Mótherjar okkar um næstu helgi, Blackburn Rovers, eru eitt heitasta lið landsins um þessar mundir. Mér skilst að þeir séu búnir að vinna fimm deildarleiki í röð og eru fyrir vikið komnir einu stigi upp fyrir okkar menn, með jafnmarga leiki, og í gær slógu þeir Portsmouth örugglega út úr Deildarbikarnum með 1-2 sigri á útivelli. Munar þar mestu um framherjaparið þeirra, en Benni McCarthy og Roque Santa Cruz – sem kom til liðsins frá Bayern München í sumar – hafa skorað 9 mörk samtals í deildinni og einhver 11 stykki í öllum keppnum.
Þó er einn bjartur punktur í þessu fyrir okkar menn. Ég veit að við eigum í meiðslum sjálfir en Robbie Savage, miðjumaðurinn harðskeytti, er víst frá í einhvern langan tíma og í gærkvöldi fótbrotnaði Aaron Mokoena, auk þess sem David Bentley hlaut fótameiðsl. Talið er nær öruggt að þeir missi báðir af leiknum gegn okkur.
Ég verð að viðurkenna að ég er skíthræddur við þennan leik. Ég held að við töpum okkar fyrsta deildarleik á Ewood Park. Það er allavega nokkuð líklegur staður fyrir slíkt, og þetta leggst bara þannig í mig. Við töpuðum þar í fyrra og þetta mikla baráttulið er á rosalegri siglingu þessa dagana, þannig að ég hef áhyggjur. Viðurkenni það alveg. Því léttir mér aðeins við að heyra að (a) Savage verður ekki á staðnum til að senda fleiri af okkar leikmönnum á sjúkralistann og (b) Bentley mun ekki geta gert Johnny Riise að fífli í þetta skiptið. Ef við gætum nú bara sent tvo menn að næturlagi heim til Santa Cruz og McCarthy … 🙂
Hvaða hvaða. Ég segi að þetta sé leikurinn þar sem við rífum okkur upp. Plús það að útivallarformið er allt annað í ár en í fyrra. Ég er furðu bjartsýnn fyrir þennan leik.
ég er frekar smeikur fyrir þennan leik því framherjapar blackburn er tær snilld! verður mjög erfiður leikur en vonandi tökum við þetta.
Einar Örn: ég er í þínu liði það er alveg ljóst, það boðar alltaf gott að fá GUÐ í heimsókn, hann gefur svo vel af sér og okkar menn kunna að nota það og nýta í komandi leikjum.
Leikurinn vinnst 0 – 3 (maður verður að vera bjartsýnn þótt sólin sé sest)
AVANTI LIVERPOOL
Einar, þú ert bara já-maður. 🙂
Það er bara að vona að enginn meiðist í viðbót.
Annars held ég með Einari og vona það við tökum þennan leik.
Áfram LFC
Tek undir með Einari í þessu: ég trúi á sigur okkar manna, þar til annað kemur í ljós … ef það kemur þá nokkuð í ljós! 🙂
Eini gallinn við að halda með liði (svo stappar trúarbrögðum) eins og við gerum er að við erum ekki dómbærir á spár um úrslit. Óskhyggjan er svo sterk hjá okkur. Við viljum ekki bara sigur, við heimtum sigur og þrjú stig. Alveg sama hversu óraunhæft það getur verið, meiðsli, form, andstæðingurinn. Minni á að Blackburn hefur verið leiðinlegt lið síðustu árin, gróft og leiðinlegt lið. Menn heppnir að fótbrotna ekki gegn þeim. Blackburn og Bolton hafa veriið þau allra leiðinlegustu. Ég mæli með því að menn tapa sér ekki í óskhyggju á laugardag. Þessi leikur verður mjög erfiður, ekki síst vegna þess að liðið með með þriðjudagsleikinn við Besiktas í huga.
Sannfærður um að Liverpool menn koma sterkir inn í þennan leik með Voronin og Crouch frammi og babel og benayoun á köntunum ætla vera bjartsýnn og segja 3-1 fyrir okkar mönnum Voronin, Crouch og Babel með mörkin og ótrúlegt en satt hyypia með sjálfsmark 😀
Helgi segir:
Segðu Milan Baros, Jamie Carragher og Djibril Cissé það. 🙁
Nei en í fullri alvöru þá er þetta bara leikur sem ég óttast. Auðvitað hefur maður alltaf trú á sínu liði og ég veit að við getum vel unnið þennan leik, en ég er bara að segja fyrirfram að ef þessi leikur tapast kemur það mér heldur ekkert sérstaklega á óvart. Né ætla ég að panikka eitthvað yfir því ef það gerist.
Óskiljanlegt að Santa Cruz hafi kostað 3 eða 4 milljónir punda. Gæti vel verið að spila í Liverpool.
hvorn daginn er leikurinn og klukkan hvað?
Anton:
http://www.textavarp.is/343
rústum þessu. með þennan í formi.
frack. með kewell…þ.e. átti að koma mynd þarna. lélegt.
Hef nú ekki sérstaka trú á þessum leik. Minni á að Hyypia verður í vörninni gegn þessum funheitu sóknarmönnum og þar af leiðandi er næsta víst að við fáum á okkur 1-2 mörk. Þá hefur sóknarleikurinn ekki verið upp á marga fiska upp á síðkastið þannig að við verðum að teljast ánægðir með að ná að pota inn einni blöðru. 1-1 er því bjartsýn spá, 0-2 er svartsýn spá, 1-2 er raunhæf spá að mínu mati.
maður verður að vera bjartsýnn og spá sigri orum komnir á smá skrið
svo að eg spái 2-0 sigri okkar manna
Þetta verður erfiður leikur, enginn vafi á því. Ég vil nú samt minna Ívar Örn á það að Hyypia var líka í vörninni gegn hinu funheita liði Arsenal um daginn og steig ekki feilspor, eina markið sem kom þann daginn var vegna slakrar dekkningar Arbeloa og fór svo í gegn Carra megin í vörninni. Þannig að þó svo að sá gamli sé nú ekki á sínu léttasta skeiði, þá er óþarfi að afskrifa hann alveg fyrirfram og lýsa honum sem einhverju stórslysi 🙂
Hehe takk Johnny var búinn að gleyma þessu 😛
en það virðist allt stefna í að Alves fari til Man. City http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1300274
en ekki til okkar 🙁 þannig ég segji seljum Crouch og leggjum nokkrar milljónir i viðbót á þá upphæð og fáum Aguero frá Atletico Madrid! þótt það gæti reyndar orðið erfitt þar sem þeir gætu verið tregir að selja 2 stærstu stjörnur sínar til Liverpool á innan við hálfu ári en það er bara þeirra vandamál 🙂
Ég vona innilega að spáin hans Ívars rætist þar sem við erum á útivelli. 🙂
Hef engar áhyggjur af Hyypia ef við liggjum aðeins til baka, en ef á að spila all-out-sóknarbolta þá hef ég áhyggjur, en þar sem Hyypia verður í liðinu verður ekki spilaður blússandi sóknarbolti. Það er bara ekki hægt með finnska hershöðfingjann í liðinu.
Ég ætla að gerast svo djarfur og spá því að Hyppia, eftir að hafi fengið góða og kærkomna hvíld í gær og séð það að hann þarf að taka sig á ef Hobbs á ekki að taka sæti hans í byrjunarliðinu, eigi eftir að skora eitt af mörkum Liverpool á laugardaginn.
Svo langar mér að bæta aðeins við það sem hefur verið ritað hér upp á síðkastið varðandi gengi liðsins og þá miklu gagnrýni sem liðið og Benites hafa fengið á sig.
Ég hef sjálfur verið að standa mig að því að gagnrýna liðið upp á síðkastið og þá aðallega spilamennskuna þar sem mér hefur fundist að liðið hafi ekki haldið boltanum nægilega vel innan liðsins eins og í upphafi leiktíðar.
En svo fer maður að skoða þetta ofan í kjölinn og fer að velta fyrir sér hvað þessi íþrótt gengur út á.
Jú markmiðið er auðvitað að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. En til þess að það sé hægt þarf jú auðvitað góða leikmenn, helst þá allra bestu í heiminum.
En er það nóg? Nei því að það sem skiptir mestu máli er öflug liðsheild og ekki bara það – heldur öflug liðsheild með sjálfstraust. Í byrjun tímabils sáum við öfluga liðsheild með mikið sjálfstraust. Við skoruðum mikið, fengum nánast engin mörk á okkur og spiluðum boltanum vel á milli manna og vorum mjög „skæðir“ fram á við. Spiluðum „total football“ eins og hann gerist bestur.
En hvað gerist? Við missum allt í einu taktinn og liðið getur hvorki skorað né spilað á milli sín tuðrunni auk þess sem vörnin er farin að leka. Stuðningsmenn sem voru farnir að spá liðinu titli í upphafi tímabils er farnir að heimta að láta reka Benites og sumir jafnvel farnir að biðja um grínistann hann Mourinho til þess að þjálfa liðið!
Ef við skoðum hvað þjálfarar leggja upp með þegar byggt er upp lið eru það ákveðnir leikmenn sem þjálfarinn vill helst hafa til taks í hverjum leik, líka Benites. Þessir leikmenn mynda mænuna í liðinu og þegar þeir spila – spila aðrir leikmenn í liðinu betur.
Benites hefur byggt upp öflugt lið (mænu) með gott sjálfstraust í kringum Reina, Carragher, Agger, Alonso, Gerrard og svo auðvitað Torres.
Eins og áður sagði snýst þessi leikur að miklu leyti um sjálfstraust liðsheildarinnar og þegar mænan í liðinu er rifin út er erfitt fyrir „hina leikmennina“ að halda sjálfstraustinu.
Liðið hefur misst út á þessari leiktíð alla leikmenn úr mænunni nema Pepe Reina. Auðvitað lenda lið í því að missa lykilmenn út í einhvern tíma en það gerist nú ekki oft að liði missir 3-4 lykilleikmenn út í einu og suma í langan tíma.
Þegar slíkt gerist er erfitt fyrir aðra leikmenn í liðinu að stíga upp þar sem að leikgleðin hrinur um leið og sjálfstraustið dvínar. Því segi ég að með tilkomu Harry Kewell í leikmannahóp Liverpool kemur aukið sjálfstraust þar sem um lykilleikmann er að ræða (þegar hann er heil), ef hann væri ekki lykilleikmaður væri Liverpool/Benites fyrir löngu búið að gefast upp á honum.
Máli mínu til stuðnings um lykilleikmenn og sjálfstraust vil ég benda á að í leiknum gegn Arsenal tók Benites stóra áhættu á að láta Alonso og Torres inn í liðið aftur eftir meiðsli. Þeir voru ekki 100% heilir en þeir voru mættir, en af hverju? Jú – Sjálfstraust, með tilkomu þessara lykilleikmanna kemur sjálfstraust og þá um leið leikgleði í hópinn og menn spila betur en áður.
Því kom það ekki á óvart að um leið og Alonso spilaði inn á miðjunni áttu Gerrard og Mascherano (sem fór allt í einu að sendi boltan vel frá sér) frábæran leik auk þess sem vörnin fór að spila eins og hún á að sér að gera, liðið var þétt og hættulegt fram á við.
En um leið og Alonso og Torres fóru útaf gerðist hvað? Jú liðið fór að spila illa, leikur liðsins riðlaðist, leikmenn fóru að halda bolta illa, og sóknarleikurinn varð nánast að engu. Það kom upp vandamál sem við höfum svo oft séð hjá Liverpool. Leikmenn sparka boltanum upp völlinn um leið og þeir ná honum. Þegar það gerist þýðir það aðeins eitt. Leikmenn fara að elta boltann, verða þreyttir fyrr og á endanum missa þeir einbeitinguna og uppskera það að fá á sig mark.
En þrátt fyrir það að liðið hefur verið að spila illa hefur það ekki en tapað í deildinni og jafnframt fengið fá mörk á sig. Það kemur til vegna þess að, þrátt fyrir að lykilleikmenn hafi meiðst og þrátt fyrir að aðrir leikmenn hafa ekki stigið upp eins og maður vildi, er Liverpool með stóran hóp af góðum leikmönnum sem eiga að geta unnið deildina með hjálp Benites.
Við vitum nú hvað þessi hópur getur þegar allir leikmenn eru heilir, spilað frábæra sóknarknattspyrnu án þess að fá á sig mörk.
En við vitum líka að þessi hópur hefur ekki tapað leik í deildinni þrátt fyrir að lykilleikmenn hafi ekki verið að spila.
Það kemur að því að við getum telft fram öllum okkar lykilleikmönnum og þá vill ég meina að ekkert lið geti unnið okkur, nema kannski með hjálp dómarans.
Ég hef ekkert á móti uppbyggjandi gagnrýni en þegar umræðan er orðin það neikvæð að við erum farnir að heimta Mourinho sem þjálfara segi ég hingað og ekki lengra.
Ég trúi því að leikur liðsins muni fara batnandi í næstu leikjum. Leikmenn virðast vera farnir að draga vagninn í sömu átt og þegar það gerist fer liðið að spila betur. Benites hefur einnig sett pressu á leikmenn með því að gefa yngri leikmönnum tækifæri sem þeir hafa nýtt sbr. Hobbs og El Zhar.
Nú þurfum við að sameinast í að byggja upp okkar eigið sjálfstraust og hvetja okkar menn áfram eins og við erum þekktir fyrir um allan heim.
YNWA
Baldini
Fínasta pæling hjá þér Baldini og er ég sammála flestu, en vil þó benda á eitt í sambandi við leikinn á móti Arsenal.
“Það kom upp vandamál sem við höfum svo oft séð hjá Liverpool. Leikmenn sparka boltanum upp völlinn um leið og þeir ná honum”
Þetta “vandamál” var mest áberandi í fyrri hálfleik á meðan Torres og Alonso voru inná.
Persónulega er ég algerlega á því að Rafa sé framtíðin hjá okkur og er alveg poll rólegur yfir þessu hræðilega ástandi sem okkar menn ku vera í.
Ég er alveg hjartanlega sammála þér, BALDINI, þetta með mænuna, hef verið að pæla í þessu og þú kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti og kabúúúúmmm, vá eins og mælt úr mínum munni. Ég er eins og þú – VIVA Benites – ekki spurning, það þarf ekki glöggann mann til að sjá og skylja þegar á botninn er horft hvað við höfum áunnið síðan sá spænski kom til okkar.
Ég er nokkuð ánægður þessa stundina með liðið þó alltaf meigi gera betur en það eru bjartir tímar frammundan það er algveg ljóst.
ALLIR SAMAN NÚ – AVANTIIIIIIIIIII LIVERPOOOOOL
ég segi bara að við eigum eftir að vinna, við erum nú með ótrúlega gott lið núna 🙂
En málið er að þó við höfðum sjálfstraust í byrjun tímabilsins þá vorum við ekki að spila flottan bolta ! Við vorum ekki að stjórna leikjunum.
Eini leikurinn sem eitthvað vit var í er Chelsea leikurinn og við spilum alltaf góðann bolta á móti stóru liðunum sbr. síðustu 2-3 ár.
Aston Villa leikurinn í byrjun var alls ekki nógu góður þar sem við hættum eftir eitt mark og hleyptum þeim í leikinn og það var ekki fyrr en Gerrard stóð upp og litlu munaði að við hefðum bara fengið 1 stig.
Sunderland leikurinn var soldill klafs leikur þar sem Sissoko náði að skora og það segir margt… það var alls ekki fljótandi sóknabolti eins og menn eru að biðja um. En auðvta kannski erfiður útileikur.
Darby leikurinn var náttúrulega eins og að spila við 5.flokk og þar stóðum við okkur vel.
Svo komu jafnteflishrinurnar á móti Portsmouth, Porto, Birmingham og Tottenham með tapleik gegn Marseille þarna inní.
En ég veit að þetta er pínu hörð gagnrýni en mér finns eiginlega enginn af þessum leikjum vera svaka sóknaleikur þar sem við stjórnum öllum leiknum.
Babel á lista yfir efnilegustu leikmenn heims:http://liverpool.is/?cat=1&view=newsone&nid=10556