs konar playmaker úr hjarta varnarinnar áður en hann meiddist.

    Við vitum öll að á góðum degi er Alonso besti playmakerinn í ensku deildinni, skuldlaust, og á slæmum degi er hann samt betri en hinir miðjumennirnir okkar til samans í því hlutverki. Í fjarveru Alonso hefur Agger tekið að sér hlutverk hans, dreift spilinu og borið boltann fram völlinn. Agger hefur góða boltatækni, góða sendingagetu og er líka prýðilegur skotmaður og getur því verið stórhættulegur andstæðingunum þegar hann er kominn inn á þeirra vallarhelming. Þar að auki virðist það augljóst að þegar varnarmaður er að þvælast fram með boltann hljóta sendingarmöguleikar fram á við að vera a.m.k. einum fleiri en þegar miðjumaður er að því. Og það er eitthvað sem okkur hefur vantað sárlega í síðustu leikjum.

    Ég tók sérstaklega eftir þessu í leiknum í tyrklandi þar sem trekk í trekk kom Gerrard alveg aftur til varnarinnar til að sækja boltann og á sama tíma var mascherano við hliðina á honum, vel aftan við miðju og bakverðirnir voru það líka, sem sagt 7 liverpool menn aftan við miðju og 4 frammi, tæplega mjög vænlegt til árangurs, eða hvað? Með Agger í vörninni hefði þetta ekki gerst, Gerrard hefði haldið sig framar á vellinum og leyft Agger að bera boltann fram. Að því leyti hafði Guðmundur rétt fyrir sér með að okkur vanti betri varnarmenn.

    Hlutverkaskiptin á miðjunni virðast líka vera klárari þegar Alonso er á vellinum, hann á að sækja boltann til varnarinnar og hver sem er með honum á miðjunni á að færa sig framar, menn hafa kvartað mikið yfir því að sissoko hafi spilað of framarlega á vellinum en ástæðan fyrir því er einmitt sú að koma í veg fyrir að þetta hyldýpi skapist milli miðju og sóknar eins og var í leiknum við besiktas. Með Alonso sem playmaker sætta menn sig við þessi hlutverk, en þegar Gerrard tekur það að sér gengur þetta ekki upp því hann vill bæði vera maðurinn sem fær boltann hjá vörninni og vera sá sem tekur hlaupinn inn í vítateig og helst að gera þetta á sama tíma sem gerir ákvarðanatöku mannsins við hliðina á honum margfallt erfiðari.

    Mín skoðun er sem sagt sú að liðið getur vel komist af án annaðhvort Agger eða Alonso en að missa þá báða í einu er algjör katastrófa. Það var svo alveg dæmalaus óheppni að missa þá á sama tíma í eins meiðsli og báða í jafnlangan tíma. Benitez fær svo að sjálfsögðu smá skömm í hattinn að geta ekki fundið lausn á þessu vandamáli (ef það er þá yfirhöfuð hægt að kalla það vandamál að vera taplaus í deildinni eftir 9 leiki).

    Já og kanski smá að leiknum á eftir. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart sem hafa nennt að lesa í gegnum þetta sem ég skrifaði að ég held að okkur eigi eftir að ganga prýðilega gegn þessu Arsenal liði ef annar þeirra félaga, Alonso og Agger, spilar eða jafnvel báðir en eigum eftir að vera í stökustu vandræðum ef hvorugur þeirra er með. Arsenal á eftir að skora í þessum leik, ég held að það sé nánast örugg,t en ef þeim er haldið í einu marki ætti sigur að vinnast í leiknum og þá sérstaklega ef okkur tekst að skora á undan.

    Mín spá: 2-1 og mér er nákvæmlega sama hver skorar mörkin.

  36. Fyrir þetta tímabil var það gefið út að markmiði væri að stefna að enska titlinum. Miðað við það markmið hlýtur leikurinn í dag að vera mikilvægasti leikur tímabilsins hingað til hjá okkar mönnum. Eftir hann höfum við mætt 2 af 3 “samkeppnisaðilum” okkar um titilinn í ár á okkar heimavelli. Chelsea leikurinn fór 1-1, og ef þessi leikur fer verr þá erum við svo gott sem búnir að sanna það að við höfum ekki það sem til þarf þetta tímabil til að keppa við þessi lið um titilinn. Fyrir utan það að við verðum þá 9 stig á eftir toppliðinu. Þetta að mínu mati undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna þennan leik, það er algjört lykilatriði.

  37. Það er orðið annsi langtsíðan að maður sá leik með Liverpool sem skipti eingu máli þannig lagað séð,leikur þar sem heimsendir er ekki í nánd þótt hann tapist..9 umferðir búnar og alltsaman bara úrslitaleikir nánast..Meigum ekki tapa í CL heldur ekki í 10 umferð PL

  38. Auðvita viljum við vinna þennan leik Davíð, en þó svo að það verði ekki er ekki öll nótt úti.þettað er rétt að byrja og ars eða m u geta líka tapað leikjum og við farið að vinna. Sputnings liðið m c tapaði rosalega í gær þettað var niðurlæging, svo allt getur gerst í boltanum.KOMA SVO LIVERPOOL YES YES YES

  39. Ég vil taka undir það sem Svenni #37 segir um mikilvægi Agger og Alonso fyrir liðið og hve slæmt er að missa þá báða á sama tíma. Í síðustu leikjum hafa miðjumenn andstæðinganna þrengt mjög að miðjumönnum okkar þegar Liverpoolvörnin er með boltann svo sendingarmöguleikarnir fram verða erfiðir. Mér sýnist að knattspyrnustjórar mótherjanna leggi þetta einfaldlega þannig upp enda meðvitaðir um vandann. Gerrard verður því að koma mjög aftarlega vilji hann boltann en hans staða á að öllu jöfnu að vera frjáls staða framarlega á vellinum. Þar vantar því mann (sem er auðvitað ágæt staða fyrir mótherjana) og framherjar okkar fá ekki þann stuðning sem þeir eiga að fá og verða því að leita aftar á völlinn. Hve oft höfum við ekki séð framherja okkar fyrir aftan miðlínu og stundum nálægt okkar vítateig?

    Sé horft til Valencia liðsins undir stjórn Benitez var þessi vandi ekki til staðar, vörnin var vel spilandi og sótti framar, miðjumennirnir fengu bakstuðning og höfðu meiri möguleika sóknarlega. Þó Liverpoolvörnin hafi varist vel síðan Benitez kom til liðsins hefur hún að sama skapi ekki verið nógu öflug fram á við en það fannst mér breytast með komu Agger til liðsins. Þegar vörnin virkar eins og Benitez ætlar henni fáum við að sjá mjög athyglisvert lið því við erum með mjög öfluga miðju- og sóknarmenn. Liðið í dag hins vegar skortir jafnvægi en það kemur þegar þeir varnarmenn sem Benitez hefur fengið til liðsins verða allir leikfæri – og vonandi sem fyrst. Tímabilinu lýkur hins vegar ekki fyrr en í maí:-)

  40. Ég er hjartanlega sammála Svenna (#37). Þetta er án efa það sem fer mest í taugarnar á mér varðandi Hyypia umfram Agger. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af varnarvinnslunni í Hyypia, en hann er afleitur í að koma upp með boltann. Liðið fer alltof oft í þann pakka að kýla fram úr vörninni.

    Ég verð talsvert rólegri þegar ég sé uppstillinguna ef þessi tvö atriði verða í lagi:

    • Kuyt og Voronin verða EKKI saman frammi (þ.e. annaðhvort Crouch eða Torres spili
    • Alonso verði á miðjunni.
  41. Hehe, margir vilja Lilju kveðið hafa!

    Ég benti sjálfur einmitt á þetta með hversu gríðarmikilvægur Daniel Agger og hans öryggi á boltanum eru orðinn Liverpool fyrir HEILLRI VIKU síðan.
    http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/10/20/15.23.30/#comments
    Komment – Nr.46

    Einnig hef ég þegar spáð í hvað gerist ef Agger og Alonso koma núna inní liðið með sína sendingargetu – hérna: http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/10/24/20.43.51/#comments
    Komment nr.102

    Ég vil ekki hljóma eins og einhver kverúlant en þegar menn eru farnir að tala um gáfulegustu komment spjallsins þá vill maður fá sín höfundarréttarlaun. 🙂

    1-1 jafntefli kæmi mér ekki á óvart á eftir. Liverpool verður þó mun betri aðilinn, ekki ósvipað Chelsea leiknum. Þetta fer eftir því hvort liðið skorar fyrsta markið.
    Gæti jafnvel gerst að Rafa fari í 4-3-3 í næstu leikjum. Eitthvað segir mér að næstu vikur verði mjög athyglisverðar hjá Liverpool FC.

Hicks: Rafa verður að vinna titilinn

Uppfært: Arsenal-leikurinn