Jurgen Klopp kom inn á það á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Arsenal að óstöðugleiki liðsins kæmi sér ekkert allt of mikið á óvart:
“I don’t like the fact that inconsistency is part of the deal with development. But it’s part of the deal, we have to keep on going. I can understand sometimes people lose a little bit of patience but this is a long-term project. We do everything we can.”
Erfitt að mótmæla því og Klopp er klárlega sá þjálfari sem flestir treysta best til að byggja liðið upp. Vandamálið er að félagið er farið að reyna töluvert mikið á þolinmæði stuðningsmanna liðsins. Það er ekki sanngjanrt gangvart Klopp auðvitað en fyrir stuðningsmönnum Liverpool er þetta 27. árið sem farið er fram á þolinmæði og á þeim tíma er þetta svona tíunda uppbyggingarferlið.
Klopp er fjórði stjóri Liverpool síðan FSG keypti liðið og þeir töluðu strax á fyrsta ári um að breyta stjórnunarháttum liðsins þannig að ekki þyrfti endalaust að vera breyta um stefnu og hefja nýtt uppbyggingarferli með tilheyrandi kostnaði á 2-3 ára fresti.
Liverpool rambaði á barmi gjaldþrots þegar FSG keypti félagið og það verður ekki af þeim tekið að þeir hafa komið rekstri félagsins á réttan kjöl. Minna er rætt um að FSG fékk þetta risastóra félag á mjög góðu verði enda svosem ekki við kaupendur að sakast þar. Ástæðan fyrir því að félagið var selt upphaflega (til Gillett og Hicks) var sú að þáverandi eigendur réðu ekki við að byggja nýjan leikvang (eða nútímavæða og stækka Anfield). FSG hafa sannarlega gert það en á móti má alveg hafa það hugfast að þetta var ein aðalkrafan sem sett var á nýja eigendur. Rekstrarlega til lengri tíma kostar of mikið að gera þetta ekki. Löngu tímabærar breytingar á æfingasvæði félagsins eru sömuleiðis frábærar fréttir og vonandi fylgja í kjölfarið fréttir þess efnis að ráðist verði í stækkun Annie Road stúkunni.
Heilt yfir er tilfinningin sú að stuðningsmenn Liverpool séu almennt ánægðir með FSG en ennþá hafa þeir ekki efnt eina loforðið sem skiptir máli, einn deildarbikar á heilum áratug er enganvegin ásættanlegt. Það vantar ekkert upp á ástæður og afsakanir en félagið verður að fara skipta úr 3.gír. FSG lætur aðra eftir þessa hlið mála hjá Liverpool en þeir leggja línurnar og verða að taka ábyrgð í samræmi við það. Rekstur félagsins hefur bara alls ekkert verið nógu góður undir stjórn FSG þegar kemur að kaupum á leikmönnum. Eins hefur beinn og óbeinn kostnaður við það að ráða og reka þjálfara verið allt of mikill.
Allir eru fullkomlega meðvitaðir um að fjárhagsvandræði félagsins fyrir sjö árum en “hér varð hrun” afsökunin er að deyja út um þessar mundir. Liverpool er nefnilega ennþá í 9.sæti yfir tekjuhæstu lið Evrópu skv. Deloitte og hefur verið á topp tíu í a.m.k. áratug (fyrir utan kannski árið 2010). Liverpool er eina liðið á topp 10 á þessu tímabili sem tók ekki þátt í Meistaradeildinni. Ömurleg staðreynd.
Verum samt alveg sanngjörn hvað fortíðina varðar, staðan var virkilega slæm þegar FSG keypti félagið og Liverpool var ekki spennandi kostur fyrir stærstu nöfnin í þjálfaraheiminum. Roy Hodgson var ekki á ábyrgð FSG og Dalglish var alltaf hugsaður sem skammtímalausn. Það voru rándýr mistök að gera við hann langtímasamning og leyfa honum að stjórna stórum leikmannaglugga eftir sinni hugmyndafræði aðeins til að hætta við ári seinna og skipta alveg um stefnu.
Comolli var rekinn rétt á undan Dalglish þar sem FSG hugðist innleiða nýja stefnu er kæmi að leikmannakaupum sem væri ekki jafn háð því hver væri stjóri liðsins hverju sinni, módel sem þekkist um alla Evrópu. Ráðinn var ungur, hungraður og spennandi stjóri sem passaði inn í hugmyndafræði FSG. Rodgers var ekkert galin hugmynd, liðið spilaði frábæran fótbolta um tíma undir hans stjórn og hefur ekki verið nær titli síðan 1990.
Rodgers neitaði að vinna með Dof sem mögulega kom í bakið á FSG þegar þeir losuðu sig við hann á innan við þremur árum. Rodgers skildi samt við öflugra félag en hann tók við og FSG gat loksins fengið eitt af stærstu nöfnunum í bransanum á Anfield. Það er eitthvað sem Liverpool hafði ekki gert síðan 2004.
Beinn og óbeinn kostnaður við að skipta Dalglish út fyrir Rodgers var gríðarlegur. Rodgers vildi ekki nota dýrasta leikmann í sögu Liverpool 18 mánuðum eftir að hann kom og svipaða sögu var að segja með Downing og Adam. Hann reyndi meira að segja að losa sig við Henderson á galin hátt. Dalglish hafði áður verið að vinda ofan af leikmannakaupum Hodgson. Það var svo alls ekkert ódýrara að skipta Rodgers út fyrir Klopp eins og ársreikningar 2016 sýna. Þetta skrifast á FSG og er eitthvað sem þarf að laga ef Liverpool ætlar að gera hlutina á snjallari hátt en keppinautarnir.
Hér eru nokkrir áhugaverði punktar úr ársreiningum 2016
Some notable items in #lfc’s latest accounts: First up, the (one-off) cost of terminating contracts for Rodgers and his staff was £15.7m.
— Dave Phillips (@lovefutebol) 4 March 2017
Þetta er beinn kostnaður við að reka Rodgers og hans starfslið.
Secondly, player registration amortisation & impairment took a hit (high player turnover & presumably charge from writing off Balo). #lfc
— Dave Phillips (@lovefutebol) 4 March 2017
Balotelli kom á £16m með risa launapakka og það var ekki ódýrt að losna við hann. Markovic sem kostaði £20 er einnig of toxic til að vera í hóp virðist vera. Sakho kom á £16m og er næst dýrasti varnarmaður félagsins frá upphafi. Allt leikmenn sem komu tiltölulega skömmu áður en Klopp tók við en vill ekki nota.
Third, #lfc’s wage bill was up 25% to £208.3m, and that’s despite the actual number of players reducing in 2015-16 cf. 2014-15 (139/145).
— Dave Phillips (@lovefutebol) 4 March 2017
Þetta lækkar væntanlega mjög mikið fyrir þetta tímabil en áhugavert að launakostnaður hækkaði milli ára sem við vorum í Meistaradeild og Everópudeild. Það þrátt fyrir að leikmönnum fækkaði.
Overall FTE staffing numbers were up – 500 cf. 438 – but impossible 62 non-playing/coaching staff were responsible for £42.2m increase. #lfc
— Dave Phillips (@lovefutebol) 4 March 2017
As a result, to those who suggest FSG refuse to spend money on players – #lfc’s wage bill was higher than Arsenal/Man City in 15-16.
— Dave Phillips (@lovefutebol) 4 March 2017
Those 15-16 wage bill numbers: #lfc – £208.3m, Man City £197.6m, Arsenal £195.4m.
— Dave Phillips (@lovefutebol) 4 March 2017
It’s reasonable to suggest based on performance that it’s the players #lfc recruited that’s the issue, but on basis of a/c’s it’s not wages.
— Dave Phillips (@lovefutebol) 4 March 2017
M.ö.o. FSG er alveg að setja nógu mikinn pening í félagið, þeim sem treyst hefur verið fyrir því að gera úr þessu gott fótboltalið hafa bara ekki verið að standa sig.
Höfum hvað þetta varðar í huga að þeir eru líka búinir að skipa nánast alveg um starfslið í Liverpool. Bæði þjálfara og eins með því að ráða nýjan GM og Dof. Þeir vita alveg að árangurinn hefur ekki verið nógu góður og eru að reyna laga það.
Note #lfc’s wage bill may naturally have been inflated due to player performance in reaching two competition finals, but total pay matters).
— Dave Phillips (@lovefutebol) 4 March 2017
Total cost of #lfc directors was £1.7m (2014-15 £1.4m), of which Ian Ayre’s benefits comprised 71% (£1.22m), overall director costs up 23%.
— Dave Phillips (@lovefutebol) 4 March 2017
Liverpool hefur verið „work in progress“ síðan FSG keypti félagið, núna er vonandi komin tími til að taka næsta skref og koma Liverpool aftur á sama plan og þau lið sem eru með þeim á topp 10 yfir tekjuhæstu félög í heimi.
Akademía Liverpool og yngriflokkastarf er eitthvað sem tekur tíma að byggja upp, FSG leggur mjög mikla áherslu á þetta og félagið hefur sjaldan verið í betri málum hvað þetta varðar. Á næstu árum njótum við þess vonandi ríkulega í byrjunarliðsmönnum eða efnilegum strákum sem fara á mikinn pening. Ibe, Sterling og Smith skiluðu rúmlega £70m á 12 mánuðum svo dæmi sé tekið.
Það dugar samt ekki eitt og sér að ala menn upp heldur verður Liverpool að vera öflugra á leikmannamarkaðnum en félagið hefur verið undir stjórn FSG. Hugmyndin var að vera snjallari á leikmannakarkaðnum en önnur lið, kaupa leikmenn með Moneyball hugmyndafræðina að leiðarljósi. Allt gott og blessað við það en vandamálið er að FSG hafa sýnt að þeir eru sannarlega ekkert snjallari en eigendur annarra liða og Liverpool lendir nánast alltaf undir þegar það ríkir samkeppni um þá leikmenn sem Liverpool vill kaupa.
Þetta snýst ekkert endilega um peninga, FSG hefur keypt dýrustu leikmenn í sögu félagsins, en það er ekki snjallt að kaupa Andy Carroll á £35 og Downing á £20m þegar það er engin samkeppni um þá, svo dæmi sé tekið. Þetta er auðvitað aðeins ódýrt skot en listinn yfir leikmenn sem Liverpool var á eftir og missti af er of langur og á einhverju stigi hljótum við að gera þá kröfu að Liverpool taki slíka slagi. Þessir menn sem við höfum misst af hafa margir hverjir stórbætt liðin sem við viljum keppa við.
Liverpool hefur bara einu sinni verið í Meistaradeildinni á tíma FSG og í stað þess að kaupa menn í takti við það seldum við okkar eina heimsklassa leikmann það sumar. Það hamlar auðvitað í samkeppni að geta ekki boðið upp á Meistaradeild en á móti verður krafan númer 1,2,3 að vera sú að komast að minsta kosti þangað aftur. Man Utd horfði þannig á stöðuna í sumar og gat fengið Pogba, Zlatan, Mkhitarian og Bailly þrátt fyrir að vera ekki í Meistaradeild. Þeir hafa ekki misst neinn leikmann sem þeir ekki vildu missa heldur. Þeir verða líka bara eitt, max tvö ár utan Meistaradeildarinnar fyrir vikið.
Satt að segja held ég að Liverpool hafi ekki unnið alvöru samkeppni um leikmann síðan Comolli var rekinn og ég get ekki séð að núverandi innkaupastefna hafi batnað nokkurn skapaðan hlut síðan þá. Bind ég þó miklar vonir við þá sem nú sjá um leikmannakaup Liverpool. Comolli keypti menn í samráði við Dalglish og þeir voru ekkert allir góðir en hann landaði þeim leikmönnum sem farið var á eftir. Ég efa að Comolli hafi lagt áherslu á t.d. Downing og Carroll en hann kláraði þá samninga. Hann landaði líka Suarez sem er einn besti leikmaður sem spilað hefur fyrir Liverpool og Henderson sem nú er fyrirliði liðsins sem og landsliðsins. Hann keypti líka Modric, Berbatov og Bale til Tottenham.
Mikið frekar vill ég hafa svona nagla sem gerir stór mistök inn á milli þess sem hann landar heimsklassa. Það frekar en það sem við höfum verið vinna eftir. Það þurfti enga vísindamenn til að kaupa fjóra leikmenn frá Southampton á uppsprengdu verði sem lítil samkeppni var um, flest leikmenn sem Southampton keypti skömmu áður á lítinn pening.
Sumarið eftir að Comolli var rekinn var FSG ekki beint að fara all-in á markaðnum. Gylfi Sigurðsson hjá Swansea var of stór biti og stóru kaup sumarsins voru Joe Allen og Borini. Næstu glugga á eftir varð Liverpool undir í samkeppni um leikmenn sem nánast allir hefðu getað gjörbreytt framtíð Liverpool á tíma FSG.
Það er eðlilegt að Liverpool lendi undir í svona baráttu af og til en vont þegar þetta er nánast orðið þema. Baráttan er búin þegar önnur lið eru líka á eftir sama leikmanni. Ágætt að hafa hugfast hvað þetta varðar að Dortmund, A. Madríd og Tottenham eru fyrir neðan Liverpool hvað tekjur varðar og hafa verið öll þessi ár.
Willian, Costa, Mkhitaryan, Konuplyanka, Salah. Öll þessi dæmi er hægt að brjóta niður og finna afsökun eða góða skýringu. Það skiptir ekki máli hver sú afsökun er hvað framtíðina varðar, núna verður FSG að fara taka þátt í þessum leik vilji þeir sannarlega koma Liverpool úr þeirri meðalmennsku (innan vallar) sem liðið hefur verið mest öll árin sem FSG hefur átt félagið.
Liverpool er að greiða laun í samræmi við keppinautana, það er enginn að keppa við Olíufélögin eða United en Liverpool virðist alveg vera samkeppnishæft hvað þetta varðar t.d. gagnvart Tottenham, Dortmund og A. Madríd. Jurgen Klopp er stjóri liðsins og liðið stendur fyrir fótbolta sem aðeins hálfvitar vilja ekki vera partur af. Það má ekki standa lengur á FSG eða þeirra mönnum að landa ekki aðalskotmörkum hvers leikmannaglugga.
Síðasta sumar gefur að mínu mati góð fyrirheit og þær breytingar sem FSG hafa verið að gera innanhúss undanfarið eru einnig jákvæðar að mínu mati. Hlutverk Ian Ayre hvað leikmannakaup varðar er nú í höndum Michael Edwards sem hefur unnið við að greina leikmenn og lið fram til þess, hann er miklu meiri fótboltamaður en Ayre. Hvað reksturinn varðar treystir maður FSG mjög vel til að vita hvað þeir syngja í mannaráðningum þar.
Klopp vill ekki bara vinna undir stjórn Dof heldur finnst honum það betra. Aðalatriðið í innkaupastefnu Liverpool er samt tríóið frá Dortmund meðan Klopp er stjóri liðsins. Þeirra ferilskrá frá Þýskalandi gefur mjög góð fyrirheit og bara í sumar keyptu þeir þrjá leikmenn sem strax urðu lykilmenn í liðinu. Sadio Mané er mögulega dæmi um leikmann sem Liverpool vann önnur lið í samkeppni um, stjóri Tottenham vildi hann a.m.k. alveg klárlega. Liverpool greiddi það sem þurfti fyrir Wijanldum og það að landa Matip voru rosalega góð viðskipti. Enginn af þeim sem kom í sumar er búið að afskrifa strax. Klavan er nothæfur varnarmaður þegar með þarf á meðan dómur er ekki enn fallinn um Grujic og Karius. Kostnaður við þessa þrjá er á pari við Luis Alberto og Thiago Ilori.
Klopp þarf á næsta tímabili að vera kominn með nokkuð vel mótaðan leikmannahóp og þarf í sumar alveg klárlega að kaupa nokkra leikmenn sem bæta bæði byrjunarliðið og hópinn. Ennþá mikilvægara er að hann haldi þeim leikmönnum sem hann vill ekki missa.
Síðasta sumar var losað út mjög marga leikmenn á fínan pening, svo fínan að það dekkaði kostnað við þá sem komu. Næsta sumar verður væntanlega hægt að losa um £30m bara fyrir Markovic og Sakho. Lucas skilur eftir stórt pláss á launaskrá og mögulega er hægt að fá 5-10 fyrir Stewart. Takist að losna við Sturridge líka losnar þar eitt stærsta plássið á launaskrá en þar er rándýr leikmaður sem hefur nánast ekkert gert fyrir liðið sl. þrjú tímabil. Leikmaður í hans launaflokki þarf að spila meira en 20-25% á hverju tímabili.
Það ætti að vera svigrúm fyrir a.m.k. £100m. Ef Klopp veit um fleiri í sama gæðaflokki og Matip á frjálsri sölu þá er það gott og vel en FSG verður að bakka Klopp upp á leikmannamarkaðnum lendi þeir í samkeppni.
Stemmingin í sumar var alls ekki góð og mjög margir spáðu Liverpool alls ekki í Meistaradeildarstæði á þessu tímabili. Annað hefur komið á daginn og þrátt fyrir ömurlega byrjun á þessu ári er liðið ennþá bullandi séns. Það væri gríðarlega gott og mikilvægt fyrir næstu skref að komast í Meistaradeildina en uppbyggingarferli Liverpool undir stjórn Klopp stendur ekki og fellur með því, ekki strax. Liðið er á réttri leið miðað við síðasta tímabil og það var krafan fyrir þetta tímabil.
Klopp hefur tvisvar áður fengið tíma til að byggja upp lið og er dýrkaður og dáður hjá þeim báðum. Hann náði ekki árangri hjá þeim liðum fyrr en á þriðja eða fjórða tímabili en var alltaf að bæta liðin jafnt og þétt.
Hvað FSG varðar eru þeir ennþá að leita að réttu blöndunni sem skilar árangri á Anfield. Það er staðreynd að þetta eru ekki eigendur með sama botnlausa bolmagnið og eigendur Olíufélaganna en Liverpool er ennþá á topp tíu á lista yfir tekjuhæstu félög í heimi. Tekjurnar hafa bara verið að aukast undir stjórn FSG og það með liðið utan Meistaradeildarinnar nánast öll árin. Það er gríðarlegt svigrúm ennþá til að styrkja stöðuna þarna enn frekar.
Ian Ayre er farin og búið er að skipa hans hlutverki upp. Michael Edwards hefur séð um samningamál fyrir nýja leikmenn í rúmlega ár núna og sá m.a. um kaupin á Mané, Matip og Wijnaldum. Við hefðum þurft 2-3 leikmenn í þeirra gæðaflokki í viðbót en slíkt gerist ekki á einu sumri. Vonandi tekst jafn vel til ef ekki betur næsta sumar.
Anfield er orðinn 8.500 sætum stærri og nýja stúkan er stökkbreyting á leikdagstekjum fyrir klúbbinn. Nú þegar er búið að kynna áform um að hanna æfingasvæðið eftir kröfum Klopp og með hann við stjórnvölin eru allar líkur á að fábært starf akademíunnar skili sér í raun og veru upp í aðalliðið.
Framtíðin er því enn á ný björt hjá Liverpool, hún hefur verið það öll sjö árin sem FSG hefur átt félagið. Næst er að bæta árangur innan vallar.
Til að svara spurningunni þinni þá JÁ þá eru þeir það. Ég myndi telja að FSG séu betri en eigendur Arsenal, Tottenham og Man United og ég vil ekki að Liverpool sé með einhvern sykurpabba einsog City og Chelsea.
En stóra prófið kemur klárlega í sumar. Hvort sem að við verðum í CL á næsta tímabili eða EL þá þarf að styrkja liðið og það sem maður les gefur til kynna að bæði Klopp og FSG séu á því máli líka. Síðasta sumar var frábært (þótt að öll vandamál Liverpool hafi ekki verið leyst). Ef næsta sumar verður jafn gott (3 toppmenn í byrjunarliðið) þá verðum við í góðum málum.
Góður pistill !
Takk fyrir þetta.
:O)
Það hefur ekki staðið á eigendum að splæsa í góða leikmenn þega á það hefur verið reynt…
en betur má ef duga skal
það verður að segjast bara alveg eins og er að það er farið að stefna í virkilega áhugavert og spennandi sumar hvað varðar leikmannakaup/sölur miðað við allt slúðrið sem er í gangi…
oxlade-chamberlain vill fara frá arsenal og miðað við stöðuna á köntunum hjá liverpool væri klárlega hæg að nota hann…
lacazette með sama umba og mané… það hlýtur að þýða eitthvað er þaggi??
naby keita geggjaður leikmaður samkvæmt youtube….. alveg jafngóður og ngolo kante og er að spila í þýskalandi… klárlega á leiðinni
svo eru menn farnir að bítast um strákana okkar líka… juve tilbúnir að borga gull og græna skóga fyrir emre can´t….
það er bara gaman af þessu…. Það verða pottþétt meistaradeildarleikir á anfield næsta season sko….
Flottur pistill. Það hefur svo sem verið sagt áður og verður sagt svo lengi sem þessi síða er í gangi, að við íslensku stuðningsmenn Liverpool erum sannanlega ofdekraðir af metnaði og kunnáttu ykkar kop-ara 🙂
Þegar stórt er spurt, þá er iðulega fátt um svör. Stutta svarið við þessari spurningu er að mínu mati nei, FSG eru ekki nógu öflugir eigendur.
En lengra svarið væri hins vegar jákvæðara.
Það er alveg rétt sem fram kemur í pistlinum, FSG hefur líklega unnið þrekvirki við að snúa rekstri félagsins við og gera hann heilbrigðari, þrátt fyrir miður góðar fjárfestingar í sumum leikmönnum og tilteknum þjálfurum.
Ég myndi samt hallast frekar að því að FSG séu ekki nægilega öflugir eigendur, og fyrir því er bara ein ástæða. Hún er sú að á þessum 7 árum sem þeir hafa átt klúbbinn, þá hefur liðið sjálft staðið í stað. Það hefur engum framförum tekið, svo heitið getur. Eitt tímabil í Meistaradeildinni á síðustu 7 árum er skandall fyrir félag sem vill ennþá – merkilegt nokk – telja sig sem eitt af stóru liðunum á Englandi. Og langar einhvern til þess að rifja upp hvernig LFC gekk í deild þeirra bestu það tímabil? Hélt ekki 🙂
Árangurinn í deild og bikar er þessi:
2010-11: 6 sæti, 58 stig
2011-12: 8 sæti, 52 stig + Sigur í League Cup
2012-13: 7 sæti, 61 stig
2013-14: 2 sæti, 84 stig
2014-15: 6 sæti, 62 stig
2015-16: 8 sæti, 60 stig
Svartsýnustu menn myndu segja að tímabilið 2013-14 væri undantekning. Að vissu leyti er hægt að taka undir það. Þá höfðum við tvo leikmenn í heimsklassa, tvo unga og virkilega efnilega leikmenn og svo Gerrard til að fullkomna þann pakka. Hér er ég auðvitað að tala um Suarez og Sturridge, og svo Sterling og Coutinho.
Liverpool ákvað að halda upp á þennan fína árangur með því að selja Suarez og Sterling. Jú, gott og vel, það var ekki hægt að koma í veg fyrir það af ýmsum ástæðum, en skarð þeirra hefur aldrei verið almennilega fyllt, nema þá helst núna með kaupum á Mané. Sturridge hefur svo ekki einu sinni verið skugginn af sjálfum sér síðan þetta tímabil og Rodgers hnykklaði vöðvana og kom Gerrard í burtu frá félaginu.
Ég skal alveg kvitta undir það að FSG eru fínir eigendur að félaginu að því leyti að þeir hafa sýnt vilja til að setja fjármagn í leikmannakaup. Þeir hafa sett pening í að endurbæta Anfield, bæta Melwood og unglingastarfið, og réðu inn einn eftirsóttasta þjálfara heims.
Og hvað? Liðið heldur bara sinni stöðu sem topp 6 klúbbur, væntanlega, á þessari leiktíð. Það þarf í það minnsta mikið að gerast til þess að félagið endi neðar, og má heita kraftaverk ef liðið nær í meistaradeild.
Sumir tala um að þeir vilji ekki sjá neina svona sykurpabba eins og Chelsea og ManCity. Gott og vel. Staðreyndin er hins vegar sú að liðin sem vinna titla eru liðin sem eyða hvað mestum pening í leikmannakaup. Ég veit til dæmis ekki um neinn Chelsea stuðningsmann sem myndi vilja skipta Roman og titlum félagsins undanfarin áratug út fyrir “betri” eiganda. Ég efast um að margir stuðningsmenn Tottenham séu ósáttir við þróun liðsins undanfarin 3-4 ár. Og þannig mætti alveg halda áfram. Voru t.d. margir stuðningsmenn manutd ósáttir við kaup félagsins síðasta sumar? Nei, ég held bara ekki.
Ég er ekkert endilega að tala um að FSG ætti að selja klúbbinn. Þvert á móti tel ég þá vera fína eigendur. Mér myndi hins vegar líða betur sem stuðningsmanni Liverpool FC ef ég gæti fengið að sjá liðið mitt spila í meistaradeildinni á hverju ári, berjast um og vinna titla, og jafnvel kaupa heimsklassaleikmann eða tvo – í stað þess að reyna að fagna því að félagið er vel rekið og efnahagsreikningur þess sé í plús þessi síðustu ár.
Að því sögðu þá ætla ég bara spá því hér og nú að LFC muni spila í meistaradeild á næstu leiktíð, og félagið muni kaupa í það minnsta 3 topp klassa leikmenn í sumar. Maður má alla vega leyfa sér að vona, því kraftaverkin gerast af og til! 🙂
Homer
Flottur pistill, takk fyrir Babú.
Er svo sammála Homer að hann gæti verið andlegur LFC bróðir minn 🙂
Við LFC stuðningsmenn- og konur erum bara einfaldlega orðin þreytt og pirruð á titlaleysi síðustu ára. Það einna helst er ástæðan fyrir því að mín skoðun er nei, þeir FSG eru ekki nógu góðir eigendur. Aftur á móti ef liðið hefði unnið League Cup og Evrópudeildina gæti maður ekki verið ósáttur við FSG en það er alltaf þetta ef og hefði. Sagan skráir ekki niður ef og hefði titla.
En eins og Homer segir hér að ofan að ef LFC kemst í CL í ár og FSG sýnir mikinn metnað í leikmannakaupum myndi maður aðeins taka þá í sátt og maður myndi aðeins slaka á í pirringnum, í bili a.m.k.
Ég man þá tíð að eigendur í fótbolta skiptu litlu máli og maður vissi ekki hverjir þeir voru og var aðeins framkvæmdarstjórinn og leikmenn sem fengu allt sviðsljósið.
Í nútímasknattspyrnu þar sem penningar eru byrjaðir að skipta öllu máli(eða allavega miklu) þá eru þetta orðnir aðalkallarnir. Maður veit allt um hvað þjálfara eða leikmenn eru með í laun og hvað eigandin heitir, hvaða fyrirtæki hann á og hvað hann gerir við alla sína penninga. (ekki mann ég hvar mínar stjörnur Daglish, Rush, Barnes eða Sounes voru með í laun).
Eru FSG nógu góðir eigendur er spurning dagsins? Svarið mitt er JÁ
1. Þeir björguðu okkur frá fyrieigendum sem voru skelfilegir
2. Þeir fengu Klopp
3. Þeir hafa stækkað stúkuna
4. þeir hafa verið tilbúnir að eyða penning í leikmenn ef marka má Klopp.
Nei þeir eru ekki olíufurstar, asíu milljarðamæringar eða rússenskur mafíósi. Sem dæla penningum inn í liðið og þeir eru langt í frá fulkomnir og hafa gert sín misstök.
Þegar verið er að ræða um stór leikmannakaup þá verða margir að taka af sér liverpool gleraugun. Það hafa kynslóðir fæðst sem hafa aldrei séð Liverpool vinna enskatitilinn og hvað þá að berjast um hann ár eftir ár.
Þegar ungirknattspyrnumenn í dag verða efnilegir og sumir ná því að vera góðir þá er Liverpool ekki nálagt því að vera stærstaliðið á markaðnum einfaldlega útaf titlaleysi. Ég held að liverpool hafi alveg verið tilbúnir að kaupa stórnöfn en stórunöfnin eru bara frekar til í að fara til Barca, Real, Juventus, Bayern, Chelsea, Man City og á hata að segja þetta Man utd.
Liverpool hefur samt mikinn sjarma með sögu,stuðningsmenn og fræga völlinn. Það er margt gott við liðið og stundum hefur ekki vantað mikið uppá að liðið springi gjörsamlega út og vinni þann Enska og nái alvöru stöðuleika en það hefur ekki alveg tekist.
Hefði verið gaman að eiga eigendur sem eyða og eyða og kaupa allt sem liðinu vantar og penningar eru engin fyrirstaða(Sjá Man City, Chelsea, Real og Barca) já stundum langar manni í svoleiðis eigendur sérstaklega þegar illa gengur en svo langar manni líka að gera þetta rétt(ef rétt skal kalla) að byggja upp lið og gera þetta með því að vera með flottan þjálfara sem nær að bæta sína menn, er með gott skipulag og spilar skemmtilegan fótbolta sem er líka árangusríkur. Ég tel að við erum með hann nú þegar og þurfum við bara að hafa trú á verkefninu.
YNWA
Sælir félagar
Stutta svarið er já eins og hjá Einari Erni og mér finnst þeir hafa staðið sig í sumu mjög vel en lakar í öðru eins og gengur. En heilt yfir já. Það hefir auðvitað háð þeim að þekking þeirra á knattspyrnu hefir verið mjög takmörkuð amk. til að byrja með. Þar með hafa þeir átt litla möguleika á að meta þá ráðgjöf sem þeir hafa fengið. Það hefir örugglega breyst.
En eins og Einar Örn bendir á eins og fleiri þá er stóra prófið í sumar. Í sumar þarf að leggja peninga í fáa en afburðagóða leikmenn. Eins og alltaf eru svoleiðis kaup áhætta en ef þeir leggja til peningana og þrír til fjórir mjög sterkir leikmenn verða keyptir er ekki við þá að sakast hvernig til tekst. Þetta er auðvitað líka spurning hversu vel þeir treysta Klopp og félögum í þessum efum.
Það er nú þasnnig
YNWA
Flottur pistill.
Ég hef lengi verið gagnrýnandi FSG. Ekki af því þeir eru ekki góðir eigendur, heldur vegna þess þeir eru ekki nógu öflugir eigendur.
Mig langar samt rosalega mikið til að sjá Klopp fá nokkur ár með FSG. Sérstaklega ef við fáum að sjá þá vinna saman í að styrkja varnarleikinn með alvöru leikmönnum og leiðtogum.
Allt tal um að FSG hafi bjargað Liverpool er brandari.
Að lokum, ef eigendur Arsenal, eins og margir tala um, eru sáttir við Meistaradeild, 16 úrslit og stöku FA bikar. Hvar eru þá FSG í þeim efnum, 5-8 sæti og nokkrir úrslitaleikir. Vonandi ekki, FSG þarf að kaupa sig inn í toppbaráttuna í sumar.
Áfram Liverpool!
Klopp er rétti maðurinn og ef FSG styðja í þeim leikmönnum sem hann vill fjárfesta í þá hef ég ekkert slæmt um þá að segja.
Sumarið er tíminn og við egum eftir að sjá hverja hann fær til að styrkja hópinn við erum öll sammála um að það er nauðsynlegt.
Góður pistill takk fyrir mig.
Það er ekkert sem segir að Liverpool geti ekki orðið jafn öflugt peningalega og United…tekur bara tíma.
Chelsea aftur á móti er stjórnað af rússneskum glæpon og City af einhverjum prins sem er sennilega hálfviti.
Mér finnst Liverpool bara í ágætis málum.
YNWA