Eins og leikjaálagið á liðið hafi ekki verið nógu þétt og mikið síðan í desember þá þurfti að sjálfsögðu að bætast við önnur viðureign á milli Liverpool og Plymouth í FA bikarnum eftir markalaust jafntefli á Anfield fyrr í mánuðinum og fer sá leikur fram í kvöld. Gífurleg vonbrigði að hafa ekki tekist að klára þessa rimmu þar en 2.deildar liðið náði að halda þetta út og tryggja sér annan leik. Flott hjá þeim og gott fyrir þá en frekar slakt hjá Liverpool og algjör óþarfi.
Í fyrri leiknum stillti Klopp upp mjög ungu liði þar sem meðalaldurinn var að mig minnir rétt rúmlega 21 eða 22 ára og var Lucas, 30 ára, lang elsti leikmaður liðsins. Þetta var að miklu leiti liðið sem hefur spiilað stærstan hluta bikarkeppnana hingað til og nokkurn veginn sama liðið sem hefur mætt Leeds, Burton Albion, Derby og Tottenham. Ekkert að því en vissulega rýrnar í reynslunni og gæðunum þegar aðalliðsmenn fara í landsleikjaferðir og/eða meiðsli svo það vantaði aðeins upp á herslumuninn í liðinu sem mætti Plymouth um daginn.
Ég held að Klopp komi ekki til með að gera mikið af breytingum frá þeim leik en þó hugsanlega einhverjar þar sem Lucas er að glíma við einhver smávægileg meiðsli og verður líklega ekki með sem þýðir þá líklega að Klavan eða Lovren komi inn í hjarta varnarinnar.
Ilori er kominn með hálfan fótinn út um dyrnar og Sakho á aldrei eftir að spila aftur fyrir liðið og virðist enginn annar en Joe Gomez vera nálægt því að vera inn í myndinni sem næsti miðvörður í liðið. Það er auðvitað þetta blessaða fíaskó í kringum Matip og Kamerún sem gæti þýtt að við getum ekki valið hann þó við viljum það – hvaða voðalegu lagaflækjum og FIFA/FA/UEFA vandamálum þurfum við að lenda í ár eftir ár!
Stewart kemur pottþétt inn ásamt þá líklega Ovie Ejaria á miðjuna. Ojo og Woodburn eru líklegir til að vera á köntunum, Harry Wilson sem hefur farið hamförum með u23 ára liðinu verður líklega í hópnum og gæti alveg tekið upp á því að byrja leikinn. Moreno mun koma í bakvörðinn og Karius fer aftur í markið, Alexander Arnold sem byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið í afar erfiðum aðstæðum á Old Trafford en stóð sig mjög vel kemur líklega inn í hægri bakvörðinn aftur.
Stóra spurningin er þá framlínan, miðvörðurinn og síðasta miðju hlutverkið. Vonandi er Grujic klár og getur komið sem þriðji maður inn á miðjuna, ég efast um að Klopp leggi keppnina að veði og spili Matip svo líklega kemur Klavan inn. Origi byrjaði gegn Utd en Sturridge kom ekkert inn á og kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi byrja leikinn.
Ætla að taka stab in the dark og spá þessu einhvern veginn svona:
Karius
Alexander – Gomez – Klavan – Moreno
Ejaria – Stewart – Grujic
Ojo – Sturridge – Woodburn
Síðasti leikur liðana á alveg klárlega að vera algjör undantekning og falla undir þetta eina skipti af hverjum hundrað sem Liverpool tækist ekki að vinna þetta lið. Held að liðið verði áfram nokkuð sterkt en ungt og það á bara hreinlega að duga sama hverjar aðstæðurnar í þessum leik gætu orðið.
Þetta er algjör skyldusigur og eftir leikinn annað kvöld þá eigum við að fá það staðfest að Liverpool fær Wolves í heimsókn í næstu umferð bikarsins. Það er ekki flókið, algjör skyldusigur og engar afsakanir teknar í gildi sama hvaða lið kemur til með að byrja leikinn – í versta falli á bekkurinn að vera það sterkur að við eigum að geta tekið alla stjórn á leiknum ef eitthvað er að fara úrskeiðis.
Ég veðja á að Klopp stilli upp sterkara liði, með það að markmiði að ná að skora fljótlega í leiknum, og ná þá að skipta mönnum út. Veit svosem ekkert hvernig hann mun stilla upp nákvæmlega og ætla ekki að reyna að tilgreina hvaða leikmenn það verða.
Er ekki hrifinn af kvarti um leikjaálag, láta bara ungu strákana fá þetta verkefni, reynsla skiptir máli, og jafnvel meira máli en þessi bikar.
Algjörlega sammála #2
Ég persónulega fagna þessum aukaleik. Gefur manni oft tilfinningu hugarfari leikmanna lika.
Bjóðum í Yaya Toure….hann yrði fínn í vörnina.
Bjóðum í hlaupagikk á miðjuna til að leysa Can af hólmi
Bjóðum í framherja
…..eða hættum við allt saman og fáum Neuer í markið.
Skemmtileg staðreynd, í rúm sex ár þá höfum við alltaf unnið þegar Lucas Leiva hefur skorað.