Besiktas á morgun. (uppfært)

Á morgun mætum við Besiktas á Anfield en fyrir tæpum tveim vikum töpuðum við illa í Tyrklandi 1-2 þar sem Besiktas komst í 0-2 áður en Gerrard minnkaði muninn í lokin.

Frá því að þessi leikur var spilaður hafa bæði lið spilað 3 leiki í deild og bikar. Liverpool vann Cardiff en gerði jafntefli við Arsenal og Blackburn á meðan Besiktas tapaði gegn Rizespor og Fenerbache og gerði jantefli við Istanbul BB. Þetta segir mér að hvorki Liverpool né Besiktas eru með sjálfstraustið í botni um þessar mundir og ætti það að vera kostur fyrir Liverpool þegar Besiktas þarf að mæta á ANFIELD og upplifa stemminguna þar.

Staðan í riðlinum er vond hjá Liverpool, 1 stig eftir 3 leiki og -2 mörk.

Staðan í riðlinum:
Marseille 7 stig (4-1)
Porto 5 stig (3-2)
Besiktas 3 stig (2-4)
Liverpool 1 stig (2-4)

Hinn leikurinn í riðlinum fer fram í Porto þar sem heimamenn taka á móti Cissé og félögum í Marseille. Þar geri ég ráð fyrir öruggum sigri heimamanna þar sem þeir eru á miklu skriði í SuperLiga, taplausir eftir 9 umferðir og 6 stigum á undan næsta liði.

Við verðum einfaldlega að vinna þennan leik, jafntefli er sama og tap. Ég var stressaður fyrir síðustu tvo leikina í deildinni og átti von á því að við myndum ekki sigra þá sem gerðist, við gerðum tvö sanngjörn jafntefli. Ég er hins vegar mjög afslappaður fyrir þennan leik og er ég er einhvern veginn handviss um sigur. Get ekki útskýrt þessa tilfinningu frekar nema að við erum með betra lið og munum sýna það á heimavelli.

Í fyrri leiknum stillti Rafa liðinu svona upp:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Pennant – Gerrard – Mascherano – Babel

Voronin – Kuyt

Ljóst er að Rafa verður að gera breytingu þar sem Pennant er meiddur en ég á von á því að hann geri fleiri breytingar en bara eina. Það er einnfremur ljóst að Torres, Alonso og Agger verða ekki með vegna meiðsla en aðrir eiga að vera klárir. Kewell er að koma rólega tilbaka en ég á ekki von á því að hann hefji leikinn. Þótt það sé auðveldara að fá 5 rétta í Lottó en að geta til um rétt byrjunarlið þá mun ég samt reyna:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Arbeloa
Sissoko – Mascherano

Benayoun – Gerrard – Babel

Crouch

Bekkurinn: Itjandje, Kewell, Riise, Hobbs, Voronin, Kuyt, Lucas, Aurelio. Veljið einhverja 7.

Ég hef ekki fundið á netinu ennþá hvernig hópurinn er nákvæmlega þannig að vel má vera að bekkurinn sé alrangur.
BBC Sport segir að Torres verði hafðir í huga fram á síðustu stundum þótt ég telji það hæpið. Ég uppfærði einnig hópinn í samræmi við þann hóp sem BBC gefur.

Steven Gerrard tjáir sig í dag á official síðunni og segir m.a. þetta um leikinn á morgun:

“What we have now is an absolute mountain to climb. But there is a real belief in the group that we can make it happen. We have been in this situation before, many times – maybe too many times – and we have pulled through…They were one-off games, but there is no reason why we cannot hit top form for three consecutive European Cup games.”

Niðurstaða: Við verðum að vinna þennan leik því ef ekki þá er meistaradeildin úti í ár og þrátt fyrir að liðið sé taplaust í deildinni þá erum við í dag í 7.sæti, 6 stigum á eftir toppliði Arsenal. Alls ekki alslæmt en samt ekki heldur neitt frábært. Liðið hefur alls ekki verið að spila vel undanfarið en heldur ekki illa. Það er eitthvað ójafnvægi í liðinu sem verður að lagast og sigur í þessum leik gæti sent liðið á réttar brautir en að sama skapi getur jafntefli/ósigur ýtt liðinu langt niður í sjálfstrausti.

Ég hef trú og liðið vinnur þennan leik sannfærandi 2-0 þar sem Gerrard skorar ásamt Crouch.

Góðar Meistaradeildar stundir.

53 Comments

  1. “Liðið hefur alls ekki verið að spila vel undanfarið (B)en heldur ekki illa.(B)”

    …ehh, HA???

    En öruggur 4-0 sigur. Crouch með tvö, Hyypia eitt og Kewell setur eitt í lokinn. Porto – Marseille fer síðan 1-1 og við förum í 2. sætið á riðlinum þegar við vinnum Porto heima í næstu umferð.

  2. Já ég hef trú á Crouch. Torres er hins vegar byrjaður að æfa svo það er gott.
    Vonandi sjáum við 3 stig á morgun.

  3. Ég hreinlega neita að trúa því að það verði tveir varnarsinnaðir miðjumenn á heimavelli… gegn Besiktas!
    Sissoko fær hvíld -> Gerrard fer í vélarrúmið
    Crouch verður frammi -> Kuyt/Voronin til “aðstoðar”

    Svo er bara að yfirkeyra þá frá fyrstu mínútu!

  4. Tyrknesk lið eru nú ekki þekkt fyrir að ná stigum á útivelli, þannig ég er fullur bjartsýni að Liverpool vinni þennan leik. Allt annað en 3 stig er algjör skandall og algjörlega óafsakanlegt.

  5. Benni Jón: Já hljómar kannski ekki eins og ég hugsaði þetta. Það sem ég var að reyna að segja er að þrátt fyrir þokkalegasta árangur í deildinni (taplausir) þá finnst mér liðið alls ekki hafa verið sannfærandi.

    GEstur: vel má vera rétt hjá þér en ég held að með svona uppstillingu eins og ég setti upp þá sé vörnin vel varin en samt með gott sóknarlið. Gerrard er að mínu viti einfaldlega betri á kantinum/fyrir aftan framherja heldur en á miðri miðjunni EF hann er ekki með Alonso sér við hlið. Kannski að Lucas fái að byrja í stað Sissoko?

    Ég er einfaldlega á því að við erum ekki með kantmenn (nema Kewell) til að spila 4-4-2 leikkerfið og þess vegna vil ég helst ekki sjá okkur spila það kerfi.

  6. Hvað er Benitez að hugsa þegar hann segir að það verði ekki heimsendir þó að við komumst ekki áfram í Meistaradeildinni. Hvar er mentaðurinn?
    Shankly tók fótboltann fram yfir allt. Ég vitna hér í ummæli gamalla leikmanna: “Áður hlupum við alltaf frá Anfield til Melwood-æfingasvæðisins sem var um fimm kílómetrar en Shankly lét okkur hætta því undir eins. Hann sagði að “þið hlaupið ekki á götum úti í leikjum svo að þið þurfið ekki að gera það á æfingum”. Hann lét okkur einnig gera mun fleiri boltaæfingar og við lékum stutta leiki þar sem fimm voru í liði þar sem áhersla var lögð á hraðar sendingar”. Shankly var vel á sig kominn og tók jafnan þátt í æfingaleikjunum með strákunum og lét leikinn oft halda áfram og áfram þangað til hans lið hafi borið sigur úr býtum. “Starfsbræður Shankly vildu komast að leyndarmálinu bak við æfingarnar hjá okkur og þeim árangri sem þær skiluðu. Einfaldleiki æfingana kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu. Fleiri og fleiri komu til Liverpool til þess að fylgjast með er titlarnir fóru að rúlla inn en þeir fóru í burtu muldrandi fyrir munni sér hversu lítið við virtumst gera. Þeir sáu ekki það sem virkilega fór fram.
    Hvernig væri að leikmenn fari að hafa gaman að spila fyrir Liverpool!!!!!

    YOU NEWER WALK ALONE!!!!!!!!!!!!!!

  7. Ég er að mestu sammála Agga með byrjunarliðið nema ég er skíthræddur um að liðið verði on hold með Kuyt áfram “frammi” á kostnað stóra mannsins. Sé jafnvel Voronin frammi líka á kosnað Babel.

    Alls ekki óskalið hjá mér samt

  8. Vongóður um sigur

    Það er alltaf þannig, að við þurfum helst að lenda undir til að skila árangri.

    Vonandi förum við að spila fótbolta og hættum þessu taugaveiklaða sparki og sóli. Leið við förum að láta boltan ganga og pressa þá kemur þetta.

    2-0 fyrir liverpool Gerrard og Vori.

  9. Ég er sammála því að liðið hafi ekki verið að spila góðan bolta að undanförnu, en ég er samt á því að það séu mikil batamerki á liðinu frá því að liðið lék við Marseille um daginn. Í leiknum á móti Blackburn vorum við að stjórna leiknum og það var eins og við værum að spila á heimavelli en ekki Blackburn, eitthvað sem hefur verið einkennandi fyrir Liverpool fyrir þetta slump okkar. Í leiknum á móti Marseille forðum daga spiluðum við eins og við værum á “útivelli” á Anfield og vorum eins hauslausir stóran kafla í þeim leik.

    Þannig að ég tel Rafa vera að taka á þessari krísu sem er/var til staðar og þessi leikur muni sanna það. Við tökum þetta 3-0, Gerrard, Crouch og Voronin með mörkin.

  10. Ég held að það sé erfitt að tala um metnaðarleysi Benitez gagnvart Meistaradeildinni burtséð frá einhverjum ummælum hans. Tveir úrslitaleikir á þremur árum tala sínu máli, ekki satt?

    Tyrknesk lið er skelfileg á útivöllum og því eiga þetta að teljast auðveld 3 stig hjá Liverpool. En það áttu stigin gegn Marseille líka að vera. Liverpool þessa dagana er ekki líklegt til að skora mörg mörk en 2-0 sigur tel ég líklega niðurstöðu. Annað en 3 stig er dauðadómur gagnvart áframhaldandi þátttöku og það tel ég að muni vinna með okkar mönnum á morgun – Þeir eru góðir þegar allt er undir.

  11. Á morgun er stór dagur í lífi mínu – 6. nóv – sem er dánardagur ömmu minnar. Þann dag geri ég ekkert – bókstaflega ekkert, nema ef til vill að horfa á Liverpool. En í tilefni dagsins ætla ég að rifja upp orð góðs manns með svolitla Liverpool sögu, en hann sagði: Fótbolti snýst ekki um líf og dauða, hann er miklu meira en það. – Þangað til á miðvikudag, strákar, góðar stundir og vonandi góða skemmtun.

  12. Í byrjun langar mig að þakka fyrir mjög góða spjallsíðu og nýju pennarnir eru góðir. Enn ég er búin að vera liverpool fan frá 1979 þetta hefur verið erfitt enn samt mjög gaman. Ég held að það sé komin þörf fyrir breyttingar hjá Liverpool. Er Gerrald orðinn of stór fyrir klúbbinn? Maður hefur séð stóru liðin selja stjörnur og Liverpool hefur gert það líka. Henry er nýjasta dæmið. Þetta er bara pæling mér, nú koma margir og segja hver á að koma í staðinn? hver kom í staðinn þega Mcmanaman fór, Fowler, Owen, Rush og fleiri fóru? Var mjög hrifin af Gerrald fyrir tveimur árum síðan þá finnst mér hann hafa dalað.

  13. Er þetta bara ekki enn eitt dæmið um að orð séu slitin úr samhengi. Svona hljóðuðu ummæli Rafa:

    “If we qualify it will be much easier with money,” said Benítez. “But our long-term plan doesn’t depend on this competition. If we lose it is not the end of the world. And if we do the right things against Besiktas and win then we have the confidence to go forward and win again.”

    Held að þarna komi nú ekki fram neitt metnaðarleysi. Hann hefur fulla trú á að við komumst áfram, en peningalega séð þá hefur þetta engin áhrif á langtíma plan hjá Liverpool FC.

  14. Þetta Besiktas lið vinnur greinilega varla leik í tyrknesku deildinni, hafa bara unnið okkur í meistaradeildinni. Ef við tökum ekki þennan leik þá…. já.

  15. Liverpool hefur ekki byrjað svona vel í deildinni í mörg herrans ár, en það koma alltaf lægðir, alltaf. En vonandi fer þetta að koma, ég er líka orðin þreyttur að sitja fyrir framan sjónvarpið og öskra á það eins og vel spastískur einstaklingur, en ég vil ekki missa trúnna strax og það eru 9.stig í pottinum eftir og við náum þeim…

  16. hefur það ekki verið öll tímabilin síðan Benitez kom að við byrjuðum illa og enduðum vel? (correct me if I’m wrong) er ekki alveg viss
    tókum okkur heldur betur á allavega í Janúar í ár/síðasta seasoni og ég spái því að það gerist núna líka þ.e.a.s. ef við náum að halda okkur undir 10 stiga mun við efstu liðin þá er ég sannfærður um að við náum þeim eftir áramót og tökum svo framúr þeim þegar þeirra lægð kemur, munið að þetta er maraþon ekki 100 metra hlaup viss um að við rífum okkur upp á rassgatinu eftir jól og vinnum deildina í fyrsta sinn síðan nokkrum dögum eftir að ég fæddist! megi ég reynast sannspár ef ekki þá veit ég allavega að ég er ekki skyggn
    en ég vil meina það þannig að ef við byrjum betur en undanfarin ár og náum að enda jafnvel/betur en síðast þá eigum við alveg raunhæfa möguleika
    YNWA og titilinn á Anfield

  17. Þarf sérstaka frétt frá liverpool.no til að sjá það út? Hann er á heimavelli gegn slöppu liði í leik sem verður að vinnast. Ég verð hissa ef hann er ekki með þrjá framherja inná vellinum (þá væntanlega einn þeirra, t.d. Babel eða Voronin, á kanti).

    Þessi leikur leggst vel í mig en ég er ekki viss um að sigur á morgun dugi til. Þetta er sá leikur sem við hreinlega eigum að vinna og allt verður vitlaust ef það tekst ekki. Porto á Anfield og Marseille úti verða svo annað mál.

    Öruggur 3-0 sigur á morgun og svo sigur gegn Fulham um helgina. Svo enn eitt landsleikjahléð. 🙁

  18. Ég er ekki í nokkrum vafa að við vinnum leikinn á morgun. En ég hef grun um að ufea keppnin verði engu að síður okkar skemmtun þessa leiktíð. Ætli Liverpool vinni ekki bara þá keppni!! Kæmi mér ekki á óvart. Ég er sammála Benites að það er enginn heimsendir í nánd þó við komumst ekki í 16-liða úrslitin!!!

  19. Sælir félagar.
    Þið talið um slappt lið að Tyrkirnir geti ekkert o.s.frv. Þessu liði tókst nú samt að leggja LFC og það nokkuð auðveldlega á sínum heimavelli.
    Vanmetum ekki andstæðingana sem koma á Anfield til að halda jöfnu og pakka í 11 manna vörn.
    Markaskorun og sóknarbit Liverpool hefur verið með þeim hætti að ekki er ástæða til bjartsýni.
    Við merjum þetta 1 – 0 með marki frá Carra á 87. mín 😉
    Það er nú þannig

    YNWA

  20. Ef þessi leikur vinnst ekki þá er Meistaradeildin búin í ár. Það er svo einfalt. Ef liðinu tekst ekki að rífa sig upp fyrir þennan leik er eitthvað stórkostlegt að. Hef trú á að menn sýni lit á morgun og klári þetta 2-0. Crouch og Babel skora og sýna okkur að enn er von.

  21. Bara smá pæling, en Rafa róterar miðað við að liðið spili 60 leiki á tímabili en ef við dettum úr öllum keppnum næst þá stöðuleiki í liðið eða á hann eftir að standa fastur á sínu?

  22. Ástæða þess að Besiktas vann fyrri leikinn var getuleysi Liverpool að þakka. 80% liða sem koma á Anfield pakka í vörn þannig að Liverpool ætti nú að hafa getu til þess að opna pakkann. Lámarkskrafa í þessum leik er sigur og allt annað er óásættanlegt. Menn verða einfaldlega að axla ábyrgð og fara taka af skarið, það er ekki hægt að treysta á einn eða tvo menn. Bakverðirnir verða að vera miklu activari í sóknarleiknum, senterarnir að fara skora o.s.frv..
    Það er kominn tími til að liðið spili fótbolta á fullu tempói í 90 mín en ekki bara einhverja nokkra mín kafla í hverjum hálfleik.

  23. Leikurinn gegn Besiktas er einmitt það sem Liverpool þarf á að halda núna, ef það er einhver möguleiki á að okkar menn vakni af DJÚPUM svefni er það núna! Liverpool virðist alltaf þurfa að vera með bakið gjörneglt upp að vegg til að ná upp þeirri stemningu sem þarf til að vinna leiki. Ef það gerist ekki núna er eitthvað að brenna yfir hjá mönnum, og þetta tímabil verður ekki að neinu! Ég vonast eftir að sjá karakter eins og í Olympiakos leiknum fræga á Anfield 3-1.

  24. Liv hefur leikið vel að boxinu (ef varnarmenn þrusa ekki fram)en þegar þangað er komið þá stoppar allt ,engin vill skjóta og það er gefið manna á milli þar til þeir missa boltann eða einhver í slæmu færi þrusar framhjá.það sem er að , Liverpool þarf að skora og framherjar vera í boxinu en ekki vera að sprikkla þettað út um allan völl.Skjóta,skora ,skjóta,skora,Svo hefur maður séð þá ætla að taka þríhyrning en menn eru bara ekki með í því.KOMA SVO LIVERPOOL HLUSTIÐ Á OKKUR HÉR Á BLOGGINU

  25. “Svo hefur maður séð þá ætla að taka þríhyrning en menn eru bara ekki með í því.”
    Er þetta ekki róteringa kerfinu hjá Rafa að kenna. Þegar maður hefur verið að sprikla í bolta, skiptir ekki máli hvort það er fótbolti, karfa eða önnur boltaíþrótt, þá vanalega finnur maður einhvern sem að maður nær kontakti við. Boltinn spilast á milli manna þannig að það virkar eins og það sé einn hugur á ferða, samanber markið hjá Gerrard og Benayon á móti Cardiff. Hleb og Fabregas virðast ná svona saman.
    Þegar Kewell kom inná á móti Blackburn þá fannst mér Rise koma mun betur inn í leikinn. Hann átti eitt eða tvö utaná hlaup og Kewel fann hann strax. Hvort það er bara vegna þess að kewel er alvöru kantari eða þá að þeir þekkjast það vel veit ég ekki. Það sama fannst mér vera í gangi á milli Crouch og Gerrard þegar Crouch kom inná. Það sem skemmdi fyrir þeim var Kuyt að flækjast fyrir en hann er ekki að finna neinn. Það er mín skoðun að það skiptir ekki máli hvaða leikstíl eða kerfi þú setur upp fyrir leiki. Ef menn ná ekki kontakt við hvorn annan þá geta þeir alveg eins verið heima. Svo er það líka spurning, eins þversagnakennt og það hljómar, hvort róteringakerfið hjálpi mönnum að ná contact fyrr og þá einnig við fleirri heldur en bara einn.
    Bara pæling.

  26. Ég er nú ekki á því að róteringarkerfinu sé um að kenna að menn ná ekki saman. Þessir kappar eru á æfingum á hverjum einasta degi saman og þekkjast því ágætlega. T.d. með Kewell kallinn, þá er það nærtækasta dæmið því hann hefur líklega minnst “spilað” með öðrum leikmönnum Liverpool á æfingum eða í leikjum 🙂 Ætli hann sé ekki búinn að mæta á færri æfingar á sínum ferli hjá Liverpool heldur en Kuyt, sem þó er bara búinn að vera eitt ár hjá félaginu.

    En hvað um það. Að leiknum sjálfum. Það er nokkuð ljóst að við erum með bakvið neglt upp við vegginn og þrír úrslitlaleikir framundan í Meistaradeild Evrópu. Ég er í rauninni hrikalega glaður að þessi leikur sé í kvöld. Núna ÞURFA menn að sýna karakter og hreinlega að ná góðum úrslitum, annars er þetta bara búið spil. Við hreinlega fáum ekki betra tækifæri á að koma okkur í gírinn. Heimaleikur, Evrópukvöld á Anfield, allt undir og svo örlítið léttara prógram framundan í deildinni. Ef ekki núna, hvenær þá? Mér finnst hreinlega með ólíkindum að við skulum ennþá eiga góðan séns á að komast áfram í þessari Meistaradeild, sem og að vera “aðeins” búnir að tapa þremur stigum minna en Man.Utd í deildinni. Þetta allt þrátt fyrir að hafa verið á hælunum síðan 1. SEPTEMBER. Það finnst mér hreinlega með ólíkindum verð ég að segja. Með góðum sigri í kvöld hef ég trú á að við getum kick-startað tímabilinu á ný og komist á smá run og sett okkur í samkeppni um þessa titla fyrir alvöru.

    Mér er eiginlega skítsama hvernig við stillum upp liðinu í kvöld. Það er nokkuð sama hvaða leikmann við veljum í byrjunarliðið, allir þeirra myndu labba inn í byrjunarlið Besiktas. Það sem ég fer fram á er gredda, gredda og gredda. Ég vil sjá menn gjörsamlega trítilóða inni á vellinum, algjörlega staðráðna í að sýna það að okkur sé alvara með að koma okkur á réttan kjöl.

    Burt með “Burt með Rafa” umræður. Burt með “þessi á ekki skilið að spila í Liverpool treyju”. Burt með heimskulegar “bring in Jose” umræður. Burt með varfærni. Burt með hugmyndaleysi.

    Inn með ákveðni og leikgleði. Nýta færin. Labba yfir þessa kalla í eitt skipti fyrir öll. Sýna klassamun á liðunum.

    Damn, ég get ekki beðið eftir þessum leik. Olympiakos all over again takk fyrir. Svoleiðis hjarta og frammistöðu vil ég sjá í kvöld.

    Ég er sammála Carra og Benítez með það að það er ekki “the end of the world” þó við komumst ekki upp úr riðlinum okkar. En ég er líka alveg sannfærður um það að ENGINN af leikmönnum liðsins, né Rafa, vill hugsa þá hugsun til enda að detta út úr þessarri keppni, ekki frekar en við stuðningsmennirnir.

    Koma svo…

  27. Mér finnst eitt rosalega gott dæmi um að menn finni hvorn annan (eða ekki) vera sókn sem Liverpool átti á móti Blackburn. Alveg í byrjun seinni hálfleiks 46. mín. Gerrard stillir sig fyrir framan teiginn, fær boltann í fæturna frá hægri kanti. Hvar var Kuyt. Jú auðvitað alveg hliðin á honum. Þetta var algjört meistaraverk, því að ef maður skoðar þessa senu þá átti Kuyt svo auðveldlega átt að geta lesið aðstæðurnar og flutt sig inn í vítateiginn, eða bara á einhvern stað sem Gerrard gat rennt boltanum til hans. Það hvernig hann las þetta var alveg ótrúlegt og ekki eina skiptið í leiknum þar sem hann var eins og höfuðlaus hæna. Þetta var bara svo rosalega áberandi þarna.
    Ég leyfði mér að horfa á gamlan leik í gær á móti Arsenal (feb 2006). Þar byrjaði Guðinn inn á og ölll vinnan hans snerist um að draga varnarmenn frá Gerrard og Kewell það kvöldið. Átti svo nokkur góð skot á markið. Að staðsetja sig: Eitthvað sem blessaður Kuyt þarf að læra ef hann ætlar ekki að skora mörk. Fyrir mér þarf framherji ekkert að bauna þremur í hverjum leik. Ef hann býr til pláss og hleypur inn í eyður á vellinum, býður sig fram þá er og ánægður. Það að Kuyt hlaupi eins og hæna út um allan völl getur ekki verið hinum einum að kenna. Þetta hlýtur að vera eitthvað sem Benitez leggur upp með.

  28. Alveg sammála mönnum hér að ofan, stór ástæða þess að liðið nær ekki að skapa sér færi, er að menn eru hræðilega staðir í sóknarleiknum (Held að hægt sé að telja á fingrum annarar handar hversu oft Finnan og Riise hafa farið í overlap í hverjum leik), vitlaus hlaup og tímasetningar í svæði sbr. Kuyt og boltinn gengur alltof hægt milli manna.

  29. Benitez hlýtur að spila með a.m.k. 2 framherja í kvöld, það sást bersýnilega gegn Blackburn að það er ekki mikil ógnun í Kuyt einum á toppnum, hann er einfaldlega ekki með þá kosti sem þannig framherji þarf að hafa.

    Og hvaða neikvæðni er í mönnum þó að verið sé að benda á fréttir af öðrum síðum, sbr. ummæli 20. Liverpoolaðdáendur ættu að vita það að það er nánast ómögulegt að giska á byrjunarlið hvers leiks, svo allar “credible” upplýsingar eru vel þegnar, a.m.k. fyrir mitt leyti!

  30. Veit einhver hvort hann er í opinni daskrá á Sýn eða hvaða leikur það er þessa umferð ?

  31. Ég er nú ekki búinn að lesa commentin hér að ofan, 100%.

    Ef við ætlum að halda áfram að spila þenan góða bolta sem við erum búnir að vera að spila þá verðum við að halda Kuyt inni. Hann heldur bolta vel og spilar vel frá sér og sóknarleikur liðsins mun betri með hann frammi. Ef við ætlum að spila með Crouch þá stefnir þetta bara í kick and run, sem við höfum ekki séð á þessu tímabili.

    Ég spái 3-1 fyrir okkar mönnum í kvöld, Gerrard 1, Kuyt 1 og Babel 1.

  32. Egill, ég hringdi og tékkaði á því. Leikurinn okkar í kvöld er læstur en leikur Barcelona og Rangers á morgun er í opinni dagskrá.

  33. Snilld Kristján, ég er hræddur um að þetta gæti orðið vikulegt tékk hjá þér í vetur : )

  34. “Ef við ætlum að halda áfram að spila þenan góða bolta sem við erum búnir að vera að spila þá verðum við að halda Kuyt inni. Hann heldur bolta vel og spilar vel frá sér og sóknarleikur liðsins mun betri með hann frammi.”

    Rauðu pillurnar, ekki þessar bláu!!

  35. Ég þakka skjót viðbrögð Kristján Atli. Ég tek þá hlaupabrettið á þetta í kvöld.

  36. SopCast, TVAnts?? veit einhver um það?? Hvort að ég geti séð leikinn á netinu meðan ég “vinn” verkefni??

  37. Hérna eru ansi margir tenglar á leikinn í kvöld fyrir p2p TV. Svo veit maður náttúrulega aldrei fyrr en leikurinn byrjar hvort þetta virki eitthvað!

  38. Byrjunarlið:
    Reina
    Arbeloa, Carra, Hyypia, Riise
    Benayoun, Gerrard, Masch, Aurelio
    Voronin, Crouch

  39. Samkvæmt sky er liðið eftir farandi

    Reina
    Albeloa,carra, hyppia,rise
    benayoung,Gerard, maskerano,arelio
    Vorin, Crouch

    Koma svo rauðir 🙂

    Kveðja Frá hollandi

  40. vá, kanntu ekki nöfnin hjá neinum leikmanni í liðinu? 😉

    Kveðja frá Íslandi

  41. úff þetta er enginn draumur en það er þó enginn Sissoko og enginn Kuyt í byrjunarliðinu sem er jákvætt 🙂

  42. Reyndar er UEFA með þetta öfugt, Riise á miðjunni og Aurelio í bakverði. Nota hraðann á Riise, haha.

  43. Rayan Babel
    Dirk Kuyt
    Fernando Torres
    Leivia Lucas
    Harry “king” Kewell
    Steve Finnan
    David Martin

Blackburn 0 – Liverpool 0

Byrjunarliðið