Liðið gegn Cardiff

Jæja, liðið gegn Cardiff er komið. Hobbs byrjar inná með Carra og svo á miðjunni eru El Zhar, Lucas og Leto með Stevie G. Frammi fær svo Ryan Babel að spila með Peter Crouch. Ferlegt að fá ekki að sjá þennan leik.

Itjande

Arbeloa – Carragher – Hobbs – Aurelio

El Zhar – Gerrard – Lucas – Leto

Babel – Crouch

Á bekknum: Martin, Riise, Kewell, Benayoun, Mascherano.

53 Comments

  1. Momo ekki í hópnum…hmmm…ætli dagar hans hjá klúbbnum séu taldir?

    annars lýst mér vel á þetta lið, ánægður með að hobbs og lucas séu í startup:)

    spái 2-0 sigri heimamanna, El Zhar og Aurelio skora.

  2. Momo var veikur á laugardaginn og það gæti vel verið að hann sé enn veikur. Ef hann væri heill, þá held ég að hann væri á bekknum í staðinn fyrir Masche.

  3. Flott lið!
    Alveg svakalega glaður að sjá Hobbs og El Zhar þarna, nú vakir maður fram að miðnætti og notar LFC.tv passann!!!

  4. Þetta er flott lið! Það kemur vissulega á óvart að sjá SG og JC þarna inni en mér skilst að það hafi ekki annað verið hægt, þar sem Rafa var ákveðinn í að hvíla Hyypiä og Momo er enn eitthvað slappur eftir helgina.

    Gaman að sjá Babel og Crouch saman frammi, og eins verður spennandi að sjá hvað býr í kjúklingunum þremur sem spila með SG á miðjunni.

    Mín spá: 2-2 eftir framlengingu og Itandje reddar okkur í gegn í vító. Ver síðasta vítið frá Hasselbaink. 😉

  5. Hvaða grín er það eiginlega að sýna leikinn hvergi? Er einhver stærri viðburður er Guð á Anfield í kvöld?!? Meira ruglið.

    Við vinnum þetta 3-1, Gerrard með 2, Crouch 1 og auðvitað skorar Guð fyrir framan Kop!

  6. Jæja, rúmar 10mín. búnar og miðað við útvarpslýsinguna er þetta lífleg byrjun. Fowler fékk aukaspyrnu eftir 4 mín, Arbeloa braut á honum. Hann tók spyrnuna sjálfur og Itandje varði gott skot hans. Nokkrum mínútum síðar skaut Babel rétt yfir eftir góðan undirbúning Crouch, svo skaut Lucas en vörnin varði og í þessum töluðum orðum var Leto að skjóta framhjá.

    Það er virkilega gaman að hlusta á þennan leik, stemningin á vellinum virðist vera gríðarleg. Ég er þegar búinn að heyra öll Kop-lögin sungin og nokkur Fowler-lög líka. 🙂

    0-0 ennþá en lifandi byrjun.

  7. “Lucas with a scorching ball out wide to Leto.” -Steve Hunter að tapa sér yfir Lucas. Ég hef heyrt áhorfendur klappa a.m.k. þrisvar yfir sendinum frá honum. Getum við farið að kalla hann Litla-Alonso?

  8. Úff, Babel sólaði nokkra á miðlínu, sendi á Leto og skallaði svo fyrirgjöfina yfir þegar hann var óvaldaður í teignum. Crouch átti skot rétt framhjá rétt áður. Hunter og Alan Kennedy, sem lýsa leiknum, hrósa þeim báðum.

  9. Njaah. Virkar ekki. Takk samt.
    Maður reynir að lifa án live coverage í dag.

  10. Takk Kristján fyrir þetta, haltu áfram að uppfæra lýsinguna, gaman að heira hvað er að gerast.

  11. Tæplega 40 mínútur búnar og þetta hefur jafnast aðeins. Fowler átti næstum-skot sem Carra náði að henda sér fyrir og svo varði Itandje góðan skalla frá einhverjum. Hinum megin var Leto aftur í skotfæri en það fór framhjá.

  12. Er að horfa á Real Madrid-Valencia á meðan ég reyni að vinna.

    Verð að viðurkenna að ég hefði ekkert á móti því að hafa Sergio Ramos í hægri bakverðinum hjá okkur.

  13. 1-0. Nabil El Zhar með stórkostlegt skot eftir upphlaup SG. Þvílík lýsingarorð yfir markinu. 49.mínúta.

  14. Gerrard aleinn í gegn en skýtur framhjá. Dauða, dauðafæri. Allt Liverpool og þvílík stemming á Anfield.

  15. Djö… ég henti mér frá tölvunni í tuttugu mínútur yfir hálfleikinn og missti af markinu. Ojæja, maður sér þetta á netinu í kvöld.

    Flott hjá El Zhar. Ég vona að hann meiki það og verði Liverpool-stjarna, bara af því að það er svo töff að hafa mann í liðinu sem heitir El Zhar. 🙂

  16. Við fáum þetta á Official Heimasíðunni. Erum með e-season ticket þar.

  17. Benayoun inn fyrir Kewell. Ledley, kantmaðurinn hjá Cardiff, komst í gegnum vörnina hjá okkur en Itandje varði vel. Smá pressa frá Cardiff núna, sjáum til hvort Yossi getur lífgað þetta upp aðeins.

    Leto er meiddur, vonandi ekki alvarlega. Haltraði útaf.

  18. Yossi Benayoun kemur inná á 60.mínútu fyrir Leto. Leto haldrar útaf og lýsendur ekki mjög sáttir við hann. Benayoun beint á vinstri kantinn. Leikurinn að róast mikið, Cardiff komið mun meira inn í leikinn. Itandje nýbúinn að bjarga með mjög góðri vörslu.

  19. 1-1. Darren Purse eftir aukaspyrnu sem Lucas fékk á sig. Cardiff búnir að fá að stjórna leiknum.

  20. Shit! Darren Purse var að jafna gegn okkur eftir aukaspyrnu á ca 65. mínútu. 1-1 og Benítez víst alveg brjálaður!

    Darren Purse er sá sem skoraði mark Birmingham gegn okkur í úrslitum Deildarbikarsins árið 2001. Þá var það einmitt Robbie Fowler sem kom okkur yfir og skoraði svo í vító. 🙂

  21. Og þess má geta fyrir áhugasama að Chelsea eru að tapa 3-2 fyrir Leicester á heimavelli. Með nokkuð sterkt lið inná vellinum líka. 🙂

  22. Þriðja mark Gerrard í fjórum leikjum, plús vítið sem hann vann á móti Everton! Gottgottgott. Lucas kallinn eitthvað að missa sig í brotunum í kringum teiginn annars!

  23. Kewell kallaður að varamannabekknum, er að koma inná. Spái El Zhar út og Kewell inn.

  24. Og Chelsea er að tapa fyrir LEICESTER með þetta lið:

    Cudicini, Belletti, Alex, Ben-Haim, Ferreira, Wright-Phillips, Sidwell, Lampard, Sinclair, Shevchenko, Pizarro

    Og það á heimavelli. Ætli heimavallametið endi í kvöld?

  25. 41780 manns á Anfield í kvöld. Virkar bara fín stemming, milli 5 og 6 þúsund komu með Cardiff.

  26. Einar Örn, heimavallametið hjá Chelsea stendur enn þar sem það tekur bara yfir tölfræði í deildinni. Þeir töpuðu einu sinni á Stamford undir stjórn Mourinho, gegn Barcelona í Meistaradeildinni vorið 2006. Samt, gaman að sjá að þetta er hægt. 🙂

    Þess má einnig geta að síðasta liðið sem vann á Stamford Bridge á undan Barcelona 2006 var … Liverpool í janúar 2004. Bruno Cheyrou var maðurinn sem vann þann leik. 😉

  27. Nevermind. Sheva var að jafna fyrir Chelsea, sá leikur stefnir í framlengingu. Sem minnir mig á að spá mín frá því fyrir leikinn stendur enn. 2-2 og við förum áfram í vító – you heard it here first. 🙂

  28. Þyrftum nú að hafa tvö mörk á milli, virðast hættulegir í set-piece.

  29. Komiði síðan ekki með link á mörkin með leikskýsrslunni? var að reyna fylgjast með þessu en athygli mín að fylgjast með leik í textaformi takmarkast við Football Manger 😀

Launin hans Riise

Liverpool 2 – Cardiff 1