Reading á morgun

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið löng vika. Mér finnst alveg óralangt síðan við unnum góðan sigur á Bolton. Þegar liðið er á svona siglingu, þá vill maður helst fá leiki annan hvern dag. Ég skil ekki ennþá af hverju við spiluðum ekki leikinn sem við eigum inni gegn West Ham. Arsenal spilaði sinn leik, en okkar leikur hefur ennþá ekki verið settur á. En það þýðir lítið að spá í því, það eru eflaust einhverjar ástæður fyrir þessu öllu saman.

Þessi Reading leikur er hálfpartinn fyrir, ef það má orða það sem svo. Sjálfur er maður kominn með hugann við leikina gegn Marseille á þriðjudag og svo Man.Utd á sunnudaginn þar á eftir. Fyrir mér er þessi leikur gegn Reading pínu hættulegur, þó ekki væri nema bara út af þessu atriði. Auðvitað verða menn að treysta því að leikmenn og stjórnendur liðsins séu með fókusinn á því rétta, sem er næsti leikur. Það breytir því þó ekki að í undirmeðvitundinni þá vita menn af þessum stóru leikjum sem framundan eru. Hver vill missa af “úrslitaleiknum” gegn Marseille? Hver vill missa af nágrannaslagnum gegn Man.Utd á heimavelli? Enginn, simple as that. En á venjulegum degi ættum við ekki að þurfa að hafa neinar stórar áhyggjur af þessum leik og miðað við gengi liðsins að undanförnu, þá ættu menn að koma inn í hann fullir sjálfstrausts og þeir leikmenn sem hafa verið að fá tækifæri í liðinu, hafa svo sannarlega verið að standa undir væntingum.

Reading hafa leikið 15 leiki í deildinni og halað inn 14 stig. Eitt af þessum 14 stigum kom á Old Trafford í byrjun tímabilsins, og það eitt sýnir okkur það að þeir geta með sterkri vörn gert hvaða liði sem er skráveifu. Þetta jafntefli þeirra gegn Man.Utd er aðeins annað af tveimur jafnteflum þeirra í deildinni, og hitt kom einmitt í síðustu umferð gegn Boro. Þeir hafa unnið 4 leiki og tapað heilum 9 stykkjum. Þeir hafa ekki náð sigri í síðustu 4 leikjum sínum, en reyndar hafa allir 4 sigrarnir þeirra komið á heimavelli. Í þessum 15 leikjum hafa þeir skorað 18 mörk en fengið á sig heil 32 stykki, sem gera meira en 2 mörk í leik. Þeirra hættulegustu menn hafa verið Kitson (5 mörk) og Doyle (4 mörk). Reading hafa á þessu tímabili verið að upplifa það að 2 tímabilið í Úrvalsdeildinni getur verið býsna strembið, en í brúnni er mjög fær kappi að nafni Coppell. Reading leika mikinn harðkalla bolta og því fékk Torres nokkur að kynnast í leik liðanna í deildarbikarnum fyrir ekki svo löngu síðan. Hann svaraði því reyndar með því að skora þrennu og það er akkúrat rétta aðferðin við að svara fyrir sig. Sá leikur fór fram á þessum sama velli og endaði 2-4 fyrir okkar menn.

Eins og flestir vita þá hefur liðið okkar verið á mikilli siglingu að undanförnu, þó svo að margir utanaðkomandi kjósi að horfa framhjá því. 21 mark gegn 1 í síðustu 5 leikjum segir sína sögu. Ég er ansi hreint ánægður með það líka hversu markaskorun liðsins hefur dreifst vel á leikmennina, og því eins og Rafa segir, þá er ekki nóg að taka út einn leikmann og dekka hann vel, því mörkin eru að koma alls staðar að. Við höfum skorað 26 mörk í þessum 14 leikjum okkar og aðeins 6 sinnum hefur Reina þurft að sækja boltann í netið (þar af 2 mörk eftir vítaspyrnur og eitt sjálfsmark). Andstæðingarnir hafa sem sagt skorað 3 sinnum hjá honum úr opnum leik. Á hinum endanum er það Fernando Torres sem hefur verið iðnastur við markaskorun, en hann hefur sett 6 kvikindi í deildinni og næstur á eftir honum kemur Stevie G með 5 stykki. Við erum enn taplaus í deildinni, unnið 8 og gert heil 6 jafntefli.

Þá að liðinu. Rafa hefur talað um að það séu margir leikmenn að koma tilbaka eftir meiðsli. Agger, Alonso, Finnan og Aurelio eru byrjaðir að æfa á fullu á nýjan leik, en væntanlega kemur þessi leikur of snemma fyrir þá tvo fyrstnefndu. Carra var talinn tæpur fyrir leikinn, en Rafa hefur talað um að hann hafi náð sér að fullu og sé klár í að spila. Stóra spurningin er sú hvort hann taki sénsinn með hann þar sem hann þarf bara eitt gult spjald í viðbót og fái hann það á móti Reading, þá missir hann af leiknum gegn Man.Utd. Rafa er ekki í góðri stöðu með þetta val, hann er alveg upp við vegg. Ákveði hann að hvíla Carra og leikurinn vinnst ekki, þá mun hann verða gagnrýndur mjög fyrir að hafa ekki notað hann. Byrji Carra inná og fái gult spjald í leiknum, þá yrði hann gagnrýndur fyrir að taka sénsinn með hann. Persónulega myndi ég vilja sjá Rafa taka sénsinn og setja hreinlega Hobbs inn í liðið við hlið Hyypia. En Rafa veit að allir þessir deildarleikir eru mikilvægir og ég býst því við að sjá Carra hefja leikinn.

Það er erfitt að geta sér til um liðið, sér í lagi þegar horft er til hvaða leikir eru framundan (ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt fyrir aðra leiki, síður en svo). Við erum að spila á útivelli, en ég er samt viss um að Rafa kemur til með að keyra á þá strax frá byrjun. Ég reikna því með að Arbeloa haldi sinni stöðu í hægri bakverðinum, Carra og Hyypia í miðvörðunum og Riise í vinstri bakk. Ég vona þó heitt og innilega að Hobbs verði í byrjunarliðinu og Carra verði hvíldur. Maður veit auðvitað ekki um stöðuna á Aurelio, því er hann er heill þá vil ég sjá hann í vinstri bakverðinum. Ég er viss um að Yossi muni halda áfram hægra megin og Babel kemur inn á vinstri kantinn. Gegn svona harðkallabolta þá held ég að Rafa spari Kewell, enda afar brothættur vasi þar á ferðinni sem límdur hefur verið saman ansi oft síðustu árin. Stevie virðist ekki þurfa neina hvíld og hann mun verða á miðjunni með Lucas eins og í síðasta leik. Ég spái sem sagt fáum breytingum frá leiknum gegn Bolton. Ég er svo í miklum vafa með framlínuna. Ég er að vona að hann keyri áfram á Torres í næstu leikjum og komi honum endanlega í gírinn. Ég er þó handviss um að Crouch byrji ekki inná, því hann mun byrja leikinn gegn Marseille. Ég spái því að Dirk Kuyt komi inn í liðið í hans stað. Eins og áður, þá telst maður samt spámaður góður ef maður nær að giska á 6-7 rétta leikmenn í byrjunarliðið. Ég spái því liðinu svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Riise

Benayoun – Gerrard – Lucas – Babel

Kuyt – Torres

Bekkurinn: Itandje, Hobbs, Maschareno, Kewell og Voronin (mætti líka setja inn einhverja af þessum; Finnan, Aurelio, Sissoko eða Crouch)

Já, engin spurning, sigur og ekkert annað kemur til greina. Toppbaráttan er núna að harðna með hverri umferðinni sem líður. Við erum farin að sjá kunnuglegan pakka í 4 efstu sætum deildarinnar og hvert einasta misstig getur haft úrslitaáhrif þegar upp er staðið. Vinnist sigur í þessum leik, þá fara menn með sjálfstraustið í botni í þessa tvo stóru leiki þar á eftir. Bilið í Arsenal er nánast ekki neitt og það er langt síðan að við sáum liðið jafn vel statt á þessum tímapunkti á tímabilinu. Það yrði sorglegt ef það færi fyrir bí með lélegri frammistöðu gegn einu af slakari liðum deildarinnar. Þeir munu koma í leikinn eins og grenjandi ljón, en það er ekkert nýtt fyrir Liverpool. Menn verða hreinlega að taka þennann leik sem hvern annan útsláttarleik á leið okkar í átt að titlinum. Nú er lag, ég vil sjá sannfærandi sigur til að geta farið að fókusa á fullu á ferðina til Frakklands. Ég ætla að spá okkur 0-2 sigri og það verða þeir Torres og Benayoun sem skora mörkin. Koma svo…

59 Comments

  1. Held við séum einfaldlega á það góðri siglingu að við vinnum sannfærandi.

    Annars held ég að ástæða þess að Liverpool leikurinn við West Ham fór ekki fram í vikunni hafi verið leikur Everton og rússneska liðsins. Gæti þó verið rangt hjá mér.

  2. Ég er nokkuð viss um Elli að leikurinn hjá everton og rússana hafi ekki hafi ekkert með það að gera að Liverpool spilaði ekki leikinn,ekkert þarna sem stangast á held ég…

    En að leiknum þá er ég svo nokkuð viss um að Carra spili ekki leikinn og Hobbs fái tækifærið í fyrsta í byrjunarliðinu,var nefnilega ekki verið að tala um að Carra sé á 4 gulum og má því ekki fá eitt í viðbót og þá missir hann af aðal leiknum 16 des,efast um að Rafa taki áhættuna á það.Og ef einhverntímann er hægt að taka þessa áhættu og hvíla Carra þá er það einmitt nú þegar að sjálfstraustið er svona rosalegt og ekki skemmir fyrir að útivalla formið er betra en heimavallarformið,og því er alveg hægt að réttlæta þá áhættu ef að Rafa setji Hobbs inn í staðinn fyrir Carra…

    En er alveg sammála þér í því að liðið verði að að fara í þennann leik sem hálfgerðann úrslita leik og svoleiðis mun það vera út allt tímabilið,einn leikur tekinn í einu og verða allir spilaðir sem úrslitaleikir og því sér maður fram á annsi langt tímabil og taugastrekjandi í kaupæti fyrst allir leikirnir sem eftir eru verða must win leikir

  3. spái 0-2 sigri okkar manna þar sem Lucas og Riise skora mörk okkar manna.

    annars vona ég að torres og gerrard byrji inná, þá vonandi skorum við mark/mörk snemma og gerum leikinn þægilegri, í stað þess að lenda í vandræðum og þurfa að skipta þeim inná.

    get ekki beðið eftir leiknum!

  4. Vá hvað maður er spenntur yfir þessu liði þessa stundina!

    Það hefur mun minna að segja upp á stigafjöldann að vinna scum utd ef við klárum ekki Reading. Því held ég að Rafa tippi á að láta Carra spila og treysta á að hann fái ekki gult (sem er mjög líklegt) frekar en að tefla Hobbs fram á útivelli! Veit satt að segja ekki hvað ég vill en ef Carra er heill þá er erfitt að láta hann ekki spila.. taka hann síðan bara útaf í hálfleik þegar við erum með unninn leik (0-2) 🙂

    Góðar stundir

  5. Eins og kemur fram í upphituninni, þá eru þeir byrjaðir að æfa á fullu og þetta er orðið dagaspursmál, en eins og áður sagði þá kemur þessi leikur líklega aðeins of fljótt fyrir þá Alonso og Agger.

  6. 5 Eða þá að þetta sýni betur hvað öll umfjöllun um Liverpool var komin út í mikla öfga. Óánægjan með spilamennsku liðsins var alveg réttlætanleg upp að vissu marki, en miðað við meiðslavandræði þá var hún að vissu leiti skiljanleg og gagnrýnin var oft afar illa ígrunduð og hreinlega röng. Það er þó allt annað hljóð í mönnum í dag sem er vel.

    Reyndar þá held ég alveg örugglega að kröfurnar hafi aukist til muna, það er það þarf mun fleiri stig núna til að vinna titilinn þar sem það eru færri lið sem eru afgerandi langbest. (nenni ekki að leita heimilda til að sýna fram á hvort þetta er rétt eða rangt).

    En varðandi Reading leikinn þá hef ég smá áhyggjur því Liverpool hefur í gegnum tíðina átt það til að hiksta á svona stundum og því óttast ég smá að við töpum þessum leik 1-1.
    Eins hef ég lúmskan grun um að Sissoko verði í liðinu í þessum leik (svo framarlega sem hann er ekki meiddur) og það eykur á áhyggjurnar hjá mér.

  7. Ég heyrði þetta með stigafjöldann í einhverjum leik með Liverpool um daginn,hvort það hafi ekki verið bara núna í síðasta leik gegn bolton.Þetta myndi maður nú kalla frábært afrek hjá stjóra sem “kann ekki á ensku deildina”….

    En ég hef svolitið gaman af íslenskum fjölmiðlum sem geta aldrei viðurkennt að Liverpool sé að gera vel og reyna að finna allt það mögulega sem hægt er að draga úr árangri Liverpool t.d eins og að Rafa brosti ekki í 8-0 sigrinum og svona;)…Það nyjast sem ég heyrði í dag hjá misgágaða útvarpsmanninum honum valtýr birni,var að Rafa vildi ekki að leikmennirnir myndu vaka langtframeftir til að horfa á box bardaga,þetta kom í einhverjum slúðurpakka hjá honum og hvernig hann valtýr björn reyndi að gera eins mikið mál úr þessu og hægt var lýsir bara ástandinu hjá þessum köllum og hversu miklum bjánum þeir geta orðið sér að…

    hver var ástæðan fyrir því að hann þurfti að gera eins mikið mál úr svona litlum hlut er mér hulin ráðgáta,
    hann ætti nú að vita að afreksíþróttamenn verða að kvílast vel og tölum nú ekki um þegar það er svona stutt á milli leikja og við erum nú ekki að tala um smá leik þar sem framhald liðsins í CL ræðst….
    Þessi gagnrýni hann á Rafa að leyfa mönnum ekki að vaka langtframeftir nóttu svona rétt fyrir sennilegast okkar mikilvægasta leik á tímabilinu er jafn heimskuleg og gagnrýnin á Rafa um að brosa ekki nóu mikið að mínu mati…..Að setja út á stjórann fyrir að vilja að leikmennirnir sínir kvílist vel fyrir svona mikilvægann leik það er ekki eins og það séu margar vikur þarna á milli

  8. Ef Ívar eða Brynjar byrja inn á þá er það gott mál. Það ætti að vera auðveldara að vinna með þá innanborðs, enda báðir arfaslakir knattspyrnumenn. Liverpool ætti að öllum líkindum að vinna leikinn þó að þeir stilli ekki upp sínu sterkasta liði. Spái því að Torres setji tvö og verði tekinn útaf snemma í síðari hálfleik.

  9. Tek undir með Stefáni, efast ég um að Ívar og Brynjar komist í liðið hjá meðal utandeildarlið.

  10. Það var víst ekki valtyr björn sem var að reyna að gera mál úr þessu heldur hannsi bjarna og einhver staðgeingill valtyr og byðst ég velvirðingar á þessu þótt ég ætla ekki að draga það til baka að valtýr er með mjög takmarkaða gáfu að mínu mati..En þetta breitir því ekki að tilgangurinn var einginn fyrir að reyna að gera mál úr þessu…Varð bara að koma þessu öllu frá mér í sambandi við hvernig umfjöllun Liverpool fær í fjölmiðlum stundum..Hún getur orðið svo grátbrosleg

  11. Held að liðið verði svona :

                                                     reina
    
                  arbeloa          hobbs                      hyypia               rise
    
                   benayoun          gerrard                  lucas                babel 
    
                                                         torres    kuyt
    

    vona samt að sjá liðið svona:
    reina
    arbelo carra hyypia aurelio (ef hann er ok)
    benayoun gerrard mascherano kewell
    torres voroin
    spái leiknum svona 3-0 liðið er á góðu skriði og held að þeir vinni þennan leik auðveldlega.

  12. ég held að leikurinn fari 3-1 fyrir Liverpool , ég held að Reding skori á fyrstu 20.mín og þá bætta liverpool menn í , síðan skorar torres , síðan kemur gerrard og skorar og kemur okkur yfir og síðan kemur crouch og innsiglar sigurinn 🙂

    ÁFRAM LIVERPOOL !!!!!!!!!!!!

  13. Steini, hvað ertu að gera að fjalla um LEIKINN? Veistu ekki að stóra frétt helgarinnar er sú að Rafa leyfir leikmönnunum ekki að horfa á box? :p

    Nei annars er ég sammála upphituninni hjá þér. Langaði bara að benda þér á að samkvæmt því sem ég las var ekki hægt að hafa Liverpool – West Ham (frestaða leikinn) á miðvikudag þar sem Everton voru að spila á sama tíma í Evrópukeppni. Bæði liðin heima á sama kvöldinu = slæmt fyrir samgöngukerfið í Liverpool-borg.

    Þessi leikur á morgun leggst svona la la í mig, ef svo má segja. Ég hef trú á að liðið haldi áfram sama dampi og hefur verið og því gætum við séð liðið byrja mjög vel á morgun. En eins og þú segir er þetta einmitt hættulegur leikur af því að það er hætt við að menn séu farnir að hugsa um of til Marseille og Man Utd. Ef einbeitningin er ekki 100% fyrir leikinn á morgun getur farið illa, og því ætla ég ekki að afskrifa að okkar menn misstígi sig aðeins á morgun.

    Vona þó ekki. Ég er vongóður og bjartsýnn og spái okkur svona 2-1 sigri, og rétt eins og í fyrra verður það Kuyt sem innsiglar þetta. 🙂

  14. Ein smá pæling utan af kanti. Hvernig litist umsjónarmönnum þessarar frábæru síðu á að hafa á henni einhvern lítin reit sem sýndi upplýsingar um næsta leik hjá liðinu. Ég er að tala um eitthvað svipað því sem er á lfc.tv síðunni. Gegn hverjum, á hvaða velli (heima eða úti) , hvaða dag og klukkan hvað. Maður er oft að spá í hvenær næsti leikur sé eða bara klukkan hvað og fer þá oftast á official síðuna en hún er bæði hæg og svo þarf alltaf að fara í gegn um eina aukavalmynd áður en aðalsíðan opnast.

    Þessi góða síða opnast hinsvegar fljótt og auðveldlega og er opnuð oft á dag.
    Hvað finnst ykkur ?

  15. Reading hefur unnið 4 heima 1 jafntefli og tapað 3. Þeir sækja sín stig á heimavöll sinn. Við erum miklu betra lið á pappírnum það er ekki spurning og þá höfum við verið að spila mjög vel undanfarið. Ég vona að við höldum áfram á flugi og afgreiðum Reading. Verð þó að viðurkenna að ég er pínulítið smeykur vegna leiksins á þriðjudag við Marseille, vona að Rafa spari ekki of mikið af stóru köllunum út af þeim leik. Rétt stemmdir og með sókndjarfa uppstillingu á móti liði sem fær á sig yfir 2 mörk í leik afgreiðum við þetta lið. Torres inni og Gerrard og skilja Sissoko eftir heima.

  16. Ég held að Sissoko verði í byrjunar liðinu og jafnvel Macherano líka!

    Arbeloa Carra Hyppia Riise
    Yossi Sissoko Macherano Kewell
    Gerrard
    Torres
    Bekkur: Itjande, Finnan/Hobbs/Agger, Kuyt, Babel, Alonso

    Ef Agger og Alonso eru farnir að æfa á fullu þá kæmi mér ekki á óvart að sjá þá bekknum. En maður veit svo sem ekki neitt!!!!

    Þessi uppstilling hjá mér er kannski út í bláinn en ég held við þurfum harðjaxla á miðjuna í þessum leik til að mæta Ívari og félögum.

    Ég er eins og fleiri eilítið hræddur við þennan leik en það er sennilega reynslan sem segir til sín þar. Við Púllarar erum vanir íslensku veðurfari í gengi okkar manna. Svo nú er maður farinn að búast við ófyrirséðri slyddu í sólskini!!

    Sennilega er þessi liðsstilling út í hróa hjá mér og við verðum með tvo framherja og 4-4-2. En gaman að velta þessu fyrir sér. Annars er ég bara þrusu ánægður með breiddina hjá okkur núna og hausverkinn sem Benties fær fyrir hvern leik fyrir vikið — Hann segist líka vera ánægður með þennan hausverk 🙂 Gott mál.

    Torres skorar á morgun.. Pottþétt. Vinnum þetta 1-3.
    Koma svo Liverpool..
    YNWA

  17. liverpool og everton spila aldrei heimaleiki á sama tíma….samkomulag milli klúbbana….

  18. kalli: Það er ekkert samkomulag milli klúbbanna með að spila ekki heimaleiki á sama tíma, heldur fæst ekki leyfi frá lögregluyfirvöldum fyrir því.

    Svo þetta með boxbardagann, er ekki mögulegt að liðið ferðist á sunnudaginn til Frakklands og þar sem Reading leikurinn er seint á laugardegi er ekki mikill tími til hvíldar á milli.

    En annars Gerrard og Torres byrja leikinn báðir á morgun.

  19. getur líka farið á Liverpool.is eða textavarp.is/343 þar stendur það.
    Ein pæling hérna varðandi Sissoko eru ekki alveg 90% líkur á að hann byrji þennan leik? þ.e.a.s. ef hann er í framtíðaráformum Rafa því þetta er minna mikilvægur leikur auðvitað eru allur leikir mikilvægir en þessi er ekki á nærri því sama plani og hinir tveir, mín túlkun á málinu er einfaldlega sú að ef Sissoko byrjar verður hann áfram ef ekki er hann á leiðinni burt í janúar eða næsta sumar

  20. ég held að torres haldi áfram að stríða þeim, hann setur ekki þrennu en setur tvö og leggur upp eitt. Gerrard og Torres setjan 3-0, ef við förum að nýta flest færin sem við fáum verður þetta stórsigur 5-6 núll.
    Ég vil sjá liðið svona……
    Reina
    Finnan-carra-hyppia-arbeloa
    babel-Gerrard-macherano-kewell
    Torres-Crouch

  21. Maður býður spenntur eftir þessum leik. Vona einnig að Hobbs fái séns, þetta er stjarna á uppleið eða eins og Hyypia sjálfur sagði “Hann er mikið betri en ég á þessum tíma”….þetta verður hörkumiðvörður…hann og Agger eiga eftir að verma þessa stöðu í langan tíma þegar að Carra fer að komast á aldur.
    Reina
    Finnan Hobbs Hyypia Arbeloa
    Yossi Gerrard Lucas Kewell
    Torres Voronin
    Spái þessu svona!

    En ég hugsa að þessi leikur fari 4 – 0 (bjartsýnn?)…. Torres 2, Gerrard og Babel.

  22. athyglistvert fréttamat á Stöð 2… fréttin sem notuð er til að kynna íþróttafréttirnar í kvöld var að leikmenn Liverpool fá ekki að horfa á box… mig grunar að frétt númer 1,2 og 3 í enska boltanum séu heimildir BBC fyrir því að FA sé búið að hafa samband við Mourinho um að taka við enska landsliðinu… held að það sé örlítið fréttnæmara

  23. Ekki hægt að spila vegna Everton? Voru þeir að spila? Það hefði verið auðvelt að færa rök fyrir því að færa þann leik bara út úr borginni til að hinn hefði getað farið fram, þeir eru hvort sem er að fara úr henni 🙂

    Og varðandi boxið, þá hef ég bara orðið gaman að þessu öllu saman. Mikið skelfing er nú gaman að sjá að við séum orðnir langefstir í huga “íþróttafréttamanna” 🙂 Það segir okkur bara að liðið okkar sé á réttri leið.

    Ég er líka sammála því að það var kostulegt að sjá þessu slegið upp sem aðal íþróttafréttinni á Stöð 2 í kvöld. Hans Steinar blessaður er hreinn og klár brandari sem íþróttafréttamaður. En reyndar er standardinn hjá þeim mörgum hverjum afskaplega neðarlega, þannig að ráðningar þarna koma ekki lengur á óvart svo sem

  24. Þótt að nauðsynlegt sé að láta þessa ungu drengi spila, er það þá ekki svolítið mikil áhætta að láta Hobbs spila frá byrjun gegn Reading og þá sérstaklega í ljósi þess að við spilum við þá á útivelli?

    Nú þegar okkur gengur svona vel og erum ósigraðir þá tel ég afar ólíklegt að Rafa setji Hobbs í byrjunarliðið gegn Reading, enda er nú ansi stutt síðan drengurinn spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni.

    Byrjunarliðið gæti verið:

    Reina,

    Arbeloa-Carra-Hyypia-Riise
    Benayon-Mashcerano-Gerrard-Babel
    Kuyt-Torres

    Rafa spilar eiginlega alltaf með varnarsinnaðra lið þegar við leikum á útivelli þannig að arbeloa og riise eru sjálfvaldir í bakvarðarstöðurnar. Á miðjunni eru svo Mascherano og Gerrard til baka með Benayon sem creative aflið á miðjunni og Babel með kraftinn. Kuyt leikur svo milli sóknar og miðju og Torres fremstur.

    Meikar það ekki sens?

  25. Þetta er bara orðið hlægilegt og hálf vandræðalegt að fylgjast með þessum íþróttafréttamanna amatörum hér á klakanum.

  26. Var það semsagt hansi bjarna sem sá um þessa frétt á stöð 2,hann var einmitt að tuða yfir því hvað Rafa væri leiðinlegur að leyfa ekki leikmönnunum að vaka frameftir til þess að fylgjast með þessum bardaga.

    Mér finns menn farnir að leggjast annsi lágt bara til þess eins að hafa sig að algjörum fíflum með fáránlegum tilraunum til að sverta allt sem við kemur Liverpool og þeir meiriseigja gera það á opinberum vetvangi,þráhyggjan fyrir Liverpool er greinilega farinn að seigja vel og vandlega til sín hjá þeim..Ég sem hélt að þetta gæti ekki lagst lærra en kvörtunin yfir að Rafa brosti ekki,en það er greinilega ekki..
    Þessir menn gera nátturulega ekkert annað en að koma manni í gott skap og sanna það fyrir manni að þeir eiga ekki að vera í þessum bransa sem krefst mikilla óhlutrægni og sanngirni í allri umfjöllun

  27. Og fyrst maður er kominn í ham gagnvart þessum köllum þá bara verð ég að minnast á þegar Maggi Gylfa fór að næstum að gráta í miðri útsendingu eftir að Liverpool tóku barca í fyrrileiknum í 16 liða úrslitum CL síðast,það var gjörsamlega ógleymanlegt og þegar hann sagði “ég er ekkert að taka neitt af Liverpool en barca voru bara lélegir” við gjörsamlega pökkuðum barca í leiknum og þeir áttu ekkert svar og Maggi bara gat ekki viðurkennt það og fór að gráta (svona nánast)…..þeir voru nefnilega búnir að spá stórsigri barca:)….Veit að þetta kemur leiknum og þessum þræði ekkert við..En þið verðið bara að fyrirgefa mér þetta,ég var bara að minnast á þetta fyrst maður er kominn í smá ham gagnvart þessum “svokölluðu sérfræðingum” sem 365 byður okkur upp á…mun ekki nefna þessa fjölmiðlafígúrur á þessum þræði aftur nema nátturulega þegar næsta heimskulega comment kemur frá þeim,sem að á feinginni reynslu er ekki langt að bíða eftir

  28. Spáið í það hvað við erum heppnir að hafa Rafa sem þjálara, um hvað ætli aðrir stuðningsmenn tali fyrir leiki?? veðrið?

    Við getum giskað á 10 mismunandi útgáfur af byrjunarliði en samt er verið fjarri því að hitta á það.

    Lengi lifi skiptikerfið!

  29. það er nokkuð til í þessu það er alveg með eindæmum hægt að tala um byrjunarliðið fyrir leiki 🙂
    Þetta er bara enn eitt dæmið um áhrifin sem þessi síða hefur á alþjóðavísu Rafa hrærir í liðinu eingöngu svo það sé hægt að tala um það hér 😀

  30. 1:4 sigur okkar manna – Steve G og Torres skora sína hvora tvennuna. Mörkin verða skoruð á 17., 39., 78. og 84. mínútunum.

  31. Hvernig er það með þennan box bardaga er hann ekki sýndur á sýn? Eru það ekki líka fréttamenn 365 sem eru að gera svona mikið úr þessu með að leikmenn fái ekki að vaka eftir bardaganum. Spurning hvort ekki verið að blása þetta upp til að auglýsa bardagann, öll umfjöllun betri en engin.
    En varðandi leikinn á morgun þá held ég að Lucas verði pottþétt í byrjunarliðinu. ástæðan fyrir því er sú að hann er tiltölulega reynslulaus og efast um að Rafa treysti á hann í leikjunum við M&M.

  32. Bjössi ef þú hefðir heyrt þá í minni skoðun í dag þá voru þeir frekar að gagnrýna Rafa fyrir að leyfa leikmönnum ekki að vaka frameftir nóttu til þess eins að horfa á þennann eina bardaga vitandi til þess að 2 dögum síðar er mjög mikilvægur leikur fyrir hanns lið og því ætlast hann til þess að allir verði vel útkvíldir fyrir þann leik.Svona hljómaði nú þetta en eitthvað auglýsinga plott frá 365

  33. Liverpool vinnur þettað með 2-4 mörkum.Hvílir Carr , Kewell verður inná ,frammi Koyt og Voronin, vill pottþétt hafa Torres kláran fyrir leikinn á þriðjudaginn ,en hann verður á bekknum og kemur inn ef hinir geta ekki skorað,ég hef mikkla trú á Koyt og Voronin og Koyt er allur að koma eftir að allt LIVERPOOL liðið fór að spila svona líka frábæran fótbolta,koma svo LIVERPOOOOOOOOOL

  34. Látum okkur sjá;
    1) Gerrard er að spila frábærlega og útilokað að hann fari frá Liverpool.
    2) Rafa Benitez fárið er gengið yfir.
    3) Það er enginn leikmaður Liverpool sem er óánægður og vill vera settur á sölulista.
    4) Enginn leikmaður Liverpool er í heróínneyslu og/eða stundandi vændi.
    5) Enginn Craig Bellamy til að slá liðsfélaga með golfkylfu.
    6) Enginn Robbie Fowler til að sjúga hvítar vítateigslínur í nebbann.
    7) Enginn leikmaður Liverpool er í Al-Qaida.
    8) Ekkert svindlhneyksli lengur til að útskýra 8-0 stórsigra Liverpool.
    9) Enginn hjá Liverpool er djöfladýrkandi og kveikir í kirkjum.
    10) Enginn Spice-boy lengur í Liverpool til að kaupa mellur handa liðsfélögum sínum líkt og C.Ronaldo gerði.
    11) Ekkert hægt að setja útá leik Liverpool þessa stundina enda var Liverpool að vinna Bolton 4-0, lið sem hafði nýlega unnið “besta lið í heimi” 1-0. Auk þess er markatala Liverpool 21-1 í síðustu 5 leikjum.
    O.s.frv.

    Það er bara gjörsamlega ekkert í gangi hjá Liverpool liðinu sem Man Utd-klappstýrurnar hjá 365 Miðlum geta hrist brjóstin sín yfir. 🙂
    Allir bara hegðandi sér eins og einbeittir atvinnumenn undir styrkri stjórn Rafa Benitez.

    Það mætti halda að það væri stórleikur á næstunni! Leikur sem Man Utd gæti vel tapað… 😉

  35. Sammála einsa með framherjana, kuyt og voronin verða pottþétt frammi og Torres á bekknum. Miðvarðarstaðan með hypia er svolítill hausverkur, en það kæmi mér ekki á óvart ef Carra myndi byrja og myndi svo verða skipt útaf fyrir Agger, eða öfugt. Sú skipting myndi væntanlega vera í kringum 60 mín. Ef Finnan er heill þá byrjar hann, annars verður það Arbeloa, og ég held að Rise verði örugglega í vinstri bak. Á miðjunni verður pottþétt Sissoko því hann sennilega kemur ekki til með að spila næstu tvo leiki. Við hliðina á honum ætla ég að giska á Lucas því Mascherano er sennilega ætlaður í Manjú leikinn . Gerrard verður hægra megin og Yossi eða Babel vinstra megin. Í kringum 70 mínútu verður vinstri kanturinn tekin útaf, eða annar framherjinn (ef Babel byrjar), og Aurelio kemur inn, Rise fer á kantinn og Babel fram. Á 80 mínútu kemur svo Torres inná fyrir hinn framherjann. Leikurinn fer 2-0 og Voronin með bæði. 🙂

  36. Er það ekki svo ,ef Carr sleppir einum leik þá eru þessi gulu spjöld farin?Ef svo er þá er núna tækifærið.Koyt hefur ekki átt upp á pallborðið hjá mörgum hér á þessari síðu,en við verðum að taka það til greina að hann hefur átt slæma daga eftir að hann missti föður sinn,og það að missa föður,besta vin,og stuðningsmann til margra ára hlýtur að vera helv… erfitt.Ég sá það er hann kom inná í boltonleiknum að sóknin versnaði ekkert og Koyt átti þátt í markinu sem Babel skoraði.Svo að ég segi og skrifa Koyt er bomba (boba bubbi);-)

  37. Ef Carra er tæpur fyrir leikinn hvort sem hann er meiddur eða á hættu svði ganvarts einsleiksbann,þá fyndist mér réttlætan legt að láta Hobb þarna með Hyypia…ÞAð er það mikið sjálfstraust í liðinnu að ég myndi seigja að þetta sér rétti tíminn til þess að láta henda sér út í djúpulauguna.

  38. Vel mælt SSteinn.

    Ég á bágt með að sjá hvernig við eigum ekki að vinna þetta Reading lið og það er kannski það sem gerir mig smá stressaðan.

    Ég á von á sigri en held að þetta verði naumari sigur en undanfarið. Ég skýt á 0-2 þar sem við skorum í fyrri og seinni. Arbeloa skorar fyrsta og síðan lokar Kuyt þessu á marki úr víti.

  39. Sindri spyr sá sem ekki veit.Finn ég fyrir pirring í svarinu kæri liverpool félagi

  40. Svarið mitt við #39 er einfallt … ekki hef ég hugmynd um það og væri gaman að fá að vita hvernig þetta virrkar, hef lengi verið að hugsa um þessi gulu spjöld hvernig eru reglurnar og svo frmmv. Ég er því með #39 í að spyrja aftur, getur einhver komið með það svart á hvítu hvernig þetta er ?

    Játa það hér og nú að ég er ekki þessi sem veit allt :c)

    AVANTI LIVERPOOL

  41. Ég er ekki með þetta á kristaltæru en ég held að gulu spjöldin hverfi ekkert við að sleppa úr leik. En menn fá pottþétt ekki gul spjöld meðan þeir eru ekki inn á vellinum!! Það er pælingin með Carra.. svo hann verði ekki í banni gegn Man.Unt.

  42. Þau fara ekkert, við fimmta gula spjald færðu 1 leik í bann, er ekki viss hvort að mnn fái 2 við 10 eða bara 1. En menn taka ekki spjöld með sér milli tímabila en geta tekið leikbönn með sér á milli tímabila.

  43. strákar gulu spjöldin hverfa ekki fyrr en hann hefur náð 5 spjöldum. þá tekur hann út bann og þá þurrkast þetta út. hann fær sennilega 5. spjaldið á móti man utd og hreinsar sig þar 😉

  44. Hann (Carr) verður þá að fá fjórða gula spjaldið og þá fer hann í 1 leikja bann og þá er hann laus við þau?.Asnalegt verð ég að segja

  45. þetta verður létt verk og segir mér hugur að þetta endi ca 4-5 mörk gegn einu í mesta lagi.

    kveðja
    Boggi Tona

  46. Bíð spenntur eftir uppstillingu á liðinu, tja hverjir verða frammi,en mér er nokk sama þeyr eru allir góðir, en misjafnlega góðir

  47. The Reds team in full: Reina, Arbeloa, Riise, Hobbs, Carragher, Gerrard, Mascherano, Sissoko, Voronin, Torres, Crouch. Subs: Itandje, Hyypia, Kewell, Kuyt, Babel

  48. Flott eftirherman af Benties og Mhoruino… 🙂

    Sissoko og Mascherano báðir í byrjunarliði…. assskoti er ég getspár.. 🙂
    En átti ekki von á Gerrard og Voronin á kantana… Miðjan hjá okkur er ókleifur múr. Reading sér ekki til sólar í þessum leik…!!!!

  49. Held að þetta verði svona 4-2-1-3 kerfi
    Reina
    Arbeloa-Carra-Hobbs-Riise
    Sissoko-Mascherano
    Gerrard
    Voronin-Torres-Crouch
    Stíf pressa fram þannig Hobbs ætti ekki að lenda undir of miklli pessu í sínum fyrsta leik og Carragher ætti ekki að þurfa að fá spjald
    Er bara nokkuð bjartsýnn á þennan leik og ætla skjóta á 4-0 sigur okkar manna þar sem allir framherjarnir skora eitt mark og Hobbs heldur áfram hefð Carrgher að skora í sínum fyrsta deildarleik

Bragðpróf

Hobbs byrjar inná í dag.