Fyrst vill ég koma einu á hreint. Það er svo lítið að frétta úr Liverpool-heimum þessa dagana að það er fáránlegt. Býst fastlega við að það verði frekari hreyfingar og mikið fleiri fréttum frá að segja frá og með morgundeginum, en þá mæta leikmenn Liverpool til æfinga með Benítez í fyrsta skipti. Nema þeir sem spiluðu í EM 2004, þeir mæta ekki fyrr en á mánudaginn eftir viku, 19. júlí.
En allavega þá er smávegis talað um Liverpool í fjölmiðlunum í dag. Sami Hyypiä segir í viðtali á BBC að hann skilji hvers vegna Houllier var rekinn. Þá talar hann um að hann hlakki til að sýna Benítez hvað í sér býr:
>We will all start at the same level and can show him what we can do.
>I’ve not been acquainted with the new manager yet – we’ve not been talking, we’ve not even met but if you play badly you can end up on the bench.
Það er jú það sem er spennandi við þetta. Með tilkomu nýs þjálfara byrja allir á núllinu, saman, allir jafnir. Og það gætu orðið óvænt úrslit … munið bara hvar þið heyrðuð það fyrst, Benítez mun taka einhvern sem við hinir höfum enga trú á og gera hann að aðalmanni í liðinu. Verður það Diao? Verður það Diouf? Verður það Otsemobor? Kemur í ljós…
Nú, annað sem ætti að gleðja okkur Liverpool-menn er það að Florentino Perez er að vinna stórsigur í forsetakosningum Real Madríd, þar sem hann átti í höggi við Lorenzo Sanz, sem eins og þið munið var búinn að lofa að kaupa Milan Baros ef hann yrði kosinn. Nú, hann verður sem sagt EKKI kosinn og því er Milan Baros EKKI á leiðinni frá Liverpool til Real Madríd. Eða hvað?
Skv. þessum pistli á SoccerNet.com gæti Benítez viljað selja Baros, til að fjármagna sín eigin leikmannakaup. Ég skil þá stefnu allavega ekki, að selja toppmann til að geta keypt einn eða tvo aðra toppmenn. Ef við hefðum selt Gerrard hefði það búið til pening, vissulega, en sá peningur hefði farið í að kaupa staðgengil fyrir Gerrard. S.s., aftur á byrjunarreit. Það sama gildir með Milan Baros. Ef hægt er að selja hann á 30m-punda og kaupa Ayala, Aimar og Baraja í staðinn gæti ég skilið þá ákvörðun að selja hann. En ef þeir selja hann fyrir 12m-punda og kaupa Miguel Mista í staðinn myndi ég ekki skilja það.
Ég sé bara ekki hvernig nokkurn mann langar til að selja Milan Baros eftir Evrópukeppnina. Hvern langar ekki að hafa svona mann í sínu liði?
Nú, að lokum þá hefur Djibril Cissé tröllatrú á Benítez og segir m.a. að liðið geti hæglega orðið meistari undir stjórn Spánverjans snjalla.
Mér líkar við Cissé. Ég er gríðarlega feginn að hann sé loksins kominn til liðsins. Og já, ég er líka bjartsýnn eftir komu Benítez. Ég bara vooooona að Cissé standi undir öllum þessum stóru orðum. Fyrir utan Mourinho hjá Chelsea, þá veit ég ekki um neinn sem hefur sagt jafn mikið og látið jafn stór orð falla í sumar og Cissé. Þannig að ef hann stendur undir því erum við öll að fara að horfa á frábæra leiktíð. Ef hann hins vegar stendur ekki undir því (ólíklegt, en gæti gerst) þá verður fallið ansi hátt … þar sem væntingarnar eru svona miklar.
Jæja, nóg í bili. Á morgun byrja allir nema sex leikmenn Liverpool að æfa og koma sér í form fyrir komandi leiktíð. Á morgun hittir Benítez hópinn í fyrsta sinn og menn fá að kynnast starfsháttum hans. Á morgun fáum við eflaust fréttir, bæði af æfingasvæði Liverpool og af leikmannamálum.
Mér hefur aldrei líkað vel við svona “motor mouth” leikmenn sem gera lítið annað en að eyðaleggja fyrir sjálfum sér með stanslausu gjálfri og kjaftæði…EN…það er eitthvað við Cissé sem fær mig til að halda að hann eigi inni fyrir þessu rausi. Ég er svo hjartanlega sammála honum með að LFC GÆTI unnið titilinn á næsta tímabili því hópurinn er ekki síðri en ManYoo hópurinn (og í raun betri ef eitthvað er!) en það sem vantaði hjá LFC á sl tímabili var sjálfstraust, skynsamari stjórnun með sanngjörnum aga inná milli. Þetta með Baros er afskaplega skiljanlegt ef hann verður seldur. Ég meina ef Benitez vill byrja að byggja upp sitt lið á sinn hátt og Baros fellur ekki inní þann hóp, þá er um að gera að selja hann á meðan hann er verðmikill. Ég hef trú á því að Baros byrji á bekknum ef allir verða heilir í byrjun tímabilsins en samt tel ég að Benitez reyni nú að halda stráknum. Benitez vill hafa 4 sterka sóknarmenn frammi og það er bara gott mál og Mista fellur vel í kramið þarna frammi ásamt hinum þremur. Það er kominn kláði í fjarstýringarhendina fyrir næsta tímabil!!!
seljan!!!!!!!! neil mellor kemur í staðinn liðupstillingin væri þá þannig
Kirkland
carra Hyppia finnan
Partridge gerrard smicer Kewell
Cisse Owen Mellor (Diouf )
Nei nei nei nei nei nei eni, das.
Ok, þetta er góður staður til að kveða niður eina af mörgum vitleysum tengdum Liverpool. This may shock you, en
Richi Partridge, Neil Mellor og co eru bara ekki nógu góðir!
Það er voðalega sjarmerandi að geta haft uppalda leikmenn í liðinu, en þessir leikmenn eru bara engan veginn á sama plani og Owen eða Gerrard, sem voru aldir upp hjá Liverpool.
Richie Partridge er **24 ára gamall**. Samt sló hann ekki einu sinni í gegn í fyrstu deildinni. Hann var efnilegur, en verður aldrei nógu góður fyrir Liverpool. Það er bara svo einfalt.
Neil Mellor er 22 ára gamall. Hann er einu ári yngri en Baros. Að halda því fram að Mellor geti bara komið í stað fyrir Baros er náttúrulega fásinna. Baros var markakóngur EM, Mellor komst ekki í liðið hjá West Ham á síðasta tímaibili.
Otsemobor er kannski líklegastur af þessum þremur til að verða stórt nafn. Hann er 21 árs, en gleymum því ekki að hann komst ekki í lið hjá Bolton.
Og svo er John Welsh ekki næsti Steven Gerrard. Welsh er orðinn 20 ára og hefur spilað 3 leiki fyrir Liverpool (öll skiptin sem varamaður). Gerrard var orðinn fastamaður hjá liðinu 19 ára gamall. Welsh getur orðið góður, en hann er enginn Gerrard.
Ok, núna er ég búinn að létta þessu af mér 🙂
eg er bar næsti húlli :biggrin2:
fa cup leyfa gaurunum að spreyta sig.
Ég hef tröllatrú á Cissé og vil sjá hann í partnership við Baros frammi. Owen can ride the pine…
Ég er líka sammála Einari með að líklega verða þessir piltar aldrei efni í stjörnuleikmenn. Partridge má sennilega afskrifa, Mellor óttast ég að sé bara ekki nægilega fljótur til að standa sig í úrvalsdeild, þó hann skori mikið í reserves. Welsh er sennilega nær því að vera næsti Danny Murphy en Steven Gerrard.
Ostembor gæti þó spjarað sig. Held í vonina með hann.
hvað með svona
dudek
carra hyppia reisse
van de vaart gerrard ????? :confused: Kewell
Cisse Owen Baros
varmannabekkur:kirkland,welsh,Potter,Diouf,??????
ok er þetta betra einar minn 😯