Liðið gegn Newcastle:

Jæja, byrjunarliðin eru komin og Steini var ekki langt frá því. Það kemur mest á óvart að Lucas og Kewell byrja inná í fyrsta sinn í deildinni. Einnig mun það gleðja Einar Örn óstjórnlega að sjá að Kuyt er með Torres frammi. 🙂

Byrjunarliðið er sem hér segir:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

Gerrard – Sissoko – Lucas – Kewell

Kuyt – Torres

**BEKKUR:** Itandje, Riise, Mascherano, Babel, Crouch.

Þetta lið leggst vel í mig. Mér skilst að af þeim sem byrja inná hafi bara Hyypiä og Gerrard spilað í 90 mínútur fyrir landslið sín í miðri viku, auk þess sem Kuyt spilaði seinni hálfleik með sínu landsliði. Aðrir voru í fríi og gátu einbeitt sér að þessum leik.

Áfram Liverpool!

11 Comments

  1. Þetta lítur vel út… hefði verið jákvætt ef Agger væri klár en vonandi að Hyypia sé með næga orku til að halda Martins niðri.

  2. Ég hef áhyggjur af tví ad tessi mid-midja, momo og lucas, sèu ekki nògu vel spilandi framávid til ad nyta okkur veika vörn teirra. Vonandi ad teir syni framá annad!

  3. Verð að segja að mér finnst Rafa ekki hafa verið nógu einbeittur og verið að hugsa um liðið þegar að hann valdi byrjunarliðið og lagði það fyrir menn hvað þeir ættu að gera á vellinum. Hann hefur greinilega ákveðið að hafa engar sóknarlotur upp hægramegin, allavega sýnist mér Sissoko vera þar og svo er greyið hann Kuyt en hlaupandi um völlinn eins og hauslaus hæna.
    En í þeim skrifuðum orðum að þá skorar hann Gerrard þetta líka magnaða mark en betur má ef duga skal og þótt að við höfum átt leikinn að þá gengur erfiðlega að skapa færi og skora mörk.

  4. Mér sýnist bara vera eitt lið á vellinum, Liverpool yfir 0:1 (útivöllur)…..ekki hægt að kvarta yfir því.

  5. Sælir félagar.
    Okkar menn töluvert betri og ættu að vera amk. 2 mörkum yfir. Við erum svo sem ekki að skapa mikið frammávið en leikið frekar öruggt. Finnan slakur og mætti hvíla hann í hálfleik mín vegna. Kyut hleypur og hleypur og reynir að opna svæði og potast eins og hann getur en kemur ekki mikið út úr því. Mundi vilja fá Crouch inn eða jafnvel Babel frammi með Torres.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  6. Ég held að þetta hafi bara verið “trick” hjá Rafa að draga að sér athyglina í vikunni, Gerrard og Crouch fengu að vera í fríi frá pressunni og það virðist vera að skila sér.! Flott mark hjá Steve, Crouch kemur inn í seinni hálfleik og setur eitt.!

  7. Það er unun að horfa á þetta. Skemmtilegt spil og færi hvað ofan í annað. Þetta er nánast eins og Besiktas leikurinn nema liðið og þá aðallega Torres aðeins óheppnari upp við markið.

  8. Eina sem mér dettur í hug varðandi þennan leik er:
    Hell fokking yeah… !!!

Newcastle á morgun

Newcastle – Liverpool (0-1) 0-3