Það er brosandi maður sem situr hér og skrifar leikskýrslu. Yfirburðirnir hjá Liverpool voru hreinlega bara svo miklir. First thing‘s first, byrjunarliðið í dag var þannig skipað hjá okkar mönnum:
Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Riise
Benayoun – Gerrard – Lucas – Kewell
Torres – Crouch
Allt frá byrjun var augljóst að yfirburðir Liverpool yrðu miklir í leiknum. Liðið stjórnaði leiknum, og gaman að sjá Harry Kewell svona ferskan. Frábær til dæmis klobbinn hjá honum í byrjun inn á Yossi sem sendi fyrir og Crouch náði skoti en því var bjargað á línu. Skömmu síðar kemur ágætis færi hjá Bolton, og stuðleikur gat verið í uppsiglingu. En yfirburðirnir maður! Við létum það ekki gerast. Diouf var svo heppinn að fjúka ekki út af eftir fáránlega tæklingu og brot á Arbeloa á 11. mínútu. Peter Crouch átti gott skot skömmu síðar og svo var komið að „þeim gamla“ að skora: Á 17. mínútu fær Liverpool aukaspyrnu vel fyrir utan vítateiginn og meistari Gerrard tekur hana frábærlega, rangstöðugildra Bolton bregst og Sami Hyypiä stýrir boltanum inn með hausnum í hornið fjær, frábært mark – 1:0.
Á 28. mínútu kemur fín hornspyrna frá Gerrard þar sem mér fannst að Crouch hefði átt að ná að stýra betur boltanum. Torres kemst fyrir sendingu varnarmanna Bolton og splundrar vörninni á 34. mínútu en skýtur framhjá og Crouch var í ákjósanlegu færi líka. Næstumþvísjálfsmark Arbeloa kom svo rétt á undan flottustu brennslu keppnistímabilsins hingaðtil! Á 38. mínútu er hæg sókn Bolton í vinnslu og sending inn fyrir virkar ekki hættuleg, en Carra og Reina í úthlaupi rekast saman og skilja Anelka eftir fyrir innan, sem skýtur svo framhjá fyrir opnu marki! Yndislegt! Enn yndislegra var að sjá svo snilldarmark hjá okkar mönnum á 45. mínútu, rétt fyrir leikhlé: Steven Gerrard átti frábæra langa sendingu inn fyrir vörn Bolton og galdramaðurinn Torres skorar – virkilega flott mark! 2:0!
Þannig var staðan í hálfleik og sóknarþunginn hvarf ekkert í þeim síðari, gott færi t.d. hjá Crouch í byrjun og áfram var gaman að lifa. Þvílíkir yfirburðir hjá Liverpool. Glæsileg sókn svo á 50. mínútu þar sem Steven Gerrard fékk flott tækifæri á að skora (eftir að hafa átt tvær stoðsendingar) en finnski markmaðurinn varði vel. Upp úr því horni átti Riise gott langskot en framhjá. Jack Hobbs kom inn á fyrir Carragher á 51. mínútu. Á 55. mínútu var svo dæmt víti eftir að Peter varð jarðaður niður af varnarmönnum Bolton og Steven Gerrard skoraði af öryggi – 3:0. Þvílíkur leikur hjá honum!
Skömmu síðar ágætis skot hjá Kewell … 14:2 voru tölur sem birtust þá og það voru skottilraunir liðanna. Var ég búinn að minnast á yfirburði? Jú heyrðu, Anelka átti fyrsta skot Bolton á markið eftir klukkutíma leik, sem Reina tók létt. Stuttu síðar brýtur svo Campo á Benayoun rétt fyrir utan teig og fær gula spjaldið fyrir, Riise þrumar í varnarvegginn og þung sókn Liverpool heldur stöðugt áfram. Diouf átti að vísu laufléttan skalla á markið sem Reina tók en Torres átti svo stórkostlega rispu sem endaði með flottri vippu yfir markið. Og enn aftur er flott færi þegar þrír Liverpool eiga tækifæri á að skjóta á markið, en skot Kewell var varið.
Babel kemur inn fyrir Kewell á 67. mínútu og á 77. mínútu kemur Kuyt inn á fyrir Torres. Persónulega hefði ég viljað taka Crouch út af vegna þess að Torres hafði verið betri – en Torres uppskar mikið lófaklapp enda verið ógnandi allan leikinn. Yfirburðirnir voru slíkir að Bolton menn virkuðu bara ruglaðir og á 85. mínútu á Gerrard frábæra rispu fram, rennir boltanum á Kuyt sem tekur fljótlega gott skot fyrir utan, markvörðurinn ver en heldur ekki boltanum og Babel fylgir vel á eftir og skorar – 4:0! Og 2 mínútum síðar er svo snilldarsókn hjá okkar mönnum sem endar með skoti Babel sem er varið á línu.
Leikurinn endaði 4:0 og hefði sigurinn hæglega geta orðið stærri. Liverpool átti fimmfalt fleiri skot en Bolton og spilamennska liðsins einkenndist af öryggi og leikgleði og baráttu. Takið líka eftir því að veðrið var ekkert sérstaklega skemmtilegt og finnst mér flott spilamennska liðsins þar af leiðandi enn aðdáunarverðari fyrir vikið. Fyrir utan árekstur Carra og Reina, þá virkaði vörnin vel, enda reyndi nær ekkert á Reina og vörnina. Liðsuppstilling Rafa fyrir þennan leik vakti hrifningu mína og þrátt fyrir aðdáun á Mascherano, þá fannst mér æðislegt að sjá Lucas Leiva koma í hans stað og standa sig frábærlega. Sóknin var hættuleg hjá okkur alltaf!
Maður leiksins … Allt liðið var að leika vel. Mér fannst móttakan stundum hjá Crouch ekki nógu góð, en Harry Kewell virkaði eitraður á kantinum, hinum megin var Yossi góður líka og Arbeloa traustur fyrir aftan. Meira að segja Riise olli mér engum sérstökum áhyggjum í dag. Leiva var frábær. Allir varamennirnir áttu líka frábærar innkomur: Hobbs stóð sig vel sem varamaður Carra, Babel tók við ógnunarhlutverki Kewell með glæsibrag og skoraði mark, og Kuyt lét vel af sér kveða eftir að snillingurinn Torres fór út af. En fyrir mér er þetta hreinlega engin spurning í mínum huga, maður leiksins stjórnaði spilinu eins og kóngur í ríki sínu, átti tvær stoðsendingar, skoraði af öryggi úr víti og átti svo upphafið að fjórða markinu: Maður leiksins er Steven Gerrard.
Næsti leikur liðsins er 8. desember á útivelli gegn Reading. Miðað við gang mála hjá liðunum, þá er varla hægt að búast við öðru en áframhaldandi sigurgöngu liðsins okkar, sem gerir ekki annað þessa dagana en að skora helling af mörkum!
Össsss, hálfauðvelt hjá okkar mönnum. Fannst þeir samt vera smá sloppy á tímabili í leiknum. Var eins og vantaði smá vilja í að baka bara Bolton gæjana 6,7-0 sem við hefðum hæglega getað gert.
Torres, Gerrard og Lucas alveg frábærir. Crouch oft verið betri, Kewell flottur og Hyypia Legend sýndi að hann kann að skora í bæði mörkin 🙂
En, Riise, ég set eitt stórt spurningarmerki við þann mann í Liverpool treyju. Svona sex skot á markið og ekkert nálægt því að hitta, gat ekki gefið fyrir og þar fram eftir götunum.
Annars þá reyndu Carragher og Reina að gera sitt besta í að gefa Bolton mark en Anelka gat ekki einu sinni skorað með opið mark fyrir framan sig 😀
Þetta var auðvelt. 4-0 sigur gegn Bolton og okkar menn í raun allan tímann í hlutlausa gírnum. Ætli það sé ekki til marks um hversu lélegt Bolton-liðið er í ár miðað við síðustu ár, en um leið hlýtur maður að spyrja sig; hversu mörg lið eiga að afsaka sig með að leika illa eða vera léleg gegn Liverpool áður en menn fatta að það er Liverpool “að kenna” hversu illa andstæðingarnir leika.
Lucas var frábær í þessum leik, djöfull líst mér vel á hann sem leikmann, og það var ánægjulegt að sjá Jack Hobbs koma vel inní þetta líka. Það eru ekki margir 19 ára enskir miðverðir sem geta dílað við Anelka í hálftíma. Annars bara allt við sama heygarðshornið; Gerrard er kóngurinn, Torres er BESTUR, Kewell og Benayoun eru að koma sterkir inn eftir meiðsli og Babel heldur áfram að stimpla sig sterkur inn af bekknum.
Góður dagur, all around. 🙂
Frábær sigur en það má náttúrulega ekki gleyma framlagi Anelka í stöðunni 1-0. Það er greinilegt að Anelka er Púllari inn við beinið. En eftir það var þetta engin spurning og léttur sigur varð niðurstaðan.
Verulega góður sigur og hefði auðveldlega geta verið mun stærri ef menn hefðu bara nennt að keyra á fullu á Bolton liðið út allan leikinn.
Fínt að sjá Hobbs komast vel frá sínu (sendingarnar hjá honum voru sérstaklega góðar) og afgreiðslan frá Torres var náttúrulega algjör snilld. Líka gaman að sjá hversu góðir Gerrard og Lucas voru saman inná miðjunni.
Meira svona! 🙂
Þetta var góð frammistaða og síst of stór sigur. Allt liðið er að leika vel um þessar mundir og frábært að sjá varamennina gera liðið einfaldlega betra þegar þeir koma inná…
Á ekki til orð 🙂
Gaman að sjá Babel koma inn og skora klárlega framtíðarmaður þar á ferð svo ekki sé minnst á Lucas Leiva 🙂 féll væntanlega í skuggann á Steven Gerrard í þessum leik en á engu að síður skilið mikið hrós svo bara Fulham að taka Man U á morgun og þá erum við í góðum málum
enn og aftur, þvílík breidd hjá okkur. Við erum að tala um að í liðið vantaði Alonso, Agger, Pennant, Arbeloa, Finnan, Sissoko, Voronin, og mascherano (var á bekknum).
Þetta er efni í helvíti sterkt byrjunarlið held ég bara.
Við erum búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni og eru búnir að skora meira en Man.utd. og erum með besta markahlutfallið ásamt Arsenal.
Lengi lifi Rafa!!!!
Þetta var frábær leikur og liðið er á fullri ferð núna. Aðeins ein mistök í leiknum urðu næstum því að marki en sem betur fer klikkaði Anelka.
Það var virkilega gaman að sjá Hobbs koma inn fyrir Carra, var hann meiddur? Allavega þarf hann að fá mínútur og þetta gerir honum gott að fá að vera með í 30 mínútur í svona leik.
Svo er líka gaman að sjá hvað miðjan hjá Liverpool er orðin ótrúlega sterk. Lucas er líklega fimmti í röðinni af miðjumönnum Liverpool en hann var frábær í leiknum og gerði ekki nein mistök sem ég man eftir. Greinilega mikið efni hér á ferðinni.
Frábært að taka Torres út af þegar korter var eftir og hvíla hann. Hann var búinn að spila mjög vel og skora frábært mark. Þetta er langbesti framherjinn okkar og um að gera að hvíla hann þegar leikir eru í raun búnir.
Hrikalega er gaman að sjá Kewell koma aftur inn í liðið. Ég vona svo innilega að hann verði heill það sem eftir lifir móts. Þetta er frábær leikmaður og ég er ekki frá þvi að Babel sé betri eftir að Kewell byrjaði að spila aftur. Það hafa allir gott af samkeppni greinilega.
Ef að eigendurnir hafa einhvern tímann hugleitt það að skipta Benitez út þá held ég að það sé að verða mjög erfitt fyrir þá. Liðið er að spila frábæran fótbolta og enn vantar fullt af lykilmönnum í liðið. Við erum með jafn mörg stig og United eftir jafn marga leiki og eigum góðan séns í öllum bikurum.
Ég held að við eigum að þakka fyrir það að Benitez sé hjá okkur og vonandi verður hann hjá liðinu næstu árin.
Ég spái því að við gerum verulega atlögu að titlinum í ár og já ég held að við vinnum hann.
Þetta er aðalkosturinn við skiptikerfið hanns Rafa.Það eru alltaf allir á tánum og tilbúnir að taka við af þeim næsta..Ef einn meiðist þá er alltaf annar sem er tilbúinn í barátuna
Frábær sigur !
21 mark í síðustu 5 leikjum !
We’re on a roll !
Ánægjulegt að sjá alla jákvæða enda gengið í undanförnum leikjum frábært. Það sem er sérstaklega ánægjulegt er hve sterkur bekkurinn er orðinn. Mér finnst skiptikerfið virka því liðið spilar vel og þetta virkar allt frekar áreynslulaust. Gerrard var frábær í dag líkt og undanfarið og TORRES ER ÓMETANLEGUR. Hann hefur allt annan hraða en Crouch og Kuyt og það er akkúrat það sem skiptir máli í nútímafótbolta. Bolton er með marga fína spilara en þeir voru algerlega yfirSPILAÐIR í dag. Boltinn gengur manna á milli og sá sem er með boltann getur valið úr sendingarmöguleikum. Þar liggur munurinn frá jafnteflisleikjunum fyrr í haust að mínu áliti – og það eru að koma jól:-)
Takk fyrir leikskýrsluna… ég er einlægur aðdáandi http://www.kop.is... 🙂
Yndislegt…. frábært. Bolton liðið virkaði sprækt og með þrusu sjálftraust til að byrja með en okkar menn voru fljótir að sýna þeim að þeir hefðu betur bara heima setið. Og bara Gott á Bolton þar sem þeir snéru öllu á haus og létu okkar menn spila á móti Kop í fyrri hálfleik. Hélt að það væru óskrifuð lög að svoleiðis gerði enginn í heimsókn á Anfield.
Eftir þriðja markið og hálftími eftir af leik hafði maður á tilfinningunni að Bolton menn óskuðu sér ekkert heitara en að dómarinn blési þennan leik af og það í gær. Okkar menn sofnuðu bara smávegis líka með niðurbrotnu Bolton liði. Ég var svo yfir mig hamingjusamur að við skyldum bæta við fjórða markinu. Ef drápseðlið hefði verið örlítði meira hefðum við auðveldlega getað jarðað Bolton 10 fet undir með 7 til 9 mörkum eða svo.
En bara frábært að skila sigri. Svo nauðsynlegt þar sem Chealsea og Arsenal “Ösnuðust” til að klára sína leiki. Svo er best að gera sér engar grillur með að Fulham sæki stig á Gömlu Tröð.
Ég var himinlifandi með frænda(John Arne Riise-nafni og rauðhærður eins og ég). Var frábær í vörninni. Meðan hann stendur sig í vörninni þá er mér svona slétt sama um himnaskotin hans. En hann var líka að styðja vel við Kewell í sókninni þrátt fyrir einhvern misskilning þeirra í milli einu sinni eða tvisvar.
En maður leiksins…. Steven King Gerrard. O my God.. bein þýðing ..Guð minn góður!! Hann er stórkostlegur leikmaður. Það hrýslast ennþá ánægjutilfinning niður eftir bakinu á mér þegar ég hugsa um annað markið. Sendingin stórkostleg og tær snilld að við skulum vera komnir með framherja eins og Torres til að klára svona dæmi. Það eru svo spennandi tímar framundan. Miðað við hvernig liðið lítur út í dag þá vil ég gefa Benites hið minnsta þrjú ár í viðbót til að skila okkur Englandsmeistaratitli með þetta lið. Það mun gerast.
Frábært að sjá Jack Hobbs. Stór og stæðilegur miðvörður og hann var að standa sig vel. Ég fékk líka á tilfinninguna að það sé heilmikill leiðtogi í þessum strák. Lucas Leiva er náttúrulega bara frábær. Hann minnir mig á Xabi nokkurn Alonso. Dreifir spilinu af öryggi og Gerrard virtist treysta honum fullkomlega. Með fáar feilsendingar og strákurinn kann líka að tækla og verjast.
Ég get ekki beðið eftir næsta leik….. 🙂
YNWA
Ingi var ekki Arbeloa í byrjunarliðinu? Annars flottur leikur í rigningunni í Liverpool borg í dag og liðið virkar skuggalega traust þessa dagana og svo er bara að taka Reading á laugardag áður en við höldum til Frakklands, áfram Rafa 🙂
Nákvæmlega, Didi. Rafa róteraði einhverjum 4 mönnum eftir góðan sigurleik í Meistaradeildinni, en samt er enginn að kvarta yfir róteringum Rafa núna 🙂
átti að vera Fabio auðvitað
takk fyrir ábendinguna Liverbid.
já og svo má ekki gleyma Sebastian Leto og Nabil El Zhar 🙂
Góða kvöldið!
Þegar ég sá byrjunarliðið sagði ég að mér litist vel á það nema að Rise væri þarna inni, sagði að hann ætti heima í varaliðinu og hvergi annarsstaðar. Ég hef verið einn mesti hatursmaður hans í haust, finnst hann hafa spilað alveg skelfilega og réttast væri að selja hann.
En öðruvísi en sumir aðrir (getur lesist Andri Fannar, komment #1) er ég ekki algerlega blindaður af þessu hatri mínu á manninum. Rise átta bara fanta góðan dag í dag. Eins og einhver sagði hér fyrir ofan þá studdi hann vel við bakið á Kewell á vinstrikantinum, og að segja að hann hafi ekki getað gefið fyrir og svo fram eftir götunum er bara ekki rétt. Hann hátti nokkrar mjög góðar sendingar inn í boxið og líka góðar sendingar á samherja. Það er rétt að hann átti nokkur skot sem voru algerlega út úr kú, en maður yrði nú bara svekktur með Rise ef hann tæki ekki skot um leið og hann sér glitta í markið.
Ég er enn á því að það eigi að selja Rise, en samt má alveg hrósa honum þegar hann á það skilið.
kv
ninni
Ég er nú ekki hrifinn enda var þetta hálfgerður grísasigur þó hann hafi endað 4-0. Við vorum bara heppnir að Bolton spilaði í UEFA-Cup á fimmtudag og gátu ekki sýnt sitt besta.
Ef Anelka hefði líka nýtt þetta dauðafæri þá hefði Liverpool aldrei unnið þennan leik. Spilið er ennþá tilviljanakennt og við eigum engan alvöru striker.
Mér finnst slæmt að Rafa sé aftur kominn í náðina hjá Hicks enda erum við þá líklega búnir að missa af sénsinum að fá Jose Mourinho til liðsins. Ef hann hefði tekið við núna um áramót hefðum við pottþétt unnið ensku deildina, sé það ekki gerast úr þessu.
Riise er ömurlegur vinstri bakvörður, Hyppia ekkert að skána, Reina alltaf jafn mistækur, Gerrard ofmetinn og maður bíður bara eftir að Benayoun og Crouch detti í meðalmennskuna.
Eini ljósi punkturinn er endurkoma Kewell en hann á örugglega eftir að meiðast aftur.
Við erum bara að vinna þessa leiki undanfarið útá slakan leik andstæðinganna. Sjáið bara til.
Hress hann Arnór. Best að vera bara með neikvæðni.
Enginn leikur betur en andstæðingurinn leyfir. Við höfum verið að salta þessi lið vegna kröftugs varnarleiks og fyrir utan þetta rugl á Reina og Carra í fyrr hálfleik voru við með góða pressu.
Sammála Arnór. Það var mikill heppnisstimpill á sigri Liverpool í dag og ef við hefðum verið að spila gegn sterkari liði eins og til dæmis Middlesborough þá hefði þetta verið 3-0 tap pottþétt.
Svo átti Hyypia heppnismark og átti að skalla boltann sannfærandi upp í vinkilinn á meðan sendingin hjá Gerrard var bara kiks sem meðaljóninn Torres hefði var heppinn að reka sig í. Hann þarf að fara að spila eins og alvöru striker drengurinn!!
🙂 Múhaha….!!!!!
Bjartsýnisverðlaun ársins 2007 hlýtur……….Arnór!!!! 🙂
Zúri, ég ætla að leyfa mér að giska á að Arnór sé að grínast. En já, sammála Ninna – Riise var bara fínn. Ég er ekki í Riise aðdáendaklúbbnum, en þótt að skotin hans væru hræðileg þá var hann samt góður í leiknum.
Arnór klárlega á leiðinni í fyndnasti maður síðunnar í vikunni!
En frábær leikur, enn einn ganginn! Bolton liðið vann United í síðasta leik, með baráttu og grimmd. Í dag áttu þeir ENGANN séns!!!!!
Sem betur fer er að koma í ljós að Benitez veit algerlega hvað hann er að gera. Þetta lið er komið með hans ummerki, algerlega. Halda boltanum ótrúlega vel innan liðsins frá fyrstu mínútu að þeirri síðustu, halda klónni endalaust og gátu unnið þennan leik 8-1 án vafa. Bara ef maður telur DAUÐAfærin.
Vissulega var Gerrard flottastur, en ég er að verða ástfanginn af Babel og Lucas. Þvílík efni þessir drengir. Lucas verður stórkostlegur miðjumaður fyrir þetta lið okkar og Babel er eilíf ógn! Segi enn að við ættum að skoða hvort við greiðum 17 millur fyrir Mascherano, hann verður ekki mikið í liðinu í vetur eftir að Alonso kemur inn og Lucas spilar svona vel!
Hobbs er efnilegur, ekki vafi og allt rósótt og flott.
You’ll never walk alone……
Er mjög ánægður með leik liðsinns um þessar mundir. Er samt ekki sammála því að hina og þessa máttastólpa vanti í liðið. Hef reyndar saknað Aggers en Finninn hefur verið að spila vel undanfarið og Agger labbar ekkert inn í liðið. Annara meiddra leikmanna sakna ég ekkert
áfram Liverpool
Ég vil líka fá Paco aftur!
Veit ekki hvort þessi Arnór sé að grínast með þessari athugasemd, en miðað við hvað hann er að segja þá getum við líka lagt dæmið svona upp:
Ef AC Milan hefði ekki skorað þessi tvö mörk á móti okkur í úrslitum Meistarardeildarinnar í maí sl. þá hefðum við kannski unnið dolluna tvö ár í röð?
Mæli með Prozac eða einhverju sterkara (kannski með söngvatni), ef ekki um grín er að ræða.
Sky Sports segir að Gerrard hafi sýnt “master class performance”. Hlýtur að vera grín, eða hvað Arnór?
ninni #18:
Riise hefur vissulega átt fína leiki með Liverpool og þessi var reyndar með þeim skástu á þessu tímabili. En hann átti varla góða fyrirgjöf í þessum leik, voru allar alltof innarlega og svo þessi skot hans voru bara vandræðaleg.
Hann er engin hetja en hann er samt ekki lélegasti fótboltamaðurinn í heiminum. Arbeloa – Finnan er samt betra combo í bakverðina.
Einar, sástu ekki Paco á bekknum? Hann var sá sem var með ljósu hárkolluna uppi til vinstri á bekknum. Annars flottur sigur á slöku liði Bolton…loksins er þetta farið að rúlla og samt margt hægt að laga eins og Benitez sagði eftir leikinn 🙂
Sniff. Ég næ bara í jakkann.
En verð að segja eitt; Riise óvenju góður, rétt. Besti leikur hans í vetur?
Ég sakna Agger og Alonso mikið og bíð líka spenntur eftir að fá Pennant inn í þetta sóknarlið. Betri krossara finnum við ekki svo glatt!
hér eru highlights: http://www.videoplayer.hu/videos/play/114321
quality fótbolti og gaman að sjá liðið spila svona vel 🙂
Já magnaður leikur hjá okkur í dag. Gerðum það sem til var ætlast og vel það!
Gleymum ekki að við höfum oft þurft að ströggla við litlu liðin jafnvel á okkar heimavelli, en nú erum við komnir með marga góða leikmenn sem flestallir geta skapað mörk útúr engu nánast.
Talandi um örfáa leikmenn sem mig langar að minnast á… Talandi um Hyypia… hver einasti liggur við hefur sagt, aðdáendur og “sérfræðingar” að tími Hyypia hafi verið liðinn… heyrt þetta í nokkur ár jafnvel.. En held að flestir hafi nú reiknað með að sá gamli myndi spila lítið í ár og ef hann myndi spila yrði liðið veikt fyrir varnarlega.
En málið er einfaldlega að Hyypia er búinn að spila marga (væri gaman að fá töluna á hreint) og við til dæmis búnir að fá á okkur fæst mörk allra liða og samt spilandi flottan bolta. Skiptir litlu hvort við erum að mæta fljótum framherjum, Hyypia spilar eins og Kóngur! Sem hann er! Ótrúlegur leikmaður!
Harry nokkur Kewell! Leikmaður sem flestallir aðdáendur Liverpool bera ómælda virðingu fyrir manninum sem er samt dáldið merkilegt meðað við spilatíma hans hjá liðinu síðustu ár;) Hefur allan þann stuðning frá okkur sem hann getur mögulega fengið, vangaveltur hvort hann eigi skilið að fá nýjan samning…
Mín skoðun er sú að maðurinn er Liverpoolmaður úti í rauðan dauðann, auðvitað fær maðurinn alltof mikið borgað fyrir að vera meiddur heilu tímabilin enda vil að samið verði við manninn að hann fái borgað fyrir þann tíma sem maðurinn er heill! Hvort sem það væri svo illa gert að koma með þá kröfu þar sem maðurinn hefur verið meiddur í yfir ár… Ef maðurinn er nógu mikill scouser eins og ég vona þá hljóta allir að geta komist að samkomulagi:) Maðurinn hefur ennþá uppá margt að bjóða sem Babel gæti lært af honum:)
Annars er gaman að sjá Lucas spila með Gerrard á miðjunni… Ná mjög vel saman og mætti halda að þeir spiluðu saman í hverri viku:)
Maður getur vart beðið eftir næsta leik á móti Reading… Gaman þegar maður getur varla beðið eftir að sjá næsta leik… nokkrum klukkutímum eftir að maður sá þá spila 🙂 Góðs viti
YNWA
Andri Fannar!
Ég er ekki alveg sammála að Arbeloa og Finnan séu besta comboið, því mér finnst Arbeloa og Aurelio betri. Pointið hjá mér með kommentinu mínu var að Rise hafi verið betri í þessum leik en oft áður, ég er enn á því að hann sé ekki nógu góður til langframa fyrir Liverpool.
Og já, ég gleymdi að mynnast á að leikur Liverpool í dag var frábær, það er gaman að sjá liðið spila svona fótbolta, þar sem menn hafa alltaf mann til að gefa á, flæðið miklu meira en fyrr í haust. Minnir á Liverpool í gamla daga.
kv.
Ninni
Sammála Gumma #33 með Hyypia. Ætlaði að nefna hann í ummælum mínum áður en fanst ég vera búinn með skrifkvótann.. 🙂 Hann er náttúrulega bara búinn að vera frábær.. já já það má benda á atvik þar sem hann hefur ekki haft nógu mikinn hraða. En hann bara bætir það upp með svo mörgu. Hvað ætli hann sé búinn að taka marga skallabolta út úr vörninni sinn feril? Lítur út fyrir að vera ekkert mál. En Hyypia hefur bara ótrúlegt gott næmi á staðsetningar í vörninni. Svo setur hann alltaf eitt og eitt mark.
Heimsklassa miðvörður.
Arnór #19 ertu ekki að grínast???
Ég er sammála Gumma varðandi Hyypia í færslu 33 því menn hafa verið að rakka hann(Hyypia þar að segja) niður í allt haust en staðreyndin er sú að hann hefur verið að spila fantavel og vex með hverjum leiknum svo lengi lifir í gömlum glæðum og vissulega hefur hann misst aðeins hraðann en hann bætir það upp á öðrum sviðum og ég er feginn að við fengum ekki Heinze frá United þarna í lok ágúst eins og allt leit út fyrir því Hyypia er einfaldlega betri en mér leist vel á Hobbs í dag og fínt að leyfa honum að spila hálftíma hér og þar plús leikina í deildarbikarnum til að öðlast meiri reynslu á topp leveli og semsagt fyrir ykkur sem hafið hallmælt Hyypia þá verðið þið að sætta ykkur við hann í rauðu treyjunni fram á vorið 2009 í það minnsta 🙂
Frábært. Liðið er að spila mjög vel í síðustu leikjum, svo er ég mjög ánægður að sjá uppstillingar Rafa í síðustu leikjum finnst hann stilla upp á sókndjarfari hátt en oft áður með fantagóðum árangri. Long may it last!
Ég á ekki orð, mörkin eru hætt að láta standa á sér, menn spila og spila vel, illa og sv. fr. 🙂
Það sem máli skiptir er að við erum að vinna leiki og það með FJÖLD MARKA, er það ekki það sem við höfum verið að bíða eftir, ég bara spyr.
Markið há Torres er náttúrulega bara eins og að spila keilu, snúningurinn í endursýningunni (hægt) bara gaman að sjá svona fótbolta, HANN ER HVERRAR KRÓNU VIRRRRRRRRRRÐI.
… og sammi kallinn, það á ekki að skipta máli hvernig við skorum mörkin er það ? Svo lengi sem að við skorum í leikjum sem við vinnum þá er mér alveg sama þótt menn taki upp smá takta frá argentínumanninumgóða (nefni engin nöfn) og noti jafnvel hendur, bara segi sonna heheheh.
Avanti LIVERPOOL
Virkilega góður sigur og vonandi heldur formið áfram í næsta leik sem er á útivelli á móti Reading, veit að allt getur gerst í fótbolta en finnst mjög hæpið miðað við hvernig við höfum verið að spila að sá leikur verði annað er RÚST!! síðan eftir það koma tveir ROSALEGA mikilvægir leikir en það eru auðvitað Marsille og Man U leikurinn sem að munu að sjálfsögðu vinnast þar sem við erum besta liðið í heimi eins og leikar standa núna 😀
og Don Roberto á þetta ekki að vera argentínumönnunumgóðu? man ekki betur en að tveir frábærir Argentínumenn hafi skorað með höndinni
P.S. Eiga ekki Agger og Alonso að verða tilbúnir í Marsille leikinn?
Ég man ekki eftir að hafa séð svona klárara hjá Liverpool eins og Torres er, kannski Owen á sínum yngri árum. Torres kláraði færið í dag á meistaralegan hátt, þvílík hamingja að vera loksins kominn með alvöru striker í framlínuna.
Anton; rétt er það, ég tók bara svona til orða heheheh
AVANTI LIVERPOOL
magnað hvað það er alltaf verið að tala um Hyypia sem veikan hlekk í vörninni og hvað hann sé orðinn gamall og lúinn… Liverpool er aðeins búið að fá á sig 6 mörk í deildinni það sem af er leiktíð og þessi gamli skröggur hefur leikið í hjarta varnarinnar í líklega um helmingi leikjanna 🙂
En Stevie G var man of the match í gær without a doubt… classy Stevie G performance… skammt á hæla hans kom Torres
Það er nú líklegast allt búið að koma, sem ég myndi vilja segja um þennan leik, í fyrri færslum. Ég verð að segja það að mér finnst það alveg ótrúlegt að sjá miðjuna hjá okkur núna. Ég stórefa alveg að Benitez hafi ætlað sér í byrjun leiktímabilsins að spila Leiva jafn mikið eins og hann hefur gert. Langvarandi meiðsli Alonso og frekar slappt spil Sissoko hefur opnað hurðina.
Fyrir mína parta þá hef ég bara ekki séð Liverpool spila svona í langan tíma. Halda boltanum á miðjunni, þar sem mótherjar líkjast mýflugum. Hversu oft í Bolton og Newcastle leiknum, voru ekki gefnar stuttar sendingar á miðjunni á menn (Gerrard og Leiva), þar sem þeir voru, að manni fannst, umkringdir af andstæðingum en náðu samt að spila sig út úr aðstæðum. Að mínu mati fengu Leiva og Gerrard gott pláss frá samherjum sínum, sem voru búnir að draga mannskap frá miðjupunktinum, eitthvað sem hefur stundum ruglast þegar Voronon og Kátur eru að gafra á þeirra svæði.
Mér fannst ég líka taka eftir því að Leiva og Gerrard skiptust bróðurlega á því að fara fram. Auðvitað var Gerrard aðilinn sem sótti meira fram, en ég tók sérstaklega eftir nokkrum mínútum í seinni hálfleik í Bolton leiknum, þegar það virtist sem Gerrard vildi ná smá lofti í lungun og þá sótti Leiva lengra fram á völlinn. Leiva virðist átta sig mjög vel á því að Gerrard skilji eftir sig holur á miðjunni þegar hann þýtur fram, og það sama má segja um Benna Onion sem er leikmaður sem á það skilið að talað sé um hann og Work Ethic í sömu setningu.
Mér finnst eiginlega Sissoko vera kominn út úr þessari miðju. Lengi vel hefur verið talað um að miðjan hjá okkur væri ein sú besta í heiminum, en núna finnst mér þetta virkilega vera að smella. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvort að Benitez velji að spila Leiva og Alonso saman á miðjunni.
Ég spyr. Þegar Alonso er kominn tilbaka og Benitez hefur úr Gerrard, Leiva, Alonso, Mascherano og Sissoko að velja, hvernig combination vilja menn sjá.
Ég er búinn að lesa mikið um hversu léleg Porto, Newcastle og Bolton eru, en mér finnst það alltaf gleymast að þau voru kannski ekki að spila sinn besta bolta, því að þau fengu aldrei (yfirleitt) ekki tækifæri til þess.
Bring on the Marshmellows
gerard leiva og mascherano
Kominn nýr Tompson pistill: http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/NG157905071203-1426.htm
Það vantar nú eitthvað í ykkur. Þegar þið eruð að hrósa manni sem er sósaður í andlitinu og kvennmanni hástert fyrir að vinna lið sem getur ekki neitt. Þið þurfið nú aðeins að minnka stoltið. Þið hafið ekkert til að vera stoltir af það er málið. Talið um Benitez sem einhvern guð því hann komst í úrslit í meistaradeildinni en hann vann ekki. Hvaða máli skiptir það þá? Hversu oft hafa Liverpool unnið deildina síðustu 10 árin. Hversu marga vonlausa leikmenn eiga Liverpool. Eggið væri nú ekki að bjóða í þá ef þeir væru frábærir. Farið nú aðeins að hægja á ykkur hræðilegt að horfa upp á þetta.
Ég ætla að koma með skot í myrkri hérna og skjóta á að þú haldir ekki með Liverpool?
Jæja Kristófer. Bara öll ljós kveikt og engin heima? Hvaða geimflaugar hefur þú verið að smíða? Bara pípuhattar og læti?
Er eitthvað meira hægt að segja um þetta komment þitt?
Já, sæll.